\id PSA - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Sálmarnir \toc1 Sálmarnir \toc2 Sálmarnir \toc3 Sálmarnir \mt1 Sálmarnir \c 1 \p \v 1 Mikil er gæfa þess manns sem ekki fer að ráðum óguðlegra, ekki á félagsskap við syndara sem hæða Guð, \v 2 heldur hefur unun af því að hlýða Drottni og íhuga orð hans dag og nótt, og þannig nálgast hann sífellt meira. \p \v 3 Hann líkist tré sem stendur við rennandi læk og ber sætan ávöxt sinn á réttum tíma og blöð þess visna ekki. Slíkum manni tekst allt vel. \p \v 4 En hvað með syndarana? Það er önnur saga! Þeir fjúka burt eins og hismi undan vindi. \v 5 Þeir munu ekki standast á degi dómsins né heldur í söfnuði réttlátra. \p \v 6 Drottinn vakir yfir lífi og áformum hinna trúuðu, en vegur óguðlegra endar í vegleysu. \c 2 \p \v 1 Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð! \v 2 Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi. \v 3 „Komum,“ segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“ \p \v 4 En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum. \v 5 Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. \p Drottinn lýsir yfir: \v 6 „Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. \p Hans útvaldi svarar: \v 7 „Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“ \v 8 „Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins. \v 9 Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“ \p \v 10 Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til! \v 11 Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt. \v 12 Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! \v 13 Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum. \c 3 \d \v 1 Sálmur eftir Davíð þegar hann flúði frá Absalon, syni sínum. \p \v 2 Ó, Drottinn, það eru svo margir á móti mér, svo margir sem gera uppreisn gegn mér. \v 3 Menn segja að Guð muni alls ekki hjálpa mér. \v 4 En, Drottinn, þú ert skjöldur minn, sæmd mín og von. Þú lætur mig bera höfuðið hátt, þrátt fyrir allt. \p \v 5 Ég hrópaði til Drottins og hann svaraði mér frá musteri sínu í Jerúsalem. \v 6 Þá lagðist ég fyrir og sofnaði í friði. Síðar vaknaði ég öruggur, því að Drottinn gætir mín. \v 7 Nú er ég óhræddur, jafnvel þótt tíu þúsund óvinir umkringi mig! \v 8 Ég mun hrópa til Drottins: „Drottinn, rís þú upp! Bjargaðu mér, þú Guð minn!“ Og hann mun slá óvini mína og brjóta tennur illvirkjanna. Hjálpin kemur frá Guði. Blessun hans hvílir yfir þjóð hans. \c 4 \p \v 1-2 Þú, Guð réttlætis míns, þú sem hefur annast mig í öllum mínum erfiðleikum. Hlusta nú þegar ég kalla á nýjan leik. Miskunna þú mér. Heyr bæn mína. \p \v 3 Drottinn Guð spyr: „Þið mannanna börn, ætlið þið endalaust að vanhelga nafn mitt með því að tilbiðja þessa heimskulegu hjáguði? Vitið þið ekki að heiður þeirra er bull og hégómi?“ \p \v 4 Takið eftir: Drottinn hefur sýnt mér mikla náð og hann mun hlusta og svara mér þegar ég kalla. \v 5 Sýnið Drottni óttablandna lotningu og syndgið ekki gegn honum. Hugsið um þetta í hvílum ykkar og verið þögul. \v 6 Setjið traust ykkar á Drottin, og færið honum þóknanlegar fórnir. \p \v 7 Margir spyrja hvar hjálp sé að fá. Drottinn, þú ert sá sem hjálpar. Láttu ljós þitt lýsa okkur. \v 8 Gleðin sem þú hefur veitt mér er mun meiri en þeirra sem gleðjast yfir ríkulegri uppskeru. \v 9 Nú leggst ég til hvíldar í friði og sofna, því þú, Drottinn verndar mig gegn öllu illu. \c 5 \p \v 1-2 Drottinn, hlustaðu á orð mín. Heyr þú mína einlægu bæn. \v 3 Hlustaðu á kveinstafi mína, þú Guð, konungur minn, því að ég mun aldrei biðja til neins nema þín. \v 4 Á hverjum morgni horfi ég til himins, já til þín, og legg bænir mínar fram fyrir þig. \p \v 5 Ég veit að þú fyrirlítur óguðleika og að þeir sem iðka hið illa fá ekki að dveljast hjá þér. \v 6 Hrokafullir syndarar standast augnaráð þitt ekki, því að þú hatar illgjörðir þeirra. \v 7 Þú munt eyða þeim sem tala lygi og þú hefur andstyggð á morðum og svikum. \p \v 8 En hvað um mig? Af náð þinni fæ ég að ganga inn í musteri þitt, umvafinn vernd þinni og ást. Ég vil tilbiðja þig í djúpri lotningu. \p \v 9 Drottinn, leiddu mig eins og þú lofaðir mér, annars munu óvinir mínir sigra mig. Segðu mér skýrt hvað ég á að gera, og hvert ég á að fara, \v 10 því að þeir reyna að blekkja mig. Hjörtu þeirra eru full af illsku. Tortíming og dauði býr í ráðum þeirra og þeir nota svik og pretti sér til framdráttar. \v 11 Ó, Guð láttu þá fá makleg málagjöld. Þeir lendi í eigin gildru. Hrintu þeim burt vegna hinna mörgu afbrota þeirra, því að þeir storka þér. \p \v 12 En þeir sem treysta þér gleðjast og kætast. Þeir hrópa af gleði því þú verndar þá. Þeir sem elska þig gleðjast yfir þér. \v 13 Því að þú, ó Guð, blessar hinn trúaða, þú verndar hann með skildi elsku þinnar. \c 6 \p \v 1-2 Æ, Drottinn! Ekki refsa mér í reiði þinni! \v 3 Miskunnaðu mér því að ég örmagnast. Lækna mig, því að líkami minn er sjúkur. \v 4 Ég er hræddur, veit ekki mitt rjúkandi ráð. Ó, Drottinn, reistu mig á fætur, og það fljótt! \p \v 5 Komdu Drottinn og læknaðu mig. Bjargaðu mér í kærleika þínum. \v 6 Því að ef ég dey, þá get ég ekki lengur lofað þig meðal vina minna. \v 7 Ég er aðframkominn af kvöl. Hverja nótt væti ég koddann með tárum. \v 8 Augu mín daprast af hryggð vegna illráða óvina minna. \p \v 9 Farið! Látið mig í friði, þið illmenni, því að Drottinn hefur séð tár mín \v 10 og heyrt grátbeiðni mína. Hann mun svara öllum mínum bænum. \v 11 Óvinir mínir munu verða til skammar og skelfingin mun steypast yfir þá. Guð mun reka þá sneypta burtu. \c 7 \p \v 1-2 Ég treysti þér, Drottinn, Guð minn, að þú frelsir mig frá þeim sem ofsækja mig. \v 3 Þeir vilja ráðast á mig úr launsátri eins og ljón, særa mig og draga burt hálfdauðan. Láttu það ekki takast! \v 4 En Drottinn, ef ég hefði illt fyrir stafni \v 5 – ef ég launaði gott með illu eða beitti nágranna mína órétti, \v 6 þá væri réttlátt að þú létir óvini mína eyða mér, fella mig og fótum troða. \p \v 7 En Drottinn! Rís þú upp í reiði gegn ofstopa óvina minna. Vakna þú Drottinn! Láttu mig ná rétti mínum! \v 8-9 Safnaðu saman öllum þjóðum. Taktu þér sæti hátt uppi yfir þeim og dæmdu syndir þeirra. En mig, Drottinn, lýstu mig réttlátan svo allir heyri, auglýstu réttlæti mitt og ráðvendni. \v 10 Stöðvaðu alla illsku, Drottinn, og blessa þá sem í einlægni tilbiðja þig. Því að þú, réttláti Guð, kannar hugarfylgsni mannanna og rannsakar viðhorf þeirra og tilgang. \p \v 11 Guð er skjöldur minn. Hann mun vernda mig. Hann frelsar þá sem hjartahreinir eru. \p \v 12 Guð er fullkomlega réttlátur dómari og dag hvern gremst honum illska hinna vondu. \v 13 Ef þeir iðrast ekki mun hann bregða sverði og eyða þeim. Hann hefur spennt boga sinn \v 14 og lagt eldlegar örvar á streng, – banvænar örvar. \p \v 15 Hinn illi bruggar launráð og íhugar vélabrögð sín. Hann lætur til skarar skríða með lygum og svikum. \v 16 Hann falli á eigin bragði. \v 17 Ofbeldið sem hann ætlaði öðrum, verði honum sjálfum að fjörtjóni. \p \v 18 Ég lofa og vegsama Drottinn, því hann er góður. Ég vil lofsyngja nafni Drottins, honum sem er öllum drottnum æðri. \c 8 \p \v 1-2 Ó, Drottinn Guð, mikið er nafn þitt! Jörðin er full af dýrð þinni og himnarnir endurspegla mikilleik þinn. \p \v 3 Þú hefur kennt börnum að lofsyngja þér. Fyrirmynd þeirra og vitnisburður þaggi niður í óvinum þínum og valdi þeim skömm. \p \v 4 Þegar ég horfi á himininn og skoða verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar sem þú hefur skapað – \v 5 þá undrast ég að þú skulir minnast mannsins, láta þér umhugað um mannanna börn. \v 6 Og líka, að þú lést manninn verða litlu minni en Guð! Krýndir hann sæmd og heiðri! \p \v 7 Þú hefur sett hann yfir allt sem þú hefur skapað, allt er honum undirgefið: \v 8 Uxar og allur annar fénaður, villidýrin \v 9 fuglar og fiskar, já, allt sem í sjónum syndir. \v 10 Ó, Drottinn Guð, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! \c 9 \p \v 1-2 Drottinn, ég vil lofa þig af öllu hjarta og segja öllum frá þínum dásamlegu verkum! \v 3 Ég vil fagna, já, kætast þín vegna! Ég vil lofsyngja þér, Drottinn Guð, þú ert öllum guðum æðri. \p \v 4 Óvinir mínir hörfuðu undan, já, hrösuðu og fórust fyrir augliti þínu. \v 5 Þú hefur látið mig ná rétti mínum, ábyrgst verk mín og sagt frá hásæti þínu að þau séu góð. \v 6 Þú hefur ávítað þjóðirnar og eytt illvirkjunum, þurrkað út nöfn þeirra að eilífu. \p \v 7 Þið, óvinir mínir, eruð búnir að vera, og eigið ykkur ekki viðreisnar von. Drottinn mun eyða borgum ykkar og minning þeirra mun gleymast. \p \v 8-9 En Drottinn lifir að eilífu. Hann situr í hásæti sínu, sker úr málum þjóðanna og dæmir þær með réttvísi. \v 10 Allir kúgaðir komi til hans. Hann er skjól þeirra og athvarf á neyðarstundu. \v 11 Allir þeir sem þekkja miskunn þína, Drottinn, treysta á hjálp þína. Þú hefur aldrei yfirgefið þá sem treysta þér. \p \v 12 Lofsyngið Guði, honum sem býr í Jerúsalem! Víðfrægið dáðir hans um allan heiminn! \v 13 Hann sem refsar morðingjum. Hann hlustar eftir þeim sem hrópa á réttlæti. Hann daufheyrist ekki við hrópum þeirra sem eru í nauðum staddir. \p \v 14 Og nú, Drottinn, miskunna þú mér, þú sérð hvernig óvinir mínir kvelja mig. Hríf mig úr þessari dauðans hættu. \v 15 Frelsa mig að ég geti lofað þig í allra áheyrn í hliðum Jerúsalem og glaðst yfir því að þú bjargaðir mér. \p \v 16 Þjóðirnar falla sjálfar í gryfjuna sem þær hafa grafið öðrum, þær hafa lent í eigin gildru. \v 17 Drottinn lætur svikráð þeirra koma þeim sjálfum í koll! \p \v 18 Illmennin munu hrapa til heljar og eins verða örlög þeirra þjóða sem gleyma Drottni. \v 19 Því að ekki verður skortur hinna snauðu umborinn endalaust og né hjálp fátæklinganna látin dragast lengur. \p \v 20 Ó, Drottinn, rís þú upp, dæm þjóðirnar og refsa þeim. Lát þær ekki hrósa sigri yfir þér! \v 21 Lát þá skjálfa af ótta og skilja að þeir eru aðeins dauðlegir menn. \c 10 \p \v 1 Drottinn, hvers vegna ert þú víðs fjarri og gerir ekkert í málinu?! Hvers vegna felur þú þig þegar ég þarfnast þín svo mjög? \v 2 Komdu og lækkaðu rostann í hinum hrokafullu og illgjörnu sem ofsækja lítilmagnann. Láttu illskubrögð þeirra koma þeim sjálfum í koll! \v 3 Því að þessir menn stæra sig af illsku sinni, hæða Guð og hrósa þeim sem Drottinn fyrirlítur. Að safna auði er þeirra hjartans mál. \p \v 4 Þessir vondu og sjálfumglöðu menn virðast halda að Guð sé ekki til. Að leita Guðs, það dettur þeim ekki í hug! \v 5 En samt ná þeir árangri og óvinir þeirra lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þeir vita ekki að refsing þín bíður þeirra. \p \v 6 Sá hrokafulli segir:. „Hvorki Guð né menn geta stöðvað mig, ég mun finna einhverja leið!“ \v 7 Munnur hans er fullur af formælingum, lygi og ofbeldi. Hann hrósar sér af illum áformum. \v 8 Slíkir menn læðast í skúmaskotum borgarinnar og myrða þann sem fram hjá gengur. \v 9 Eins og ljón sitja fyrir bráð sinni, sitja þeir fyrir fátæklingnum, tilbúnir að hremma hann. Þeir leggja snörur fyrir fórnarlömb sín, veiða þau í net. \v 10 Hinir ólánssömu undrast mátt þeirra og falla fyrir skeytum þeirra. \v 11 Þeir segja við sjálfa sig: „Guð sér þetta ekki, og hann mun aldrei komast að því.“ \p \v 12 Drottinn, rís þú upp! Refsa þeim, ó Guð! Gleymdu ekki fátæklingunum né öðrum sem eiga bágt. \v 13 Hvers vegna lætur þú illmennin sem spotta þig, ganga laus? Þeir halda að þú munir aldrei refsa þeim. \v 14 Drottinn, þú sérð verk þeirra. Þú þekkir öll þeirra brögð. Allt það böl og hryggðina sem þeir hafa valdið, gjörþekkir þú! Refsaðu þeim Drottinn, og það strax! \p Drottinn, hinn bágstaddi treystir á þig og þú ert kallaður stoð lítilmagnans. \v 15 Brjóttu armlegg illgjörðamannanna. Veittu þeim eftirför uns enginn er eftir orðinn. \v 16 Drottinn er konungur um aldir alda! Þeim sem elta aðra guði verður útrýmt úr landi hans. \p \v 17 Drottinn, þú þekkir vonir hinna hógværu. Vissulega munt þú heyra hróp þeirra og hugga hjörtu þeirra. \v 18 Þú munt láta munaðarlausa og alla kúgaða ná rétti sínum, svo að mennirnir – þeir eru bara mold – beiti ekki lengur ofbeldi. \c 11 \p \v 1 Hvernig getið þið sagt: „Flýðu til fjallanna og leitaðu skjóls!?“ Vitið þið ekki að ég treysti því að Drottinn muni hjálpa mér. \p \v 2 Óguðlegir leggja ör á streng, spenna boga sína og miða úr launsátri á lýð Guðs. \v 3 Menn segja: „Lögin hafa verið afnumin! Hinir réttlátu verða að forða sér.“ \p \v 4 En, Drottinn er enn í sínu heilaga musteri. Hann ríkir enn frá himnum. Hann fylgist grannt með öllu sem gerist á jörðu. \v 5 Hann prófar bæði trúaða og vantrúaða. Hann fyrirlítur þá sem elska ofbeldi. \v 6 Hann mun senda eld og brennistein yfir illgjörðamennina og svíða þá með glóheitum vindi. \p \v 7 Því að Guð er réttlátur og hefur mætur á góðum verkum. Hinir hjartahreinu munu sjá auglit hans. \c 12 \p \v 1-2 Drottinn! Hjálpa þú! Hinum trúuðu fækkar óðum. Hvar eru þeir sem hægt er að treysta? \v 3 Allir ljúga og iðka svik og pretti, en einlægnin virðist fokin út í veður og vind. \p \v 4-5 En Drottinn mun ekki fara mjúkum höndum um þá sem iðka ranglæti. Hann mun útrýma þessum lygurum sem segja: „Við skulum ljúga til um áform okkar, enda ráðum við sjálfir hvað við segjum!“ \v 6 Þessu svarar Drottinn: „Ég mun rísa upp og verja þá kúguðu, fátæku og hrjáðu. Ég mun frelsa þá samkvæmt bænum þeirra.“ \v 7 Loforð Drottins eru áreiðanleg. Hvert orð á vörum hans er satt og rétt eins og marghreinsað skíragull. \v 8 Drottinn, við vitum að þú munt varðveita þitt fólk frá verkum illra manna, þó svo þeir vaði alls staðar uppi og njóti heiðurs í landinu. \c 13 \p \v 1-2 Hversu lengi ætlar þú Drottinn að gleyma mér – að eilífu, eða hvað? Ætlar þú sífellt að horfa í aðra átt þegar ég er í nauðum staddur? \v 3 Hve lengi verð ég að byrgja inni angist mína? Hve lengi eiga óvinir mínir að hreykja sér upp yfir mig? \v 4 Svara mér Drottinn, Guð minn, og sendu mér ljós þitt, annars er úti um mig! \p \v 5 Þaggaðu niður í óvinum mínum sem segja: „Við höfum sigrað hann!“ Láttu þá ekki hlakka yfir því að ógæfa hendi mig. \p \v 6 En, – ég mun treysta þér og miskunn þinni hvað sem á gengur og fagna yfir hjálp þinni! \v 7 Ég vil lofsyngja Drottni, því að ríkulega blessaði hann mig. \c 14 \p \v 1 En sá heimskingi sem segir: „Guð er ekki til!“ Sá er líka bæði illur og spilltur og einskis góðs af honum að vænta. \p \v 2 Drottinn horfir niður af himnum og virðir fyrir sér mennina, hvort einhver sé skynsamur og geri vilja hans. \v 3 Nei, það gerir enginn þeirra. Allir eru þeir viknir af leið, allir spilltir af synd. Enginn er raunverulega góður, ekki einn einasti! \v 4 Þeir kúga og kvelja þjóð mína og dettur ekki í hug að ákalla mig! Skyldu þeir ekki fá að kenna á því illgjörðamennirnir? \p \v 5 Þeir munu óttast þegar þeir sjá að Guð er með þeim sem elska hann. \v 6 Hann er skjól hinna hrjáðu og hógværu þegar illgjörðamenn ofsækja þá. \v 7 Ó, að lausnardagur þeirra væri nú þegar kominn! Að Guð kæmi frá bústað sínum á Síon til bjargar þjóð sinni. En sá gleðidagur þegar Drottinn frelsar Ísrael! \c 15 \p \v 1 Drottinn, hver fær að leita skjóls og hælis í tjaldi þínu á fjallinu þínu helga? \p \v 2 Sá sem er hógvær og lifir réttlátu lífi. \v 3 Sá sem ekki baktalar náungann, leggur sig ekki eftir slúðri né gerir meðbróður sínum mein. \v 4-5 Sá sem andmælir illverkum og fyrirlítur þau. Sá sem heiðrar þá er fylgja Drottni í trúfesti og stendur við orð sín hvað sem það kostar. \c 16 \p \v 1 Bjarga mér, ó Guð, því að hjá þér leita ég skjóls. \v 2 Ég sagði við Drottin: „Þú ert minn Drottinn, þú ert mín eina hjálp.“ \v 3 Ég þrái samfélag við trúaða fólkið í landinu, á því hef ég alla mína velþóknun. \v 4 Þeir sem kjósa sér annan guð uppskera þrengingu og tár. Ekki vil ég snerta við fórnum þeirra né nefna guði þeirra á nafn. \p \v 5 Drottinn er arfleifð mín. Hann er fjársjóður minn og fögnuður alla daga! Hann verndar allar eigur mínar. \v 6 Hann hefur gefið mér unaðsreit að erfð. \v 7 Ég lofa Drottin sem gefur mér góð ráð. Á nóttunni leiðbeinir hann mér og segir mér hvað gera skuli. \p \v 8 Drottinn hverfur mér aldrei úr huga. Af því að hann er með mér hrasa ég hvorki né fell. \v 9 Nú fagnar andi minn, líkami og sál \v 10 því að þú munt ekki skilja mig eftir meðal hinna dánu né leyfa að þinn elskaði rotni í gröfinni. \v 11 Þú hefur leyft mér að lifa og fagna. Ég mun njóta þeirrar miklu gleði að lifa með þér að eilífu! \c 17 \s1 Bæn Davíðs \p \v 1 Drottinn, ó hjálpa þú mér, því að ég er heiðvirður og breytni mín réttlát. Hlustaðu þegar ég hrópa til þín! \v 2 Úrskurða mig réttlátan svo að allir heyri, þú réttvísi Drottinn. \v 3 Þú hefur prófað mig, já jafnvel um nætur, en engar illar hugsanir fundið hjá mér, né vond orð mér á vörum. \p \v 4 Boðorðum þínum hef ég hlýtt og forðast félagsskap við illmenni og rudda. \v 5 Ég hef fylgt leiðsögn þinni og ekki farið villur vegar. \v 6 Ég ákalla þig því að ég veit að þú svarar mér! Já, hlustaðu á bæn mína. \v 7 Sýndu mér kærleika þinn og náð, þú sem frelsar hina ofsóttu. \v 8 Vernda mig eins og sjáaldur augans. Hyl mig í skjóli vængja þinna. \p \v 9 Óvinir mínir umkringja mig með morðsvip í augum. \v 10 Þeir eru óguðlegir og beita mig ofbeldi. Hlustaðu á tal þeirra! Hvílíkur hroki! \v 11 Þeir koma nær og nær, ákveðnir í að troða mig undir. \v 12 Þeir líkjast gráðugum ljónum sem vilja rífa mig á hol – ungum ljónum sem liggja í leyni og bíða eftir bráð. \p \v 13-14 Drottinn, rís þú upp og hastaðu á þá! Rektu þá frá! Komdu og frelsaðu mig frá hinum óguðlegu sem aðeins leita jarðnesks ávinnings, þeim sem þú hefur gefið auð og völd og ótal afkomendur. \p \v 15 En ég sækist ekki eftir veraldlegum auði, heldur því að þekkja þig og lifa réttvíslega – vera sáttur við þig. Ég vil hugsa um þig jafnt á degi sem nóttu og þegar ég vakna mun ég sjá auglit þitt og gleðjast! \c 18 \d \v 1 Þennan sálm orti Davíð eftir að Drottinn hafði frelsað hann undan óvinum hans, þeirra á meðal Sál konungi. \p \v 2 Drottinn – ég elska þig! Þú hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig! \v 3 Drottinn er vígi mitt, þar er ég öruggur. Enginn getur veitt mér eftirför og unnið á mér. Hann er felustaður minn, frelsari og varðborg, kletturinn þar sem enginn getur náð mér! Hann er skjöldur minn. Styrkur hans er eins og uxans sem mundar horn sín í vígahug! \v 4 Mér nægir að ákalla hann – lof sé Guði! – og ég frelsast undan öllum óvinum mínum. \p \v 5 Ég var bundinn hlekkjum dauðans og holskeflur óguðlegra risu ógnandi gegn mér. \v 6 Umkringdur og hjálparvana barðist ég um í netinu sem dró mig niður í djúp dauðans. \p \v 7 Þá hrópaði ég til Drottins. – Hróp mitt náði eyrum hans á himnum! \v 8 Þá lyftist jörðin og nötraði og undirstöður fjallanna skulfu vegna bræði hans. Hvílíkur landskjálfti! Já, Drottinn reiddist. \v 9 Eldsblossar gengu út af munni hans svo að jörðin sviðnaði og reykur streymdi um nasir hans. \v 10 Hann sveigði himininn og steig niður mér til bjargar! Skýjasorti var undir fótum hans. \v 11 Hann steig á bak kerúbi og sveif til mín með hraða vindsins. \v 12 Hann skýldi sér með myrkri, leyndi komu sinni með regnsorta og dimmu skýi. \v 13 En svo birtist hann í skýjunum! Hvílík hátign! Eldingar leiftruðu og haglið dundi! \p \v 14 Himnarnir nötruðu í þrumugný Drottins. Guð allra guða hafði talað! \v 15 Hann sendi út eldingar sínar sem örvar og tvístraði óvinum mínum. Sjá, hvernig þeir flýðu! \v 16 Þá hljómaði skipun Drottins – og hafið hopaði og það sá í mararbotn! \p \v 17 Þá seildist Drottinn niður frá himnum, greip mig og frelsaði mig úr neyðinni. Hann bjargaði mér úr hyldýpi dauðans. \p \v 18 Hann frelsaði mig frá ofurafli óvinarins, úr höndum þeirra sem hötuðu mig, því í greipum þeirra mátti ég mín einskis. \p \v 19 Þeir réðust á mig þegar ég mátti mín einskis, en Drottinn studdi mig. \v 20 Hann leiddi mig í öruggt skjól, því að hann hefur velþóknun á mér. \v 21 Drottinn launaði mér réttlæti mitt og hreinleika. \v 22 Því að ég hef hlýtt boðorðum hans og ekki syndgað með því að snúa í hann baki. \v 23 Ég gætti lögmáls hans í hvívetna og lítilsvirti enga grein þess. \v 24 Ég lagði mig fram við að halda það og forðaðist ranglæti. \v 25 Þess vegna hefur Drottinn launað mér með blessun, því að ég gerði það sem rétt var og gætti hreinleika hjarta míns. Allt þetta þekkti hann, enda vakir hann yfir hverju skrefi mínu. \p \v 26 Drottinn, þú miskunnar þeim sem auðsýna miskunn og ert góður við ráðvanda. \v 27 Þú blessar hjartahreina en snýrð þér frá þeim sem yfirgefa þig. \v 28 Þú hlífir hinum hógværu, en ávítar stolta og hrokafulla. \v 29 Já, þú lætur lampa minn skína. Drottinn, Guð minn, hefur lýst upp myrkrið sem umlukti mig. \v 30 Með þinni hjálp stekk ég yfir múra og brýt niður borgarveggi óvinarins. \p \v 31 Drottinn, hann er mikill Guð! Fullkominn í öllum hlutum! Orð hans standast öll. Skjöldur er hann öllum þeim sem til hans leita. \v 32 Því hver er hinn sanni Guð nema Drottinn? Og hver er bjargið nema hann? \p \v 33 Hann styrkir mig og verndar hvar sem ég fer. \v 34 Hann gerir fætur mína fima sem geitanna á fjöllunum. Hann tryggir mér fótfestu á hæstu tindum. \v 35 Hann æfir hendur mínar til hernaðar og gerir mér kleift að spenna eirbogann. \p \v 36 Þú fékkst mér skjöld hjálpræðis þíns. Hægri hönd þín, Drottinn, styður mig, mildi þín hefur gert mig mikinn. \v 37 Þú lagðir veg fyrir fætur mína og þar mun ég ekki hrasa. \v 38 Ég veitti óvinum mínum eftirför, elti þá uppi og eyddi þeim. \v 39 Ég tók þá einn af öðrum – þeir gátu enga vörn sér veitt – allir lágu í valnum að lokum. \v 40 Hjálpin frá þér var eins og brynja í bardaganum. Óvini mína beygðir þú undir mig. \v 41 Þú stökktir þeim á flótta og ég eyddi öllum þeim sem ofsóttu mig. \p \v 42 Þeir hrópuðu á hjálp, en fengu enga. Þeir æptu til Drottins, en hann ansaði ekki, \v 43 en ég muldi þá mélinu smærra og dreifði þeim upp í vindinn. Ég fleygði þeim burt eins og rusli á haug. \v 44-46 Þú veittir mér sigur í sérhverri orustu. Þjóðirnar komu og þjónuðu mér. Jafnvel þær sem ég þekkti ekki komu nú og veittu mér lotningu. Útlendingar sem aldrei höfðu mig augum litið lýstu sig reiðubúna til þjónustu. Skjálfandi stigu þeir niður úr virkjum sínum. \p \v 47 Guð lifir! Lofaður sé hann, klettur hjálpræðis míns. \v 48 Hann er sá Guð sem endurgeldur þeim sem ofsækja mig og auðmýkir þjóðir fyrir augum mér. \p \v 49 Hann frelsar mig frá óvinum mínum. Hann sér til þess að þeir ná ekki til mín og bjargar mér undan öflugum andstæðingum. \p \v 50 Fyrir þetta, Drottinn minn, lofa ég þig í áheyrn þjóðanna. \v 51 Oftsinnis hefur þú frelsað mig – það var kraftaverk í öll skiptin! Þú gerðir mig að konungi, þú hefur elskað mig og auðsýnt mér gæsku og eins muntu gera við afkomendur mína. \c 19 \p \v 1-2 Himnarnir sýna okkur dýrð Guðs. Þeir eru þögull vitnisburður um mikilleik verka hans. \v 3 Dagur og nótt vitna um vísdóm Drottins. \v 4-5 Hljóðlaust og án orða bera þau boðin um gervalla jörðina. Sólin fer sína braut um loftin – einmitt þá sem Drottinn setti henni í upphafi. \v 6 Hnarreist siglir hún yfir hvolfið, geislandi eins og brúður í brúðkaupi eða hlaupari sem hlakkar til að renna sitt skeið. \v 7 Sólin fer um himininn frá austri til vesturs, ekkert fær dulist við geislaflóð hennar og yl. \p \v 8-9 Lög Guðs eru fullkomin. Þau vernda og auka skilning, gleðja og lýsa. \v 10 Lög Guðs eru eilíf, réttlát og hrein. \v 11 Þau eru dýrmætari en gull. Þau eru sætari en hunang. \v 12 Því að þau vara okkur við hættum og efla velgengni þeirra sem hlýða þeim. \p \v 13 Hver verður var við syndina sem loðir við hjarta mitt? Hreinsa mig af leyndum syndum. \v 14 Forða mér frá vondum mönnum, og stöðva hönd mína að ég geri ekkert ljótt. Sýknaðu mig af syndum mínum svo að ég lifi hreinu lífi. \p \v 15 Ó, að orðin á vörum mér og hugsanir mínar geðjist þér, þú Guð, klettur minn og frelsari. \c 20 \p \v 1-2 Drottinn sé með þér og bænheyri þig á degi neyðarinnar! Guð Jakobs frelsi þig frá allri ógæfu. \v 3 Hann sendi þér hjálp frá helgidómi sínum, styðji þig frá Síon. \v 4 Hann minnist með gleði gjafa þinna og brennifórna. \v 5 Hann veiti þér það sem hjarta þitt þráir og láti öll þín áform ná fram að ganga. \p \v 6 Þegar við fréttum um sigur þinn, munum við hrópa fagnaðaróp og veifa fánanum Guði til dýrðar, því að mikla hluti hefur hann gert fyrir þig. Hann veiti svör við öllum þínum bænum! \p \v 7 Guð blessi konunginn! – Já, það mun hann vissulega gera! í himinhæðum heyrir hann bæn mína og veitir mér mikinn sigur. \p \v 8 Hinir stæra sig af herstyrk og vopnavaldi, en við af Drottni, Guði. \v 9 Þjóðir þessar munu hrasa og farast, en við rísa og standa traustum fótum. \p \v 10 Drottinn, sendu konungi okkar sigur! Drottinn, heyr þú bænir okkar. \c 21 \p \v 1-2 Drottinn! Yfir valdi þínu og mætti fagnar konungurinn. Hann gleðst stórlega yfir hjálp þinni! \v 3 Því að þú hefur veitt honum það sem hjarta hans þráir, allt sem hann bað þig um! \p \v 4 Þú leiddir hann til valda og veittir honum velgengni og blessun. Þú krýndir hann kórónu úr gulli. \v 5 Hann bað um langa ævi og góða daga og þú heyrðir bænir hans. Ævidagar hans munu aldrei taka enda! \v 6 Frægð og frama gafst þú honum, íklæddir hann vegsemd og dýrð. \v 7 Þú veitir honum eilífa blessun og gleður hann með nærveru þinni meira en orð fá lýst. \v 8 Konungurinn treystir Drottni og því mun hann aldrei hrasa né falla. Hann reiðir sig á elsku og trúfesti þess Guðs sem er æðri öllum guðum. \p \v 9 Drottinn, hönd þín mun ná öllum óvinum þínum og hatursmönnum. \v 10-11 Þegar þú stígur fram eyðast þeir í eldinum sem út frá þér gengur. Drottinn mun afmá þá og afkomendur þeirra. \p \v 12 Samsæri hafa þeir gert gegn þér Drottinn, en það mun ekki takast. \v 13 Þegar þeir sjá boga þinn spenntan, flýja þeir sem fætur toga. \p \v 14 Drottinn, þinn er mátturinn og dýrðin! Heyr þú lofgjörð okkar! Um máttarverk þín syngjum við og kveðum!. \c 22 \p \v 1-2 Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Hví ert þú þögull og hjálpar ekki þegar ég hrópa til þín í neyð minni? \v 3 Daga og nætur græt ég og ákalla þig, en fæ ekkert svar! \v 4-5 – En samt ert þú hinn heilagi og lofsöngvar Ísraels óma umhverfis hásæti þitt. Feðurnir treystu þér og þú frelsaðir þá. \v 6 Þú heyrðir er þeir hrópuðu til þín, brást við og bjargaðir þeim. Vonir þeirra brugðust ekki þegar þeir leituðu til þín. \p \v 7 En ég er maðkur en ekki maður! Hræddur og fyrirlitinn af minni eigin þjóð – já öllum mönnum. \v 8 Þeir sem sjá mig hrista höfuðið og senda mér tóninn. \v 9 „Er þetta sá sem treysti Drottni fyrir málum sínum?“ segja þeir og hlæja. „Sá sem taldi sig öruggan um velþóknun Guðs? Því trúum við ekki fyrr en við sjáum Drottin hjálpa honum.“ \p \v 10-12 Drottinn, oft hefur þú hjálpað mér. Móðir mín fæddi mig heilbrigðan í heiminn og þar varst þú til staðar og gættir mín, eins og öll mín bernskuár. Frá fæðingu hef ég átt allt undir þér. Þú varst minn Guð allt frá fyrstu stundu. Yfirgef mig ekki nú, nei ekki núna á neyðarstundu þegar enginn getur hjálpað nema þú! \p \v 13 Ég er umkringdur illmennum. Þeir líkjast sterkum basan – uxum. \v 14 Þeir æða að mér með opinn skoltinn, eins og öskrandi ljón sem ræðst á bráðina. \v 15 Þrek mitt fjaraði út, rann út í sandinn og bein mín gliðnuðu sundur. Hjartað er bráðnað í brjósti mér \v 16 og tungan þurr eins og brenndur leir. Þú lætur mig horfast í augu við dauðann. \v 17 Hópur illvirkja hefur umkringt mig. Eins og hundar slá þeir hring um mig. Hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið. \v 18 Ég get talið öll mín bein. Þeir stara á mig og senda mér háðsglósur. \v 19 Þeir skipta á milli sín klæðum mínum og varpa hlutkesti um kyrtil minn. \p \v 20 Ó, Drottinn, vertu ekki fjarri! Drottinn, styrkur minn, skunda mér til hjálpar! \v 21 Bjargaðu mér frá dauða, frá því að falla fyrir hendi kúgarans. \v 22 Frelsaðu mig úr gini þessara varga, undan hornum uxanna! \p \v 23 Ég vil lofa þig meðal bræðra minna, standa upp í söfnuðinum og vitna um þín undursamlegu verk. \v 24 Ég segi: „Lofið Drottin, allir þið sem óttist hann, hver og einn ykkar heiðri hann og tigni. Allur Ísrael lofsyngi honum, \v 25 því að hann hefur ekki fyrirlitið ákall mitt um hjálp, ekki snúið við mér baki í eymd minni. Hann heyrði hróp mitt og kom!“ \p \v 26 Ég vil rísa á fætur og vegsama þig fyrir augum þjóðar minnar. Heit mín vil ég efna í áheyrn allra þeirra sem elska þig og heiðra. \v 27 Fátæklingurinn mun eta sig saddan og allir þeir sem leita Drottins munu finna hann og vegsama nafn hans. Hjörtu þeirra munu fagna að eilífu. \v 28 Öll jörðin mun sjá það og snúa sér til Drottins, og fólk af öllum þjóðum mun vegsama hann. \p \v 29 Því að Drottinn er konungur yfir öllum þjóðum. \v 30 Jafnt háir sem lágir, allir dauðlegir menn, lúti honum og lofi hann. \v 31 Og börnin okkar, – einnig þau munu þjóna honum því þau hafa heyrt vitnisburð okkar um hann. \v 32 Ófæddar kynslóðir munu heyra um máttarverk hans okkar á meðal. \c 23 \p \v 1 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert skorta. \p \v 2 Hann lætur mig hvílast á grænum grundum og njóta næðis hjá lygnum vötnum. \v 3 Hann hressir mig og styrkir og leiðir mig réttan veg. Hann hjálpar mér, nafni sínu til vegsemdar. \p \v 4 Og jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér og hughreystir mig! \p \v 5 Já, og þú heldur mér veislu frammi fyrir fjendum mínum og þeir geta ekkert við því gert! Þú smyrð höfuð mitt með blessun og annast ríkulega allar mínar þarfir. \p \v 6 Gæska þín og velþóknun fylgja mér alla ævidaga mína og síðan fæ ég að búa hjá þér að eilífu! \c 24 \p \v 1 Jörðin er eign Drottins og allt sem á henni er, – heimurinn og þeir sem í honum búa. \v 2 Það var hann sem safnaði vötnunum saman svo að hafið varð til og þurrlendið birtist. \p \v 3 Hver fær að stíga upp á fjall Drottins og ganga inn í bústað hans? Hver fær staðist frammi fyrir honum? \v 4 Aðeins þeir sem hafa hreint hjarta og óflekkaðar hendur, heiðarlegt fólk sem segir sannleikann. \v 5 Þeir munu njóta gæsku Guðs, og hann, frelsari þeirra, mun lýsa þá réttláta. \v 6 Það eru þeir sem fá að standa frammi fyrir Drottni og tilbiðja hann, Guð Jakobs. \p \v 7 Opnist þið fornu dyr! Konungur dýrðarinnar vill ganga inn. \v 8 Hver er konungur dýrðarinnar? Það er Drottinn, hinn voldugi og sterki, sigurhetjan. \v 9 Já, opnist þið ævafornu dyr fyrir konungi dýrðarinnar! \p \v 10 Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Drottinn, sá er ræður öllum hersveitum himnanna, hann er konungur dýrðarinnar! \c 25 \p \v 1 Drottinn, ég sendi bæn mína upp til þín. \v 2 Hafnaðu mér ekki, Drottinn, því að ég treysti þér. Láttu ekki óvini mína yfirbuga mig. Láttu þá ekki vinna sigur. \v 3 Sá sem treystir Drottni, mun ekki verða til skammar en hinir ótrúu verða það. \p \v 4 Drottinn, sýndu mér þann veg sem ég á að ganga, bentu mér á réttu leiðina. \v 5 Leiddu mig og kenndu mér því að þú ert sá eini Guð sem getur hjálpað. Á þig einan vona ég. \v 6-7 Drottinn, minnstu ekki æskusynda minna. Líttu til mín miskunnaraugum og veittu mér náð. Minnstu mín í elsku þinni og gæsku, Drottinn minn. \p \v 8 Drottinn er góður og fús að vísa þeim rétta leið, sem villst hafa. \v 9 Hann sýnir þeim rétta leið sem leita hans með auðmjúku hjarta. \v 10 Þeir sem hlýða Drottni fá að ganga á hans vegum og upplifa elsku hans og trúfesti. \p \v 11 En Drottinn, hvað um syndir mínar? Æ, þær eru svo margar! Fyrirgef þú mér vegna elsku þinnar og nafni þínu til dýrðar. \p \v 12 Sá maður sem óttast Drottin – heiðrar hann og hlýðir honum – mun njóta leiðsagnar Guðs í lífinu. \v 13 Hann verður gæfumaður og börn hans erfa landið. \p \v 14 Drottinn sýnir trúnað og vináttu þeim sem óttast hann. Hann trúir þeim fyrir leyndarmálum sínum! \p \v 15 Ég mæni á Drottin í von um hjálp, því að hann einn getur frelsað mig frá dauða. \v 16 Kom þú, Drottinn, og miskunna mér, því að ég er hrjáður og hjálparlaus og \v 17 vandi minn fer stöðugt vaxandi. Ó, frelsaðu mig úr neyð minni! \v 18 Líttu á eymd mína og sársauka og fyrirgefðu mér syndir mínar! \p \v 19 Sjáðu óvini mína og hve þeir hata mig! \p \v 20 Frelsaðu mig frá þessu öllu! Bjargaðu mér úr klóm þeirra! Láttu engan segja að ég hafi treyst þér án árangurs. \p \v 21 Láttu hreinskilni og heiðarleika vernda mig – já vera lífverði mína! Ég reiði mig á vernd þína. \v 22 Ó, Guð, frelsa þú Ísrael úr öllum nauðum hans. \c 26 \p \v 1 Drottinn, láttu mig ná rétti mínum, því að ég hef kappkostað að halda boð þín og treyst þér af öllu hjarta. \v 2 Rannsakaðu mig yst sem innst, Drottinn, og prófaðu viðhorf mín og einlægni. \v 3 Afstaða mín til lífsins og allra hluta mótaðist hjá þér. Þú kenndir mér elsku og sannleika. \v 4 Ég forðast félagsskap hræsnara og þeirra sem tala lygi. \v 5 Ég hef andstyggð á samkundum syndaranna og stíg ekki fæti þar inn. \v 6 Ég þvæ hendur mínar, gef til kynna sakleysi mitt og geng að altari þínu \v 7 með þakkargjörð á vörum, minnugur máttarverka þinna. \p \v 8 Drottinn, ég elska hús þitt – helgidóminn þar sem dýrð þín birtist! \v 9-10 Láttu mér ekki farnast eins og syndurum og morðingjum eða þeim sem beita saklausa menn vélráðum og heimta mútur. \p \v 11 Nei, með slíkum á ég enga samleið. Ég geng hinn beina, en bratta veg sannleikans. Miskunna mér og frelsa mig. \v 12 Opinskátt og í áheyrn allra lofa ég Drottin, hann sem ver mig hrösun og falli. \c 27 \p \v 1 Drottinn er ljós mitt og frelsari, hvern ætti ég að óttast? Hann er skjól mitt og vígi, og því hræðist ég ekki. \p \v 2 Þegar illmenni reyna að uppræta mig, þá hrasa þeir sjálfir og falla. \v 3 Þótt voldugur her umkringi mig á alla vegu, þá óttast ég ekki hót! Ég er öruggur og veit að Guð mun frelsa mig. \p \v 4 Drottinn, þetta þrái ég mest af öllu: Að hugleiða í helgidómi þínum, og vera frammi fyrir þér alla mína ævidaga. Þar vil ég gleðjast yfir dýrð hans og fullkomnun, hún er engu lík! \v 5 Þar verð ég öruggur á óheilladeginum – öruggur í skjóli Drottins. Hann lyftir mér upp á háan klett \v 6 þar sem óvinirnir ná ekki til mín. Þá mun ég færa honum fórnir og lofa hann fagnandi. \v 7 Drottinn, heyrðu hróp mitt! Ég kalla hátt! Sendu mér miskunn þína og hjálp! \p \v 8 Drottinn, ég minnist þess sem þú sagðir: „Þú þjóð mín, kom þú og leitaðu mín.“ „Já, Drottinn! Ég kem!“ svara ég. \p \v 9 Drottinn, hyl þig ekki fyrir mér. Hafnaðu ekki þjóni þínum í reiði. Þú varst mér skjól þegar á móti blés, yfirgefðu mig ekki. Hafnaðu mér ekki, þú Guð hjálpræðis míns. \v 10 Þótt faðir minn og móðir vísuðu mér á bug, þá tækir þú mér tveim höndum og huggaðir mig. \p \v 11 Drottinn, hvað á ég til bragðs að taka? Svaraðu mér fljótt! Óvinir umkringja mig! \v 12 Láttu þá ekki ná mér, Drottinn! Láttu mig ekki falla þeim í hendur! Þeir ásaka mig að ástæðulausu og sitja á svikráðum við mig. \v 13 En ég treysti því að Drottinn frelsi mig og að ég sjái hjálp hans, því að enn er von, – enn er ég á lífi! \p \v 14 Þú, hver sem þú ert, misstu ekki vonina! Treystu Drottni og hann mun frelsa þig! Vertu hugrakkur og djarfur og óttastu ekki. Bíddu um stund og hann mun senda þér hjálp! \c 28 \p \v 1 Ég hrópa til þín um hjálp, Drottinn, því að þú ert klettur hjálpræðis míns. Ef þú hjálpaðir ekki væri úti um mig. Framundan væri ekkert nema dauðinn. \v 2 Drottinn, ég lyfti höndum til himins og ákalla þig um hjálp. Ó, heyr þú grátbeiðni mína! \p \v 3 Drottinn, refsaðu mér ekki ásamt illgjörðamönnunum, þeim sem sitja á svikráðum við nágranna sína. \v 4 Refsaðu þeim eins og rétt er. Illvirki þeirra eiga skilið réttlátan dóm. \v 5 Þeir hugsa ekkert um Guð, sköpun hans og verk. Þess vegna mun Guð ryðja þeim úr vegi, rífa þá eins og ónýtt hús sem ekki verður endurreist. \p \v 6 Lofaður sé Drottinn! Hann heyrði grátbeiðni mína! \v 7 Hann er styrkur minn, skjól mitt gegn öllum árásum. Honum treysti ég og hann hjálpaði mér. Gleðin svellur í brjósti mér og brýst út í lofgjörð til hans! \v 8 Drottinn verndar sitt fólk og veitir konungi sínum sigur. \p \v 9 Stattu vörð um þjóð þína, Drottinn! Vernda og blessa þitt útvalda fólk. Eins og fjárhirðir leiðir sauði sína, þá leið og vernda þjóð þína að eilífu. \c 29 \p \v 1 Þið englar Drottins, lofið hann í mætti hans og dýrð! \v 2 Lofið hann í mikilleik dýrðar hans, þeirri dýrð er stafar af nafni hans. Tilbiðjið hann í helgum skrúða. \p \v 3 Raust Drottins fyllir himininn, hún kveður við eins og þruma! \v 4 Rödd hans hljómar kröftuglega, hún hljómar af mikilleik og tign. \v 5-6 Hún fellir sedrustrén til jarðar og klýfur hin hávöxnu tré í Líbanon. Raust Drottins skekur fjöllin í Líbanon og hristir Hermonfjall. Hans vegna hoppa þau um eins og ungir kálfar! \v 7-8 Rödd Drottins kveður við í eldingunni og endurómar í eyðimörkinni sem nötrar endanna á milli. \v 9 Raust Drottins skekur skógartrén, feykir burt laufi þeirra og lætur hindirnar bera fyrir tímann. Allir þeir sem standa í helgidómi hans segja: „Dýrð! Já, dýrð sé Drottni!“ \p \v 10 Flóðið mikla var ógurlegt, en Drottinn er enn meiri! Og enn birtir hann mátt sinn og kraft. \v 11 Hann mun veita lýð sínum styrkleik og blessa hann með friði og velgengni. \c 30 \p \v 1-2 Ég vil lofa þig Drottinn, því að þú hefur frelsað mig frá óvinum mínum. Þú leyfðir þeim ekki að yfirbuga mig. \v 3 Ó, Drottinn Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig. \v 4 Þú hreifst mig burt frá barmi grafarinnar, já úr dauðans greipum, og gafst mér líf og framtíð! \p \v 5 Syngið Drottni lof og þökk, þið sem á hann trúið. \v 6 Reiði hans stendur stutta stund, en náð hans varir að eilífu! Hans vegna stend ég stöðugur, fastur fyrir eins og fjöllin. Gráturinn sækir að um nætur, en gleðisöngur þegar dagur rís. \p \v 7-8 Þegar allt gekk mér í hag, hugsaði ég: „Svona verður það alla tíð, nú getur ekkert stöðvað mig framar! Drottinn hefur velþóknun á mér. Hans vegna stend ég stöðugur, fastur fyrir eins og fjöllin!“ Þá snerir þú þér, Drottinn, burt frá mér og hélst aftur af blessun þinni. Skyndilega var kjarkur minn brostinn. Ég varð skelkaður og örvænti um minn hag. \v 9 Ég hrópaði til þín Drottinn. Já, svo sannarlega ákallaði ég þig! \v 10 Ég sagði: „Hvers vegna vilt þú Drottinn, koma mér á kné? – leiða mig í dauðann? Þar verður lofsöngur minn til lítils gagns. Hvernig á ég þá, liðið lík, að lofa þig, og vegsama trúfesti þína?! \v 11 Heyr þú ákall mitt, Drottinn! Miskunna þú mér og sendu mér hjálp þína.“ \p \v 12 Þá breytti hann grát mínum í gleðidans! Hann dró af mér sorgarklæðin og færði mig í veisluskrúða! \v 13 Og þá gat ég lofsungið honum og gleymt ógnum grafarinnar! Ó, Drottinn, minn Guð, hvernig fæ ég fullþakkað þér? \c 31 \p \v 1-2 Drottinn, þér einum treysti ég. Láttu ekki óvini mína yfirbuga mig. Bjargaðu mér, því að þú ert réttlátur í öllum hlutum. \v 3 Svara mér í skyndi, nú þegar ég hrópa til þín. Beygðu þig niður að mér og hlustaðu á bæn mína. Vertu mér verndarbjarg, skjól fyrir óvinum. \v 4 Já, þú ert klettur minn og vígi, sýndu mátt þinn og gerðu nafn þitt dýrlegt og bjargaðu mér. \v 5 Forða fæti mínum frá snörunni sem óvinir mínir hafa lagt fyrir mig. Þú einn getur frelsað mig. \v 6 Í þínar hendur fel ég anda minn. Þú, Guð, sem stendur við öll þín orð, þú hefur bjargað mér. Þig einan lofa ég. \v 7 Ég hata alla þá sem dýrka fánýt falsgoð en Drottni treysti ég. \v 8 Ég gleðst mjög, því að þú hefur miskunnað mér, þú gafst gaum að þrengingum mínum og sálarneyð. \v 9 Þú framseldir mig ekki óvinum mínum, heldur rýmkaðir um mig á alla vegu. \p \v 10-11 Ó, Drottinn, miskunna mér í neyð minni. Augu mín eru grátbólgin, heilsa mín brostin af sorg. \v 12 Ár mín líða í harmi, hryggðin styttir ævi mína. Syndirnar draga úr mér allan þrótt. Hokinn stend ég – sneyptur af skömm. Óvinirnir spotta mig og nágrannarnir hæða mig. Óhug slær að vinum mínum. Þeir, jafnvel þeir, forðast að mæta mér og líta undan þegar ég geng hjá. \v 13 Ég er gleymdur eins og líkið í gröf sinni – eins og brotið ker sem fleygt hefur verið á haug. \v 14 Ég frétti hvað um mig var sagt – um baktal óvina minna. Ógn og skelfing var hvert sem ég leit, svik og prettir í öllum hornum! \p \v 15-16 En Drottinn, þér treysti ég! Ég sagði: „Þú einn ert minn Guð,“ þú ákveður ævilengd mína. Frelsaðu mig Drottinn, undan þeim sem ofsækja mig. \v 17 Láttu velþóknun þína aftur verða augljósa á þjóni þínum. Frelsa mig því að þú ert góður! \v 18 Drottinn, láttu mig ekki verða til skammar þegar ég ákalla þig um hjálp. Láttu illmennin blygðast sín fyrir það sem þau treysta á. Já, sendu þá sneypta og þegjandi í gröfina \v 19 lygarana sem ásaka réttláta með hroka og fyrirlitningu. \p \v 20 Mikil er miskunn þín við þá sem treysta þér og vitna um trúfesti þína, þá sem elska þig og heiðra í augsýn annarra. \p \v 21 Vertu ástvinum þínum skjól gegn svikráðum manna, verndaðu þá fyrir illum tungum. \v 22 Lofaður sé Drottinn, því að hann hefur sýnt mér dásamlega náð og verndað mig gegn illu. \v 23 Í fljótfærni sagði ég: „Drottinn hefur yfirgefið mig.“ En hann heyrði samt bæn mína og svaraði mér! \p \v 24 Elskið Drottin, öll þið sem honum treystið, því að Drottinn verndar trúfasta, en refsar harðlega þeim sem hafna honum í hroka. \v 25 Verið því glöð og hughraust, öll þið sem vonið á Drottin! \c 32 \p \v 1-2 Hvílík náð að fá syndir sínar fyrirgefnar! Það er dásamlegt þegar afbrotin eru strikuð út! En sá léttir hverjum játandi syndara að heyra Drottin segja: „Ég sýkna þig.“ \p \v 3 Sú var tíðin að ég þrjóskaðist við og neitaði að iðrast. En synd mín kvaldi mig og nagaði öllum stundum. \v 4 Ég var friðlaus bæði nætur og daga og fann að Drottinn áminnti mig. Styrkur minn þvarr eins og lækur sem þornar á heitu sumri. \v 5 Að lokum játaði ég synd mína fyrir þér, viðurkenndi afbrotin. Ég sagði: „Ég vil játa það allt fyrir Drottni,“ og þá fyrirgafstu mér! Sekt mín var strikuð út! \p \v 6 Þess vegna segi ég: Þú sem trúir, játaðu synd þína strax fyrir Guði, já, strax og samviskan angrar þig. Notaðu tímann meðan fyrirgefning Guðs stendur þér til boða. Annars vofir dómurinn yfir þér. \p \v 7 Þú ert skjól mitt í andstreymi lífsins og lausn í nauðum og vanda. Með frelsisfögnuði umlykur þú mig. \v 8 Drottinn segir: „Ég vil fræða þig og vísa þér veginn gegnum lífið. Ég vil gefa þér ráð og fylgjast með framför þinni. \v 9 Vertu ekki eins og þrjóskur hestur! Með taum og beisli verður að temja hann.“ \p \v 10 Miklar eru þjáningar syndugs manns, en þá sem treysta Drottni umlykur hann elsku. \v 11 Gleðjist yfir Guði, þið sem á hann trúið, og rekið upp fagnaðaróp, þið sem honum hlýðið! \c 33 \p \v 1 Gleðjist og fagnið fyrir Drottni, þið hans trúuðu, því að lofsöngur hæfir réttlátum! \v 2 Leikið af þrótti á alls konar hljóðfæri og lofið Drottin. \v 3 Lofsyngið honum með nýjum söngvum. Sláið strengina ákaft og hrópið fagnaðaróp! \p \v 4 Því að orð Drottins er áreiðanlegt – því má treysta. Öll hans verk eru í trúfesti gjörð. \v 5 Hann elskar allt sem rétt er og gott, kærleikur hans umvefur heiminn. \v 6-7 Það var orð Drottins sem skapaði himininn og alla hans stjörnumergð. Og höfunum safnaði hann saman og bjó þeim sinn rétta stað. \p \v 8 Allir heimsbúar – bæði háir og lágir – óttist Drottin, og nálgist hann með lotningu. \v 9 Því að hann talaði og þá stóð heimurinn þar! Orð hans hljómaði og veröldin varð til! \p \v 10 Drottinn ónýtir áform þjóða sem gegn honum rísa \v 11 en fyrirætlanir hans standa að eilífu, frá kynslóð til kynslóðar. \p \v 12 Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði, það fólk sem hann hefur kosið eignarlýð sinn. \v 13-15 Drottinn lítur niður af himni, horfir á mannanna börn. Hann hefur myndað hjörtu þeirra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra. \p \v 16-17 Velbúinn her tryggir konungi ekki sigur og ofurafl eitt stoðar lítið. Stríðshestur er ekki til að reiða sig á, styrkur hans einn frelsar engan. \v 18-19 En, – augu Drottins vaka yfir þeim sem óttast hann, þeim sem reiða sig á elsku hans. Hann frelsar þá frá dauða, varðveitir líf þeirra á neyðarstund. \p \v 20 Ég hef sett traust mitt á Drottin. Enginn getur hjálpað nema hann, hann er skjöldur og vígi! \v 21 Hans vegna gleðjumst við og fögnum. Hans heilaga nafni treystum við. \v 22 Miskunn þín Drottinn umvefji okkur. Við vonum á þig. \c 34 \p \v 1-2 Ég vil lofa Drottin öllum stundum, vegsama hann seint og snemma. \v 3 Ég hrósa mér af Drottni. Hinir hógværu hlusta og öðlast nýjan kjark. \v 4 Lofið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans. \p \v 5 Ég hrópaði til hans og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því sem ég hræddist. \v 6 Lítið til hans og gleðjist og þið munuð ekki verða til skammar. \p \v 7 Ég var vesæll og aumur, en ég hrópaði til Drottins. Drottinn heyrði hróp mitt og frelsaði frá öllu því sem ég hræddist. \v 8 Engill Drottins stendur vörð um þá sem óttast hann, og hann bjargar þeim. \p \v 9 Finndu og sjáðu hve Guð er góður! Sæll er sá sem leitar hælis hjá honum. \v 10 Treystið Drottni og sýnið honum lotningu – óttist hann – því að þeir sem óttast hann líða engan skort. \v 11 Ung ljón búa við skort en þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis. \p \v 12 Börnin góð, komið og ég mun kenna ykkur að óttast Drottin. Það er mikilvægt. \v 13 Viljið þið lifa langa og góða ævi? \v 14 Gætið þá tungu ykkar! Segið aldrei ósatt orð. \v 15 Haldið ykkur frá öllu illu og ástundið það sem gott er. Reynið að lifa í sátt við aðra menn og keppið eftir friði. \p \v 16 Því að augu Drottins hvíla á hinum réttlátu og hann hlustar eftir bænum þeirra. \v 17 En öllum óguðlegum mun Drottinn eyða og afmá minningu þeirra af jörðinni. \v 18 Þegar réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn og frelsar þá úr nauðum. \v 19 Já, Drottinn er nálægur öllum þeim sem hafa auðmjúkt hjarta. Hann frelsar þá sem í einlægni og auðmýkt iðrast synda sinna. \v 20 Góður maður kemst oft í vanda – fær sinn skammt af mótlæti – en Drottinn á lausn við öllu slíku. \v 21 Jafnvel gegn slysum verndar Drottinn hann. \p \v 22 Ógæfan eltir og drepur óguðlegan mann og þeir sem hata réttláta bíða síns dóms. \v 23 En Drottinn frelsar líf þjóna sinna. Enginn sem leitar hælis hjá honum verður dæmdur sekur. \c 35 \p \v 1 Drottinn, farðu gegn þeim sem ásækja mig. Berst þú við þá sem berjast gegn mér. \v 2 Klæddu þig brynju, taktu fram skjöld og verndaðu mig. \v 3 Lyftu spjóti mér til varnar, því að óvinir mínir nálgast. Segðu við mig: „Ég bjarga þér!“ \v 4 Láttu þá verða til skammar sem ofsækja mig. Snúðu þeim frá og ruglaðu þá í ríminu! \v 5 Feyktu þeim burt eins og laufum í vindi. Engill þinn varpi þeim um koll. \v 6 Gerðu veg þeirra myrkan og hálan er engill þinn eltir þá. \p \v 7 Því að þótt ég gerði þeim ekkert illt, lögðu þeir fyrir mig gildru og grófu mér gröf. \v 8 Láttu eyðingu koma yfir þá þegar þeir eiga þess síst von. Þeir falli á eigin bragði og tortímist. \p \v 9 En ég mun fagna í Drottni. Hann mun frelsa mig! \v 10 Ég lofa hann af öllu hjarta. Hver er vörn lítilmagnans nema hann? Hver annar en hann verndar hinn veika og þurfandi gegn ofbeldismönnunum sem ræna og rupla. \p \v 11 Slíkir menn eru ljúgvottar. Þeir ásaka mig um hluti sem ég hef aldrei heyrt. \v 12 Ég gerði þeim gott eitt, en þeir launa mér með illu. Ég er að dauða kominn. \v 13 Þegar þeir lágu sjúkir klæddist ég sorgarbúningi og var dapur. Ég fastaði – neitaði mér um mat – og bað í einlægni fyrir heilsu þeirra. \v 14 Ég var harmandi, eins og móðir mín, vinur eða bróðir væru sjúk og að dauða komin. \v 15 En nú gleðjast þeir yfir óförum mínum. Þeir koma saman til að baktala mig – jafnvel ókunnugir og útlendingar eru í þeirra hópi. \v 16 Þeir ala á illsku, formæla mér og hæða mig. \p \v 17 Drottinn, hve lengi ætlar þú að horfa á aðgerðalaus? \p Gríptu inn í og bjargaðu mér, því að ég er einmana og þessir vargar bíða færis. \v 18 Frelsaðu mig og þá mun ég þakka þér í áheyrn alls safnaðarins, vegsama þig meðal fjölda fólks. \p \v 19 Láttu þá ekki fá sigur sem ráðast gegn mér án minnsta tilefnis. Láttu mig ekki falla, því það mundi gleðja þá mjög. \p \v 20 Þeir tala hvorki um frið, né það að gera gott, nei, heldur brugga þeir saklausum mönnum launráð. \v 21 Þeir hafa hátt og segja mig beita ranglæti. „Já!“ segja þeir, „við sáum það með eigin augum!“ \v 22 En Drottinn þekkir málið betur en nokkur annar. Gríptu inn í! Skildu mig ekki eftir einan og yfirgefinn! \p \v 23 Stígðu fram, Drottinn, Guð minn! Láttu mig ná rétti mínum. \v 24 Þú ert réttlátur og þekkir málið. Lýstu yfir sakleysi mínu. Láttu ekki óvini mína hlakka yfir ógæfu minni. \p \v 25 Láttu þá ekki segja: „Gott! Það fór eins og við óskuðum! Loksins tókst okkur að gera út af við hann!“ \v 26 Láttu þá blygðast sín. Láttu þá sem sýna mér hroka og fagna yfir óförum mínum, sjálfa þola skömm og svívirðing. \v 27 Láttu þá sem óska mér blessunar sjá góða daga. Þeir hrópi: „Mikill er Drottinn sem gerir vel við þjón sinn!“ \p \v 28 Ég vil segja öllum frá réttlæti Drottins og lofa hann liðlangan daginn. \c 36 \p \v 1-2 Rödd syndarinnar talar í huga guðleysingjans og hvetur hann til vondra verka. Enginn guðsótti býr í hjarta hans. \v 3 Syndin dregur hann á tálar, mistök hans verða augljós og menn hata hann. \v 4 Svik og tál eru á vörum hans og hann er hættur að vera hygginn og breyta vel. \v 5 Á nóttunni liggur hann í rúmi sínu og upphugsar svik, forðast ekki hið illa. \p \v 6 Drottinn, miskunn þín er mikil eins og himinninn og trúfesti þín takmarkalaus. \v 7 Réttlæti þitt er stöðugt eins og fjöllin. Dómar þínir hvíla á vísdómi, þeir vitna um mikilleik þinn líkt og úthöfin. Þú berð umhyggju fyrir mönnum og skepnum. \v 8 Hversu dýrmæt er miskunn þín ó, Guð! Mennirnir leita skjóls í skugga vængja þinna. \v 9 Þú nærir þá með krásum af borði þínu og lætur þá drekka úr lækjum unaðssemda þinna. \p \v 10 Þú, Drottinn, ert uppspretta lífsins! í þínu ljósi sjáum við ljós. \v 11 Lát miskunn þína haldast við þá sem þekkja þig og réttlæti þitt við þá sem hlýða þér og elska. \p \v 12 Lát ekki fót hins hrokafulla troða á mér né hendur óguðlegra hrekja mig burt. \v 13 Líttu á! Illgjörðamennirnir eru fallnir! Þeim hefur verið varpað um koll og þeir megna ekki að rísa upp aftur. \c 37 \p \v 1 Öfundaðu aldrei vonda menn, \v 2 því að fyrr en varir eru þeir fallnir og visna eins og grasið. \v 3 Treystu heldur Drottni, vertu góðgjarn og sýndu kærleika. Þá muntu búa öruggur í landinu og farnast vel. \p \v 4 Þú skalt gleðjast í Drottni – og hann mun veita þér það sem hjarta þitt þráir. \v 5 Fel Drottni framtíð þína, áform þín og verk, og treystu honum. Hann mun vel fyrir öllu sjá. \v 6 Heiðarleiki þinn og hreinskilni verða öllum augljós, og Drottinn mun láta þig ná rétti þínum. \p \v 7 Hvíldu í Drottni og treystu honum. Bíð þess í þolinmæði að hann hefjist handa. Öfunda ekki vonda menn sem vegnar vel. \p \v 8 Láttu af reiðinni! Slepptu heiftinni. Vertu ekki svekktur og áhyggjufullur – slíkt leiðir ekki til góðs. \v 9 Þeir sem illt fremja verða þurrkaðir út, en þeir sem treysta Drottni eignast landið og gæði þess. \v 10 Innan skamms verða guðleysingjarnir á bak og burt. Þegar þú leitar þeirra eru þeir horfnir. \v 11 En hinir hógværu fá landið til eignar, þeir munu hljóta blessun og frið. \p \v 12-13 Drottinn hlær að þeim sem brugga launráð gegn hans trúuðu. Hann hefur þegar ákveðið daginn er þeir verða dæmdir. \v 14 Óguðlegir hyggja á illt gegn réttlátum, undirbúa blóðbað. \v 15 En þeir munu farast fyrir eigin sverði og bogar þeirra verða brotnir. \p \v 16 Betra er að eiga lítið og vera guðrækinn, en óguðlegur og hafa allsnægtir, \v 17 því að óguðlegir munu falla, en Drottinn annast sína trúuðu. \p \v 18 Daglega skoðar Drottinn réttlætisverk trúaðra og reiknar þeim eilíf laun. \v 19 Hann styður þá í kreppunni og heldur lífinu í þeim í hallæri. \v 20 Vantrúaðir farast og óvinir Guðs visna eins og grasið. Eins og sinu verður þeim brennt, þeir líða burt eins og reykur. \v 21 Guðlaus maður tekur lán og borgar ekki, en hinn guðrækni er ónískur og gefur með gleði. \v 22 Þeir sem Drottinn blessar eignast landið, en bannfærðum verður útrýmt. \p \v 23 Drottinn stýrir skrefum hins guðrækna og gleðst yfir breytni hans. \v 24 Þótt hann falli þá liggur hann ekki flatur því að Drottinn reisir hann á fætur. \p \v 25 Ungur var ég og nú er ég gamall orðinn, en aldrei sá ég Drottin snúa baki við guðhræddum manni né heldur börn hans biðja sér matar. \v 26 Nei, guðræknir menn eru mildir og lána og börn þeirra verða öðrum til blessunar. \p \v 27 Viljir þú búa við frið og lifa lengi, þá forðastu illt en gerðu gott, \v 28 því að Drottinn hefur mætur á góðum verkum og yfirgefur ekki sína trúuðu, hann mun varðveita þá, en uppræta niðja óguðlegra. \p \v 29 Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa þar mann fram af manni. \v 30-31 Guðrækinn maður talar speki, enda réttsýnn og sanngjarn. Lögmál Guðs er í hjarta hans og hann kann að greina gott frá illu. \p \v 32 Ranglátir menn njósna um réttláta, vilja þá feiga. \v 33 En Drottinn stöðvar áform illvirkjanna og sýknar réttláta fyrir dómi. \p \v 34 Óttastu ekki, því að Drottinn mun svara bæn þinni! Gakktu hiklaust á hans vegum. Á réttum tíma mun hann veita þér velgengni og uppreisn æru. Þá muntu sjá illvirkjunum útrýmt. \p \v 35-36 Ég sá vondan mann og hrokafullan – hann þandi sig út eins og laufmikið tré – en svo var hann horfinn! Ég leitaði eftir honum, en fann hann ekki framar. \v 37 En hvað um hinn ráðvanda og hreinskilna? Það er önnur saga! Því að góðir menn og friðsamir eiga framtíð fyrir höndum. \v 38 Illum mönnum verður útrýmt og þeir eiga enga framtíðarvon. \p \v 39 Drottinn bjargar hinum guðræknu. Hann er þeim hjálp og skjól á neyðartímum. \v 40 Þeir treysta honum og því hjálpar hann þeim og frelsar þá frá vélráðum óguðlegra. \c 38 \p \v 1-2 Drottinn, ekki refsa mér, þótt þú sért reiður. \v 3 Örvar þínar standa í mér og hönd þín liggur þungt á mér. \v 4-5 Vegna reiði þinnar er ég sjúkur maður, heilsa mín er farin vegna synda minna. Syndir mínar líkjast flóði sem færir mig í kaf, eins og byrði sem ég kikna undan. \v 6-7 Ólykt leggur af sárum mínum – það er drep í þeim. Ég er ráðþrota vegna synda minna. Ég ráfa um í angist liðlangan daginn. \v 8 Lendar mínar brenna af sviða og líkami minn er helsjúkur. \v 9 Máttur minn er þrotinn og ég er örvæntingu nær. \p \v 10 Drottinn, ég þrái bót á meini mínu! Þú heyrir kvein mín og andvörp. \v 11 Hjartað hamast í brjósti mér, kraftar mínir búnir og sjónin dvín. \v 12 Ástvinir mínir og góðir grannar forðast sjúkdóm minn og böl og frændur mínir eru á bak og burt. \p \v 13 Óvinir mínir sæta færis að drepa mig. Liðlangan daginn sitja þeir á svikráðum, brugga mér banaráð. \v 14-15 En illráð þeirra verka ekki á mig! Ég virði þá ekki viðlits. Áform þeirra rætast ekki, \v 16 því að ég vona á þig, Drottinn, Guð minn. Kom þú og vernda mig. \v 17 Þaggaðu niður í þeim sem hlæja að óförum mínum. \p \v 18 Ég er að falli kominn og angist mín er enn hin sama. \v 19 Ég játa syndir mínar og iðrast þess sem ég hef gert. \v 20 En ofsóknum óvina minna linnir ekki og heift þeirra minnkar ekki. Þeir hata mig án ástæðu. \v 21 Þeir launa mér gott með illu, hata mig fyrir góðverk mín. \p \v 22 Yfirgefðu mig ekki, Drottinn. Vík ekki frá mér! \v 23 Komdu skjótt og hjálpaðu mér, þú frelsari minn! \c 39 \p \v 1-2 Ég hugsaði: „Ég ætla ekki að kvarta, né segja neitt ljótt meðan óguðlegir heyra til.“ \v 3-4 Og ég þagði. En hið innra leið mér verr og verr. Ég hélt aftur af mér, en gremjan magnaðist í mér. Að lokum gat ég ekki orða bundist: \v 5 „Drottinn, fæ ég aðeins að lifa örfá ár í viðbót? \v 6-7 Ævi mín er lítið lengri en höndin á mér! Og í þínum augum er hún nánast ekki neitt! Maðurinn, hvað er hann? Vindblær, flöktandi skuggi! Ys hans og amstur kemur engu til leiðar. Hann rakar saman fé sem svo aðrir eyða!“ \p \v 8 En á hvern vona ég þá? Drottinn, ég vona á þig! \p \v 9 Frelsa mig frá syndum mínum svo að heimskingjarnir hafi mig ekki að spotti. \p \v 10 Drottinn, ég þegi því að þú hefur talað. Ég vil ekki kvarta, því að þú hefur refsað mér. \p \v 11 Drottinn láttu refsingu þína taka enda – ég þoli ekki meira! \v 12 Þegar þú hirtir manninn vegna synda hans, þá er nánast úti um hann. Hann er sem mölétin flík, já, hann líður burt eins og gufa. \v 13 Heyr þú bæn mína, Drottinn, hlustaðu á hróp mitt! Vertu ekki hljóður við tárum mínum. Mundu að ég er gestur hér, förumaður á þessari jörð eins og forfeður mínir. \p \v 14 Miskunna þú mér, Drottinn og læknaðu mig. Lofaðu mér aftur að sjá glaðan dag áður en ég dey. \c 40 \p \v 1-2 Ég setti alla mína von á Drottin. Hann heyrði kvein mitt og að lokum bjargaði hann mér. \v 3 Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, hinni botnlausu leðju, og lyfti mér upp á klett. Hann gerði mig styrkan í gangi. \p \v 4 Þá fylltist munnur minn lofsöng – lofgjörð um Guð. Margir hlustuðu er ég söng um velgjörðir hans við mig. Þeir munu einnig lúta honum og lofa hann, setja traust sitt á hann. \v 5 Þeir sem treysta Drottni verða lánsamir, þeir sem forðast ráð dramblátra og halda sér frá lygi. \p \v 6 Drottinn, Guð minn, mörg dásemdarverk hefur þú gert og mikillar umhyggju höfum við notið. Ekkert kemst í samjöfnuð við þig! Mér endist ekki tími til að rifja upp öll þín undraverk! \p \v 7 Sláturfórnir og matfórnir þráir þú ekki frá lýð þínum, og brennifórnir heimtar þú ekki. Nei, þú þráir að ég þjóni þér alla ævi. \v 8 Ég sagði: „Sjá, ég kem, rétt eins og orð þitt býður mér. \v 9 Það að gera vilja þinn, Drottinn minn, þrái ég því að lögmál þitt er ritað á hjarta mitt!“ \p \v 10 Ég hef vitnað um það fyrir öllum, aftur og aftur, að þú fyrirgefur syndir. Það veistu Drottinn. \v 11 Ég hef ekki þagað yfir réttlæti þínu heldur boðað það öllum. Allur söfnuðurinn hefur heyrt mig tala um elsku þína og trúfesti. \p \v 12 Þess vegna, Drottinn minn, taktu ekki miskunn þína frá mér! Ég á allt mitt undir kærleika þínum og náð. \v 13 Sért þú ekki með mér, er úti um mig. Vandamál mín eru mér ofvaxin, og syndir mínar – sem eru fleiri en hárin á höfði mér – hafa lamað mig. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. \p \v 14 Ó, Drottinn, ég hrópa til þín! Frelsa þú mig! Komdu fljótt og hjálpaðu mér. \v 15-16 Ruglaðu þá í ríminu; sem sækjast eftir lífi mínu. Sendu þá burt með skömm! \p \v 17 Allir þeir sem elska Drottin og leita hans, skulu gleðjast yfir hjálpræði hans. Þeir segi án afláts: „Mikill er Drottinn!“ \p \v 18 Ég er aumur og fátækur, en þó ber Drottinn umhyggju fyrir mér. Þú, Guð minn, ert hjálp mín, og frelsari; Ó, komdu og bjargaðu mér! Láttu það ekki dragast!. \c 41 \p \v 1-2 Guð blessar þann sem hjálpar bágstöddum. Á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. \v 3 Drottinn verndar hann og heldur í honum lífinu. Hann lætur hann njóta sæmdar og frelsar hann frá óvinum hans. \v 4 Drottinn annast hann á sóttarsæng, veitir honum hvíld og hressing. \p \v 5 Ég bað: „Drottinn, miskunnaðu mér. Læknaðu sál mína því að ég hef syndgað gegn þér.“ \p \v 6 Óvinir mínir biðja mér bölbæna og segja: „Bara að hann deyi sem fyrst svo að allir gleymi honum!“ \v 7 Sumir sem heimsækja mig í veikindunum eru að þykjast. Innst inni hata þeir mig og líkar vel að ég er sjúkur. Þegar út er komið baktala þeir mig. \v 8 Hatursmenn mínir hæða mig og spotta. Þeir skrafa og pískra hvað gera skuli þegar ég er allur \v 9 „Þetta er banvænt, hvað sem það er,“ segja þeir, „honum mun aldrei batna.“ \p \v 10 Og besti vinur minn, hann snerist líka gegn mér, maðurinn sem ég treysti svo vel, hann sem át við borð mitt. \v 11 En, Drottinn, yfirgef mig ekki! Miskunnaðu mér og læknaðu mig svo að ég geti endurgoldið þeim! \v 12 Ég veit að þú elskar mig og að þú munt ekki láta óvini mína hlakka yfir mér. \v 13 Vegna sakleysis míns hefur þú varðveitt mig og lætur mig lifa með þér að eilífu. \p \v 14 Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Amen. Amen. \c 42 \p \v 1-2 Eins og hindin þráir vatnslindir, þrái ég þig, ó Guð. \v 3 Mig þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði. Hvenær fæ ég að koma og standa frammi fyrir honum? \v 4 Daga og nætur leita ég hans grátandi, en óvinir mínir spotta mig og segja: „Hvar skyldi Guð þinn vera?!“ \p \v 5-6 Hresstu þig nú, sál mín! Minnstu þess er þú á hátíðum leiddir skrúðgönguna til musterisins, og söngst lofsöng um Drottin? Það var ógleymanlegt! Til hvers þá að vera hnugginn? Hvers vegna að súta og syrgja? Treystu Drottni! Já, svo sannarlega vil ég lofa hann á ný. Aftur vil ég þakka honum hjálp hans. \v 7 Ég er dapur og stúrinn, en samt vil ég hugsa um þig hér við fjöllin Misar og Hermon þar sem Jórdan streymir fram. \v 8 Bylgjur þínar hafa brotnað á mér og fossar þínir baðað mig í sorg. \p \v 9 En þó streymir náð Drottins til mín dag eftir dag og um nætur lofa ég hann og bið til Guðs sem gaf mér lífið. \p \v 10 Ég bið og segi: „Ó, þú Guð, klettur minn.“ „Hvers vegna hefur þú yfirgefið mig? Hvers vegna verð ég að þola árásir óvina minna?“ \v 11 Mig svíður undan ögrunum þeirra og aftur og aftur gera þeir gys að mér. „Hvar er þessi Guð þinn?!“ segja þeir. \v 12 En sál mín, misstu ekki móðinn. Láttu þér ekki gremjast það. Vonaðu á Guð. Já ég veit að hann mun hjálpa mér og þá mun ég lofa hann fyrir allt það sem hann gerir. Hann er björgun mín! Hann er minn Guð! \c 43 \p \v 1 Ó, Guð, láttu mig ná rétti mínum gegn svikulum og vondum mönnum sem ásaka mig. \v 2 Þú einn ert Guð, skjól mitt og vígi. Hvers vegna hefur þú vísað mér frá? Hví verð ég að ganga um harmandi, kúgaður af óvinum? \v 3 Sendu ljós þitt og sannleika til að vísa mér veginn að musteri þínu á Síon, fjallinu þínu helga. \v 4 Þar vil ég ganga að altari Guðs, uppsprettu gleðinnar, og lofa hann með hörpuleik. Ó, Guð, – minn Guð! \p \v 5 Sál mín hvers vegna ertu döpur og kjarklaus? Treystu Guði! Víst mun ég fá að lofa hann á ný, því hann mun hjálpa mér og aftur mun auglit mitt gleðjast! \c 44 \p \v 1-2 Guð, við höfum heyrt um máttarverk þín á dögum forfeðra okkar. Þeir hafa sagt: \v 3 Hann rak heiðnu þjóðirnar úr landinu og gaf okkur það, lét Ísrael setjast hér að. \v 4 Ekki sigruðu þeir af eigin krafti, heldur vegna máttar þíns og velþóknunar þinnar á þeim. \p \v 5 Þú ert konungur minn og Guð. Láttu þjóð þína vinna sigur! \v 6 Aðeins í þínum krafti og nafni sigrum við óvininn. \v 7 Vopnin duga skammt, þau tryggja ekki sigur. \v 8 Aðeins með þinni hjálp getum við sigrað. \p \v 9 Guð, aftur og aftur hrósa ég mér af þér. Hvernig get ég þakkað þér sem skyldi! \v 10 En þó hefur þú, Drottinn, nú um stund yfirgefið okkur og ekki stutt í orustum. \v 11 Já, þú hefur barist gegn okkur og við höfum flúið. Óvinir okkar gerðu árás. Þeir rændu og rupluðu. \v 12 Þú hefur farið með okkur eins og sláturfé, tvístrað okkur meðal þjóðanna. \v 13 Þú selur þjóð þína fyrir lítið, metur hana einskis virði. \v 14 Nágrannarnir hæða okkur og spotta vegna alls sem þú lætur á okkur dynja. \v 15 Þín vegna er „Gyðingur!“ háðsyrði og hneyksli meðal þjóðanna, öllum til ama. \v 16-17 Ég verð fyrir stöðugum skömmum, mér er formælt og ég fyrirlitinn af hefnigjörnum óvinum. \p \v 18 Og þetta hefur gerst, Drottinn, þrátt fyrir tryggð okkar við þig. Sáttmála þinn höfum við ekki rofið. \v 19 Ekki höfum við snúið okkur gegn þér, ekki vikið eitt skref af vegi þínum! \v 20 Væri svo, gætum við skilið refsingu þína, landauðn og niðdimmu dauðans. \v 21 Ef við hefðum hætt að tilbiðja Guð og snúið okkur að hjáguðadýrkun, \v 22 hefði honum þá ekki verið kunnugt um það? Hann sem þekkir alla hluti og leyndarmál mannanna. \v 23 En það höfum við ekki gert. Við erum í dauðans hættu fyrir það eitt að þjóna þér! Við erum eins og lömb leidd til slátrunar! \p \v 24 Vakna þú! Rís þú á fætur! Hvers vegna sefur þú, Drottinn? Hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt? \v 25 Hvers vegna horfir þú í aðra átt? Af hverju er þér sama um sorg okkar og neyð? \v 26 Við erum fallnir og liggjum hér endilangir. \v 27 Rís þú upp, Drottinn, komdu og hjálpaðu okkur! Frelsaðu okkur vegna eilífrar elsku þinnar. \c 45 \p \v 1-2 Hjarta mitt svellur af fögrum orðum. Ég vil flytja konungi ljóð. Tunga mín er penni hraðritarans, hún flytur langa sögu á augabragði: \p \v 3 Þú ert fegurri en mannanna börn. Blessun streymir um varir þínar. Velþóknun Guðs er yfir þér að eilífu. \p \v 4 Þú hetja, tak herklæði þín, máttugur ertu og krýndur ljóma \v 5 Sæktu fram! Sigursæll ertu, vörður tryggðar og réttlætis. Gakk fram – máttarverk þín verði á allra vörum! \p \v 6 Örvar þínar eru hvesstar, óvinir falla að fótum þér. \v 7 Hásæti þitt, ó Guð, stendur um eilífð. Réttlætið er sproti þinn. \v 8 Þú elskar hið góða hefur andstyggð á illsku. Því hefur Guð, þinn Guð, sveipað þig gleði sem engan annan. \p \v 9 Skikkja þín ilmar af myrru, alóe og kassíu. Hallir þínar eru skreyttar fílabeini og fyllast af ljúfum tónum. \v 10 Konungadætur eru í hópi vinkvenna þinna. Drottningin stendur þér við hlið, fagurlega klædd og skreytt skíra gulli frá Ófír! \v 11-12 „Dóttir mín, hlustaðu. Ég vil gefa þér ráð: Gleymdu heimþránni, vertu ekki döpur. Konungurinn elskar þig og gleðst yfir fegurð þinni. Sýndu honum lotningu því hann er herra þinn. \v 13 Íbúar Týrus, baða þig í gjöfum og auðmenn þjóðarinnar leita hylli þinnar.“ \p \v 14 Brúðurin – konungsdóttir – bíður í skrauthýsi sínu, íklædd fegursta djásni, kjól skreyttum gulli og perlum. \v 15 Fögur er hún! Meyjarnar leiða hana á fund konungs. \v 16 Þær fara í skrúðgöngu gegnum hliðið. Þarna er höllin! \v 17 „Synir þínir verða allir konungar og feta í fótspor föður síns. Þeir munu sitja á hásætum víðs vegar um heim!“ \p \v 18 „Ég mun gera nafn þitt kunnugt meðal allra kynslóða og þjóðir jarðarinnar munu hylla þig að eilífu.“ \c 46 \p \v 1-2 Guð er mér hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. \v 3 Þess vegna óttumst við ekki, þótt heimurinn farist og fjöllin steypist í hafið. \v 4 Hafið æði og freyði, fjöllin nötri og skjálfi! \p \v 5 Lækir gleðinnar streyma frá borg Guðs – frá heilögum bústað Guðs hins hæsta. \v 6 Hér býr Guð, hún mun ekki haggast. Þegar þörf er á, kemur Guð henni til hjálpar. \v 7 Þjóðir risu upp og létu ófriðlega en þegar Guð talaði varð heimurinn að þagna og jörðin nötraði. \p \v 8 Drottinn, hann sem ræður hersveitum himinsins, er hér! Hann er á meðal okkar! Hann, Guð Jakobs, er kominn til að hjálpa. \p \v 9 Komið og sjáið máttarverk hans á jörðinni. \v 10 Hann stöðvar styrjaldir um víða veröld, brýtur vopnin og kastar á eld. \p \v 11 „Þögn! Standið kyrr! Vitið að ég er Guð! Allar þjóðir heims syni mér lotningu.“ \p \v 12 Drottinn hersveita himinsins er hér, hann er á meðal okkar! Hann, Guð Jakobs, er hér til að frelsa! \c 47 \p \v 1-2 Komið allar þjóðir! Klappið saman höndum af gleði! Hrópið af fögnuði fyrir Guði! \v 3 Drottinn er æðri öllum guðum. Hann er ógurlegur. Honum verður ekki með orðum lýst. Hann er konungur til endimarka jarðarinnar. \v 4 Hann hefur beygt þjóðir undir sig \v 5 og valið úr yndislegt land og gefið okkur, þjóð sinni, Ísrael. \p \v 6 Guð er stiginn upp með miklu hrópi og hvellum lúðurhljómi. \p \v 7-8 Lofsyngið Guði, konungi okkar. Já, syngið lofgjörðarsöng fyrir konunginn, konung allrar jarðarinnar. Lofsyngið Guði! \v 9 Hann ríkir yfir þjóðunum. Hann situr á hásæti sínu. Leiðtogar heimsins koma og taka undir lofgjörðina með lýð Guðs Abrahams. Skjaldarmerki þjóðanna eru sigurtákn hans. Hann er mjög upphafinn. Hann er konungur alls heimsins. \c 48 \p \v 1-2 Mikill er Drottinn! Vegsömum hann, já lofum hann! Hann býr á sínu helga fjalli í Jerúsalem. \v 3 Fallegt er Síonfjall í norðri. Fjallið sem þjóðin elskar, þar sem konungurinn mikli býr. \p \v 4 Drottinn sjálfur er verndari Jerúsalem. \v 5 Konungar jarðarinnar sátu þar ráðstefnu. Þeir skoðuðu borgina. \v 6 Þeir urðu agndofa, hræddir og flýðu. \v 7 Hátign Jerúsalem skelfdi þá. Þeir urðu magnþrota eins og kona sem fæðir barn! \v 8 Því að með austanvindinum einum tortímir þú heilum her! \v 9 Dýrð þín, Jerúsalem, er á allra vörum. Þú ert borgin þar sem Guð býr, hann sem ríkir yfir hersveitum himinsins. Við höfum séð hana eigin augum! Guð hefur reist Jerúsalem. Hún mun standa að eilífu. \p \v 10 Drottinn, í musterinu hugleiðum við kærleika þinn. \v 11 Nafn þitt er þekkt um alla jörðina. Þú ert lofaður um víða veröld vegna hjálpræðis þíns. Vegsemd þín breiðist um allan heim því alls staðar framkvæmir þú réttlætisverk. \v 12 Gleð þig, Jerúsalem! Gleð þig Júdaættkvísl! Því að Guð mun vissulega láta þig ná rétti þínum. \v 13 Komið og skoðið borgina! Gangið um og teljið turnana! \v 14-15 Lítið á múrinn og sjáið hallirnar og segið komandi kynslóð frá því að slíkur sé Drottinn! Hann mun leiða okkur um aldur og ævi. \c 49 \p \v 1-3 Hlustið nú háir og lágir, ríkir og fátækir. Allir heimsbúar hlýðið á. \v 4 Ég tala til ykkar vísdómsorð. \v 5 Með undirleik hörpu kveð ég um hyggindi, veiti svör við spurningum lífsins: \v 6 Láttu ekki ógæfuna hræða þig, né óvini sem umkringja þig með illsku! \v 7 Auðæfum sínum treysta þeir og stæra sig af miklu ríkidæmi \v 8 en þó gæti enginn þeirra greitt Guði lausnargjald fyrir bróður sinn, keypt hann lausan. \v 9-10 Sál mannsins er dýrmætari en svo að hún verði keypt fyrir fé. Auður alls heimsins hrekkur ekki til að kaupa einum manni líf og forða honum frá gröfinni. \p \v 11 Þið auðmenn og vitringar og aðrir sem hreykið ykkur hátt, þið munuð farast eins og aðrir menn. Þið hafið enga kröfu til lífsins fremur en fífl og fáráðlingar. Þið verðið að eftirláta öðrum auð ykkar. \v 12 Hús og eignir bera nöfn ykkar rétt eins og þið ætlið að búa þar að eilífu! \v 13 Nei, maðurinn verður að deyja. Hann er eins og skepnurnar, þrátt fyrir frægð sína og frama. \v 14 Slík verða afdrif hinna hrokafullu en samt mun þeirra getið með virðingu þegar þeir eru dauðir. \p \v 15 En þeir fá ekki umflúið dauðann. Þegar upp er staðið verða hinir vondu að þjóna hinum góðu. Vald auðsins er þeim gagnslaust í dauðanum og ekki taka þeir auðæfi sín með sér. \p \v 16 En hvað um mig? Guð mun leysa sál mína frá dauða og frelsa mig úr helju. \p \v 17 Vertu ekki gramur þótt einhver verði ríkur og reisi sér glæsihöll. \v 18 Ekkert af því mun hann taka með sér í gröfina, ekki einu sinni frægð sína! \v 19 Í lifanda lífi telur hann sig heppinn og heimurinn klappar honum lof í lófa, \v 20 en þó deyr hann eins og aðrir og hverfur inn í myrkrið. \v 21 Sá sem elskar eigin lofstír deyr eins og skepnan, þrátt fyrir frægð sína og frama. \c 50 \p \v 1 Drottinn er alvaldur Guð. Hann kallar þjóð sína saman úr austri og vestri. \v 2 Dýrð Guðs ljómar frá musteri hans á Síonfjalli. \v 3 Hann birtist í þrumugný, umlukinn eyðandi eldi og stormviðri. \v 4 Hann er kominn til að dæma lýð sinn. Hróp hans heyrist á himni og jörðu: \v 5 „Safnið saman þjóð minni sem með fórnunum á altari mínu hefur gert sáttmála við mig.“ \v 6 Guð mun dæma réttláta dóma. Himinninn vitnar um réttlæti hans. \p \v 7 Hlusta þú, þjóð mín! Ég er þinn Guð! Taktu eftir úrskurði mínum: \v 8 Fórnir þínar tek ég gildar. Þar hefur þú sýnt trúfesti. \v 9 En ég girnist þó ekki uxa þína og geitur, \v 10-11 því að öll dýr jarðarinnar tilheyra mér! Hjarðirnar á fjöllunum og fuglar loftsins – allt er það mitt. \v 12 Væri ég hungraður, segði ég þér ekki frá því – allt á jörðu er mitt, ekkert er undan skilið. \v 13 Nei, ég þrái ekki kjötfórnir þínar og blóðfórnir, \v 14-15 heldur þakklæti og orðheldni. Ákallaðu mig á degi neyðarinnar og þá mun ég frelsa þig. Og þú skalt vegsama mig. Já, þetta skaltu gera. \v 16 En við hina óguðlegu segir Drottinn: „Hættið að þylja upp lögmál mitt og heimta af mér, \v 17 þið sem hafnið aga og lítilsvirðið boðorð mín. \v 18 Þið aðstoðið þjófinn og samneytið hórkörlum. \v 19 Þið bölvið og ljúgið \v 20 og baktalið bróður ykkar. \v 21 Þannig ferst ykkur og svo á ég að þegja?! Er ég þá eins og þið? Nei, ég mun hegna ykkur svo ekki verður um villst. \v 22 En þið sem gleymduð Guði, fáið eitt tækifæri enn, síðan læt ég eyðinguna koma og þá er allt um seinan. \p \v 23 Sá sem færir þakkargjörð að fórn, heiðrar mig. Og þeir sem breyta eftir orðum mínum fá að sjá hjálpræði mitt.“ \c 51 \d \v 1 Þennan sálm orti Davíð \v 2 eftir að Natan spámaður hafði birt honum dóm Guðs vegna hórdóms hans með Batsebu og morðsins á Úría eiginmanni hennar. \p \v 3 Þú góði og miskunnsami Guð, ó, fyrirgefðu mér! Vertu mér náðugur! Taktu burt synd mína og skömm! \v 4 Þvoðu mig hreinan af syndasekt minni. Hreinsaðu hjarta mitt \v 5 því að ég játa synd mína – daga og nætur minnir hún á sig! \v 6 Gegn þér, já þér einum, hef ég brotið. Drýgt hræðilega synd. Þú varst vitni að öllu þessu og dómur þinn er réttlátur. \v 7 Syndugur var ég þegar móðir mín fæddi mig, sekur þegar ég varð til. \v 8 Þú vilt að menn séu hreinskilnir við sjálfa sig, einlægir og segi satt. Gefðu mér náð til að gera það! \p \v 9 Þvoðu mig að ég verði hreinn, hreinsaðu mig svo ég verði hvítari en snjór. \v 10 Og þegar þú hefur refsað mér, þá gefðu mér gleði mína á ný. \v 11 Einblíndu ekki á syndir mínar, heldur afmáðu þær allar. \v 12 Skapaðu í mér nýtt og hreint hjarta, ó Guð! Gefðu mér þinn heilaga anda svo að ég hugsi rétt og þrái það sem gott er. \v 13 Varpaðu mér ekki burt frá þér og taktu ekki þinn heilaga anda frá mér. \v 14 Fylltu mig aftur gleði þíns hjálpræðis og löngun til að hlýða þér! \v 15 Þá get ég leitt aðra syndara inn á veg þinn svo að þeir – sekir eins og ég – játi syndir sínar og snúi sér til þín. \v 16-17 Frelsaðu mig frá dauðans háska, ó Guð minn. Þú einn getur frelsað mig! Leyf mér að syngja um miskunn þína, Drottinn. Opnaðu varir mínar svo að ég megi vegsama þig! \v 18 Þú hefur ekki þóknun á dýrafórnum, annars myndi ég láta þær í té. Og brennifórnir eru ekki í uppáhaldi hjá þér. \v 19 Þetta vilt þú: Auðmjúkan anda og iðrandi samvisku. Þann sem iðrast af öllu hjarta, munt þú ó Guð, ekki fyrirlíta. \p \v 20 Drottinn, lát Ísrael ekki gjalda syndar minnar. Hjálpaðu þjóð þinni og vernda Jerúsalem. \p \v 21 Þegar hjarta mitt er rétt gagnvart þér, þá gleðst þú yfir verkum mínum og því sem ég fórna á altari þínu. \c 52 \d \v 1 Þennan sálm orti Davíð \v 2 til að andmæla óvini sínum Dóeg sem síðar tók af lífi áttatíu og fimm presta og fjölskyldur þeirra (sjá: 1. Sam. 22.). \p \v 3 Kallar þú þig hetju?! Þú sem hreykir þér af ódæði gegn þjóð Guðs og herðir þig gegn miskunn hans. \v 4 Þú ert eins og skeinuhættur hnífur, þú svikahrappur! \v 5 Þú elskar illt meir en gott, lygi umfram sannleika. \v 6 Rógburð elskar þú og annað skaðræðistal! \p \v 7 En Guð mun koma þér á kné, draga þig út úr húsi þínu og uppræta af landi lifenda. \v 8 Hinir réttlátu munu sjá það og óttast Guð, síðan hlægja og segja: \v 9 „Svo fer fyrir þeim sem fyrirlíta Guð og treysta á mátt sinn og megin, þeim sem þrjóskast í illsku sinni.“ \p \v 10 Ég er sem grænt olífutré í garði Guðs. Ég treysti á miskunn hans meðan ég lifi. \v 11 Drottinn, ég vil vegsama þig að eilífu og þakka það sem þú hefur gert. Ég segi hinum trúuðu: Góður er Guð! \c 53 \p \v 1-2 En sú heimska að segja: „Guð er ekki til.“ Hvers vegna segja menn slíkt? Vegna þess að hjörtu þeirra eru spillt og verk þeirra vond. \p \v 3 Guð lítur niður af himni. Hann rennir augum yfir mannanna börn. Skyldi nokkur vera hygginn og leita vilja Guðs? \v 4 Nei, allir hafa þeir snúið í hann baki. Þeir eru spilltir. Enginn þeirra gerir vilja Guðs, ekki einn einasti! \v 5 Þeir munu fá sinn dóm, illgjörðamennirnir sem ofsækja lýð Guðs. \v 6 Þeir munu þjást af ótta, jafnvel þegar engin hætta er! Guð mun á sínum tíma tvístra þeim. Hann hefur fellt sinn dóm og hafnað þeim. \p \v 7 Ó, að Guð kæmi frá Síon og frelsaði Ísrael! Þá munum við taka gleði okkar á ný. \c 54 \d \v 1 Sálmur eftir Davíð, \v 2 ortur þegar menn frá Síf reyndu að svíkja hann í hendur Sál konungs. \p \v 3 Komdu í mætti þínum, ó Guð, og bjargaðu mér! Verndaðu mig með krafti þínum! \v 4 Bænheyrðu mig, \v 5 því að ofbeldismenn hafa risið gegn mér – heiðingjar sem ekki trúa á þig, sækjast eftir lífi mínu. \p \v 6 En Guð er minn hjálpari. Hann er vinur minn! \v 7 Fyrir hans tilverknað mun illska þeirra koma þeim sjálfum í koll. Efndu loforð þitt, Guð, og þurrkaðu út þessa illvirkja. \p \v 8 Glaður kem ég fram fyrir þig með fórn mína. Ég lofa nafn þitt, Drottinn, því það er gott. \p \v 9 Guð hefur frelsað mig frá dauða og yfirbugað óvini mína. \c 55 \p \v 1-2 Heyr bæn mína, ó Guð! Snú þér ekki frá þegar ég ákalla þig. \v 3 Hlustaðu á ákall mitt. Ég andvarpa og græt í sorg minni. \p \v 4 Óvinir mínir æpa á mig, hóta að drepa mig. Þeir umkringja mig og brugga mér banaráð, öskra á mig í hamslausri reiði. \v 5-6 Ég er lamaður af ótta, fullur örvæntingar. Hvílík skelfing! \v 7 Ó, að ég hefði vængi eins og fuglinn! Þá mundi ég fljúga burt og leita skjóls. \v 8 Ég mundi svífa langt og leita skjóls í eyðimörkinni, \v 9 flýja á öruggan stað, laus úr allri hættu. \p \v 10 Ó, Drottinn, ruglaðu þá í ríminu! Sérðu ekki kúgunina sem viðgengst? \v 11 Þeir vakta borgina daga og nætur, ganga múrana og skima eftir óvinum. En neyðin er innandyra, því að ofbeldi og svik eru í borginni, \v 12 morð og gripdeildir. \p \v 13 Ekki var það óvinur minn sem ofsótti mig – það gæti ég þolað. Þá hefði ég falið mig um stund. \v 14 En það varst þú, vinur minn og félagi. \v 15 Við sem vorum alúðarvinir og gengum saman í Guðs hús. \p \v 16 Dauðinn taki þá og dragi þá til heljar, því að illska er í húsum þeirra, synd í hjörtum þeirra. \p \v 17 En ég hrópa til Guðs, og hann mun frelsa mig! \v 18 Kvölds og morgna og um miðjan dag sárbæni ég Guð. Ég veit að hann heyrir til mín og mun svara mér. \v 19 Þótt óvinir mínir séu margir, mun hann samt frelsa mig og gefa mér frið. \v 20 Sjálfur Guð – sem er frá eilífð – mun svara mér, en óvinir mínir, breytast ekki og óttast ekki Guð. \p \v 21 En vinur minn, sveik mig og ofsótti – rauf heit sitt. \v 22 Orðin á tungu hans voru ljúf og blíð en hjartað fullt af hatri. \p \v 23 Varpaðu áhyggjum þínum á Drottin, hann ber umhyggju fyrir þér. Hann mun aldrei láta trúaðan mann verða valtan á fótum. \v 24 Guð mun varpa óvinum mínum til heljar, til dánarheima. Morðingjar og svikarar munu ekki ná háum aldri. En ég treysti þér, að þú leyfir mér að lifa. \c 56 \p \v 1-2 Drottinn, miskunna þú mér, því að liðlangan daginn sækja óvinir mínir að. \v 3 Fjandmennirnir ryðjast fram, fjölmennt lið, þeir ætla að drepa mig. \p \v 4 Þegar ég er hræddur, set ég traust mitt á þig. \v 5 Ég treysti loforðum Guðs og veit því að þessir óvinir munu ekki ná mér, þeir eru aðeins dauðlegir menn! \v 6 Þeir vinna gegn mér með öllum ráðum og hugsa um það eitt að fella mig. \v 7 Þeir áreita mig, sitja um mig. Þeir liggja í leyni eins og stigamenn, hlusta eftir fótataki mínu og leggja ör á streng. \v 8 Þeir halda sig sleppa við refsingu, og komast undan, en Drottinn, láttu þá fá makleg málagjöld, annað er ekki réttlátt. \p \v 9 Þú þekkir alla hrakninga mína og tár, já, þekkir þau með tölu! \p \v 10 Þegar ég hrópa til þín um hjálp, breytist bardaginn. Óvinir mínir flýja! Þá veit ég að Guð er með mér! Hann liðsinnir mér! \v 11 Með hjálp Guðs mun ég lofa orð hans, já vissulega mun ég lofa orð hans. \v 12 Ég treysti Guði. Loforð hans eru dásamleg! Ég óttast ekki svikráð mannanna – hvað geta þeir gert mér?! \v 13 Drottinn, ég vil standa við orð mín og þakka þér hjálpina! \v 14 Þú hefur frelsað mig frá dauða og forðað frá hrösun og þess vegna fæ ég að njóta ljóss og lífs með þér. \c 57 \p \v 1-2 Þennan sálm orti Davíð þegar hann flýði inn í hellinn undan Sál. (Sjá \xt 1. Sam. 22:1‑2 og 24:1‑9\xt*). \p Ó Guð, vertu mér náðugur, því að ég treysti þér. Ég vil leita skjóls undir vængjum þínum uns storminn hefur lægt. \v 3 Ég hrópa til Guðs hins hæsta, hans sem leysir öll mín mál. \v 4 Hann sendir mér hjálp frá himnum og frelsar mig vegna elsku sinnar og trúfesti. Hann mun bjarga mér frá lygurum sem sitja um líf mitt. \v 5 Ég er umkringdur ofstopamönnum – glefsandi úlfum. Tennur þeirra eru hvassari en örvar og spjót og tungurnar beittari en sverð! \v 6 Drottinn, lofað sé nafn þitt á himnum! Láttu dýrð þína líka birtast á jörðu! \v 7 Óvinir mínir hafa lagt gildru fyrir mig. Þeir hafa grafið mér gryfju. Ég er mæddur og kvíðinn. En! Eitt veit ég: Þeir munu sjálfir falla í hana! \p \v 8 Guð minn, nú er hjarta mitt rótt og ég treysti þér. Ég vil lofa þig! \v 9 Rís þú nú upp, sál mín! \v 10 Vakna þú harpa og gígja! Bjóddu morgunroðann velkominn með söng! Allir landsbúar heyra þakkargjörð mína. \v 11 Ég vil syngja þér lof meðal þjóðanna. \v 12 Miskunn þín er há eins og himinninn og trúfesti þín nær til skýjanna. \v 13 Þú ert hærri en hæstu himnar, ó, Guð. Láttu dýrð þína breiðast yfir gjörvalla jörðina. \c 58 \p \v 1-2 Þið konungar og leiðtogar þjóðanna, talið þið sannleika? Er réttlæti í dómum ykkar og úrskurðum? \v 3 Nei, svo er ekki. Þið eruð allir svikarar sem seljið „réttlæti“ fyrir mútur. \v 4 Slíkir menn hafa allt frá fæðingu vikið af réttum vegi. Þeir hafa talað lygi frá því þeir fengu málið. \v 5-6 Eiturnöðrur eru þeir, slöngur sem daufheyrast við skipunum særingamannsins. \p \v 7 Drottinn, slíttu úr þeim eiturbroddinn! Dragðu vígtennurnar úr þessum vörgum, ó Guð. \v 8 Láttu þá hverfa eins og jörðin hafi gleypt þá. Sláðu vopnin úr höndum þeirra. \v 9 Láttu þá þorna upp eins og snigla og ekki sjá sólina frekar en þeir sem andvana eru fæddir. \v 10 Guð mun svipta þeim burt, eyða þeim skjótar en pottur hitnar yfir eldi. \p \v 11 Þá munu hinir guðhræddu fagna, þegar réttlætið sigrar og þeir fá að ganga um blóðidrifin stræti fallinna óvina. \v 12 Þá munu menn sjá að réttlætið sigrar og að Guð dæmir jörðina með réttvísi. \c 59 \d \v 1 Þennan sálm orti Davíð þegar Sál konungur sendi menn heim til hans til að handsama hann og drepa (sjá: 1. Sam. 19:11). \p \v 2 Ó, Guð minn, frelsaðu mig frá óvinum mínum! Verndaðu mig gegn þeim sem vilja drepa mig! \v 3 Forðaðu mér frá þessum glæpalýð, þessum morðingjum. \v 4 Þeir sitja um líf mitt. Sterkir menn bíða útifyrir. Drottinn, þeir eru ekki hér af því að ég hafi gert þeim rangt. \v 5 Samt vilja þeir drepa mig! Drottinn, vaknaðu! Sjáðu hvað er að gerast! Hjálpaðu mér! \v 6 Þú Drottinn, Guð hinna himnesku hersveita, Guð Ísraels, rís þú upp og refsa heiðnu þjóðunum sem umhverfis okkur búa. Miskunna ekki illgjörðamönnum. \v 7 Að kvöldi koma þeir og njósna. Þeir snuðra eins og hundar og ráfa um borgina. \v 8 Ég heyri háðsglósur þeirra og hvernig þeir formæla Guði. „Enginn heyrir til okkar,“ segja þeir. \v 9 En þú Drottinn, hlærð að þeim, gerir einnig gys að heiðingjunum sem umhverfis okkur búa. \p \v 10 Guð, þú ert styrkur minn! Ég vil syngja þér lof, því að þú ert skjól mitt og hlíf. \p \v 11 Guð mætir mér með náð sinni. Hann lætur mig sjá þegar óvinir mínir verða auðmýktir. \v 12 Ekki lífláta þá, þeirri ráðningu gleymir þjóð mín fljótt. Steyptu þeim heldur af stóli. Varpa þeim til jarðar, Drottinn, þú skjöldur minn. \v 13 Þeir eru hrokafullir. Þeir formæla og ljúga. \v 14 Sviptu þeim burt með reiði þinni svo að þeir verði ekki framar til. Láttu þá kenna á því og sjá að þú, Drottinn, ert við völd í Ísrael og um allan heim. \p \v 15 Á hverju kvöldi koma þeir aftur, ýlfra eins og hundar og ráfa um borgina, urra og leita að æti. \p \v 16 En ég? – Á hverjum morgni vil ég syngja um miskunn þína og mátt, því að á degi neyðarinnar varstu mér vígi. \v 17 Þú styrkur minn, um þig vil ég syngja ljóðin mín. Þú háborg mín! Þú minn miskunnsami Guð! \c 60 \d \v 1 Þennan sálm orti Davíð \v 2 þegar hann átti í ófriði við Sýrlendinga og óvíst var um úrslit. Þetta gerðist á sama tíma og Jóab, hershöfðingi Ísraels, vann sigur á 12.000 Edomítum í Saltdalnum. \p \v 3 Þú Guð, hefur útskúfað okkur og brotið niður varnirnar. Þú hefur reiðst okkur og tvístrað. Drottinn sýndu aftur miskunn þína. \v 4 Þú lést landið skjálfa, sprungur opnuðust. Drottinn læknaðu það og græddu sárin. \v 5 Þú lést lýð þinn kenna á hörðu, við reikuðum eins og drukknir menn. \p \v 6 En nú hefur þú reist okkur herfána! Þangað stefnum við allir sem elskum þig. \v 7 Réttu út þína sterku hönd og frelsaðu okkur! Bjargaðu ástvinum þínum. \v 8-9 Guð hefur heitið hjálp. Hann hefur svarið það við heilagleika sinn! Er að undra þótt ég sé glaður?! „Síkem, Súkkót, Gíleað, Manasse – allt er þetta mitt,“ segir hann. „Júda gefur konung og Efraím varðmenn. \v 10 Móab er þjónn minn og Edóm þræll. Og yfir Filisteu æpi ég siguróp!“ \p \v 11 Hver fer með til Edóms, inn í víggirtar borgir hans? \v 12 Guð! Hann sem áður útskúfaði og yfirgaf hersveitir okkar! \p \v 13 Drottinn, styð okkur gegn óvinunum, því að ekki hjálpa menn. \p \v 14 Með Guðs hjálp vinnum við stórvirki, hann mun fótum troða óvinina. \c 61 \p \v 1-2 Ó, Guð, heyrðu hróp mitt! Hlustaðu á bæn mína. \v 3 Því að hvar sem ég fer, jafnvel um endimörk jarðar, þá hrópa ég eftir hjálp þinni. Þegar hjarta mitt örmagnast og ég get ekki meir, þá lyftu mér á klett, hjálpræðisbjargið þitt góða, mitt örugga skjól. \v 4 Þú ert skjól mitt, háreist borg, ókleif óvinum. \p \v 5 Í helgidómi þínum mun ég búa að eilífu, öruggur í skjóli vængja þinna, \v 6 Því að þú, ó Guð, hefur heyrt heit mín og uppfyllt óskir þeirra sem óttast þig og heiðra nafn þitt. \p \v 7 Þú munt lengja lífdaga mína og láta ævi konungsins vara frá kyni til kyns. \v 8 Ég mun lifa frammi fyrir Drottni að eilífu! Lát elsku þína og trúfesti gæta mín, þá mun ég lofa nafn þitt um aldur og ævi og efna heit mín dag eftir dag. \c 62 \p \v 1-2 Ég bíð rólegur og þögull eftir hjálp Drottins. \v 3 Hann einn er bjarg mitt og lausnari, vörn mín og vígi. Ég hef ekkert að óttast. \p \v 4-5 En hvað um þessa menn sem ásaka mig þegar veldi mitt stendur höllum fæti, vilja mig feigan og ljúga og pretta til að steypa mér af stóli. Þeir tala fagurgala, satt er það, en hata mig í hjörtum sínum! \v 6 En ég stend þögull frammi fyrir fyrir Drottni og vænti hjálpar hans. Hann einn getur hjálpað. \v 7 Já, hann einn er bjarg mitt, og lausnari, vörn mín og vígi. Ég hef ekkert að óttast. \p \v 8 Öryggi mitt og farsæld er í hendi Drottins. Hann einn er skjól mitt og klettur – þangað kemst óvinurinn ekki! \p \v 9 Þú þjóð mín, treystu Drottni. Segið honum óskir ykkar, hann getur uppfyllt þær! \v 10 Mennirnir miklast og hrokast í hégóma sínum. Einn þykist öðrum meiri, en hann metur alla jafnt. \p \v 11-12 Safnið ekki auði með svikum og ránum og treystið ekki illa fengnu fé. Treystið Drottni! Minnist þess aftur og aftur að Drottins er styrkurinn. \v 13 Já, hjá þér Drottinn, er miskunn og þú launar sérhverjum eftir verkum hans. \c 63 \d \v 1 Þennan sálm orti Davíð þegar hann leitaði skjóls í Júdeueyðimörkinni. \p \v 2 Ó, þú Guð minn, ég leita þín! Mig þyrstir eftir þér í þessari skrælnuðu eyðimörk. Ó, hve ég þrái þig! \v 3 Þegar ég gekk um í helgidómi þínum þá leitaði ég þín, þráði að sjá veldi þitt og dýrð. \p \v 4 Miskunn þín er betri en lífið sjálft! Með vörum mínum lofa ég þig. \v 5 Ég vil lofa þig svo lengi sem ég lifi, lyfta höndum mínum í bæn til þín. \v 6 Þá mun sál mín mettast og verða glöð, og munnur minn lofa þig með fögnuði. \p \v 7 Ég ligg andvaka um nætur og hugsa um þig, rifja upp öll þau skipti sem þú hefur hjálpað. \v 8 Þá fyllist ég gleði, finn mig öruggan hjá þér. \v 9 Ég vil halda mér fast við þig, og styðjast við þína sterku hönd. \v 10 Þeir munu sjálfir deyja sem brugga mér banaráð, og hverfa niður til heljar. \v 11 Þeir munu falla fyrir sverði, verða sjakölum að bráð. \p \v 12 Ég vil gleðjast í Guði! Og þeir sem honum treysta skulu fagna sigri því að munni lygaranna hefur verið lokað. \c 64 \p \v 1-3 Ó, Drottinn, hlustaðu á neyðaróp mitt, því að hópur af þorpurum og bófum hafa gert samsæri gegn mér. Verndaðu mig! \v 4 Orð þeirra eru eins og rýtingur í bakið. Þeir hvæsa á mig og nísta hjarta mitt. \v 5-6 Þeir senda mér kaldar kveðjur úr launsátri, vinna verk sín í skyndi, eru hvergi smeykir. Þeir sitja á svikráðum. Hittast á laun og leggja gildrur fyrir aðra. „Þetta sér enginn,“ segja þeir. \v 7 Þeir upphugsa ill verk og segja „Nú er allt klappað og klárt!“ Hjörtu þeirra fyllast illsku og svikum. \p \v 8 En Guð mun slá þá til jarðar. Eins og hendi sé veifað hittir örin þá \v 9 Tunga þeirra verður þeim að falli. Menn hrista höfuðið yfir þeim og \v 10 ótta slær á alla. Þeir játa mikilleik Guðs og hans voldugu verk, gefa gætur að því sem hann gerir. \v 11 En hinir trúuðu munu fagna í Drottni, leita hjálpar hans og hrósa sigri með honum. \c 65 \p \v 1-2 Ó, þú Guð á Síon, við lofum þig og vegsömum og efnum heit okkar við þig. \v 3 Þú heyrir bænir og því leita allir menn til þín. \v 4 Margar freistingar urðu mér að falli, ég gerði margt rangt, en þú fyrirgafst mér allar þessar syndir. \v 5 Sá er heppinn sem þú hefur útvalið, sá sem fær að búa hjá þér í forgörðum helgidóms þíns og njóta allsnægta í musteri þínu. \v 6 Með krafti þínum sýnir þú réttlæti þitt, þú Guð, frelsari okkar. Þú ert skjól öllum mönnum, allt að endimörkum jarðar. \p \v 7 Þú reistir fjöllin í mætti þínum, \v 8 þú stöðvar brimgný hafsins og háreysti þjóðanna. \v 9 Þeir sem búa við ysta haf óttast tákn þín og austrið og vestrið kætast yfir þér! \v 10 Þú vökvar jörðina og eykur frjósemi hennar. Ár þínar og uppsprettur munu ekki þorna. Þú gerir jörðina hæfa til sáningar og gefur þjóð þinni ríkulega uppskeru. \v 11 Með steypiregni vökvar þú plógförin og mýkir jarðveginn – útsæðið spírar og vex! \v 12-13 Landið klæðist grænni kápu. Heiðarnar blómstra og hlíðarnar brosa, allt er loðið af gróðri! \v 14 Hjarðirnar liðast um hagana og dalirnir fyllast af korni. Allt fagnar og syngur! \c 66 \p \v 1 Allur heimurinn gleðjist með Guði! \v 2 Lofið nafn hans, það er undursamlegt! Segið öllum frá máttarverkum hans! \p \v 3 Guð, hversu undursamleg eru verk þín! Máttur þinn er stórkostlegur! Ekki er að furða þótt óvinir þínir smjaðri fyrir þér. \v 4 Lofaður sért þú um víða veröld! \v 5 Komið og sjáið máttarverk Guðs! Mikil eru þau undur sem fólk hans fær að sjá og reyna. \v 6 Hann opnaði þeim veg í gegnum hafið! Þar gengu þeir yfir þurrum fótum. Hvílík gleði og fögnuður ríkti þann dag! \p \v 7 Drottinn mun ríkja að eilífu vegna máttar síns. Hann virðir vandlega fyrir sér mennina. Engir uppreisnarmenn þora að láta á sér bæra. \p \v 8 Sérhver maður lofi Drottin og vegsami nafn hans. \v 9 Hann gaf okkur lífið og hann verndar frá hrösun. \v 10 Þú, ó Guð, hreinsaðir okkur í eldi eins og silfur er hreinsað. \v 11 Þú hefur fjötrað okkur og lokað inni og lagt á okkur byrðar. \v 12 Þú lést hersveitir troða okkur fótum og við urðum að fara gegnum eld og vatn, en að lokum leiddir þú okkur út og inn í yndislegt land. \p \v 13 Nú kem ég í helgidóm þinn, fórna og efni þannig heit mitt. \v 14 Manstu, þegar ég var í nauðum staddur, þá gaf ég þér heit? \v 15 Nú ber ég fram fórn mína: Hrúta, naut og kiðling. Megi reykurinn af fórnum þessum stíga upp til þín. \p \v 16 Komið og hlustið, þið sem óttist Drottin, og ég skal segja ykkur hvað hann hefur gert fyrir mig!: \v 17 Ég hrópaði til hans um hjálp, – og víst bjó lofgjörðin undir! \v 18 En fyrst játaði ég synd mína, annars hefði ég ekki fengið svar. \v 19 En hann heyrði bæn mína og hlustaði, gaf gaum að því sem ég sagði. \p \v 20 Lof sé Guði! Hann vísaði ekki bæn minni á bug né tók miskunn sína frá mér. \c 67 \p \v 1-2 Ó, veittu okkur miskunn þína og náð! Leyfðu okkur að sjá þig og kærleika þinn. \v 3 Leyfðu öllum mönnum að fá að kynnast þér og þekkja hjálpræði þitt. \v 4 Allar þjóðir skulu lofa Drottin. \v 5 Þær skulu fagna og gleðjast, því að þú færir þeim réttlæti, og leiðir þær um réttan veg. \v 6 Allur heimurinn lofi þig, ó Guð! Já, allar þjóðir í heiminum flytji þér þakkargjörð! \v 7-8 Því að uppskera jarðarinnar varð mikil og Guð, hefur blessað okkur ríkulega. Og hann blessi okkur áfram svo að allar þjóðir megi óttast hann og elska. \c 68 \p \v 1-2 Þegar Guð rís á fætur þá tvístrast óvinir hans! Þeir sem hata hann flýja sem mest þeir mega. \v 3 Blástu þeim burt eins og reyk í vindi! Bræddu þá eins og vax í eldi! Þannig munu óguðlegir tortímast fyrir Guði. \p \v 4 En hinir trúuðu skulu fagna. Þeir kætist og gleðjist \v 5 og lofsyngi Guði! Hefjið lofsöng til hans sem ekur um á skýjunum. Nafn hans er Drottinn! Gleðjist og fagnið í nærveru hans. \v 6 Hann er faðir föðurlausra og verndari ekkna, hann er heilagur. \v 7 Hann lætur hinn einmana komast heim aftur og leiðir fanga út í frelsið á ný. Þar verður sungið og fagnað! En uppreisnarmenn skulu búa við sult og seyru. \p \v 8 Guð, þegar þú leiddir þjóð þína gegnum öræfin, \v 9 þá skalf jörðin og himnarnir nötruðu. Sínaífjall hneigði sig fyrir þér af virðingu og ótta – þér Guði Ísraels. \v 10-11 Þú, Guð, sendir regnskúrir yfir land þitt, hresstir það og endurnærðir. Þar settist þjóð þín að. Þú gafst hinum hrjáðu heimili og skjól. \p \v 12-13 Drottinn lætur orð sín rætast og þegar hann talar flýja óvinirnir. Konurnar sem heima eru flytja gleðifrétt: „Óvinaherinn er flúinn, þeir sem vildu eyða öllu og umturna!“ Og konur í Ísrael skipta herfanginu. \v 14 Þær hylja sig með gulli og silfri, rétt eins og dúfan vængjum sínum! \v 15 Þegar Guð stökkti óvinunum á flótta þá snjóaði á Salmonsfjalli. \p \v 16-17 Þið voldugu Basanfjöll, þið illkleifu tindar! Hvers vegna horfið þið með öfund til Síonar – fjallsins sem Drottinn hefur kosið sér til bústaðar? \v 18 Með þúsundum vagna lagði Drottinn upp frá Sínaí og kom til síns heilaga musteris á Síon. \v 19 Hann kleif fjöllin, tók með sér fjölda bandingja og veitti viðtöku gjöfum frá mönnum, jafnvel uppreisnarmönnum. Og nú býr hann hér! \p \v 20 Lofaður sé Drottinn! Hann leiðir okkur dag eftir dag og hjálpar í öllum vanda. \v 21 Guð er hjálpræðisguð. Hann er alvaldur og bjargar frá dauða. \v 22 En óvinum sínum eyðir hann, þeim sem þrjóskast og halda áfram á glæpabraut. \v 23 Hann segir: „Komið!“ við óvini þjóðar sinnar, þá sem fela sig til fjalla eða í hafdjúpunum. \v 24 Þjóð hans vill troða þá undir, ganga í blóði þeirra og gefa hundum hræ þeirra. \p \v 25 Guð, konungur minn, gengur inn til musteris síns. \v 26 Fremst fara söngvarar, þá hljóðfæraleikarar og stúlkur sem slá taktinn. \v 27 Allur Ísrael gleðjist með Guði, uppsprettu Ísraels á þessum hátíðardegi. \v 28 Fremst fer Benjamínsætt, hún er minnst. Þá koma prinsar og öldungar Júda og síðan höfðingjar Sebúlons og Naftalí. \v 29 Sýn þú, Guð, mátt þinn og styrk, því að mikla hluti hefur þú gert. \p \v 30 Konungar jarðarinnar gefa gjafir til musteris þíns í Jerúsalem. \v 31 Ávíta þú óvini okkar, Drottinn. Færðu þá hingað, sneypta og berandi skattinn! Tvístraðu þeim sem efna til ófriðar. \v 32 Egyptar sendi gull og Bláland fórni höndum í lotningu til Guðs. \v 33 Syngið frammi fyrir Drottni, þið konungsríki jarðarinnar, syngið honum lofgjörðarsöng, \v 34 honum, Guði eilífðar, sem ekur um himininn og talar með þrumuraust svo að undir tekur. \p \v 35 Drottinn hefur máttinn! Dýrð hans ljómar yfir Ísrael og hans voldugu verk birtast á himninum. \v 36 Við krjúpum fyrir honum í lotningu og ótta í musteri hans. Ísraels Guð veitir þjóð sinni mátt og megin. Lofaður sé Guð! \c 69 \p \v 1-2 Frelsaðu mig, ó Guð, því að vatnið hækkar sífellt \v 3 og ég sekk æ dýpra í þessa botnlausu leðju. \v 4 Ég er útgrátinn og örmagna, hálsinn þurr og sár og augun þrútin. Góði Guð, bjargaðu mér! \v 5 Þeir eru margir sem hata mig að ástæðulausu, fjöldi manna sem brugga mér banaráð. Þó er ég saklaus. Þeir heimta að ég bæti það sem ég hef ekki brotið! \p \v 6 Ó, Guð, þú þekkir heimsku mína og syndir. \v 7 Drottinn Guð, þú sem ræður hersveitum himnanna, láttu mig ekki verða til hneykslunar þeim sem treysta þér. Þú Guð Ísraels, forðaðu mér frá því að valda þeim vonbrigðum, \v 8 þó svo að þín vegna sé ég hæddur og smáður. \v 9 Jafnvel bræður mínir sniðganga mig! \v 10 Guð, þú ert í huga mér öllum stundum og um musteri þitt hugsa ég. Og vegna þess að ég held uppi málstað þínum, hata þeir mig, rétt eins og þig. \v 11 Ég hef fastað og iðrast frammi fyrir þér, en þeir hæddu mig engu að síður. \p \v 12 Ég klæddist hærusekk – tákni auðmýktar og iðrunar – og þá ortu þeir um mig níðvísu! \v 13 Ég er nýjasta fréttin í bænum og jafnvel rónarnir spotta mig! \v 14 En ég held áfram að biðja til þín, Drottinn, og gefst ekki upp, því að þú hlustar! Svaraðu mér með blessun þinni og miskunnaðu mér. \p \v 15 Dragðu mig upp úr leðjunni, Drottinn, ég finn að ég er að sökkva! Forðaðu mér frá óvinum mínum, úr þessum hræðilega pytti! \v 16 Láttu ekki flóðið taka mig, hringiðuna svelgja mig! \v 17 Ó, Drottinn, svaraðu bænum mínum, vegna gæsku þinnar og náðar við mig. \v 18 Snúðu ekki við mér bakinu, því að ég er í nauðum staddur! Flýttu þér! Komdu og frelsaðu mig! \v 19 Drottinn, komdu og bjargaðu mér! Leystu mig undan ofríki óvina minna. \v 20 Þú sérð þá og þekkir háðsglósur þeirra, hvernig þeir níða mig niður. \p \v 21 Háðsyrði þeirra hafa sært mig djúpu sári og andi minn örmagnast. Ó, ef einhver hefði sýnt mér samúð og einhver viljað hugga mig! \v 22 Þeir færðu mér eitraðan mat – malurt – og edik við þorstanum. \v 23 Verði gleði þeirra að sorg og friður þeirra að skelfingu. \v 24 Myrkur komi yfir þá, blinda og ringulreið. \v 25 Reiði þín upptendrist gegn þeim og eldur þinn tortími þeim. \v 26 Leggðu hús þeirra í rúst svo að þar búi enginn framar. \v 27 Því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegið og hlæja að kvöl þess sem þú hefur gegnumstungið. \v 28 Skráðu hjá þér allar syndir þeirra, já láttu enga gleymast. \v 29 Strikaðu þá út af listanum yfir þá sem fá að lifa, leyfðu þeim ekki að njóta lífsins með réttlátum. \p \v 30 Ó, Guð, frelsaðu mig úr þessari neyð! Ég veit að þú munt bjarga mér! \v 31 Ég lofa Guð í ljóði, mikla hann með lofsöng. \v 32 Það mun gleðja hann meira en margs konar fórnir. \v 33 Hinir auðmjúku munu sjá að Drottinn hjálpar mér og þeir munu gleðjast. Já, gleðjist, þið sem leitið Guðs! \v 34 Því að Drottinn heyrir hróp hinna snauðu, og snýr ekki við þeim bakinu. \p \v 35 Himinn og jörð, lofið Drottin, og hafið og allt sem í því er! \v 36 Því að Guð mun frelsa Jerúsalem og endurreisa borgirnar í Júda og þjóð hans mun búa við öryggi. \v 37 Börnin munu erfa landið og þeir sem elska Drottin njóta þar friðar og velgengni. \c 70 \p \v 1-2 Bjargaðu mér, ó Guð! Flýttu þér Drottinn, að hjálpa mér! \v 3-4 Óvinir mínir sækjast eftir lífi mínu og njóta þess að kvelja mig. Rektu þá burt með skömm! Stöðvaðu þá! Láttu þá ekki hæða mig og spotta. \v 5 Allir þeir sem leita Guðs skulu fagna og gleðjast. Þeir sem elska hjálpræði þitt hrópi: „Lofaður sé Guð!“ \v 6 En ég er í miklum vanda ó, Guð! Flýttu þér að hjálpa mér! Þú ert sá eini sem getur bjargað. Drottinn minn, láttu það ekki dragast! \c 71 \p \v 1 Drottinn, þú ert skjól mitt! Ekki yfirgefa mig! \v 2 Frelsaðu mig frá óvinum mínum, því að þú er réttlátur. Bjargaðu mér! Snúðu eyra þínu að mér og hlustaðu á mína einlægu bæn. \v 3 Vertu mér vígi og skjól gegn öllum árásum. \v 4 Já, bjargaðu mér ó Guð, frá svikum þessara illmenna. \v 5 Drottinn, þú ert mín síðasta von. Allt frá barnsaldri treysti ég á þig. \v 6 Frá fæðingu hefur þú vakað yfir mér og verndað mig – skyldi ég ekki vegsama þig?! \v 7 Velgengni mína, sem margir undrast, á ég vernd þinni að þakka. \v 8 Ég vil lofa þig liðlangan daginn, ó Guð, því að alls góðs hef ég notið úr hendi þinni. \v 9 Nú þegar aldurinn færist yfir, þá vísa mér ekki frá. Hafnaðu mér ekki þegar þrekið minnkar. \v 10-11 Óvinir mínir hvísla: „Guð hefur yfirgefið hann! Nú er hann auðveld bráð. Hann hefur engan sér til hjálpar!“ \v 12 Guð minn, farðu ekki frá mér! Komdu fljótt og hjálpaðu mér! \v 13 Útrýmdu þeim. Láttu þá verða til skammar sem óska mér óhamingju. \v 14 En ég mun áfram treysta þér og ekki draga úr lofgjörð minni! \v 15 Oftsinnis frelsaðir þú mig úr bráðri hættu. Ég vitna og rifja upp gæsku þína og daglega umhyggju. \v 16 Drottinn, styrkur þinn heldur mér uppi. Það skulu allir vita að þú einn ert góður og réttlátur. \v 17 Guð minn, allt frá æsku hjálpaðir þú mér – um dásemdarverk þín hef ég ekki þagað. \v 18 Nú er ég orðinn gamall og hárin grá, en Drottinn yfirgefðu mig ekki! Láttu mig lifa enn um stund, svo að unga kynslóðin fái að heyra um máttarverk þín. \v 19 Kraftur þinn og kærleikur, Drottinn, nær til himna. Ó, hve það er dásamlegt! Hvar er slíkan Guð að finna sem þig?! \v 20 Þú hefur sent okkur margvíslegt mótlæti – en ég veit að þú munt frelsa á ný og leyfa okkur að lifa! \v 21 Þú munt auka við heiður minn og hugga mig að nýju. \p \v 22 Ég leik á hörpu mína og lofa þig, því að öll þín orð og fyrirheit hafa staðist, þú hinn heilagi í Ísrael. \v 23 Ég vil lofa þig hárri röddu, því að þú hefur frelsað mig! \v 24 Liðlangan daginn vitna ég um ást þína og réttlæti, því að óvinir mínir sem óskuðu mér ógæfu, voru auðmýktir og roðnuðu af skömm. \c 72 \p \v 1 Guð, hjálpa þú konunginum, að hann fái skorið úr málum manna eftir vilja þínum og hjálpaðu syni hans til að gera rétt. \v 2-3 Gefðu að hann dæmi þjóð þína með sanngirni og láti hina snauðu ná rétti sínum. Stjórnspeki hans leiði af sér velferð og grósku. \v 4 Styrktu hann að vernda fátæklinga og þurfandi og eyða kúgurum þeirra. \v 5 Þá mun hann lifa meðan sólin skín og tunglið gefur birtu. Já, að eilífu! \p \v 6 Stjórn hans verður mild og góð eins og gróðrarskúr á sprettutíma. \v 7 Á ríkisárum hans mun réttlætið blómgast og friður eflast, já, meðan veröldin er til. \v 8 Ríki hans mun ná frá hafi til hafs, frá Evfrat-fljóti til endimarka jarðar. \v 9 Óvinir hans munu lúta honum og leggjast flatir á jörðina við fætur hans. \v 10 Konungarnir frá Tarsus og eylöndunum munu færa honum gjafir, og skatt þeir frá Saba og Seba. \v 11 Allir konungar munu lúta honum og þjóðir þeirra þjóna honum. \v 12 Hann mun bjarga hinum snauða er hrópar á hjálp, og hinum þjáða sem enginn réttir hjáparhönd. \v 13 Hann aumkast yfir bágstadda og þá sem ekkert eiga og liðsinnir fátæklingum. \v 14 Hann verndar þá og leysir frá ofríki og kúgun því að líf þeirra er dýrmætt í augum hans. \v 15 Lífið blasir við honum og menn munu gefa honum gull frá Saba. Hann mun njóta fyrirbæna margra og fólk mun blessa hann liðlangan daginn. \v 16 Landið mun gefa góða uppskeru, einnig til fjalla eins og í Líbanon. Fólki mun fjölga í borgunum eins og gras vex á engi! \v 17 Nafn hans mun lofað að eilífu og meðan sólin skín mun orðstír hans aukast. Allir munu óska sér blessunar hans og þjóðirnar segja hann sælan. \p \v 18 Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, hann einn gerir furðuverk. \v 19 Lofað sé hans dýrlega nafn að eilífu! Öll jörðin fyllist dýrð hans! Amen, já amen! \p \v 20 (Hér enda sálmar Davíðs Ísaísonar.) \c 73 \p \v 1 Guð er góður við Ísrael! Hann er góður þeim sem hreinlyndir eru. \v 2 En hvað um mig? Ég var kominn á ystu nöf. Það munaði engu að mér skrikaði fótur og ég félli! \v 3 Ég hafði fyllst gremju út af velgengni hinna hrokafullu. \v 4 Þeim virtist ganga allt í haginn. Þeir eru hraustir og sterkir. \v 5 Þeir virðast lausir við alla erfiðleika og áföll sem henda aðra. \v 6 Hrokinn er eins og glitrandi festi um háls þeirra og þeir eru sveipaðir ofríki eins og skikkju. \v 7 Þeir belgjast út af offitu og augu þeirra tútna af ágirnd. \v 8 Þeir hæðast að Guði og hafa í hótunum við fólk hans. Hroki er í hverju orði. \v 9 Þeir stæra sig gegn himninum og blaðrið í þeim heyrist um allar jarðir. \p \v 10 Þjóð Guðs er orðlaus og gleypir í sig boðskap þeirra. \v 11-12 „Guð virðist láta þá í friði,“ segir fólk, „já, þessir guðleysingjar lifa áhyggjulausu lífi og verða ríkari með hverjum degi.“ \p \v 13 Hef ég eytt tíma mínum til einskis? Er til nokkurs að kappkosta að lifa heiðvirðu lífi? \v 14 Allt sem ég hef upp úr því er erfiði og strit – alla daga, sí og æ! \v 15 Ef ég talaði með þessum hætti, væri ég að bregðast lýð þínum. \v 16 En þetta er samt svo torskilið – velgengni þeirra sem hata Drottin. \v 17 En dag einn fór ég í helgidóm Drottins til að íhuga, og þá hugleiddi ég framtíð þessara vondu manna. \v 18 Sá vegur sem þeir ganga mun enda í skelfingu. Skyndilega mun þeim skrika fótur og þeir hrasa og steypast fram af brúninni, niður í hyldýpið. \v 19 Það verður snöggur endir á allri „gæfunni“, skyndileg tortíming. \v 20 Líf þeirra líkist draumi. Þeir munu vakna til veruleikans, eins og þegar menn vakna af draumsvefni og sjá að allt var ímyndun ein! \p \v 21 Þegar ég skyldi þetta, fylltist ég hryggð og leið illa. \v 22 Ég sá hve heimskur og fávís ég var. Ég hlýt að vera eins og skynlaus skepna í þínum augum, Guð! \v 23 En samt elskar þú mig! Þú heldur í hægri hönd mína og varðveitir mig. \p \v 24 Og áfram munt þú leiða mig með vísdómi þínum og speki. \v 25 Hvern á ég að á himnum nema þig? Og þú ert sá sem ég þrái mest á jörðu! \v 26 Heilsu minni hrakar og hjarta mitt þreytist, en Guð lifir! Hann er styrkur minn, ég fæ að tilheyra honum að eilífu. \p \v 27 Drottinn, þeir sem hafna þér munu farast, því að þú eyðir þeim sem þjóna öðrum guðum. \p \v 28 En hvað um mig? Ég vil komast eins nálægt Guði og ég get! Ég hef kosið að trúa á Drottin. Hann er skjól mitt. Ég vil vitna um það í allra áheyrn að margsinnis hefur hann bjargað mér á undursamlega hátt. \c 74 \p \v 1 Guð, hvers vegna hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt? Af hverju ertu reiður? Við erum þó þín eigin hjörð? \v 2 Mundu, að við erum þjóðin þín – fólkið sem þú forðum leystir úr útlegð og valdir þér til eignar og gleði. Þú útvaldir Jerúsalem sem bústað þinn á jörðu. \p \v 3 Fáðu þér göngu og skoðaðu rústirnar! Sjáðu, óvinirnir hafa eyðilagt borgina og musteri þitt. \v 4 Þar, já, inni í helgidómnum, æptu þeir heróp, reistu stríðsfána sína og guðamyndir og fögnuðu sigri! \v 5-6 Allt er eins og rjúkandi rúst, eins og brunninn skógur. Með öxum sínum og sleggjum hjuggu þeir og brutu allan útskurðinn. \v 7 Þeir kveiktu í musterinu og gjöreyddu helgidóm þinn, Drottinn. \v 8 „Þurrkum út allt sem minnir á Drottin!“ öskruðu þeir og brenndu síðan öll samkomuhús Guðs í landinu. \p \v 9-10 Ekkert er nú eftir sem sýnir að við séum þín útvalda þjóð. Spámennirnir eru horfnir og hver getur þá sagt okkur hvenær þessi ósköp munu enda? Hve lengi ætlar þú Guð að leyfa óvinum þínum að óvirða nafn þitt? Ætlar þú að láta þá komast upp með þetta að eilífu? \v 11 Eftir hverju ertu að bíða? Af hverju gerir þú ekkert? Ó, rektu þá burt með þinni sterku hendi! \p \v 12 Guð, þú ert konungur minn frá alda öðli. Hjálpar þinnar hef ég notið á öllum mínum ferðum. \v 13-14 Þú klaufst hafið með mætti þínum, molaðir haus sjávarguðsins! \v 15 Eftir skipun þinni opnuðust lindir og þar gat þjóð þín svalað þorstanum. Og þú þurrkaðir fyrir þau farveg Jórdanar, sem annars streymir endalaust. \v 16 Þú stjórnar bæði nóttu og degi og sólina og stjörnurnar hefur þú skapað. \v 17 Öll náttúran er á valdi þínu og vetur og sumar eru þín verk. \v 18 Drottinn líttu á, óvinir þínir spotta þig, ofstopalýður óvirðir nafn þitt! \p \v 19 Ó, Drottinn, frelsaðu mig! Verndaðu turtildúfuna þína fyrir ránfuglunum. Bjargaðu eignarlýð þínum úr klóm varganna. \v 20 Minnstu loforða þinna! Landið er hulið myrkri og ofbeldismenn út um allt. \v 21 Drottinn, þjóð þín er kúguð, en láttu hana ekki þurfa að þola þessa svívirðing endalaust. Leyfðu hinum fátæku og hrjáðu að lofa nafn þitt! \v 22 Komdu, ó Guð, og ákærðu óvini okkar. Hlustaðu á óþverrann sem þessi illmenni ausa yfir þig alla daga! \v 23 Gleymdu ekki formælingum óvina þinna, þær glymja hærra og hærra. \c 75 \p \v 1-2 Þökk sé þér Drottinn! Máttarverk þín staðfesta umhyggju þína. \p \v 3 „Já,“ svarar Drottinn, „og þegar stundin er komin mun ég refsa öllum illgjörðamönnum! \v 4 Þótt jörðin nötri og íbúar hennar skjálfi af ótta, eru undirstöður hennar traustar, enda verk handa minna!“ \p \v 5 Ég sagði hinum hrokafullu að láta af drambi sínu og illmennunum að hætta sínum ögrandi augnagotum, \v 6 að láta af þrjósku og hroka. \v 7 Velgengni og völd getur enginn þakkað sér sjálfum, \v 8 allt eru það gjafir frá Guði. Hann upphefur einn, en niðurlægir annan. \v 9 Drottinn heldur á bikar fullum af freyðandi víni – það er dómurinn gegn illmennum heimsins. Þau skulu drekka hann í botn! \v 10 En ég mun vegsama Guð um aldur og ævi. \v 11 Styrkur hinna óguðlegu verður að engu, en réttlátir skulu ríkja með reisn. \c 76 \p \v 1-2 Orðstír Drottins er mikill í Júda og Ísrael. \v 3 Bústaður hans er í Jerúsalem. Hann situr á Síonfjalli. \v 4 Þar sundurbraut hann vopn óvina okkar. \p \v 5 Öll háreist fjöll blikna í ljóma dýrðar hans! \v 6 Úrvalslið óvinanna er gjörsigrað! Þeir liggja flatir, sofnaðir svefninum langa. Enginn þeirra getur framar lyft hendi. \v 7 Þegar þú, Guð Jakobs, hastaðir á þá, féllu bæði hestar og riddarar. \v 8 Ekki er að undra þótt menn óttist þig! Hver fær staðist reiði Guðs?! \v 9 Þegar þú birtir þeim dóminn frá himnum, þá nötraði jörðin og þagnaði fyrir þér. \v 10 Þú stígur fram til að refsa illgjörðamönnunum, en verndar hina auðmjúku. \v 11 Þegar við sjáum heimsku og reiði mannanna, þá skiljum við enn betur hve dýrð þín er mikil. \p \v 12 Efnið heitin sem þið gáfuð Drottni, Guði ykkar. Allir sem umhverfis hann eru færa honum gjafir. Þeir nálgast hann með óttablandinni virðingu. \v 13 Hann er sá sem lægir ofstopa höfðingjanna og kemur konungum jarðarinnar á kné! \c 77 \p \v 1 Ég ákalla Drottin. Ég hrópa og kalla til hans. Ó, að hann vildi hlusta! \v 2 Ég er í miklum vanda og þarfnast mjög hjálpar hans. Alla nóttina er ég á bæn, ég lyfti höndum til himins, – ég bið og bið. Ég mun ekki eiga glaðan dag fyrr en Drottinn hefur hjálpað mér. \v 3 Ég hugsa um Guð, mikið þrái ég hjálp hans! \v 4 Drottinn, mér mun ekki koma dúr á auga fyrr en þú hefur hjálpað mér. Ég er við það að gefast upp, jafnvel bænin er mér erfið. \p \v 5 Góðar minningar liðinna ára leita sífellt á huga minn. \v 6 Þá sungum við gleðiljóð langt fram á kvöld! Ég velti þessu fyrir mér, íhuga hve allt hefur breyst. \v 7 Hefur Drottinn hafnað mér fyrir fullt og allt? Mun hann ekki miskunna mér framar? \v 8 Elskar hann mig ekki lengur og er umhyggja hans búin fyrir fullt og allt? Gekk hann á bak orða sinna? \v 9 Gleymdi hann miskunn sinni við mig, vesalinginn? Hefur hann í reiðikasti lokað dyrum kærleika síns? \v 10 „Þetta eru örlög mín,“ sagði ég, „blessun Guðs hefur snúist í bölvun.“ \v 11 Ég renni huganum yfir alla þá blessun sem ég hef notið frá Guði. \v 12 Sú gæfa gleymist seint! – Já, hún líður mér aldrei úr minni! \p \v 13 Guð minn, þínir vegir eru heilagir. Hvar skyldi aðra eins að finna? \v 14 Þú ert Guð undra og tákna. Stórvirki þín blasa við augum. \p \v 15 Með þinni voldugu hendi bjargaðir þú sonum Jakobs og Jósefs. \v 16 Þegar Rauðahafið sá þig, ókyrrðist það! Jafnvel djúpið skalf af ótta! \v 17 Það varð skýfall og þrumur bergmáluðu um himininn. Elding leiftraði. \v 18 Þrumurnar tjáðu reiði þína og eldingarnar lýstu upp jörðina! \p \v 19 Þú lagðir veg gegnum hafið – veg sem enginn þekkti áður! \v 20 Þú leiddir fólk þitt þessa leið eins og fjárhóp, undir leiðsögn Móse og Arons. \c 78 \p \v 1 Þjóð mín, hlustaðu á kenningu mína. Gefðu gaum að því sem ég hef að segja. \v 2-3 Nú ætla ég að rifja upp fyrir þér liðna atburði, frásagnir sem varðveist hafa frá kynslóð til kynslóðar. \v 4 Ég birti ykkur sannleikann, svo að þið getið sagt börnum ykkar frá dásemdarverkum Drottins, öllum þeim undrum sem hann vann. \v 5 Lögmál sitt gaf hann Ísrael og bauð forfeðrunum að kenna það börnum sínum \v 6 sem síðan skyldu kenna það sínum afkomendum. Þannig skyldi lögmál hans berast frá einni kynslóðinni til annarrar. \v 7 Því hefur sérhver kynslóð getað haldið lög Guðs, treyst honum og heyrt um hans dásemdarverk. \v 8 Ný kynslóð skyldi ekki þurfa að fara að fordæmi feðra sinna sem voru þrjóskir, óhlýðnir og ótrúir og forhertu sig gegn Guði. \p \v 9 Þótt íbúar Efraím væru alvopnaðir, þá flúðu þeir þegar að orustunni kom. \v 10 Þannig rufu þeir sáttmálann við Guð og fóru sína eigin leið. \v 11-12 Þeir gleymdu máttarverkum Drottins, sem hann hafði fyrir þá gert og forfeður þeirra í Egyptalandi, \v 13 þegar hann klauf hafið og leiddi þá yfir þurrum fótum. Vatnið stóð eins og veggur til beggja handa! \v 14 Að degi til leiddi hann þá með skýi, en eldstólpa um nætur. \v 15 Hann rauf gat á klettinn í eyðimörkinni. Vatnið streymdi fram og þeir svöluðu þorsta sínum. \p \v 16 Já, það flæddi frá klettinum, líkast rennandi á! \v 17 Samt héldu þeir fast við þrjósku sína og syndguðu gegn hinum hæsta Guði. \p \v 18 Þeir kvörtuðu og kveinuðu og heimtuðu annað að borða en það sem Guð gaf þeim. \v 19-20 Þeir ásökuðu jafnvel sjálfan Guð og sögðu: „Hann gaf okkur vatn, en hvers vegna fáum við ekki brauð eða kjöt?!“ \v 21 Drottinn hlustaði og honum rann í skap, reiði hans upptendraðist gegn Ísrael. \v 22 Enda treystu þeir honum ekki, né trúðu forsjá hans. \v 23 Jafnvel þótt hann lyki upp himninum – eins og glugga! – \v 24 og léti manna rigna niður. \v 25 Já, þeir átu englabrauð! – og urðu mettir. \p \v 26 Þá lét hann austanvind blása og stýrði vestanvindinum með krafti sínum. \v 27 Og viti menn, fuglum rigndi af himni, – þeir voru eins og sandur á sjávarströnd! \v 28 Af hans völdum féllu þeir til jarðar um allar tjaldbúðirnar. \v 29 Og fólkið át nægju sína. Hann mettaði hungur þeirra. \v 30 En varla höfðu þeir lokið matnum – fæðan var enn í munni þeirra, \v 31 þá reiddist Drottinn þeim og lagði að velli æskumenn Ísraels. \v 32 En þeir sáu sig ekki um hönd, en héldu áfram að syndga og vildu ekki trúa kraftaverkum Drottins. \v 33 Þess vegna stytti hann ævi þeirra og sendi þeim miklar hörmungar. \v 34 En þegar neyðin var stærst, tóku þeir að leita Guðs. Þeir iðruðust og snéru sér til hans. \v 35 Þeir viðurkenndu að Guð er eini grundvöllur lífsins – að hinn hæsti Guð væri frelsari þeirra. \v 36 En því miður fylgdu þeir honum aðeins í orði kveðnu, en ekki af heilum hug, \v 37 hjarta þeirra var langt frá honum. Þeir stóðu ekki við orð sín. \p \v 38 Samt var hann þeim miskunnsamur, fyrirgaf syndir þeirra og tortímdi þeim ekki. Margoft hélt hann aftur af reiði sinni. \v 39 Hann minntist þess að þeir voru dauðlegir menn, eins og andblær sem kemur og fer. \v 40 Já, oft risu þeir gegn Guði í eyðimörkinni og ollu honum vonbrigðum. \v 41 Aftur og aftur sneru þeir við honum baki og freistuðu hans. \v 42 Þeir gleymdu krafti hans og kærleika og hvernig hann hafði frelsað þá frá óvinum þeirra. \v 43 Þeir gleymdu plágunum sem hann sendi Egyptum í Sóan \v 44 þegar hann breytti fljótum þeirra í blóð, svo að enginn gat drukkið. \v 45 Eða þegar hann fyllti landið af flugum og froskum! \v 46 Lirfurnar spilltu uppskerunni og engispretturnar átu allt, hvort tveggja var frá honum komið. \v 47 Hann eyddi vínviði þeirra með hagléli og mórberjatrjánum með frosti. \v 48 Búpeningurinn hrundi niður í haganum, haglið rotaði hann og sauðirnir drápust í eldingum. \v 49 Hann úthellti reiði sinni yfir þá, sendi þeim ógn og skelfingu. Hann leysti út sendiboða ógæfunnar – engla sem létu þá kenna á því! \v 50 Hann gaf reiðinni lausan tauminn. Og ekki hlífði hann Egyptunum. Þeir fengu vænan skerf af plágum og sjúkdómum. \v 51 Þá deyddi hann frumburði Egypta, efnilegan ungviðinn, sem vonirnar voru bundnar við. \v 52 Sinn eigin lýð leiddi hann styrkri hendi gegnum eyðimörkina. \v 53 Hann var skjól þeirra og vörn. Þeir þurftu ekkert að óttast, en hafið gleypti óvini þeirra. \v 54 Hann greiddi för þeirra til fyrirheitna landsins, til hæðanna sem hann hafði skapað. \v 55 Íbúum landsins stökkti hann á flótta en gaf þar ættkvíslum Ísraels erfðahlut og skjól. \v 56 En þótt þeir nytu gæsku Guðs, risu þeir gegn hinum hæsta og fyrirlitu boðorð hans. \v 57 Þeir sneru af leið og rufu trúnað rétt eins og feður þeirra. Eins og bogin ör misstu þeir marksins sem Guð hafði sett þeim. \v 58 Þeir tóku aðra guði, reistu þeim ölturu og egndu Drottin á móti sér. \v 59 Guð sá verk þeirra og reiddist – fékk viðbjóð á Ísrael. \v 60 Hann yfirgaf helgidóm sinn í Síló, bústað sinn meðal manna. \v 61 Örk sína lét hann falla í hendur óvinanna og vegsemd hans var óvirt af heiðingjum. \v 62 Hann reiddist lýð sínum og lét hann falla fyrir sverði óvinanna. \v 63 Æskumenn Ísraels fórust í eldi og ungu stúlkurnar upplifðu ekki sinn brúðkaupsdag. \v 64 Prestunum var slátrað og ekkjur þeirra dóu áður en þær gátu harmað þá. \v 65 Þá var sem Drottinn vaknaði af svefni, eins og hetja sem rís upp úr vímu, \v 66 og hann gaf þeim vænt spark í bakhlutann og sendi þá burt með skömm, sömu leið og þeir komu. \v 67 Hann hafnaði fjölskyldu Jósefs, ætt Efraíms, \v 68 en kaus Júdaættkvísl og Síonfjall, sem hann elskar. \v 69 Þar reisti hann musteri sitt – voldugt og traust rétt eins og himin og jörð. \v 70 Hann kaus Davíð sem þjón sinn, tók hann frá sauðunum, \v 71 úr smalamennskunni, til að verða leiðtogi og hirðir þjóðar sinnar. Og hann gætti hennar af öryggi og með hreinu hjarta. \c 79 \p \v 1 Guð, – hefur þú ekki heyrt: Heiðingjarnir hafa ráðist inn í land þitt! Musterið hefur verið saurgað og Jerúsalem er rjúkandi rúst! \v 2 Lík þinna manna liggja á bersvæði og eru fæða hræfugla og villidýra! \v 3 Óvinirnir hafa stráfellt íbúa Jerúsalem, svo að allt flýtur í blóði. Enginn er eftir til að grafa hina föllnu. \v 4 Nágrannaþjóðirnar hæða okkur og spotta og ausa svívirðingum. \p \v 5 Drottinn, hversu lengi ætlar þú að vera okkur reiður? Að eilífu? Á vandlæti þitt að brenna þar til öll von er úti?! \v 6 Úthelltu heldur reiði þinni yfir guðlausu þjóðirnar, ekki okkur! Já, yfir konungsríkin sem ekki ákalla nafn þitt. \v 7 Það eru þau sem hafa útrýmt þjóð þinni og ráðist inn á hvert heimili. \v 8 Við biðjum þig: Láttu okkur ekki gjalda löngu drýgðra synda forfeðranna! Miskunnaðu þig yfir eymd okkar, því að við höfum verið troðnir niður í svaðið! \v 9 Hjálpaðu okkur, því að þú ert frelsari okkar! Hjálpaðu okkur, vegna þíns eigin orðstírs! Frelsaðu okkur og fyrirgefðu okkur syndirnar. \v 10 Hvers vegna fá heiðnu þjóðirnar að hæða okkur og segja: „Hvar er þessi Guð ykkar?!“ Hefndu ófara lýðs þíns svo að eftir verði tekið! \v 11 Hlustaðu á stunur fanganna og hinna dauðadæmdu. Sýndu mátt þinn og frelsaðu þá. \v 12 Drottinn, láttu þá fá sjöfalt endurgjald, þessar þjóðir sem hæða þig og spotta! \p \v 13 Þá munum við, þjóð þín og gæsluhjörð, lofa þig að eilífu og þakka mikilleika þinn frá kynslóð til kynslóðar. \c 80 \p \v 1-2 Þú hirðir Ísraels sem leiðir þjóð þína eins og hjörð. Þú Guð sem situr á hásæti uppi yfir verndarenglunum, beygðu þig niður og hlustaðu á bæn mína. Láttu veldi þitt birtast í geisladýrð! \v 3 Leyfðu ættkvíslum Efraíms, Benjamíns og Manasse að verða vitni að því er þú frelsar okkur með mætti þínum. \p \v 4 Dragðu okkur til þín á ný, ó Guð. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, það er okkar eina von. \v 5 Ó, Drottinn, þú Guð sem stjórnar hersveitum himnanna, hve lengi ætlar þú að draga bænheyrsluna og láta reiði þína haldast? \v 6 Þú hefur alið okkur á sorg og sút \v 7 og gert okkur að andstyggð í augum nágrannaþjóðanna sem hæða okkur og spotta. \p \v 8 Drottinn hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, annars er úti um okkur. \v 9 Þú fluttir okkur frá Egyptalandi eins og gæðavínvið, upprættir heiðingjana og gróðursettir okkur í landinu. \v 10 Þú plægðir jörðina og braust landið, við skutum rótum og klæddum hæðirnar. \p \v 11 Við skyggðum á fjöllin og breiddum úr okkur eins og greinar sedrustrésins, \v 12 þöktum landið frá Miðjarðarhafi og allt til Evfrat. \v 13 En nú hefur þú brotið niður múra okkar og eftir stöndum við varnarlausir. \v 14 Landið hefur verið eytt og er nú orðið að bústað villidýra. \p \v 15 Við biðjum þig, þú Guð hinna himnesku hersveita, komdu og blessaðu okkur. Líttu niður af himni, sjáðu þjáningar okkar og hlúðu að þessum vínviði þínum! \v 16 Vernda það sem þú sjálfur gróðursettir, einkasoninn þinn! \v 17 Óvinirnir lögðu okkur að velli og kveiktu í borgunum. Þeir farast fyrir augliti þínu! \v 18 Styrktu manninn sem þú elskar, soninn sem þú valdir \v 19 og við munum aldrei snúa við þér baki. Lífgaðu okkur á nýjan leik og þá skulum við ákalla þig. \p \v 20 Drottinn, Guð hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu niður til okkar og láttu okkur sjá velþóknun þína. \c 81 \p \v 1-2 Guð er okkar styrkur! Syngið lofsöng og fagnið fyrir Guði Ísraels! \v 3 Syngið lofsöng og berjið bumbur, sláið strengi hörpunnar og látið gígjurnar hljóma! \v 4 Lúðurinn hvelli! Komið til fagnaðar þegar tunglið er fullt og fjölmennið á hátíðir Drottins. \v 5 Þetta er regla í Ísrael; boðorð frá Guði Jakobs. \v 6 Við höldum hátíð og minnumst sigurs Drottins á Egyptum þegar við vorum þrælar þar í landi. Ég heyrði ókunna rödd sem sagði: \v 7 „Ég vil varpa af þér byrðinni, losa af þér ánauðarfjötrana.“ \v 8 Og hann hélt áfram: „Þú hrópaðir í neyðinni og ég frelsaði þig. Ég svaraði þér úr þrumuskýi. Ég reyndi trú þína hjá Meríba, þar sem þorstinn var sár. \v 9 Hlustaðu nú á mig, þjóð mín, þegar ég áminni þig. Ísrael, ó, að þú vildir hlýða mér. \v 10 Engum öðrum guðum mátt þú þjóna og ekki tilbiðja neina útlenda guði. \v 11 Því að það var ég, Drottinn, Drottinn Guð þinn sem leiddi þig út úr Egyptalandi. Prófa þú mig einu sinni enn. Opnaðu munninn og sjáðu hvort ég muni ekki fylla hann. Þú munt vissulega fá hjá mér hverja þá blessun sem þú þarft! \v 12 Nei, annars – þjóð mín vill ekki hlusta á mig. Ísrael kærir sig ekki um mig. \v 13 Þess vegna leyfi ég þeim að ráfa í blindni á vegum þrjósku sinnar og lifa eftir sínum eigin girndum. \p \v 14 Aðeins ef þjóð mín vildi hlusta á mig! Ó, að Ísrael kysi nú að fylgja mér, ganga á mínum vegum! \v 15 Þá mundi ég skjótlega brjóta óvini þeirra á bak aftur – reiða hnefann gegn kúgurum þeirra. \v 16 Þá mundu hatursmenn Drottins skríða fyrir honum og ógæfa þeirra vara við. \v 17 En ykkur mundi hann ala vel! Já, gefa ykkur hunang úr klettaskoru!“ \c 82 \p \v 1 Guð stígur fram á himnum. Hann segir: „Réttur er settur!“ Síðan birtir hann úrskurð sinn gegn dómurum á jörðu. \p \v 2 Hve lengi ætlið þið, dómarar, að sniðganga réttlætið? Hve lengi ætlið þið að draga taum hinna ranglátu? \v 3 Kveðið upp réttláta dóma í málum hinna fátæku og föðurlausu, bágstöddu og þjáðu, \v 4 Losið fátæklingana úr klóm hinna guðlausu! \v 5 Þið eruð sljóir og fáfróðir og blindir. Þess vegna riðar þjóðfélagið til falls. \v 6 Ég hef kallað ykkur „guði“ og „syni hins hæsta“, \v 7 en í raun og veru eruð þið aðeins dauðlegir menn. Þið munuð falla rétt eins og aðrir af höfðingjunum. \p \v 8 Rís þú upp, ó Guð, og dæmdu jörðina. Þú hefur hana á valdi þínu og þjóðirnar eru í þinni hendi. \c 83 \p \v 1-2 Guð, vertu ekki þögull og afskiptalaus þegar við biðjum til þín. Svaraðu okkur! Já, bjargaðu okkur! \p \v 3 Heyrirðu ekki skarkalann og ysinn í hópi óvina þinna? Sérðu ekki hvað þeir aðhafast, þessir hatursmenn þínir? \v 4 Þeir eru með ráðagerðir um að tortíma þeim sem þú elskar! \v 5 „Komum!“ segja þeir, „þurrkum út Ísrael, svo að þeir hætti að vera til og gleymist.“ \v 6 Þetta var samþykkt af leiðtogum þeirra. Þessir undirrituðu sáttmála um að fylkja liði gegn almáttugum Guði: \v 7 Ísmaelítar, Edomítar, Móabítar og Hagrítar. \v 8 Einnig Gebalmenn, Ammon, Amalek, Filistear og Týrusbúar. \v 9 Assýría hefur líka slegist í hópinn og gjört bandalag við afkomendur Lots. \p \v 10 Farðu með þá eins og Midíansmenn forðum, já eins og þú fórst með Sísera og Jabín við Kíshonlæk \v 11 og með óvini þína við Endór, en lík þeirra urðu að áburði á jörðina. \v 12 Láttu höfðingja þeirra falla eins og Óreb og Seeb, foringja þeirra deyja líkt og Seba og Salmúna \v 13 sem sögðu: „Leggjum undir okkur haglendi Drottins!“ \p \v 14 Þú, Guð minn, feyktu þeim burt eins og ryki, eins og hismi fyrir vindi \v 15 – eins og skógi sem brennur til ösku. \v 16 Flæmdu þá burt í óveðri, skelfdu þá með fellibyl þínum. \v 17 Drottinn, láttu þá kenna á andúð þinni uns þeir viðurkenna mátt þinn og vald. \v 18 Láttu öll þeirra verk mistakast, svo að þeir skelfist og blygðist sín \v 19 og viðurkenni að þú einn, Drottinn, ert Guð yfir öllum guðum og að jörðin öll er á þínu valdi. \c 84 \p \v 1-2 Ó, hve musteri þitt er yndislegt, þú Drottinn hersveitanna. \v 3 Mig langar svo mjög, já ég þrái, að nálgast þig, hinn lifandi Guð. \v 4 Jafnvel spörvum og svölum leyfist að búa sér hreiður innan um ölturu þín og eiga þar unga sína. Þú Drottinn hinna himnesku hersveita, konungur minn og Guð minn! \v 5 Sælir eru þeir sem fá að búa í musteri þínu og syngja þér lof. \p \v 6 Sælir eru þeir sem fá styrk frá þér og þrá það eitt að ganga veg þinn. \v 7 Þegar þeir ganga gegnum táradalinn, þá breytir þú honum í vatnsríka vin og haustregrúð færir þeim blessun. \v 8 Þeir styrkjast á göngunni og fá að lokum að ganga fram fyrir Drottin í musteri hans á Síon. \p \v 9 Drottinn, Guð hersveitanna, heyrðu bæn mína! Hlusta þú Guð Ísraels. \v 10 Guð, þú ert vörn okkar, miskunna honum sem þú smurðir til konungs. \p \v 11 Einn dagur í musteri þínu er betri en þúsund aðrir sem eytt er á öðrum stað! Frekar vildi ég vera dyravörður í musteri Guðs míns, en búa í höllum óguðlegra. \v 12 Því að Drottinn er okkur ljós og skjöldur. Vegsemd og náð veitir hann. Hann neitar þeim ekki um nein gæði sem hlýða honum. \p \v 13 Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður sem treystir þér. \c 85 \p \v 1-2 Drottinn, þú hefur baðað land þetta blessun! Þú hefur snúið hlutunum Ísrael í hag \v 3 og fyrirgefið syndir þjóðar þinnar, já, hulið þær allar! \v 4 Reiði þína hefur þú líka dregið í hlé. \p \v 5 Dragðu okkur nær þér svo að við getum elskað þig heitar, að þú þurfir ekki að reiðast okkur á ný. \v 6 (Eða mun reiði þín vara að eilífu, frá kynslóð til kynslóðar?) \v 7 Lífgaðu okkur við, þjóð þína, svo að við getum aftur lofað þig. \v 8 Leyfðu okkur að njóta elsku þinnar og gæsku, ó Guð, og veittu okkur hjálp þína. \p \v 9 Þegar Drottinn talar til þjóðar sinnar, hlusta ég vel, þegar hann ávarpar sinn útvalda lýð. Hann flytur okkur frið og velgengni þegar við snúum hjörtum okkar til hans. \v 10 Vissulega njóta þeir hjálpar hans þeir sem hlýða honum og heiðra hann. Velgengni og blessun hans mun breiðast yfir allt landið. \v 11 Miskunn og sannleikur munu mætast, réttlæti og friður kyssast! \v 12 Trúfestin eflist á jörðu og réttlætið brosir frá himni! \v 13 Drottinn blessar landið og það ber margfalda uppskeru. \v 14 Réttlæti og friður fylgir Drottni. \c 86 \p \v 1 Drottinn, líttu til mín! Hlustaðu á bæn mína! Svaraðu mér því að ég er í nauðum staddur. \p \v 2 Bjargaðu mér frá dauða, því að ég tilheyri þér. Frelsaðu mig, því að ég treysti þér og hlýði. \v 3 Miskunna mér, Drottinn. Ég mæni til þín og vona á þig liðlangan daginn. \v 4 Drottinn, leyfðu mér að gleðjast því að ég tilbið þig einan. \v 5 Drottinn, þú ert mildur og góður og fús að fyrirgefa, gæskuríkur við alla sem ákalla þig. \p \v 6 Heyr þú bæn mína Drottinn, því að ég ákalla þig í neyð minni. \v 7 Þegar ég er í vanda staddur hrópa ég til þín því að þú hjálpar mér. \p \v 8 Enginn hinna heiðnu guða stenst samjöfnuð við þig! Þín verk eru engu lík! \v 9 Þjóðirnar – þú skapaðir þær allar – munu koma og lúta þér. Þær munu lofa þitt háa og heilaga nafn \v 10 því að þú ert mikill og gerir furðuverk. Þú einn ert Guð! \p \v 11 Sýndu mér, Drottinn, hvert þú vilt senda mig og þangað mun ég fara, því það er vegur sannleikans. Ó, að ég gæti tignað þig af heilu hjarta og hreinni samvisku! \v 12 Ég lofa þig Drottinn Guð minn af öllu hjarta. Ég vil vegsama nafn þitt að eilífu. \v 13 Mikill er kærleikur þinn! Þú ert mér alltaf svo góður! Þú frelsaðir mig úr djúpi heljar. \p \v 14 Ofstopamenn rísa gegn mér. Guðlaus illmenni vilja ryðja mér burt. \v 15 En þú, Drottinn, ert miskunnsamur Guð, seinn til reiði, langlyndur og trúr. \v 16 Líttu til mín í náð og styrktu mig. Ég er þjónn þinn, frelsaðu mig. \v 17 Gefðu mér tákn um að þú elskir mig. Þegar óvinir mínir sjá það, munu þeir blygðast sín því að þú hjálpar mér og huggar mig. \c 87 \p \v 1-2 Hátt á hinu heilaga fjalli, stendur Jerúsalem, borg Guðs – borgin sem hann elskar öllum borgum framar. \p \v 3 Vel er um þig talað, þú borg Guðs! \v 4 Ef ég í vinahópi minnist á Egyptaland eða Babýlon, Filisteu eða Týrus eða hið fjarlæga Bláland, þá hrósa þeir sér sem fæddir eru á þessum stöðum. \v 5 En mestur heiður fylgir Jerúsalem! Hún er móðirin og gott er að vera fæddur þar! Hann, hinn hæsti Guð, mun sjálfur vernda hana. \p \v 6 Þegar Drottinn lítur yfir þjóðskrárnar, mun hann merkja við þá sem hér eru fæddir! \p \v 7 Á hátíðum og tyllidögum munu menn syngja: „Jerúsalem, uppsprettur lífs míns eru í þér!“ \c 88 \p \v 1-2 Drottinn, þú Guð minn og hjálpari minn, ég ákalla þig um daga og nætur. \v 3 Svaraðu bænum mínum! Hlustaðu á hróp mitt, \v 4 því að ég er altekinn ótta og finn dauðann nálgast. \v 5 „Líf hans er að fjara út,“ segja sumir, „það er vonlaust með hann.“ \v 6 Ég er einn og yfirgefinn og bíð þess eins að deyja, rétt eins og þeir sem falla á vígvellinum. \p \v 7 Þú hefur varpað mér niður í myrkradjúp. \v 8 Reiði þín hefur þrýst mér niður, hver holskeflan á fætur annarri kaffærir mig. \v 9 Vinir mínir sneru við mér bakinu og eru horfnir – það var af þínum völdum. Ég er innikróaður, sé enga undankomuleið. \v 10 Augu mín eru blinduð af tárum. Daglega kalla ég eftir hjálp þinni. Ó, Drottinn, ég lyfti höndum í bæn um náð! \p \v 11 Gerðu kraftaverk svo að ég deyi ekki, því hvað gagnar mér hjálp þín ef ég ligg kaldur í gröfinni? Þá get ég ekki lofað þig! \v 12 Geta hinir látnu vegsamað gæsku þína? Syngja þeir um trúfesti þína?! \v 13 Getur myrkrið borið vitni um máttarverk þín? Hvernig eiga þeir sem búa í landi gleymskunnar að tala um hjálp þína? \p \v 14 Ó, Drottinn, dag eftir dag bið ég fyrir lífi mínu. \v 15 Drottinn, hvers vegna hefur þú útskúfað mér? Af hverju hefur þú snúið þér burt frá mér og litið í aðra átt? \v 16 Allt frá æsku hef ég átt erfiða ævi og oft staðið andspænis dauðanum. Ég er magnþrota gagnvart örlögum þeim sem þú hefur búið mér. \v 17 Heift þín og reiði hefur lamað mig. Þessi skelfing þín hefur næstum gert út af við mig. \v 18 Alla daga hvolfist hún yfir mig. \v 19 Ástvinir, félagar og kunningjar – öll eru þau farin. Ég sit hér einn í myrkri. \c 89 \p \v 1-2 Ég vil syngja um miskunn Drottins að eilífu! Ungir sem gamlir skulu fá að heyra um trúfesti þína. \v 3 Elska þín og náð vara að eilífu og trúfesti þín stendur óhögguð eins og himinninn. \p \v 4-5 Svo segir Drottinn Guð: „Ég hef gert sáttmála við Davíð, minn útvalda þjón. Ég hef unnið þann eið, að afkomendur hans skuli sitja á konungsstóli héðan í frá og að eilífu!“ \p \v 6 Himinninn lofi máttarverk þín, Drottinn og herskarar englanna vegsami trúfesti þína. \v 7 Því að hver á himnum kemst í samjöfnuð við Guð? Hinn mesti meðal englanna, hver er hann við hlið Drottins?! \v 8 Hinir voldugu englar nálgast hann með ótta og virðingu. Hann er ægilegur í þeirra augum. \v 9 Drottinn, þú konungur hinna himnesku hersveita, enginn kemst í samjöfnuð við þig! Trúfestin er einkenni þitt! \p \v 10 Þú hefur hemil á ofstopa hafsins, stöðvar óveðursöldur. Með einu orði lægir þú þær. \v 11 Þú rotaðir skrímslið, það lá marflatt – og tvístraðir óvinum þínum með undramætti. \v 12 Himinninn og jörðin, allt er það þitt. Þú skapaðir það. \v 13 Þú skapaðir norðrið og suðrið líka. Tabor og Hermon kætast, hin háu fjöll, sem hönd þín gjörði. \v 14 Mikill er máttur þinn! Hægri hönd þín er upphafin í mætti og dýrð! \p \v 15-16 Tvær eru undirstöður hásætis þíns: Réttvísi og réttlæti, og miskunn og trúfesti eru fylgdarsveinar þínir. Sælir eru þeir sem heyra fagnaðarópið – þeir sem ganga í ljósinu sem stafar frá Drottni. \v 17 Þín vegna gleðjast þeir alla daga og fagna yfir þínum réttlátu verkum. \v 18 Þú ert styrkur þeirra. Þetta er undursamlegt! Já, við hressumst og gleðjumst því við vitum að þú hefur velþóknun á okkur! \v 19 Sjálfur Drottinn er okkar vörn og hann, hinn heilagi í Ísrael – sjálfur Guð – hefur gefið okkur konung. \p \v 20 Þú talaðir við spámann þinn í sýn og sagðir: „Ég hef fundið rétta manninn meðal fólksins, hann skal verða konungur! \v 21 Það er Davíð, þjónn minn! Ég hef smurt hann minni heilögu olíu. \p \v 22 Ég vil veita honum kraft og styrkja hann á göngunni. \v 23 Óvinir hans skulu ekki fella hann, né illmennin kúga hann. \v 24 Ég mun láta hann sjá er ég eyði óvinum hans og þurrka út hatursmenn hans. \p \v 25 Ég mun stöðugt vernda hann og blessa og umvefja hann elsku minni. Mín vegna mun hann verða mikill. \v 26 Ríki hans mun ná frá Miðjarðarhafi til Evfratfljóts. \v 27 Hann mun segja við mig: „Þú ert faðir minn, Guð minn, klettur hjálpræðis míns.“ \p \v 28 Ég mun líta á hann sem frumgetinn son minn og gera hann fremstan meðal konunga jarðarinnar. \v 29 Ég mun elska hann að eilífu og vera honum góður. Ég mun halda sáttmála minn við hann að eilífu. \v 30 Hann mun aldrei skorta erfingja og hásæti hans mun standa um eilífð eins og himinninn. \v 31-33 Ef afkomendur hans hafna lögmáli mínu og óhlýðnast mér, þá mun ég hegna þeim, \v 34 en aldrei mun ég þó hætta að miskunna þeim, né bregðast loforði mínu. \v 35 Nei, sáttmála minn mun ég alls ekki rjúfa. Ekkert orða minna tek ég aftur. \v 36-37 Ég hef heitið Davíð því (og hinn heilagi Guð talar sannleika) að konungsætt hans mun vara um aldir alda, já rétt eins og sólin! \v 38 Konungdómur hans skal standa að eilífu eins og tunglið, – trúfasta vitnið á himninum!“ \p \v 39 En, – hvers vegna hefur þú þá útskúfað mér?! Hafnað þeim sem þú valdir til konungs? \v 40 Hefur þú rofið sáttmálann við hann? Þú sem kastaðir kórónu hans í skítinn! \v 41 Múra hans hefur þú brotið og rifið niður varnarvirkin. \v 42 Allir vegfarendur ræna hann. Hann er til háðungar nágrönnum sínum. \v 43 Þú magnaðir óvini hans gegn honum, og nú kætast þeir! \v 44 Þú slóst sverð hans til jarðar og neitaðir honum um hjálp í bardaganum. \v 45 Þú hefur bundið enda á vegsemd hans og hrint hásæti hans um koll. \v 46 Hann lítur út sem öldungur þótt ungur sé, og það er af þínum völdum. Þú hefur hulið hann skömm. \p \v 47 Ó, Drottinn, hve lengi á þetta ástand að vara? Ætlar þú að fela þig fyrir mér að eilífu? Hve lengi á reiði þín að brenna? \p \v 48 Mundu hve mannsævin er stutt og að verk okkar flestra eru hégómleg og smá. \v 49 Enginn maður lifir endalaust. Öll deyjum við að lokum. Og hver getur stigið upp úr gröf sinni? \p \v 50 Drottinn, hvar er nú kærleikur þinn til mín? Hvar er gæskan sem þú lofaðir Davíð með eiði? \v 51 Veistu það, Drottinn, að öll þjóðin hæðist að mér! \v 52 Óvinir þínir spotta mig, manninn sem þú útvaldir til konungs. \p \v 53 En þrátt fyrir allt og allt, sé Drottinn lofaður um eilífð! Amen, amen. \c 90 \d \v 1 Bæn guðsmannsins Móse. \p Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kynslóð til kynslóðar. \v 2 Áður en þú skapaðir fjöllin og jörðin varð til, varst þú, ó Guð – þú átt þér hvorki upphaf né endi! \v 3 Þú talar – og maðurinn verður aftur að dufti. \v 4 Þúsund ár eru eins og einn dagur fyrir þér, eins og klukkustund! \v 5-6 Við berumst með straumi tímans og hverfum líkt og í draumi. Við erum eins og grasið sem grær að morgni en skrælnar að kvöldi, visnar og deyr. \v 7 Við föllum fyrir reiði þinni og hnígum fyrir bræði þinni. \v 8 Þú hefur breitt úr syndum okkar frammi fyrir þér – einnig hinum leyndu syndum – engin þeirra er þér hulin. \v 9 Reiði þín er enginn leikur. Er að undra þótt ævin sé erfið og dagarnir líði sem andvarp. \p \v 10 Ævi okkar er sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. En jafnvel bestu árin eru full af mæðu og hégóma. Þau eru horfin áður en varir og við á bak og burt! \v 11 Hver þekkir ógnir reiði þinnar, og hvert okkar óttast þig eins og ber? \p \v 12 Kenndu okkur að telja alla okkar daga og skilja hve ævin er stutt. Gefðu að við fáum notað hana til góðs. \p \v 13 Ó, Drottinn, hve lengi er þess að bíða að þú dragir reiði þína í hlé og blessir okkur á nýjan leik? \v 14 Miskunna okkur á hverjum morgni að við megum gleðjast hvern einasta dag. \v 15 Já, gefðu okkur gleði í stað armæðu liðinna daga. \v 16 Leyfðu okkur aftur að reyna máttarverk þín svo að börn okkar sjái dýrð þína eins og við forðum. \p \v 17 Náð Drottins Guðs sé með okkur. Hann veiti okkur gæfu og gengi. \c 91 \p \v 1 Sæll er sá sem nýtur verndar hins hæsta og hvílir í skjóli hins almáttuga, \v 2 sá sem getur sagt við Drottin: „Þú ert skjól mitt og vörn! Þú ert minn Guð, ég treysti þér!“ \p \v 3 Hann frelsar þig úr snörunni og bjargar þér undan plágunni. \v 4 Hann mun skýla þér undir vængjum sínum. Þar muntu finna öruggt skjól! Hann hefur lofað að vernda þig og frelsa. \v 5 Nú þarftu ekki lengur að óttast ógnir myrkursins, né örina sem þýtur að morgni. \v 6 Heldur ekki drepsótt næturinnar né skelfingu um hábjartan dag. \p \v 7 Þótt þúsund falli mér við hlið og tíu þúsund mér til hægri handar, þá mun hið illa ekki ná til mín. \v 8 Ég mun horfa á þegar óguðlegum er refsað en sjálfur vera óhultur, \v 9 því að Drottinn er skjól mitt! Ég hef valið hinn hæsta Guð mér til varnar. \v 10 Hvernig ætti þá ógæfa að yfirbuga mig eða plága að nálgast hús mitt? \v 11 Eins skipar hann englum sínum að vernda þig, hvar sem þú ert. \v 12 Þeir munu styðja þig á göngunni og forða þér frá hrösun. \v 13 Þótt þú mætir ljóni eða snák, þá er ekkert að óttast – þú munt jafnvel troða þau fótum! \p \v 14 Hefur Drottinn ekki sagt: „Vegna þess að þú elskar mig, mun ég frelsa þig. Ég bjarga þér af því að þú þekkir mig og veist að mér er óhætt að treysta. \v 15 Þegar þú kallar á mig, svara ég þér. Ég er með þér á hættustund, frelsa þig og held uppi heiðri þínum. \v 16 Ég mun gefa þér langa og góða ævi og láta þig sjá hjálpræði mitt.“ \c 92 \p \v 1-2 Gott er að þakka Drottni og lofsyngja Guði hinum hæsta. \v 3 Á hverjum morgni segi ég við Drottin: „Þökk sé þér fyrir miskunn þína!“ Og á kvöldin fagna ég yfir trúfesti hans. \v 4 Syngið honum lof og leikið undir á hörpu og gígju. \v 5 Drottinn, mikið ertu mér góður. Ég syng af gleði! – Er nokkur hissa á því? \p \v 6 Ó, Drottinn, mikil eru máttarverk þín! \v 7 Þeir einir sem ekki nenna að hugsa, fara þeirra á mis. Heimskingjarnir skilja ekki \v 8 að hinir óguðlegu – sem í bili virðast hafa það gott – munu afmáðir að eilífu. \v 9 En Drottinn, þú lifir að eilífu, hátt upphafinn á himnum, \v 10 meðan óvinir þínir – illgjörðamennirnir – tvístrast. \p \v 11 Ég finn styrk og kraft, en Drottinn, allt er það þér að þakka! Blessun þín hefur endurnært mig. \v 12 Ég heyrði dóminn yfir óvinum mínum og sá þegar þeim var eytt. \v 13 En hinir réttlátu munu blómgast líkt og ávaxtatré, já vaxa eins og sedrustrén í Líbanon. \p \v 14 Því að þeir eru gróðursettir í garði Drottins og njóta umhyggju hans. \v 15 Jafnvel á elliárunum bera þeir ávöxt og eru sem laufguð tré. \v 16 Þeir bera vitni um réttlæti Drottins, að hann er skjól og vernd og allt sem hann gerir er gott! \c 93 \p \v 1-2 Drottinn er konungur! Hann er íklæddur mætti og dýrð. Heimurinn allur er hásæti hans. Ó, Drottinn, þú hefur ríkt frá örófi alda. \v 3 Brimöldur hafsins boða dýrð þína. \v 4 En þú ert meiri en voldugar öldur sem brotna við strendur úthafanna! \v 5 Skipunum þínum fær enginn breytt og heilagleiki er einkenni húss þíns að eilífu. \c 94 \p \v 1-2 Drottinn, þú ert Guð hefndarinnar – sá Guð sem réttir hlut þeirra sem ranglæti eru beittir. Láttu dýrð þína birtast. Rís upp, þú dómari jarðar. Refsaðu ofstopamönnum fyrir illverk þeirra. \v 3 Drottinn, hve lengi eiga óguðlegir að hrósa sigri? \v 4 Þeir eru að springa af monti! Hlustaðu á grobbið í þeim! \v 5 Drottinn, líttu á hvernig þeir kúga þjóð þína og kvelja fólkið sem þú elskar. \v 6-7 Þeir myrða ekkjur og munaðarleysingja og líka útlendinga sem hér hafa sest að. „Drottinn sér þetta ekki,“ segja þeir, „hann lætur sér fátt um finnast.“ \p \v 8 Heimskingjar! \v 9 Haldið þið að Guð sé blindur og heyrnarlaus, hann sem skapar bæði augu og eyru! \v 10 Hann refsar þjóðunum – og nú er komið að ykkur. Enginn hlutur er honum hulinn. Eins og hann viti ekki hvað þið hafið gert! \p \v 11 Drottinn þekkir skammsýni og hégómleika mannanna \v 12-13 og því agar hann okkur til góðs. Það gerir hann til þess að við göngum á hans vegum og gefumst ekki upp í mótlæti. \v 14 Drottinn afneitar ekki lýð sínum né yfirgefur þjóð sína. \v 15 Dómar hans eru réttlátir og fylgjendur hans fagna af hreinu hjarta. \p \v 16 Hver vill vernda mig fyrir illgjörðamönnum? Hver vill vera skjöldur minn? \v 17 Án Drottins væri ég dauðans matur. \v 18 Ég æpti: „Drottinn, ég er að hrapa!“ og af gæsku sinni frelsaði hann mig. \v 19 Drottinn, þegar efasemdir ásækja mig og hjarta mitt er fullt af angist, þá gefðu mér frið þinn og endurnýjaðu gleði mína. \p \v 20 Vilt þú vernda og viðhalda spilltri valdsstjórn sem hallar réttlætinu? Leyfir þú slíkt? \v 21-22 Hefur þú þóknun á þeim sem dæma saklausa til dauða? Nei! Drottinn, Guð minn, er vígi mitt, kletturinn þar sem ég leita skjóls. \v 23 Guð lætur syndir óguðlegra koma þeim sjálfum í koll. Illverk þeirra verða þeim að falli. \c 95 \p \v 1 Komið! Við skulum lofsyngja Drottni! Hrópum gleðióp til heiðurs kletti hjálpræðisins! \p \v 2 Komum fram fyrir hann með þakkargjörð, syngjum honum lofgjörðarsálm. \v 3 Því að Drottinn er mikill Guð og æðri öllum sem menn kalla guði. \v 4 Hann hefur upphugsað djúp jarðar og hannað hin hæstu fjöll. \v 5 Hann gerði hafið og myndaði þurrlendið, allt er hans! \v 6 Komið! Föllum fram fyrir Drottni, skapara okkar, \v 7 því að hann er okkar Guð. Við erum hjörðin hans og hann er hirðir okkar. Ó, að þið vilduð heyra kall hans í dag og koma til hans. \p \v 8 Forherðið ekki hjörtu ykkar eins og Ísraelsmenn gerðu hjá Meriba og Massa í eyðimörkinni. \v 9 Þar drógu feður ykkar orð mín í efa – sömu menn og sáu mig gera mörg kraftaverk. Þeir freistuðu mín, kvörtuðu og reyndu á þolinmæði mína. \v 10 „Í fjörutíu ár hafði ég viðbjóð á þessari kynslóð,“ segir Drottinn Guð. „Hjörtu þeirra allra voru langt í burtu frá mér og ekki vildu þeir halda lög mín. \v 11 Þá hét ég því að þeir skyldu aldrei komast inn í fyrirheitna landið, staðinn sem ég hafði ætlað þeim til hvíldar.“ \c 96 \p \v 1 Syngið Drottni nýjan söng! Syngið þann söng um alla jörðina! \v 2 Syngið um velgjörðir hans, lofið nafn hans. Kunngerið hjálpráð hans dag eftir dag. \p \v 3 Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, – allra þjóða. Kunngerið öllum dásemdarverk hans. \v 4 Því að Drottinn er mikill og mjög vegsamlegur. Hann einn er sá Guð sem rétt er að tilbiðja. \v 5 Þjóðirnar tilbiðja falsguði eina, en okkar Guð hefur skapað himininn! \v 6 Hann er umvafinn heiðri og dýrð, styrkur og fegurð fylla musteri hans. \p \v 7 Þið kynkvíslir jarðar, játið Drottni heiður og dýrð. \p \v 8 Heiðrið hann eins og skyldugt er! Berið fram fórnina og tilbiðjið hann. \v 9 Tilbiðjið Drottin í heilagleik og heiðri. Allur heimurinn skjálfi fyrir augliti hans. \v 10 Kunngjörið þjóðunum að Drottinn er konungur. Hann ríkir yfir alheimi. Hann er skapari jarðar og mun dæma allar þjóðir með réttvísi. \p \v 11 Himnarnir gleðjist og jörðin kætist og brimgnýr hafsins boði tign hans og mátt. \v 12 Ávöxtur jarðar vitnar um dýrð hans og þytur trjánna lofar hann. \v 13 Því að Drottinn mun dæma heiminn með réttvísi og þjóðirnar eftir trúfesti sinni! \c 97 \p \v 1 Drottinn er konungur! Allur heimurinn gleðjist! Fagnið þið eyjar við ysta haf! \p \v 2 Tignarleg ský umlykja hann. Réttlæti og réttvísi eru undirstöður hásætis hans. \v 3 Eldur gengur út frá honum og eyðir öllum óvinum hans. \v 4 Elding hans leiftrar og lýsir upp jörðina. Heimurinn skelfur af ótta. \v 5 Fjöllin bráðna eins og vax fyrir Drottni. \v 6 Himnarnir kunngera réttlæti hans og allar þjóðir sjá dýrð hans. \p \v 7 Allir skurðgoðadýrkendur verða til skammar – þeir sem stæra sig af falsguðum – því að allir slíkir guðir verða að beygja sig fyrir Drottni. \v 8-9 Jerúsalem og borgirnar í Júda hafa heyrt af réttvísi þinni, Drottinn, og fagna, því að þú ríkir með reisn yfir allri jörðinni og ert hátt yfir alla aðra guði hafinn. \p \v 10 Drottinn elskar þá sem hata hið illa. Hann verndar líf fylgjenda sinna og frelsar þá undan óguðlegum. \v 11 Ljós skal lýsa hinum réttlátu og gleði hlotnast hinum góðu. \v 12 Allir réttlátir fagni fyrir Drottni og vegsami hans heilaga nafn. \c 98 \p \v 1 Syngið nýjan söng fyrir Drottin því að hann hefur unnið dásamlegt verk! Hann er sigursæll í mætti sínum og heilagleika. \p \v 2 Hann hefur tilkynnt sigur sinn – birt þjóðunum réttlæti sitt. \v 3 Hann hefur miskunnað lýð sínum, haldið loforð sín til Ísrael. Allur heimurinn sá er Guð bjargaði þjóð sinni. \v 4 Þess vegna hefja löndin fagnaðarsöng, syngja og lofa hann af öllu hjarta. \p \v 5 Syngið Drottni við undirleik hörpu. \v 6 Blásið í lúðra og básúnur gjalli! Hljómsveitin spili lofgjörðarlag. Hyllið Drottin, konunginn! \v 7 Hafið drynji og lofi Drottin! Jörðin og íbúar hennar reki upp fagnaðaróp! \p \v 8-9 Fossarnir klappi lof í lófa og klettarnir syngi gleðisöng, því að Drottinn mun dæma heiminn í réttlæti sínu og af réttvísi. \c 99 \p \v 1 Drottinn er konungur! Þjóðirnar skjálfi! Hásæti hans stendur miklu ofar englunum. Jörðin nötri í óttablandinni virðingu. \p \v 2 Drottinn ríkir með hátign á Síon, æðri öllum konungum á jörðu. \v 3 Þeir tigni hans háa og heilaga nafn! \p \v 4 Drottinn er voldugur konungur. Hann elskar réttlæti. Réttvísi og heiðarleiki einkenna stjórnarfar hans. Þannig ríkir hann í Ísrael. \v 5 Vegsamið Drottin, hinn heilaga Guð! Föllum fram við fótskör hans. \p \v 6 Móse og Aron voru prestar hans og Samúel spámaður hans. Þeir báðu til Drottins og hann bænheyrði þá. \v 7 Úr skýstólpa talaði hann við þá, þeir hlustuðu og hlýddu fyrirmælum hans. \v 8 Ó, Drottinn, þú ert okkar Guð! Þú svaraðir þeim og fyrirgafst syndir þeirra. \p \v 9 Tignið Drottin Guð! Tilbiðjið hann í Jerúsalem á fjallinu helga. Hann er heilagur. \c 100 \p \v 1 Öll veröldin fagni fyrir Drottni! \v 2 Þjónið Drottni með gleði, gangið fram fyrir hann með fagnaðarsöng! \p \v 3 Reynið að skilja hvað í því felst að Drottinn er Guð. Við erum handaverk hans! Fólkið sem hann leiðir. \p \v 4 Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð, í forgarða hans með lofsöng. Þakkið honum, lofið nafn hans. \v 5 Því að Drottinn er góður! Miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kynslóð til kynslóðar. \c 101 \p \v 1 Ég vil syngja um réttlætið og miskunnsemina. Ég vil lofsyngja þér, ó Guð! \p \v 2 Ég, konungurinn, vil kappkosta að lifa heiðarlega og ganga um heimili mitt í grandvarleik – hjálpaðu mér til þess! \p \v 3 Gefðu mér að forðast allt sem er gróft og ljótt – að fyrirlíta hið illa. \v 4 Já, ég vil ekki vera sjálfselskur og vondur. \v 5 Ég umber ekki þá sem baktala nágranna sinn, og hroka og dramb mun ég ekki þola. \v 6 Ég leita uppi réttláta menn í landinu og kalla þá til starfa, að þeir búi hjá mér, – þeir einir sem grandvarir eru. \v 7 Svikara og lygara þoli ég ekki í mínum húsum. \v 8 Ég þagga niður í illmennunum í landinu og útrými úr borginni öllum óguðlegum. \c 102 \p \v 1-2 Drottinn, heyrðu bæn mína! Hlustaðu á ákall mitt! \v 3 Snúðu ekki baki við mér á ógæfutímum. Hneigðu eyra þitt að mér og svaraðu mér fljótt. \v 4-5 Ævi mín líður svo hratt, dagarnir fljúga hver af öðrum. Heilsan er búin, hjartað er sjúkt – ég er eins og visið strá. Maturinn er bragðlaus, ég er hættur að finna bragð. \v 6 Ég er ekkert nema skinn og bein. \v 7 Ég er líkastur pelikan í eyðimörk eða uglu í húsarúst. \v 8 Ég ligg andvaka og styn eins og einmana fugl á þaki. \p \v 9 Óvinir mínir hæða mig og spotta dag eftir dag. \v 10-11 Fæða mín er aska, ekki brauð, og drykkur minn blandast tárum mínum. Þú ert mér reiður Drottinn og hefur varpað mér burt frá þér. \p \v 12 Líf mitt líður burt eins og kvöldskuggi. Ég visna eins og gras \v 13 en þú Drottinn ríkir í dýrð þinni að eilífu. Þinn orðstír mun lifa frá kynslóð til kynslóðar. \p \v 14 Ég veit að þú munt koma og vægja Jerúsalem. – Gerðu það núna! – Efndu loforð þitt um hjálp. \v 15 Því að þjóð þín elskar hvern stein í múr hennar og jafnvel rykið á strætum hennar. \p \v 16 Þjóðirnar og konungar þeirra skjálfi fyrir Drottni og hans miklu dýrð, \v 17 því að Drottinn mun endurreisa Jerúsalem og birtast þar í dýrð! \v 18 Hann hlustar á bænir fátæklinganna, gefur gaum að beiðni þeirra. \p \v 19 Þetta hef ég skráð til þess að komandi kynslóðir lofi Drottin fyrir öll hans verk. Fólk sem enn hefur ekki séð dagsins ljós mun vegsama hann. \v 20 Segið þeim að Drottinn leit niður frá musteri sínu á himnum. \v 21 Hann heyrði stunur þjóðar sinnar í ánauðinni – hún var dauðans matur – og hann frelsaði hana! \p \v 22-23 Þess vegna streyma þúsundir til musteris hans í Jerúsalem og lofa hann og vegsama um alla borgina. Konungar jarðarinnar eru í þeim hópi. \p \v 24 Hann hefur tekið frá mér lífskraftinn og stytt ævi mína. \p \v 25 En ég hrópaði til hans: „Þú, Guð sem lifir að eilífu, láttu mig ekki deyja fyrir aldur fram! \v 26 Í upphafi lagðir þú undirstöður jarðarinnar og himnarnir eru verk handa þinna. \v 27 Þau munu hverfa en þú ert að eilífu. Þau fyrnast, líkt og slitin föt sem lögð eru til hliðar. \v 28 En þú ert hinn sami og ár þín taka aldrei enda. \p \v 29 En afkomendur okkar munu lifa og þú munt varðveita þá, kynslóð fram af kynslóð.“ \c 103 \p \v 1 Ég vil lofa Guð af öllu hjarta. \v 2 Ég vil vegsama Drottin og minnast allra velgjörða hans við mig. \v 3 Hann fyrirgefur syndir mínar. Hann læknar mig. \v 4 Hann frelsar mig frá dauða. Hann umlykur mig náð og miskunn. \v 5 Hann hleður á mig gjöfum! Hann endurnýjar lífsþrótt minn og gerir mig sterkan sem örn. \v 6 Hann réttir hlut þeirra sem misrétti þola. \v 7 Hann opinberaði Móse vilja sinn og hver hann væri og einnig þjóð sinni Ísrael. \p \v 8 Hann er miskunnsamur og mildur við þá sem eiga það ekki skilið. Hann er seinn til reiði og fullur náðar og kærleika. \p \v 9 Hann er ekki langrækinn né eilíflega reiður. \v 10 Hann hefur ekki refsað okkur fyrir syndir okkar eins og sanngjarnt var \v 11 því að miskunn hans við þá sem óttast hann og heiðra, er eins há og himinninn er yfir jörðinni. \v 12 Hann fleygði burt syndum okkar og það langt, já, eins langt og austrið er frá vestrinu! \v 13 Eins og faðir miskunnar börnum sínum, eins hefur Drottinn miskunnað þeim sem óttast hann, \v 14 því hann veit að við erum bara dauðlegir menn \v 15 og að ævi okkar er stutt og líður hratt. Við erum eins og jurt sem vex og blómgast \v 16 en skrælnar fyrr en varir í brennheitum vindinum, deyr og gleymist. \p \v 17-18 En miskunn Drottins endist að eilífu fyrir þá sem reiða sig á orð hans og óttast hann. Og hjálpræði hans nær til barnabarnanna ef við höldum sáttmála hans og hlýðum boðum hans. \p \v 19 Drottinn hefur reist sér hásæti á himnum og þaðan stjórnar hann heiminum. \v 20 Lofið Drottin, þið voldugu englar sem framkvæmið skipanir hans og takið við fyrirmælum hans. \v 21 Lofið Drottin, þið hersveitir englanna sem framfylgið vilja hans. \p \v 22 Öll verk Drottins, um víða veröld, lofa hann! Einnig ég vil lofa hann! \c 104 \p \v 1-2 Ég lofa Drottin! Drottinn, þú Guð minn, þú ert undursamlegur! Þú ert íklæddur hátign og dýrð og umlukinn ljósi! Þú þandir út himininn eins og dúk og dreifðir um hann stjörnunum. \v 3 Þú mótaðir þurrlendið og rýmdir fyrir hafinu. Þú gerðir ský að vagni þínum og ferð um á vængjum vindarins. \v 4 Englarnir eru erindrekar þínir og eldslogar þjóna þér. \p \v 5 Undirstöður heimsins eru traustar, þær eru þitt verk, og þess vegna haggast hann ekki. \v 6 Þú lést vatnsflóð ganga yfir jörðina og hylja fjöllin. \v 7-8 Og þegar þú bauðst, safnaðist vatnið saman í höfunum, fjöllin risu og dalirnir urðu til. \v 9 Þú settir sjónum sín ákveðnu mörk svo að hann skyldi aldrei aftur flæða yfir þurrlendið. \p \v 10 Þú settir lindir í dalina og lækir renna um fjöllin. \v 11 Þeir eru dýrunum til drykkjar og þar svalar villiasninn þorsta sínum. \v 12 Þar gera fuglar sér hreiður og söngur þeirra ómar frá trjánum. \v 13 Hann sendir regn yfir fjöllin svo að jörðin ber sinn ávöxt. \v 14 Safaríkt grasið vex að boði hans og er búfénu til fæðu. En maðurinn yrkir jörðina, ræktar ávexti, grænmeti og korn, \v 15 einnig vín sér til gleði, olíu sem gerir andlitið gljáandi og brauð sem gefur kraft. \v 16 Drottinn gróðursetti sedrustrén í Líbanon, há og tignarleg, \v 17 og þar byggja fuglarnir sér hreiður, en storkurinn velur kýprustréð til bústaðar. \v 18 Steingeiturnar kjósa hin háu fjöll, en stökkhérarnir finna sér stað í klettum. \p \v 19 Tunglið settir þú til að afmarka mánuði, en sólina til að skína um daga. \v 20 Myrkur og nótt eru frá þér komin, þá fara skógardýrin á kreik. \v 21 Þá öskra ljónin eftir bráð og heimta æti sitt af Guði. \v 22 Þegar sólin rís draga þau sig í hlé og leggjast í fylgsni sín, \v 23 en mennirnir ganga út til starfa og vinna allt til kvölds. \v 24 Drottinn, hvílík fjölbreytni í öllu því sem þú hefur skapað! Allt á það upphaf sitt í vísdómi þínum! Jörðin er full af því sem þú hefur gert! \p \v 25 Framundan mér teygir sig blikandi haf, iðandi af alls konar lífi! \v 26 Og sjá! Þarna eru skipin! Og þarna hvalirnir! – þeir leika á alls oddi! \v 27 Allar skepnur vona á þig, að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma. \v 28 Þú mætir þörfum þeirra og þau mettast ríkulega af gæðum þínum. \p \v 29 En snúir þú við þeim bakinu er úti um þau. Þegar þú ákveður, deyja þau og verða að mold, \v 30 en þú sendir líka út anda þinn og vekur nýtt líf á jörðinni. \p \v 31 Lof sé Guði að eilífu! Drottinn gleðst yfir verkum sínum! \p \v 32 Þegar hann lítur á jörðina, skelfur hún og eldfjöllin gjósa við snertingu fingra hans. \p \v 33 Ég vil lofsyngja Drottni svo lengi sem ég lifi, vegsama Guð á meðan ég er til! \v 34 Ó, að ljóð þetta mætti gleðja hann, því að Drottinn er gleði mín og fögnuður. \p \v 35 Ó, að misgjörðarmenn hyrfu af jörðinni og að óguðlegir yrðu ekki framar til. En Drottin vil ég vegsama að eilífu! Hallelúja! \c 105 \p \v 1 Þakkið Drottni fyrir öll hans undursamlegu verk og segið frá þeim meðal þjóðanna. \v 2 Syngið fyrir hann, leikið fyrir hann og segið öllum frá máttarverkum hans. \v 3 Lofið og vegsamið hans heilaga nafn. Þið sem tilbiðjið Drottin, fagnið! \p \v 4 Leitið hans og máttar hans, og keppið eftir að kynnast honum! \p \v 5-6 Minnist dásemdarverkanna sem hann vann fyrir okkur, sína útvöldu þjóð, afkomendur Abrahams og Jakobs, þjóna hans. Munið þið hvernig hann útrýmdi óvinum okkar? \v 7 Hann er Drottinn, Guð okkar. Elska hans blasir við hvar sem er í landinu. \v 8-9 Þótt þúsund kynslóðir líði, þá gleymir hann ekki loforði sínu, sáttmála sínum við Abraham og Ísak. \v 10-11 Þennan sáttmála endurnýjaði hann við Jakob. Þetta er hans eilífi sáttmáli við Ísrael: „Ég mun gefa ykkur Kanaansland að erfð.“ \v 12 Þetta sagði hann meðan þeir voru enn fámennir, já mjög fáir, og bjuggu sem útlendingar í landinu. \v 13 Síðar dreifðust þeir meðal þjóðanna og hröktust úr einu landinu í annað. \v 14 Samt leyfði hann engum að kúga þá og refsaði konungum sem það reyndu. \v 15 „Snertið ekki við mínum útvöldu og gerið spámönnum mínum ekkert mein.“ sagði hann. \p \v 16 Og hann lét hungursneyð koma yfir Kanaansland og allur matur gekk til þurrðar. \v 17 Þá sendi hann Jósef í ánauð til Egyptalands, þjóð sinni til bjargar. \v 18 Þeir hlekkjuðu hann og þjáðu, \v 19 en Guð lét hann þola eldraunina og batt að lokum enda á fangavist hans. \v 20 Og faraó sendi eftir Jósef og lét hann lausan, \v 21 og setti hann svo yfir allar eigur sínar. \v 22 Þá hafði Jósef vald til að fangelsa höfðingja og segja ráðgjöfum konungs til. \p \v 23 Síðar kom Jakob (Ísrael) til Egyptalands og settist þar að með sonum sínum. \v 24 Þau ár fjölgaði Ísrael mjög, já svo mjög að þeir urðu fjölmennari en Egyptar, sem réðu landinu. \v 25 En Guð sneri hjörtum Egypta gegn Ísrael, þeir hötuðu þá og hnepptu í þrældóm. \p \v 26 Þá útvaldi Guð Móse sem fulltrúa sinn og Aron honum til hjálpar. \v 27 Hann gjörði tákn meðal Egypta og vakti þannig ótta hjá þeim. \v 28 Þeir fóru að skipun Drottins og hann sendi myrkur yfir landið, \v 29 breytti ám og vötnum í blóð svo að fiskurinn dó. \p \v 30 Þá kom flóðbylgja af froskum – þeir voru um allt, jafnvel í svefnherbergi konungs! \v 31 Að skipun Móse fylltist landið af mývargi og flugum. \v 32 Í stað regns dundi banvænt hagl yfir landið og eldingar skelfdu íbúana. \v 33 Vínviður þeirra og fíkjutré drápust, féllu brotin til jarðar. \v 34 Þá bauð hann engisprettum að naga allan grænan gróður \v 35 og eyðileggja uppskeruna, – hvílík plága! \v 36 Þá deyddi hann frumburðina, – elsta barn í hverri egypskri fjölskyldu – þar fór framtíðarvonin. \v 37 Og Drottinn leiddi sitt fólk heilu og höldnu út úr Egyptalandi, hlaðið gulli og silfri. Ekkert þeirra var veikt eða vanmáttugt. \v 38 Og Egyptar voru því fegnastir þegar Ísraelsmenn héldu á brott, því að þeir óttuðust þá. \p \v 39 Um daga breiddi Guð út ský og hlífði þeim gegn brennheitri sólinni og um nætur lýsti hann þeim leiðina með eldstólpa. \v 40 Þeir báðu um kjöt og hann sendi þeim lynghænsni og brauð gaf hann þeim – manna, brauð frá himni. \v 41 Hann opnaði klettinn og vatnið spratt fram og varð að læk í eyðimörkinni. \v 42 Hann minntist loforðs síns til Abrahams, þjóns síns, \v 43 og leiddi sitt útvalda fólk fagnandi út úr Egyptalandi. \v 44 Og hann gaf þeim lönd heiðingjanna, sem stóðu í fullum blóma með þroskaða uppskeru og þeir átu það sem aðrir höfðu sáð til. \v 45 Allt skyldi þetta hvetja Ísrael til trúfesti og hlýðni við lög Drottins. \p Hallelúja! \c 106 \p \v 1 Hallelúja! Drottinn, þökk sé þér því að þú ert góður! Elska þín varir að eilífu. \v 2 Hver getur talið upp öll máttarverk Guðs og hver getur lofað hann eins og rétt er og skylt? Enginn! \p \v 3 Sæll er sá réttláti sem gerir nágrönnum sínum gott. \p \v 4 Drottinn, þegar þú blessar og bjargar fólki þínu, minnstu þá einnig mín. \v 5 Gefðu mér hlut í velgengni þinna útvöldu, að fá að gleðjast með þeim og deila með þeim hjálp þinni. \p \v 6 Bæði við og feður okkar höfum margvíslega syndgað. \v 7 Máttarverk þín í Egyptalandi mátu þeir lítils og fljótlega gleymdu þeir góðverkum þínum og risu gegn þér við hafið hið rauða. \v 8 En samt frelsaðir þú þá, hélst uppi heiðri nafns þíns og sýndir mátt þinn. \v 9 Þú klaufst hafið, lagðir þurran veg um botn þess og leiddir þá þar í gegn. \v 10 Þannig frelsaðir þú þá frá óvinum þeirra. \v 11 Síðan féll sjórinn aftur í farveg sinn og óvinir þeirra fórust – ekki einn komst af! \p \v 12 Þá loks trúðu þeir Drottni og sungu honum lofsöng. \p \v 13 En þeir voru fljótir að gleyma honum á ný! Þeir treystu ekki orðum hans \v 14 en heimtuðu sífellt meira og meira og reyndu eins og þeir gátu á þolinmæði Guðs. \v 15 Og hann lét að vilja þeirra, en þó ekki að öllu leyti. \v 16 Þeir gerðu uppreisn gegn Móse og líka Aron, manninn sem Guð hafði valið til prests. \v 17 Þá opnaðist jörðin og gleypti Datan og flokk Abírams. \v 18 Eldur féll af himni og eyddi illmennum þessum. \p \v 19-20 Þeir gerðu sér líkneski af nauti, sem étur gras, og tilbáðu það í stað hins dýrlega Guðs! \v 21-22 Þannig óvirtu þeir Guð, frelsara sinn, sem gert hafði undur og tákn í Egyptalandi og við hafið rauða. \v 23 Þess vegna áformaði Guð að eyða þeim öllum. En Móse, hans útvaldi þjónn, tók sér stöðu milli fólksins og Guðs og bað hann að láta af reiði sinni og tortíma þeim ekki. \p \v 24 Og ekki vildu þeir inn í fyrirheitna landið, þeir treystu ekki að Guð mundi vernda þá. \v 25 Þeir kvörtuðu í tjöldum sínum og fyrirlitu skipun hans. \v 26 Þá ákvað hann að láta þá deyja í eyðimörkinni, \v 27 tvístra afkomendum þeirra meðal þjóðanna og herleiða þá til annarra landa. \v 28 Og hjá Peór gengu forfeður okkar í lið með fylgjendum Baals og báru fram fórnir til dauðra skurðgoða. \v 29 Það reitti Drottin til reiði og þess vegna braust út plága meðal þeirra. \v 30 Hún hélst þar til Pínehas gekk fram og refsaði þeim sem henni höfðu valdið. \v 31 Hans verður ætíð minnst fyrir það réttlætisverk. \p \v 32 Hjá Meríba reitti Ísrael Drottin aftur til reiði og olli Móse miklum vanda, \v 33 – hann reiddist og talaði ógætileg orð. \v 34 Og ekki útrýmdi Ísrael þjóðunum sem fyrir voru í landinu, eins og Guð hafði skipað þeim, \v 35 heldur blönduðust þeir heiðingjunum og tóku upp ósiði þeirra. \v 36 Þeir færðu skurðgoðum þeirra fórnir og leiddust burt frá Guði. \v 37-38 Þeir fórnuðu jafnvel börnum sínum til illra anda – til hjáguða Kanverja – úthelltu saklausu blóði og vanhelguðu landið með morðum. \v 39 Þeir saurguðust af illverkum þessum, því að með hjáguðadýrkun sinni rufu þeir trúnað við Guð. \v 40 Vegna alls þessa reiddist Drottinn Ísrael, lýð sínum, og fékk viðbjóð á honum, \v 41-42 og lét hann heiðnar þjóðir drottna yfir honum. Ísrael var stjórnað af óvinum sínum og þeir kúguðu hann. \p \v 43 Aftur og aftur leysti hann þá undan okinu, en þeir héldu áfram að óhlýðnast honum, uns syndir þeirra komu þeim á kné. \p \v 44 Samt bænheyrði hann þá og linaði þjáningar þeirra. \v 45 Hann minntist loforðsins sem hann gaf þeim og aumkaðist yfir þá í elsku sinni, \v 46 svo að jafnvel þeir sem kúguðu þá, sýndu þeim miskunn. \p \v 47 Ó, frelsaðu okkur, Drottinn Guð! Safnaðu okkur saman frá þjóðunum svo að við getum sameiginlega þakkað þér og lofað nafn þitt. \p \v 48 Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Og allt fólkið segi: „Amen!“ Hallelúja. \c 107 \p \v 1 Þakkið Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu. \v 2 Hafi Drottinn frelsað þig, þá segðu frá því! Segðu öðrum frá því að hann hafi frelsað þig frá óvinum þínum. \p \v 3 Hann leiddi hina útlægu heim frá ystu endimörkum jarðarinnar. \v 4 Þeir ráfuðu heimilislausir um eyðimörkina, \v 5 hungraðir og þyrstir og að niðurlotum komnir. \v 6 „Drottinn, hjálpaðu okkur!“ hrópuðu þeir, og hann svaraði bæn þeirra! \v 7 Hann leiddi þá í öruggt skjól, til byggilegrar borgar. \v 8 Ó, að þetta fólk vildi nú lofa Drottin fyrir miskunn hans og öll hans dásamlegu verk, \v 9 því að hann svalar þyrstri sál og mettar hungraðan gæðum. \p \v 10 Hverjir eru þessir sem sitja í myrkri og skugga dauðans, þjáðir af eymd og volæði? \v 11 Þeir gerðu uppreisn gegn Drottni, fyrirlitu hann, hinn hæsta Guð. \v 12 Þess vegna beygði hann þá með mæðu. Þeir hrösuðu og enginn gat hjálpað þeim á fætur. \v 13 Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim! \v 14 Hann leiddi þá út úr myrkri og skugga dauðans og braut fjötra þeirra. \v 15 Þeir skulu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans miskunnarverk! \v 16 Því að hann mölvaði hlið dýflissunnar og braut sundur rimlana. \p \v 17 Sumir kölluðu yfir sig ógæfu með heimsku sinni. \v 18 Loks bauð þeim við öllum mat. Þeir sáu ekkert framundan nema dauðann. \v 19 Þá kölluðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr angist þeirra, kom þeim á réttan veg. \v 20 Hann sendi út orð sitt og læknaði þá, hreif þá frá dyrum dauðans. \v 21 Ó, að menn þessir vildu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans dásemdarverk! \v 22 Þeir þakki honum heilshugar og kunngjöri verk hans með gleði. \p \v 23 Og svo eru þeir sem sigla um höfin, kaupmenn sem flytja vörur milli landa. \v 24 Einnig þeir fá að reyna máttarverk Drottins. \v 25 Hann kallar á storminn og lætur öldurnar rísa. \v 26 Skipin sveiflast til himins og hverfa í öldudali – öllum um borð fellst hugur í neyðinni. \v 27 Þeir ramba og skjögra eins og drukknir menn og vita ekki sitt rjúkandi ráð. \v 28 Þá hrópa þeir til Drottins í neyð sinni og hann frelsar þá. \v 29 Hann kyrrir bæði sjó og vind. \v 30 Hvílík blessun að ná höfn og njóta lognsins! \v 31 Ó, að þessir menn vildu þakka Drottni miskunn hans og öll hans dásemdarverk. \v 32 Þeir lofi hann upphátt í söfnuðinum og í áheyrn leiðtoga Ísraels. \p \v 33 Hann þurrkar upp fljótin \v 34 og gerir land óguðlegra að skorpinni saltsléttu. \v 35 En hann kann líka að breyta auðninni í frjósama og vatnsríka vin. \v 36 Þangað leiðir hann hungraða sem setjast þar að og byggja sér borgir, \v 37 sá í akra, gróðursetja víngarða og afla afurða. \v 38 Þannig blessar hann! Og þeir margfaldast stórum og fénaði þeirra fjölgar. \p \v 39 Sumir missa allt í ofsókn, þjáningu og sorg, \v 40 því að Guð sendir hrokafullum skömm og lætur tignarmenn ráfa um í rústum, \v 41 en hann bjargar fátæklingum sem honum treysta, gefur þeim fjölda afkomenda og mikla hagsæld. \v 42 Þetta sjá hinir guðhræddu og þeir gleðjast, meðan óguðlegir þegja í skömm. \p \v 43 Þú sem ert vitur, hugleiddu þetta! Hugsaðu um miskunn og kærleika Drottins. \c 108 \p \v 1-2 Ó, Guð, nú vil ég lofa þig! Ég vil syngja og fagna frammi fyrir þér. \p \v 3 Vaknaðu, harpa og gígja! Við viljum bjóða morgunroðann velkominn með söng! \v 4 Ég vil lofa þig um víða veröld, Drottinn, vegsama þig hjá hverri þjóð. \v 5 Því að miskunn þín nær til skýjanna og trúfesti þín er ómælanleg! \v 6 Láttu tign þína og mátt birtast og dýrð þína breiðast yfir jörðina. \v 7 Hlustaðu á ákall vina þinna og bjargaðu þeim með krafti þínum, já, bænheyrðu þá. \p \v 8 Fögnum og gleðjumst því að við höfum fengið loforð frá Guði! Hann hefur lofað að gefa okkur Síkemland og Súkkótdal. \v 9 „Ég á Gíleað, ég á Manasse og Efraím er hjálmurinn á höfði mínu. Júda er veldissproti minn \v 10 en Móab og Edóm fyrirlít ég og yfir Filisteu æpi ég siguróp.“ \p \v 11 Hver nema Guð getur veitt mér styrk til að sigrast á víggirtum borgum? Hver nema hann getur opnað mér leið inn í Edóm? \p \v 12 Drottinn, hefur þú útskúfað okkur? Hefur þú gert her okkar óvígan? \v 13 Ó, veittu okkur lið gegn óvinum okkar, því að mannahjálp er gagnslaus. \v 14 Með hjálp Guðs munum við vinna hetjudáð og hann mun gjörsigra óvini okkar. \c 109 \p \v 1 Þú Guð sem ég lofa, vertu ekki þögull \v 2 því að óguðlegir baktala mig og ljúga á mig sökum. \v 3 Án saka hata þeir mig og ráðast á mig. \v 4 Ég elska þá, en jafnvel meðan ég bið fyrir þeim, ofsækja þeir mig. \v 5 Þeir gjalda gott með illu og ást mína með hatri. \p \v 6 Leyfðu þeim að finna hvernig mér líður! Leyfðu óvini mínum að þola sama óréttlæti og hann beitir mig – vera dæmdur af ranglátum dómara. \v 7 Og þegar úrskurður fellur, lát hann þá verða honum til tjóns. Líttu á bænir hans eins og innantómt raus. \v 8 Styttu æviár hans. Skipaðu annan í embætti hans. \v 9-10 Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja og rektu þau burt úr rústum heimilis þeirra. \v 11 Lánardrottnarnir taki landareign hans og ókunnugir fái allt sem hann hafði aflað. \v 12-13 Enginn sýni honum miskunn né aumki sig yfir föðurlausu börnin hans. Afkomendur hans verði afmáðir og ætt hans eins og hún leggur sig. \v 14 Refsaðu fyrir syndir föður hans og móður og dragðu ekki af. \v 15 Láttu misgjörðir hans aldrei falla í gleymsku, en minningu ættarinnar að engu verða. \p \v 16 Hann sýndi engum manni miskunn, en ofsótti nauðstadda og steypti aðþrengdum í dauðann. \v 17 Hann formælti öðrum, bölvunin komi honum sjálfum í koll. Að blessa lét hann ógert, blessun sé því fjarri honum. \v 18 Að bölva, það átti við hann, það var honum eðlilegt eins og að éta og drekka. \p \v 19 Formælingar hans bitni á honum sjálfum, hylji hann, eins og fötin sem hann er í og beltið um mitti hans. \v 20 Þetta séu laun andstæðinga minna frá Drottni – þeirra sem ljúga á mig og hóta mér dauða. \p \v 21 En Drottinn, farðu með mig eins og barnið þitt! Eins og þann sem ber þitt eigið nafn. Frelsaðu mig Drottinn, vegna elsku þinnar. \p \v 22-23 Það hallar undan fæti, ég finn að dauðinn nálgast. Ég er hristur til jarðar eins og padda af ermi! \v 24 Ég skelf í hnjánum – fastan var erfið, ég er ekkert nema skinn og bein. \v 25 Ég er eins og minnisvarði um mistök og þegar menn sjá mig hrista þeir höfuðið. \p \v 26 Hjálpaðu mér Drottinn Guð minn! Frelsaðu mig sakir elsku þinnar og kærleika. \v 27 Gerðu það svo að allir sjái, svo að enginn efist um að það var þitt verk, \v 28 – þá mega þeir formæla mér ef þeir vilja, sama er mér, aðeins að þú blessir mig. Þá munu illráð þeirra gegn mér mistakast og ég ganga mína leið, glaður í bragði. \p \v 29 Ónýttu áform þeirra! Sveipaðu þá skömm! \v 30 Þá mun ég ekki láta af að þakka Drottni, lofa hann í allra áheyrn. \v 31 Því að hann er athvarf fátækra og þeirra sem líða skort. Hann frelsar þá undan óvinum þeirra. \c 110 \p \v 1 Guð sagði við minn Drottin – við Krist: „Þú skalt ráða og ríkja mér við hlið. Ég mun sigra óvini þína og láta þá þjóna þér.“ \p \v 2 Guð hefur reist þér hásæti í Jerúsalem og þaðan muntu drottna yfir óvinum þínum. \v 3 Þegar konungsvald þitt verður lýðum ljóst, mun þjóð þín flýta sér á þinn fund og æskufólk þitt íklæðast helgum skrúða. Eins og döggin er ný á hverjum morgni, eins mun styrkur minn endurnýjast dag eftir dag. \v 4 Guð hefur unnið mér eið – og hann iðrast þess ekki – að þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks. \v 5 Guð er þér til hægri handar til að vernda þig. Þegar reiðidómur hans verður birtur mun hann fella marga konunga til jarðar. \v 6 Hann mun refsa þjóðunum, lík þeirra munu liggja út um allt. Hann mun mölva höfuð þeirra. \v 7 Á leiðinni drekkur hann úr lindinni við veginn og ber höfuðið hátt. \c 111 \p \v 1-2 Hallelúja! Ég þakka Guði máttarverk hans, já, í áheyrn og augsýn allrar þjóðarinnar. Allir sem vilja, íhugi þetta ásamt mér. \v 3 Því að máttarverkin lýsa mikilleika hans, hátign og eilífum kærleika. \p \v 4 Hver getur gleymt dásemdarverkum hans, miskunn hans? \v 5 Hann annast þarfir þeirra sem honum treysta og gleymir ekki loforðum sínum. \v 6 Hann sýndi mátt sinn er hann gaf þjóð sinni landið Ísrael – land sem margar þjóðir byggðu. \v 7 Allt gerir hann af trúfesti og réttlæti og öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg og góð, \v 8 gefin í kærleika og af réttvísi – þau munu standa að eilífu. \v 9 Hann hefur frelsað þjóð sína og gert við hana eilífan sáttmála. Heilagt og óttalegt er nafn Drottins. \p \v 10 Hvernig öðlast menn visku? Með því fyrst að óttast og heiðra Guð og síðan með því að halda lög hans. Lofað sé nafn hans að eilífu. \c 112 \p \v 1 Dýrð sé Guði! Að trúa á Guð og treysta honum veitir ómælda blessun. Sæll er sá maður sem hefur unun af boðorðum hans. \p \v 2 Börn hans njóta hvarvetna heiðurs, því að góður arfur eflir göfugan mann. \v 3 Sjálfur býr hann við auðlegð og góðverk hans gleymast ekki. \v 4 Réttlátum er hann ljós í myrkri – miskunn hans og gæska eru augljós. \v 5 Sá mun blessun hljóta sem er góðgjarn og fús að lána og framkvæmir verk sín með réttvísi. \p \v 6 Slíkur maður verður ekki fórnarlamb illra atvika. Umhyggja Guðs fyrir honum verður umræðuefni þeirra sem þekkja hann. \v 7 Hann óttast ekki vondar fréttir, né kvíðir því sem koma skal. Hann er öruggur og veit að Drottinn annast hann. \v 8 Þess vegna óttast hann ekkert og horfir á óvini sína með stakri ró. \v 9 Hann hefur miðlað mildilega og gefið fátækum. Góðverk hans munu ekki gleymast. Hann mun njóta vinsælda og hafa áhrif. \p \v 10 Þetta sjá óguðlegir og þeim gremst. Þeir munu gnísta tönnum og tortímast og óskir þeirra rætast ekki. \c 113 \p \v 1 Hallelúja! Þið þjónar Drottins, lofið nafn hans. \v 2 Lofað sé nafn hans um aldur og ævi! \v 3 Vegsamið hann frá sólarupprás til sólarlags! \v 4 Því að hann er hátt upphafinn yfir þjóðirnar og dýrð hans er himnunum hærri. \p \v 5 Hver kemst í samjöfnuð við Guð hinn hæsta? \v 6 Hann situr hátt og horfir niður á himin og jörð. \v 7 Hann reisir hinn fátæka úr skítnum, leiðir hinn hungraða frá sorphaugnum \v 8 og fær þeim sæti með tignarmönnum! \v 9 Fyrir hans hjálp verður hún hamingjusöm móðir – konan sem ekki gat fætt manni sínum börn. Hallelúja! Lof sé Drottni! \c 114 \p \v 1 Í árdaga, þegar Ísraelsmenn flúðu Egyptaland, land hinnar framandi tungu, \v 2 varð Júda og Ísrael bústaður Guðs og ríki hans. \p \v 3 Hafið rauða sá þá koma og hopaði. Og áin Jórdan, hún stöðvaðist svo að þeir gátu gengið yfir. \v 4 Fjöllin hoppuðu eins og hrútar og hæðirnar sem lömb! \v 5 Hvað olli því, þú rauða haf, að þú hopaðir til beggja hliða? Og hvers vegna, áin Jórdan, stöðvaðist rennsli þitt? \v 6 Og þið fjöll, hvers vegna hoppið þið eins og hrútar og þið hæðir sem lömb? \p \v 7 Nötra þú jörð frammi fyrir augliti Drottins, Guðs Jakobs, \v 8 því að hann lét uppsprettu opnast á klettinum. \c 115 \p \v 1 Drottinn, gefðu ekki okkur, heldur þínu nafni dýrðina. Gefðu að allir vegsami þig vegna miskunnar þinnar og trúfesti. \v 2 Hvers vegna leyfir þú heiðingjunum að segja: „Guð þeirra er ekki til!“ \p \v 3 Guð er á himnum og hann gerir það sem hann vill. \v 4 Guðir heiðingjanna eru mannaverk, smíðisgripir úr silfri og gulli. \p \v 5 Þeir hvorki tala né sjá, en hafa þó bæði munn og augu! \v 6 Þeir heyra ekki, finna enga lykt \v 7 og hreyfa hvorki legg né lið! Þeir geta ekki sagt eitt einasta orð! \v 8 Smiðirnir sem þau gera og tilbiðja, eru engu gáfaðri en þau! \p \v 9 Ísrael, treystu Drottni! Hann er hjálpari þinn, hann er skjöldur þinn. \v 10 Þið prestar af Aronsætt, treystið Drottni! Hann er ykkar hjálp og hlíf. \v 11 Þú lýður hans, þið öll, yngri sem eldri, treystið honum. Hann er hjálp og skjöldur. \p \v 12 Drottinn mun ekki gleyma okkur og hann blessar okkur öll. Hann blessar Ísraels fólk og prestana af Arons ætt, \v 13 já, alla, bæði háa og lága – þá sem óttast hann. \p \v 14 Drottinn blessi þig og börnin þín. \v 15 Drottinn, hann sem skapaði himin og jörð, mun blessa þig – já, þig! \v 16 Himinninn tilheyrir Drottni, en jörðina gaf hann mönnunum. \p \v 17 Ekki geta andaðir menn lofað Drottin hér á jörðu, \v 18 en það getum við! Við lofum hann að eilífu! Hallelúja! Lof sé Drottni! \c 116 \p \v 1 Ég elska Drottin, því að hann heyrir bænir mínar – og svarar þeim. \v 2 Meðan ég dreg andann mun ég biðja til hans, því að hann lítur niður og hlustar á mig. \p \v 3 Ég horfðist í augu við dauðann – var hræddur og hnípinn. \v 4 Þá hvíslaði ég: „Drottinn, frelsaðu mig!“ \v 5 Náðugur er Drottinn og góður er hann! \v 6 Drottinn hlífir vondaufum og styrkir hjálparvana. \v 7 Nú get ég slakað á og verið rór, því að Drottinn hefur gert mikla hluti fyrir mig. \v 8 Hann hefur bjargað mér frá dauða, augum mínum frá gráti og fótum mínum frá hrösun. \v 9 Ég fæ að lifa! Já, lifa með honum hér á jörðu! \p \v 10-11 Þegar ég átti erfitt hugsaði ég: Þeir segja ósatt, að allt muni snúast mér í hag. \v 12 En nú, hvernig get ég nú endurgoldið Drottni góðverk hans við mig? \v 13 Ég vil lyfta bikarnum og vínberjalegi að fórn, þakka honum lífið. \v 14 Fórnina sem ég lofaði Drottni, færi ég nú í allra augsýn. \v 15 Hann elskar vini sína og lætur þá ekki deyja án gildrar ástæðu. \p \v 16 Drottinn, þú hefur leyst fjötra mína, því vil ég þjóna þér af öllu hjarta. \v 17 Ég vil lofa þig og færa þér þakkarfórn. \v 18-19 Í forgörðum musteris Drottins í Jerúsalem vil ég – og það í augsýn allra – færa honum allt sem ég hafði lofað. Dýrð sé Drottni! \c 117 \p \v 1 Lofið Drottin allar þjóðir. Vegsamið hann allir lýðir. \v 2 Miskunn hans er mikil og trúfesti hans varir að eilífu. Lofaður sé Drottinn! \c 118 \p \v 1 Þakkið Drottni því að hann er góður! Elska hans varir að eilífu. \v 2 Söfnuður Ísraels lofi hann og segi: „Elska hans varir að eilífu!“ \v 3 Og prestar Arons taki undir og syngi: „Elska hans varir að eilífu!“ \v 4 Og heiðingjarnir sem trú hafa tekið segi: „Elska hans varir að eilífu.“ \p \v 5 Í angist minni bað ég til Drottins. Hann svaraði mér og frelsaði mig. \v 6 Ég er hans! Hvað skyldi ég þá óttast? Hvað geta dauðlegir menn gert mér? \v 7 Ég er vinur Drottins og hann hjálpar mér. Óvinir mínir skulu vara sig! \p \v 8 Betra er að treysta Drottni, en að reiða sig á menn. \v 9 Öruggara er að leita hjálpar hans en stuðnings frá voldugum konungi! \p \v 10 Þó óvinaþjóðirnar ráðist gegn mér, allar sem ein, þá mun ég ganga fram undir gunnfána hans og gjöreyða þeim. \v 11 Já, þær umkringja mig og gera árás, en ég útrými þeim undir sigurmerki hans. \v 12 Þær þyrpast að mér eins og flugnager, blossa gegn mér sem eyðandi eldur. En undir fána hans gjörsigra ég þá! \p \v 13 Þú, óvinur minn, gerðir allt til að útrýma mér, en Drottinn kom mér til hjálpar. \v 14 Þegar orustan stóð sem hæst var hann styrkur minn og lofsöngur og að endingu veitti hann mér sigur. \p \v 15-16 Á heimilum réttlátra syngja menn fagnaðarljóð, enda nýkomnar fréttir af sigri! \v 17 Ekki mun ég deyja, heldur lifa og segja öllum frá máttarverkum hans. \v 18 Drottinn refsaði mér, en ofurseldi mig ekki dauðanum. \p \v 19 Ljúkið upp hliðum musterisins – ég ætla að ganga inn og þakka Drottni. \v 20 Um þessi hlið liggur leiðin til Drottins og réttlátir ganga þar inn. \v 21 Ó, Drottinn, þökk sé þér að þú bænheyrðir og bjargaðir mér. \p \v 22 Steinninn sem smiðirnir höfðu hafnað var gerður að hornsteini hússins! \v 23 Það var að vilja og fyrir tilstilli Drottins og er í einu orði sagt stórkostlegt! \v 24 Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gert. Fögnum og verum glöð í dag! \v 25 Ó, Drottinn, hjálpa þú. Frelsa þú okkur. Láttu okkur ná árangri. \v 26 Blessaður sé sá sem er að koma, sá sem sendur er af Drottni. Við blessum þig frá helgidóminum. \p \v 27-28 Drottinn er ljósið sem lýsir okkur. Dansið fyrir honum, já, alla leiðina að altari hans. Hann er minn Guð, ég þakka honum og lofa hann. \v 29 Þakkið Drottni, því að hann er góður! Miskunn hans varir að eilífu! \c 119 \p \v 1 Sælir eru þeir sem breyta í öllu eftir lögum Guðs. \v 2 Sælir eru þeir sem leita Guðs og gera vilja hans í hvívetna, \v 3 þeir sem hafna málamiðlun við hið illa og ganga heilshugar á Guðs vegum. \v 4 Þú, Drottinn, gafst okkur lög þín til þess að við hlýddum þeim \v 5 – ó, hve ég þrái að breyta grandvarlega eftir þeim. \v 6 Þá verð ég ekki til skammar, heldur hef hreinan skjöld. \p \v 7 Ég vil þakka þér leiðsögn þína og réttláta ögun, það hefur kennt mér að lifa lífinu rétt! \v 8 Ég vil vera þér hlýðinn! Og þá veit ég að þú munt alls ekki yfirgefa mig. \p \v 9 Hvernig getur ungt fólk lifað hreinu lífi? Með því að hlusta á orð þín og fara eftir þeim. \v 10 Ég leitaði þín af öllu hjarta – láttu mig ekki villast burt frá boðum þínum. \v 11 Ég hef íhugað orð þín af kostgæfni og varðveitt þau í hjarta mínu svo að þau verndi mig frá því að syndga. \p \v 12 Lof sé þér Drottinn, kenndu mér lög þín. \v 13 Ég fer með lög þín upphátt \v 14 – þau veita mér meiri gleði en mikil auðæfi. \p \v 15 Ég vil íhuga þau og hafa þau í heiðri. \v 16 Ég gleðst yfir þeim og gleymi þeim ekki. \p \v 17 Leyfðu mér að lifa langa ævi, og læra að hlýða þér meir og meir. \v 18 Opnaðu augu mín svo að ég sjái dásemdirnar í orði þínu. \v 19 Ég er pílagrímur hér á jörðu – mikið vantar mig leiðsögn! Boðorð þín eru mér bæði leiðsögn og kort! \v 20 Ég þrái fyrirmæli þín meira en orð fá lýst! \p \v 21 Ávítaðu þá sem hafna boðum þínum. Þeir hafa kallað bölvun yfir sig. \v 22 Láttu það ekki viðgangast að þeir spotti mig fyrir að hlýða þér. \v 23 Jafnvel þjóðhöfðingjar hallmæla mér, en samt vil ég halda lög þín. \v 24 Lögmál þitt er mér bæði ljós og leiðsögn. \p \v 25 Ég er bugaður maður, alveg kominn á kné. Lífgaðu mig með orði þínu! \v 26 Ég sagði þér áform mín og þú svaraðir mér. Skýrðu nú fyrir mér leiðsögn þína, \v 27 svo að ég skilji hvað þú vilt og upplifi dásemdir þínar. \p \v 28 Ég græt af hryggð, hjarta mitt er bugað af sorg. Uppörvaðu mig og lífga með orðum þínum. \v 29-30 Leiddu mig burt frá öllu illu. Hjálpaðu mér, óverðugum, að hlýða lögum þínum, því að ég hef valið að gera rétt. \v 31 Ég held mér við boðorð þín og hlýði þeim vandlega. Drottinn, forðaðu mér frá öllu rugli. \v 32 Ég vil kappkosta að fara eftir lögum þínum, því að þú hefur gert mig glaðan í sinni. \p \v 33-34 Segðu mér, Drottinn, hvað mér ber að gera og þá mun ég gera það. Ég vil hlýða þér af heilum hug svo lengi sem ég lifi. \v 35 Ó, leiddu mig um réttan veg, – því hvað er betra en það?! \p \v 36 Gefðu að ég hlýði reglum þínum, en leiti ekki eftir rangfengnum gróða. \v 37 Snúðu huga mínum frá öllu öðru en því að fylgja þér. Lífgaðu mig, hresstu mig, svo að ég geti horft til þín. \p \v 38 Minntu mig á það aftur og aftur að fyrirheit þín gilda fyrir mig! Já, ég treysti þér, heiðra þig og óttast! \p \v 39 Þaggaðu niður háðið og spottið sem beint er að mér, því að lög þín eru góð og þeim fylgi ég. \v 40 Ég þrái að hlýða þeim. Þess vegna, Drottinn, lífgaðu mig við! \p \v 41 Þú lofaðir að frelsa mig! Miskunna mér nú í kærleika þínum, \v 42 og þá mun ég geta svarað þeim sem spotta mig, því að orðum þínum treysti ég. \p \v 43 Gef að ég gleymi aldrei orðum þínum og treysti alltaf þínum réttláta úrskurði. \v 44-46 Þess vegna vil ég hlýða þér um aldur og ævi og njóta þess frelsis sem lög þín veita. Ég mun fræða konunga um gildi þeirra og þeir munu hlusta af áhuga og virðingu. \p \v 47 Ég elska lög þín! Ég gleðst yfir boðum þínum! \v 48 „Komið, komið til mín!“ segi ég við þau; því að ég elska þau og þrái að íhuga þau. \p \v 49-50 Drottinn, gleymdu ekki fyrirheitum þeim sem þú gafst mér, þjóni þínum, – þau eru það sem ég treysti á. Þau eru styrkur minn þegar á móti blæs – þau hressa mig og lífga! \v 51 Ofstopamenn spotta mig fyrir hlýðni mína við Guð, en ég læt ekki haggast. \v 52 Allt frá því ég var barn hef ég leitast við að hlýða þér, orð þín hafa verið mér huggun. \p \v 53 Ég reiðist hinum óguðlegu, þeim sem hafna og fyrirlíta lög þín. \v 54 Því að þessi lög hafa verið uppspretta gleði minnar alla ævi. \v 55 Um nætur hugsa ég til þín Drottinn og minnist laga þinna. \v 56 Það hefur veitt mér mikla blessun að halda fyrirmæli þín. \p \v 57 Drottinn, þú ert minn og ég hef ákveðið að hlýða orðum þínum. \v 58 Ég þrái blessun þína af öllu hjarta. Miskunna mér eins og þú lofaðir mér. \v 59-60 Þegar ég sá að ég var á rangri leið, snéri ég við og flýtti mér aftur til þín. \v 61 Óguðlegir menn hafa reynt að tæla mig til syndar, en ég er staðráðinn í að hlýða lögum þínum. \p \v 62 Um miðnætti rís ég upp og þakka þér þín réttlátu ákvæði. \p \v 63 Sá er bróðir minn sem óttast og treystir Drottni og hlýðir orðum hans. \v 64 Ó, Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni! Kenndu mér lög þín! \p \v 65 Drottinn, blessun þín umlykur mig, eins og þú hafðir lofað mér. \v 66 Kenndu mér góð hyggindi og þekkingu, því að lög þín vísa mér veginn. \v 67 Áður var ég reikull, þar til þú refsaðir mér, en nú hlýði ég þér með glöðu geði. \v 68 Þú ert góður og gerir aðeins gott, hjálpaðu mér að fylgja leiðsögn þinni. \p \v 69 Ofstopamenn hafa spunnið upp lygar um mig, en málið er, að ég hlýði lögum þínum af öllu hjarta. \v 70 Þeir eru tilfinningalausir, skilja ekkert, en ég elska þig og fylgi orðum þínum. \p \v 71-72 Hirting þín var það besta sem fyrir mig gat komið, því að hún beindi augum mínum að lögum þínum. Lög þín eru mér meira virði en hrúgur af gulli og silfri! \p \v 73 Þú, Drottinn, ert skapari minn, gefðu mér vit til að halda lög þín. \v 74 Allir þeir sem óttast og elska þig, taka mér vel, þeir sjá að einnig ég treysti orðum þínum. \p \v 75-77 Ég veit, Drottinn, að ákvarðanir þínar eru réttar og að úrskurðir þínir gerðu mér gott. Huggaðu mig með miskunn þinni, eins og þú lofaðir mér. Umvef mig náð þinni svo að ég haldi lífi. Lög þín eru unun mín. \p \v 78 Lát hina stoltu verða til skammar, þá sem beita mig brögðum. En ég vil íhuga fyrirmæli þín. \p \v 79 Láttu þá sem treysta þér, þá sem heiðra þig, koma til mín og við munum ræða lög þín. \v 80 Gefðu mér náð til að þóknast vilja þínum svo að ég verði aldrei til skammar. \p \v 81 Ég þrái hjálp þína af öllu hjarta! Þú lofaðir að hjálpa mér! \v 82 Ég einblíni á þig, bíð eftir því að sjá loforð þitt rætast. \p Hvenær ætlar þú að hugga mig með hjálp þinni? \v 83 Ég er eins og hrukkóttur vínbelgur, skorpinn af reyk, uppgefinn af að bíða. Samt held ég fast við lög þín og hlýði þeim. \v 84 Hve lengi verð ég að bíða þess að þú refsir ofsækjendum mínum? \v 85-86 Ofstopamenn sem hata sannleika þinn og lög hafa grafið mér gryfju. Lygi þeirra hefur komið mér í mikinn vanda. Þú elskar sannleikann, hjálpaðu mér! \v 87 Þeir höfðu næstum gert út af við mig, en ég neitaði að láta undan og óhlýðnast lögum þínum. \v 88 Láttu mig halda lífi sakir miskunnar þinnar og ég mun halda áfram að fara eftir boðum þínum. \p \v 89 Drottinn, á himnum stendur orð þitt óhaggað um eilífð. \p \v 90-91 Trúfesti þín nær frá kynslóð til kynslóðar, hún stendur óhögguð eins og jörðin sem þú hefur skapað. Hún varir samkvæmt orðum þínum. Allir hlutir lúta þér. \p \v 92 Ég hefði örvænt og farist ef lögmál þitt hefði ekki verið unun mín. \v 93 Ég mun aldrei yfirgefa lög þín, í þeim fann ég lífsgleði og góða heilsu. \v 94 Ég tilheyri þér! Ég bið þig, varðveittu mig! Ég vil breyta eftir orðum þínum. \v 95 Óguðlegir bíða færis til að drepa, en ég íhuga loforð þín og reglur. \p \v 96 Ekkert er fullkomið í þessum heimi nema eitt – orð þín. \v 97 Ég elska þau! Ég íhuga þau liðlangan daginn. \v 98 Þau hafa gert mig vitrari en óvini mína, veitt mér leiðsögn gegnum lífið. \v 99 Ég er orðinn hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar, \v 100 skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín. \p \v 101 Ég hef hafnað vegum illskunnar, því að ég vil vera hlýðinn orðum þínum. \v 102-103 Ekki hef ég snúið baki við fyrirmælum þínum; orð þín eru sætari en hunang! \v 104 Orð þín ein veita mér skilning og vísdóm, er þá nokkur hissa þótt ég hati lygina? \p \v 105 Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum. Það forðar mér frá hrösun. \v 106 Ég hef sagt það áður og segi enn: „Ég vil hlýða lögum þínum, þau eru yndisleg!“ \p \v 107 Óvinum mínum hefur næstum tekist að koma mér á kné, frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér! \v 108 Hlustaðu á þakkargjörð mína og kenndu mér vilja þinn. \v 109 Líf mitt hangir á bláþræði, samt vil ég ekki óhlýðnast boðum þínum. \v 110 Illmenni hafa lagt gildrur fyrir mig, en ég mun ekki víkja af þínum vegi. \v 111 Lög þín eru það besta sem ég á! – Þau eru fjársjóður minn og endast mér að eilífu! \v 112 Ég er ákveðinn í að hlýða þér allt þar til ég dey. \p \v 113 Þeir finnst mér andstyggilegir sem haltra til beggja hliða – þeir sem ófúsir eru að hlýða þér. Mitt val er klárt: Ég elska boðorð þín. \v 114 Þú ert skjól mitt og skjöldur og ég treysti orðum þínum. \v 115 Burt frá mér, þið illgjörðamenn! Reynið ekki að fá mig til að óhlýðnast boðorðum Guðs. \v 116 Drottinn, þú lofaðir að halda í mér lífinu. Láttu engan geta sagt að þú hafir brugðist mér. \v 117 Hjálpaðu mér svo að ég megi frelsast og halda áfram að íhuga orðin þín. \p \v 118 Þú snýrð þér frá þeim sem afneita lögum þínum. Þeir verða sjálfum sér til skammar. \v 119 Illgjörðamennirnir eru eins og sorp í þínum augum. Ég vil ekki vera einn af þeim, og þess vegna elska ég þig og hlýði lögum þínum. \v 120 Ég skelf af hræðslu við þig; óttast að þú dæmir mig sekan. \p \v 121 Ofursel mig ekki duttlungum óvina minna, því að ég hef iðkað réttlæti og verið heiðarlegur í öllu. \v 122 Lofaðu mér einu: Að blessa mig! Láttu ekki hina hrokafullu kúga mig. \v 123 Ó, Drottinn, hvenær ætlar þú að efna loforð þitt og frelsa mig? \v 124 Drottinn, gerðu við mig eftir gæsku þinni og kenndu mér, þjóni þínum, hlýðni. \v 125 Ég er þjónn þinn, gefðu mér því vit til að fara eftir reglum þínum í öllu sem ég geri. \p \v 126 Drottinn, láttu nú til skarar skríða! Þessi illmenni hafa brotið lög þín. \v 127 Ég elska boðorð þín meira en skíra gull! \v 128 Öll eru þau réttlát, boðorð Guðs, sama um hvað þau fjalla. Aðrar reglur vil ég ekki sjá. \p \v 129 Lögmál þitt er yndislegt! Er einhver hissa á að ég vilji hlýða því? \v 130 Þú útskýrir fyrir okkur orð þín og jafnvel einfeldningurinn skilur þau. \v 131 Orð þín vekja áhuga minn, ég hlusta á þau með opnum munni! \p \v 132 Komdu og miskunnaðu mér, eins og öðrum þeim sem elska þig. \v 133 Leiðbeindu mér með lögum þínum, svo að hið illa nái ekki tökum á mér. \v 134 Bjargaðu mér úr klóm vondra manna svo að ég geti farið eftir fyrirmælum þínum. \v 135 Líttu til mín í náð þinni og kenndu mér lög þín. \v 136 Ég græt því að lög þín eru fótum troðin. \p \v 137 Drottinn, þú ert réttvís og refsing þín sanngjörn. \v 138 Skipanir þínar góðar og réttlátar. \v 139 Ég er í uppnámi og reiðin sýður í mér, því að óvinir mínir hafa forsmáð lög þín. \v 140 Ég hef séð að orð þín eru sönn og hrein, og þess vegna elska ég þau! \v 141 Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en boðorðum þínum hef ég ekki gleymt. \p \v 142 Réttlæti þitt varir að eilífu, og lög þín eru byggð á trúfesti. \v 143 Boðorð þín eru huggun mín í andstreymi og neyð. \v 144 Lög þín eru réttlát í öllum greinum. Hjálpaðu mér að skilja þau svo að ég haldi lífi. \p \v 145 Ég ákalla þig af öllu hjarta! Bænheyrðu mig, Drottinn! Þá mun ég hlýða lögum þínum. \v 146 „Bjargaðu mér!“ hrópa ég, „svo að ég geti hlýtt þér.“ \v 147 Fyrir sólarupprás var ég á fótum, ég bað til þín og beið svars. \v 148 Já, ég vaki um nætur og íhuga fyrirheit þín. \v 149 Hlustaðu á bæn mína og miskunna mér, bjargaðu lífi mínu eins og þú hefur heitið mér. \p \v 150 Nú koma illmennin, nú gera þau árás! Orð þitt þekkja þeir ekki, nei alls ekki. \v 151 En þú Drottinn ert mér nærri, í trúfesti eru orð þín sögð. \v 152 Ég heyrði orð þín í bernsku og veit að þau breytast ekki. \p \v 153 Líttu á sorg mína og bjargaðu mér, því að boðum þínum hef ég hlýtt. \v 154 Já, frelsaðu mig frá dauða samkvæmt orði þínu. \v 155 Óguðlegir munu ekki frelsast því að þeim er sama um boðorð þín. \v 156 Drottinn, mikil er miskunn þín, bjargaðu lífi mínu! \p \v 157 Margir eru óvinir mínir og fjendur, en frá reglum þínum hvika ég ekki. \v 158 Þarna eru svikararnir – mér býður við þeim! Þeim er alveg sama um orð þitt. \v 159 Drottinn, það skaltu vita, að ég elska boðorð þín. Miskunnaðu mér og leyfðu mér að halda lífi og heilsu. \v 160 Trúfestin er rauði þráðurinn í orðum þínum og reglur þínar vara að eilífu. \p \v 161 Höfðingjar ofsækja mig án saka, hvað geri ég? – skoða lög þín með lotningu! \v 162 Ég fagna yfir lögum þínum eins fundnum fjársjóði. \v 163 Ég hata lygi og fals, en elska lög þín. \v 164 Sjö sinnum á dag lofa ég þig vegna þinna réttlátu ákvæða. \p \v 165 Þeir sem elska lögmál þitt eiga frið í hjarta og er ekki hætt við hrösun. \v 166 Drottinn, ég þrái hjálp þína og þess vegna hlýði ég boðum þínum. \v 167-168 Ég hef leitað og gætt boðorða þinna og elska þau af öllu hjarta. Þetta veistu, því að allt sem ég geri þekkir þú til fulls. \p \v 169 Drottinn, heyr þú hróp mitt og gefðu mér skilning á orði þínu. \v 170 Hlusta á bænir mínar og frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér. \v 171 Ég vegsama þig því að þú kenndir mér boðorð þín. \v 172 Efni þeirra er lofgjörð mín, öll eru þau réttlát. \v 173 Veittu mér lið þegar ég þarfnast hjálpar, því að ég hef kosið að hlýða þér. \v 174 Ó, Drottinn, ég þrái hjálpræði þitt og lög þín elska ég! \v 175 Láttu sál mína lifa svo að ég geti lofað þig og orð þín styðja mig á göngu lífsins. \p \v 176 Ég villist eins og týndur sauður, leitaðu mín, því að boðorðum þínum hef ég ekki gleymt. \c 120 \p \v 1 Ég ákalla Guð í neyð minni og hann hjálpar mér. \p \v 2 Drottinn, frelsaðu mig frá svikum og prettum. \v 3 Þú lygatunga, hver verða örlög þín? \v 4 Oddhvassar örvar munu stinga þig og glóandi kol brenna þig! \p \v 5-6 Hvílík mæða að búa með óguðlegum! Ég er þreyttur á þeim sem hata friðinn. \v 7 Ég þrái frið, en þeir elska stríð og láta ráð mín sem vind um eyrun þjóta. \c 121 \p \v 1 Ég horfi til fjallanna, þar sem Jerúsalem rís. Hvaðan skyldi ég fá hjálp? \v 2 Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar! \v 3-4 Hann mun aldrei láta mig hrasa eða falla. Hann gætir mín öllum stundum og sefur ekki á verðinum. \p \v 5 Sjálfur Drottinn gætir þín! Hugleiddu það! Hann verndar þig gegn öllu illu og er þér alltaf nær. \v 6 Hann verndar þig jafnt daga sem nætur. \v 7 Hann frelsar þig frá illu og heldur í þér lífinu. \v 8 Hann hefur augun á þér hvort sem þú gengur út eða inn, já hann varðveitir þig alla daga og að eilífu. \c 122 \p \v 1 Ég varð glaður þegar sagt var við mig: „Komdu! Förum í musterið, hús Drottins!“ \p \v 2-3 Við erum stödd í Jerúsalem og borgin er full af fólki. \v 4 Allur Ísrael – þjóð Drottins – er kominn til að tilbiðja og lofa Drottin samkvæmt reglu lögmálsins. \v 5 Sjáið! Þarna eru dómararnir í borgarhliðinu, þeir skera úr deilumálum fólksins. \p \v 6 Biðjið þess að friður haldist í Jerúsalem og að þeir sem hana elska njóti heilla og hamingju. \v 7 Ég bið að friður ríki umhverfis þig og hagsæld sé í höllum þínum, \v 8 já, vegna bræðra minna og vina sem hér búa. \v 9 Ég bið um hamingju þér til handa, Jerúsalem, vegna musteris Drottins sem í þér er. \c 123 \p \v 1 Ó, Guð, þú sem ríkir á himnum, ég hef augu mín til þín. \p \v 2 Við horfum til Drottins Guðs, þráum miskunn hans og náð, rétt eins og þjónninn mænir á húsbónda sinn og þernan á húsmóður sína. \p \v 3-4 Miskunna okkur, Drottinn, miskunna okkur. Við höfum fengið nóg af háði og spotti hinna hrokafullu. \c 124 \p \v 1 Hefði það ekki verið Drottinn sem með okkur var þetta skulu allir í Ísrael játa – hefði það ekki verið Drottinn, \v 2-3 þá hefðu óvinirnir gleypt okkur lifandi, útrýmt okkur í heiftarreiði sinni. \v 4-5 Við hefðum skolast burt á augabragði, horfið í strauminn. \p \v 6 Lofaður sé Drottinn, hann bjargaði okkur úr klóm þeirra. \v 7 Við sluppum eins og fugl úr snöru veiðimanns. Snaran gaf sig og við flugum burt! \p \v 8 Hjálp okkar kemur frá Drottni sem skapaði himin og jörð. \c 125 \p \v 1 Þeir sem treysta Drottni eru eins og Síonfjall, þeir haggast ekki. \p \v 2 Fjöllin umhverfis Jerúsalem eru henni til verndar, eins er Drottinn, hann umlykur og verndar sitt fólk. \v 3 Ekki skulu óguðlegir drottna yfir trúuðum, né réttlátir þvingaðir til illverka. \p \v 4 Ó, Drottinn, gerðu vel við þá sem góðir eru, þá sem leitast við að gera vilja þinn, en útrýmdu illgjörðamönnum. Láttu frið og velgengni ríkja í Ísrael. \c 126 \p \v 1 Þegar Drottinn flutti þjóð sína aftur til Jerúsalem, heim úr herleiðingunni, þá héldum við að okkur væri að dreyma! \v 2 Við sungum og hlógum af gleði. Þá sögðu heiðnu þjóðirnar: „Drottinn hefur gert ótrúlega hluti fyrir þá!“ \v 3 Já, undursamlega hluti! Hvílíkt undur! Hvílík gleði! \v 4 Hresstu okkur nú Drottinn, já gefðu okkur kröftuga gróðrarskúr! \p \v 5 Þeir sem sá með tárum skulu uppskera með gleðisöng. \v 6 Grátandi bera þeir sæðið til sáningar, en syngjandi koma þeir aftur og bera kornbindin heim! \c 127 \p \v 1 Ef hús er ekki byggt að ráði Drottins, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar ekki borgina, vaka verðirnir til einskis. \v 2 Hvers vegna þrælar þú myrkranna á milli af ótta við skort? Veistu ekki að Guð vill að vinir hans fái þá hvíld sem þeir þarfnast? Á meðan þeir sofa, blessar hann þá með gjöfum. \p \v 3 Börnin eru gjöf frá Guði, ávöxtur móðurkviðar og laun frá Drottni. \v 4 Börn sem maður eignast ungur, eru eins og beittar örvar – þau koma síðar að gagni! Sæll er sá maður sem hefur fyllt örvamæli sinn með þeim! Hann mun ekki verða til skammar þegar hann þarf að útkljá deilumál við óvini sína! \c 128 \p \v 1 Sæll er hver sá sem heiðrar Drottin, treystir honum og hlýðir. \p \v 2 Honum mun launað með velgengni og hamingju. \v 3 Kona hans hugsar vel um heimilið – og ekki mun þau skorta börn! Þarna sitja þau að matnum, þróttmikil og frísk eins og ung olífutré! \v 4 Þannig launar Guð þeim sem elska hann og treysta honum. \p \v 5 Drottinn blessi þig frá musterinu á Síon. Alla þína ævidaga muntu gleðjast yfir velgengni Jerúsalem \v 6 og eignast marga afkomendur. Friður Guðs sé yfir Ísrael! \c 129 \p \v 1 Allt frá bernsku var ég ofsóttur (það er Ísrael sem talar) \v 2 og misréttinu linnti ekki – en aldrei var ég þurrkaður út. Aldrei hefur óvinum mínum tekist að uppræta mig! \p \v 3-4 Þótt þeir húðstrýktu mig og tættu bak mitt, þá segi ég samt: „Drottinn er góður!“ Því að hann braut hlekkina sem illmennin höfðu fjötrað mig með. \p \v 5 Þeir sem hata Jerúsalem skulu verða til skammar og flýja. \v 6-7 Þeir skulu vera eins og gras á þaki – það skrælnar áður en það hefur vaxið og myndað fræ. Sláttumaðurinn mun grípa í tómt og sá sem bindur fær ekki neitt. \v 8 Þeir sem framhjá fara skulu ekki óska þér blessunar. En við ykkur segjum við: „Drottinn blessi þig!“ \c 130 \p \v 1 Ó, Drottinn, ég er í nauðum staddur, heyrðu hróp mitt! \v 2 Hlustaðu á mig! Svaraðu og hjálpaðu mér! \p \v 3-4 Drottinn, ef þú rifjaðir sífellt upp syndir okkar, hver fengi þá staðist? En þú fyrirgefur! Getum við annað en óttast þig og elskað? \v 5 Og þess vegna bið ég og vona og treysti hjálp Guðs, því að hann hefur lofað að hjálpa. \v 6 Næturverðirnir þrá nýjan dag, en ég þrái Drottin enn meira! \p \v 7 Ísrael, treystu Drottni því að hann er góður og miskunnsamur og veitir gnægð lausnar. \v 8 Hann mun sjálfur leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans. \c 131 \p \v 1 Drottinn, ég er hvorki stoltur né hrokafullur. Ég álít sjálfan mig ekki betri en aðra. Ég læt ekki sem ég viti alla hluti. \v 2 Ég er hljóður fyrir Drottni, eins og barn sem vanið hefur verið af brjósti. Ég er hættur að suða og nauða. \p \v 3 Ísrael, ver þú hljóður og treystu Drottni, nú og ævinlega. \c 132 \p \v 1 Manst þú, Drottinn, allar þjáningar Davíðs? \v 2-5 Hann náði ekki að hvílast, kom ekki dúr á auga. Þá kom honum í hug að reisa hús yfir örk þína, musteri fyrir hinn volduga í Ísrael. Og hann hét því að svo skyldi verða og sór hátíðlegan eið fyrir Drottni. \p \v 6 Fyrst var örkin í Síló í Efrata og síðan í Jaar. \v 7 Nú fær hún stað í musterinu, bústað Guðs hér á jörð. Þar munum við falla fram og tilbiðja hann. \v 8 Rís þú upp, Drottinn! Gakktu inn í musteri þitt ásamt örk þinni, tákni máttar þíns! \p \v 9 Við munum íklæða prestana hvítum skrúða, klæðum hreinleikans. Og þjóðin mun hrópa fagnaðaróp! \p \v 10 Vísaðu Davíð þjóni þínum ekki frá – konunginum sem þú útvaldir handa þjóð þinni. \v 11 Þú lofaðir Davíð því að sonur hans yrði eftirmaður hans, skyldi erfa hásætið. Vissulega munt þú aldrei ganga á bak orða þinna! \v 12 Og annað fyrirheit gafstu Davíð líka: Ef afkomendur hans héldu ákvæði sáttmála þíns við þig, þá mundi konungdómurinn haldast í ætt Davíðs að eilífu. \p \v 13 Ó, Drottinn, þú hefur útvalið Jerúsalem að bústað þínum. \p \v 14 „Þetta er hvíldarstaður minn um aldur og ævi,“ sagðir þú, „staðurinn sem ég hef þráð. \v 15 Borg þessa vil ég blessa og auðga og fátæklingar hennar fá nóg að borða. \v 16 Presta hennar mun ég íklæða hjálpræði, og hinir trúuðu er þar búa munu hrópa fagnaðaróp. \v 17 Veldi Davíðs mun aukast, og ég mun gefa honum son, eftirmann í hásæti hans. \v 18 Ég hyl óvini hans skömm, en á honum skal kóróna hans ljóma.“ \c 133 \p \v 1 Sjáið hve yndislegt það er þegar systkini búa saman í sátt og samlyndi! Vináttan er dýrmæt! \v 2 Hún er eins og ilmolían sem hellt var yfir höfuð Arons, rann niður skeggið og draup á kyrtil hans, \v 3 eins og áin Jórdan sem sprettur upp við Hermonfjall og vökvar Ísrael. Guð mun blessa Jerúsalem og veita þar líf að eilífu. \c 134 \p \v 1 Já, lofið Drottin, þið sem vakið yfir musteri hans um nætur. \p \v 2 Lyftið höndum til helgidómsins og lofið Drottin. \p \v 3 Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem skapaði himin og jörð. \c 135 \p \v 1-2 Hallelúja! Lýður Drottins lofi hann í forgörðum musteris hans. \v 3 Lofið Drottin því að hann er góður, vegsamið hans dýrlega nafn. \v 4 Því að Drottinn hefur kosið Ísrael sér að eignarlýð. \p \v 5 Ég þekki mikilleik Drottins – að hann er öllum guðum æðri. \p \v 6 Það sem honum þóknast, það gerir hann á himni, á jörðu og einnig í hafdjúpunum! \v 7 Hann lætur skýin stíga upp af jörðinni og eldinguna leiftra svo að rigni; og vindana lætur hann blása úr forðabúrum sínum. \v 8 Hann laust frumburði Egyptalands, bæði menn og dýr. \v 9 Undur og tákn gerði hann í augsýn Faraó og þjóna hans. \v 10 Fjölmennar þjóðir lagði hann að velli, felldi volduga konunga \v 11 – Síhon, Amoríta-konung og Óg, konung í Basan og konunga Kanaanslands \v 12 og gaf Ísrael lönd þeirra til eilífrar eignar. \p \v 13 Ó, Drottinn, nafn þitt varir að eilífu! Frægð Drottins er kunn frá kynslóð til kynslóðar, \v 14 því að hann réttir hlut þjóðar sinnar og miskunnar þjónum sínum. \p \v 15 Heiðingjarnir tilbiðja skurðgoð úr gulli og silfri, handaverk manna \v 16 – mállaus og sjónlaus skurðgoð, \v 17 sem hvorki heyra né draga andann. \v 18 Smiðir þeirra líkjast þeim og þeir sem tilbiðja þau. \p \v 19 Ísrael, lofa þú Drottin! Æðstuprestar Arons, vegsamið nafn hans, \v 20 og einnig þið prestar af Levíætt. Já, lofið nafn hans, öll þið sem treystið honum og óttist hann. \v 21 Þið íbúar Jerúsalem, lofið Drottin, hann sem býr í Jerúsalem! Hallelúja! \c 136 \p \v 1 Þakkið Drottni, því að hann er góður, miskunn hans varir að eilífu! \p \v 2 Þakkið Guði guðanna, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 3 Þakkið Drottni drottnanna, því að miskunn hans varir að eilífu. \p \v 4 Lofið hann sem einn gjörir furðuverk, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 5 Lofið hann sem skapaði himininn, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 6 Lofið hann sem aðskildi höf og lönd, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 7 Lofið hann sem skapaði ljósgjafa himinsins, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 8 Sólina til að ráða deginum, því að miskunn hans varir að eilífu \v 9 og tunglið og stjörnurnar til að ráða um nætur, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 10 Lofið Guð sem laust frumburði Egypta, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu. \v 11-12 Hann leiddi þá út með mætti sínum og sinni voldugu hendi, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu. \v 13-14 Lofið Drottin sem opnaði þeim leið gegnum Rauðahafið, því að miskunn hans – varir að eilífu, \v 15 en drekkti í hafinu hersveitum faraós, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu. \p \v 16 Lofið hann sem leiddi lýð sinn yfir auðnina, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 17 Lofið hann sem frelsaði lýð sinn undan voldugum konungum, því að miskunn hans varir að eilífu \v 18 og laust þá til dauða, þessa óvini Ísraels, því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu: \v 19 Síhon, Amoríta-konung, því að miskunn Guðs við Ísrael varir að eilífu \v 20 – og Óg, konung í Basan – því að miskunn hans við Ísrael varir að eilífu. \v 21 Guð gaf Ísrael lönd þessara konunga til eilífrar eignar, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 22 Já, þau skyldu verða varanleg gjöf til Ísrael, þjóns hans, því að miskunn hans varir að eilífu. \p \v 23 Hann minntist okkar í eymd okkar, því að miskunn hans varir að eilífu \v 24 og frelsaði okkur frá óvinum okkar, því að miskunn hans varir að eilífu. \p \v 25 Hann gefur fæðu öllu því sem lifir, því að miskunn hans varir að eilífu. \v 26 Já, færið Guði himnanna þakkir, því að miskunn hans varir að eilífu! \c 137 \p \v 1 Við sátum á bökkum Babylonsfljóts og minntumst Jerúsalem – og grétum. \v 2 Gígjurnar höfum við lagt til hliðar, hengt þær á greinar pílviðarins. \v 3-4 Hvernig eigum við að geta sungið? Samt heimta kúgarar okkar söng, vilja að við syngjum gleðiljóð frá Síon! \v 5-6 Ef ég gleymi þér Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd! Ef ég elska annað umfram Jerúsalem, þá sé mér mátulegt að missa málið og tapa röddinni. \p \v 7 Ó, Drottinn, gleymdu ekki orðum Edómíta, daginn þegar Babyloníumenn hernámu Jerúsalem. „Rífið allt til grunna!“ æptu þeir. \v 8 Þú Babýlon, ófreskja eyðingarinnar, þú munt sjálf verða lögð í rúst. Lengi lifi þeir sem eyða þig – þig sem eyddir okkur. \v 9 Og heill þeim sem tekur ungbörn þín og slær þeim við stein! \c 138 \p \v 1 Drottinn, ég þakka þér af öllu hjarta! Ég vil lofsyngja þér í áheyrn englanna á himnum. \v 2 Ég vil falla fram fyrir þínu heilaga musteri, þakka þér elsku þína og trúfesti, og loforð þín sem þú hefur innsiglað með þínu mikilfenglega nafni. \v 3 Þegar ég bið, þá heyrir þú bænir mínar, styrkir mig og hughreystir. \p \v 4 Konungar jarðarinnar skulu þakka þér, Drottinn, því að allir heyra þeir rödd þína. \v 5 Já, þeir skulu syngja um verk Drottins, því að mikil er dýrð hans. \v 6 En þótt Drottinn sé mikill, þá lýtur hann að hinum lítilmótlegu, en hrokafullir halda sig fjarri. \v 7 Þótt ég sé umvafinn erfiðleikum, muntu sjá um að allt fari vel. Þú réttir fram hnefann gegn óvinum mínum. Kraftur þinn mun frelsa mig. \v 8 Drottinn mun leysa úr öllum mínum málum – því að Drottinn, miskunn þín varir að eilífu. Yfirgef mig ekki, því að ég er verk handa þinna. \c 139 \p \v 1 Drottinn, þú rannsakar mig út og inn og veist allt um mig. \v 2 Hvort ég sit eða stend, það veist þú. Og þú lest hugsanir mínar úr fjarlægð! \v 3 Þú veist hvert ég stefni og þekkir langanir mínar. Og hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það. Þú veist öllum stundum hvar ég er. \v 4 Þú þekkir orðin á tungu minni áður en ég opna munninn! \v 5 Þú bæði fylgir mér og ferð á undan mér, leggur hönd þína á höfuð mitt og blessar mig. \p \v 6 Þetta er stórkostlegt! Já, næstum of gott til að vera satt! \v 7 Hvert get ég farið frá anda þínum eða flúið frá augliti þínu? \v 8 Fari ég til himna, þá ertu þar, til dánarheima, þá ertu líka þar! \v 9 Ef ég svifi á skýjum morgunroðans og settist við fjarlæga strönd, \v 10 einnig þar mundi hönd þín leiða mig og ég finna styrk þinn og vernd. \v 11 Og þótt ég reyndi að læðast frá þér inn í myrkrið, þá myndi nóttin lýsa eins og dagur! \v 12 Því að myrkrið hylur ekkert fyrir Guði, dagur og nótt eru jöfn fyrir þér. \p \v 13 Öll líffæri mín hefur þú skapað, ofið þau í kviði móður minnar. \v 14 Þökk, að þú skapaðir mig eins undursamlega og raun ber vitni! Þetta er dásamlegt um að hugsa! Handaverk þín eru stórkostleg – það er mér alveg ljóst. \v 15 Þú varst til staðar þegar ég var myndaður í leyni. \v 16 Þú þekktir mig þegar ég var fóstur í móðurkviði og áður en ég sá dagsins ljós hafðir þú ákvarðað alla mína ævidaga – sérhver dagur var skráður í bók þína! \p \v 17-18 Hugsanir þínar, ó Guð, eru mér torskildar, en samt eru þær stórkostlegar! Ef ég reyndi að telja þær, þá yrði það mér ofviða því að þær eru fleiri en sandkorn á sjávarströnd! Já, ég mundi vakna eins og af draumi, en hugur minn, hann væri enn hjá þér! \p \v 19 Vissulega munt þú, Guð, útrýma níðingunum. Já, burt með ykkur, þið morðingjar! \v 20 Þeir guðlasta og hreykja sér upp gegn þér – hvílík heimska! \v 21 Drottinn, ætti ég ekki að hata þá sem þig hata? Og ætti ég ekki að hafa viðbjóð á þeim? \v 22 Jú, ég hata þá, því að þínir óvinir eru mínir óvinir. \p \v 23 Prófaðu mig Guð. Rannsakaðu hjarta mitt og hugsanir mínar. \v 24 Sýndu mér það í fari mínu sem hryggir þig og leiddu mig svo áfram veginn til eilífs lífs. \c 140 \p \v 1-2 Ó, Drottinn, frelsaðu mig frá vondum mönnum. Verndaðu mig gegn ofbeldismönnunum \v 3 sem sitja á svikráðum alla daga og vekja ófrið. \v 4 Orð þeirra eru eins og eitruð höggormsbit. \v 5 Varðveittu mig gegn ofbeldi þeirra og svikráðum. \v 6 Þessir ofríkismenn hafa lagt gildru fyrir mig, sett út snöru sína. Þeir bíða þess að geta kastað yfir mig neti, flækja mig í möskva sína. \p \v 7-8 Ó, Drottinn, þú ert minn Guð! Hlustaðu á grátbeiðni mína! Láttu ekki svikráð níðinganna heppnast. \v 9 Láttu þá ekki ná árangri eða hreykja sér hátt. \v 10 Svikráð þeirra komi þeim sjálfum í koll! \v 11 Eldsglóðum rigni yfir þá. Steyptu þeim í gjár sem þeir komast ekki úr. \p \v 12 Láttu lygara einskis ávinnings njóta í landi okkar, en refsaðu þeim í skyndi. \v 13 Drottinn mun örugglega rétta hlut fólks sem þolað hefur ofsóknir þeirra, hann mun flytja mál hinna snauðu. \v 14 Hinir guðhræddu þakka þér. Þeir fá að lifa í nálægð þinni. \c 141 \p \v 1 Drottinn, þú hefur hlustað á bæn mína, svaraðu mér fljótt! Heyr þegar ég hrópa til þín eftir hjálp. \v 2 Líttu á bæn mína sem kvöldfórn, eins og reykelsi sem stígur upp til þín. \p \v 3 Hjálpaðu mér, Drottinn, að gæta munns míns – innsiglaðu varir mínar! \v 4 Frelsaðu mig frá löngun í hið illa. Forðaðu mér frá félagsskap við syndara og þeirra vondu verkum. Láttu mig sneiða hjá svallveislum þeirra. \v 5 Hirting frá guðhræddum manni er mér til góðs – hún er áhrifaríkt læknislyf! Ég vil ekki hlusta á hrós vondra manna. Ég bið gegn illsku þeirra og svikum. \v 6-7 Þegar foringjar þeirra fá sinn dóm, þegar þeim verður hrint fram af kletti, þá munu menn þessir hlusta á viðvörun mína og skilja að ég vildi þeim vel. \v 8 Drottinn, ég horfi til þín í von um hjálp. Þú ert skjól mitt. Láttu þá ekki tortíma mér. \v 9 Forðaðu mér frá gildrum þeirra. \v 10 Hinir óguðlegu falli í eigin net, en ég sleppi heill á húfi. \c 142 \p \v 1-2 Ég bið og bið til Drottins, stöðugt grátbæni ég hann. \v 3 Ég er hræddur og ráðvilltur. Þú einn þekkir leiðina framhjá gildrum óvina minna. \v 4 Enginn maður hugsar hlýtt til mín. Hvergi er góð ráð að fá. Öllum er sama um mig. \v 5 Því bið ég til Drottins og segi: „Drottinn, þú einn ert skjól mitt á jörðu, ég er hvergi öruggur nema hjá þér. \v 6 Heyrðu hróp mitt því að ég er mjög þjakaður. Frelsaðu mig frá þeim sem ofsækja mig, því að þeir eru mér yfirsterkari. \v 7 Leiddu mig úr þessum mikla vanda og þá mun ég lofa þig. Hinir guðhræddu munu þyrpast til mín og fagna með mér yfir hjálp þinni.“ \c 143 \p \v 1 Drottinn, heyrðu bæn mína. Svaraðu ákalli mínu, því að þú ert réttlátur og stendur við orð þín. \v 2 Leiddu mig ekki fyrir dóm, því að enginn er réttlátur frammi fyrir þér. \p \v 3 Óvinir mínir eltu mig og náðu mér. Þeir slógu mig til jarðar og drógu mig inn í myrkrið – ég er eins og þeir sem gengnir eru til grafar. \v 4 Ég eygi enga von, er lamaður af ótta. \v 5 Ég hugsa um máttarverk þau sem þú vannst fyrir langa löngu. \v 6 Ég leita þín. Mig þyrstir eftir þér eins og örþrota land, skrælnað af þurrki. \v 7 Komdu skjótt, Drottinn og bjargaðu mér, því að ég er að örmagnast! Snúðu ekki við mér bakinu, því að þá væri úti um mig. \v 8 Sýndu mér miskunn þína að morgni, því að þér treysti ég. Sýndu mér þann veg er ég á að ganga, því að bæn mín er beðin í einlægni. \v 9 Frelsaðu mig undan óvinum mínum, Drottinn minn, ég vil flýja í skjól þitt. \v 10 Hjálpaðu mér að gera vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um réttan veg. \p \v 11 Drottinn, láttu mig lífi halda og leystu mig úr öllum þessum nauðum, því að þú ert réttlátur og veist að ég hef ekkert til saka unnið. \v 12 Ég er þjónn þinn. Þú elskar mig og ert mér svo góður! Ryð þú burt þessum óvinum mínum og láttu þá hverfa sem ofsækja mig. \c 144 \p \v 1 Lofaður sé Drottinn! Hann er bjargið sem líf mitt er byggt á! Hann gefur mér kraft og leikni í bardaga. \v 2 Hann er miskunn mín. Hann er vígi mitt, borg mín og hjálpari, skjöldur minn og athvarf. Hann leggur þjóðir undir mig. \p \v 3 Drottinn, hvers virði er maðurinn að þú ómakir þig og minnist hans? Hvers vegna skyldir þú yfirleitt skipta þér af fólki? \v 4 Því að maðurinn er eins og vindblær, dagar hans eins og hverfandi skuggi. \p \v 5 Drottinn, sveigðu himininn og stígðu niður! Þegar þú tyllir þér á fjöllin þá rýkur úr þeim. \v 6 Láttu eldingar leiftra, – skjóttu örvum þínum og tvístraðu óvinunum! \p \v 7 Réttu hönd þína niður og frelsaðu mig, dragðu mig upp úr hinum djúpu vötnum, undan ofurvaldi óvinanna. \v 8 Munnur þeirra er fullur af svikum og með hægri hönd sinni innsigla þeir lygi. \p \v 9 Ég vil syngja þér nýjan söng, ó Guð, og leika undir á tístrengjaða hörpu, \v 10 því að þú veitir konungum okkar sigur. Þú frelsar þjón þinn Davíð undan sverði dauðans. \v 11 Bjargaðu mér! Frelsaðu mig undan óvinum þessum, þeir bæði ljúga og svíkja. \v 12-15 Nú vil ég lýsa landinu þar sem Drottinn er Guð – hamingjulandinu! Þar eru synirnir hraustir og stæltir eins og þróttmikil tré. Dæturnar fagrar og prúðar eins og úthöggnar hallarsúlur. Hlöðurnar fullar af alls konar afurðum. Hjarðir þúsunda sauða liðast um hagana. Uxarnir eru klyfjaðir og ekkert skarð í múrnum. Friður hvert sem litið er, enginn maður í útlegð og glæpir horfnir af strætunum. Já, sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði. \c 145 \p \v 1-2 Ég vil lofa þig, þú Guð minn og konungur, og vegsama nafn þitt hvern einasta dag, já að eilífu! \v 3 Mikill er Drottinn! Lofið hann án afláts! Dýrð hans er meiri en við fáum skilið! \v 4 Sérhver kynslóð fræðir börn sín um hans mörgu dásemdarverk. \v 5 Ég vil íhuga dýrð þína og vegsemd, glæsileik þinn og kraftaverk. \v 6 Undur þín eru á allra vörum, ég vil tala um stórvirki þín. \v 7 Öllum er ljúft að segja frá kærleika þínum, syngja um réttlæti þitt. \v 8 Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, seinn til reiði og fullur góðvildar. \v 9 Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir öllu sem hann hefur skapað. \v 10 Öll sköpunin þakkar þér Drottinn, og þjóð þín lofar þig. \v 11 Þau segja frá dýrð ríkis þíns, og tala um kraft þinn og mátt. \v 12 Þau víðfrægja mikilleik þinn og máttarverk – dýrð konungdóms þíns. \v 13 Því að á ríki þínu er enginn endir, veldi þitt nær frá kynslóð til kynslóðar. \p \v 14 Drottinn reisir við hina föllnu og styður þá sem ætla að hníga. \v 15 Allra augu mæna á þig eftir hjálp, því að þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma. \v 16 Þú uppfyllir þarfir þeirra og blessar þá. \p \v 17 Drottinn er réttlátur og miskunnsamur í öllu sem hann gerir. \v 18 Hann er nálægur öllum sem ákalla hann í einlægni. \v 19 Hann uppfyllir þarfir þeirra sem óttast hann og elska. Hann heyrir hróp þeirra og hjálpar þeim. \v 20 Hann verndar alla þá sem elska hann, en útrýmir öllum óguðlegum. \p \v 21 Ég vil lofa Drottin! Og þið öll, vegsamið hans heilaga nafn á meðan ævi ykkar endist. \c 146 \p \v 1 Dýrð sé Guði! Já, ég vil vegsama hann! \v 2 Ég vil lofa hann á meðan ég lifi, vegsama hann fram á síðustu stund. \p \v 3 Reiddu þig ekki á hjálp valdsmanna, því að þeir falla og ekkert verður úr aðstoð þeirra. \v 4 Þeir munu deyja og andi þeirra líður burt, áform þeirra verða að engu. \v 5 En sæll er sá maður sem reiðir sig á hjálp Guðs, Guðs Jakobs, sem vonar á Drottin, Guð sinn \v 6 – þann Guð sem skapaði himin og jörð og hafið og allt sem í því er. Hann er sá Guð sem óhætt er að treysta! \v 7 Hann leitar réttar fátækra og kúgaðra og gefur hungruðum brauð. Hann frelsar fanga, \v 8 opnar augu blindra, lyftir okinu af þeim sem eru að bugast. Drottinn elskar þá sem gera rétt. \v 9 Hann verndar útlendingana sem sest hafa að í landinu og gætir réttinda ekkna og einstæðinga, en ónýtir ráðabrugg vondra manna. \p \v 10 Drottinn mun ríkja að eilífu. Jerúsalem, veistu að Drottinn er konungur að eilífu?! Hallelúja! \c 147 \p \v 1 Hallelúja! Já, lofið Drottin! Það er gott að lofa Drottin! Indælt og rétt! \p \v 2 Hann er að endurreisa Jerúsalem og flytja hina herleiddu heim. \v 3 Hann reisir upp hina niðurbeygðu og bindur um sár þeirra. \p \v 4 Hann þekkir fjölda stjarnanna, já og hverja fyrir sig með nafni! \v 5 Mikill er Drottinn! Vald hans er stórkostlegt! Þekking hans er takmarkalaus. \v 6 Drottinn styður auðmjúka, en varpar illmennum til jarðar. \v 7 Syngið honum þakkarljóð, lofið Guð með hörpuleik. \v 8 Hann fyllir himininn skýjum, gefur steypiregn og klæðir fjöllin grænu grasi. \v 9 Hann fæðir hin villtu dýr og hrafnarnir krunka til hans eftir æti. \v 10 Í hans augum kemst sprettharður foli varla úr sporunum og máttur mannsins má sín lítils. \v 11 En hann gleðst yfir þeim sem elska hann og reiða sig á kærleika hans og gæsku. \p \v 12 Lofa þú hann, Jerúsalem! Vegsama Guð þinn, Síon! \v 13 Því að hann hefur gert múra þína öfluga og blessað börnin þín. \v 14 Hann lætur frið haldast í landinu og fyllir hlöður þínar af úrvals hveiti. \v 15 Hann sendir boð sín til jarðar, skipanir hans berast hratt eins og vindurinn. \v 16 Skjannahvít mjöllin er frá honum komin og hrímið sem glitrar á jörðinni. \v 17 Haglélið er líka hans verk og frostið sem bítur í kinnarnar. \v 18 En síðan sendir hann hlýjan vorvind, snjórinn þiðnar og árnar ryðja sig. \v 19 Hann kunngjörði Ísrael lögmál sitt og ákvæði \v 20 – það hefur hann ekki gert við neina aðra þjóð, nei, þeim kennir hann ekki fyrirmæli sín. \p Hallelúja! Dýrð sé Drottni! \c 148 \p \v 1 Þið sem búið á himnum, lofið Drottin! Lofið hann í upphæðum! \p \v 2 Lofið hann allir englar, allar hersveitir himnanna. \v 3 Lofið hann sól og tungl og allar lýsandi stjörnur. \v 4 Lofið hann hæstu himnar og þú dögg er svífur um háloftin. \p \v 5 Allt sem hann hefur skapað lofi nafn hans, því að þegar hann talaði, þá varð það allt til, \v 6 hann fékk þeim stað um aldur og ævi, setti þeim lögmál sem þau fá ekki brotið. \p \v 7 Lofið Drottin einnig á jörðu, líka þið skepnur í hafdjúpunum. \v 8 Eldur og hagl, snjór, regn, vindur og veður öll, – allt hlýði það Drottni. \v 9 Allt skal þetta lofa Drottin: fjöll og hæðir, ávaxtatré sem önnur tré, \v 10 villidýr og búfé, höggormar og fuglar \v 11 konungar og allar þjóðir, höfðingjar og dómarar, \v 12 piltar og stúlkur, aldraðir og börn. \v 13 Sameiginlega skulu þau lofa Drottin, því að hann einn er þess verður og dýrð hans er ofar himni og jörðu. \v 14 Hann hefur gert þjóð sína volduga. Heldur uppi heiðri hinna guðhræddu – lýðs Ísraels, þjóðarinnar sem honum stendur næst. Hallelúja! Dýrð sé Drottni! \c 149 \p \v 1 Hallelúja! Lofið Drottin! Syngið honum nýjan söng. Lofsyngið honum öll þjóðin. \p \v 2 Ó, Ísrael, gleð þig yfir skapara þínum. Þið sem búið í Jerúsalem, fagnið yfir konungi ykkar! \v 3 Lofið nafn hans með gleðidansi og leikið fyrir hann á bumbur og gígjur. \p \v 4-5 Drottinn hefur unun af lýð sínum. Hann frelsar hina auðmjúku. Hinir trúuðu gleðjist með sæmd og syngi fagnandi í hvílum sínum. \p \v 6-7 Lofið hann, þið fólk hans! Framkvæmið refsingu hans á þjóðunum með tvíeggjuðu sverði. \v 8 Setjið konunga þeirra og fyrirmenn í járn og fullnægið á þeim skráðum dómi. Drottinn er vegsemd þjóðar sinnar. Hallelúja! \c 150 \p \v 1 Hallelúja! Lofið Drottin! Lofið hann í musteri hans, lofið hann á himnum. \v 2 Lofið hann fyrir máttarverk hans. Lofið hann fyrir mikilleik hátignar hans. \p \v 3 Lofið hann með lúðrablæstri, hörpu og gígju. \v 4 Lofið hann með strengjaleik og hjarðpípum. \v 5 Lofið hann með hljómandi skálabumbum, já og með hvellum skálabumbum! \p \v 6 Allt sem andardrátt hefur lofi Drottin! Einnig þú! Hallelúja!