\id MAT - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Matteus \toc1 Matteus \toc2 Matteus \toc3 Matteus \mt1 Matteus \c 1 \s1 Ættartala Jesú Krists \p \v 1 Þessir eru forfeður Jesú Krists, afkomanda Davíðs konungs og Abrahams: \v 2 Abraham var faðir Ísaks. Ísak var faðir Jakobs. Jakob var faðir Júda og bræðra hans. \v 3 Júda var faðir Peresar og Sera (móðir þeirra hét Tamar). Peres var faðir Esroms. Esrom var faðir Rams, \v 4 en Ram var faðir Ammínadabs og sonur hans var Nakson. Nakson var faðir Salmons. \v 5 Salmon var faðir Bóasar (kona hans var Rut). Óbeð var faðir Ísaís, \v 6 en Ísaí faðir Davíðs konungs og Davíð faðir Salómons (móðir hans var ekkja Úría). \v 7 Salómon var faðir Róbóams og sonur hans var Abía. Abía var faðir Asafs. \v 8 Asaf var faðir Jósafats. Jósafat var faðir Jórams og Jóram faðir Ússía. \v 9 Ússía var faðir Jótams, en sonur hans var Akas og Esekía var sonur hans. \v 10 Esekía var faðir Manasse, en hann var faðir Amoss og Amos faðir Jósía. \v 11 Jósía var faðir Jekonja og bræðra hans (þeir fæddust í herleiðingunni til Babýlon). \p \v 12 Eftir herleiðinguna: Jekonja var faðir Sealtíels, Sealtíel var faðir Serúbabels, \v 13 Serúbabel faðir Abíúds og Abíúd faðir Eljakíms. Eljakím var faðir Asórs, \v 14 en sonur hans var Sadók. Og Sadók var faðir Akíms, Akím faðir Elíúds \v 15 og Elíúd faðir Eleasars. Eleasar var faðir Mattans, Mattan faðir Jakobs og \v 16 Jakob faðir Jósefs en hann var eiginmaður Maríu, móður Jesú Krists. \p \v 17 Þetta eru fjórtán ættliðir frá Abraham til Davíðs konungs, fjórtán ættliðir frá Davíð fram að herleiðingunni og einnig fjórtán ættliðir frá herleiðingunni fram til Krists. \s1 Fæðing barnsins sögð fyrir \p \v 18 Aðdragandinn að fæðingu Jesú var á þessa leið: María móðir hans var trúlofuð Jósef. Hún varð þunguð af völdum heilags anda meðan hún var enn ósnortin mey. \v 19 Jósef, unnusti hennar, sem var mjög sómakær maður, ákvað þá að slíta trúlofuninni í kyrrþey, því að hann vildi ekki valda henni opinberri smán. \p \v 20 Eitt sinn er hann var að íhuga þetta á andvökunóttu, sofnaði hann og dreymdi að engill stóð hjá honum og sagði: \p „Jósef, sonur Davíðs, hikaðu ekki við að kvænast Maríu, því að barnið sem hún gengur með, er getið af heilögum anda. \v 21 Hún mun eignast son, og þú skalt láta hann heita Jesú (sem þýðir Guð frelsar), því að hann mun frelsa þjóð sína frá syndum hennar. \v 22 Þannig mun rætast það sem spámaður Guðs sagði: \v 23 „Takið eftir! Meyjan mun þunguð verða! Hún mun fæða son og hann verða kallaður „Immanúel“ (en það þýðir Guð er með okkur)“.“ \p \v 24 Þegar Jósef vaknaði, ákvað hann að gera eins og engillinn hafði sagt honum og ganga að eiga Maríu, \v 25 þau höfðu þó ekki kynmök fyrr en eftir að sonurinn var fæddur. Og Jósef gaf drengnum nafnið Jesús. \c 2 \s1 Jesús fæðist \p \v 1 Jesús fæddist í bænum Betlehem í Júdeu á valdatímum Heródesar konungs. Um það leyti komu stjörnufræðingar til Jerúsalem frá Austurlöndum og spurðu: \p \v 2 „Hvar er nýfæddi Gyðingakonungurinn? Við höfum séð stjörnu hans austur í löndum og nú erum við komnir til þess að sýna honum lotningu.“ \p \v 3 Heródes konungur varð óttasleginn er hann heyrði þetta, og alls kyns sögusagnir komust á kreik í Jerúsalem. \v 4 Heródes kallaði því saman trúarleiðtoga Gyðinga og spurði: \p „Hafa spámennirnir sagt hvar Kristur eigi að fæðast?“ \p \v 5 „Já,“ svöruðu leiðtogarnir, „í Betlehem, því að þannig skrifaði Míka spámaður: \v 6 „Þú Betlehem litla, þú ert ekki einhver þýðingarlaus smábær í Júdeu, því frá þér mun koma höfðingi sem annast þjóð mína, Ísrael“.“ \p \v 7 Heródes sendi þá stjörnufræðingunum leynileg boð um að finna sig, og á þeim fundi fékk hann að vita hvenær þeir hefðu fyrst séð stjörnuna. Síðan sagði hann: \p \v 8 „Farið til Betlehem og leitið að barninu, og þegar þið hafið fundið það, skuluð þið koma aftur og láta mig vita hvar það er, svo að ég geti einnig veitt því lotningu!“ \p \v 9 Að þessum viðræðum loknum héldu stjörnufræðingarnir aftur af stað. Og sjá! Stjarnan birtist þeim á ný og fór fyrir þeim uns hún staðnæmdist loks yfir Betlehem. \v 10 Gleði þeirra var takmarkalaus! \v 11 Þeir gengu inn í húsið þar sem María og barnið voru, krupu á kné frammi fyrir því og tilbáðu það. Síðan tóku þeir upp farangur sinn og gáfu barninu gull, reykelsi og myrru. \p \v 12 Á heimleiðinni komu þeir ekki við í Jerúsalem til þess að hitta Heródes, því að Guð hafði sagt þeim í draumi að fara aðra leið. \s1 Flóttinn til Egyptalands \p \v 13 Þegar þeir voru farnir, dreymdi Jósef að hann sæi engil frá Drottni sem sagði: \p „Flýðu til Egyptalands og taktu með þér barnið og móður þess, því að Heródes konungur sækist eftir lífi barnsins. Vertu síðan um kyrrt í Egyptalandi þar til ég segi þér að snúa heim aftur.“ \p \v 14 Jósef lagði af stað til Egyptalands með barnið og Maríu þessa sömu nótt. \v 15 Þar dvöldust þau uns Heródes konungur lést, en þá rættust orð spámannsins: „Ég kallaði son minn frá Egyptalandi.“ \s1 Saklausum fórnað \p \v 16 Heródes varð æfur af reiði þegar hann komst að því að stjörnufræðingarnir höfðu brugðist honum og sendi þegar í stað alla hermenn til Betlehem. Hann gaf þeim skipun um að drepa alla drengi, tveggja ára og yngri, sem ættu heima þar í nágrenninu. Þetta gerði Heródes vegna þess að stjörnufræðingarnir höfðu sagt honum að þeir hefðu fyrst séð stjörnuna tveimur árum áður. \v 17 Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um þennan hryllilega verknað Heródesar með þessum orðum: \v 18 „Í Rama kveður við angistarvein og óstöðvandi grátur. Rakel grætur börnin sín. Hún er óhuggandi því þau eru ekki lengur lífs.“ \p \v 19 Eftir dauða Heródesar birtist engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og sagði: \p \v 20 „Rís þú á fætur og farðu aftur til Ísraels með Jesú og móður hans.“ \p \v 21 Hann sneri því þegar í stað aftur til Ísraels með Jesú og móður hans. \v 22 Á leiðinni frétti hann sér til mikils ótta að nýi konungurinn í Júdeu væri Areklás, sonur Heródesar. Þá var hann varaður við í öðrum draumi, að fara til Júdeu, og því héldu þau til Galíleu \v 23 og settust að í Nasaret. Þar með rættist þessi spádómur um Krist: „Hann mun kallaður Nasarei.“ \c 3 \s1 Jóhannes skírari tekur til starfa \p \v 1 Meðan þau bjuggu í Nasaret tók Jóhannes skírari að predika í óbyggðum Júdeu. Kjarninn í boðskap hans var þessi: \p \v 2 „Snúið ykkur frá syndinni og til Guðs, því ríki himnanna er nálægt.“ \v 3 Jesaja spámaður sagði þannig fyrir um starf Jóhannesar mörgum öldum áður: „Ég heyri hrópað í auðninni: Ryðjið Drottni veg – gjörið beinar brautir hans.“ \p \v 4 Klæðnaður Jóhannesar var ofinn úr úlfaldahári, og hann notaði leðurbelti. Hann lifði á engisprettum og villihunangi. \v 5 Fólk streymdi frá Jerúsalem, allri Júdeu og úr Jórdandalnum til þess að hlusta á hann. \v 6 Þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan. \v 7 Margir farísear og saddúkear komu til að láta skírast hjá Jóhannesi. Þegar hann sá þá koma ásakaði hann þá opinberlega og sagði: \p „Þið höggormssynir! Hver hefur sagt að þið gætuð umflúið reiði Guðs? \v 8 Áður en þið látið skírast verðið þið að sýna í verki að þið hafið snúið ykkur frá syndinni. \v 9 Þið skuluð ekki halda að þið getið sloppið með því að segja: „Það er allt í lagi með okkur, við erum Gyðingar – afkomendur Abrahams“ það er engin trygging í því. Guð gæti breytt grjótinu hérna í Gyðinga, ef hann vildi. \v 10 Nú þegar hefur öxi Guðs verið reidd til höggs, því að dómurinn er skammt undan og hvert það tré sem ekki ber ávöxt verður upp höggvið og brennt í eldi. \v 11 Þá sem iðrast synda sinna skíri ég í vatni, en sá sem kemur á eftir mér er mér svo miklu æðri að ég er ekki einu sinni verður þess að halda á skónum hans! \v 12 Hann mun skilja hismið frá kjarnanum og safna korninu í hlöðuna en brenna hismið í óslökkvandi eldi.“ \s1 Skírn Jesú \p \v 13 Þá kom Jesús frá Galíleu til árinnar Jórdan til þess að skírast hjá Jóhannesi, \v 14 en Jóhannes færðist undan að skíra hann og sagði: \p „Kemur þú til að skírast hjá mér?! Ég þyrfti fremur að fá skírn hjá þér.“ \p \v 15 „Láttu þetta samt eftir mér því þá gerum við það sem rétt er,“ sagði Jesús. \p Þá skírði Jóhannes hann. \v 16 Þegar Jesús steig upp úr vatninu að skírninni lokinni, opnuðust himnarnir yfir honum og hann sá anda Guðs koma niður yfir sig, í dúfulíki, \v 17 og rödd af himni sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“ \c 4 \s1 Jesú freistað \p \v 1 Eftir þetta leiddi heilagur andi Jesú út í óbyggðina, til þess að hans yrði freistað af Satan. \v 2 Þegar Jesús hafði verið þar matarlaus í fjörutíu sólarhringa var hungrið farið að sverfa að. \v 3 Þá reyndi Satan að fá hann til að breyta steinum í brauð og sagði: \p „Ef þú ert sonur Guðs, þá breyttu þessum steinum í brauð.“ \p \v 4 „Nei!“ svaraði Jesús. „Biblían segir að fæðan sé manninum ekki hið eina nauðsynlega heldur það að fara eftir orði Guðs.“ \p \v 5 Satan fór þá með hann til Jerúsalem, upp á þak musterisins, og sagði: \p \v 6 „Ef þú ert sonur Guðs þá kastaðu þér fram af þakbrúninni, því að Biblían segir: „Guð mun senda engla sína til að gæta þín, þeir munu vernda þig svo þú slasist ekki á steinunum fyrir neðan.“ “ \p \v 7 „Já, en hún segir einnig að enginn skuli leggja heimskulegar þrautir fyrir Drottin, Guð sinn!“ svaraði Jesús byrstur. \p \v 8 Því næst fór Satan með Jesú upp á hátt fjall og sýndi honum þaðan þjóðir heimsins og alla dýrð þeirra. \v 9 „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú krýpur fyrir mér og tilbiður mig.“ \p \v 10 „Burt með þig Satan!“ skipaði Jesús. „Guðs orð segir: „Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og hlýða honum einum.“ “ \p \v 11 Þá fór Satan burt, en englar komu og þjónuðu Jesú. \s1 Jesús byrjar að predika \p \v 12-13 Þegar Jesús frétti að Jóhannes hefði verið handtekinn, fór hann norður í Galíleu. Hann fluttist frá Nasaret og settist að í Kapernaum, sem er við Galíleuvatnið í héraði Sebúlóns og Naftalí. \v 14 Þá rættist þessi spádómur Jesaja: \p \v 15-16 „Í landi Sebúlons og landi Naftalí við vatnið – héraðinu handan Jórdan og í Efri-Galíleu þar sem margir útlendingar búa – var fólkið í myrkri, en dag einn braust ljósið fram og skein á meðal þess.“ \p \v 17 Upp frá þessu tók Jesús að predika: \p „Snúið ykkur frá syndinni og til Guðs, því að ríki himnanna er nálægt.“ \s1 Köllun fiskimanna \p \v 18 Dag einn var hann á gangi við Galíleuvatnið. Þá hitti hann tvo menn á báti við ströndina. Þetta voru Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés bróðir hans. Þeir voru fiskimenn og voru að kasta neti í vatnið. \p \v 19 Jesús kallaði til þeirra: „Komið og fylgið mér, og ég skal kenna ykkur að veiða menn!“ \v 20 Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum. \p \v 21 Spölkorn þaðan sá hann tvo aðra menn við vatnið, Jakob og Jóhannes, sem einnig voru bræður. Þeir sátu þar í báti ásamt Sebedeusi föður sínum og bættu net. Jesús kallaði einnig á þá og \v 22 þeir stóðu samstundis upp frá vinnunni, skildu föður sinn eftir og fylgdu Jesú. \s1 Jesús læknar marga \p \v 23 Jesús ferðaðist um alla Galíleu og talaði í samkomuhúsum Gyðinga (en þar fóru guðþjónustur fram). Hann predikaði gleðiboðskapinn um guðsríki og læknaði hvers konar sjúkdóma og meinsemdir. \v 24 Fregnir af kraftaverkum hans bárust langt út fyrir Galíleu. Sjúkt fólk kom jafnvel alla leið frá Sýrlandi til að fá lækningu hjá honum. Hann læknaði alla sjúka (sama hver sjúkdómurinn var), einnig geðveika og lamaða, og þá sem haldnir voru illum öndum. \v 25 Mikill mannfjöldi fylgdi honum hvert sem hann fór – fólk frá Galíleu, bæjunum tíu austanvert við Galíleuvatnið, Jerúsalem, Júdeu og jafnvel frá landsvæðinu handan Jórdanar. \c 5 \s1 Sæluboðin \p \v 1 Dag nokkurn þegar fólkið þyrptist að honum fór hann upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum, \v 2 settist þar niður og kenndi: \p \v 3 „Sælir eru auðmjúkir, því að þeirra er himnaríki. \p \v 4 Sælir eru sorgmæddir, því að þeir munu huggaðir verða. \p \v 5 Sælir eru hógværir, því að þeir munu eignast landið. \p \v 6 Sælir eru þeir sem þrá réttlætið, því að það mun falla þeim í skaut. \p \v 7 Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. \p \v 8 Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu sjá Guð. \p \v 9 Sælir eru þeir sem vinna að friði, því að þeir munu kallaðir verða synir Guðs. \p \v 10 Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir trú sína á mig, því að þeirra er himnaríki. \p \v 11 Gleðjist og fagnið þegar fólk talar illa um ykkur, ofsækir ykkur eða ber lognar sakir á ykkur vegna þess að þið fylgið mér, \v 12 því að mikil laun bíða ykkar á himnum! \p Minnist þess að hinir fornu spámenn þoldu einnig ofsóknir. \s1 Salt og ljós \p \v 13 Þið eruð salt jarðarinnar, þið eigið að bæta heiminn! Hvernig færi ef þið misstuð seltuna? Þið yrðuð einskis nýt eins og rusl sem fleygt er út og fótum troðið. \v 14 Þið eruð ljós heimsins. Allir sjá borg sem reist er á fjalli. \v 15-16 Felið því ekki ljósið ykkar heldur látið það skína til að allir sjái það! Leyfið öllum að sjá góðverk ykkar, svo að þeir þakki föður ykkar á himnum. \s1 Kristur uppfyllir lögmálið \p \v 17 Misskiljið mig ekki. Ég kom ekki til að afnema lög Móse og viðvaranir spámannanna. Nei, ég kom til að uppfylla hvort tveggja og staðfesta það. \v 18 Ég segi ykkur satt: Hver einasta grein lögbókarinnar mun standa óhögguð uns tilgangi hennar hefur verið náð. \v 19 Þar af leiðir að sá sem brýtur hið minnsta boðorð og hvetur aðra til þess að gera hið sama verður minnstur í himnaríki. En sá sem kennir lög Guðs og fer eftir þeim mun verða mikill í himnaríki. \v 20 Ég vil benda ykkur á eitt: Ef góðverk ykkar verða ekki fremri góðverkum faríseanna og annarra leiðtoga þjóðarinnar, þá komist þið alls ekki inn í guðsríkið. \s1 Morð á upptök í hjartanu \p \v 21 Þannig segir í lögum Móse: „Drepir þú mann, verður þú sjálfur að deyja.“ \v 22 En ég bæti við: Ef þú reiðist – jafnvel þótt það sé aðeins við bróður þinn á þínu eigin heimili – vofir dómurinn yfir þér! Ef þú kallar vin þinn fífl, átt þú á hættu að þér verði stefnt fyrir réttinn! Og bölvir þú honum áttu eld helvítis yfir höfði þér. \v 23 Ef þú stendur frammi fyrir altarinu í musterinu og ert að færa Guði fórn, og minnist þess þá allt í einu að vinur þinn hefur eitthvað á móti þér, \v 24 skaltu skilja fórn þína eftir hjá altarinu, fara og biðja hann fyrirgefningar og sættast við hann. Komdu síðan aftur og berðu fram fórnina. \v 25 Flýttu þér að sættast við óvin þinn áður en það er um seinan, því að annars mun hann draga þig fyrir rétt. Þá verður þér varpað í skuldafangelsi, \v 26 þar sem þú verður að dúsa uns þú hefur greitt þinn síðasta eyri. \s1 Hórdómur í huganum \p \v 27 Boðorðið segir: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ \v 28 En ég segi: Sá sem horfir á konu með girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í huga sínum. \v 29 Ef það sem þú sérð með auga þínu verður til þess að þú fellur í synd, skaltu stinga augað úr þér og fleygja því. Betra er að hluti af þér eyðileggist en að þér verði öllum kastað í víti. \v 30 Ef hönd þín – jafnvel sú hægri – kemur þér til að syndga, þá er betra að höggva hana af og fleygja henni en að lenda í helvíti. \s1 Hjónabandið er heilagt og bindandi \p \v 31 Í lögum Móse segir svo: „Sá sem vill skilja við konu sína verður að fá henni skilnaðarbréf.“ \v 32 En ég segi: Skilji maður við konu sína af annarri ástæðu en þeirri að hún hafi verið honum ótrú, veldur hann því að hún drýgir hór, og sá sem síðar kvænist henni drýgir einnig hór. \s1 Sverjið ekki \p \v 33 Þið þekkið líka þessa gömlu reglu: „Þú skalt ekki sverja rangan eið, og haltu þau heit sem þú hefur gefið Guði.“ \v 34 Ég segi: Sverjið ekki, hvorki við himininn, því að hann er hásæti Guðs, \v 35 né jörðina, því hún er fótskör hans. Sverjið ekki við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs. \v 36 Þú mátt ekki heldur sverja við höfuð þitt, því þú getur ekki einu sinni breytt háralit þínum, hvað þá meira. \v 37 Látið nægja að segja: Já, ég vil… eða: Nei, ég vil ekki! Það á að vera hægt að treysta því sem þú segir. Þurfir þú að staðfesta orð þín með eiði er ekki allt með felldu. \s1 Gakktu auka mílu \p \v 38 Í lögum Móse stendur: „Stingi maður auga úr öðrum manni, skal hann sjálfur gjalda fyrir það með eigin auga. Brjóti einhver tönn úr þér, skaltu brjóta tönn úr honum í staðinn.“ \v 39 Ég segi hins vegar: Launið ekki ofbeldi með ofbeldi! Slái einhver þig á aðra kinnina, snúðu þá einnig hinni að honum. \v 40 Höfði einhver mál gegn þér þannig að þú tapar skyrtunni þinni, skaltu líka láta yfirhöfn þína af hendi. \v 41 Ef hermenn skipa þér að bera varning sinn eina mílu, þá skaltu bera hann tvær. \v 42 Gefðu þeim sem biðja þig, og snúðu ekki bakinu við þeim sem vilja fá lán hjá þér. \s1 Elskið óvini ykkar \p \v 43 Sagt hefur verið: „Elskaðu vini þína og hataðu óvini þína.“ \v 44 En ég segi: Elskið óvini ykkar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja ykkur. \v 45 Ef þið gerið það, komið þið fram eins og hæfir sonum hins himneska föður. Hann lætur sólina skína jafnt á vonda sem góða. Hann lætur einnig rigna jafnt hjá réttlátum sem ranglátum. \v 46 Hvaða góðverk er það að elska þá eina sem elska ykkur? Jafnvel skattheimtumennirnir gera það. \v 47 Eruð þið nokkuð frábrugðin heiðingjunum, ef þið eruð einungis vinir vina ykkar? Nei! \v 48 Verið því fullkomin eins og ykkar himneski faðir er fullkominn. \c 6 \s1 Þóknist Guði með góðverkum ykkar \p \v 1 Gætið þess að vinna ekki góðverk til þess eins að fá hrós hjá mönnum, því að þá farið þið á mis við launin frá föður ykkar á himnum. \v 2 Látið ekki á því bera, eins og hræsnararnir gera, ef þið gefið einhverjum eitthvað. Þeir láta blása í lúður fyrir sig í samkomuhúsunum og á götuhornunum til þess að fá hrós fyrir góðverk sín! Ég segi ykkur satt: Þeir hafa þegar fengið laun sín. \p \v 3 Gætið þess að ekki beri mikið á því þegar þið réttið einhverjum hjálparhönd. Segið vinstri hendinni ekki hvað sú hægri gerir! \v 4 Faðir ykkar á himnum veit leyndarmálið og mun launa ykkur. \s1 Um bænina \p \v 5 Verið ekki eins og hræsnararnir þegar þið biðjið. Þeir biðja á áberandi hátt á götuhornum og í samkomuhúsunum, þar sem allir sjá þá. Ég segi ykkur satt. Allt og sumt sem þeir fá fyrir þetta er athygli annarra! \v 6 Vertu í einrúmi þegar þú biður. Lokaðu dyrunum og bið til föður þíns þannig að enginn viti. Faðir þinn, sem þekkir leyndar hugsanir þínar, mun bænheyra þig. \v 7-8 Þyljið ekki bænir ykkar í belg og biðu eins og heiðingjarnir. Þeir halda að bænin verði heyrð ef hún er nógu löng og fagurlega orðuð. Minnist þess að faðir ykkar veit nákvæmlega hvers þið þarfnist, jafnvel áður en þið biðjið. \v 9 Biðjið þannig: \p „Kæri Faðir, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn. \v 10 Komi ríki þitt. Verði þinn vilji á jörðu eins og á himnum. \v 11 Gefðu okkur fæðu í dag eins og aðra daga. \v 12 Fyrirgefðu okkur syndirnar, eins og við fyrirgefum þeim sem syndga gegn okkur. \v 13 Leiddu okkur ekki í þyngri prófraunir en þær sem við fáum staðist og frelsaðu okkur frá illu. Amen.“ \v 14-15 Faðirinn á himnum mun fyrirgefa ykkur ef þið fyrirgefið þeim sem hafa brotið gegn ykkur, en ef þið fyrirgefið þeim ekki, mun hann ekki heldur fyrirgefa ykkur. \s1 Nokkur orð um föstu \p \v 16 Fastið ekki þannig að á því beri eins og hræsnararnir. Þeir reyna að sýnast aðframkomnir, svo að fólk finni til með þeim en það eru einu launin sem þeir fá. \v 17 Verið heldur vel til fara, hreinir og snyrtilegir, \v 18 svo að engan gruni að þið séuð hungraðir. Faðir ykkar á himnum veit leyndarmálið og hann mun launa ykkur. \p \v 19 Safnið ekki auðæfum á jörðu, því að þar eyðast þau og þeim kynni að verða stolið. \v 20 Safnið heldur verðmætum á himnum! Þar munu þau aldrei rýrna og þar stafar engin hætta af þjófum. \v 21 Séu auðæfi þín á himnum, mun einnig hugur þinn og hjarta vera þar, því að hugurinn er bundinn við það sem þér finnst verðmætast. \s1 Innra ljós \p \v 22 Augað er lampi líkamans. Ef augu þín eru heilbrigð, þá verður allur líkami þinn bjartur. En ef þau eru sjúk, þá verður allur líkaminn dimmur. \v 23 Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. \p \v 24 Ekki er hægt að þjóna tveimur guðum, því að þið munuð hata annan en elska hinn. Enginn getur þjónað bæði Guði og peningum. \s1 Hafið ekki áhyggjur \p \v 25 Ráðlegging mín er þessi: Hafið engar áhyggjur af mat, drykk, fatnaði eða því um líku. Þið eigið nú þegar líf og líkama, og það er miklu dýrmætara en fæðan og fatnaðurinn. \v 26 Takið eftir fuglunum. Þeir hafa ekki áhyggjur af því hvað þeir eiga að borða, þeir þurfa hvorki að sá né uppskera né safna í forðabúr, því að faðir ykkar á himnum sér fyrir þeim. Þið eruð miklu dýrmætari en fuglarnir, í hans augum. \v 27 Haldið þið ef til vill að áhyggjurnar lengi lífið? \p \v 28 Hvers vegna hafið þið áhyggjur af fatnaði? Virðið fyrir ykkur blómin sem vaxa á jörðinni. Þau kvíða engu. \v 29 Salómon, í allri sinni dýrð var þó ekki klæddur slíku skarti sem þau! \v 30 Skyldi Guð ekki miklu fremur vilja annast ykkur fyrst honum er svona umhugað um blómin, sem standa í dag en eru fallin á morgun! Æ, þið lítiltrúaðir! \v 31-32 Hafið því engar áhyggjur af fæðu eða fötum! Verið ekki eins og heiðingjarnir sem hugsa ekki um annað. Ykkar himneski faðir veit vel að þið þarfnist alls þessa. \p \v 33 Sækist fyrst eftir að tilheyra honum og gera vilja hans, þá mun allt þetta veitast ykkur að auki. \p \v 34 Kvíðið ekki morgundeginum því hann er einnig í hendi Guðs. Lifið einn dag í senn. \c 7 \s1 Dæmið ekki \p \v 1 Verið ekki aðfinnslusamir, og þá munu aðrir ekki heldur finna að við ykkur. \v 2 Eins og þú ert við aðra, munu þeir verða gagnvart þér. \v 3 Hvers vegna hefur þú áhyggjur af flísinni í auga bróður þíns? Þú ert sjálfur með planka í auganu! – Já, heilan bjálka! \v 4 Er rétt af þér að segja: „Vinur, leyfðu mér að hjálpa þér að fjarlægja þessa flís úr auganu á þér,“ meðan þú sérð alls ekki til vegna plankans sem er í þínu eigin auga? \v 5 Hræsnari! Losaðu þig fyrst við plankann, og eftir það muntu sjá vel til að hjálpa bróður þínum. \p \v 6 Láttu ekkert heilagt í hendur spilltra manna. Kastaðu ekki perlum fyrir svín, því þau munu troða þær niður í svaðið og ráðast að því búnu gegn þér. \s1 Gefist ekki upp \p \v 7 Biðjið og þið munuð öðlast. Leitið og þið munuð finna. Knýið á og þá mun verða lokið upp. \v 8 Því sá öðlast sem biður. Sá finnur sem leitar og fyrir þeim, sem á knýr, mun opnað verða. \v 9 Hvaða maður gæfi barni sínu stein, ef það bæði um brauð? \v 10 Eða höggorm, ef það bæði um fisk? Enginn! \v 11 Fyrst þið sem eruð vondir og syndugir menn, hafið vit á að gefa börnunum ykkar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir ykkar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann? \p \v 12 Vertu við aðra eins og þú vilt að þeir séu við þig – þetta er kjarninn í lögum Móse. \s1 Mjói vegurinn \p \v 13 Eina leiðin til himins liggur um þrönga hliðið. Vegurinn til glötunar er breiður og hlið hans vítt – greiðfær leið öllum sem hana velja. \v 14 Vegurinn til lífsins er mjór og hlið hans þröngt, fáir eru þeir sem finna hann. \p \v 15 Gætið ykkar á falskennendum sem dulbúa sig sem saklaus lömb, en eru hið innra sem gráðugir úlfar. \v 16 Þið getið þekkt þá á afleiðingum orða þeirra og verka – á sama hátt og þið þekkið tré af ávöxtum þess. Það er óþarfi fyrir ykkur að ruglast á vínviði og þyrnirunna, eða á fíkjutré og þistlum. \v 17 Tré þekkist af ávöxtunum. \v 18 Tré sem ber ljúffenga ávexti, ber ekki óæta ávexti, og tré sem ber vonda ávexti, ber ekki góða á sama tíma. \v 19 Tré það, sem ber eintómt óæti, er rifið upp og notað í eldinn. \v 20 Leiðin til að þekkja tré eða mann er að kanna ávextina. \s1 Aldrei þekkt ykkur \p \v 21 Ekki eru allir guðræknir, sem tala guðrækilega. Þeir ávarpa mig: „Herra“ – en munu samt ekki komast til himins, heldur aðeins þeir sem gera það sem faðir minn á himnum vill að þeir geri. \v 22 Margir munu segja við mig á dómsdegi: „Herra, herra, við sögðum fólkinu frá þér, við rákum út illa anda með þínu nafni og unnum mörg önnur mikil kraftaverk.“ \v 23 Ég mun svara þeim: „Ég hef aldrei þekkt ykkur né þið haft samfélag við mig. Farið burt, því verk ykkar eru vond.“ \p \v 24 Þeir sem hlusta á orð mín og fara eftir þeim, líkjast hyggnum manni sem byggir húsið sitt á klöpp. \v 25 Þó að rigni og vatnavextir verði, stormurinn æði og lemji húsið, mun það ekki haggast, því það er byggt á traustum grunni. \p \v 26 Þeir sem heyrt hafa orð mín, en fara samt ekki eftir þeim, eru heimskir. Þeir eru eins og maður sem byggir húsið sitt á sandi. \v 27 Og þegar stormurinn blæs og flóðbylgjan kemur æðandi og skellur á því, hrynur það með braki og brestum.“ \p \v 28 Mannfjöldinn undraðist predikun Jesú, því að hann talaði af miklum myndugleika, eins og sá sem valdið hefur, en ekki eins og fræðimennirnir. \c 8 \s1 Jesús læknar holdsveikan mann \p \v 1 Mikill mannfjöldi fylgdi Jesú þegar hann gekk niður fjallshlíðina að ræðunni lokinni. \p \v 2 Og viti menn! Þá kom holdsveikur maður til hans. Hann kraup við fætur hans og sagði: „Herra, ef þú vilt getur þú læknað mig.“ \v 3 Jesús snerti manninn og sagði: „Ég vil að þú verðir heilbrigður!“ Og samstundis hvarf holdsveikin! \p \v 4 Jesús sagði þá við hann: „Segðu engum frá þessu strax, en farðu rakleitt til prestsins og láttu hann skoða þig. Taktu með þér fórn þá sem lög Móse gera ráð fyrir að holdsveikir beri fram, þegar þeir læknast, sem opinbera staðfestingu þess að þú sért orðinn heilbrigður.“ \s1 Jesús læknar þjón liðsforingja \p \v 5-6 Þegar Jesús kom til Kapernaum mætti hann rómverskum liðsforingja. Liðsforinginn skýrði frá því að þjónn hans lægi lamaður heima og honum liði illa. \v 7 „A ég að koma og lækna hann?“ spurði Jesús. \p \v 8-9 „Herra,“ sagði liðsforinginn, „ég er ekki verður þess að þú komir inn á heimili mitt (og það er reyndar ekki nauðsynlegt). Segðu aðeins núna: „Læknist þú!“ og þá mun þjónn minn verða heilbrigður! Þetta segi ég vegna þess að ég er settur undir vald æðri liðsforingja, en hef jafnframt sjálfur vald yfir mínum hermönnum. Ég segi við einn þeirra: „Farðu!“ og hann fer, og við annan: „Komdu!“ og hann kemur. Við þjón minn segi ég: „Gerðu þetta!“ og hann hlýðir skilyrðislaust. Þess vegna veit ég að þú hefur vald til að skipa þessum sjúkdómi að fara og hann mun fara!“ \p \v 10 Jesús varð undrandi! Hann sneri sér að mannfjöldanum og sagði: „Hvergi í Ísrael hef ég fundið svo mikla trú! \v 11 Og ég skal segja ykkur eitt: Margir útlendingar (eins og þessi rómverski liðsforingi) munu koma hvaðanæva að og sitja með Abraham, Ísak og Jakobi í konungsríki himnanna. \v 12 Mörgum Ísraelsmönnum – já, einmitt þeim sem konungsríkið var ætlað – mun verða kastað út í myrkrið og þar verður grátið og kveinað.“ \p \v 13 Síðan sagði Jesús við liðsforingjann: \p „Farðu heim til þín. Verði þér að trú þinni.“ Samstundis varð þjónninn heilbrigður! \s1 Tengdamóðir Péturs læknast \p \v 14 Eftir þetta fór Jesús heim til Péturs. Tengdamóðir Péturs lá þar með mikinn hita. \v 15 Jesús snerti hönd hennar og við það hvarf hitinn. Hún reis á fætur og gaf þeim að borða. \p \v 16 Um kvöldið voru færðir til Jesú menn sem höfðu illa anda. Hann rak illu andana út með einu orði og læknaði þá sem sjúkir voru. \v 17 Þarna rættist spádómur Jesaja: „Sjúkdóma okkar og þjáningar tók hann á sig.“ \s1 Að fylgja Jesú \p \v 18 Þegar Jesús sá að fólk dreif stöðugt að, sagði hann lærisveinunum að þeir skyldu búa sig undir að sigla yfir vatnið. \p \v 19 Í sama mund sagði einn af fræðimönnum Gyðinga við hann: „Meistari, ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð!“ \p \v 20 Jesús svaraði: „Refir eiga greni og fuglarnir hreiður, en ég, Kristur, á ekkert heimili – engan stað til að hvílast.“ \p \v 21 Þá sagði annar úr hópi lærisveinanna: „Herra, þegar faðir minn er dáinn, skal ég fylgja þér.“ \p \v 22 „Fylgdu mér núna!“ sagði Jesús. „Láttu hina andlega dauðu annast sína dauðu.“ \s1 Vatn og vindur hlýða Jesú \p \v 23 Síðan steig Jesús út í bátinn og hélt yfir vatnið ásamt lærisveinum sínum. \v 24 Þá hvessti skyndilega svo að öldurnar gengu yfir bátinn, en Jesús svaf. \p \v 25 Lærisveinarnir vöktu hann og hrópuðu: „Drottinn! Bjargaðu okkur Við erum að farast!“ \v 26 „Lítil er trú ykkar,“ svaraði Jesús. „Hvers vegna eruð þið hræddir?“ Síðan reis hann á fætur og hastaði á vindinn og öldurnar. Þá lægði vindinn og allt varð kyrrt! \v 27 Lærisveinarnir voru orðlausir af undrun og ótta. „Hver er hann eiginlega?“ spurðu þeir hver annan, „vindurinn og vatnið hlýða honum!“ \s1 Illir andar reknir út \p \v 28 Þegar þeir komu að landi í byggðum Gadarena, komu á móti þeim tveir menn haldnir illum öndum. Menn þessir höfðu búið um sig í gröfunum og voru svo óðir að enginn þorði að fara þar um. \p \v 29 Þeir hrópuðu nú til Jesú og sögðu: „Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Þú hefur ekki enn leyfi til að tortíma okkur!“ \p \v 30 Skammt þar frá var svínahjörð á beit. \v 31 Illu andarnir báðu hann og sögðu: „Sendu okkur í svínin, ef þú ætlar að reka okkur út.“ \p \v 32 „Já, farið þangað,“ svaraði Jesús. Þá fóru þeir úr mönnunum, í svínin og öll hjörðin æddi fram af hengiflugi og drukknaði í vatninu. \v 33 Þegar svínahirðarnir sáu þetta, flúðu þeir til næsta bæjar og sögðu frá því sem gerst hafði. \v 34 Allir, sem þar bjuggu, flýttu sér út til að sjá Jesú, en eftir það báðu þeir hann að fara og láta sig í friði. \c 9 \s1 Jesús fyrirgefur og læknar \p \v 1 Jesús steig því aftur út í bátinn og þeir héldu yfir vatnið til Kapernaum, heimabæjar hans. \v 2 Ekki var liðin löng stund er menn báru lamaðan mann til hans á dýnu. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við veika manninn: „Vertu hughraustur, vinur minn. Ég hef fyrirgefið þér syndirnar.“ \p \v 3 „Guðlast!“ hugsuðu fræðimenn Gyðinganna, sem þarna voru staddir. „Þessi maður heldur þó ekki að hann sé Guð?“ \v 4 Jesús vissi hvað þeir hugsuðu og spurði því: „Hvers vegna hugsið þið illt? \v 5-6 Er erfiðara að fyrirgefa syndir mannsins en að lækna hann?“ Síðan sneri hann sér að lamaða manninum og sagði: „Ég segi við þig, til þess að sanna að ég hef vald hér á jörðu til þess að fyrirgefa syndir: Stattu upp! Taktu dýnuna þína og farðu heim til þín!“ \p \v 7 Maðurinn spratt á fætur og flýtti sér heim! \v 8 Ótti greip fólkið þegar það sá kraftaverkið gerast þannig fyrir augum sér, og það lofaði Guð fyrir að hafa gefið manni slíkt vald. \s1 Matteus skattheimtumaður \p \v 9 Jesús lagði nú af stað niður veginn og sá þá Matteus, skattheimtumann, sitja hjá skattstofunni. „Komdu og vertu lærisveinn minn,“ sagði Jesús við hann. Matteus stóð þegar á fætur og fylgdi honum. \p \v 10 Síðar voru Jesús og lærisveinar hans saman í boði (heima hjá Matteusi). Meðal gestanna voru margir sem höfðu illt orð á sér, svo sem alræmdir svindlarar. \p \v 11 Nú var faríseunum nóg boðið og þeir spurðu lærisveinana: „Hvers vegna umgengst meistari ykkar slíka menn?“ \v 12 Jesús varð fyrir svörum og sagði: „Vegna þess að heilbrigðir þurfa ekki læknishjálp, heldur hinir sjúku!“ \v 13 Síðan bætti hann við: „Farið og reynið að skilja þetta biblíuvers: „Það eru ekki fórnir ykkar eða gjafir sem ég þrái – heldur að þið sýnið miskunnsemi.“ Ég kom til að leiða synduga menn til Guðs, en ekki réttláta.“ \s1 Spurt um föstu \p \v 14 Dag einn komu lærisveinar Jóhannesar skírara til Jesú og spurðu: „Hvers vegna fasta lærisveinar þínir ekki? Það gerum við og farísearnir líka.“ \v 15 „Haldið þið að vinir brúðgumans séu hryggir og fastandi meðan hann er hjá þeim?“ spurði Jesús. „Að því kemur að ég verð tekinn frá þeim, og þá fá þeir nægan tíma til að fasta. \p \v 16 Hver haldið þið að bæti gamla flík með efni sem á eftir að hlaupa? Bótin mundi rifna frá og gatið verða enn þá stærra en áður. \v 17 Og hver notar gamla vínbelgi undir nýtt vín? Gömlu belgirnir láta undan þrýstingnum og springa, vínið fer allt niður og belgirnir eyðileggjast. Nei, við notum nýja belgi undir nýtt vín og þá varðveitist hvort tveggja.“ \s1 Stúlka rís upp og kona læknast \p \v 18 Rétt í þessu bar að forstöðumann samkomuhússins. Hann kraup að fótum Jesú og sagði: „Litla dóttir mín er nýdáin, en þú getur kallað hana aftur til lífsins ef þú vilt koma og snerta hana.“ \p \v 19 Meðan Jesús og lærisveinar hans voru á leið heim til forstöðumannsins, \v 20 læddist kona sem þjáðst hafði af blæðingum í tólf ár, að baki honum og snerti fald yfirhafnar hans. \v 21 Hún hugsaði: „Ef ég aðeins get snert hann, þá mun ég læknast!“ \v 22 Jesús sneri sér við og sagði við hana: „Dóttir, vertu ekki kvíðin! Trú þín hefur læknað þig!“ Frá þeirri stundu var hún heilbrigð. \p \v 23 Þegar Jesús gekk inn í hús forstöðumannsins og sá alla í uppnámi og heyrði útfarartónlistina, \v 24 sagði hann: „Út með allt þetta fólk! – Litla stúlkan er ekki dáin, hún sefur.“ \p Þá hló fólkið og gerði gys að orðum hans. \v 25 Loksins tókst þó að koma fólkinu út. Jesús gekk að rúmi litlu stúlkunnar og tók í hönd hennar. Við það reis hún upp og varð heilbrigð á sömu stundu! \v 26 Fréttir af þessu stórkostlega kraftaverki bárust um allt héraðið. \s1 Tveir blindir fá sýn \p \v 27 Tveir blindir menn eltu Jesú þegar hann yfirgaf hús forstöðumannsins og hrópuðu: „Sonur Davíðs konungs! Vertu okkur miskunnsamur!“ \v 28 Þeir fóru alla leið inn í húsið þar sem hann dvaldist. Jesús spurði þá: „Trúið þið að ég geti gefið ykkur sjónina?“ „Já, herra“, svöruðu þeir, „við trúum því.“ \p \v 29 Þá snerti hann augu þeirra og sagði: „Verði ykkur að trú ykkar.“ \v 30 Á sömu stundu fengu þeir sjónina! Jesús bannaði þeim stranglega að segja frá þessu, \v 31 en eigi að síður báru þeir söguna um allan bæinn. \p \v 32 Þegar Jesús var að fara þaðan mætti hann manni sem var mállaus vegna þess að illur andi var í honum. \v 33 Jesús rak illa andann út og þá talaði mállausi maðurinn. Fólkið varð forviða og hrópaði: „Aldrei höfum við séð neitt þessu líkt!“ \p \v 34 En farísearnir sögðu: „Hann getur rekið illu andana út af því að hann er sjálfur með illan anda. Sjálfur Satan, konungur illu andanna, er í honum!“ \s1 Verkamenn kallaðir til starfa \p \v 35 Jesús ferðaðist nú til allra bæja og þorpa á þessum slóðum. \v 36 Hann kenndi í samkomuhúsum og flutti gleðiboðskapinn um guðsríkið. Hvar sem hann kom læknaði hann fólk af hvers konar sjúkdómum. Hann kenndi í brjósti um mannfjöldann sem til hans kom, því fólkið sá enga lausn á vanda sínum. Það var eins og hjörð án hirðis. \v 37 Jesús sagði þá við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir. \v 38 Biðjið því hann, sem ræður uppskerunni, að senda fleiri verkamenn út á akrana.“ \c 10 \s1 Postularnir tólf \p \v 1 Jesús kallaði nú til sín tólf af lærisveinum sínum, gaf þeim vald til að reka út illa anda og lækna hvers konar sjúkdóma. \v 2-4 Nöfn þessara tólf lærisveina eru: \li1 Símon (einnig kallaður Pétur), \li1 Andrés (bróðir Péturs), \li1 Jakob Sebedeusson, \li1 Jóhannes (bróðir Jakobs), \li1 Filippus, \li1 Bartólómeus, \li1 Tómas, \li1 Matteus (skattheimtumaðurinn), \li1 Jakob Alfeusson, \li1 Taddeus, \li1 Símon (en hann var meðlimur róttæks stjórnmálaflokks sem kallaðist Selótar) og \li1 Júdas Ískaríot (sá sem síðar sveik hann). \s1 Fyrirmæli til lærisveinanna \p \v 5 Jesús sendi þá af stað og gaf um leið þessi fyrirmæli: „Farið hvorki til heiðingja né Samverja. \v 6 Farið aðeins til Ísraelsmanna – hinna týndu sauða Guðs þeirra á meðal. \v 7 Segið þeim að ríki himnanna sé nálægt. \v 8 Læknið sjúka og holdsveika, vekið upp dauða og rekið út illa anda. Gefið á sama hátt og þið hafið þegið! \v 9 Takið ekki með ykkur peninga, \v 10 föt né skó til skiptanna og jafnvel ekki göngustaf. Þeir sem njóta hjálpar ykkar munu annast ykkur. \v 11 Þegar þið komið inn í bæ eða þorp, reynið þá að finna einhvern sem er opinn fyrir Guði og gistið þar uns þið farið til næsta þorps. \v 12-13 Þegar þið beiðist gistingar þá blessið heimilið, sé það guðrækið, en ef ekki, haldið þá blessuninni fyrir sjálfa ykkur. \v 14 Ef eitthvert þorp eða heimili vill ekki taka við ykkur, dustið þá rykið af fótum ykkar um leið og þið farið þaðan. \v 15 Ég segi ykkur satt: Þeim stað mun verr farnast á dómsdegi en borgunum guðlausu, Sódómu og Gómorru. \s1 Ofsóknir koma \p \v 16 Ég sendi ykkur sem lömb á meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar en falslausir sem dúfur. \v 17 Gætið að! Þið munuð verða handteknir, yfirheyrðir og húðstrýktir í samkomuhúsunum. \v 18 Þið verðið jafnvel að svara til saka frammi fyrir stjórnvöldum mín vegna. Þá fáið þið tækifæri til að segja þeim frá mér – vitna um mig frammi fyrir heiminum. \v 19 Þegar þið verðið handteknir, hafið þá engar áhyggjur af því hvernig þið eigið að verja mál ykkar, því ykkur verða gefin rétt orð á réttum tíma. \v 20 Það verða ekki þið sem talið, heldur mun andi föður ykkar á himnum tala í ykkur! \p \v 21 Bróðir mun svíkja bróður sinn í dauðann og feður börn sín. Börn munu einnig rísa gegn foreldrum sínum til að lífláta þá! \v 22 Allir munu hata ykkur vegna þess að þið tilheyrið mér, en þeir sem standa stöðugir allt til enda munu frelsast. \v 23 Þegar þið mætið ofsóknum í einhverri borg, skuluð þið flýja til þeirrar næstu. Ég mun koma aftur áður en þið hafið náð til þeirra allra! \v 24 Nemandi er ekki fremri kennara sínum. Og þjónninn er ekki settur yfir húsbónda sinn. \v 25 Nemandinn á hlutdeild í kjörum kennara síns og þjónninn húsbónda síns. En hvernig mun fara fyrir ykkur, fyrst ég, húsbóndinn, hef verið kallaður Satan? \v 26 Óttist ekki þá sem hafa í hótunum við ykkur, því að sannleikurinn mun koma í ljós. \p \v 27 Það sem ég segi ykkur í rökkrinu, skuluð þið kalla að morgni og það sem ég hvísla í eyru ykkar, skuluð þið hrópa á húsþökum! \s1 Óttist Guð \p \v 28 Óttist ekki þá sem aðeins geta deytt líkama ykkar, en megna ekki að skaða sálina. Óttist Guð, því að hann getur tortímt sál og líkama í helvíti. \v 29 Vitið þið verðið á spörfuglum? Fást ekki tveir fyrir einn smápening? Ekki einn einasti þeirra fellur til jarðar án vitundar föður ykkar. \v 30 Hann veit meira að segja hve hárin eru mörg á höfði ykkar! \v 31 Verið því ekki kvíðafullir. Þið eruð dýrmætari í augum Guðs en margir spörfuglar. \s1 Játið Krist fyrir mönnum \p \v 32 Hvern þann sem viðurkennir mig sem vin sinn fyrir mönnum mun ég viðurkenna sem vin minn fyrir föður mínum á himnum. \v 33 En hverjum þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun ég afneita fyrir föður mínum á himnum. \s1 Kristur veldur aðskilnaði \p \v 34 Haldið ekki að ég sé hér til að koma á friði á jörðu – nei, þvert á móti. \v 35 Ég kom til að gera son ósáttan við föður sinn, dóttur ósátta við móður sína og tengdadóttur við tengdamóður sína. \v 36 Heimilismennirnir verða óvinir húsbónda síns. \v 37 Ef þið elskið föður ykkar eða móður meira en mig, þá eruð þið ekki verðir þess að tilheyra mér. Sama er að segja ef þið elskið son ykkar eða dóttur meira en mig. \v 38 Sá sem ekki vill deyja sjálfum sér og fylgja mér er mín ekki verður. \v 39 Sá sem vill njóta lífsins sjálfs sín vegna, mun glata því, en sá sem fórnar því mín vegna, mun bjarga því. \s1 Glas af svaladrykk \p \v 40 Þeir sem taka við ykkur, taka við mér. Þegar þeir taka við mér, þá taka þeir við Guði sem sendi mig. \v 41 Ef þið takið á móti spámanni vegna þess að hann er maður Guðs, þá hljótið þið sömu laun og þeir. \v 42 Ef þið, lærisveinar mínir, gefið smælingja þó ekki sé nema glas af svaladrykk, þá mun ykkur vissulega verða launað fyrir það.“ \c 11 \s1 Jóhannes skírari sendir menn til Jesú \p \v 1 Þegar Jesús hafði gefið lærisveinunum tólf þessi fyrirmæli hélt hann áfram að ferðast um og predika í bæjum og þorpum. \p \v 2 Jóhannes skírari sat um þessar mundir í fangelsi. Þegar hann frétti af kraftaverkunum, sem Kristur vann, sendi hann lærisveina sína til hans til að spyrja: \v 3 „Ert þú í raun og veru sá sem við höfum beðið eftir, eða eigum við að vænta annars?“ \p \v 4 Jesús svaraði þeim og sagði: „Farið og segið Jóhannesi frá kraftaverkunum sem þið hafið séð mig gera: \v 5 Ég hef læknað blinda og holdsveika, og þeir sem lamaðir voru ganga nú óstuddir. Heyrnarlausir heyra, dauðir lifna við og fátækum eru fluttar gleðifréttir. \v 6 Segið honum líka: „Guð blessar þann sem dregur orð mín ekki í efa.“ “ \p \v 7 Þegar lærisveinar Jóhannesar voru farnir, fór Jesús að tala um hann við mannfjöldann og sagði: „Hvað bjuggust þið við að sjá þegar þið fóruð út í eyðimörkina til Jóhannesar? Strá, skekið af vindi? \v 8 Eða áttuð þið von á að sjá mann klæddan konungsskrúða? \v 9 Eða spámann Guðs? Já, hann er meira en spámaður. \v 10 Hann er sá sem sagt var fyrir um í Biblíunni: „boðberinn sem tilkynnti komu mína og bjó fólk undir að taka á móti mér.“ \v 11 Ég segi ykkur satt: Enginn þeirra manna, sem enn hafa fæðst, jafnast á við Jóhannes skírara, þó eru hinir minnstu í himnaríki honum meiri! \v 12 Frá þeirri stundu er Jóhannes skírari hóf að predika og skíra hafa menn viljað ná guðsríki undir sig með valdi. \v 13 Lög Móse og spámennirnir sögðu fyrir um þetta. Síðan kom Jóhannes og sagði það sama. \v 14 Ef þið viljið skilja mig rétt, þá er hann sá Elía sem spámennirnir sögðu að koma mundi (áður en guðsríki kæmi). \p \v 15 Ef þið viljið hlusta, takið þá eftir því sem ég segi nú: \p \v 16 Hvað á ég að segja um þessa þjóð? Hún er eins og börn að leik, sem segja við félaga sína: \p \v 17 „Við lékum brúðkaupslag, en þið glöddust ekki, þá lékum við sorgarlag, en samt grétuð þið ekki!“ \p \v 18 Jóhannes skírari drakk ekki vín og fastaði oft. Þá sögðu menn: „Hann er geðveikur!“ \v 19 En ef ég, Kristur, tek þátt í veislum og drekk, þá er kvartað og ég kallaður átvagl, vínsvelgur og vinur stórsyndara! – Slíkum vitringum finnst allt rétt sem þeir gera sjálfir!“ \s1 Viðvaranir \p \v 20 Þá tók hann að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gert flest kraftaverkin, því þær höfðu ekki snúið sér til Guðs. Hann sagði: \v 21 „Ég kalla dóm yfir þig Kórasín og þig Betsaída! Ef kraftaverk þau sem ég hef gert á strætum ykkar, hefðu gerst í Týrus og Sídon, þá hefðu þær fyrir löngu iðrast og auðmýkt sig. \v 22 Betur mun fara fyrir Týrus og Sídon á dómsdegi en ykkur. \v 23 Kapernaum, þér hlotnaðist mikill heiður, en þér verður eytt! Ef öll kraftaverkin, sem ég hef gert í þér, hefðu gerst í Sódómu, stæði hún enn í dag. \v 24 Því segi ég að betur mun fara fyrir Sódómu á degi dómsins en þér, Kapernaum!“ \s1 Jesús býður hvíld og frið \p \v 25 Um þetta leyti bað Jesús þessarar bænar: „Þökk sé þér, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur opinberað börnum það sem þú huldir spekingum og fræðimönnum. \v 26 Já, faðir, þannig vildir þú hafa það.“ \p \v 27 „Faðir minn hefur falið mér að gera allt sem ég geri. Faðirinn einn gjörþekkir soninn og sonurinn einn þekkir föðurinn, svo og þeir sem sonurinn hefur opinberað hann. \v 28 Komið til mín, allir þið sem erfiðið og berið þungar byrðar, og ég mun veita ykkur hvíld. \v 29-30 Takið á ykkur ok mitt og lærið af mér, ég er lítillátur og auðmjúkur. Þá munuð þið finna sálum ykkar hvíld. Mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ \c 12 \s1 Jesús er herra hvíldardagsins \p \v 1 Um þetta leyti gekk Jesús á helgidegi yfir kornakur ásamt lærisveinum sínum. Lærisveinarnir voru svangir, svo að þeir týndu nokkur hveitiöx og átu kornið sem í þeim var. \v 2 Farísear sem þar voru og sáu til þeirra, sögðu við Jesú: „Sérðu ekki að lærisveinar þínir eru að brjóta lögin? Þetta er bannað að gera á helgidegi!“ \v 3 En Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð konungur gerði þegar hann og menn hans fundu til hungurs? \v 4 Hann fór inn í guðshús ásamt mönnum sínum og át brauðið sem prestunum einum var heimilt að borða. Það var einnig lagabrot. \v 5 Hafið þið aldrei lesið í lögum Móse að prestarnir, sem gegna þjónustu í musterinu, verða að vinna störf sín á helgidögum jafnt sem aðra daga. \v 6 Ég segi: Hér á í hlut sá sem er meiri en musterið. \v 7 Þið hefðuð ekki dæmt þessa saklausu menn, ef þið skilduð hvað þessi orð þýða: „Miskunnsemi met ég meira en fórn“. \v 8 Ég, Kristur, er herra hvíldardagsins.“ \s1 Lækning á hvíldardegi \p \v 9 Jesús lagði nú leið sína til samkomuhússins. \v 10 Þar var staddur maður með bæklaða hönd. Farísearnir spurðu Jesú: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?“ (Þeir vonuðu auðvitað að hann mundi svara „já“ svo að þeir hefðu tilefni til að handtaka hann.) \v 11 Hann svaraði: „Ef einhver ætti aðeins eina kind og hún félli í skurð á helgidegi, mundi hann þá ekki leggja það á sig að bjarga henni þótt helgidagur væri? Auðvitað! \v 12 Og er maður ekki meira virði en sauðkind? Þar af leiðir: Það er leyfilegt að vinna góð verk á helgidegi.“ \v 13 Síðan sagði hann við manninn: „Réttu fram hönd þína.“ Maðurinn gerði það og um leið varð hönd hans heil! \p \v 14 Farísearnir skutu þegar á fundi og gerðu samsæri um að handtaka Jesú og lífláta hann. \s1 Takið eftir þjóni mínum \p \v 15 Jesús vissi um áform þeirra og yfirgaf því samkomuhúsið, og fóru margir með honum. Hann læknaði alla sem sjúkir voru meðal þeirra, \v 16 en varaði þá jafnframt við að bera út fréttir um kraftaverk hans. \v 17 Þar með rættist spádómur Jesaja um hann: \p \v 18 „Takið eftir þjóni mínum, sem ég hef útvalið! Ég elska hann og hef yndi af honum. Ég mun gefa honum anda minn og hann mun dæma þjóðirnar. \v 19 Hann beitir engan ofríki og fer ekki með háreysti. \v 20 Hann brýtur ekki hið veika strá og ógnar ekki hinu ístöðulitla. Sigur hans mun stöðva allt misrétti og ranglæti \v 21 og á hann munu þjóðirnar treysta.“ \s1 Sundrað ríki leggst í auðn \p \v 22 Þá var komið til hans með mann sem var bæði blindur og mállaus og þjáðist af illum anda. Jesús læknaði manninn og hann fékk bæði sjón og mál á ný. \v 23 Þá hrópaði fólkið: „Getur verið að þessi Jesús sé Kristur?!“ \p \v 24 Þegar farísearnir heyrðu um kraftaverkið sögðu þeir: „Hann rekur út illa anda með aðstoð Satans, foringja illu andanna.“ \p \v 25 Jesús skynjaði hugsanir þeirra og sagði: „Ríki sem er sundrað hlýtur að leggjast í auðn. Borg eða heimili, þar sem allt logar í ófriði, fær ekki staðist. \v 26 Ef Satan rekur Satan út, er hann að berjast gegn sjálfum sér og sundra ríki sínu. Ef ég beiti valdi Satans til að reka út illa anda, \v 27 með hvaða krafti rekur þá ykkar fólk þá út? Svari það ásökun ykkar! \v 28 En ef ég rek illa anda út með mætti Guðs, þá er ríki hans komið á meðal ykkar. \v 29 Enginn kemst inn í hús voldugs manns og rænir eigum hans nema binda hann fyrst. Eins er með ríki Satans, sé hann bundinn er hægt að reka illu andana út. \v 30 Sá sem ekki vinnur með mér vinnur gegn mér. \s1 Ófyrirgefanleg synd \p \v 31-32 Háð gegn mér er unnt að fyrirgefa og einnig allar aðrar syndir, nema eina: Lastmæli gegn heilögum anda verður aldrei fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né hinum komandi. \s1 Tré þekkist af ávextinum \p \v 33 Tré þekkist af ávexti sínum. Tré af valinni tegund ber góðan ávöxt, en léleg tegund vondan ávöxt. \v 34 Þið höggormsafkvæmi! Hvernig ættu vondir menn eins og þið að geta talað máli góðsemi og réttlætis? \p Hugarfar mannsins ákveður orð hans. \v 35 Góður maður ber vitni um gott innræti með orðum sínum, en vondur maður tjáir illt innræti með tali sínu. \v 36 Eitt er víst: Á degi dómsins verðið þið að gera grein fyrir hverju ónytjuorði sem þið hafið sagt. \v 37 Orð þau, sem þið mælið nú, ákveða örlög ykkar þá. Annað hvort munu þau sýkna ykkur eða sakfella.“ \s1 Sannaðu mál þitt \p \v 38 Þá svöruðu nokkrir fræðimenn og farísear honum og sögðu: „Sýndu okkur kraftaverk.“ Með kraftaverkinu átti Jesús að sanna að hann væri Kristur. \v 39-40 Jesús svaraði: „Aðeins vont og vantrúað fólk heimtar slíkar sannanir. Reynsla Jónasar spámanns á að vera ykkur nægileg sönnun. Jónas var þrjá sólarhringa í stórfiskinum, og ég, Kristur, mun sömuleiðis verða þrjá daga í skauti jarðarinnar. \v 41 Á degi dómsins munu íbúar Niníve rísa upp gegn þessari þjóð og dæma hana. Þegar Jónas áminnti þá, iðruðust þeir og sneru sér frá syndum sínum til Guðs. Hér stendur sá sem æðri er Jónasi, en samt viljið þið ekki trúa honum! \p \v 42 Drottningin af Saba mun rísa upp í dóminum, tala gegn þessari þjóð og dæma hana seka. Hún kom frá fjarlægu landi til að hlýða á speki Salómons, en hér stendur sá sem er æðri en Salómon, og þið neitið að trúa honum.“ \s1 Illur andi snýr aftur \p \v 43-45 „Þessi þjóð er líkt og haldin illum anda! Þegar illur andi er farinn úr manni, fer hann út í eyðimörkina um stund og leitar hvíldar, en án árangurs og því segir hann: „Ég vil fara aftur í manninn sem ég var í.“ Þá fer hann og finnur sjö aðra anda, sér verri. Þeir fara síðan og búa um sig í manninum, og ástand hans verður verra en áður.“ \s1 Móðir Jesú og bræður \p \v 46-47 Meðan Jesús var að tala, kom móðir hans og bræður að útidyrunum og vildu fá að hitta hann (en þau komust ekki inn vegna þrengsla). \p \v 48 Þegar honum var sagt frá þessu spurði hann: „Hver er móðir mín? Hverjir eru bræður mínir?“ \v 49 Því næst benti hann á lærisveina sína og sagði: „Sjáið! Þarna er móðir mín og bræður.“ \v 50 Síðan bætti hann við: „Hver sá sem hlýðir föður mínum á himnum er bróðir minn, systir og móðir.“ \c 13 \s1 Dæmisaga um sáðmann \p \v 1 Síðar sama dag fór Jesús að heiman og settist við vatnið, \v 2-3 þar safnaðist að honum mikill mannfjöldi. Hann steig út í bát og kenndi þaðan, en fólkið stóð á ströndinni og hlustaði. Hann sagði margar dæmisögur, þar á meðal þessa: \p „Bóndi sáði korni í akur sinn. \v 4 Meðan hann var að sá féll sumt af sáðkorninu við götuna og fuglar komu og átu það upp. \v 5 Sumt féll í grýtta jörð þar sem gróðurmold var lítil. Það óx fljótt, \v 6 en þegar brennheit sólin skein, skrælnaði það og dó, því ræturnar voru litlar. \v 7 Sumt lenti meðal þyrna sem uxu upp og kæfðu það. \v 8 En sumt féll í góða jörð og bar þrítugfalda, sextugfalda og jafnvel hundraðfalda uppskeru. \v 9 Þetta skuluð þið muna!“ \s1 Tilgangur dæmisagna \p \v 10 Lærisveinar Jesú komu til hans og spurðu: „Hvers vegna notar þú þessar flóknu dæmisögur þegar þú talar til fólks?“ \v 11 Þá sagði hann, að lærisveinunum einum væri ætlað að öðlast skilning á ríki himnanna, öðrum ekki. \p \v 12-13 „Þeim sem hefur“ sagði hann, „mun verða gefið enn meira, en frá þeim sem ekkert á, mun jafnvel verða tekið það litla sem hann hefur. Ég nota þessar líkingar til að fólkið heyri og sjái, en skilji ekki. \v 14 Þannig rætast þessi orð Jesaja: \p „Þeir heyra, en skilja ekki, þeir horfa, en sjá ekki. \v 15 Hugurinn er sljór og heyrnin dauf. Þeir sofa og sjá því hvorki né heyra það sem gæti veitt þeim skilning og leitt þá aftur til Guðs svo þeir hlytu lækningu.“ \p \v 16 En ykkar augu eru blessuð, því þau sjá, og eyru ykkar eru líka blessuð, því þau hlusta. \v 17 Margir spámenn og trúað fólk þráði að sjá það sem þið sjáið og heyra það sem þið heyrið, en fengu það ekki.“ \s1 Útskýring dæmisögu um sáðmann \p \v 18 „Merking sögunnar, sem ég sagði ykkur áðan um bóndann sem var að sá, er þessi: \v 19 Gatan, þar sem sumt af sáðkorninu féll, táknar hjarta manns sem heyrir gleðitíðindin um guðsríki, en skilur þau ekki. Þá kemur Satan og rænir því, sem sáð var í hjarta hans. \v 20 Grunni, grýtti jarðvegurinn táknar hjarta þess sem heyrir boðskapinn og tekur strax við honum með miklum fögnuði. \v 21 Honum er þó ekki mikil alvara og fræið nær ekki að skjóta djúpum rótum. Síðar þegar erfiðleikar eða trúarofsóknir herja, missir hann allan áhuga. \v 22 Jarðvegurinn þar sem þyrnarnir uxu, táknar mann sem heyrir boðskapinn, en lætur áhyggjur lífsgæðakapphlaupsins kæfa orð Guðs, og fjarlægist Guð smátt og smátt. \v 23 Frjósami jarðvegurinn táknar þann mann sem hlustar á boðskapinn, skilur hann, fer af stað og leiðir þrjátíu, sextíu eða jafnvel hundrað aðra inn í ríki Guðs.“ \s1 Dæmisaga um hveiti og illgresi \p \v 24 Hann sagði þeim einnig þessa dæmisögu: „Himnaríki er líkt bónda sem sáði góðu sæði í akur sinn. \v 25 Nótt eina, meðan hann svaf, kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitisins. \v 26 Þegar hveitið kom upp, kom illgresið einnig upp. \p \v 27 Vinnumenn bóndans komu til hans og sögðu: „Húsbóndi! Akurinn, sem þú sáðir góða hveitinu í, er fullur af illgresi.“ \v 28 „Því hefur einhver óvinur sáð,“ svaraði bóndinn. „Eigum við að reyta illgresið?“ spurðu þeir. \v 29 „Nei,“ svaraði hann, „því þá gætuð þið einnig slitið hveitið upp. \v 30 Látið hvort tveggja vaxa til uppskerutímans, og þá mun ég segja kornskurðarmönnunum að skilja illgresið frá og brenna það, en setja hveitið í hlöðuna“.“ \s1 Dæmisagan um sinnepsfræið \p \v 31-32 „Hér er enn ein líking. Ríki himnanna er líkt örsmáu sinnepsfræi sem sáð var í akur. Það er allra sáðkorna minnst, en plantan verður þó hæst allra kryddjurta og verður að tré, þar sem fuglar leita sér skjóls.“ \s1 Dæmisagan um gerið \p \v 33 Jesús sagði þeim einnig þessa dæmisögu: „Himnaríki er líkt konu sem bakaði brauð. Fyrst mældi hún mjöl, síðan bætti hún geri í og hnoðaði uns gerið hafði gegnsýrt deigið.“ \s1 Spádómar og dæmisögur \p \v 34 Jesús notaði ávallt slíkar dæmisögur þegar hann talaði við fólkið og það gerði hann í ákveðnum tilgangi. Spámennirnir höfðu reyndar sagt fyrir að hann myndi nota líkingar. Spádómur þeirra var á þessa leið: \p \v 35 „Ég mun tala í dæmisögum. Ég mun útskýra leyndardóma sem legið hafa í þagnargildi frá örófi alda.“ \s1 Dæmisagan um illgresið og hveitið útskýrð \p \v 36 Jesús yfirgaf nú fólkið og gekk inn í hús. Lærisveinar hans báðu hann þá að útskýra líkinguna um illgresið og hveitið. \v 37 „Það skal ég gera,“ sagði hann. „Ég er bóndinn sem sáir góða sæðinu. \v 38 Akurinn er allur heimurinn. Góða sæðið eru börn guðsríkisins. Illgresið er fólk sem fylgir óvininum. \v 39 Óvinurinn, sem sáði illgresinu meðal hveitisins, er Satan. Uppskerutíminn er dómsdagur. Kornskurðarmennirnir eru englar. \v 40 Eins og illgresi er brennt, eins mun fara við endi veraldar. \v 41 Ég mun senda engla mína til að skilja frá alla vonda menn og allt sem veldur synd, \v 42 varpa á bál og brenna. Þar mun verða grátið og kveinað. \v 43 En börn Guðs munu ljóma eins og sólin í ríki föðurins. Takið vel eftir þessu!“ \s1 Dæmisagan um fundinn fjársjóð \p \v 44 „Ríki himnanna er líkt fjársjóði sem maður fann í akri einum. Í ákafa sínum seldi hann allt sem hann átti, til að geta keypt akurinn – og náð fjársjóðnum!“ \s1 Dæmisagan um dýru perluna \p \v 45 „Himnaríki er einnig líkt perlukaupmanni, sem leitaði að dýrum perlum. \v 46 Hann gerði góð kaup þegar hann fann afar verðmæta perlu, seldi allar eigur sínar og keypti hana.“ \s1 Dæmisagan um netið \p \v 47-48 „Guðsríki má enn líkja við fiskimann. Hann kastar neti út í vatnið og veiðir í það fisk af ýmsum tegundum, bæði verðmætum og verðlausum. Þegar netið er orðið fullt dregur hann það á land og safnar ætu fiskunum saman, en fleygir hinum. \v 49 Þannig fer líka á dómsdegi. Englar munu koma, skilja hina óguðlegu frá hinum trúuðu og \v 50 kasta hinum óguðlegu á bálið. Þar verður grátið og kveinað. \v 51 Skiljið þið þetta?“ spurði Jesús. „Já,“ svöruðu þeir. \v 52 Þá bætti hann við og sagði: „Þeir sem vel eru að sér í Guðs orði og hafa gjörst lærisveinar mínir, eiga fjársjóð sem geymir bæði gamla og nýja þekkingu.“ \s1 Jesú hafnað í Nasaret \p \v 53-54 Þegar Jesús hafði sagt þessar dæmisögur, sneri hann aftur til Nasaret í Galíleu (þar sem hann hafði átt heima.) Hann kenndi í samkomuhúsinu og fólk undraðist visku hans og máttarverk. „Hvernig stendur á þessu?!“ hrópaði það. \v 55 „Er þetta ekki sonur smiðsins? Við þekkjum móður hans, Maríu, bræður hans, Jakob, Jósef, Símon og Júdas, \v 56 og systur hans eru hér allar. Hvaðan hefur hann þetta vald?“ \v 57 Þeir hneyksluðust á honum. Þá sagði Jesús við þá: „Hvergi er spámaður minna metinn en á heimili sínu og meðal eigin fólks!“ Hann gerði fá kraftaverk þar vegna vantrúar þeirra. \c 14 \s1 Jóhannes skírari hálshöggvinn \p \v 1 Þegar Heródes konungur frétti um Jesú, \v 2 sagði hann við menn sína: „Þessi Jesús hlýtur að vera Jóhannes skírari, risinn upp frá dauðum, \v 3 fyrst hann gerir öll þessi kraftaverk.“ Heródes hélt Jóhannesi hlekkjuðum í fangelsi að kröfu Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, \v 4 en Jóhannes hafði ávítað Heródes fyrir að taka hana frá honum og kvænast henni sjálfur. \v 5 Heródes hefði látið taka Jóhannes af lífi fyrir löngu, ef hann hefði ekki óttast uppþot, því almenningur trúði að Jóhannes væri spámaður. \v 6 Á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar fyrir hann og líkaði honum það svo vel \v 7 að hann hét að gefa henni hvað sem hún vildi að launum. \v 8 Að ósk móður sinnar bað stúlkan um höfuð Jóhannesar á fati. \v 9 Konungurinn varð hryggur, en hann vildi ekki ganga á bak orða sinna í áheyrn gestanna og gaf því skipun um að þetta skyldi gert. \v 10 Jóhannes var hálshöggvinn í fangelsinu, \v 11 og stúlkunni fært höfuð hans á fati. Hún afhenti síðan móður sinni það. \v 12 Lærisveinar Jóhannesar sóttu líkið og greftruðu, sögðu síðan Jesú frá atburðinum. \v 13 Þegar Jesús fékk fréttirnar hélt hann, á bátnum, á óbyggðan stað til þess að geta verið einn. Þegar fólkið sá hvert hann fór, streymdi það þangað landleiðina úr þorpunum. \s1 Jesús mettar fimm þúsundir \p \v 14 Þegar Jesús steig á land beið hans mikill mannfjöldi. Hann vorkenndi fólkinu og læknaði þá sem sjúkir voru. \v 15 Um kvöldið komu lærisveinarnir til hans og sögðu: „Það er löngu kominn kvöldverðartími, en hér í óbyggðinni er engan mat að fá. Sendu fólkið burt, svo að það geti farið til þorpanna og keypt sér mat.“ \v 16 „Það er óþarfi,“ svaraði Jesús, „þið skuluð gefa því að borða!“ \v 17 „Ha, við!“ hrópuðu þeir. „Við eigum aðeins fimm brauð og tvo fiska.“ \p \v 18 „Komið með það hingað,“ sagði Jesús, \v 19 og því næst sagði hann fólkinu að setjast niður í grasið. Hann tók brauðin fimm og fiskana, horfði til himins og þakkaði Guði fyrir matinn. Þegar hann hafði brotið brauðin í sundur, rétti hann lærisveinunum þau og þeir skiptu þeim meðal fólksins. \v 20 Allir urðu mettir! Eftir á fylltu þeir tólf körfur með brauðmolum sem af gengu! \v 21 (Um 5.000 karlmenn voru þarna þennan dag, auk kvenna og barna.) \v 22 Strax að þessu loknu sagði Jesús lærisveinunum að fara um borð í bátinn og sigla yfir vatnið, á meðan ætlaði hann að koma fólkinu frá sér. \s1 Jesús gengur á vatninu \p \v 23-24 Þegar fólkið var farið, fór hann upp á fjallið til að biðjast fyrir. Nóttin skall á og lærisveinarnir áttu í erfiðleikum úti á miðju vatninu. Það hafði hvesst og þeir áttu fullt í fangi með að verja bátinn áföllum. \v 25 Um fjögurleytið kom Jesús til þeirra gangandi á vatninu! \v 26 Þeir æptu af skelfingu, því þeir héldu að þetta væri vofa. \v 27 En þá kallaði Jesús til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“ \v 28 Þá hrópaði Pétur til hans og sagði: „Herra, ef þetta ert þú, leyfðu mér þá að koma til þín.“ \v 29 „Já, gerðu það. Komdu!“ svaraði Jesús. Pétur steig þá yfir borðstokkinn og gekk á vatninu í átt til Jesú. \v 30 En þegar Pétur sá öldurótið varð hann skelkaður og tók að sökkva. „Jesús, bjargaðu mér!“ hrópaði hann. \v 31 Jesús rétti honum samstundis höndina og dró hann upp. „Þú hefur litla trú,“ sagði Jesús. „Af hverju efaðist þú?“ \v 32 Veðrið lægði um leið og þeir stigu í bátinn. \v 33 Hinir sem í bátnum voru sögðu þá fullir ótta og lotningar: „Þú ert sannarlega sonur Guðs!“ \s1 Margir snertu hann og læknuðust \p \v 34 Þegar þeir komu að landi í Genesaret, \v 35 fréttist jafnskjótt um allan bæinn að þeir væru komnir. Fólk fór um allt og hvatti aðra til að fara með sjúklinga til hans. \v 36 Þeir sem veikir voru báðu hann að leyfa sér að snerta, þó ekki væri nema faldinn á yfirhöfn hans, og allir sem það gerðu læknuðust. \c 15 \s1 Umræður um lög og reglur \p \v 1 Nokkrir farísear og lögfræðingar komu frá Jerúsalem að ræða við Jesú. \v 2 „Hvers vegna fara lærisveinar þínir ekki eftir siðum þjóðar okkar?“ spurðu þeir valdsmannslega, og bættu síðan við: „Þeir virða til dæmis ekki regluna um að þvo sér um hendur fyrir máltíðir.“ \p \v 3 „En hvers vegna eru þessar siðvenjur ykkar í andstöðu við boðorð Guðs?“ spurði Jesús á móti. \v 4 „Eitt af boðorðum Guðs er þannig: „Heiðra skaltu föður þinn og móður, hver sá sem formælir foreldrum sínum er dauðasekur.“ \v 5-6 Þið segið hins vegar: „Þótt foreldrar þínir þarfnist hjálpar, máttu gefa musterinu það fé sem þú hefur lagt til hliðar handa þeim.“ Með þessu mannaboðorði ónýtið þið þá skipun Guðs að menn heiðri og annist foreldra sína. \v 7 Hræsnarar! Orð Jesaja eiga við um ykkur: \p \v 8 „Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér. \v 9 Trúrækni þeirra er gagnslaus, því þeir kenna sín eigin boðorð í stað boðorða Guðs!“ “ \p \v 10 Síðan hrópaði Jesús til mannfjöldans og sagði: „Hlustið á og reynið að skilja þetta: \v 11 Þið saurgist ekki af matnum sem þið neytið, heldur af orðum ykkar og hugsunum!“ \p \v 12 Þá komu lærisveinar hans til hans og sögðu: „Þú móðgaðir faríseana með því sem þú sagðir.“ \v 13-14 Jesús svaraði: „Hver sú jurt sem ekki er gróðursett af föður mínum, verður slitin upp með rótum. Látið þá afskiptalausa. Þeir eru blindir leiðtogar, ef blindur leiðir blindan, falla báðir í sömu gryfjuna.“ \p \v 15 Þá bað Pétur Jesú að útskýra hvers vegna fólk saurgaðist ekki við að borða mat sem lögin teldu óhreinan. \p \v 16 „Skilurðu það ekki?“ spurði Jesús. \v 17 „Veistu ekki að það sem við borðum fer í gegnum meltingarfærin og síðan úr líkamanum? \v 18 Ljót orð koma hins vegar frá illu innræti og spilla þeim sem segir þau. \v 19 Illar hugsanir, morð, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, lygi og illt umtal, allt á þetta upphaf sitt í huga og sál mannsins. \v 20 Það er þetta sem mengar mannlífið. Það er ekki syndsamlegt að neyta matar með óþvegnum höndum.“ \p \v 21 Jesús hélt síðan burt og fór norður til Týrusar og Sídonar, en þangað voru um 80 kílómetrar. \s1 Heiðingi sýnir trú \p \v 22 Kanversk kona, sem þar bjó, kom til Jesú og sagði: „Hjálpaðu mér Drottinn, sonur Davíðs konungs! Dóttir mín er með illan anda, sem kvelur hana dag og nótt.“ \v 23 Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinarnir hvöttu hann til að vísa henni burt og sögðu: „Segðu henni að fara, hún ónáðar með þessu kvabbi.“ \v 24 Jesús sagði þá við konuna: „Ég var sendur til að hjálpa Gyðingum, en ekki heiðingjum.“ \v 25 Þá kom hún enn nær, hneigði sig og bað á nýjan leik: „Drottinn, hjálpaðu mér!“ \v 26 „Það er ekki rétt að taka brauðið frá börnunum og gefa það hvolpunum,“ sagði Jesús. \v 27 „Satt er það,“ sagði hún, „en hvolparnir fá þó að tína molana sem falla á gólfið.“ \v 28 „Kona,“ sagði Jesús, „þú hefur mikla trú og þú skalt fá það sem þú baðst um.“ Dóttir hennar varð heilbrigð á sömu stundu. \s1 Jesús læknar fjölda fólks \p \v 29 Eftir þetta fór Jesús aftur að Galíleuvatni. Þar gekk hann upp á fjall og settist niður. \v 30 Mannfjöldinn kom til hans með lamaða menn, blinda og mállausa, einnig marga aðra sjúklinga. Þeir lögðu þá við fætur Jesú og hann læknaði þá alla. \v 31 Þetta var stórkostleg sjón! Þeir sem mállausir höfðu verið frá fæðingu töluðu nú reiprennandi. Þeir sem höfðu verið lamaðir gengu um og hlupu. Þeir sem voru blindir áður, horfðu nú furðu lostnir í kringum sig! Allir voru glaðir og undrandi og lofuðu Guð Ísraels. \s1 Fjórar þúsundir fá að borða \p \v 32 Þá kallaði Jesús á lærisveina sína og sagði: „Ég finn til með þessu fólki. Það hefur verið hér í þrjá daga samfleytt, og nú er það orðið matarlaust. Ég vil ekki senda það frá mér þannig á sig komið, því þá örmagnast það á leiðinni heim.“ \v 33 „Hvernig eigum við að útvega mat hér í óbyggðinni handa öllum þessum fjölda?“ spurðu lærisveinarnir. \v 34 „Hvað tókuð þið mikið með ykkur?“ spurði Jesús. „Sjö brauð og nokkra smáfiska,“ svöruðu þeir. \v 35 Jesús bauð þá fólkinu að setjast niður. \v 36 Síðan tók hann brauðin og fiskana, og þakkaði Guði. Að því búnu skipti hann matnum í skammta, sem lærisveinarnir báru til fólksins. \v 37-38 Allir fengu nóg, 4.000 karlmenn auk kvenna og barna! Þegar leifunum hafði verið safnað saman, fylltu þær sjö körfur! \p \v 39 Eftir þetta sendi Jesús fólkið heim, sjálfur fór hann í bátnum yfir til Magadanhéraðs. \c 16 \s1 Farísear og saddúkear biðja um tákn \p \v 1 Dag nokkurn komu farísear og saddúkear til Jesú og vildu sannprófa þá fullyrðingu hans að hann væri Kristur. Þeir báðu hann að sýna sér tákn af himni. Þá sagði Jesús: \v 2-3 „Þið eigið auðvelt með að átta ykkur á veðrinu. Kvöldroði boðar góðviðri að morgni, en morgunroði og dimm ský vita á vont veður. En tákn tímanna, þau getið þið ekki skilið. \v 4 Þessi illa og vantrúaða þjóð biður um sérstakt tákn af himnum, en hún mun ekki fá annað tákn en það sem Jónas fékk.“ Að þessu mæltu gekk hann burt frá þeim. \s1 Súrdeig farísea og saddúkea \p \v 5 Þegar lærisveinarnir komu yfir vatnið, tóku þeir eftir því að þeir höfðu gleymt að hafa með sér nesti. \v 6 „Varið ykkur!“ sagði Jesús, „varið ykkur á súrdeigi faríseanna og saddúkeanna.“ \v 7 Þeir héldu að hann segði þetta af því að þeir höfðu gleymt að taka með sér brauð. \v 8 Jesús vissi hvað þeir hugsuðu og bætti við: „Lítil er trú ykkar! Af hverju hafið þið áhyggjur af mat? \v 9 Hvar er skilningur ykkar? Munið þið ekki eftir brauðunum fimm sem nægðu handa fimm þúsund manns, og öllu því sem gekk af? \v 10 Og munið þið ekki heldur eftir þúsundunum fjórum og öllu sem þá varð afgangs? \v 11 Hvernig datt ykkur í hug að ég væri að tala um mat? En ég endurtek: Varið ykkur á súrdeigi faríseanna og saddúkeanna!“ \p \v 12 Þá skildu þeir loks að með „súrdeiginu“ átti hann við varasamar kenningar farísea og saddúkea. \s1 Pétur játar Krist \p \v 13 Þegar Jesús kom til Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segir fólk mig vera?“ \v 14 Þeir svöruðu: „Sumir segja að þú sért Jóhannes skírari, aðrir Elía, og enn aðrir Jeremía eða einhver af spámönnunum.“ \v 15 „En þið,“ spurði hann, „hvað segið þið?“ \v 16 Símon Pétur svaraði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ \v 17 „Sæll ert þú, Símon Pétur,“ svaraði Jesús, „því faðir minn á himnum hefur sjálfur sannfært þig um þetta – þú hefur þetta ekki frá neinum manni. \v 18 Þú ert Pétur – kletturinn – á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn og vald vítis mun ekki megna að yfirbuga hann. \v 19 Ég mun gefa þér lykla himnaríkis. Það sem þú leysir á jörðu skal verða leyst á himnum!“ \v 20 Síðan lagði hann ríkt á við lærisveinana að segja engum að hann væri Kristur. \s1 Jesús talar um dauða og upprisu \p \v 21 Eftir þetta tók Jesús að segja lærisveinum sínum berum orðum að hann yrði að fara til Jerúsalem. Þar mundu leiðtogar þjóðarinnar ofsækja hann og lífláta, en hann síðan rísa upp að þrem dögum liðnum. \p \v 22 Pétri blöskruðu þessi orð. Hann leiddi Jesú afsíðis til að tala um fyrir honum og sagði: „Guð hjálpi þér! Þetta mun aldrei koma fyrir þig!“ \v 23 Jesús sneri sér að Pétri og sagði: „Burt með þig Satan! Þú ert á móti mér! Þú lítur ekki á málið frá sjónarmiði Guðs, heldur manna.“ \s1 Takið upp krossinn og fylgið Jesú \p \v 24 Síðan sagði Jesús við lærisveinana: „Vilji einhver fylgja mér þá verður hann að afneita sjálfum sér, taka upp kross sinn og fylgja mér. \v 25 Sá sem vill njóta lífsins að eigin geðþótta mun týna því, en sá sem fórnar lífi sínu mín vegna, mun finna það. \v 26 Hverju eru menn bættari þótt þeir eignist allan heiminn, ef þeir glata eilífa lífinu? \v 27 Ég, mannssonurinn, mun koma ásamt englum mínum í dýrð föðurins og dæma sérhvern eftir verkum hans. \v 28 Sumir ykkar, sem hér standa, munu lifa og sjá mig í konungsríki mínu.“ \c 17 \s1 Ummyndun Jesú \p \v 1 Sex dögum síðar tók Jesús þá Pétur, Jakob og Jóhannes með sér upp á hátt fjall. \v 2 Þegar þangað kom sáu þeir að útlit Jesú breyttist, andlit hans tók að ljóma sem sólin og klæðin urðu skínandi björt. \v 3 Allt í einu birtust Móse og Elía og fóru að tala við hann. \v 4 Þá sagði Pétur: „Drottinn, hér er gott að vera! Ef þú vilt, þá skal ég gera hér þrjú skýli, eitt handa þér, annað handa Móse og það þriðja handa Elía.“ \v 5 En um leið og hann sagði þetta kom bjart ský yfir þá og úr því heyrðu þeir rödd sem sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlustið á hann!“ \v 6 Lærisveinarnir lutu til jarðar í óttablandinni lotningu. \v 7 Jesús kom til þeirra, snerti þá og sagði: „Rísið upp og verið óhræddir.“ \v 8 Þegar þeir litu upp sáu þér Jesú einan. \v 9 Á leiðinni niður fjallið bað Jesús þá að segja engum frá því, sem þeir höfðu séð, fyrr en hann væri risinn upp frá dauðum. \p \v 10 Þá spurðu þeir hann: „Hvers vegna segja leiðtogar þjóðar okkar að Elía verði að koma á undan Kristi?“ \v 11 „Þetta er rétt hjá þeim,“ svaraði Jesús. „Elía verður að koma og færa allt í lag. \v 12 Hann er reyndar búinn að koma, en menn þekktu hann ekki og margir fóru illa með hann. Ég, Kristur, mun einnig verða að þjást af þeirra völdum.“ \v 13 Þá skildu lærisveinarnir að hann átti við Jóhannes skírara. \s1 Drengur læknaður \p \v 14 Þegar þeir komu niður af fjallinu beið þeirra mikill mannfjöldi. Maður nokkur kom þá hlaupandi, kraup að fótum Jesú og sagði: \v 15 „Herra miskunnaðu syni mínum. Hann er geðveikur og þungt haldinn. Hann dettur oft í eld og vatn. \v 16 Ég fór með hann til lærisveina þinna, en þeir gátu ekki læknað hann.“ \v 17 „Æ, þið efagjörnu og rangsnúnu menn!“ sagði Jesús. „Hversu lengi á ég að umbera ykkur? Komið með drenginn til mín.“ \v 18 Jesús ávítaði illa andann, sem var í drengnum, svo að hann fór úr honum og drengurinn varð heilbrigður á samri stundu. \p \v 19 Eftir á spurðu lærisveinarnir Jesú hvers vegna þeir hefðu ekki getað rekið illa andann út. \v 20 „Þið hafið svo litla trú,“ svaraði Jesús. „Ef þið ættuð trú, þó að ekki væri hún stærri en agnarlítið sinnepsfræ, þá gætuð þið sagt við þetta fjall: „Færðu þig!“ og það mundi hlýða ykkur. Ykkur yrði enginn hlutur um megn. \v 21 En illur andi eins og þessi fer ekki út fyrr en þið hafið beðið og fastað.“ \s1 Jesús segir aftur fyrir um dauða sinn og upprisu \p \v 22-23 Dag einn meðan þeir voru enn í Galíleu sagði Jesús við lærisveinana: „Ég mun verða svikinn í hendur þeirra sem vald hafa til að lífláta mig, en að þrem dögum liðnum mun ég rísa upp.“ Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta urðu þeir hryggir og skelfdir. \s1 Pétur og meistarinn borga skatt \p \v 24 Þegar þeir komu til Kapernaum komu menn, sem innheimtu musterisskattinn, til Péturs og spurðu: „Greiðir meistari þinn ekki skatta?“ \v 25 „Auðvitað gerir hann það,“ svaraði Pétur. Síðan fór hann inn í húsið til að ræða málið við Jesú, en Jesús varð fyrri til og spurði: „Pétur, hvort heldur þú að konungar skattleggi syni sína eða útlendingana, sem þeir undiroka?“ \v 26-27 „Útlendingana,“ svaraði Pétur. „Fyrst svo er,“ sagði Jesús, „þá eru synirnir skattlausir! En við skulum ekki hneyksla þá. Farðu niður að vatninu og kastaðu út færi. Opnaðu síðan munninn á fyrsta fiskinum sem þú færð og þar muntu finna pening. Taktu hann og greiddu fyrir okkur báða.“ \c 18 \s1 Hver er mestur \p \v 1 Rétt í þessu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann hver þeirra yrði mestur í ríki himnanna. \v 2 Jesús kallaði þá á lítið barn sem stóð þar hjá \v 3 og sagði: „Ef þið snúið ykkur ekki frá syndinni, til Guðs, og verðið eins og börnin, munuð þið aldrei komast inn í himnaríki. \v 4 Sá sem er auðmjúkur, eins og þetta litla barn, verður mestur í himnaríki. \v 5 Ef þið, sem lærisveinar mínir, takið vel á móti barni eins og þessu, þá takið þið á móti mér. \s1 Jesús varar við hneykslunum \p \v 6 En snúi eitthvert þessara barna, sem á mig trúa, við mér baki ykkar vegna, þá væri þeim manni betra að láta kasta sér í hafið með stein bundinn um háls sér. \v 7 Miklar hörmungar bíða þessa heims vegna illsku hans. Við komumst reyndar ekki hjá því að verða fyrir freistingum, en vei þeim manni sem freistingunum veldur. \v 8 Ef hönd þín eða fótur kemur þér til að syndga, er betra að skera liminn af, kasta honum burt og koma bæklaður til himins, en hafa bæði hendur og fætur, og lenda í helvíti. \v 9 Ef auga þitt fær þig til að syndga, skaltu stinga það úr og fleygja því. Betra er fyrir þig að ná til himna eineygður, en að fara alsjáandi til helvítis. \s1 Dæmisagan um týnda sauðinn \p \v 10 Gætið þess að fyrirlíta ekki neitt þessara barna. Ég segi ykkur satt: Englar þeirra eru í nánum tengslum við föður minn á himnum, \v 11 og ég, Kristur, kom til þess að frelsa þau sem týnd eru. \v 12 Hvað gerir sá sem á hundrað sauði ef einn þeirra villist? Skilur hann ekki hina níutíu og níu eftir og fer að leita þess sem týndist? \v 13 Ef hann finnur hann, gleðst hann meira vegna hans en hinna níutíu og níu sem eru öruggir heima. \v 14 Á sama hátt vill faðir minn ekki að eitt einasta þessara barna glatist. \s1 Um syndugan meðbróður \p \v 15 Ef einhver í söfnuðinum syndgar, skaltu fara til hans og ræða við hann einslega um mistök hans. Ef hann hlustar og játar sekt sína, hefur þú bjargað honum. \v 16 En ef hann lætur sér ekki segjast við orð þín, skaltu fara til hans á ný og fá með þér einn eða tvo til viðbótar til að staðfesta mál þitt. \v 17 Ef honum verður ekki þokað þrátt fyrir það, skaltu láta taka málið upp í söfnuðinum. Ef úrskurður safnaðarins verður þér í vil, en bróðir þinn vill ekki beygja sig fyrir honum, skal honum vísað úr söfnuðinum. \v 18 Ég segi ykkur hér með: Hvað sem þið bindið á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þið leysið á jörðu, verður leyst á himnum. \p \v 19 Ég segi ykkur einnig að verði tveir ykkar sammála um að biðja einhvers, mun faðir minn á himnum veita ykkur það. \v 20 Því að hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir mín vegna, er ég mitt á meðal þeirra.“ \s1 Dæmisagan um miskunnarlausa þrjótinn \p \v 21 Þá kom Pétur til hans og spurði: „Herra; hve oft á ég að fyrirgefa þeim sem syndgar gegn mér? Sjö sinnum?“ \p \v 22 „Nei, sjötíu sinnum sjö, – endalaust!“ svaraði Jesús. \v 23 „Himnaríki má líkja við konung, sem ákvað að gera upp við þá sem skulduðu honum. \v 24 Meðan á uppgjörinu stóð, var komið með mann sem skuldaði honum margar milljónir. \v 25 Hann gat ekki borgað, og þá skipaði konungurinn svo fyrir að hann, kona hans og börn skyldu seld, ásamt öllum eigum hans, til þess að skuldin yrði greidd. \p \v 26 Þá varpaði maðurinn sér í gólfið við fætur konungsins og sagði: „Ó, herra minn, miskunnaðu mér og ég mun borga þér alla skuldina!“ \p \v 27 Þá kenndi konungurinn í brjósti um hann og gaf honum upp alla skuldina! \p \v 28 Þegar þessi maður kom út frá konunginum, hitti hann félaga sinn sem skuldaði honum smáræði. Hann greip um kverkar honum og skipaði honum að greiða alla skuldina tafarlaust. \v 29 Maðurinn kraup þá við fætur hans og grátbað hann: „Veittu mér dálítinn frest og ég mun greiða þér það sem ég skulda.“ \p \v 30 En hinn vildi ekki bíða og lét handtaka skuldunaut sinn og varpa honum í fangelsi, þar varð hann að dúsa uns skuldin var að fullu greidd. \p \v 31 Samstarfsmönnum þeirra brá í brún og þeir fóru til konungsins og sögðu honum hvað gerst hafði. \v 32 Konungurinn lét þá kalla til sín manninn sem hann hafði gefið upp skuldina og sagði: „Miskunnarlausi þrjótur! Ég gaf þér upp milljóna skuld vegna þess að þú baðst mig um það. \v 33 Átt þú ekki að vera miskunnsamur við aðra eins og ég var miskunnsamur við þig?“ \p \v 34 Konungurinn varð reiður og sendi manninn til böðlanna sem skyldu gæta hans uns skuldin yrði að fullu greidd. \v 35 Þannig mun faðir minn á himnum einnig fara að við ykkur, ef þið fyrirgefið ekki bræðrum ykkar af heilum hug.“ \c 19 \s1 Hjónaband og hjónaskilnaður \p \v 1 Að lokinni þessari ræðu hélt Jesús af stað frá Galíleu til Júdeu og lagði leið sína um héruðin austan Jórdanar. \v 2 Mikill fjöldi fylgdi honum og hann læknaði sjúka. \v 3 Þá komu til hans nokkrir farísear sem vildu ræða við hann og reyna að flækja hann í orðum. \p „Leyfir þú hjónaskilnað?“ spurðu þeir. \p \v 4 „Hafið þið ekki lesið Biblíuna?“ spurði hann. „Þar stendur að í upphafi hafi Guð skapað karl og konu, \v 5 og sagt að karlmaðurinn ætti að fara að heiman frá foreldrum sínum og búa með eiginkonu sinni upp frá því. \v 6 Þau tvö eiga að verða eitt – ekki framar tvö, heldur eitt! Enginn maður má aðskilja það sem Guð hefur sameinað.“ \p \v 7 „En af hverju sagði þá Móse að maðurinn gæti skilið við konu sína með því að afhenda henni skilnaðarbréf?“ spurðu þeir. \p \v 8 „Móse leyfði ykkur skilnað vegna illsku ykkar og miskunnarleysis,“ svaraði Jesús, „en það hafði Guð ekki upphaflega áformað. \v 9 Ég segi: Sá sem skilur við konu sína af annarri ástæðu en þeirri að hún hafi verið honum ótrú og kvænist annarri, drýgir hór.“ \p \v 10 „Ef svo er,“ sögðu lærisveinarnir, „þá er nú betra að kvænast alls ekki!“ \s1 Jesús kennir um einlífi \p \v 11 „Ég veit að ekki geta allir framfylgt þessu,“ sagði Jesús, „aðeins þeir sem fá hjálp frá Guði. \v 12 Sumir eru fæddir þannig að þeir geta ekki lifað í hjónabandi, aðrir verða þannig af mannavöldum og enn aðrir vilja ekki gifta sig vegna guðsríkisins. Sá sem skilur orð mín ætti að fara eftir þeim.“ \s1 Jesús blessar litlu börnin \p \v 13 Fólk færði lítil börn til Jesú og bað hann um að leggja hendur yfir þau og biðja fyrir þeim. Lærisveinarnir brugðust illa við þessu og sögðu: „Verið ekki að ónáða hann.“ \v 14 En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er guðsríki.“ \v 15 Og hann lagði hendur sínar á höfuð þeirra, blessaði þau og hélt síðan áfram ferð sinni. \s1 Ríki maðurinn fer sína eigin leið \p \v 16 Maður nokkur kom til Jesú og spurði: „Meistari, hvaða góðverk þarf ég að gera til þess að eignast eilíft líf?“ \p \v 17 „Hvers vegna spyrð þú mig um hið góða?“ svaraði Jesús. „Einn er góður og það er Guð. En spurningu þinni skal ég svara. Þú kemst til himins, ef þú hlýðir boðorðunum.“ \p \v 18 „Hverjum?“ spurði maðurinn. \p „Þessum,“ svaraði Jesús: „Þú skalt ekki mann deyða, ekki drýgja hór, ekki stela, ekki ljúga, \v 19 heiðraðu föður þinn og móður og elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig!“ \p \v 20 „Ég hef alltaf hlýtt boðorðunum,“ sagði ungi maðurinn, „hvað er það fleira sem ég þarf að gera?“ \p \v 21 Jesús svaraði: „Ef þú vilt verða fullkominn, þá skaltu selja allt sem þú átt, gefa fátækum andvirðið og þá muntu eignast fjársjóð á himnum. Komdu síðan og fylgdu mér.“ \v 22 Þegar ungi maðurinn heyrði þetta varð hann dapur og gekk burt – hann var mjög ríkur. \s1 Guði er allt mögulegt \p \v 23 Þá sagði Jesús við lærisveinana: „Ríkum manni mun reynast erfitt að komast inn í guðsríki. \v 24 Ég segi, það er auðveldara fyrir úlfalda að komast gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast inn í guðsríki!“ \v 25 Lærisveinarnir urðu forviða og spurðu: „Hver getur þá frelsast?“ \v 26 Jesús leit á þá einbeittur á svip og sagði: „Enginn, fyrir mannlegt tilstilli, en Guði eru allir hlutir mögulegir.“ \p \v 27 „En við sem yfirgáfum allt og fylgdum þér,“ sagði Pétur, „hvað berum við úr býtum?“ \p \v 28 Jesús svaraði: „Þegar ég, Kristur, sest í hið dýrlega hásæti mitt í guðsríkinu, munuð þið sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels. \v 29 Hver sá sem yfirgefur heimili, bræður, systur, föður, móður, eiginkonu, börn eða eignir til að geta fylgt mér, mun fá hundraðfalt í staðinn og eignast eilíft líf. \v 30 Margir þeirra, sem nú eru fremstir, verða þá síðastir og hinir síðustu fremstir.“ \c 20 \s1 Dæmisagan um verkamennina í víngarðinum \p \v 1 „Hér er enn ein dæmisaga um himnaríki: Landeigandi nokkur fór að heiman snemma morguns að fá verkamenn til uppskerustarfa. \v 2 Hann samdi við þá um venjuleg daglaun og að því búnu hófu þeir vinnuna. \v 3 Tveim stundum síðar gekk hann aftur niður í bæinn og sá þá menn á torginu iðjulausa. \v 4 Þessa menn sendi hann einnig út á akurinn og sagðist mundu borga þeim sanngjörn laun. \v 5 Hann fór einnig út um hádegið og klukkan þrjú, og sama sagan endurtók sig. \v 6 Klukkan fimm síðdegis var hann aftur staddur í bænum og sá þá enn nokkra sem höfðu ekkert fyrir stafni. „Af hverju eruð þið iðjulausir?“ spurði hann. \v 7 „Við höfum ekki fengið neina vinnu,“ svöruðu þeir. „Farið þá og hjálpið hinum sem eru að vinna á ökrum mínum,“ sagði hann. \v 8 Um kvöldið bauð hann gjaldkera sínum að kalla á mennina og greiða þeim launin og byrja á þeim sem komu síðastir. \v 9 Þeir komu og fengu full daglaun hver um sig. \v 10 Þegar hinir, sem byrjað höfðu fyrr um daginn, komu að ná í sín laun, bjuggust þeir við að fá miklu meira, en þeir fengu sömu upphæð. \p \v 11-12 Þá mótmæltu þeir og sögðu: „Þessir náungar unnu aðeins eina klukkustund, en samt hefur þú greitt þeim jafnmikið og okkur sem höfum stritað allan daginn í þessum hita.“ \v 13 „Kæri vinur, ég hef ekki beitt þig rangindum!“ sagði maðurinn við einn þeirra. „Þú samþykktir að vinna allan daginn fyrir venjuleg daglaun, var ekki svo? \v 14 Taktu þetta og síðan máttu fara. Mig langar til að borga þessum síðustu jafnmikið og þér. \v 15 Má ég ekki gefa peningana mína þeim sem ég vil? Er það samningsbrot? Eða ertu öfundsjúkur af því að ég er góðsamur?“ \v 16 Hinir fyrstu verða oft síðastir og þeir síðustu fyrstir.“ \s1 Jesús segir fyrir í þriðja sinn um dauða sinn og upprisu \p \v 17 Á leiðinni til Jerúsalem tók Jesús lærisveinana tólf afsíðis, \v 18 til þess að segja þeim hvað biði hans er hann kæmi til borgarinnar. \p \v 19 „Ég verð svikinn í hendur æðstu prestanna og leiðtoganna, og þeir munu dæma mig til dauða. Síðan munu þeir afhenda mig rómversku yfirvöldunum. Ég verð hæddur og krossfestur, en á þriðja degi mun ég rísa upp frá dauðum.“ \s1 Salóme biður um greiða \p \v 20 Móðir þeirra Jakobs og Jóhannesar Sebedeussona kom þá með þeim til Jesú, hneigði sig og bað hann að gera sér greiða. \p \v 21 „Hvað vilt þú?“ spurði hann. Hún svaraði: „Viltu leyfa þessum sonum mínum að sitja sínum hvorum megin við þig þegar þú sest í hásæti þitt?“ \v 22 „Þú veist ekki um hvað þú biður“ svaraði Jesús, sneri sér að Jakobi og Jóhannesi og spurði: „Getið þið drukkið þann beiska bikar sem ég tæmi innan skamms?“ „Já, það getum við!“ svöruðu þeir. \v 23 „Þið fáið sannarlega að drekka hann,“ sagði Jesús. „En það er ekki mitt að segja hverjir eiga að sitja mér við hlið, það er föður míns að ákveða.“ \p \v 24 Þegar hinir tíu heyrðu hvað Jakob og Jóhannes höfðu beðið um, urðu þeir gramir. \v 25 Jesús kallaði þá til sín og sagði: „Konungar þjóðanna eru harðstjórar og embættismenn þeirra láta fólkið kenna á valdi sínu. \v 26 Þessu er öfugt farið um ykkur. Sá ykkar sem vill verða leiðtogi, verður að þjóna hinum, \v 27 og sá sem vill verða fremstur, verður að þjóna eins og þræll. \v 28 Verið eins og ég, Kristur, sem kom ekki til að láta þjóna mér heldur til að þjóna öðrum og gefa líf mitt til lausnar fyrir marga.“ \s1 Tveir blindir menn fá sjón \p \v 29 Þegar Jesús og lærisveinarnir fóru frá Jeríkó fylgdi þeim mikill mannfjöldi. \v 30 Við veginn út úr bænum sátu tveir blindir menn. Þegar þeir heyrðu að Jesú ætti leið þar um fóru þeir að hrópa og kalla: \p „Herra, sonur Davíðs konungs, hjálpaðu okkur!“ \p \v 31 Mannfjöldinn skipaði þeim að þegja, en þá hrópuðu þeir enn hærra. \p \v 32-33 Jesús nam staðar og kallaði til þeirra: „Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?“ \p „Herra,“ hrópuðu þeir, „gef okkur sjónina!“ \p \v 34 Jesús kenndi í brjósti um þá og snerti augu þeirra. Við það fengu þeir jafnskjótt sjónina og fylgdu honum. \c 21 \s1 Jesús kemur til Jerúsalem \p \v 1 Jesús og lærisveinar hans nálguðust nú Jerúsalem. Þegar þeir áttu skammt ófarið til þorpsins Betfage á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra þangað á undan sér. \p \v 2 „Þegar þið komið inn í þorpið, munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér. \v 3 Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið svara: „Drottinn þarfnast þeirra,“ og þá mun spyrjandinn láta ykkur afskiptalausa.“ \p \v 4 Með þessu rættist gamall spádómur sem er svona: \v 5 „Segið Jerúsalem að konungur hennar sé að koma, auðmjúkur og ríðandi á ösnufola!“ \p \v 6 Lærisveinarnir tveir gerðu eins og þeim var sagt \v 7 og komu með ösnuna og folann til Jesú. Þeir lögðu síðan yfirhafnir sínar á folann og Jesús settist á bak. \v 8 Þá breiddu flestir viðstaddra yfirhafnir sínar á veginn en aðrir skáru greinarnar af trjánum og dreifðu þeim á veginn. \v 9 Allt fólkið gekk á undan og hrópaði: \p „Guð blessi konunginn, son Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Drottinn, sendu honum hjálp þína frá himnum.“ \p \v 10 Allt komst í uppnám í Jerúsalem við komu Jesú og fólkið þar spurði: „Hver er þetta?“ \v 11 Mannfjöldinn, sem fylgdi honum, svaraði þá: „Þetta er Jesús, spámaðurinn frá Nasaret í Galíleu.“ \s1 Jesús hreinsar musterið \p \v 12 Jesús gekk inn í musterið og rak kaupmennina, sem þar voru, á dyr. Hratt um stöllum dúfnasalanna og borðum þeirra sem skiptu peningum. Hann sagði: \p \v 13 „Biblían segir: „Musteri mitt á að vera bænastaður, en þið hafið gert það að ræningjabæli!“ “ \p \v 14 Blindir menn og bæklaðir streymdu til hans og hann læknaði þá í musterinu. \v 15 Þegar æðstu prestarnir og leiðtogarnir sáu þessi dásamlegu kraftaverk og heyrðu börnin hrópa í musterinu: „Guð blessi son Davíðs!“ urðu þeir gramir og sögðu við hann: „Heyrirðu hvað börnin segja?“ \p \v 16 „Já,“ svaraði Jesús, „hafið þið aldrei lesið þetta: „Jafnvel börnin munu lofa hann.“ “ \s1 Fíkjutré visnar \p \v 17 Síðan fór Jesús til Betaníu og gisti þar um nóttina. \v 18 Á leiðinni til Jerúsalem, morguninn eftir, fann hann til svengdar. \v 19 Þá tók hann eftir fíkjutré, sem stóð rétt við veginn. Hann gekk að trénu til að athuga hvort á því væru nokkrar fíkjur, en svo var ekki, einungis lauf. Þá sagði hann við tréð: \p „Upp frá þessu munt þú aldrei bera ávöxt!“ Rétt á eftir visnaði tréð. \v 20 Lærisveinarnir urðu forviða og spurðu: \p „Hvernig gat tréð visnað svona fljótt?“ \p \v 21 „Sannleikurinn er sá,“ svaraði Jesús, „að ef þið trúið án þess að efast, þá getið þið gert slíka hluti og jafnvel enn meiri. Þið gætuð til dæmis sagt við þetta fjall: „Flyttu þig út í sjó,“ og það mundi hlýða. \v 22 Þið getið fengið allt, já allt, sem þið biðjið um – ef þið trúið.“ \s1 Leiðtogarnir leggja á ráðin \p \v 23 Þegar Jesús var kominn í musterið og farinn að kenna, komu æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar. Þeir kröfðust þess að hann segði þeim hver hefði gefið honum vald til að reka kaupmennina út daginn áður. \p \v 24 „Það skal ég segja ykkur, ef þið svarið einni spurningu fyrst,“ sagði Jesús. \v 25 „Sendi Guð Jóhannes skírara? Já, eða nei!“ Þeir báru saman ráð sín: \p „Ef við segjum að Guð hafi sent hann, þá mun hann spyrja af hverju við höfum þá ekki trúað honum. \v 26 En ef við segjum að Guð hafi ekki sent hann, þá mun fólkið ráðast á okkur, því að það telur að Jóhannes hafi verið spámaður.“ \v 27 Að lokum svöruðu þeir: „Við vitum það ekki.“ \p „Þá svara ég ekki heldur spurningu ykkar,“ sagði Jesús. \s1 Dæmisagan um bræðurna \p \v 28 „En hvað segið þið annars um þetta: Maður nokkur átti tvo syni. Hann sagði við annan: „Sonur minn, þú skalt vinna í víngarðinum í dag.“ \v 29 „Æ, nei, ég nenni því ekki,“ svaraði hann, en seinna sá hann sig um hönd og fór. \v 30 Faðirinn sagði síðan við þann yngri: „Heyrðu, þú skalt fara í jarðræktina.“ Sonurinn svaraði: „Já, pabbi, sjálfsagt!“ en fór ekki fet. \v 31 Hvor þessara tveggja hlýddi föður sínum?“ „Sá fyrri, auðvitað,“ svöruðu þeir. Jesús skýrði nú fyrir þeim merkingu sögunnar og sagði: „Illmennum og vændiskonum verður leiðin til himins greiðfærari en ykkur. \v 32 Jóhannes skírari sagði ykkur að gjöra iðrun og snúa ykkur til Guðs. Það vilduð þið ekki, en það gerðu hins vegar svindlarar og skækjur. Og þótt þið sæjuð það gerast, vilduð þið samt ekki sjá ykkur um hönd og hlýða honum. Þess vegna gátuð þið ekki trúað.“ \s1 Dæmisagan um spilltu vínyrkjana \p \v 33 „Hlustið á þessa sögu: Landeigandi nokkur plantaði vínviði og gerði skjólgarð umhverfis hann. Því næst reisti hann pall fyrir eftirlitsmanninn og leigði síðan víngarðinn nokkrum bændum með því skilyrði að þeir skiptu uppskerunni með honum. Síðan fluttist hann úr landi. \p \v 34 Þegar uppskerutíminn kom sendi hann menn sína til bændanna að sækja sinn hluta. \v 35 En bændurnir gerðu aðsúg að þeim, börðu einn til óbóta, drápu annan og grýttu þann þriðja. \p \v 36 Þá sendi hann aðra til þeirra, fleiri en þá fyrri, en allt fór á sömu leið. \v 37 Að lokum sendi víngarðseigandinn son sinn, því hann hugsaði: „Þeir munu áreiðanlega bera virðingu fyrir honum.“ \v 38 En þegar bændurnir sáu son hans koma, sögðu þeir hver við annan: „Þarna kemur erfinginn. Komið! Við skulum drepa hann og þá eigum við víngarðinn!“ \v 39 Síðan drógu þeir hann út úr víngarðinum og drápu hann. \p \v 40 Hvað haldið þið að landeigandinn muni gera við bændurna þegar hann kemur til baka?“ \v 41 Leiðtogar Gyðinga svöruðu: \p „Svona illmenni ætti að lífláta og leigja víngarðinn öðrum, sem greiða leiguna skilvíslega.“ \v 42 Þá spurði Jesús: \p „Hafið þið aldrei lesið þessi ritningarorð: \p „Steinninn sem smiðirnir höfnuðu, var gerður að hornsteini. Drottinn hefur unnið dásamleg verk!“ \p \v 43 Það sem ég á við er þetta: Guðsríki verður tekið frá ykkur og gefið öðrum, sem afhenda Guði hans hlut í uppskerunni. \v 44 Þeir sem reka sig á þetta sannleiksbjarg munu sundurmerjast, en þeir sem undir verða myljast mélinu smærra.“ \p \v 45 Þegar æðstu prestarnir og hinir leiðtogarnir skildu að Jesús átti við þá – að þeir væru bændurnir í sögunni, \v 46 vildu þeir handtaka hann. Þeir þorðu það þó ekki vegna fólksins sem áleit að Jesús væri spámaður. \c 22 \s1 Dæmisagan um brúðkaupið \p \v 1 Jesús sagði fólkinu fleiri sögur til þess að auka skilning þess á mætti og valdi Guðs. Hér er ein þeirra: \p \v 2 „Guðsríki má líkja við konung sem undirbjó brúðkaupsveislu sonar síns. \v 3 Fjöldi gesta var boðinn, og þegar stundin nálgaðist sendi hann þjóna sína til þess að segja öllum að veislan væri að hefjast. En fólkið vildi ekki koma! \v 4 Hann sendi því aðra með þessi skilaboð: „Allt er tilbúið. Steikin er í ofninum. Flýtið ykkur!“ \v 5 En þeir sem boðnir voru hlógu aðeins og sneru sér að vinnu sinni, eins og ekkert hefði í skorist. Einn að búskapnum, annar að versluninni, \v 6 enn aðrir börðu sendiboðana, svívirtu þá og drápu suma þeirra. \v 7 Þá reiddist konungurinn heiftarlega og sendi þangað herlið, drap morðingjana og brenndi borg þeirra. \v 8 Síðan sagði hann við þjóna sína: „Brúðkaupsveislan skal haldin, en gestirnir, sem boðnir voru, eru ekki verðir þessa heiðurs. \v 9 Farið nú út á göturnar og bjóðið þeim sem þið sjáið að koma!“ \v 10 Þjónarnir fóru og náðu í alla sem þeir gátu, bæði vonda og góða, og veislusalurinn varð fullur af brúðkaupsgestum. \v 11 En þegar konungurinn kom inn til að heilsa gestunum, tók hann eftir manni sem ekki var í brúðkaupsklæðum (þeim sem gestunum hafði verið séð fyrir). \v 12 „Heyrðu vinur,“ sagði konungurinn, „Hvernig stendur á því að þú ert ekki í brúðkaupsklæðum?“ Maðurinn svaraði engu. \v 13 Þá sagði konungurinn við þjóna sína: „Bindið hann á höndum og fótum og kastið honum út í myrkrið – þar verður grátið og kveinað.“ \v 14 Margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“ \s1 Hverjum á að greiða skatt? \p \v 15 Farísearnir sátu nú á fundi, til að ræða hvernig þeir gætu flækt Jesú í orðum, svo hægt væri að handtaka hann. \v 16 Niðurstaðan varð sú að þeir ákváðu að senda lærisveina sína ásamt öðrum úr hópi Heródesarsinna til þess að leggja fyrir hann spurningar og segja: \p „Herra við vitum að þú ert mjög heiðarlegur og segir sannleikann, hvað sem öðrum finnst. \v 17 Segðu okkur nú, er rétt af okkur að greiða skatt til rómverska ríkisins, eða ekki?“ \v 18 En Jesús skildi bragðið og kallaði: \p „Þið hræsnarar! Eruð þið að reyna að leika á mig með lævísum spurningum? \v 19 Sýnið mér mynt.“ Þá réttu þeir honum pening. \v 20 „Af hverjum er myndin á peningnum,“ spurði hann, „og hvaða nafn er undir myndinni?“ \p \v 21 „Keisarans,“ svöruðu þeir. \p „Jæja,“ sagði hann. „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er.“ \v 22 Þeir urðu orðlausir af undrun við þetta svar og fóru burt. \s1 Um upprisuna \p \v 23 Þennan sama dag komu nokkrir saddúkear til hans, en þeir héldu því fram að upprisa dauðra ætti sér aldrei stað. Þeir spurðu: \v 24 „Herra, Móse segir að deyi maður barnlaus, eigi bróðir hans að kvænast ekkjunni og börn þeirra síðan að erfa eignir hins látna. \v 25 Einu sinni voru sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist en dó án þess að eignast börn. Konan giftist þá elsta bróðurnum, \v 26 en sá bróðir dó einnig barnlaus, og þá giftist konan þeim sem næstur var í röðinni. Svona gekk þetta koll af kolli þangað til hún hafði verið gift þeim öllum, og \v 27 að lokum dó hún einnig. \v 28 Nú spyrjum við: Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni, fyrst hún var gift þeim öllum?“ \v 29 Jesús svaraði: \p „Þið vaðið reyk, því þið þekkið hvorki Biblíuna né kraft Guðs. \v 30 Í upprisunni verður ekkert hjónaband, því þá verða allir eins og englarnir á himnum. \v 31 En hafið þið ekki lesið það sem Biblían segir um upprisu dauðra? Skiljið þið ekki að Guð talar til ykkar þegar hann segir: \v 32 „Ég er Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.“ Guð er ekki Guð hinna dauðu heldur þeirra sem lifa.“ \v 33 Mannfjöldanum þótti mikið til um svör Jesú \v 34-35 en farísearnir voru ekki á sama máli. \s1 Hvert er mikilvægasta boðorðið? \p Þegar farísearnir fréttu að Jesús hefði gert saddúkeana orðlausa fitjuðu þeir upp á nýrri spurningu, og var lögfræðingur nokkur fenginn til að bera hana fram. Spurningin var þessi: \p \v 36 „Herra, hvert er mikilvægasta boðorðið í lögum Móse?“ Jesús svaraði: \p \v 37 „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. \v 38-39 Þetta er fyrsta og jafnframt æðsta boðorðið. Það næstæðsta er svipað, en það er þannig: „Elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig.“ \v 40 Öll hin boðorðin og fyrirmæli spámannanna – já, öll Biblían – byggja á þessu tvöfalda boði. Ef þið hlýðið því, þá hlýðið þið öllum hinum um leið.“ \s1 Hvað sagði Davíð? \p \v 41 En nú spurði Jesús faríseana: \p \v 42 „Getið þið sagt mér hvers son Kristur er?“ \p „Sonur Davíðs,“ svöruðu þeir. \p \v 43 „Hvers vegna talar þá Davíð, knúinn af heilögum anda, um hann sem Drottin?“ spurði Jesús. „Var það ekki Davíð sem sagði: \p \v 44 „Guð sagði við minn Drottin: sittu mér til hægri handar uns ég hef lagt óvini þína að fótum þér.“ \p \v 45 Fyrst Davíð kallar hann „Drottin,“ hvernig getur hann þá verið sonur hans?“ \v 46 Þessu gátu þeir ekki svarað og eftir það þorði enginn að spyrja hann neins. \c 23 \s1 Vei faríseum og hræsnurum \p \v 1 Jesús talaði til mannfjöldans og lærisveina sinna og sagði: \p \v 2 „Halda mætti að þessir leiðtogar og farísear væru sjálfir Móse, því þeir eru alltaf að setja ný lög. \v 3 Þið skuluð gera það sem þeir segja, en eftir verkum þeirra skuluð þið ekki breyta, því að þeir fara sjálfir ekki eftir því sem þeir kenna. \v 4 Þeir krefjast mikils af öðrum, en lítils af sjálfum sér. \v 5 Þeir gera allt til að sýnast. Þeir láta líta út sem þeir séu heilagir með því að breikka minnisborðana og lengja skúfana á skikkjum sínum. \v 6 Þeir njóta þess að sitja við háborðið í veislum og hafa mætur á stúkusætum samkomuhúsanna. \v 7 Þeim líkar vel að tekið sé eftir þeim á götum og þeir vilja gjarnan láta kalla sig „rabbí“ eða „meistari“. \v 8 Látið engan kalla ykkur meistara, því ykkar eini meistari er Guð og allir eruð þið jafnir sem bræður. \v 9 Ávarpið heldur engan sem föður á jörðu, því að þannig á aðeins að ávarpa Guð á himnum. \v 10 Kallið ykkur ekki heldur „leiðtoga“ því ykkar eini leiðtogi er Kristur. \v 11 Sá ykkar sem er fremstur, á að vera þjónn ykkar. Sá sem er mestur, þjóni hinum! \v 12 Sá sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en þeir sem auðmýkja sig hljóta heiður. \v 13-14 Þið farísear og trúarleiðtogar, vei ykkur, því þið eruð hræsnarar! Þið útilokið menn frá því að komast inn í himnaríki og sjálfir munuð þið ekki komast þangað. Þið biðjið langar bænir á almannafæri til að auglýsa guðrækni ykkar, en svo flæmið þið ekkjur út af heimilum sínum Hræsnarar! \v 15 Já, vei ykkur, þið hræsnarar! Þið farið langar leiðir til þess að vinna einn trúskipting, og gerið hann síðan að miklu verra helvítisbarni en þið eruð sjálfir. \v 16 Þið eruð blindir leiðsögumenn. Vei ykkur! Þið segið að það sé markleysa að sverja við musterið, en sá sem sverji við eigur musterisins sé skuldbundinn. \v 17 Blindu heimskingjar! Hvort er meira, gullið eða musterið sem helgar gullið? \v 18 Einnig segið þið að rjúfa megi eið sem svarinn sé við altarið en ekki þann sem svarinn sé við gjöfina á altarinu. \v 19 Þið eruð blindir! Hvort er meira, gjöfin á altarinu eða altarið sjálft, sem helgar gjöfina? \v 20 Þegar þú sverð við altarið, þá sverðu við það sjálft og allt sem á því er. \v 21 Þegar þú sverð við musterið, þá sverðu við það og við Guð sem þar býr. \v 22 Þegar þú sverð við himininn, sverðu við hásæti Guðs og við Guð sjálfan. \v 23 Farísear og aðrir leiðtogar, vei ykkur, því að þið eruð hræsnarar! Þið gætið þess að gjalda tíund, en skeytið ekkert um það sem meira er um vert, réttvísi, miskunnsemi og trúmennsku. Haldið áfram að gefa tíund, en látið hitt ekki ógjört sem mikilvægara er. \v 24 Blindu leiðsögumenn! Þið tínið flugurnar úr matnum, en gleypið svo úlfaldann með húð og hári. \v 25 Vei ykkur, farísear og trúarleiðtogar – hræsnarar! Þið nostrið við að fægja bollann og diskinn að utan, en gleymið að hann er mengaður kúgun og ágirnd að innan. \v 26 Þú blindi farísei! Hreinsaðu fyrst bollann og diskinn að innan svo að hann verði allur hreinn. \v 27 Vei ykkur, fræðimenn og farísear. Þið líkist kölkuðu grafhýsi, sem er fagurt að utan – en að innan fullt af ódaun, rotnun og dauðra manna beinum. \v 28 Þið reynið að sýnast heilagir menn í annarra augum, en hjörtu ykkar eru menguð af hræsni og lögbrotum. \v 29-30 Vei ykkur, farísear og fræðimenn – hræsnarar! Þið reisið minnismerki um spámennina sem forfeður ykkar drápu, skreytið grafir guðrækinna manna, sem þeir einnig líflétu, og segið: „Aldrei hefðum við framið slíkt ódæði sem forfeður okkar.“ \v 31 Með þessum orðum lýsið þið yfir að þið séuð synir vondra manna, \v 32 síðan fetið þið í fótspor þeirra og fullkomnið illverk þeirra. \v 33 Eiturnöðrur og höggormssynir! Hvernig fáið þið umflúið dóm helvítis? \v 34 Ég sendi til ykkar spámenn og kennimenn. Suma þeirra munið þið krossfesta, en berja aðra í samkomuhúsum ykkar og ofsækja þá í borg eftir borg. \v 35 Þannig berið þið ábyrgð á lífláti allra guðrækinna manna, allt frá Abel hinum réttláta til Sakaría Barakíasonar, sem þið drápuð milli altarisins og musterisins. \v 36 Dómurinn fyrir glæpaverkin mun koma yfir þessa kynslóð.“ \s1 Jesús grætur yfir Jerúsalem \p \v 37 „Jerúsalem, Jerúsalem, þú borg sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín. Oft hef ég viljað safna börnum þínum saman eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sína – en þið hafið ekki viljað það, \v 38 Hús þín munu verða skilin eftir í eyði. \v 39 Og þetta skaltu vita: Þú munt ekki sjá mig aftur fyrr en þú ert reiðubúin að taka á móti þeim, sem Guð sendir til þín.“ \c 24 \s1 Jesús spáir eyðingu musterisins \p \v 1 Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum langaði lærisveinana að fá hann með sér í skoðunarferð um musterissvæðið. \v 2 En hann sagði við þá: \p „Þessar byggingar verða allar lagðar í rúst svo að ekki mun standa steinn yfir steini!“ \s1 Tákn tímanna og endir veraldar \p \v 3 Stuttu seinna þegar Jesús sat í hlíð Olíufjallsins gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann um þetta: \p „Hvenær verður það og hvaða atburðir verða á undan endurkomu þinni og endi veraldar?“ \p \v 4 „Látið engan blekkja ykkur,“ svaraði Jesús, \v 5 „því margir munu koma og segjast vera Kristur og leiða marga í villu. \v 6 Þið munuð heyra stríðsfréttir, en þær eru ekki tákn um endurkomu mína. Því að styrjaldir halda áfram eins og verið hefur, en endirinn er ekki þar með kominn. \v 7 Þjóðir og ríki jarðarinnar munu heyja styrjaldir sín á milli og hungursneyð og jarðskjálftar geisa víða. \v 8 Þetta er aðeins byrjun hörmunganna sem koma. \v 9 Þið verðið pyntaðir og líflátnir, og allir munu hata ykkur vegna þess að þið tilheyrið mér. \v 10 Þá munu margir falla frá trúnni, og hata og svíkja hverjir aðra. \v 11 Margir falsspámenn munu koma og leiða marga í villu. \v 12 Afbrot aukast er kærleikur flestra kólnar, \v 13 en sá sem stöðugur stendur allt til enda mun frelsast. \p \v 14 Gleðiboðskapurinn um guðsríki verður fluttur öllum þjóðum heimsins, og þá loks mun endirinn koma.“ \s1 Þrengingin mikla \p \v 15 „Þegar þið sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talaði um, standandi á helgum stað – lesandinn athugi það! \v 16 Þá verða þeir sem eru í Júdeu að flýja til fjalla, \v 17 þeir sem staddir eru á svölunum heima hjá sér, fari þá ekki inn til að taka saman föggur sínar áður en þeir flýja. \v 18 Þeir sem þá verða á ökrum fari ekki heim eftir nauðsynjum. \v 19 Neyð þeirra sem þá verða barnshafandi eða hafa fyrir ungbörnum að sjá, mun verða mikil. \v 20 Biðjið að flótti ykkar verði ekki um vetur eða á helgidegi, \v 21 því þá verða meiri ofsóknir en nokkru sinni fyrr. \v 22 Sannleikurinn er sá að yrði þessi tími ekki styttur, myndi allt mannkynið farast, en vegna hinna útvöldu mun tíminn verða styttur. \v 23 Ef einhver segir þá við þig: „Kristur er kominn á þennan eða hinn staðinn,“ eða „hann hefur birst hér eða þar,“ þá trúið því ekki. \v 24 Falskristar munu koma fram og einnig falsspámenn, sem gera munu mikil kraftaverk til að blekkja fólk, jafnvel þá sem Guð hefur kallað. \v 25 Munið að ég hef varað ykkur við. \v 26 Ef einhver kemur og segir ykkur að Kristur sé kominn aftur og sé úti í eyðimörkinni, þá sinnið því ekki og farið ekki þangað. Ef sagt er að hann sé í felum á tilteknum stað, þá trúið því ekki! \v 27 Ég, Kristur, mun koma jafn óvænt og eldingin sem leiftrar frá austri til vesturs! \v 28 Reynið að skilja tákn tímanna á sama hátt og þið skiljið að þar muni hræið vera sem gammarnir safnast.“ \s1 Koma mannssonarins \p \v 29 „Eftir þessar ofsóknir mun sólin myrkvast og tunglið hætta að lýsa. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar alheimsins ganga úr skorðum! \v 30 Þá mun tákn komu minnar sjást á himninum og allir jarðarbúar skelfast. Þeir munu sjá mig koma í skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð. \v 31 Þegar lúðurinn hljómar, munu englar mínir safna saman þeim sem ég hef valið, úr öllum áttum, heimshorna á milli.“ \s1 Dæmið af fíkjutrénu \p \v 32 „Lærið af fíkjutrénu: Þegar greinar þess eru orðnar mjúkar og laufið fer að springa út, þá vitið þið að sumarið er í nánd. \v 33 Eins skuluð þið vita að þegar þið sjáið allt þetta, þá er endurkoma mín í nánd, \v 34 og þá fyrst mun þessi kynslóð líða undir lok.“ \s1 Enginn veit daginn né stundina \p \v 35 „Himinn og jörð munu hverfa, en mín orð standa að eilífu. \v 36 Enginn veit þann dag eða stund er endirinn verður, hvorki englarnir né sonur Guðs, aðeins faðirinn einn. \v 37-38 Fólk mun almennt taka öllu með ró eins og allt sé í lagi – það verða veisluhöld, mannfagnaðir og brúðkaup – rétt eins og var á dögum Nóa áður en flóðið kom. \v 39 Menn trúðu ekki orðum Nóa fyrr en flóðið skall á og hreif þá alla burt. Þannig fer einnig við komu mína. \v 40 Tveir munu vinna á akri, annar verður tekinn en hinn skilinn eftir. \v 41 Tvær verða við heimilisstörf, önnur verður tekin en hin skilin eftir. \v 42 Verið viðbúnir! Þið vitið ekki hvaða dag Drottinn kemur. \v 43 Innbrotsþjófur gerir ekki boð á undan sér, þess vegna verða menn að vera á verði. \v 44 Þess vegna verðið þið að vera stöðugt viðbúnir endurkomu minni.“ \s1 Trúr og ótrúr þjónn \p \v 45 „Hver er trúr og hygginn þjónn, sem húsbóndinn hefur falið umsjónarstarfið svo að allir fái fæðu sína á réttum tíma? \v 46-47 Sæll er sá þjónn sem húsbóndinn finnur að breytir þannig þegar hann kemur. Víst er að hann mun fela honum umsjón með öllu sem hann á. \v 48 En segi svikull þjónn við sjálfan sig: „Húsbóndinn kemur ekki strax,“ \v 49 og tekur að berja samstarfsmenn sína og stunda veislur og drykkjuskap \v 50 þá kemur húsbóndi hans honum að óvörum \v 51 og refsar honum sviksemina.“ \c 25 \s1 Dæmisagan um meyjarnar tíu \p \v 1 „Himnaríki má líkja við tíu brúðarmeyjar, sem tóku lampa sína og lögðu af stað til móts við brúðgumann. \p \v 2-4 Aðeins fimm þeirra gættu þess að fylla lampa sína af olíu, en hinar fimm gleymdu því og fóru með tóma lampa. \v 5-6 Þegar brúðgumanum seinkaði, syfjaði þær og sofnuðu. En á miðnætti voru þær vaktar með háu hrópi: „Brúðguminn er að koma! Gangið út og takið á móti honum!“ \v 7-8 Stúlkurnar spruttu á fætur og fóru að sýsla við lampana. Þær fimm sem vantaði olíu, sárbáðu hinar að gefa sér lítið eitt, því það lifði ekki á lömpum þeirra. \v 9 En hinar svöruðu „Nei, það getum við ekki, því það verður ekki nóg handa okkur öllum. Farið og kaupið olíu handa ykkur.“ \v 10 En á meðan þær voru fjarverandi kom brúðguminn. Þær sem viðbúnar voru fóru með honum til brúðkaupsins og dyrunum var læst. \v 11 Seinna komu hinar til baka og stóðu fyrir utan og kölluðu: „Herra, opnaðu fyrir okkur!“ \v 12 En hann kallaði á móti: „Farið! Þið komið of seint!“ \v 13 Vakið því og verið viðbúnir, því þið vitið hvorki daginn né stundina er ég kem aftur.“ \s1 Dæmisaga um ávöxtun fjár \p \v 14 „Himnaríki er einnig líkt manni sem fór til útlanda. Hann kallaði saman starfsmenn sína og afhenti þeim fé, sem þeir áttu að ávaxta meðan hann væri í burtu. \v 15 Einum fékk hann tvær milljónir króna, öðrum eina milljón og hinum þriðja hálfa milljón. Þeir fengu misjafnlega mikið eftir hæfileikum sínum og dugnaði. Síðan fór hann úr landi. \v 16 Maðurinn, sem fékk tvær milljónir, fór þegar að versla með peningana og græddi fljótt aðrar tvær milljónir. \v 17 Sá sem fékk eina milljón, hófst handa eins og hinn og hagnaðist um aðra milljón. \v 18 En maðurinn, sem fékk hálfa milljón, gróf peningana í jörðu svo að hann tapaði þeim ekki. \v 19 Eftir langan tíma kom húsbóndinn aftur úr ferðalaginu. Hann kallaði starfsmennina til sín svo að hann gæti gert upp við þá. \v 20 Sá sem fengið hafði tvær milljónir kom og afhenti húsbónda sínum fjórar milljónir. \v 21 Húsbóndinn hrósaði honum og sagði: „Þetta var vel af sér vikið. Þú varst trúr yfir litlu, nú mun ég setja þig yfir mikið. Komdu og við skulum gera okkur dagamun.“ \p \v 22 Næst kom sá sem fengið hafði eina milljón. Hann sagði: „Herra þú lést mig fá eina milljón og nú hef ég tvöfaldað þá upphæð.“ \v 23 „Gott hjá þér!“ sagði húsbóndinn. „Þú ert góður og dyggur þjónn. Þú varst trúr yfir þessu lítilræði, en nú mun ég láta þig fá miklu meira. Komdu, við skulum gleðjast saman!“ \p \v 24-25 Síðast kom sá þriðji með sína hálfu milljón og sagði: „Herra, ég vissi að þú ert harður húsbóndi og þar sem ég bjóst við að þú rændir mig hagnaðinum, faldi ég peningana í jörðu og hér hefur þú þá!“ \v 26 „Letingi!“ svaraði húsbóndinn. „Þú vissir að ég krefði þig um hagnaðinn, \v 27 svo þú hefðir að minnsta kosti átt að setja peningana í banka til að ég fengi þó vexti. \v 28 Takið peningana af þessum manni og látið þann, sem hefur fjórar milljónirnar, fá þá. \v 29 Sá sem notar vel það sem honum er gefið, mun fá enn meira, og hafa allsnægtir, en sá sem er ótrúr, tapar því litla sem hann hefur. \v 30 Kastið nú þessum duglausa þjóni út í myrkrið. Þar verður grátið og kveinað.“ “ \s1 Kristur mun dæma þjóðirnar \p \v 31 „Þegar ég, Kristur, kem aftur í dýrð minni og allir englarnir með mér, mun ég setjast í hástól dýrðarinnar. \v 32 Þá verður öllum þjóðunum safnað saman frammi fyrir mér og ég mun skilja fólkið að, eins og fjárhirðir aðskilur sauðfé og geitur. \v 33 Kindunum mun ég skipa mér til hægri handar og geitunum til vinstri handar. \v 34 Þá mun ég, konungurinn, segja við þá til hægri handar: „Komið, þið hinir blessuðu föður míns, inn í ríkið sem ykkur hefur verið ætlað frá því heimurinn varð til. \v 35 Ég var hungraður og þið gáfuð mér að borða, þyrstur og þið gáfuð mér að drekka. Ég var ókunnugur og þið buðuð mér inn á heimili ykkar. \v 36 Ég var fatalaus og þið klædduð mig. Ég var sjúkur, og í fangelsi og þið heimsóttuð mig.“ \v 37 Þá svara hinir réttlátu og segja: „Herra, hvenær sáum við þig hungraðan og gáfum þér að borða, þyrstan og gáfum þér að drekka, \v 38 eða ókunnugan og hjálpuðum þér. Hvenær sáum við þig klæðalausan og klæddum þig, \v 39 og hvenær veikan eða í fangelsi og litum til þín?“ \v 40 Þá mun ég, konungurinn, svara þeim og segja: „Þetta sem þið gerðuð bræðrum mínum, gerðuð þið mér.“ \v 41 Síðan mun ég snúa mér að þeim sem eru til vinstri og segja: „Burt með ykkur, bölvaðir, í eilífa eldinn sem ætlaður er djöflinum og þjónum hans. \v 42 Ég var hungraður, en þið gáfuð mér ekki að borða, þyrstur og þið færðuð mér ekkert að drekka. \v 43 Ég var ókunnugur og þið sýnduð mér ekki gestrisni, klæðlaus og þið gáfuð mér enga flík. Ég var veikur og í fangelsi og þið heimsóttuð mig ekki.“ \v 44 Þá munu þeir svara: „Drottinn, hvenær var það sem við sáum þig hungraðan eða þyrstan, ókunnugan, nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki?“ \v 45 Þá mun ég svara: „Þegar þið neituðuð mínum minnsta bróður um hjálp, þá neituðuð þið mér.“ \v 46 Og þeir munu fara burt til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“ \c 26 \s1 Ráðagerð um að svíkja Jesú \p \v 1 Þegar Jesús hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við lærisveinana: \p \v 2 „Þið vitið að eftir tvo daga koma páskarnir og þá verð ég svikinn og krossfestur.“ \v 3 Um svipað leyti héldu prestarnir fund, ásamt öðrum embættismönnum Gyðinga, í höll Kaífasar æðsta prests. \v 4 Þeir voru að bollaleggja hvernig þeir gætu handtekið Jesú svo lítið bæri á og líflátið hann. \v 5 „En ekki á sjálfum páskunum, því þá er svo margt aðkomufólk í borginni og hætt við óeirðum,“ samþykktu þeir. \s1 Smurningin í Betaníu \p \v 6 Jesús fór til Betaníu, heim til Símonar holdsveika. \v 7 Meðan hann mataðist, kom þangað inn kona sem hélt á flösku með mjög dýrri ilmolíu, og hellti henni yfir höfuð hans. \p \v 8-9 Lærisveinarnir urðu gramir og sögðu sín á milli: \p „Til hvers er þessi sóun? Þetta hefði mátt selja fyrir stórfé og gefa peningana fátækum.“ \v 10 Jesús las hugsanir þeirra og sagði: \p „Hví eruð þið að hryggja konuna? Hún gerði góðverk á mér. \v 11 Þið hafið ávallt fátæka hjá ykkur, en ekki mig. \v 12 Hún hellti ilmvatni þessu yfir mig til þess að búa líkama minn til greftrunar. \v 13 Hennar mun verða minnst og þess getið sem hún gerði, hvar sem fagnaðarboðskapurinn verður fluttur.“ \s1 Júdas samþykkir að svíkja Jesú \p \v 14 Þá fór einn postulanna tólf, Júdas Ískaríot, til æðstu prestanna \v 15 og spurði: \p „Hve mikið viljið þið borga mér fyrir að koma Jesú í hendur ykkar?“ Þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga. \v 16 Upp frá því beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að svíkja Jesú í hendur þeirra. \s1 Jesús heldur páska með lærisveinunum \p \v 17 Á fyrsta degi páskahátíðarinnar (Gyðingar fjarlægðu þegar allt súrdeig – gerbrauð – af heimilum sínum) komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann: \p „Hvar eigum við að undirbúa páskamáltíðina?“ \p \v 18 „Farið inn í borgina,“ svaraði Jesús, „finnið mann nokkurn og segið við hann: „Meistari okkar segir: Minn tími er kominn. Hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“ “ \p \v 19 Lærisveinarnir gerðu eins og Jesús sagði og undirbjuggu páskamáltíðina. \v 20-21 Þetta kvöld, þegar hann var sestur til borðs ásamt lærisveinunum tólf, sagði hann: \p „Ég veit að einn ykkar mun svíkja mig.“ \v 22 Hryggð og ótti greip lærisveinana og þeir spurðu hver um sig: „Ekki þó ég?“ Jesús svaraði: \p \v 23 „Það er sá sem ég þjónaði fyrst í kvöld.“ \p \v 24 „Ég verð að deyja eins og spáð var, en vei þeim manni sem því veldur. Betra væri honum að hann hefði aldrei fæðst.“ \v 25 Júdas sem varð til þess að svíkja hann, spurði líka: „Er það ég?“ Og Jesús svaraði: „Já.“ \s1 Jesús stofnar heilaga kvöldmáltíð \p \v 26 Meðan á máltíðinni stóð tók Jesús brauð, blessaði það og braut í sundur, rétti lærisveinunum og sagði: \p „Takið þetta og neytið, það er líkami minn.“ \v 27 Og hann tók bikar með víni, gjörði þakkir, rétti þeim og sagði: „Drekkið allir hér af, \v 28 því þetta er blóð mitt, innsigli nýja sáttmálans. Því er úthellt til syndafyrirgefningar fyrir marga. \v 29 Takið eftir þessum orðum mínum: Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en ég drekk það nýtt með ykkur í ríki föður míns.“ \v 30 Þegar þeir höfðu sungið lofsöng fóru þeir út til Olíufjallsins. \s1 Jesús segir fyrir um afneitun Péturs \p \v 31 Jesús sagði við þá: „Í nótt munuð þið allir yfirgefa mig. Í Ritningunni stendur að Guð muni slá hirðinn og hjörðin tvístrast. \v 32 En eftir að ég er risinn upp frá dauðum fer ég til Galíleu og hitti ykkur þar.“ \p \v 33 „Þótt allir aðrir yfirgefi þig, mun ég ekki gera það,“ sagði Pétur. \v 34 Jesús svaraði: \p „Sannleikurinn er þó sá, að einmitt í nótt, áður en hani galar við sólarupprás, munt þú afneita mér þrisvar.“ \p \v 35 „Fyrr mun ég deyja!“ svaraði Pétur og allir hinir tóku í sama streng. \s1 Bænin í Getsemane \p \v 36 Jesús fór síðan með lærisveinana inn í garð sem heitir Getsemane, og bað þá að setjast niður meðan hann færi spölkorn lengra til að biðjast fyrir. \v 37 Hann fékk með sér þá Pétur og bræðurna Jakob og Jóhannes Sebedeussyni. Mikill ótti og örvænting kom yfir Jesú og hann sagði: \v 38 „Sál mín er buguð af ótta og angist allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér.“ \v 39 Hann gekk lítið eitt lengra, hneig til jarðar og bað: „Faðir minn! Taktu þennan bikar frá mér ef mögulegt er, en verði þó þinn vilji en ekki minn.“ \p \v 40 Síðan kom hann aftur til lærisveinanna þriggja og fann þá sofandi. \p „Pétur!“ kallaði hann, „gastu ekki einu sinni vakað með mér eina stund? \v 41 Vakið og biðjið, til þess að þið fallið ekki í freistni. Andinn er fús, en holdið er veikt!“ \v 42 Hann fór frá þeim aftur og bað: „Faðir! Ef ekki er unnt að taka þennan bikar frá mér án þess að ég tæmi hann, þá verði þinn vilji.“ \v 43 Síðan sneri hann aftur til þeirra og fann þá enn sofandi, því þeir gátu ekki haldið augunum opnum. \v 44 Hann yfirgaf þá enn og baðst fyrir í þriðja sinn með sömu orðum. \v 45 Eftir það fór hann aftur til lærisveinanna og sagði: „Sofið þið enn og hvílist? Stundin er komin! Ég hef verið svikinn í hendur vondra manna. \v 46 Standið upp, förum! Sjáið! Þarna kemur sá sem svíkur mig.“ \s1 Svik og handtaka í Getsemane \p \v 47 Meðan hann var enn að tala kom Júdas, einn postulana tólf, og með honum fjöldi manna, sem vopnaðir voru sverðum og bareflum. Þessa menn höfðu leiðtogar Gyðinga sent. \v 48 Júdas hafði sagt þeim að handtaka þann sem hann heilsaði með kossi, því að hann væri maðurinn sem þeir vildu ná. \v 49 Júdas gekk því beint til Jesú og sagði: \p „Sæll, meistari!“ \p \v 50 „Vinur minn,“ sagði Jesús, „hvers vegna komstu hingað?“ Þá gripu sendimennirnir Jesú. \v 51 Einn lærisveina Jesú dró þá sverð úr slíðrum og hjó annað eyrað af þjóni æðsta prestsins. \p \v 52 „Slíðraðu sverðið!“ sagði Jesús. „Þeir sem beita sverði munu falla fyrir sverði. \v 53 Veistu ekki að ég gæti beðið föður minn um þúsundir engla okkur til varnar og hann mundi þegar í stað senda þá? \v 54 En hvernig ættu orð Biblíunnar þá að rætast?“ \v 55 Síðan ávarpaði Jesús mennina og sagði: \p „Er ég hættulegur afbrotamaður, fyrst þið þurftuð að koma vopnaðir sverðum og bareflum til að handtaka mig? Ég hef gengið um á meðal ykkar og kennt daglega í musterinu en þið handtókuð mig ekki. \v 56 En þetta, sem nú er að gerast er uppfylling spádóma Biblíunnar.“ Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir hann og flúðu. \s1 Jesús leiddur fyrir hæstarétt Gyðinga \p \v 57 Þeir sem handtóku Jesú fóru nú með hann til bústaðar Kaífasar, æðsta prestsins, því þar voru allir leiðtogar Gyðinga saman komnir. \p \v 58 Pétur læddist í humátt á eftir og smeygði sér inn í hallargarð æðsta prestsins og settist niður hjá þjónunum. Þar beið hann þess að sjá hvað yrði um Jesú. \p \v 59 Æðstu prestarnir – og reyndar allur hæstiréttur Gyðinga – leituðu nú manna er borið gætu lognar sakir á Jesú. Ætlun þeirra var að höfða mál gegn honum og fá hann dæmdan til dauða. \v 60-61 En þótt þeir fyndu marga sem vildu bera falsvitni, þá bar vitnisburði þeirra ekki saman. Að lokum fundust þó tveir sem sögðu: „Þessi maður sagði: „Ég er fær um að brjóta niður musteri Guðs og reisa það aftur á þrem dögum.“ “ \p \v 62 Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði við Jesú: „Sagðir þú þetta? Svaraðu! Já, eða nei!“ \v 63 Jesús þagði. \p Þá hélt æðsti presturinn áfram og sagði: „Ég krefst þess í nafni hins lifandi Guðs, að þú svarir eftirfarandi spurningu: Heldur þú því fram að þú sért Kristur, Guðssonurinn?“ \p \v 64 „Já, ég er hann og þú munt síðar sjá mig, Krist, sitja við hægri hönd Guðs og koma á skýjum himinsins,“ svaraði Jesús. \v 65-66 Þá reif æðsti presturinn klæði sín og hrópaði: \p „Guðlast! Nú þurfum við ekki frekar vitnanna við. Þið heyrðuð hann allir segja það! Hver er nú dómur ykkar?“ Þeir hrópuðu: \p „Hann skal deyja!“ \v 67 Síðan hræktu þeir í andlit hans og slógu með prikum og sögðu: \v 68 „Kristur! Gettu hver sló þig núna?“ \s1 Pétur afneitar Jesú og grætur \p \v 69 Á meðan þetta fór fram sat Pétur úti í hallargarðinum. Þá kom til hans stúlka og sagði: \p „Þú varst líka með Jesú og þið eruð báðir frá Galíleu.“ \v 70 Þessu neitaði Pétur svo allir heyrðu og hrópaði reiðilega: \p „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala!“ \p \v 71 Seinna tók önnur stúlka eftir honum úti við hliðið og sagði við nærstadda: „Þessi maður var með Jesú frá Nasaret.“ \v 72 Pétur sór og sárt við lagði: „Ég þekki alls ekki manninn.“ \p \v 73 Stuttu seinna komu þeir, sem þarna stóðu, til Péturs og sögðu: „Við vitum vel að þú ert einn af lærisveinum hans, því við heyrum á málfari þínu að þú ert frá Galíleu.“ \p \v 74 Þá tók Pétur að blóta og sverja og sagði: „Ég þekki alls ekki þennan mann!“ Og um leið og hann sleppti orðinu gól hani. Þá minntist Pétur orða Jesú: \v 75 „Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“ Og hann gekk út fyrir og grét sárt. \c 27 \s1 Jesús leiddur fyrir Pílatus \p \v 1 Við dagrenningu hittust æðstu prestarnir og leiðtogarnir á ný til að ræða hvernig þeir ættu að fá Jesú dæmdan til dauða. \v 2 Eftir það bundu þeir hann og sendu til Pílatusar, rómverska landstjórans. \s1 Júdas hengir sig \p \v 3 Þegar Júdasi, þeim er sveik hann, varð ljóst að Jesús hafði verið dæmdur til dauða, iðraðist hann gjörða sinna. Hann fór aftur með peningana til æðstu prestanna og hinna leiðtoganna og sagði: \p \v 4 „Ég hef syndgað með því að svíkja saklausan mann.“ \p „Það er þitt mál og þú um það!“ svöruðu þeir hranalega. \v 5 Þá hljóp hann inn í musterið, fleygði peningunum á gólfið, fór síðan burt og hengdi sig. \v 6 Æðstu prestarnir tíndu peningana upp og sögðu: \p „Okkur er óheimilt að setja þá í samskotabaukinn, því það er ólöglegt að leggja í hann peninga sem greiddir eru fyrir morð.“ \v 7 Síðan ræddu þeir málið og ákváðu loks að kaupa akur nokkurn fyrir peningana, en þar fannst leir sem leirkerasmiðir notuðu við iðn sína. Þetta svæði gerðu þeir síðan að grafreit fyrir útlendinga sem létust í Jerúsalem, \v 8 og það er ástæða þess að grafreiturinn er enn kallaður „Blóðakur“. \v 9 Þar með rættist spádómur Jeremía: „Og ég tók þessa þrjátíu silfurpeninga – en á það mátu Ísraelsmenn hann – \v 10 og keypti akur leirkerasmiðsins, eins og Drottinn hafði sagt mér að gera.“ \s1 Jesús frammi fyrir Pílatusi \p \v 11 Nú stóð Jesús frammi fyrir Pílatusi, rómverska landsstjóranum. \p „Ert þú Kristur, konungur Gyðinga,“ spurði landstjórinn. \p „Já,“ svaraði Jesús. \v 12 Þá tóku æðstu prestarnir og leiðtogar þjóðarinnar að bera fram ákærur, en hann svaraði engu. \p \v 13 „Heyrirðu ekki hvað þeir segja?“ spurði Pílatus, \v 14 og honum til mikillar furðu svaraði Jesús engu orði. \s1 Í stað Barrabasar \p \v 15 Landstjórinn var vanur að náða einn fanga ár hvert, á páskahátíðinni, einhvern þann sem fólkið kysi. \v 16 Þetta árið var alræmdur glæpamaður að nafni Barrabas í fangelsi. \v 17 Pílatus spurði fólkið sem hafði safnast saman framan við höllina: „Hvorn viljið þið að ég náði, Barrabas eða Jesú, sem kallast Kristur?“ \v 18 Pílatusi var fullljóst að ástæðan fyrir því að leiðtogar Gyðinga höfðu handtekið Jesú var öfund vegna vinsælda hans meðal fólksins. \v 19 En rétt í þessu, meðan Pílatus var að stjórna málaferlunum, var komið með eftirfarandi skilaboð frá konu hans: \p „Láttu þennan góða mann í friði, því í nótt fékk ég hræðilega martröð hans vegna.“ \p \v 20 Meðan Pílatus var að íhuga skilaboðin frá konu sinni, kepptust æðstu prestarnir og leiðtogar fólksins við að telja mannfjöldanum trú um að best væri að fá Barrabas lausan, en Jesú tekinn af lífi. \v 21 Þegar Pílatus spurði aftur: \p „Hvorn þeirra viljið þið fá lausan?“ hrópaði múgurinn hátt: „Barrabas!“ \p \v 22 „Hvað á ég þá að gera við Jesú, sem kallast Kristur?“ spurði Pílatus. \p „Krossfestu hann!“ hrópaði mannfjöldinn. \p \v 23 „Hvers vegna?“ spurði Pílatus ákveðinn. „Hvað illt hefur hann gert?“ Þá hrópaði fólkið enn hærra: \p „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“ \p \v 24 Þegar Pílatus sá að hann kom engu til leiðar, og allt var að fara í upplausn, bað hann um skál með vatni, þvoði hendur sínar í augsýn mannfjöldans og sagði: \p „Ég er saklaus af blóði þessa góða manns. Þið berið ábyrgðina!“ \v 25 Og múgurinn kallaði á móti: \p „Blóð hans komi yfir okkur og börnin okkar!“ \p \v 26 Þá lét Pílatus Barrabas lausan, en lét húðstrýkja Jesú og afhenti hann rómversku hermönnunum til krossfestingar. \s1 Hermennirnir hæða Jesú \p \v 27 Fyrst fóru þeir með hann í vopnabúrið og kölluðu saman alla herdeildina. \v 28 Þeir afklæddu hann og færðu í skarlatsrauða skikkju. \v 29 Síðan fléttuðu þeir kórónu úr hvössum þyrnum og settu hana á höfuð hans. Að því búnu létu þeir prik í hægri hönd hans – það átti að vera veldissproti – og krupu síðan frammi fyrir honum, hæddu hann og æptu: „Lengi lifi konungur Gyðinga!“ \v 30 Og þeir hræktu á hann, rifu af honum prikið og börðu hann með því í höfuðið. \v 31 Eftir þessa niðurlægingu færðu hermennirnir hann úr skikkjunni klæddu hann í hans eigin föt og fóru með hann til krossfestingar. \s1 Konungurinn á krossi \p \v 32 Á leiðinni til aftökustaðarins mættu þeir manni frá Kýrene í Afríku, Símoni að nafni, og neyddu hann til að bera kross Jesú. \v 33 Þeir komu nú á stað sem kallast Golgata, en það þýðir „hauskúpuhæð“. \v 34 Þar gáfu hermennirnir Jesú beiskt vín til deyfingar, en þegar hann hafði bragðað það, vildi hann það ekki. \p \v 35 Eftir að hermennirnir höfðu krossfest Jesú vörpuðu þeir hlutkesti um föt hans, \v 36 en síðan settust þeir niður til að halda vörð um hann. \v 37 Þeir settu skilti á krossinn og þar stóð: \p Jesús, konungur Gyðinga. \p \v 38 Tveir ræningjar voru einnig krossfestir þennan sama morgun. \v 39 Fólk, sem leið átti hjá, hreytti ónotum í Jesú, hristi höfuðið og sagði: \v 40 „Þú ert maðurinn sem getur brotið niður musterið og reist það aftur á þremur dögum. Komdu nú niður af krossinum, ef þú ert sonur Guðs!“ \p \v 41-43 Og æðstu prestarnir og leiðtogarnir hæddu hann einnig og sögðu með fyrirlitningu: „Hann bjargaði öðrum, en sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Þú þykist vera konungur Ísraels. Komdu nú niður af krossinum og þá skulum við trúa á þig! Hann sagðist treysta Guði. Hvers vegna bjargar Guð honum þá ekki, ef hann hefur mætur á honum? Hann sagðist vera sonur Guðs, var það ekki?“ \v 44 Á sama hátt smánuðu ræningjarnir hann. \s1 Jesús deyr á krossinum \p \v 45 Um hádegið varð myrkur um alla jörðina í þrjár stundir, allt til klukkan þrjú. \p \v 46 En þá hrópaði Jesús hátt: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“ Það þýðir „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ \v 47 Sumir þeirra, sem þarna stóðu, misskildu þetta og héldu að hann væri að kalla á Elía spámann. \v 48 Einn þeirra hljóp þá til og fyllti svamp af súru víni, setti hann á stöng og rétti Jesú það að drekka. \p \v 49 „Láttu hann eiga sig,“ sögðu hinir. „Sjáum til hvort Elía kemur að bjarga honum.“ \v 50 Þá hrópaði Jesús aftur og gaf upp andann. \v 51 Og í sama bili rofnaði fortjaldið í musterinu í tvennt, – en það huldi hið allra helgasta, – ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu. \v 52 Þá opnuðust margar grafir og heilagt fólk, sem þar hafði legið, lifnaði við. \v 53 Eftir upprisu Jesú fór þetta fólk út úr gröfunum og gekk inn í Jerúsalem og birtist þar mörgum. \p \v 54 Þegar foringinn og hermenn hans, sem gættu Jesú, fundu jarðskjálftann og sáu hvað gerðist, greip þá skelfing og þeir hrópuðu: \p „Þessi maður hefur áreiðanlega verið sonur Guðs!“ \p \v 55 Margar konur, sem farið höfðu með Jesú frá Galíleu og þjónað honum, fylgdust úr fjarlægð með því sem fram fór. \v 56 Þeirra á meðal var María Magdalena, María móðir Jakobs og Jóse, og móðir Jakobs og Jóhannesar (Sebedeussona.) \s1 Jesús grafinn í gröf Jósefs \p \v 57 Þegar kvöld var komið fór Jósef frá Arímaþeu, ríkur maður og vinur Jesú, \v 58 til Pílatusar og bað um lík Jesú. Pílatus lét honum það eftir. \v 59 Jósef tók þá líkið, vafði það í hreint léreft \v 60 og lagði í gröf, sem hann hafði nýlega látið höggva handa sjálfum sér. Síðan velti hann stórum steini fyrir dyr grafarinnar og fór burt. \v 61 María Magdalena og María hin sátu skammt frá og fylgdust með því sem gerðist. \s1 Pílatus setur vörð \p \v 62 Daginn eftir – að kvöldi fyrsta dags páskahátíðarinnar – fóru farísearnir og æðstu prestarnir til Pílatusar \v 63 og sögðu: „Herra, svikari þessi sagði eitt sinn: „Eftir þrjá daga mun ég rísa upp.“ \v 64 Við viljum því biðja þig að setja vörð við gröfina í þrjá daga til þess að lærisveinar hans komi ekki og steli líkinu, og segi svo öllum að hann hafi lifnað við. Ef svo færi, yrðu seinni svikin verri hinum fyrri!“ \v 65 „Notið ykkar eigin musterislögreglu,“ svaraði Pílatus, „hún ætti að geta gætt grafarinnar nægilega vel.“ \v 66 Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni. Síðan settu þeir innsigli keisarans á steininn í viðurvist varðmannanna, til þess að gröfin yrði ekki opnuð. \c 28 \s1 Hann er upprisinn! \p \v 1 Þegar birti að morgni sunnudagsins fóru María Magdalena og María hin út til að líta eftir gröfinni. \p \v 2 Skyndilega varð mikill jarðskjálfti! Engill Drottins kom niður af himni, velti steininum frá grafardyrunum og settist á hann. \v 3 Andlit engilsins lýsti sem elding og klæði hans voru skínandi björt. \v 4 Þegar verðirnir sáu hann skulfu þeir af hræðslu og féllu í yfirlið. \p \v 5 Engillinn sagði þá við konurnar: „Verið óhræddar! Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta, \v 6 en hann er ekki hér. Hann er upprisinn eins og hann sagði. Komið og sjáið hvar líkami hans lá. \v 7 En flýtið ykkur nú og segið lærisveinunum að hann sé risinn upp frá dauðum og að hann fari á undan þeim til Galíleu, til að hitta þá þar. Þessu átti ég að skila til ykkar.“ \p \v 8 Konurnar urðu óttaslegnar en þó glaðar og þær flýttu sér frá gröfinni til að flytja lærisveinunum skilaboð engilsins. \s1 Konurnar tilbiðja Drottin upprisinn \p \v 9 En skyndilega mættu þær Jesú og hann heilsaði þeim! Þær féllu til jarðar frammi fyrir honum, gripu um fætur hans og tilbáðu hann. \p \v 10 „Verið óhræddar!“ sagði hann, „farið og segið bræðrum mínum að halda þegar til Galíleu og þar munu þeir sjá mig.“ \s1 Varðmönnum mútað \p \v 11 Meðan konurnar voru á leið inn í borgina fóru sumir varðmannanna, sem gætt höfðu grafarinnar, til æðstu prestanna og sögðu þeim hvað gerst hafði. \v 12-13 Allir leiðtogar Gyðinga voru kallaðir saman til fundar. Þar var ákveðið að múta vörðunum til að segja að þeir hefðu sofnað, og um miðja nótt hefðu svo lærisveinar Jesú komið og stolið líkinu. \p \v 14 „Þið þurfið engu að kvíða,“ sögðu leiðtogarnir. „Ef landstjórinn fréttir þetta tölum við máli ykkar við hann og friðum hann.“ \v 15 Verðirnir tóku þá við mútufénu og gerðu eins og þeim hafði vefið sagt. Frásaga þeirra barst út á meðal Gyðinga og er henni jafnvel trúað enn í dag. \s1 Kristniboðsskipunin \p \v 16 Eftir þetta fóru lærisveinarnir ellefu til Galíleu, til fjallsins þar sem Jesús sagðist mundu hitta þá. \v 17 Þegar þeir sáu hann þar, tilbáðu þeir hann – þó sumir væru ekki vissir um að þetta væri sjálfur Jesús. \v 18 Síðan ávarpaði hann lærisveinana og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. \v 19 Farið því og gerið allar þjóðir að mínum lærisveinum. \v 20 Skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið ykkur. Takið eftir! Ég er með ykkur alla daga allt til enda veraldarinnar.“