\id TIT - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Títusarbréfið \toc1 Títusarbréfið \toc2 Títusarbréfið \toc3 Títusarbréfið \mt1 Títusarbréfið \c 1 \p \v 1 Frá Páli, þjóni Guðs og sendiboða Jesú Krists – sendur til að efla trú þeirra sem Guð hefur útvalið og kenna þeim að þekkja sannleika Guðs. \v 2 Sannleikur þessi vekur trú á Guð og leiðir til eilífs lífs. Þetta var óhagganleg fyrirætlun hans, áður en heimurinn varð til og það heit er enn í fullu gildi, því að Guð stendur við orð sín. \v 3 En nú er rétti tíminn kominn, að hans mati, til að birta gleðifréttirnar og flytja þær öllum mönnum. Guð, frelsari okkar, trúði mér fyrir orði sínu og gaf mér skipun um að vinna að þessu verki. \p \v 4 Til Títusar, sonar míns í sameiginlegri trú. \p Guð, faðirinn, og Kristur Jesús, frelsari okkar, blessi þig og veiti þér frið. \s1 Val á prestum \p \v 5 Ég skildi þig eftir á Krít, til að gera það sem þurfti til eflingar söfnuðunum þar. Ég bað þig að útnefna presta og leiðtoga í hverri borg – menn sem fylgja fyrirmælum þeim sem ég gaf þér. \v 6 Menn þessir verða að hafa gott orð á sér. Þeir verða að vera góðir eiginmenn og eiga trúuð, hlýðin og siðprúð börn. \p \v 7 Biskupar verða að vera óaðfinnanlegir, því að þeir eru þjónar Guðs. Þeir mega hvorki vera drambsamir né óþolinmóðir og ekki heldur drykkfelldir, óeirðagjarnir eða sólgnir í peninga. \v 8 Þeir séu gestrisnir og elski allt sem gott er, grandvarir og heiðarlegir. Þeir verða að gæta hófs í hvívetna og hafa hreint hugarfar. \v 9 Þeir skulu halda fast við sannleikann, sem þeim var kenndur, svo að þeir geti frætt aðra og hrakið kenningar andstæðinganna. \p \v 10 Margir neita að hlýða sannleikanum og þar á ég sérstaklega við þá sem segja að kristnir menn verði að hlýða lögum Gyðinga. Sú skoðun er út í hött. Hún hindrar að fólk sjái sannleikann, \v 11 og þess vegna verður að hrekja hana. Nú þegar hefur heilum fjölskyldum verið snúið frá náð Guðs. Þessir predikarar vilja fyrst og fremst komast yfir peninga fólks. \v 12 Maður úr þeirra eigin hópi, predikari frá Krít, hefur sagt um þá: „Þessir Kríteyingar eru allir lygarar! Þeir eru eins og latar skepnur, sem hugsa um það eitt að kýla vömbina!“ \v 13 Þetta er vissulega satt og þess vegna skaltu áminna hina kristnu alvarlega, svo að þeir verði heilbrigðir í trúnni, \v 14 og hafni þessum gyðingaævintýrum og fyrirmælum þeirra, sem snúið hafa baki við sannleikanum. \p \v 15 Sá sem hefur hreint hjarta sér hið bjarta og góða við alla hluti en sá vantrúaði sér engan mun góðs og ills. Hugarfar hans og samviska er flekkað, eins og hann sjálfur, og mótar allt sem hann sér og heyrir. \v 16 Þeir menn telja sig þekkja Guð, en á líferni þeirra sést að svo er ekki. Hugarfar þeirra er spillt, þeir eru óhlýðnir og koma engu góðu til vegar. \c 2 \s1 Ráðleggingar til leiðtoga \p \v 1 Þú átt að kenna fólki að lifa heilbrigðu trúarlífi í samræmi við Guðs orð. \v 2 Aldraðir menn eiga að vera bindindissamir, heiðarlegir og hógværir. Þeim ber að þekkja sannleikann og trúa honum, sýna kærleika og þolinmæði. \p \v 3 Segðu öldruðum konum að vera hæglátar og grandvarar í öllu, eins og trúuðum sæmir. Þær eiga hvorki að vera rógberar né drykkfelldar, heldur til fyrirmyndar í hinu góða. \v 4 Þær kenni ungum konum að vera hæglátar, elska eiginmenn sína og börn, \v 5 sýna grandvarleik og hafa hreint hugarfar, hugsa um heimili sitt og sýna eiginmönnum sínum góðvild og hlýðni, svo að fólk lasti ekki trúna þeirra vegna. \p \v 6 Á sama hátt skaltu hvetja unga menn til að hegða sér vel og vera ábyrgir. \v 7 Þú verður auðvitað sjálfur að vera þeim fyrirmynd í öllu sem gott er. Allt sem þú gerir á að bera þess vott að þú elskir sannleikann og viljir veg hans sem mestan. \v 8 Vertu skynsamur og rökfastur og láttu engan veikan hlekk finnast í því sem þú segir, svo að þeir sem gagnrýna þig verði sér til skammar. \p \v 9 Minntu þræla á að hlýða húsbændum sínum og koma vel fram við þá. Þeir mega hvorki tala illa um yfirmenn sína \v 10 né vera þjófóttir, heldur skulu þeir vera áreiðanlegir í öllu og verða þannig öðrum hvatning til að trúa Guði, frelsara okkar. \p \v 11 Því að fyrirgefning Guðs og hjálpræði hans stendur öllum til boða, og það ókeypis. \v 12 Þetta sýnir að Guð vill að við snúum okkur frá guðleysi og syndsamlegum nautnum, til góðs og guðrækilegs lífernis, \v 13 bíðandi þeirrar stundar er dýrð hans birtist – dýrð hins mikla Guðs og frelsara okkar Jesú Krists, \v 14 sem tók á sig dóm Guðs yfir syndum okkar og dó í okkar stað. Þetta gerði hann til að leysa okkur frá syndinni og taka okkur að sér sem sína eigin þjóð – til að hreinsa hjörtu okkar og vekja hjá okkur löngun til að gera öðrum gott. \v 15 Þetta skaltu kenna hinum kristnu. Hvettu þá og leiðbeindu eftir þörfum og með röggsemi, því að þú hefur rétt til þess. Gættu þess að láta engan lítilsvirða þig. \c 3 \s1 Áminning og viðvörun \p \v 1 Minntu hina kristnu á að hlýða yfirvöldum og embættismönnum, og vinna fúslega öll heiðarleg störf. \v 2 Þeir eiga ekki að tala illa um nokkurn mann, heldur vera friðsamir, sanngjarnir og hógværir við alla. \v 3 Eitt sinn vorum við líka óskynsöm, óhlýðin og létum leiða okkur í villu og þrældóm margs konar illra fýsna og girnda. Líf okkar var fullt af vonsku og öfund, og við hötuðum hvert annað. \p \v 4 En þegar gæska og kærleiki Guðs og frelsara okkar birtist, \v 5 þá frelsaði hann okkur, ekki vegna þess hve góð við vorum, heldur vegna kærleika síns og miskunnar. Hann þvoði burt syndir okkar og endurfæddi okkur með heilögum anda. \v 6 Hann úthellti anda sínum yfir okkur, og það ríkulega, vegna Jesú Krists, frelsara okkar. \v 7 Þetta gerði hann til að geta úrskurðað okkur hrein og syndlaus í augum Guðs og gert okkur að erfingjum eilífs lífs. \v 8 Þetta er sannleikur og þú skalt leggja áherslu á það allt, svo að kristnir menn kappkosti að stunda góð verk, því að það er ekki aðeins rétt, heldur einnig gagnlegt. \p \v 9 Láttu engan leiða þig út í heimskulegar rökræður um einskisnýta hluti. Forðastu deilur og þras um lög Gyðinga, slíkt borgar sig ekki og er aðeins til tjóns. \v 10 Sá sem veldur deilum og klofningi á meðal ykkar, skal áminntur einu sinni eða tvisvar ef þörf er á. Ef það dugar ekki, skuluð þið slíta sambandi við hann, \v 11 því að sá maður metur hlutina ranglega og syndgar af ásettu ráði. Hann er sjálfdæmdur. \p \v 12 Ég er að hugsa um að senda til þín Artemas eða Týkíkus, og þegar annar hvor þeirra kemur, skaltu reyna að hitta mig í Nikópólis, því að þar ætla ég að vera í vetur. \v 13 Gerðu allt sem þú getur til að aðstoða Senas lögfræðing og Apollós á ferð þeirra, og gættu þess að þá vanti ekki neitt. \v 14 Okkar menn verða að læra að gera öðrum gott, svo að líf þeirra skili árangri. \p \v 15 Allir sem hér eru, biðja að heilsa. Skilaðu kveðju til allra kristnu vinanna sem hjá þér eru. Blessun Guðs sé með ykkur öllum. \p Páll