\id ROM - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Rómverjabréfið \toc1 Rómverjabréfið \toc2 Rómverjabréfið \toc3 Rómverjabréfið \mt1 Rómverjabréfið \c 1 \s1 Heilsað \p \v 1 Kæru vinir í Róm. \p Þetta bréf er frá mér, Páli, þjóni Jesú Krists. Guð hefur kallað mig til að boða trú og sent mig til að flytja gleðiboðskap Guðs. \v 2 Langt er nú liðið síðan spámenn Guðs hétu því að þessi gleðiboðskapur yrði kunngerður. \v 3 Gleðiboðskapurinn er um son Guðs, Jesú Krist, Drottin okkar sem fæddist sem lítið barn af ætt Davíðs konungs. \v 4 Upprisa hans frá dauðum sýnir, svo ekki verður um villst, að hann er hinn voldugi sonur Guðs, gæddur sama heilaga eðli og sjálfur Guð. \v 5 Nú er svo komið, að vegna Krists, hefur Guð úthellt kærleika sínum yfir okkur óverðuga syndara. Eftir það hefur hann sent okkur út um allan heiminn, til að segja öllum, hvar sem þeir eru, frá því stórkostlega sem Guð hefur gert fyrir þá, svo að einnig þeir komist til trúar og læri að hlýða honum. \p \v 6-7 Kæru vinir í Róm, þið eruð í hópi þeirra sem Guð elskar. Jesús Kristur hefur einnig kallað ykkur til að verða Guðs börn og tilheyra hans heilögu þjóð. Náð og friður Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum. \s1 Löngun til að heimsækja Rómverja \p \v 8 Fyrst vil ég segja ykkur að þið eruð á allra vörum! Hvarvetna ræða menn um traust ykkar á Guði. Ég þakka Guði vegna Jesú Krists fyrir þessar góðu fréttir og fyrir hvert og eitt ykkar. \v 9 Guð veit hversu oft ég bið fyrir ykkur. Dag og nótt legg ég ykkur og þarfir ykkar fram fyrir hann í bæn. Honum þjóna ég af heilum hug með því að flytja öðrum gleðifréttirnar um son hans. \p \v 10 Ég vil að þið vitið að ég bið Guð stöðugt um að gefa mér tækifæri til að koma til ykkar. \v 11-12 Ég þrái að hitta ykkur svo ég geti gefið ykkur eitthvað, sem styrkir trú ykkar á Drottin, og til að uppörvast með ykkur í trúnni. \p \v 13 Kæru vinir, ég vil að þið vitið að oft hef ég ætlað að koma einhverju góðu til leiðar, á sama hátt og í öðrum kristnum söfnuðum meðal heiðinna þjóða. \v 14 Ég er í mikilli skuld við ykkur og alla aðra, hvort sem það eru menningarþjóðir eða ekki, bæði við menntaða og ómenntaða. \v 15 Ég er því fyrir mitt leyti reiðubúinn að koma og boða fagnaðarerindið, einnig ykkur sem eruð í Róm. \s1 Réttlæti, fyrir trú \p \v 16 Ég blygðast mín ekki fyrir fagnaðarerindið, því það er leið Guðs til eilífs lífs fyrir hvern þann sem trúir honum og treystir á hann. Fyrst var þessi boðskapur einungis fluttur Gyðingum, en nú er öllum opið að koma til Guðs á þennan hátt. \v 17 Þetta eru gleðifréttir, því þær segja okkur að Guð geri okkur hæfa til að lifa með sér, eða með öðrum orðum – geri okkur réttláta. Þetta gerist þegar við trúum á Krist og treystum því að hann hafi frelsað okkur. Trúin á Krist er því leiðin til Guðs, enda segir Biblían: „Sá sem leitar lífsins, finnur það með því að trúa á Guð.“ \s1 Dauði vegna óhlýðni \p \v 18 Guð sýnir reiði sína frá himni gegn öllum vondum og syndugum mönnum sem hafna sannleikanum. \v 19 Þessir menn þekkja sannleikann um Guð hið innra með sér, því Guð hefur lagt þeim þá þekkingu í brjóst. \v 20 Mennirnir hafa frá upphafi virt fyrir sér jörðina, himininn og allt sem Guð hefur gert. Þeir hafa því verið sér meðvitandi um tilveru hans og hans mikla, eilífa mátt. Þess vegna hafa þeir enga afsökun (þegar þeir standa frammi fyrir honum á degi dómsins). \p \v 21 Mennirnir vissu af Guði, en þó vildu þeir hvorki viðurkenna hann né tilbiðja né heldur þakka honum fyrir daglega umhyggju hans. Ekki leið á löngu uns þeir fóru að gera sér heimskulegar hugmyndir um Guð og hvers hann vænti af þeim. Afleiðingin varð sú að þeir blinduðust í heimsku sinni og lentu á villigötum. \v 22 Þeir töldu sig ekki þurfa á þekkingu frá Guði að halda og urðu því heimskingjar. \v 23 Í stað þess að tilbiðja hinn dýrlega, eilífa Guð, bjuggu þeir sér til goð sem líktust fuglum, ferfætlingum, skriðdýrum og dauðlegum mönnum. \p \v 24 Þess vegna hefur Guð gefið þeim lausan tauminn og leyft þeim að svala girndum sínum í afskræmdu kynlífi og gera hvað sem þá langaði til, einnig að meðhöndla líkama hvers annars á svívirðilegan og viðbjóðslegan hátt. \v 25 Í stað þess að trúa því sem þeir vita að er sannleikurinn um Guð, kjósa þeir að trúa lyginni! Afleiðingin er sú að þeir tilbiðja það sem Guð hefur skapað, í stað þess að tilbiðja Guð, skaparann. \p \v 26 Þess vegna hefur Guð ofurselt mennina svívirðilegum girndum. Þeir ganga jafnvel svo langt að konurnar snúast gegn eðli sínu og leita kynferðislegrar fullnægju hver með annarri. \v 27 Sama er að segja um karlmennina. Í stað þess að hafa eðlileg mök við konurnar, brenna þeir af girnd hver til annars og lifa í skömm hver með öðrum. Af þessu hafa þeir uppskorið þá bölvun sem þeir eiga sannarlega skilið. \v 28 Þar eð mennirnir höfnuðu Guði með þessum hætti og vildu ekki við hann kannast, lét hann þá fara sína leið, svo að þeir gætu gert allt það sem illska þeirra gat fundið upp á. \v 29 Og þeir urðu ranglátir, vondir, ágjarnir, hatursfullir, öfundsjúkir, manndráparar, þrasgjarnir, lygnir og bitrir. \v 30 Þeir tala illa hver um annan og hata Guð, eru hrokafullir, gorta af sjálfum sér, finna sífellt upp á nýjum leiðum til að syndga og eru foreldrum sínum óhlýðnir. \v 31 Þeir misskilja hver annan, eru heimskir, óáreiðanlegir, kærleikslausir og miskunnarlausir. \v 32 Þeir vita vel að fyrir þessa glæpi hefur Guð kveðið upp yfir þeim dauðadóm en samt halda þeir áfram á sömu braut og hvetja aðra til að gera hið sama. \c 2 \s1 Réttlátur dómur Guðs \p \v 1 „Ja, hérna,“ segir þú ef til vill, „hvers konar úrþvætti ertu eiginlega að tala um?“ En sjáðu til! Þú ert ekkert betri! Þegar þið lýsið vanþóknun ykkar á þessu fólki og segið að það eigi skilið hegningu, þá eruð þið að tala um ykkur sjálf, því að þið gerið sjálf það sama. \v 2 Við vitum að Guð mun dæma sérhvern þann sem slíkt gerir, því að hann er réttlátur. \v 3 Haldið þið að Guð dæmi suma sem þannig lifa og refsi þeim, en geri síðan enga athugasemd við ykkur þegar þið gerið það sama? \v 4 Sjáið þið ekki hve mikla þolinmæði hann hefur sýnt ykkur? Eða er ykkur ef til vill alveg sama? Skiljið þið ekki að ástæða þess að hann hefur ekki refsað ykkur, er sú að hann gefur ykkur tækifæri til að snúa baki við syndinni? Góðsemi hans ætti að leiða ykkur til iðrunar. \p \v 5 Þrátt fyrir það viljið þið ekki hlusta og þar með kallið þið yfir ykkur hræðilega hegningu, því þið eruð þrjósk og viljið ekki snúa ykkur frá syndinni. Dagur reiðinnar mun renna upp og þá mun Guð dæma allan heiminn af réttvísi. \v 6 Hann mun gjalda sérhverjum eins og hann á skilið samkvæmt verkum sínum: \v 7 Þeim sem af þrautseigju gera Guðs vilja, mun hann gefa eilíft líf, það er að segja þeim sem leita ósýnilegrar dýrðar, heiðurs og ódauðleika. \v 8 Þeim hins vegar, sem berjast gegn sannleika Guðs og ganga á vegi illskunnar, mun hann refsa hræðilega – hann mun úthella reiði sinni yfir þá. \v 9 Menn munu uppskera sorg og þjáningar haldi þeir áfram í syndinni, \v 10 en hlýði þeir Guði, mun þeim hlotnast dýrð, heiður og friður Guðs. Þetta á bæði við um Gyðinga og heiðingja, \v 11 því Guð fer ekki í manngreinarálit. \p \v 12-15 Guð mun refsa fyrir synd, hvar sem hún finnst. Hann mun refsa heiðingjunum þegar þeir syndga, jafnvel þótt þeir hafi aldrei þekkt hin skráðu lög Guðs, því að innra með sér þekkja þeir muninn á réttu og röngu. Lög Guðs eru skráð í vitund þeirra. Stundum dæmir samviskan þá og stundum afsakar hún þá. En Guð mun einnig refsa Gyðingum. Hann mun refsa þeim fyrir syndir þeirra, því að þeir eiga lög hans skráð í bók en hlýða þeim þó ekki. Þeir vita hvað er rangt, en breyta gegn betri vitund. Þegar öllu er á botninn hvolft er hjálpræðið ekki þeirra sem þekkja mun á réttu og röngu, heldur hinna sem gera það sem rétt er. \v 16 Sá dagur mun vissulega koma, er Jesús Kristur mun að boði Guðs dæma líferni sérhvers manns og líka dýpstu hugsanir hans og viðhorf. Allt er þetta hluti hinnar miklu fyrirætlunar Guðs, sem ég boða. \s1 Gyðingar jafn sekir og heiðingjar \p \v 17 Gyðingar, þið haldið að allt sé á hreinu milli ykkar og Guðs vegna þess að þið eruð Gyðingar og vegna þess að hann gaf ykkur lög sín. Þið gortið af því að vera í sérstöku uppáhaldi hjá Guði! \v 18 Ekki neita ég því að þið þekkið vilja hans; þið þekkið mun á réttu og röngu og hafið vit á að velja hið rétta, því að ykkur hafa verið kennd lög Guðs frá blautu barnsbeini. \v 19 Þið eruð svo vissir um leiðina til Guðs að þið gætuð jafnvel bent blindum manni á hana. Þið álítið ykkur vera leiðarljós sem leiðbeina þeim til Guðs, sem villst hafa í myrkrinu. \v 20 Þið teljið ykkur geta leiðbeint hinum lítilmótlegu og frætt börnin um verk Guðs, því að þið þekkið lög hans, vísdóm og sannleika. \p \v 21 Þið fræðið aðra um lög hans, en hvers vegna farið þið ekki sjálfir eftir þeim? Þið segið fólki að rangt sé að stela – en stelið þið ekki sjálfir? \v 22 Þið segið að rangt sé að drýgja hór, en hvað með ykkur? Þið segið: „Tilbiðjið ekki skurðgoðin,“ en svo gerið þið peningana að guði ykkar. \p \v 23 Þið eruð ákaflega stoltir af því að þekkja lög Guðs en síðan lítilsvirðið þið Guð með því að brjóta þau. \v 24 Ekki undrar mig þótt Gamla testamentið segi að heimurinn tali illa um Guð ykkar vegna. \p \v 25 Það er kostur fyrir ykkur að vera Gyðingar ef þið hlýðið lögum Guðs, en ef ekki, þá eruð þið engu betur settir en heiðingjarnir. \v 26 Mun Guð ekki veita heiðingjunum alla þá blessun sem hann ætlaði Gyðingunum, ef þeir hlýða lögum hans? \v 27 Staðreyndin er sú að betur mun fara fyrir heiðingjunum en ykkur, Gyðingum, sem þekkið Guð og eigið loforð hans, því að þið hlýðið þeim ekki. \s1 Umskurnin gagnslaus \p \v 28 Þið eruð ekki sannir Gyðingar fyrir það eitt að foreldrar ykkar voru Gyðingar eða vegna þess að þið hlutuð hina gyðinglegu vígslu, umskurnina. \p \v 29 Nei, sá einn er sannur Gyðingur sem hefur rétta afstöðu til Guðs. Guð sækist ekki eftir þeim sem skera í líkama sinn samkvæmt gyðinglegri venju, heldur þeim sem hafa breytt hugarfari sínu og endurnýjað samband sitt við Guð. Hver sem þannig tekur upp nýja lífsstefnu, hlýtur blessun Guðs, jafnvel þótt hann láti sér fátt um finnast. \c 3 \s1 Rök fyrir dómi Guðs \p \v 1 Hvaða gagn er þá af því að vera Gyðingur? Hafa þeir einhver sérstök forréttindi hjá Guði? Hefur hin gyðinglega siðvenja, umskurnin, eitthvert gildi? \v 2 Já, það hefur marga kosti að vera Gyðingur. Fyrst og fremst þann að Guð trúði þeim fyrir lögum sínum (svo að þeir gerðu sér grein fyrir vilja hans og hlýddu honum). \v 3 Það er að vísu rétt að sumir þeirra reyndust ótrúir, en tekur Guð loforð sín aftur vegna þess eins að þeir brugðust? \v 4 Nei, að sjálfsögðu ekki! Þótt sérhver maður reyndist lygari, væri Guð það ekki. Munið þið hvað stendur í Davíðssálmunum um þetta: \p „Guðs orð mun alltaf reynast satt og rétt, jafnvel þótt einhver dragi það í efa.“ \p \v 5 „Já, en,“ segja sumir, „sviksemi okkar við Guð verður til góðs – syndir okkar þjóna góðum tilgangi. Þegar fólk sér hversu vondir við erum, veitir það því athygli hve Guð er góður. Og fyrst synd okkar verður honum til hjálpar, er þá nokkuð réttlæti í því að hann refsi okkur?“ \v 6 Þannig tala sumir en slíkar röksemdir ná ekki nokkurri átt. Hvers konar Guð væri hann ef honum væri sama um syndina – ef hann léti sig einu gilda hvort menn óhlýðnuðust boðum hans og vilja – og hvernig gæti hann þá sakfellt nokkurn mann? \v 7 Nei, hann gæti ekki dæmt mig og sakfellt sem syndara ef óheiðarleiki minn og lygi yrðu honum til dýrðar, við það að vera borin saman við heiðarleika hans. \v 8 Sé þetta hins vegar skoðun þín, þá verður niðurstaðan þessi: Því verri sem við erum, því ánægðari verður Guð! Þeir sem þannig tala verðskulda glötun. Hvernig geta menn haldið því fram að þetta sé sá boðskapur sem ég flyt? \s1 Allir hafa syndgað \p \v 9 En erum við Gyðingar betri en annað fólk? Nei, alls ekki. Við höfum þegar sýnt fram á að allir menn eru syndarar, Gyðingar jafnt sem heiðingjar. \p \v 10 Um þetta segir Gamla testamentið: \p „Enginn maður er réttlátur, ekki einn einasti. \v 11 Enginn maður þekkir Guð í raun og veru né þráir að kynnast honum. \v 12 Allir hafa farið sína eigin leið – og villst. Enginn hefur í einu og öllu lagt stund á hið góða, ekki einn einasti. \v 13 Tal mannanna er viðbjóðslegt og rotið, já, rétt eins og nálykt frá opinni gröf. Lygin loðir við tungu þeirra og allt sem þeir segja hefur í sér brodd og banvænt eitur höggormsins. \v 14 Munnur þeirra er fullur formælinga og beiskju. \v 15 Þeir eru fljótir til að drepa og hata hvern þann sem er þeim ósammála. \v 16 Hvar sem þeir fara, skilja þeir eftir sig eymd og ógæfu, \v 17 og þeir hafa engan skilning á því hvað það er að njóta öryggis og blessunar Guðs. \v 18 Þeim er alveg sama um Guð og hvað honum finnst um þá.“ \p \v 19 Dómur Guðs er þungur yfir Gyðingum, því þeim ber að hlýða lögum Guðs, en ekki leggja stund á hið illa. Þeir hafa því enga afsökun, enginn þeirra. Þegar allt kemur til alls verður heimurinn að þagna, því að hann er sekur frammi fyrir hinum almáttuga Guði. \p \v 20 Skiljið þið nú, að enginn getur orðið réttlátur í augum Guðs með því að hlýðnast lögunum? Eftir því sem við kynnumst lögum Guðs betur, því betur sjáum við að við getum alls ekki hlýtt þeim. Tilgangur laganna er sá einn að sýna okkur fram á að við erum syndarar. \s1 Réttlæti Guðs fyrir trú \p \v 21-22 En nú hefur Guð bent okkur á aðra leið til sín. Hún felst ekki í því að menn skuli vera góðir og reyna að hlýða lögunum, heldur er um nýja leið að ræða (reyndar er hún nú ekki ný því að Gamla testamentið sagði frá henni fyrir langa löngu). Hún er þessi: Guð vill taka okkur í sátt við sig og sýkna okkur, ef við treystum því að Jesús Kristur fyrirgefi og taki burt syndir okkar. Öll getum við frelsast á þennan eina og sama hátt: Að koma til Krists, og þá skiptir engu hver við erum eða hvernig við höfum lifað. \v 23 Allir hafa syndgað – óhlýðnast Guði og skortir dýrð hans, \v 24 en Guð lýsir því yfir að við séum saklaus af allri andstöðu við hann, ef við treystum Jesú Kristi, sem í kærleika sínum vill fyrirgefa okkur syndir okkar. \p \v 25 Guð sendi Jesú Krist til að taka á sig hegninguna fyrir syndir okkar og að binda enda á reiði Guðs í okkar garð. Við frelsumst frá þessari reiði Guðs fyrir blóð Krists, það er að segja, vegna dauða hans á krossinum – og með því að trúa á hann og treysta hjálp hans. Í öllu þessu var Guð fullkomlega réttlátur, jafnvel þótt hann hafi ekki refsað þeim sem syndguðu fyrr á tímum, því að hann leit fram til þess tíma er Kristur kæmi og tæki burt syndir þeirra. \v 26 Guð getur á sama hátt tekið á móti syndurunum nú á okkar dögum, því að Jesús dó einnig fyrir þeirra syndir. En er nokkurt réttlæti í því að Guð láti afbrotamenn ganga lausa og lýsi því yfir að þeir séu saklausir? Já, það getur hann ef þeir trúa því að Jesús hafi fyrirgefið þeim syndir þeirra. \s1 Guð fer ekki í manngreinarálit \p \v 27 Getum við þá hrósað okkur af góðverkum okkar og sagt að þeirra vegna eigum við skilið að fá hjálp Guðs? Nei, alls ekki. Hvers vegna ekki? Vegna þess að við fáum ekki fyrirgefninguna sem laun fyrir góðverk okkar, heldur fyrir trú á það sem Kristur gerði. \v 28 Þannig frelsumst við fyrir trúna á Krist en ekki fyrir það góða sem við gerum. \v 29 Frelsar Guð einungis Gyðinga á þennan hátt? Nei, þetta á einnig við um heiðingjana, \v 30 því að Guð fer ekki í manngreinarálit. Ef við trúum þá sýknar Guð okkur, hvort sem við erum Gyðingar eða heiðingjar. \v 31 Og segjum nú að við séum frelsuð fyrir að trúa, þýðir það þá ekki að við séum þar með laus undan því að þurfa að hlýða lögum Guðs? Nei, þvert á móti, því að sannleikurinn er sá að eina leiðin til að hlýða Guði er að trúa á Jesú Krist. \c 4 \s1 Abraham réttlættist fyrir trú \p \v 1 Abraham var forfaðir Gyðingaþjóðarinnar. Hvernig kemur nú þetta að frelsast fyrir trú, heim og saman við það sem við vitum um hann? \v 2 Leit Guð á hann sem saklausan og réttlátan mann vegna góðverka hans? Ef svo hefði verið þá hefði Abraham haft ástæðu til að hrósa sér. En frammi fyrir Guði hafði hann alls ekkert til að hrósa sér af, \v 3 en hins vegar segir í Gamla testamentinu: „Abraham trúði Guði,“ og það er ástæða þess að Guð strikaði yfir syndir hans og úrskurðaði hann réttlátan. \p \v 4-5 En ávann Abraham sér ekki rétt til að komast til himna með öllum sínum góðu verkum? Nei, því að hjálpræðið er alltaf óverðskulduð gjöf. Ef einhver gæti unnið sér inn fyrir því með góðverkum, þá væri það ekki lengur ókeypis! Það er gefið þeim sem ekki hafa unnið fyrir því. Guð segir beinlínis: „Syndarinn er sýknaður í mínum augum, ef hann treystir því að Kristur frelsi hann frá dómi mínum yfir syndinni.“ \s1 Davíð þekkti sömu sannindi \p \v 6 Davíð konungur ræddi um þetta og lýsti gæfu hins óverðuga syndara sem Guð hefur úrskurðað saklausan. \v 7 Hann sagði: „Sæll er sá sem fær syndir sínar fyrirgefnar og afmáðar. \v 8 Mikil er gæfa þess manns sem Guð sýknar.“ \s1 Abraham réttlættist áður en hann lét umskerast \p \v 9 Nú spyr ég: Er þessi blessun einungis handa þeim sem trúa á Krist og halda samtímis lög Gyðinga, eða er hún einnig ætluð þeim sem ekki halda lög Gyðinga, en treysta einungis á Krist? Hvernig var það með Abraham? Við tölum um að hann hafi hlotið þessa blessun vegna trúar sinnar, en var það vegna hennar einnar? Var það kannski líka vegna þess að hann fór eftir gyðinglegum siðum? \p \v 10 Til þess að fá svar við þessari spurningu verðum við fyrst að svara annarri: Hvenær veitti Guð Abraham blessunina? Það var áður en hann varð Gyðingur, það er að segja áður en hann tók hina gyðinglegu vígslu sem kallast umskurn. \p \v 11 Það var ekki fyrr en eftir að Guð hafði lofað að blessa hann, vegna trúar hans, að hann var umskorinn. Umskurnin var tákn þess að Abraham átti þá þegar trú og að Guð hafði tekið hann að sér og lýst því yfir að í sínum augum væri hann góður og réttlátur. Samkvæmt þessu er Abraham hinn andlegi faðir þeirra sem trúa og frelsast án þess að halda sig við lögin. Af þessu sjáum við að Guð réttlætir þá sem trúa, enda þótt þeir haldi ekki þessar reglur. \v 12 Abraham er einnig andlegur faðir hinna umskornu – Gyðinganna – og með því að athuga líf hans geta þeir séð að það er ekki þessi siðvenja – umskurnin – sem frelsar þá, heldur trúin. Eingöngu hennar vegna hlaut Abraham miskunn Guðs áður en hann var umskorinn. \s1 Fyrirheitið gefið fyrir trú \p \v 13 Ljóst er því að loforð Guðs um að hann ætlaði að gefa Abraham og afkomendum hans alla jörðina, var ekki gefið vegna þess að Abraham hlýddi lögum Guðs, heldur hins, að hann treysti Guði og því að hann stæði við heit sín. \v 14 Ef þið haldið því ennþá fram að blessun Guðs sé ætluð þeim einum sem halda lögin, þá segið þið þar með að loforð Guðs til þeirra sem trúa séu marklaus og að trúin sé heimska. \v 15 Sannleikurinn er hins vegar sá að ef við ætlum að ná blessun Guðs og hjálpræði með því að halda lög hans, þá köllum við að lokum reiði hans yfir okkur, því að okkur mun aldrei takast að halda þau. Eina leiðin til að komast hjá því að brjóta lög er sú að hafa engin lög! \p \v 16 Blessun Guðs veitist okkur ókeypis fyrir trúna, sem gjöf. Við erum þess fullviss að okkur veitist hún, ef við trúum eins og Abraham, hvort sem við erum Gyðingar eða ekki, því að Abraham er faðir okkar allra að því er trúna varðar. \v 17 Þetta á Gamla testamentið við þegar það segir að Guð hafi gert Abraham að föður margra þjóða. Guð vill taka á móti öllum sem treysta honum eins og Abraham gerði, hverrar þjóðar sem þeir eru. Loforðið sem hann fékk var frá sjálfum Guði, honum sem reisir hina dauðu og segir fyrir um atburði framtíðarinnar af nákvæmni eins og um liðinn tíma sé að ræða. \p \v 18 Þegar Guð sagði Abraham að hann mundi gefa honum son sem eignast mundi marga afkomendur og verða faðir mikillar þjóðar, þá trúði Abraham Guði, jafnvel þótt slíkt loforð virtist algjör fásinna. \v 19 Abraham var ekki áhyggjufullur þótt bæði hann, sem var á hundraðasta aldursári og Sara sem var níræð, væru komin úr barneign, því að hann treysti orðum Guðs óhikað. \p \v 20 Abraham efaðist aldrei. Hann trúði Guði. Trú hans styrktist og hann þakkaði Guði fyrir þetta loforð löngu áður en það rættist. \v 21 Hann var sannfærður um að Guði reyndist auðvelt að efna allt sem hann hefði lofað. \v 22 Vegna trúar Abrahams fyrirgaf Guð honum syndir hans og sýknaði hann. \p \v 23 Þessi mikilvæga yfirlýsing – að hann væri tekinn gildur vegna trúar sinnar og þar með viðurkenndur réttlátur – var ekki aðeins Abraham til góðs, \v 24 heldur okkur líka. Þetta er okkur trygging þess að Guð vilji taka okkur að sér á sama hátt og Abraham, það er að segja þegar við trúum loforðum Guðs, hans sem reisti Jesú upp frá dauðum. \v 25 Jesús dó fyrir syndir okkar og reis síðan upp til að sætta okkur við Guð og gefa okkur réttlæti hans. \c 5 \s1 Trúin eflir þolinmæði \p \v 1 Fyrst við erum sýknuð og réttlát í augum Guðs vegna trúarinnar á fyrirheit hans, þá getum við lifað í friði og sátt við hann vegna þess sem Jesús Kristur, Drottinn okkar, gerði fyrir okkur. \v 2 Vegna trúar okkar hefur hann veitt okkur hin æðstu forréttindi og þannig er aðstaða okkar nú. Við horfum með djörfung og gleði fram til alls þess sem Guð ætlar okkur að verða. \v 3 Þegar við lendum í erfiðleikum og raunum þá getum við líka glaðst, því að við vitum að slíkt verður okkur til góðs. Það eflir þolgæði okkar, \v 4 styrkir persónuleikann og það auðveldar okkur að treysta Guði æ betur, eða þangað til trú okkar verður að lokum sterk og óhagganleg. \v 5 Þegar þessu marki er náð, getum við verið hughraust, hvað sem á dynur því að þá vitum við að allt muni fara vel. Við vitum að Guð elskar okkur og hann hefur gefið okkur heilagan anda og fyllt hjörtu okkar af kærleika sínum. Við finnum að við erum umvafin kærleika hans! \s1 Kristur í okkar stað \p \v 6 Við vorum hjálparvana og sáum enga undankomuleið. Þá kom Kristur á réttum tíma og dó fyrir okkur syndarana, enda þótt við bæðum hann ekki um slíkt. \v 7 Þess er varla að vænta að nokkur hafi viljað deyja fyrir okkur, jafnvel þótt við hefðum verið góðir menn, þó að það sé auðvitað hugsanlegt. \v 8 En Guð sýndi okkur takmarkalausan kærleika sinn, er hann sendi Krist í dauðann fyrir okkur meðan við vorum enn fjötruð í synd og aðskilin frá honum. \v 9 Allt þetta gerði Kristur fyrir okkur syndarana með dauða sínum og hversu miklu meira skyldi hann þá ekki vilja gera fyrir okkur nú, eftir að hann hefur sýknað okkur? Nú vill hann forða okkur undan dómi Guðs sem er í vændum. \v 10 Við vorum óvinir Guðs, en fyrst hann, þrátt fyrir það, leiddi okkur aftur til sín fyrir dauða sonar síns, hvílíka blessun hlýtur hann þá ekki að hafa búið okkur nú, eftir að við erum orðnir vinir hans? \v 11 Við gleðjumst vegna þessa nýja og undursamlega sambands okkar við Guð og allt er það að þakka því sem Jesús Kristur, Drottinn okkar, gerði, þegar hann dó fyrir syndir okkar og sætti okkur við Guð. \s1 Dauði í Adam – líf í Kristi \p \v 12 Þegar Adam syndgaði, kom syndin inn í líf allra manna. Með synd hans hélt dauðinn innreið sína í þennan heim og þar sem allir syndguðu, tók allt að hrörna og deyja. \v 13 Við vitum að synd Adams var orsök alls þessa en þrátt fyrir syndir mannanna, allt frá dögum Adams og til Móse, þá dæmdi Guð þá ekki til dauða fyrir að brjóta lögin, því þá hafði hann ekki enn birt þeim þau né sagt þeim hvað hann vildi að þeir gerðu. \v 14 Þegar þessir menn dóu, var það ekki vegna þess að þeir höfðu syndgað, því að þeir höfðu aldrei brotið það boðorð Guðs að borða forboðna ávöxtinn, eins og Adam hafði gert. \v 15 Hvílíkur reginmunur var á Adam og Kristi – honum sem koma átti. Hvílíkur munur einnig á synd mannsins og fyrirgefningu Guðs! Þessi eini maður, Adam, leiddi marga í dauðann með synd sinni. Jesús Kristur veitti mörgum fyrirgefningu vegna miskunnar Guðs. \v 16 Annars vegar leiddi þessi eina synd Adams dauðadóm yfir marga, en hins vegar fjarlægir Kristur fúslega syndir hinna mörgu og gefur dýrlegt líf í staðinn. \v 17 Synd þessa eina manns, Adams, gerði dauðann að húsbónda í lífi mannanna en allir sem taka á móti gjöf Guðs – fyrirgefningu og sýknun – fá mátt til að lifa vegna hins eina manns, Jesú Krists. \v 18 Synd Adams leiddi hegningu yfir alla, \v 19 en réttlæti Krists leiddi hins vegar af sér, að margir verða þóknanlegir í augum Guðs. \p \v 20 Boðorðin tíu voru gefin mönnunum til þess að þeir sæju að í eigin mætti er þeim ómögulegt að hlýða lögum Guðs, því betur sem við sjáum syndina – því ljósari verður okkur takmarkalaus miskunn Guðs og fyrirgefning. \v 21 Áður fyrr ríkti syndin í lífi allra manna og dró þá til dauða, en nú ríkir gæska Guðs og hún veitir okkur á ný samfélag við Guð og hlut í eilífa lífinu sem fæst fyrir Jesú Krist, Drottin okkar og frelsara. \c 6 \s1 Dáin í syndinni, lifandi í Guði \p \v 1 Hvað er um þetta að segja? Eigum við að halda áfram að syndga svo að Guð geti sýnt okkur kærleika sinn og fyrirgefningu enn betur? \p \v 2-3 Nei, alls ekki! Hvaða vit er í því að syndga ef hægt er að komast hjá því? Valdið sem syndin hafði yfir okkur, var brotið á bak aftur þegar við urðum kristin og vorum skírð til að verða samgróin Kristi. Dauði Krists braut á bak aftur það afl sem syndin hafði í lífi okkar. \v 4 Okkar gamla eðli, sem elskaði syndina, var grafið með honum í skírninni þegar hann dó. Og þegar Guð faðir reisti hann aftur til lífsins með dýrlegum krafti, þá eignuðumst við hlutdeild í lífi hans. \p \v 5 Við erum orðin samgróin honum og þegar hann dó, þá dóum við með honum. Nú eigum við sameiginlega hlutdeild í nýja lífinu hans og munum rísa upp á sama hátt og hann. \p \v 6 Þegar Kristur var krossfestur, voru gömlu og illu hvatirnar okkar krossfestar með honum. Þessar hvatir sem þrá syndina, voru særðar til ólífis. Líkami okkar er því ekki lengur á valdi syndarinnar og þarf ekki að vera þræll hennar. \v 7 Þegar við dóum syndinni, vorum við leyst undan öllu því táli og valdi sem hún beitti okkur. \v 8 Fyrst löngunin til að elska syndina „dó“ með Kristi, þá vitum við að við eigum hlutdeild í nýja lífinu sem birtist í upprisu hans. \p \v 9 Kristur reis upp frá dauðum og hann mun aldrei aftur deyja. Dauðinn hefur ekki framar neitt vald yfir honum. \v 10 Hann dó í eitt skipti fyrir öll, til að brjóta á bak aftur vald syndarinnar og lifir nú í eilífu og órjúfanlegu samfélagi við Guð. \v 11 Lítið því á ykkar gamla synduga eðli sem dautt og ónæmt fyrir syndinni og kröfum hennar, en lifið þess í stað fyrir Guð í samfélaginu við Drottin Jesú Krist. \p \v 12 Leyfið syndinni ekki framar að stjórna dauðlegum líkömum ykkar og látið ekki undan girnd þeirra. \v 13 Látið engan hluta líkamans verða verkfæri í höndum hins illa, til að drýgja synd, en gefið ykkur algjörlega Guði á vald – hvern einasta líkamshluta – því þið hafið snúið baki við dauðanum. Nú þráið þið að verða verkfæri í höndum Guðs, svo að hann geti notað ykkur til að framkvæma góðar fyrirætlanir sínar. \v 14 Syndin þarf ekki lengur að vera húsbóndi ykkar, því að nú eruð þið laus við lögin sem syndin þrælkaði ykkur með. Nú eruð þið frjáls vegna kærleika og miskunnar Guðs. \s1 Þrælar syndar verða þjónar Guðs \p \v 15 Þýðir þetta að við getum haldið áfram að syndga og kært okkur kollótt um afleiðingarnar? Vegna þess að hjálpræði okkar byggist ekki á því að hlýða lögunum heldur á því að taka á móti náð Guðs! \p Nei, auðvitað ekki! \p \v 16 Skiljið þið ekki að það er á ykkar valdi að velja ykkur húsbónda? Annars vegar getið þið valið syndina, og þar með dauðann, eða þá hlýðni og hlotið sýknun. Sá sem þið gefið ykkur á vald, hann mun taka við ykkur og verða húsbóndi ykkar og þið þrælar hans. \v 17 Þakkið Guði, því að þótt þið væruð einu sinni þrælar syndarinnar, þá hafið þið nú hlýðnast þeim boðskap sem Guð flutti ykkur. \v 18 Nú eruð þið laus úr ánauð gamla húsbóndans, syndarinnar, og eruð þess í stað orðin þjónar nýs húsbónda: Réttlætisins! \p \v 19 Ég tala á þennan hátt og nota líkingar af þrælum og húsbændum til þess að þið skiljið þetta betur. Eins og þið eitt sinn voruð þrælar margs konar synda, þá verðið þið nú að gerast þjónar hins góða og heilaga. \p \v 20 Þegar þið voruð þrælar syndarinnar þá skeyttuð þið lítið um hið góða. \v 21 Hver var afleiðingin? Hún hefur áreiðanlega ekki verið af betra taginu, fyrst þið skammist ykkar jafnvel fyrir að hugsa um það sem þið voruð áður vön að gera, en allt leiddi það til eilífs dóms. \v 22 Nú eruð þið hins vegar laus undan valdi syndarinnar og hafið gerst þjónar Guðs. Hlunnindin, sem Guð veitir ykkur, eru meðal annars helgun og eilíft líf. \v 23 Laun syndarinnar eru dauði, en óverðskulduð gjöf Guðs til okkar er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni okkar og frelsara. \c 7 \s1 Frjáls undan lögunum \p \v 1 Kæru Gyðingar, trúsystkini, skiljið þið ekki enn, að þegar einhver deyr þá ná lögin ekki lengur yfir hann? \p \v 2 Leyfið mér að útskýra þetta með dæmi: Þegar kona hefur gifst er hún bundin eiginmanni sínum lögum samkvæmt, þar til hann deyr. Missi hún mann sinn er hún ekki lengur bundin honum og því laus undan hjúskaparlögunum. \v 3 Eftir það gæti hún gifst hverjum sem hún vill. Slíkt væri óheimilt ef maður hennar væri á lífi, en að honum látnum er það fullkomlega heimilt. \p \v 4 Áður fyrr voru lög Gyðinga eiginmaður ykkar og húsbóndi. Síðan „dóuð“ þið með Kristi á krossinum og fyrst þið eruð „dáin“ þá eruð þið ekki lengur „gift“ lögunum. Þau ná ekki lengur yfir ykkur. Þegar Kristur reis upp, þá risuð þið einnig upp með honum og eruð því nýir menn. Við getum því sagt að nú séuð þið „gengin í hjónaband“ með honum sem reis upp frá dauðum, til að þið getið borið góðan ávöxt, það er að segja, gert það sem Guði er þóknanlegt. \v 5 Meðan þið hlýdduð ykkar gamla synduga eðli, hneigðust þið sífellt til að óhlýðnast vilja Guðs og syndga. Þannig gerðuð þið það sem illt var og báruð skemmdan ávöxt – ávöxt dauðans. \v 6 Nú eruð þið hins vegar leyst undan lögum og siðum Gyðinga, því að þið „dóuð“ meðan þið voruð í ánauð hjá þeim. Nú getið þið þjónað Guði – ekki með gömlu aðferðinni, að hlýða fjölda reglna á vélrænan hátt – heldur með þeirri nýju – að vera leidd af heilögum anda. \s1 Syndin notar lögin \p \v 7 En er ég þá að segja að þessi lög Guðs séu vond? Nei, auðvitað ekki. Lögin eru ekki syndsamleg, en þau sýndu mér synd mína. Ef lögin hefðu ekki sagt: „Þú skalt ekki girnast…“ þá hefði ég aldrei komið auga á syndina í hjarta mínu, þær illu hvatir og girndir sem þar leynast. \v 8 Syndin tók þessi lög, sem sett voru til að ég mætti verjast illum hvötum og notaði þau til að vekja hjá mér löngun til þess, sem bannað er. Ef ekki væru til nein lög sem hægt væri að brjóta, væri ekki heldur til nein óhlýðni og þar með engin synd. \p \v 9 Því var það, að á meðan ég skildi ekki hvers lögin kröfðust, fannst mér allt í góðu lagi, en þegar sannleikurinn rann upp fyrir mér, þá sá ég að ég var syndari sem hafði brotið lögin og var því dauðasekur. \v 10 Lögin voru góð og áttu að benda mér á veg lífsins, en þau urðu hins vegar til þess að ég hlaut dauðadóm. \v 11 Syndin blekkti mig með því að nota þessi góðu lög Guðs til að dæma mig til dauða. \v 12 Þrátt fyrir þetta voru lögin sjálf góð og réttlát. \v 13 Hvernig getur það verið? Voru þau ekki orsök þess að ég var dæmdur? Hvernig geta þau þá verið góð? Þau eru vissulega góð, en það var hins vegar syndin, það djöfullega fyrirbæri, sem notaði hið góða til að dæma mig til dauða. Af þessu ættuð þið að skilja hve slæg, banvæn og bölvuð hún er. Hún notar lög Guðs, sem eru góð, til að koma fram sínum illu fyrirætlunum. \v 14 Lögin eru góð og vandinn liggur ekki þar, heldur hjá mér, því að ég er seldur í þrældóm fyrir synd. \s1 Lögmálið getur ekki frelsað frá synd \p \v 15 Ég get alls ekki skilið sjálfan mig. Mig langar til að gera það sem er rétt, en ég get það ekki. Ég geri það sem mér er ógeðfellt – það sem ég hata. \v 16 Mér er fullkomlega ljóst að það sem ég geri er rangt, því að slæm samviska mín segir mér það. Hún bendir mér á að lögin, sem ég brýt, séu réttlát og sönn. \v 17 Samt get ég ekkert að þessu gert, því að það er ekki lengur ég sem vinn verkið. Syndin, sem í mér er, er sterkari en ég og fær mig til að gera hið illa. \v 18 Ég veit að mitt gamla eðli er gegnsýrt af syndinni. Mér er auðvelt að vilja hið góða, en ekki að framkvæma það, \v 19 því að hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það geri ég. \v 20 Fyrst ég geri það sem mér er ógeðfellt, þá er auðséð hvað að er: Ég er í klóm syndarinnar. \p \v 21 Það virðist regla hjá mér, sem vil gera hið rétta, að hið illa er mér tamast. \v 22 Samkvæmt mínu nýja eðli þrái ég að gera vilja Guðs, \v 23-25 en það er eitthvað annað djúpt innra með mér – lægri hvatir – sem berst gegn vilja mínum, hefur yfirburði, sem gerir mig að þræli syndarinnar sem í mér er. Ásetningur minn er að vera hlýðinn þjónn Guðs, en þess í stað finn ég að ég er enn í ánauð syndarinnar. \p Þið sjáið þetta sjálf: Hið nýja líf mitt segir mér að gera það rétta en gamla eðlið, sem enn er í mér, þráir syndina. Æ, þetta er hræðileg aðstaða! Hver getur frelsað mig frá þrældómi syndarinnar? Þökk sé Guði að Jesús Kristur, Drottinn okkar og frelsari, hefur þegar gert það og þar með leyst mig úr ánauðinni. \c 8 \s1 Frjáls frá viðloðandi synd \p \v 1 Þeir sem tilheyra Jesú Kristi verða ekki fordæmdir. \v 2 Kraftur heilags anda, sem fæst af trúnni á Jesú Krist, hefur leyst mig út úr þessum vítahring syndar og dauða. \v 3 Við frelsumst ekki úr klóm syndarinnar með því að kunna boðorðin, því að við getum ekki haldið þau. Guð opnaði hins vegar aðra leið til að frelsa okkur. Hann sendi okkur einkason sinn sem varð maður eins og við, að öðru leyti en því að við erum syndug. Sonurinn braut á bak aftur það vald sem syndin hafði yfir okkur, með því að deyja fyrir syndir okkar. \v 4 Þess vegna getum við nú hlýtt lögum Guðs, það er að segja, ef við förum eftir því sem heilagur andi segir, í stað þess að hlýðnast eigingirni okkar. \p \v 5 Þeir sem láta eigin vilja ráða, stjórnast af lægstu hvötum sínum og lifa aðeins til að þóknast sjálfum sér, en þeir sem hlýða heilögum anda gera það sem Guði er þóknanlegt. \v 6 Heilagur andi veitir líf og frið, en ef við hlýðum eigingirninni þá endar slíkt með dauða, \v 7 því að hún er í andstöðu við Guð. Hún hefur ekki hlýtt lögum Guðs hingað til og mun aldrei gera. \v 8 Þetta er ástæða þess að þeir sem enn láta eigingirnina, sjálfselskuna og syndina móta líf sitt, geta aldrei þóknast Guði. \v 9 En þannig er ekki ástatt um ykkur, því að þið hljótið að láta stjórnast af nýja hugarfarinu ykkar, svo framarlega sem heilagur andi býr í ykkur. (Minnist þess að sá sem ekki á anda Krists er alls ekki kristinn.) \v 10 Syndin veldur því að líkamar ykkar munu deyja þótt þið séuð kristin, en andi ykkar mun hins vegar lifa, því að Kristur hefur lífgað hann. \v 11 Ef nú andi Guðs, sem reisti Jesú upp frá dauðum, býr í ykkur, þá mun Guð síðar reisa líkama ykkar upp frá dauðum með krafti anda síns. \s1 Börn fyrir andann \p \v 12 Kæru systkini í Kristi, af þessu sjáið þið að þið hafið alls engar skyldur við gamla synduga eðlið ykkar og þurfið ekki að hlýðnast því. \v 13 Ef þið haldið því áfram þá glatist þið, en ef þið deyðið það og allar afleiðingar þess með krafti heilags anda, þá munuð þið lifa, \v 14 því að allir þeir, sem láta anda Guðs leiða sig, eru Guðs börn. \v 15 Við eigum því ekki að líkjast hræddum og niðurlútum þrælum, heldur eigum við að hegða okkur eins og einkabörn Guðs. Hann hefur tekið okkur inn í fjölskyldu sína og leyft okkur að kalla sig föður, já, pabba! \v 16 Heilagur andi segir okkur að við séum Guðs börn og það erum við! \v 17 Og fyrst við erum börnin hans, erum við líka erfingjar hans og fáum að njóta auðæfa hans með honum, því að allt sem Guð gefur syni sínum Jesú, eigum við með honum. En ef við eigum að fá hlutdeild í dýrð hans, þá verðum við einnig að vera reiðubúin að þjást með honum. \s1 Frá þjáningu til dýrðar \p \v 18 Þjáningar þessa lífs eru þó ekkert í samanburði við þá miklu dýrð sem hann mun gefa okkur síðar. \v 19 Öll sköpunin bíður þess dags, þolinmóð og vongóð, er Guð vekur börnin sín. \v 20-21 Þá mun synd, dauði og rotnun – allt það sem með leyfi Guðs hefur spillt sköpuninni, gegn hennar eigin ósk – það mun allt hverfa og heimurinn umhverfis okkur mun gleðjast með okkur, börnum Guðs, er við losnum að fullu og öllu úr viðjum syndarinnar. \v 22 Okkur er ljóst að náttúran – bæði dýrin og jurtirnar – er ofurseld sjúkdómum og dauða meðan hún bíður þessa stórkostlega atburðar. \v 23 En náttúran er ekki ein um að þjást. Við, sem eigum heilagan anda, forsmekkinn að dýrð framtíðarinnar, þráum einnig að losna frá kvöl og þjáningum. Ó, hve við þráum þann dag er Guð veitir okkur hinn fullkomna barnarétt og um leið nýju líkamana sem hann hefur lofað okkur – líkama sem hvorki veikjast né deyja. \v 24 Þessi von okkar hefur frelsað okkur. Að trúa er hið sama og að vænta einhvers sem enn er ekki orðið, en sá sem á, þarf ekki að vona og trúa að hann muni fá. \v 25 Að bíða í von eftir því sem Guð mun gefa, styrkir trú okkar og þolinmæði. \p \v 26 Eins er með trúna og heilagan anda. Heilagur andi hjálpar okkur að biðja og leysa dagleg vandamál. Oft vitum við ekki hvers við eigum að biðja eða hvaða orð við eigum að nota, en þá kemur heilagur andi okkur til hjálpar og gefur okkur réttu orðin í bænina. \v 27 Faðirinn, sem þekkir hjörtu allra, veit auðvitað hvað heilagur andi á við þegar hann biður fyrir okkur samkvæmt vilja Guðs, \v 28 og við vitum að allt sem gerist í lífi okkar verður til góðs, ef við elskum Guð og lifum í samræmi við vilja hans. \p \v 29 Guð ákvað í upphafi að þeir sem til hans kæmu – hann hefur alltaf vitað hverjir það yrðu – skyldu líkjast syni hans, svo að sonur hans yrði hinn fyrsti í hópi margra systkina. \v 30 Þegar hann hafði valið okkur, þá kallaði hann okkur til sín og þegar við komum, þá sýknaði hann okkur. Síðan gaf hann okkur kærleika Krists og kom öllu í sátt á milli okkar og sín og hét okkur dýrð sinni. \s1 Eilífur kærleikur Guðs \p \v 31 Hvað getum við sagt við slíkri gæfu? Fyrst Guð er með okkur, hver megnar þá að standa gegn okkur? \v 32 Guð hlífði ekki sínum eigin syni, heldur lagði hann í sölurnar fyrir okkur öll, og fyrst svo er, skyldi hann þá ekki gefa okkur allt annað að auki? Jú, svo sannarlega! \p \v 33 Hver dirfist að ákæra okkur fyrst Guð hefur valið okkur til að vera börnin sín? Hann fyrirgaf okkur og kom okkur í sátt við sig. \v 34 Hver mun þá geta fordæmt okkur? Kristur? Nei! Því að hann dó fyrir okkur og situr nú í hásæti dýrðarinnar á himnum, næstur Guði, og biður fyrir okkur. \p \v 35 Getur þá nokkuð útilokað okkur frá kærleika Krists? Hvað með erfiðleika og ógæfu ýmiss konar? Eru ekki ofsóknir og niðurlæging, sem við verðum fyrir, sönnun þess að hann hafi ekki lengur velþóknun á okkur? Eða hvað um hungur, fátækt og lífshættu? Gefur slíkt ekki til kynna að Guð hafi yfirgefið okkur? \v 36 Nei! Gamla testamentið segir að sé það vilji Guðs, verðum við að vera reiðubúin að horfast í augu við dauðann hvenær sem er – já, vera eins og lömb sem bíða slátrunar. \v 37 En hvað sem þessu líður þá erum við sigursæl í Kristi, honum sem elskaði okkur svo heitt að hann dó fyrir okkur. \v 38 Ég er sannfærður um að ekkert mun geta gert okkur viðskila við kærleika Krists, hvorki dauði né líf, né nokkur önnur öfl á himni eða jörðu. Atburðir líðandi stundar, áhyggjuefni morgundagsins, \v 39 hamfarir náttúrunnar – ekkert af þessu mun nokkru sinni megna að gera okkur viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, Drottni okkar og frelsara. \c 9 \s1 Gyðingar hafna Kristi \p \v 1 Æ! Ísrael, þjóð mín! Gyðingar, samlandar mínir. Ó, hve ég vildi að þeir hefðu tekið við Kristi! \v 2 Þetta veldur mér angist og kvöl, jafnt daga sem nætur. \v 3 Bæði Kristur og heilagur andi vita að ég er ekki að hræsna þótt ég segi að ég sé fús að velja eilífa glötun, ef það gæti orðið þeim til hjálpræðis. \v 4 Guð hefur verið þeim góður en samt vilja þeir ekki hlýða honum. Hann tók þá að sér sem útvalda þjóð og leiddi þá áfram í björtu og dýrlegu skýi og sýndi þeim blessun sína. Hann setti þeim lög og reglur til að fara eftir í daglegu lífi, svo að þeir þekktu vilja hans. Hann leyfði þeim að tilbiðja sig og hann gaf þeim mikil fyrirheit. \v 5 Forfeður þeirra voru miklar trúarhetjur og sjálfur var Kristur einn af þeim. Hann fæddist sem Gyðingur en nú er hann öllum æðri. Dýrð sé Guði um aldur og ævi! \p \v 6 Já, en hefur Guð þá ekki getað staðið við loforðin sem hann gaf Gyðingunum? Jú, (en athugið að þessi loforð eru einungis ætluð þeim sem eru sannir Gyðingar). \s1 Höfnun Gyðinga og ætlun Guðs \p Ekki eru allir þeir, sem fæðast Gyðingar, sannir Gyðingar. \v 7 Það eitt að þeir eru afkomendur Abrahams, gerir þá ekki að sönnum börnum Abrahams. Abraham átti mörg börn, en Gamla testamentið segir að loforðin séu aðeins ætluð Ísak syni hans og afkomendum hans. \v 8 Þetta þýðir að ekki hafa allir afkomendur Abrahams verið börn Guðs, heldur þeir einir sem trúa loforðinu sem Guð gaf Abraham um hjálpræðið. \v 9 Loforðið var þannig: „Á næsta ári mun ég gefa ykkur, þér og Söru, son.“ \v 10-13 Og árin liðu og þessi sonur, Ísak, óx og þegar hann var orðinn fullorðinn, giftist hann konu sem hét Rebekka. Þegar Rebekka eignaðist tvíbura, sagði Guð henni að Esaú, barnið sem fæddist fyrst, myndi verða þjónn Jakobs, tvíburabróður síns. Gamla testamentið lýsir þessu svo: „Jakob mun ég blessa en ekki Esaú.“ Þetta sagði Guð áður en drengirnir fæddust, áður en þeir höfðu tækifæri til að gera gott eða illt. Af þessu má sjá að Guð var að framkvæma fyrirætlun sína, sem hann hafði ákveðið löngu áður, en hann var ekki að launa drengjunum fyrir neitt, hvorki gott né illt. \s1 Höfnun Gyðinga og réttlæti Guðs \p \v 14 Var Guð ósanngjarn að fara þannig að? Nei, vissulega ekki. \v 15 Guð sagði við Móse: „Vilji ég sýna einhverjum góðvild, þá geri ég það. Ég miskunna þeim sem mér sjálfum sýnist.“ \v 16 Blessun Guðs veitist ekki þeim einum sem ákveðið hafa að öðlast hana og sem leggja á sig erfiði í þeim tilgangi, heldur þeim sem Guð hefur ákveðið að miskunna. \v 17 Gott dæmi um þetta er Faraó Egyptalandskonungur. Guð sagði við Faraó, að hann hefði gefið honum konungdóm yfir Egyptalandi til þess eins að sýna á honum sinn mikla mátt, svo að allur heimurinn fengi að heyra um mátt Guðs og mikilleika. \v 18 Af þessu sjáið þið að Guð er góður við suma vegna þess eins að hann kýs að vera það og einnig kemur hann því til leiðar að aðrir vilja ekki hlusta. \v 19 „Já, en,“ segir þú, „hvers vegna ásakar þá Guð þá um að vilja ekki hlusta? Var það ekki hann sjálfur sem olli því?“ \v 20 Segðu þetta ekki. Telur þú þig geta gagnrýnt Guð? Á smíðisgripurinn að segja við smiðinn: „Af hverju gerðir þú mig svona?“ \v 21 Leirkerasmiðurinn hefur jafnan rétt til að móta fagran skrautvasa og krukku undir rusl, úr leirnum. \v 22 Hefur Guð ekki fullkominn rétt til að sýna mátt sinn og reiði gegn þeim sem hann hefur umborið lengi og bíða þess eins að verða eyðileggingu að bráð? \v 23-24 Sömuleiðis hefur hann rétt til að hlífa öðrum – eins og til dæmis okkur. Hann skapaði okkur í þeim tilgangi að auðga okkur af allri dýrð sinni og þá er sama hvort við erum Gyðingar eða heiðingjar. Þetta gerði hann til að sýna okkur kærleika sinn, svo allir gætu séð hve dýrð hans er mikil. \v 25 Munið þið eftir spádómi Hósea? Þar segir Guð að hann muni leita sér að öðrum börnum (sem ekki eru gyðingaættar) og hann muni elska þau, þótt enginn hafi elskað þau áður. \v 26 Munið það sem eitt sinn var sagt um heiðingjana: „Ekki eruð þið mitt fólk,“ og þeir sömu munu kallaðir verða „synir hins lifandi Guðs.“ \v 27 Jesaja kallaði til Gyðinganna: „Enda þótt þið skiptið milljónum, þá mun aðeins lítill hluti ykkar frelsast!“ \v 28 „Drottinn mun fullnægja dómi sínum á jörðinni án tafar.“ \p \v 29 Á öðrum stað segir Jesaja, að væri Guð ekki miskunnsamur myndu allir Gyðingar farast – hver einn og einasti – rétt eins og þeir sem bjuggu í borgunum Sódómu og Gómorru. \s1 Staða Gyðinga nú \p \v 30 Hvað finnst ykkur um það, að Guð hefur gefið heiðingjunum tækifæri til að fá fyrirgefningu syndanna með því að trúa, þótt þeir í raun hafi alls ekki leitað Guðs? \v 31 Gyðingarnir lögðu hins vegar mikið á sig til að þóknast Guði með því að hlýða lögum hans, en án árangurs. \v 32 Hvers vegna? Vegna þess að þeir reyndu að frelsast með því að halda lögin og gera gott, í stað þess að treysta á leið trúarinnar. Þeir hafa hrasað um stóra hrösunarsteininn. \v 33 Guð varaði þá við með þessum orðum í Gamla testamentinu: \p „Ég hef lagt hornstein meðal Gyðinga, og um hann (Jesú) munu margir hrasa, en þeir sem á hann trúa verða aldrei fyrir vonbrigðum, né til skammar.“ \c 10 \s1 Gyðingar þarfnast fagnaðarerindisins \p \v 1 Kæru systkini, það er þrá mín og bæn að Gyðingaþjóðin frelsist. \v 2 Ég veit hve mjög þeim er umhugað að þóknast Guði, en þeir gera það bara ekki á réttan hátt, \v 3 því að þeir skilja ekki að Kristur dó til að sætta þá við Guð. Með góðverkum og hlýðni við lög sín og siði reyna þeir að afla sér viðurkenningar hjá Guði, en það er ekki leið Guðs til hjálpræðis. \v 4 Þeir skilja ekki að það, sem þeir eru að reyna að öðlast fyrir hlýðni við lögin, gefur Kristur þeim fyrir trúna á sig og þannig bindur hann enda á allan lagaþrældóminn. \p \v 5 Móse sagði að eina leiðin til að frelsast, væri að gera gott alla ævi, standast allar freistingar og komast hjá því að drýgja svo mikið sem eina synd. \v 6 Hjálpræðið sem fæst fyrir trú, segir hins vegar: „Þú þarft ekki að fara upp til himna og leita að Kristi til að fá hann niður með þér, til að hjálpa þér,“ og enn fremur: \v 7 „Þú þarft ekki að fara til hinna dauðu, til að leiða Krist aftur fram til lífsins,“ \v 8 því að hjálpræðið sem fæst fyrir trú á Krist – einmitt það sem við predikum – er alltaf innan seilingar. \p Sannleikurinn er sá að það er eins nálægt okkur og hjarta okkar og munnur! \v 9 Ef þú játar með munni þínum að Jesús Kristur sé Drottinn þinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum, þá muntu frelsast. \v 10 Trú mannsins veldur því að Guð lítur á hann sem hreinan og syndlausan. Með munni sínum segir hann síðan öðrum frá trú sinni og staðfestir þannig að hann sé hólpinn. \v 11 Biblían segir að enginn, sem trúi á Krist, muni nokkru sinni verða fyrir vonbrigðum. \v 12 Þetta á jafnt við um Gyðinga og heiðingja. Því að allir hafa þeir sama Drottin, sem gefur öllum sem hann biðja af miklu örlæti af auðæfum sínum, \v 13 því að hver sem ákallar Drottin mun frelsast. \s1 Gyðingar hafna Guði \p \v 14 En hvernig geta menn beðið Drottin um frelsun nema þeir trúi á hann? Og hvernig eiga þeir að trúa, ef þeir hafa ekki heyrt hans getið? Hvernig fá þeir heyrt nema einhver segi þeim frá? \v 15 Og mun þá nokkur fara til þeirra nema einhver sendi hann? Um þetta segir Gamla testamentið: \s1 „Fagrir eru fætur þeirra sem flytja gleðiboðskapinn góða“ \p Með öðrum orðum, þeir sem koma og flytja fagnaðarerindi Guðs eru sannarlega góðir gestir. \p \v 16 En ekki hafa allir sem heyrt hafa gleðiboðskapinn trúað honum, það sýna þessi orð Jesaja: „Drottinn, hver trúði því sem ég sagði þeim?“ \v 17 Samt er það svo að trúin kemur af því að hlusta á gleðiboðskapinn – gleðiboðskapinn um Krist. \p \v 18 Hvað um Gyðingana? Hafa þeir heyrt orð Guðs? Já, það hefur fylgt þeim hvert sem þeir hafa farið og gleðiboðskapurinn hefur verið fluttur um alla heimsbyggðina. \v 19 En skildu Gyðingarnir þetta (að Guð mundi veita öðrum hjálpræði sitt ef þeir sjálfir tækju ekki á móti því?). Já, því jafnvel á dögum Móse sagði Guð, að hann myndi gera þjóð sína afbrýðisama og reyna að opna augu hennar, með því að gefa fáfróðu og heiðnu þjóðunum hjálpræði sitt. \v 20 Seinna talaði Jesaja djarflega um þessa hluti og sagði að fólk, sem alls ekki hefði leitað Guðs mundi finna hann. \v 21 Allan þennan tíma hefur Guð rétt fram hendur sínar Gyðingum til hjálpar, en þeir kvarta bara og kveina og neita að hlýða honum. \c 11 \s1 Guð hefur ekki algjörlega hafnað Gyðingum \p \v 1 Þá vil ég spyrja: Hefur Guð hafnað þjóð sinni – Gyðingunum – og yfirgefið þá? Nei, alls ekki. Minnist þess að ég er sjálfur Gyðingur. Ég er afkomandi Abrahams og af ættkvísl Benjamíns. \v 2-3 Nei, Guð hefur ekki yfirgefið þjóð sína, sem hann tók að sér í upphafi. Munið þið hvað Gamla testamentið segir um þetta? Spámaðurinn Elía kvartaði við Guð vegna Gyðinganna og sagði að þeir hefðu drepið spámennina og rifið niður ölturu Guðs. Elía hélt því fram að hann væri eini maðurinn í öllu landinu sem enn elskaði Guð, og að nú væri sóst eftir lífi hans. \v 4 Munið þið hverju Guð svaraði? Hann sagði: „Nei, þú ert ekki sá eini sem eftir er. Ennþá eru sjö þúsund aðrir, sem elska mig og hafa ekki tilbeðið hjáguðina!“ \p \v 5 Eins er þetta enn í dag. Ekki hafa allir Gyðingar snúið baki við Guði. Fáeinir hafa frelsast vegna þess að Guð var þeim náðugur og tók þá að sér, \v 6 og fyrst það er gæsku Guðs að þakka, þá er það ekki vegna þeirra eigin góðverka. Ef svo væri, þá væri lífið með Guði – þessi óverðskuldaða gjöf – ekki lengur óverðskulduð, því að þá gætu menn unnið sér fyrir henni með góðverkum. \p \v 7 Sannleikurinn er þessi: Gyðingarnir sóttust eftir velþóknun Guðs, en aðeins fáeinir þeirra öðluðust hana – þeir sem Guð valdi – en augu hinna hafa blindast. \v 8 Það er þetta sem Gamla testamentið á við þegar það segir að Guð hafi lokað augum þeirra og eyrum, svo að þeir gætu ekki skilið okkur þegar við segjum þeim frá Kristi. Og þannig er þetta enn í dag. \p \v 9 Einmitt þetta átti Davíð konungur við þegar hann sagði: \p „Leyfum þeim að halda að allsnægtir og önnur gæði séu staðfesting þess að Guð hafi velþóknun á þeim. Öll þessi gæði snúist gegn þeim og verði þeim til falls. \v 10 Augu þeirra lokist og bogni þeir undan sinni eigin byrði.“ \s1 Ekki endanleg höfnun \p \v 11 Þýðir þetta að Guð hafi hafnað Gyðingaþjóðinni fyrir fullt og allt? Nei, vissulega ekki! Ætlun hans var að gefa heiðingjunum hjálpræði sitt, til þess að Gyðingarnir yrðu afbrýðisamir og tækju að sækjast eftir hjálpræði Guðs fyrir sjálfa sig. \v 12 Fyrst allur heimurinn hefur notið góðs af því að Gyðingarnir hrösuðu um hjálpræði Guðs og höfnuðu því, þá mun mikil blessun síðar falla heiminum í skaut, þegar Gyðingarnir snúa sér einnig til Krists! \v 13 Eins og þið vitið, hefur Guð sent mig sem sérstakan erindreka sinn til ykkar heiðingjanna. Á þetta vil ég leggja áherslu og jafnframt minna Gyðinga á það eins oft og ég get, \v 14 til þess að ég, ef mögulegt er, geti fengið þá til að sækjast eftir því sem þið heiðingjarnir hafið eignast, svo að einhverjir þeirra mættu frelsast. \v 15 Þegar Gyðingarnir höfnuðu hjálpræðinu sem Guð bauð þeim, sneri hann sér að öðrum þjóðum heimsins og bauð þeim hjálpræði sitt. Þess vegna er það mikið gleðiefni er Gyðingar verða kristnir, það er líkast því að dauður maður lifni við. \p \v 16 Abraham og spámennirnir tilheyra þjóð Guðs og það gera afkomendur þeirra einnig – séu rætur trésins heilar, verða greinarnar það líka. \p \v 17 Sumar greinarnar á tré Abrahams (sumir Gyðinganna) voru sniðnar af og síðan voruð þið, heiðingjarnir, sem voruð greinar af villtu olíutré, græddir á tré Abrahams. Þið hafið þar með hlotið blessunina sem Guð lofaði Abraham og afkomendum hans, og takið nú til ykkar, ásamt okkur, þá ríkulegu næringu sem útvalda olíutréð gefur. \p \v 18 En gætið þess að stæra ykkur ekki af því að hafa verið græddir á tré, í stað greinanna sem skornar voru af. Minnist þess að eina ástæðan fyrir upphefð ykkar er að nú hafið þið verið græddir á tré Guðs. – Munið að þið eruð aðeins greinar en ekki rótin. \p \v 19 „Já, en,“ segir þú kannski, „þessar greinar voru skornar af til að rýma fyrir mér og ég hlýt því að hafa eitthvað til míns ágætis.“ \p \v 20 Gætið ykkar! Munið að þessar greinar, Gyðingarnir, voru fjarlægðar vegna þess að þær trúðu ekki Guði, en þið trúið honum og þess vegna eruð þið þarna. Verið ekki stolt, verið heldur auðmjúk, þakklát og gætin, \v 21 því að fyrst Guð hlífði ekki upphaflegu greinunum, þá kann svo að fara að hann hlífi ykkur ekki heldur. \v 22 Munið að Guð er bæði vægur og strangur. Hann er strangur við þá sem óhlýðnast og sníður þá af, en ef þið haldið áfram að elska hann, þá mun hann miskunna ykkur. \v 23 Ef Gyðingar snúa sér frá vantrúnni og koma til Guðs, þá mun hann græða þá við stofninn á ný, því að til þess hefur hann mátt. \p \v 24 Fyrst Guð er fús að taka ykkur að sér, ykkur sem voruð fjarri honum – voruð greinar á villtu olíutré – og græða ykkur á sitt eigið gæðatré – en slíkt er mjög óvenjulegt – þá hljótið þið að skilja löngun hans til að setja Gyðingana aftur þar sem þeir voru í upphafi. \v 25 Kæru vinir, ég vil að þetta sé ykkur ljóst svo að stoltið nái ekki tökum á ykkur. Satt er það að sumir Gyðinganna hafa risið gegn gleðiboðskap Krists, en það mun breytast þegar allir heiðingjarnir hafa tekið á móti Kristi. \v 26 Þá mun allur Ísrael frelsast. Munið þið hvað spámennirnir sögðu um þetta? \p „Frelsari mun koma fram í Síon og hann mun snúa Gyðingunum frá öllum óguðleika. \v 27 Þá mun ég nema burt syndir þeirra, eins og ég hafði lofað.“ \p \v 28 Margir Gyðingar eru andsnúnir gleðiboðskapnum – þeir hata hann. En hatur þeirra hefur orðið ykkur til gagns, því að þess vegna hefur Guð gefið ykkur heiðingjunum gjafir sínar. En þrátt fyrir þetta elskar Guð Gyðingana, vegna loforðanna sem hann gaf Abraham, Ísak og Jakob. \v 29 Guð mun aldrei sjá eftir gjöfum sínum, né iðrast köllunar sinnar, því að hann gengur aldrei á bak orða sinna. \v 30 Áður fyrr voruð þið andsnúnir Guði, en þegar Gyðingarnir höfnuðu gjöfum hans, sneri hann sér að ykkur með miskunn sína. \v 31 Nú eru Gyðingarnir í uppreisn gegn Guði, en seinna munu þeir njóta með ykkur þeirrar miskunnar hans sem þið hafið öðlast. \v 32 Guð hefur gefið þá alla syndinni á vald til að hann geti miskunnað þeim öllum. \v 33 Við eigum undursamlegan Guð! Mikil er viska hans, þekking og auðlegð! Hvernig eigum við að skilja ákvarðanir hans og aðferðir? \v 34 Hvert okkar þekkir hugsanir Drottins? Hver getur ráðlagt Guði eða leiðbeint honum? \v 35 Hver hefur að fyrra bragði gefið honum svo mikið að hann geti krafist einhvers í staðinn? \v 36 Allt er komið frá Guði. Allt er orðið til fyrir mátt hans og allt skal verða honum til vegsemdar. Honum sé dýrð um alla eilífð! \c 12 \s1 Lifandi fórn til Guðs \p \v 1 Kæru vinir, bræður og systur, ég minni ykkur á að fyrst Guð hefur miskunnað ykkur þá skuluð þið gefast Guði heilshugar sem lifandi, heilög og honum þóknanleg fórn. Það er skynsamleg guðsdýrkun. \p \v 2 Takið ekki framkomu og lífsvenjur heimsins ykkur til fyrirmyndar. Lifið sem nýir menn! Látið orð Guðs og anda hans móta hugarfar ykkar og alla framkomu ykkar, orð og verk. Ef þið gerið þetta, þá munuð þið fá að reyna og þekkja vilja Guðs sem er hið góða, fagra og fullkomna. \s1 Þjónið Guði með andlegum gjöfum \p \v 3 Nú ætla ég, sem er sendiboði Guðs, að gefa ykkur hverju og einu þessa viðvörun: Metið hæfileika sjálfra ykkar af réttsýni, í samræmi við þann trúarstyrk sem Guð hefur gefið ykkur. \v 4-5 Eins og líkami ykkar hefur marga limi, eins er líkami Krists. Öll erum við hlutar af honum, og ef hann á að vera heill, þá verðum við að standa saman, því að hvert um sig höfum við mismunandi verk að vinna. Þannig tilheyrum við hvert öðru, og hvert um sig þarf á öllum hinum að halda. \p \v 6 Guð hefur gefið okkur hverju og einu hæfileika til ákveðinna hluta. Ef Guð hefur gefið þér hæfileika til að spá – flytja öðrum boð frá sér – spáðu þá hvenær sem þú getur, eins oft og trú þín er nægilega sterk til að taka á móti boðum frá honum. \v 7 Hafir þú fengið þá náðargjöf að þjóna öðrum, gerðu það þá vel. Ef þú kennir, gerðu það þá af kostgæfni. \v 8 Sértu predikari, gættu þess þá að predikanir þínar séu þróttmiklar og öðrum til hjálpar. Ef Guð hefur falið þér ábyrgð á efnislegum gæðum, vertu þá gjafmildur og notaðu þau öðrum til gagns. Hafi Guð gefið þér stjórnunarhæfileika og sett þig sem leiðtoga yfir aðra, ræktu þá hlutverk þitt og ábyrgð af alúð. Þeir sem hafa það hlutverk að hugga og sýna miskunnsemi, geri það með gleði. \s1 Hegðið ykkur sem kristnum sæmir \p \v 9 Talið ekki bara um að þið elskið hvert annað, heldur sýnið það í verki. Hatið hið illa en styðjið hið góða. \v 10 Elskið hvert annað með djúpri umhyggju og verið hvert öðru fyrra til að veita hinum virðingu. \v 11 Verið aldrei löt við vinnu, heldur þjónið Drottni með gleði og í krafti heilags anda. \v 12 Gleðjist yfir öllu því sem Guð hefur gefið ykkur. Sýnið þolinmæði í mótlæti og biðjið án afláts. \v 13 Takið þátt í að sinna efnislegum þörfum annarra og stundið gestrisni. \v 14 Blessið þá sem ofsækja ykkur vegna trúarinnar en bölvið þeim ekki. \v 15 Gleðjist með þeim sem eru glaðir og samhryggist þeim sem eru sorgbitnir. \v 16 Starfið saman af gleði. Þykist ekki vera vitrir og sækist ekki eftir vinsældum þeirra sem hátt eru settir. Leitið heldur samfélags við þá sem lægra eru settir og látið ykkur ekki detta í hug að þið vitið allt! \p \v 17 Gjaldið engum illt fyrir illt. Látið alla sjá að þið hafið hreinan skjöld. \v 18 Forðist allar deilur og lifið í sátt og samlyndi við alla menn, ef mögulegt er. \p \v 19 Kæru vinir, hefnið ykkar aldrei, heldur látið Guð um slíkt. Guð hefur sagt að hann muni endurgjalda hverjum um sig eins og hann á skilið. \v 20 Gefið heldur óvini ykkar mat sé hann svangur og drykk sé hann þyrstur og þá mun hann iðrast þess að hafa gert ykkur illt. \v 21 Láttu ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigraðu illt með góðu. \c 13 \s1 Hlýðið yfirvöldunum \p \v 1 Hlýddu yfirvöldunum, því að öll yfirvöld hafa fengið hlutverk sitt frá Guði. \v 2 Þeir sem neita að hlýða landslögum, neita þar með að hlýða Guði og eiga hegningu yfir höfði sér. \v 3 Hinir löghlýðnu þurfa ekki að hræðast dómstólana en þeir sem illt aðhafast bera stöðugt ótta til þeirra. Viljir þú losna við óttann, hlýddu þá landslögum og þér mun farnast vel. \v 4 Guð hefur sett dómsvaldið þér til hjálpar, en ef þú gerir það sem rangt er, þá hefur þú sannarlega ástæðu til að óttast, því þá vofir refsingin yfir þér. Nú skilur þú hvers vegna Guð stofnaði dómsvaldið. \v 5 Það eru tvær ástæður fyrir því að þú átt að hlýða lögunum: í fyrsta lagi til þess að komast hjá refsingu og í öðru lagi til að gera skyldu þína. \p \v 6 Af þessum sömu ástæðum ber þér einnig að greiða skatta. Yfirvöldin þarfnast skatta til að geta unnið það verk sem Guð fól þeim og þar með þjónað þér. \v 7 Gjaldið það sem ykkur er skylt: Þeim skatt sem skattur ber, þeim hlýðni sem hlýðni ber og þeim heiður sem heiður ber. \s1 Elskið náungann \p \v 8 Skuldið engum neitt, nema það eitt að elska hver annan og látið ekki dragast að greiða afborganir af þeirri skuld! Með því að elska aðra, þá hlýðir þú öllum lögum Guðs og uppfyllir kröfur hans. \v 9 Elskir þú meðbróður þinn jafn mikið og sjálfan þig, þá forðastu að valda honum tjóni eða svíkja hann, ógna lífi hans eða stela frá honum. Þá munt þú ekki heldur vilja syndga með konunni hans né öfunda hann af eignum hans eða gera neitt annað sem boðorðin tíu segja að sé rangt. Öll boðorðin tíu felast í þessu eina: Elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig. \v 10 Sá sem elskar meðbróður sinn, mun aldrei gera honum mein og þess vegna uppfyllir hann líka allar kröfur Guðs, sem eru í raun ekki annað en útlistanir á hinu æðsta boðorði – kærleikanum. \s1 Íklæðist Kristi \p \v 11 Önnur ástæða þess að við eigum að lifa heiðvirðu lífi er sú, að við vitum að tíminn er orðinn naumur. Vaknaðu! Endurkoma Drottins er nú nær en þegar við tókum trú. \v 12-13 Liðið er á nóttina og brátt mun birta af endurkomudegi hans. Leggið því niður hin illu verk myrkursins og takið vopnin sem ljósinu tilheyra, því að það er skylda okkar sem lifum í ljósi Krists. \p Látið allt sem þið gerið bera vott um sanngirni ykkar og manngæsku, svo að öllum líki líferni ykkar vel. Sóið ekki tíma ykkar við siðlaus samkvæmi og drykkjuskap, ekki heldur við kynsvall og fýsn, rifrildi eða öfund. \v 14 Biðjið heldur Drottin Jesú Krist að hjálpa ykkur til að lifa sómasamlegu lífi og gælið ekki við lægri hvatir ykkar, því að þá gæti girndin náð yfirhöndinni og leitt ykkur í synd. \c 14 \s1 Lögmál frelsisins \p \v 1 Sýndu hverjum kristnum manni, sem til þín leitar, vinarhug og gagnrýndu hann ekki þótt trú hans sé veik og hann hafi aðrar skoðanir en þú um hvað sé rétt eða rangt. \v 2 Þú ættir til dæmis ekki að deila við hann um hvort leyfilegt sé að borða kjöt, sem notað hefur verið í fórn til skurðgoðanna, eða ekki. Slíkt er þér ef til vill ekkert vandamál, en trú hans er veikari en þín og honum finnst það vera rangt og því neytir hann alls ekki kjöts, sé það fórnarkjöt, heldur grænmetis. \v 3 Þeir sem ekkert sjá athugavert við það að borða slíkt kjöt, mega ekki líta niður á þá sem láta þess óneytt og sért þú einn þeirra, þá skaltu ekki gagnrýna þá sem hafa aðra skoðun, því að Guð hefur tekið þá að sér sem sín börn. \v 4 Þeir eru þjónar Guðs en ekki ykkar. Látið Guð um að segja þeim hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa, því hann er fullkomlega fær um að gera það. \v 5 Sumum finnst að kristnir menn eigi að líta á helgidaga Gyðinga sem sína tilbeiðsludaga, en aðrir segja það rangt og finnst heimskulegt að fara eftir reglum Gyðinga að því leyti, því að allir dagar séu jafnir fyrir Guði. Hver og einn verður að taka eigin ákvörðun um slíka hluti. \v 6 Notir þú ákveðna daga til að tilbiðja Drottin, þá er það gert honum til heiðurs og slíkt er góður siður. Sama er að segja um þann sem neytir kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, hann þakkar Guði fyrir kjötið og er það rétt. Þeim, hins vegar, sem ekki vill snerta slíkt kjöt, er einnig umhugað um að þóknast Drottni og hann er þakklátur. \v 7 Við lifum ekki aðeins sjálfra okkar vegna og getum því ekki lifað og dáið eins og okkur þóknast. \v 8 Hvort sem við lifum eða deyjum, þá tilheyrum við Drottni, því hans erum við. \v 9 Kristur dó og reis síðan upp til að vera Drottinn okkar og konungur, bæði í lífi og dauða. \p \v 10 Þú hefur engan rétt til að gagnrýna trúbróður þinn né líta niður á hann. Minnstu þess að við verðum hvert um sig að standa frammi fyrir dómstóli Guðs. \v 11 Í Gamla testamentinu stendur: \p „Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Drottinn, „mun hver maður verða að krjúpa á kné fyrir mér og sérhver tunga viðurkenna að ég er Guð.“ \p \v 12 Sérhvert okkar verður að standa Guði reikningsskil á lífi sínu, \v 13 hættið því að gagnrýna hvert annað! Reynið heldur að lifa þannig að þið verðið aldrei trúsystkinum ykkar að falli og látið þau því ekki sjá ykkur gera neitt það sem þau álíta vera rangt. \s1 Lögmál kærleikans \p \v 14 Ég er þess fullviss, vegna samfélags míns við Drottin Jesú, að ekkert er rangt við það að neyta kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, en ef einhver álítur það rangt, þá ætti hann ekki að neyta þess trúar sinnar vegna. \v 15 Viljir þú halda áfram að neyta þess matar sem þú veist að veldur trúsystkini þínu hugarangri, þá framgengur þú ekki í kærleika. Láttu ekki neysluvenjur þínar verða þeim til tjóns, sem Kristur dó fyrir. \v 16 Forðastu að gera það sem þú veist að verður gagnrýnt, enda þótt þú vitir að sú gagnrýni sé ósanngjörn. \v 17 Þegar allt kemur til alls, þá skiptir það okkur kristna menn ekki mestu hvað við borðum eða drekkum, heldur að lifa í kærleika, friði og fögnuði heilags anda. \v 18 Ef þú gerir Krist að húsbónda í lífi þínu að því er þetta varðar, þá mun það bæði gleðja Guð og menn. \v 19 Keppum því eftir að efla frið og sameiginlega uppbyggingu kirkjunnar, \v 20 og rífum ekki niður verk Guðs fyrir einn kjötbita! \v 21 Bindindi á kjöt og vín er rétt ef neysla þess hneykslar trúsystkini okkar og leiðir þau í synd. \v 22 Haltu fast við trúarsannfæringu þína, en notaðu hana samt ekki til að storka öðrum. \v 23 Sá sem fær slæma samvisku af að hafa borðað kjöt, ætti að láta það ógert, því að sá syndgar sem gerir eitthvað gegn betri vitund. \c 15 \s1 Berið byrðar annarra \p \v 1 Þótt við álítum að Drottni sé sama hvort við gerum það sem ég var að tala um eða látum það ógert, þá getum við samt ekki haldið því áfram til að þóknast sjálfum okkur, því að við verðum að bera þá „byrði“ að taka tillit til viðhorfa þeirra, sem álíta að rangt sé að snerta þessa hluti. \v 2 Við ættum því að þóknast hinum en ekki sjálfum okkur og gera það sem þeim er fyrir bestu og efla þá þannig í Drottni. \v 3 Kristur reyndi aldrei að þóknast sjálfum sér. Um það segir í Davíðssálmi: \p „Hann kom til að þjást og þola fyrirlitningu andstæðinga Drottins.“ \p \v 4 Þessi orð Gamla testamentisins voru skrifuð fyrir löngu og eiga að kenna okkur þolinmæði og vera til uppörvunar, svo að við getum horft full eftirvæntingar fram til þess tíma er Guð hefur sigrað synd og dauða að fullu. \p \v 5 Guð, sem uppörvar og eykur þolinmæði og staðfestu, hann hjálpi ykkur til að vera samhuga svo að þið getið umgengist hvert annað með hugarfari Krists. \v 6 Þá munuð þið getað lofað Drottin einum rómi og gefið Guði föður og Drottni Jesú Kristi dýrðina. \s1 Vegsamið Guð sameiginlega \p \v 7 Takið því hvert annað að ykkur, eins og Kristur tók ykkur að sér, því að slíkt er Guði að skapi. \v 8 Munið að Jesús Kristur kom til að hjálpa Gyðingunum og sanna að Guð stendur við loforðin sem hann gaf þeim. \v 9 Munið og að hann kom einnig til þess að heiðingjarnir gætu frelsast og vegsamað Guð fyrir miskunnina sem hann auðsýndi þeim. Þessu lýsti sálmaskáldið svo: \p „Ég mun vegsama þig meðal heiðingjanna og lofsyngja nafn þitt.“ \p \v 10 Á öðrum stað stendur: \p „Fagnið þið heiðingjar ásamt þjóð hans, Ísrael.“ \p \v 11 Og enn segir hann: \p „Lofið Drottin allar þjóðir og vegsamið hann allir lýðir!“ \v 12 Jesaja spámaður lýsti þessu svo: \p „Sá mun fæðast af ætt Ísaí sem verða mun konungur allra þjóða og honum einum munu þeir treysta.“ \p \v 13 Með þetta í huga bið ég fyrir ykkur, heiðingjunum, að Guð vonarinnar fylli ykkur fögnuði og friði trúarinnar, svo að von ykkar styrkist æ meira í krafti heilags anda. \s1 Frá Jerúsalem til Illyríu \p \v 14 Ég veit, vinir mínir, að þið eruð skynsamir og kærleiksríkir og þess vegna skiljið þið þetta vel og eruð færir um að uppfræða hver annan. \v 15-16 Samt sem áður áræddi ég að leggja áherslu á sum þessara atriða, því að ég vissi að þið þörfnuðust einmitt þessara áminninga minna. Guð hefur nefnilega veitt mér þá náð að vera sérlegur sendiboði Jesú Krists til ykkar, sem ekki eruð Gyðingar. Ég flyt fagnaðarerindið og ber ykkur síðan fram fyrir Guð sem fórn, honum velþóknanlega, því að þið eruð orðin hrein og honum að skapi, fyrir áhrif heilags anda. \v 17 Mér er því heimilt að vera dálítið hróðugur af öllu því sem Kristur Jesús hefur notað mig til að gera. \v 18 Ég dirfist ekki að dæma um með hve miklum árangri hann hefur notað aðra en eitt veit ég: Hann hefur notað mig til að leiða heiðingjana til Guðs. \v 19 Ég hef unnið þá með boðskap mínum og líferni, sem þeir hafa veitt eftirtekt, með kraftaverkum sem Guð hefur látið mig gera, en þau eru tákn frá honum og allt er þetta fyrir kraft heilags anda. Þannig hef ég predikað allan fagnaðarboðskap Krists, allt frá Jerúsalem og sem leið liggur til Illyríu. \s1 Ferð til Rómar \p \v 20 En allan þennan tíma hef ég þráð að komast enn lengra og predika þar sem nafn Krists hefur ekki enn heyrst, fremur en á stöðum þar sem aðrir hafa þegar stofnað söfnuði. \v 21 Ég hugfesti orð Jesaja, en hann segir að þeir sem aldrei hafi heyrt nafn Krists, muni sjá og skilja, \v 22 og það er reyndar ástæða þess hve ég hef þráð að koma til ykkar. \p \v 23 Nú er ég loks tilbúinn að koma eftir öll þessi ár, því verki mínu hér er lokið. \v 24 Nú er ég að ráðgera ferð til Spánar og þegar að henni kemur, mun ég koma við hjá ykkur í Róm. Þegar við höfum notið þess að vera saman um stund, getið þið fylgt mér á leið. \v 25 En áður en ég kem, verð ég fyrst að fara til Jerúsalem með gjöf til Gyðinganna, sem þar eru kristnir. \v 26 Söfnuðirnir í Makedóníu og Akkeu hafa safnað fé handa þeim í Jerúsalem, því að þeir hafa þolað mikla erfiðleika. \v 27 Þetta gerðu þeir með glöðu geði, því þeim finnst þeir vera í mikilli skuld við kristna söfnuðinn í Jerúsalem. Hvers vegna? Vegna þess að fréttirnar um Krist bárust þessum heiðingjum frá kirkjunni í Jerúsalem. Og fyrst þessi mikla gjöf, gleðiboðskapurinn, hefur borist þeim þaðan, þá finnst þeim ekki nema sjálfsagt að veita fjárhagslega aðstoð. \v 28 Þegar ég hef afhent þeim peningana og þar með komið góðverki þeirra í höfn, mun ég koma við hjá ykkur á leiðinni til Spánar. \v 29 Ég er viss um að þegar ég kem, mun Drottinn nota mig til að veita ykkur ríkulega blessun. \p \v 30 Kæru vinir, ég bið þess að þið berjist með mér í bæn til Guðs, fyrir mér og starfi mínu vegna Drottins Jesú Krists, og kærleika heilags anda. \v 31 Biðjið Guð að hann varðveiti mig fyrir andstæðingum Krists í Jerúsalem. Biðjið þess einnig að hinir kristnu þar taki fúslega við peningunum sem ég færi þeim, \v 32 og að ég síðan, ef Guð lofar, geti komið til ykkar glaður í anda og við uppörvast sameiginlega. \p \v 33 Guð friðarins sé með ykkur öllum. Amen. \c 16 \s1 Mælt með Föbe \p \v 1 Innan skamms kemur kristin kona, að nafni Föbe, í heimsókn til ykkar. Hún hefur lagt mikið á sig fyrir söfnuðinn í Kenkreu og nú bið ég ykkur að taka vel á móti henni, eins og hæfir systur í Drottni. \v 2 Veitið henni alla þá aðstoð sem ykkur er unnt, því að mörgum hefur hún hjálpað og þar á meðal mér. \v 3 Berið Prisku og Akvílasi kveðju mína. Þau hafa starfað með mér við verk Jesú Krists. \v 4 Þau hættu lífi sínu mín vegna og ég er ekki sá eini sem stend í þakkarskuld við þau, það gera allir söfnuðirnir meðal heiðingjanna. \s1 Kveðjur til trúaðra í Róm \p \v 5 Gjörið svo vel að flytja einnig kveðjur mínar þeim sem koma saman til guðsþjónustu á heimili þeirra. Ég bið að heilsa Epænetusi vini mínum. Hann var sá fyrsti sem tók kristna trú í Asíu. \v 6 Skilið kveðju til Maríu, hún lagði á sig mikið erfiði til að geta hjálpað okkur. \v 7 Skilið einnig kveðju til Andróníkusar og Júníasar, ættingja minna sem voru með mér í fangelsi. Þeir urðu kristnir á undan mér og postularnir virða þá mikils – ég bið kærlega að heilsa þeim. \v 8 Skilið kveðju til Amplíatusar, en hann elska ég sem barn Guðs, \v 9 og einnig til Urbanusar, samstarfsmanns okkar, og Stakkýss okkar elskaða vinar. \v 10 Apellesi, honum sendi ég kveðju mína en hann er góður maður og reyndur í Guði. Ég bið einnig kærlega að heilsa heimamönnum Aristóbúls. \v 11 Skilið kveðju til Heródíons ættingja míns. Berið heimilisfólkinu hjá Narkissusi kveðju mína. \v 12 Skilið kveðju til Trýfænu og Trýfósu, samverkamanna Drottins, og kæru Persis, sem lagt hefur mikið á sig fyrir Drottin. \v 13 Ég bið að heilsa Rúfusi, sem Drottinn tók að sér, og móður hans, en hún var mér sem móðir. \v 14 Ég bið einnig að heilsa Asýnkritusi, Flegon, Hermes, Patróbasi, Hermasi og bræðrunum sem með þeim eru. \p \v 15 Skilið kærum kveðjum til Fílólógusar, Júlíu, Nerevs og systur hans, einnig til Ólympasar og allra hinna kristnu sem með þeim eru. \v 16 Heilsið hvert öðru innilega. Allir söfnuðirnir hér um slóðir senda ykkur kveðju sína. \s1 Forðist þá sem valda sundrungu \p \v 17 Eitt á ég eftir að segja ykkur áður en ég lýk þessu bréfi og það er: Forðist þá sem valda klofningi og sundurþykkju, þá sem fara með rangar kenningar um Krist. \v 18 Slíkir kennarar starfa ekki fyrir Drottin Jesú, heldur skara þeir eld að eigin köku. Þessir menn eru mælskir og oft láta einfeldningar glepjast af því sem þeir segja. \v 19 En altalað er að þið séuð áreiðanleg og hlýðin og slíkt gleður mig mjög. Ég vil að þið haldið ykkur áfram að því sem rétt er og takið engan þátt í hinu illa. \v 20 Guð friðarins mun brátt merja Satan undir fótum ykkar! Blessun Drottins Jesú Krists sé yfir ykkur. \s1 Kveðja frá vinum Páls \p \v 21 Tímóteus, samstarfsmaður minn, Lúkíus, Jason og Sósípater, ættmenn mínir biðja kærlega að heilsa ykkur. \p \v 22 Ég, Tertíus, sem hef skrifað þetta bréf fyrir Pál, sendi ykkur einnig vinarkveðju. \v 23 Gajus bað mig að skila kveðju til ykkar frá sér. Ég gisti hjá honum og söfnuðurinn kemur saman hér á heimili hans. Erastus, gjaldkeri borgarinnar, biður að heilsa, svo og Kvartus, en hann er bróðir í Kristi. \p \v 24 Verið þið sæl. Náð Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum. \s1 Blessunaróskir \p \v 25-27 Ég fel ykkur Guði, honum sem megnar að styrkja ykkur og staðfesta í trúnni, eins og talað er um í gleðiboðskapnum sem ég flyt. Sá boðskapur er leiðin sem Guð hefur opnað öllum mönnum til hjálpræðis og sem öldum saman hefur legið í þagnargildi. En nú hefur það gerst samkvæmt skipun Guðs, eins og spámennirnir sögðu fyrir, að þessi boðskapur er fluttur meðal allra þjóða, svo að fólk um víða veröld trúi Kristi og hlýði honum. Guði, sem þekkir alla hluti, sé dýrð að eilífu fyrir Drottin Jesú Krist. Amen.