\id PHP - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Filippíbréfið \toc1 Filippíbréfið \toc2 Filippíbréfið \toc3 Filippíbréfið \mt1 Filippíbréfið \c 1 \p \v 1 Frá Páli og Tímóteusi, þjónum Krists. \p Til leiðtoga safnaðanna, aðstoðarfólks þeirra og allra annarra sem kristnir eru í Filippí. \p \v 2 Guð blessi ykkur öll. Ég bið þess að Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur ríkulega, eitt og sérhvert, og að friður hans umlyki ykkur. \p \v 3 Ég lofa Guð í hvert sinn sem ég bið fyrir ykkur. \v 4 Hjarta mitt er gagntekið gleði, \v 5 vegna þeirrar miklu aðstoðar sem þið hafið veitt mér við útbreiðslu gleðiboðskaparins, allt frá því er þið heyrðuð hann fyrst og fram á þennan dag. \v 6 Eitt er víst, Guð, sem byrjaði í ykkur góða verkið, mun halda því áfram þar til það fullkomnast á endurkomudegi Jesú Krists. \s1 Kærleikur Páls til Filippímanna \p \v 7 Það er eðlilegt að ég beri slíkan hug til ykkar, því að þið eigið sérstakt rúm í hjarta mínu. Við höfum notið blessunar Guðs sameiginlega, bæði þegar ég var í fangelsi og einnig meðan ég var frjáls og barðist fyrir sannleikanum, og sagði öðrum frá Kristi. \v 8 Guð einn veit hve heitt ég elska ykkur og þrái ykkur með ástúð Krists. \v 9 Ég bið þess að kærleikurinn sem þið berið til annarra, komi æ betur í ljós og að andlegur skilningur ykkar og þekking vaxi jafnt og þétt. \p \v 10 Ég vil að ykkur sé ætíð ljós munurinn á réttu og röngu, og að þið varðveitið hreinleik huga ykkar og vilja, svo að héðan í frá og til endurkomu Drottins geti enginn ásakað ykkur um neitt. \v 11 Ég bið þess að þið gerið það eitt sem gott er og sýnið að þið séuð börn Guðs, því að það mun verða Drottni til lofs og dýrðar. \p \v 12 Kæru vinir, mig langar að segja ykkur eitt: Allt sem ég hef orðið að reyna hér, hefur stórlega stuðlað að útbreiðslu gleðiboðskaparins um Krist. \v 13 Allir sem hér eru, þar á meðal hermennirnir sem búa hér, vita nú að eina ástæðan fyrir fangavist minni er, að ég er kristinn. \v 14 Fangavistin hefur einnig orðið til þess að margir hinna kristnu sem hér búa, virðast ekki lengur hræðast hlekkina. Þolinmæði mín hefur orðið þeim hvatning og þeir eru djarfari en áður að vitna um Krist. \p \v 15 Sumir predika að vísu gleðiboðskapinn vegna þess eins að þeir öfunda mig af því hvernig Guð hefur notað mig. Þeir vilja að fólk tali um sig sem djarfa predikara, sem bjóða öllu birginn! Aðrir hafa hins vegar hreinan skjöld, \v 16-17 og þeir predika af kærleika til mín, því að þeir vita að Drottinn hefur leitt mig hingað til að standa vörð um sannleikann. Sumir predika til að gera mig afbrýðisaman. Þeir halda að vinsældir þeirra og árangur valdi mér hugarangri hér í fangelsinu. \v 18 En hvert svo sem viðhorf þeirra er, þá er það staðreynd að gleðiboðskapurinn um Krist heyrist og það gleður mig. \s1 Þess vegna verð ég að lifa áfram \p \v 19 Gleði mín er ekki á þrotum, því ég veit að þið biðjið fyrir mér og heilagur andi hjálpar mér, og þá verður þetta allt mér til góðs. \v 20 Það segi ég satt, að ég vona að ég geri aldrei neitt það sem ég þurfi að skammast mín fyrir, heldur að ég fái framvegis, eins og hingað til, að vera reiðubúinn að vitna um Krist, með djörfung, að ég fái að verða honum til dýrðar, hvort sem ég lifi eða dey. \v 21 Ég lifi með Kristi og fyrir hann og því veit ég að dauðinn færir mér þá blessun að vera með honum. \v 22 En ef það að lifa færir mér fleiri tækifæri til að ávinna Kristi fólk, þá veit ég satt að segja ekki hvort ég ætti að kjósa að lifa eða deyja. \v 23 Stundum langar mig að lifa lengur, en stundum ekki, því mig langar einnig til að fara héðan og vera með Kristi. Það væri miklu betra fyrir mig að deyja, en að þurfa að vera hér. \v 24 Staðreyndin er hins vegar sú að verði ég hér áfram, þá get ég orðið ykkur til enn meiri hjálpar. \p \v 25 Enn er þörf fyrir mig hér og því er ég viss um að ég muni lifa hér á jörðinni, enn um sinn, til að efla vöxt ykkar og auka gleði ykkar í trúnni. \v 26 Það gleður ykkur að ég skuli verða hér áfram og gefur ykkur tilefni til að lofa Jesú fyrir að hann varðveiti mig, svo að ég geti heimsótt ykkur á ný. \p \v 27 En hvað sem um mig verður, þá skiptir mestu að líferni ykkar sé í samræmi við fagnaðarerindið. Þannig að hvort sem ég hitti ykkur aftur eða ekki, þá fái ég áfram góðar fréttir um að þið standið saman sem einn maður við að útbreiða gleðiboðskapinn, \v 28 og það óttalaust, hvað svo sem óvinir ykkar gera. Það verður þeim tákn um eigin ósigur, en ykkur verður það greinilegt tákn frá Guði um að hann sé með ykkur og að hann hafi gefið ykkur eilíft líf með sér. \v 29 Þið hafið hlotið þau forréttindi að trúa á hann, og ekki aðeins það, heldur einnig að þjást hans vegna. \v 30 Stöndum saman í þessari baráttu. Þið hafið séð mig þjást þennan tíma sem liðinn er og eins og þið vitið, þá á ég nú í mikilli baráttu. \c 2 \s1 Kærleikur Krists – ykkar fyrirmynd \p \v 1 Eiga kristnir menn ekki að uppörva hver annan? Elskið þið mig svo mikið að þið viljið hjálpa mér? Hefur það einhverja þýðingu fyrir ykkur að við erum systkini í Drottni og eigum öll heilagan anda? Finnst einhver ástúð og meðaumkun hjá ykkur? \v 2 Ef svo er, þá gleðjið mig með því að elska hvert annað og standa saman sem einn maður, einhuga með sameiginlegt takmark. \p \v 3 Verið ekki eigingjörn! Sækist ekki eftir því að vaxa í áliti hjá öðrum. Verið auðmjúk. Haldið ykkur ekki betri en aðra. \v 4 Hugsið ekki aðeins um eigin hag, heldur sýnið öðrum áhuga og því sem þeir hafa fyrir stafni. \p \v 5 Hafið sama huga og Jesús Kristur hafði. \v 6 Þótt hann væri Guð, þá krafðist hann þess ekki að fá að halda rétti sínum sem Guð, \v 7 heldur lagði til hliðar mátt sinn og dýrð, varð maður og gekk um sem þjónn. \p \v 8 En auðmýkingu hans var ekki þar með lokið. Hann gekk svo langt að deyja á krossi, eins og glæpamaður. \v 9 Einmitt þess vegna hóf Guð hann upp til hæstu himna og gaf honum nafn, sem hverju öðru nafni er æðra. \v 10 Svo að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné krjúpa, á himni, jörðu eða undir jörðinni, \v 11 og hver tunga játa að Jesús Kristur er Drottinn, Guði föður til dýrðar. \p \v 12 Kæru vinir, ég man að meðan ég var hjá ykkur, þá fóruð þið fúslega eftir ráðleggingum mínum. Og fyrst þið eruð frelsuð, þá hljótið þið nú, að mér fjarverandi, að ástunda hið góða af enn meiri áhuga en áður. Þið hljótið einnig að heiðra Guð og hlýða honum heilshugar og halda ykkur frá öllu því sem honum er á móti skapi. \v 13 Guð hefur þau áhrif á ykkur að þið bæði viljið og framkvæmið það sem honum er þóknanlegt. \p \v 14 Hvert sem starf ykkar er, þá gætið þess að kvarta hvorki né deila, \v 15 því að þá hefur enginn ástæðu til að tala illa um ykkur. Lifið hreinu, saklausu lífi, eins og börn Guðs, í myrkum heimi óheiðarleika og miskunnarleysis. Þið eruð leiðarljós sem á að vísa öðrum veginn til himins. \p \v 16 Ég hvet ykkur til að halda fast við orð lífsins, því þá hef ég tilefni til að gleðjast þegar Kristur kemur aftur. Þá hefur starf mitt og erfiði ykkar á meðal, ekki verið til einskis. \v 17 Jafnvel þótt blóði mínu yrði úthellt við þjónustu mína, við trú ykkar og mér fórnað – svo ég noti líkingu, það er að segja ef ég ætti að deyja fyrir ykkur – þá mundi ég samt geta glaðst og samglaðst ykkur. \v 18 Þið ættuð einnig að gleðjast yfir slíku og samgleðjast mér, að ég skuli hafa þau forréttindi að mega deyja fyrir ykkur. \s1 Páll þráir að sjá vini sína \p \v 19 Sé það vilji Drottins, þá sendi ég bráðlega Tímóteus til ykkar. Þegar hann síðan kemur aftur, mun hann geta uppörvað mig með fréttum af ykkur. \v 20 Tímóteus er sérlega áhugasamur um hagi ykkar. \v 21 Allir aðrir virðast niðursokknir í sín eigin áhugamál og hafa því engan tíma til að spyrja um vilja Jesú Krists. \v 22 Þið þekkið Tímóteus, hann hefur verið mér sem sonur og aðstoðað mig við útbreiðslu gleðiboðskaparins. \v 23 Ég vona að ég geti sent hann til ykkar strax og ég veit hvað um mig verður. \v 24 Ég treysti því að Drottinn muni einnig leyfa mér að koma til ykkar áður en langt um líður. \p \v 25 Mér fannst rétt af mér að senda Epafrodítus aftur til ykkar. Þið senduð hann til að bæta úr þörf minni og ég get sagt ykkur að við urðum góðir vinir, störfuðum saman og stóðum hlið við hlið í baráttunni. \v 26 Ég sendi hann nú aftur til ykkar, því að hann hefur orðið svo mikla heimþrá og langar að sjá ykkur á ný. Hann varð mjög leiður þegar hann vissi að þið hefðuð frétt að hann hefði veikst. \v 27 Reyndar varð hann svo hættulega veikur að hann var nær dauða en lífi, en Guð miskunnaði bæði honum og mér, svo að ég þyrfti ekki að bera sorg hans vegna, ofan á allt annað. \p \v 28 Þrá ykkar eftir honum varð mér því sterk hvatning til að senda hann aftur heim. Ég veit að þið fagnið honum og það gleður mig. \v 29 Takið á móti honum með fögnuði í nafni Drottins og sýnið honum heiður. \v 30 Hann hætti lífi sínu í þjónustu Krists og var í dauðann kominn er hann reyndi að gera fyrir mig, það sem þið gátuð ekki vegna fjarveru ykkar. \c 3 \p \v 1 Kæru vinir, verið glaðir vegna samfélagsins við Drottin. Ég þreytist ekki á að segja þetta og þið hafið gott af slíkri hvatningu. \s1 Gætið ykkar á falskennendum \p \v 2 Gætið ykkar á þessum vondu mönnum – ég kalla þá hunda – þeim sem segja að þið verðið að láta umskerast til að geta frelsast. \v 3 Við verðum ekki börn Guðs með því að skera í líkama okkar, heldur með því að tilbiðja hann í anda okkar – það er hin eina og sanna „umskurn“. Hrós okkar kristinna manna er það sem Jesús Kristur hefur gert fyrir okkur og okkur er ljóst að við getum ekkert gert sjálf til eigin frelsunar. \p \v 4 Ef einhver hefði nokkru sinni minnstu von um að geta frelsað sjálfan sig, þá væri það ég. Ef aðrir gætu frelsast fyrir það sem þeir hafa gert, þá gæti ég það áreiðanlega! \v 5 Ég var umskorinn, og þar með vígður gyðingdómnum átta daga gamall. Ég er fæddur Gyðingur – kominn af hinni gömlu Benjamínsætt – og er þar með ósvikinn Gyðingur, ef hægt er að taka svo til orða. En það sem meira er, ég tilheyrði flokki farísea og þeir kröfðust skilyrðislausrar hlýðni við öll lög og siðvenjur Gyðinga. \v 6 Skyldi ég hafa tekið það alvarlega? Já, hvort ég gerði! Ég ofsótti hina kristnu hatrammlega og reyndi að hlýða hverri einustu reglu og lagagrein út í ystu æsar. \p \v 7 En hvað er nú orðið um allt þetta sem mér þótti svo mikils virði? Ég fleygði því burt, svo að ég gæti sett allt mitt traust á Krist og hann einan. \v 8 Samanborið við þekkinguna á Kristi Jesú Drottni mínum, er allt annað rusl í mínum augum. Ég hef ýtt öllu öðru til hliðar og met það einskis, til þess að ég geti verið með Kristi og orðið eitt með honum. \v 9 Nú treysti ég ekki lengur á það, að eigin góðverk eða hlýðni við lög Guðs frelsi mig, heldur treysti ég Kristi einum til þess. Hvernig eignumst við rétta afstöðu til Guðs? Með því að trúa – trúa og treysta Kristi einum. \v 10 Nú hef ég varpað öllu öðru fyrir borð, það var eina leiðin til að kynnast Kristi í raun og veru, og því feiknar afli sem reisti hann upp frá dauðum. Að yfirgefa allt var líka eina leiðin til að skilja hvað það er að þjást og deyja með honum. \v 11 Ég vil verða einn þeirra sem fá hlut í upprisu lífsins hvað sem það kostar. \v 12 Ég er ekki að segja að ég sé fullkominn. Enn hef ég ekki lært allt það sem ég á að læra, en ég stefni að því að verða það sem Kristur frelsaði mig til og vill að ég sé. \p \v 13 Nei, kæru vinir, enn er ég ekki fullkominn, en þetta er mér efst í huga: Að gleyma fortíðinni og horfa fram á við til þess sem í vændum er. \v 14 Ég tek á öllu sem ég á til að ná markinu og fá verðlaunin sem Guð hefur heitið okkur á himnum, og allt er það Kristi Jesú að þakka. \p \v 15 Ég vona að þið sem þroskuð eruð í trúnni, séuð mér sammála, en ef þið eruð ósammála um eitthvert atriði, þá trúi ég því að Guð muni leiða ykkur í allan sannleikann \v 16 – það er að segja ef þið breytið samkvæmt þeim sannleika sem þið hafið lært. \p \v 17 Kæru vinir, takið líferni mitt til fyrirmyndar og veitið þeim athygli sem feta í mín fótspor. \v 18 Ég hef sagt ykkur það oft áður og ég segi það enn og nú með tárin í augunum: Margir sem telja sig kristna eru í raun og veru óvinir kross Krists. \v 19 Glötunin bíður þeirra því að þeir hafa ofurselt sig ágirndinni. Þeir stæra sig af því sem þeir ættu að blygðast sín fyrir og jarðlífið er það eina sem þeir hugsa um. \v 20 En föðurland okkar er á himnum og þar er Drottinn okkar og frelsari, Jesús Kristur, sem við væntum. \v 21 Þegar hann kemur, mun hann breyta stöðugt hrörnandi líkömum okkar í dýrðarlíkama, eins og þann sem hann sjálfur hefur, með guðdómskrafti sínum, sem hann beitir er hann leggur allt undir sig. \c 4 \s1 Nokkur hvatningarorð að lokum – og bæn \p \v 1 Kæru vinir í Kristi, ég elska ykkur og þrái að sjá ykkur, því að þið eruð gleði mín og kóróna, verkalaun mín. Elsku vinir, verið stöðug í Drottni framvegis eins og hingað til. \p \v 2 Nú langar mig að biðja ykkur, Evódídu og Sýntýke, um eitt: Gerið það fyrir mig, með hjálp Drottins, að sættast og standa saman. \p \v 3 Ég bið þig, kæri samherji, að hjálpa þessum konum, því að þær unnu við hlið mér að flytja öðrum gleðitíðindin. Þær störfuðu einnig með Klemens og öðrum félögum mínum, sem eiga nöfn sín rituð í lífsins bók. \p \v 4 Verið ávallt glöð vegna samfélagsins við Drottin. Ég endurtek: Verið glöð! \v 5 Ljúflyndi ykkar verði öllum kunnugt. Munið að Drottinn kemur skjótt! \v 6 Hafið ekki áhyggjur af neinu. Segið Guði frá öllum þörfum ykkar og gleymið ekki að þakka honum, því að hann svarar bænum. \v 7 Þá mun friður Guðs, sem er ofar öllum skilningi, fylla hjörtu ykkar og hugsanir, vegna þess að þið tilheyrið og treystið Kristi Jesú. \p \v 8 Vinir mínir, nú fer ég að ljúka þessu bréfi, en mig langar þó að nefna eitt enn: Venjið ykkur á að hugsa um það sem er satt, gott og rétt. Festið í huga ykkar hið fagra og hreina og það sem gott er í fari annarra. Hugsið um allt það sem þið getið glaðst yfir og lofað Guð fyrir. \v 9 Venjið ykkur á að gera það sem þið lærðuð af mér og sáuð mig gera, og Guð friðarins mun vera með ykkur. \p \v 10 Ég er glaður og þakklátur og lofa Guð fyrir að þið skylduð aftur veita mér aðstoð. Ykkur hefur alltaf verið umhugað að senda mér það sem þið gátuð, en ég veit að um tíma höfðuð þið ekki aðstöðu til þess. \v 11 Þið megið ekki halda að ég hafi alltaf liðið skort, því að ég hef lært að komast af með það sem ég hef og gleðjast yfir því, hvort sem það er mikið eða lítið. \v 12 Ég kann að lifa af því sem lítið er og einnig því sem mikið er. Ég hef lært þann leyndardóm að láta mér nægja það sem ég hef, hvort sem það er magafylli eða hungur, allsnægtir eða skortur. \v 13 Með hjálp Krists get ég gert allt sem Guð biður mig um. Kristur gefur mér styrk og kraft. \v 14 En hvað sem því líður, þá var fallega gert af ykkur að hjálpa mér í erfiðleikum mínum. \p \v 15 Ykkur er vel ljóst að þegar ég kom fyrst með gleðitíðindin til ykkar og einnig eftir að ég yfirgaf Makedóníu, þá voruð þið þeir einu sem hjálpuðu mér, bæði við að gefa og þiggja. Þið voruð eini söfnuðurinn sem slíkt gerði. \v 16 Og þegar ég var í Þessaloníku, þá senduð þið mér tvívegis pakka. \v 17 Ég kann vel að meta gjafir ykkar, en það sem gleður mig mest eru launin sem þið munuð uppskera og fyrir þeim hafið þið vissulega unnið. \p \v 18 Nú sem stendur hef ég allt sem ég þarf og meira en það! Gjafirnar sem Epafrodítus kom með frá ykkur voru ríkulegar. Þær eru eins og ilmandi fórnir og eru Guði þóknanlegar. \v 19 Guð mun veita ykkur ríkulega allt sem þið þarfnist vegna samfélags ykkar við Krist Jesú. \v 20 Guði föður sé dýrð um aldir alda. Amen. \p Páll \p P.S. \v 21 Skilið kærri kveðju frá mér til allra kristinna í Filippí. Bræðurnir sem með mér eru, biðja að heilsa. \v 22 Allir aðrir sem kristnir eru hér, biðja einnig að heilsa ykkur, sérstaklega þeir sem starfa í höll keisarans. \v 23 Blessun Drottins Jesú Krists sé með anda ykkar.