\id JHN - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Jóhannes \toc1 Jóhannes \toc2 Jóhannes \toc3 Jóhannes \mt1 Jóhannes \c 1 \s1 Ljós í myrkrinu \p \v 1 Í upphafi, áður en nokkuð varð til, var Kristur hjá Guði. \v 2 Hann hefur verið frá upphafi og sjálfur er hann Guð. \v 3 Allt var skapað vegna hans og án hans varð ekkert til sem til er orðið. \v 4 Í honum er eilíft líf, og þetta líf er ljós fyrir alla menn. \v 5 Líf hans er ljósið sem skín í myrkrinu en myrkrið vill ekkert með það hafa. \p \v 6-7 Guð sendi Jóhannes skírara til að vitna um að Jesús Kristur væri hið sanna ljós. \v 8 Ekki var Jóhannes ljósið, heldur átti hann að vitna um það. \v 9 Seinna kom sá sem er hið sanna ljós, og hann vill lýsa upp líf sérhvers manns sem fæðist í þennan heim. \p \v 10 Hann var í heiminum og heimurinn varð til hans vegna, en samt þekkti heimurinn hann ekki. \v 11-12 Honum var jafnvel hafnað í sínu eigin landi og af eigin þjóð – Gyðingum. Fáir tóku við honum, en öllum þeim sem það gerðu gaf hann rétt og kraft til að verða Guðs börn – þeim sem treystu því að hann gæti frelsað þá. \v 13 Þeir, sem þannig trúa á hann, endurfæðast! Það er ekki líkamleg endurfæðing – afleiðing mannlegra hvata eða áforma – heldur andleg fæðing og samkvæmt vilja Guðs. \p \v 14 Kristur fæddist sem maður og bjó hér á jörðinni meðal okkar, fullur náðar og sannleika. Við sáum dýrð hans – dýrð eingetins sonar hins himneska föður. \s1 Jóhannes bendir á Jesú \p \v 15 Jóhannes benti fólkinu á hann og sagði: „Sá mun koma sem mér er æðri og var löngu á undan mér.“ \v 16 Öll höfum við notið miskunnar hans og kærleika, náðar á náð ofan. \v 17 Móse flutti okkur lögmálið með öllum þess ströngu kröfum og afdráttarlausa réttlæti, en náðin og sannleikurinn kom með Jesú Kristi. \v 18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð en einkasonur hans, sem stendur næst föðurnum, hefur kennt okkur að þekkja hann. \p \v 19 Leiðtogar Gyðinga sendu nú presta og musterisþjóna frá Jerúsalem til að spyrja Jóhannes hvort hann væri Kristur, konungur Ísraels. \p \v 20 En því neitaði Jóhannes afdráttarlaust og sagði: „Ég er ekki Kristur.“ \p \v 21 „Hver ertu þá?“ spurðu þeir, „ertu Elía?“ \p „Nei,“ svaraði hann. \p „Ertu spámaðurinn?“ \p „Nei.“ \p \v 22 „Hver þá? Segðu okkur það, svo við getum svarað þeim sem sendu okkur. Hvað viltu segja um sjálfan þig?“ \p \v 23 Hann svaraði: „Ég er rödd sem hrópar: „Búið ykkur undir komu Drottins!“ “ \p \v 24-25 Þeir sem sendir voru frá faríseunum spurðu þá: „Fyrst þú ert hvorki Kristur, Elía né spámaðurinn, hvaða rétt hefur þú þá til að skíra?“ \p \v 26 „Ég skíri aðeins með vatni,“ svaraði Jóhannes, „en hér á meðal okkar er sá sem þið þekkið ekki. \v 27 Hann mun brátt hefja starf sitt. Ég er ekki einu sinni verður þess að vera þræll hans.“ \p \v 28 Þetta gerðist hjá Betaníu, þorpi austan við ána Jórdan, þar sem Jóhannes var að skíra. \p \v 29 Daginn eftir sá Jóhannes Jesú koma gangandi í átt til sín. „Sjáið!“ sagði Jóhannes, „þarna er Guðs lambið sem tekur burt synd heimsins! \v 30 Ég átti við hann þegar ég sagði: „Sá mun koma sem mér er æðri og var á undan mér.“ \v 31 En ég vissi ekki að þetta væri hann. Mitt hlutverk er að skíra með vatni og benda Ísraelsþjóðinni á hann.“ \p \v 32 Síðan sagði Jóhannes að hann hefði séð heilagan anda stíga niður af himni eins og dúfu og hvíla yfir honum. \p \v 33 „Ég vissi ekki að þetta væri hann,“ sagði Jóhannes aftur, „en þegar Guð sendi mig til að skíra sagði hann: „Þegar þú sérð heilagan anda koma niður og setjast á einhvern – þá er það sá sem þú leitar að. Hann mun skíra með heilögum anda.“ \p \v 34 Þetta sá ég gerast núna á þessum manni og því segi ég: Hann er sonur Guðs.“ \s1 Jesús kallar til sín lærisveina \p \v 35 Daginn eftir var Jóhannes á sama stað ásamt tveim lærisveina sinna \v 36 og var Jesús þar aftur á gangi. Jóhannes horfði á hann og sagði: „Sjáið! Þarna er Guðs lambið!“ \p \v 37 Lærisveinarnir tveir fóru þá á eftir Jesú. \p \v 38 Jesús leit við, sá þá koma og spurði: „Hvað viljið þið?“ \p „Herra,“ svöruðu þeir, „hvar býrðu?“ \p \v 39 „Komið og þá sjáið þið það,“ svaraði hann. Síðan fóru þeir með honum þangað sem hann dvaldist og voru hjá honum frá því um fjögurleytið til kvölds. \v 40 Annar þessara manna var Andrés, bróðir Símonar Péturs. \p \v 41 Andrés fer nú að finna bróður sinn, Símon, og segir: „Við höfum fundið Krist!“ \v 42 Og hann fór með hann til Jesú. \p Jesús leit á hann og sagði: „Þú ert Símon Jónasson, en nú skalt þú kallast Pétur, – kletturinn!“ \p \v 43 Daginn eftir ákvað Jesús að fara til Galíleu. Þá hitti hann Filippus og sagði við hann: „Fylg þú mér.“ \p \v 44 Filippus var frá Betsaída, heimabæ Andrésar og Péturs. \p \v 45 Filippus fór að finna Natanael og sagði við hann: „Við höfum fundið Krist – þann sem Móse og spámennirnir töluðu um! Hann heitir Jesús Jósefsson og er frá Nasaret.“ \p \v 46 „Nasaret!“ hrópaði Natanael. „Getur nokkuð gott komið þaðan?“ \p „Komdu og sjáðu sjálfur,“ svaraði Filippus ákveðinn. \p \v 47 Þegar þeir komu þangað sagði Jesús: „Hér kemur ósvikinn Ísraelsmaður.“ \p \v 48 „Hvaðan þekkir þú mig?“ spurði Natanael. \p „Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig,“ svaraði Jesús. \p \v 49 „Herra! Þú ert sonur Guðs! – konungur Ísraels!“ sagði Natanael. \p \v 50 „Trúir þú bara vegna þess að ég sagðist hafa séð þig undir fíkjutrénu?“ spurði Jesús. „Þú skalt sjá það sem meira er. \v 51 Þú munt jafnvel sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og niður frammi fyrir mér.“ \c 2 \s1 Brúðkaupið í Kana \p \v 1 Tveim dögum síðar var móðir Jesú boðin í brúðkaup til bæjarins Kana í Galíleu. \v 2 Jesús var einnig boðinn, ásamt lærisveinum sínum. \v 3 Meðan á veislunni stóð kláraðist vínið. Móðir Jesú gekk þá til hans og sagði honum þessi vandræði. \p \v 4 „Ég get ekki hjálpað þér núna,“ sagði hann, „minn tími er enn ekki kominn.“ \v 5 En móðir hans sagði við þjónana: „Gerið allt eins og hann segir ykkur.“ \p \v 6 Þarna stóðu sex steinker, sem notuð voru við ákveðna trúarsiði, og tók hvert þeirra um hundrað lítra. \p \v 7-8 Jesús sagði nú þjónunum að fylla þau af vatni. Að því búnu sagði hann: „Takið nú smásopa af þessu og færið veislustjóranum.“ \p \v 9 Þegar veislustjórinn bragðaði á vatninu, sem nú var orðið að víni, varð hann undrandi því hann vissi ekki hvaðan það var komið (þótt þjónarnir vissu það). Hann kallaði þá á brúðgumann. \p \v 10 „Þetta er frábært vín!“ sagði hann. „En þú ert ekki eins og aðrir. Flestir bera fyrst fram besta vínið, en þegar menn eru orðnir ölvaðir og kæra sig ekki um meira, þá eru teknar fram ódýru tegundirnar. Þú hefur hins vegar geymt það besta þar til síðast.“ \p \v 11 Þetta fyrsta kraftaverk sitt gerði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði með því dýrð sína. Það varð til þess að lærisveinarnir trúðu að hann væri Kristur. \p \v 12 Eftir brúðkaupið fór Jesús til Kapernaum, ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum, og voru þau þar í nokkra daga. \s1 Musteri – ekki markaður \p \v 13 Nú leið að páskum og hélt Jesús því til Jerúsalem. \v 14 Á musterissvæðinu sá hann kaupmenn sem seldu nautgripi, kindur og dúfur, er nota átti sem fórnardýr. Þar sátu einnig menn við borð og skiptu peningum. \v 15 Jesús bjó þá til svipu úr köðlum og rak þá alla út, einnig féð og nautgripina, dreifði smápeningum þeirra sem skiptu myntinni, út um allt gólf og velti um borðum þeirra. \v 16 Því næst gekk hann til dúfnasalanna og sagði við þá: „Út með þetta! Þið hafið ekkert leyfi til að breyta húsi föður míns í markað!“ \p \v 17 Þetta minnti lærisveinana á spádóm í Biblíunni, sem þannig hljóðar: „Umhyggja fyrir húsi Guðs mun ekki láta mig í friði.“ \p \v 18 „Hvaða rétt hefur þú til að reka þá út?“ spurðu leiðtogar fólksins hranalega. „Ef þú hefur vald þitt frá Guði, sýndu okkur þá kraftaverk því til sönnunar.“ \p \v 19 „Já,“ svaraði Jesús, „þetta kraftaverk skuluð þið fá: Brjótið þennan helgidóm niður og ég mun reisa hann á þrem dögum!“ \p \v 20 „Hvað þá!“ hrópuðu þeir. „Það tók fjörutíu og sex ár að byggja þetta musteri, en þykist þú geta reist það á þrem dögum?“ \v 21 Með orðinu „helgidómur“ átti Jesús við líkama sinn. \v 22 Eftir upprisu hans minntust lærisveinar hans þessara orða, og skildu að það sem hann tilnefndi úr Biblíunni, átti við hann sjálfan og rættist allt. \p \v 23 Kraftaverkin sem Jesús gerði í Jerúsalem yfir páskahátíðina, sannfærðu marga um að hann væri í raun og veru Kristur. \v 24-25 En hann treysti ekki þessu fólki, því að hann þekkti hugsanir þess fullkomlega og vissi hve menn eru fljótir að skipta um skoðun! \c 3 \s1 Leynilegur gestur \p \v 1 Kvöld eitt, eftir að dimmt var orðið, \v 2 kom einn af ráðherrum Gyðinga, farísei að nafni Nikódemus, til Jesú að ræða við hann. „Herra,“ sagði hann, „við vitum allir að Guð hefur sent þig til að fræða okkur, það sanna kraftaverk þín svo að ekki verður um villst.“ \p \v 3 „Ég segi þér satt, Nikódemus,“ sagði Jesús, „ef þú endurfæðist ekki muntu aldrei komast inn í guðsríki.“ \p \v 4 „Endurfæðist?“ spurði Nikódemus, „hvað er nú það? Hvernig getur gamall maður komist aftur inn í kvið móður sinnar og fæðst að nýju?“ \p \v 5 „Það sem ég á við,“ svaraði Jesús, „er þetta: Ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komist inn í guðsríki. \v 6 Maður getur aðeins fætt af sér aðra mannveru, en heilagur andi gefur nýtt líf frá himnum. \v 7 Vertu því ekki hissa þótt ég segi að þú verðir að fæðast að nýju! \v 8 Þetta er eins og með vindinn. Þú heyrir í honum en veist samt ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. Þannig er það einnig með anda Guðs. Við vitum ekki hverjum hann gefur næst líf frá himni.“ \v 9 „Þetta get ég ekki skilið!“ svaraði Nikódemus. \p \v 10-11 „Þú ert mikils metinn kennari hér í Jerúsalem en samt skilur þú þetta ekki!“ sagði Jesús. „Ég er að segja þér það sem ég veit og hef séð, en samt trúir þú mér ekki. \v 12 Ef þú trúir mér ekki þegar ég segi þér frá hlutum sem gerast meðal manna, hvernig geturðu þá trúað ef ég segi þér frá himneskum hlutum? \v 13 Ég, Kristur, er sá eini sem komið hefur niður til jarðarinnar og mun fara aftur til himins. \p \v 14 Móse reisti eirorminn upp á stöng í eyðimörkinni og þannig mun mér einnig verða lyft upp, \v 15 svo að allir sem á mig trúa, eignist eilíft líf. \v 16 Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem trúir á hann glatist ekki, heldur eignist eilíft líf. \v 17 Guð sendi ekki son sinn til jarðarinnar til að dæma heiminn, heldur til að frelsa hann. \p \v 18 Sá sem trúir á hann verður ekki dæmdur. En sá sem ekki trúir, hefur sjálfur kallað yfir sig dóm og er þegar dæmdur fyrir að vilja ekki trúa syni Guðs. \p \v 19 Ástæður dómsins eru þessar: Ljósið frá himnum kom í heiminn, en mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið, því verk þeirra voru vond. \v 20 Þeim var illa við þetta himneska ljós, því þá langaði til að syndga í myrkrinu. Þeir héldu sig í skugganum af ótta við að flett yrði ofan af syndum þeirra og þeim refsað. \v 21 En þeir sem í öllu leitast við að gera rétt, koma fúslega fram í ljósið, svo að allir geti séð að þeir geri Guðs vilja.“ \p \v 22 Eftir þetta fór Jesús, ásamt lærisveinum sínum, frá Jerúsalem og dvöldust þeir um tíma í Júdeu og skírðu þar. \s1 Jóhannes og Jesús \p \v 23-24 Þegar þetta var, hafði Jóhannesi skírara enn ekki verið varpað í fangelsi og var hann að skíra við Aínon, nálægt Salím, því þar var mikið vatn. \v 25 Dag einn fór einhver að deila við lærisveina Jóhannesar og sagði að betra væri að skírast hjá Jesú. \v 26 Þeir fóru því til Jóhannesar og sögðu: „Meistari, maðurinn sem þú hittir hinum megin við ána – sá sem þú sagðir að væri Kristur – hann skírir líka og allir fara til hans.“ \p \v 27 „Enginn getur tekið neitt, nema Guð leyfi honum það,“ svaraði Jóhannes. \v 28 „Mitt hlutverk er að ryðja veginn fyrir Krist, svo að allir fari til hans. Þið vitið sjálfir að ég sagði ykkur að ég væri ekki Kristur. Ég er hér aðeins til að undirbúa komu hans – það er allt og sumt. \v 29 Fólkið fer auðvitað til hans sem hefur mesta aðdráttaraflið – brúðurin fer þangað sem brúðguminn er – og vinur brúðgumans samgleðst honum. Ég er vinur brúðgumans. Ég gleðst innilega yfir árangri hans. \v 30 Hann á að vaxa en ég að minnka. \p \v 31 Hann kom frá himni og er öllum æðri. Ég er af jörðu og skilningur minn bundinn hinu jarðneska. \v 32 Kristur segir frá því sem hann hefur séð og heyrt, samt trúa honum fáir. \v 33-34 En þeir sem það gera komast að raun um að Guð er uppspretta sannleikans. Því að Kristur er sendur af Guði og talar Guðs orð og andi Guðs starfar í honum, hindrunarlaust. \v 35 Faðirinn elskar þennan mann, því að hann er sonur hans og hann hefur gefið honum allt. \v 36 Allir sem treysta honum – Guðssyninum – eignast eilíft líf, en þeir sem hvorki trúa honum né hlýða, munu aldrei sjá guðsríki heldur mun reiði Guðs hvíla yfir þeim.“ \c 4 \s1 Konan sem hafði átt fimm menn \p \v 1 Þegar Drottni varð ljóst að farísearnir hefðu frétt að hann fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes \v 2 (Jesús skírði þó ekki sjálfur heldur lærisveinar hans), \v 3 þá yfirgaf hann Júdeu og hélt aftur til Galíleu. \p \v 4 Á leiðinni þurfti hann að fara um Samaríu. \v 5-6 Um hádegi kom hann í Samverjaþorp sem Síkar heitir, nálægt landi því sem Jakob gaf Jósef syni sínum, en þar er Jakobsbrunnur. Jesús var orðinn þreyttur eftir langa göngu og settist því við brunninn. \p \v 7 Í sama bili kom þar að samversk kona til þess að sækja vatn. Jesús bað hana að gefa sér að drekka. \v 8 Hann var einn þessa stundina, því að lærisveinar hans höfðu farið inn í þorpið til að kaupa mat. \v 9 Konan varð undrandi á að Gyðingur skyldi biðja hana – konu og Samverja – um nokkuð, því að Gyðingar virtu þá ekki viðlits. Hún hafði orð á þessu við Jesú. \p \v 10 Hann svaraði: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er sem biður þig um vatn að drekka, mundir þú biðja mig að gefa þér lifandi vatn.“ \p \v 11 „Þú hefur hvorki reipi né fötu og þessi brunnur er mjög djúpur,“ sagði hún, „hvar ætlar þú að ná í þetta lifandi vatn? \v 12 Ertu kannski meiri en Jakob forfaðir okkar, sem gaf okkur þennan brunn? Og hvernig ætlar þú að bjóða betra vatn en það sem hann sjálfur drakk og synir hans og kvikfé?“ \p \v 13 Jesús svaraði henni og sagði að fólk þyrsti fljótlega aftur, þótt það drykki þetta vatn. \v 14 „En,“ bætti hann við, „vatnið sem ég gef, verður að lind hið innra með þeim og veitir eilífa svölun.“ \p \v 15 „Herra,“ sagði konan, „gefðu mér þetta vatn svo að ég verði aldrei þyrst og þurfi ekki að fara hingað daglega eftir vatni.“ \p \v 16 „Farðu og náðu í manninn þinn,“ sagði Jesús. \p \v 17-18 „Ég er ekki gift,“ svaraði konan. \p „Satt er það,“ svaraði Jesús, „þú hefur átt fimm menn og þú ert ekki einu sinni gift þeim sem þú býrð með núna.“ \p \v 19 „Herra,“ sagði konan, „þú hlýtur að vera spámaður, \v 20 en segðu mér, af hverju segið þið, Gyðingar, að Jerúsalem sé eini staðurinn þar sem eigi að tilbiðja Guð? Við Samverjar höldum því fram að rétti staðurinn sé hér á Gerasímfjalli, þar sem forfeður okkar tilbáðu.“ \p \v 21-24 „Kona,“ svaraði Jesús, „sá tími kemur, þegar ekki skiptir máli hvort við tilbiðjum föðurinn hér eða í Jerúsalem. Spurningin er ekki hvar við tilbiðjum, heldur hvernig. Hverjum manni er nauðsynlegt að fá hjálp heilags anda til að geta tilbeðið Guð á réttan hátt og eftir hans vilja. Þið Samverjar biðjið í blindni, af því að þið þekkið hann ekki nema að litlu leyti, en við Gyðingar þekkjum hann því að heimurinn fær hjálpræðið frá okkur.“ \p \v 25 „Ja-á,“ svaraði konan, „ég veit að Kristur kemur – Messías, eins og þið kallið hann – og þegar hann kemur mun hann útskýra þetta allt fyrir okkur.“ \p \v 26 Þá sagði Jesús: „Ég er hann sem við þig tala.“ \p \v 27 Rétt í þessu komu lærisveinar hans þar að. Þeir urðu undrandi að sjá hann á tali við konu, en enginn þeirra spurði hann þó hvers vegna eða um hvað þau hefðu verið að tala. \p \v 28-29 Konan lagði vatnskrúsina frá sér við brunninn, fór inn í þorpið og sagði við alla: „Komið! Sjáið manninn sem sagði mér allt, sem ég hef aðhafst! Ef til vill er hann Kristur!“ \v 30 Og fólkið streymdi út úr þorpinu til að hitta Jesú. \p \v 31 Meðan á þessu stóð hvöttu lærisveinarnir Jesú til að fá sér að borða, \v 32 en hann svaraði: „Nei, ég hef mat sem þið vitið ekki um.“ \p \v 33 „Hver gaf honum mat?“ spurðu lærisveinarnir hver annan. \p \v 34 Jesús útskýrði þetta og sagði: „Minn matur er að gera vilja Guðs, sem sendi mig, og fullkomna hans verk. \v 35 Haldið þið að uppskeran hefjist ekki fyrr en í lok sumars, eða eftir fjóra mánuði? Lítið í kring um ykkur! Hvert sem litið er eru víðáttumiklir akrar, tilbúnir til uppskeru. \v 36 Sá sem uppsker fær laun og safnar ávöxtum til eilífs lífs, til þess að bæði sá sem sáir og sá sem uppsker geti glaðst saman. \v 37 Einn sáir en annar uppsker. \v 38 Ég sendi ykkur til að uppskera þar sem þið hafið ekki sáð, aðrir hafa erfiðað, en þið fáið að bjarga uppskerunni.“ \p \v 39 Margir úr þessu samverska þorpi trúðu nú að Jesús væri Kristur vegna orða konunnar sem vitnaði: „Hann sagði mér allt sem ég hef aðhafst!“ \v 40-41 Fólkið kom út að brunninum til hans og bað hann að staldra við hjá sér. Hann dvaldist því þar í tvo daga, og miklu fleiri tóku trú eftir að hafa hlustað á hann. \v 42 Og við konuna sagði fólkið: „Það er ekki framar fyrir þín orð að við trúum, því að við höfum sjálf heyrt og vitum að þessi maður er í sannleika frelsari heimsins.“ \p \v 43-44 Eftir tvo daga hélt Jesús áfram til Galíleu. Hann hafði áður sagt: „Spámaður er alls staðar mikils metinn nema í sínum heimahögum.“ \v 45 En fólkið í Galíleu tók honum samt vel, enda hafði það verið á páskahátíðinni í Jerúsalem og séð sum kraftaverka hans. \s1 Sonur embættismanns hlýtur lækningu \p \v 46-47 Á leið sinni um Galíleu kom Jesús til Kana, bæjarins þar sem hann hafði áður breytt vatninu í vín. Meðan hann var þar frétti embættismaður nokkur, sem bjó í Kapernaum, að Jesús væri kominn frá Júdeu. Sonur þessa manns var veikur og því fór faðirinn til Kana til að finna Jesú. Hann sárbað Jesú að koma með sér til Kapernaum og lækna son sinn, sem var nær dauða en lífi. \p \v 48 Jesús spurði hann: „Hvers vegna er það, getið þið ekki trúað nema þið fáið stöðugt að sjá ný kraftaverk?“ \p \v 49 En embættismaðurinn bað hann og sagði: „Herra, komdu áður en barnið mitt deyr!“ \p \v 50 Þá sagði Jesús: „Farðu heim til þín, sonur þinn lifir:“ Maðurinn trúði honum og lagði af stað heim. \v 51 Á leiðinni mætti hann einum þjóna sinna, sem sagði honum þær gleðifréttir að syni hans væri batnað. \v 52 Þá spurði maðurinn hvenær honum hefði farið að batna og svarið var: „Um eittleytið í gær fór hitinn skyndilega úr honum!“ \v 53 Þá mundi faðirinn að það var einmitt á þeirri stundu sem Jesús hafði sagt við hann: „Sonur þinn lifir.“ Þetta varð til þess að embættismaðurinn og allt hans heimafólk tók trú á Jesú. \p \v 54 Þetta var annað kraftaverkið sem Jesús vann í Galíleu, en það gerði hann við heimkomuna frá Júdeu. \c 5 \s1 Trúarleiðtogarnir óánægðir með lækningu \p \v 1 Seinna fór Jesús aftur til Jerúsalem til að vera þar á trúarhátíð. \v 2 Inni í borginni rétt við Sauðahliðið var Betesdalaugin og við hana fimm yfirbyggð súlnagöng. \v 3 Þar lá mikill fjöldi af veiku fólki – lömuðu, blindu eða bækluðu. (Fólk þetta beið eftir vissri hreyfingu vatnsins, \v 4 því að engill Drottins kom af og til og hreyfði við því, og sá læknaðist sem fyrstur komst ofan í eftir það.) \p \v 5 Þarna lá maður sem verið hafði veikur í þrjátíu og átta ár. \v 6 Þegar Jesús sá hann og vissi hve lengi hann hafði verið veikur, spurði hann: „Viltu verða heilbrigður?“ \p \v 7 „Það er útilokað,“ svaraði maðurinn, „ég hef engan til að hjálpa mér ofan í laugina þegar hreyfing verður á vatninu og þess vegna verður alltaf einhver annar á undan mér.“ \p \v 8 Þá sagði Jesús: „Stattu upp, vefðu saman dýnuna þína og farðu heim til þín!“ \p \v 9 Maðurinn varð heilbrigður á samri stundu! Hann vafði saman dýnuna og gekk. \p Þetta gerðist á helgidegi \v 10 og því sögðu leiðtogar fólksins við manninn sem læknast hafði: „Það er óleyfilegt að vinna á helgidögum, líka að bera dýnu!“ \p \v 11 „Sá sem læknaði mig, sagði mér að gera það,“ svaraði maðurinn. \p \v 12 „Hver sagði þér að gera slíkt?“ spurðu þeir hranalega. \p \v 13 Það vissi maðurinn ekki, því að Jesús hafði horfið í mannþröngina. \v 14 Seinna hitti Jesús þennan sama mann í musterinu og sagði við hann: „Nú ertu heilbrigður. Syndga ekki framar, svo ekki hendi þig eitthvað enn verra.“ \p \v 15 Maðurinn fór þá til leiðtoga fólksins og sagði þeim að Jesús væri sá sem hefði læknað sig. Það varð til þess að \v 16 þeir ofsóttu Jesú fyrir að brjóta helgidagslöggjöfina. \v 17 Þá sagði hann: „Faðir minn starfar allt til þessa og ég starfa einnig.“ \p \v 18 Eftir þetta svipuðust leiðtogarnir enn frekar eftir tækifæri til að taka hann af lífi, því að auk þess að brjóta helgidagslöggjöf þeirra, talaði hann um Guð sem föður sinn og gerði sig þar með Guði jafnan. \p \v 19 Um þetta sagði Jesús: „Sonurinn getur ekkert gert á eigin spýtur. Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera og fer síðan eins að. \v 20 Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt sem hann gerir. Seinna mun sonurinn vinna enn meiri kraftaverk en það að lækna þennan mann. \v 21 Hann mun meðal annars vekja upp frá dauðum þá sem hann vill, rétt eins og faðirinn. \v 22 Faðirinn lætur soninn um að dæma syndina, \v 23 svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Ef þið viljið ekki heiðra son Guðs, sem Guð sendi ykkur, þá heiðrið þið ekki heldur föðurinn. \p \v 24 Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu, að hver sem heyrir orð mín og trúir Guði, sem sendi mig, eignast eilíft líf og mun aldrei hljóta dóm fyrir syndir sínar, heldur hefur hann þá þegar stigið yfir frá dauðanum til lífsins. \v 25 Og það er líka satt að sú stund kemur, hún er reyndar þegar komin, er hinir dauðu heyra rödd mína – rödd Guðssonarins – og þeir sem heyra munu lifa. \v 26 Faðirinn hefur eilíft líf í sjálfum sér og hann hefur einnig veitt syninum sama líf. \v 27 Og hann hefur veitt honum rétt til að dæma syndir allra manna, því að hann er mannssonurinn. \v 28 Látið það ekki koma ykkur á óvart, en sú stund er svo sannarlega skammt undan, er allir hinir dauðu, sem í gröfunum eru, munu heyra rödd Guðssonarins \v 29 og rísa upp. Þeir sem gott hafa gert til eilífs lífs, en þeir til dóms, sem lagt hafa stund á hið illa. \p \v 30 Ég dæmi engan án þess að ráðfæra mig fyrst við föður minn. Dómur minn er í fullu samræmi við hans vilja, réttvís og sanngjarn, því að hann er ekki aðeins samkvæmt mínum vilja heldur einnig samkvæmt vilja Guðs sem sendi mig. \p \v 31 Þegar ég fullyrði eitthvað um sjálfan mig, trúið þið mér ekki, \v 32-33 en einn maður talar þó mínu máli og það er Jóhannes skírari. Þið fóruð að hlusta á hann og ég undirstrika að allt sem hann sagði um mig er satt! \v 34 Hvers vegna minni ég ykkur á vitnisburð Jóhannesar? Jú, til að auðvelda ykkur að trúa mér og frelsast, en þó er besti vitnisburðurinn um mig ekki frá manni. \v 35 Ljós Jóhannesar skein skært um stund og þið nutuð þess og glöddust, \v 36 en þegar ég segi að ég hafi betra vitni en Jóhannes, þá á ég við kraftaverkin sem ég geri. Faðir minn hefur falið mér að vinna þau og þau sanna að faðirinn hefur sent mig. \v 37 Hann hefur sjálfur vitnað um mig, þó ekki þannig að þið sæjuð hann eða heyrðuð rödd hans. \v 38 Þið vitið ekki heldur hvað hann segir því að þið viljið ekki trúa mér, en boðskapur minn er frá honum. \p \v 39 Þið rannsakið Gamla testamentið, því að þið álítið að það gefi ykkur eilíft líf, en svo vitið þið ekki að það vitnar um mig! \v 40 Hvers vegna viljið þið ekki koma til mín, svo að ég geti gefið ykkur eilíft líf? \p \v 41-42 Ég sækist ekki eftir vinsældum ykkar, því ég veit vel að þið berið ekki kærleika til Guðs. \v 43 Ég veit hvað ég er að segja, því að ég kom til að kynna ykkur föður minn. Samt viljið þið ekkert með mig hafa. Þið takið hins vegar vel á móti þeim sem koma á eigin vegum, en þá hef ég ekki sent. \v 44 Það er ekkert undarlegt þótt þið trúið ekki! Þið þiggið heiður hver af öðrum en leitið ekki þess heiðurs sem Guð einn getur veitt! \p \v 45 En ég mun samt ekki ákæra ykkur frammi fyrir föðurnum, heldur Móse. Von ykkar um guðsríki hvílir á lögum Móse, \v 46 en samt hafið þið ekki viljað trúa honum. Hann ritaði um mig, en þið viljið ekki trúa honum og þess vegna viljið þið ekki heldur trúa mér. \v 47 Fyrst þið trúið ekki orðum hans, þá er ekki að undra þótt þið trúið ekki orðum mínum.“ \c 6 \s1 Jesús mettar fimm þúsundir \p \v 1 Eftir þetta fór Jesús til landsvæðisins hinum megin Galíleuvatnsins, sem kennt er við Tíberías, \v 2-5 og fylgdi honum gífurlegur mannfjöldi. Margt af þessu fólki var pílagrímar á leið til Jerúsalem á páskahátíðina, en það langaði til að sjá Jesú lækna hina sjúku og því fylgdi það honum hvert fótmál. \p Jesús gekk upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum og settist, og sá þá að mannfjöldinn var að koma. \p Hann sneri sér að Filippusi og sagði: „Filippus, hvar getum við keypt brauð til að gefa fólkinu að borða?“ \v 6 (Jesús hafði ákveðið með sjálfum sér hvað hann ætlaði að gera, en með þessu var hann að reyna Filippus.) \p \v 7 Filippus svaraði: „Þótt við keyptum ekki nema handa hluta þeirra, mundi það kosta mikla peninga!“ \p \v 8-9 Þá sagði Andrés, bróðir Símonar Péturs: „Hér er ungur drengur með fimm byggbrauð og tvo fiska, en það dugar að vísu skammt handa öllum þessum fjölda.“ \p \v 10 „Látið fólkið setjast niður,“ sagði Jesús. Þá settist allt fólkið niður í grasigróna brekkuna og voru karlmennirnir einir um fimm þúsund. \v 11 Því næst tók hann brauðin, flutti þakkarbæn og skipti þeim meðal fólksins, og fengu allir eins mikið og þeir vildu. \p \v 12 Þegar allir höfðu borðað nægju sína sagði Jesús: „Tínið nú saman leifarnar svo að ekkert fari til spillis.“ \v 13 Það var gert og afgangs urðu tólf sneisafullar körfur! \p \v 14 Þegar fólkinu varð ljóst hvílíkt kraftaverk hafði gerst hrópaði það: „Hann er áreiðanlega spámaðurinn, sem við höfum beðið eftir!“ \p \v 15 Þegar Jesús sá að fólkið ætlaði að taka hann með valdi og gera hann að konungi, gekk hann enn hærra upp á fjallið, einn síns liðs. \s1 Jesús gengur á vatninu \p \v 16 Um kvöldið fóru lærisveinarnir niður að vatninu og biðu hans. \v 17 Þegar myrkrið skall á og Jesús var enn ókominn, stigu þeir í bátinn, héldu út á vatnið og stefndu til Kapernaum. \v 18-19 En á leiðinni hvessti skyndilega svo vatnið varð mjög úfið. Þeir höfðu róið um sex kílómetra þegar þeir sáu Jesú koma gangandi í átt til sín. Þeir urðu skelkaðir, \v 20 en þá kallaði hann til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“ \v 21 Þeir tóku hann upp í bátinn og um leið sáu þeir að þeir voru komnir þangað sem þeir ætluðu sér. \s1 Brauð lífsins \p \v 22-23 Morguninn eftir fór fólkið að safnast saman á ströndinni hinum megin vatnsins (í von um að hitta Jesú), því það vissi að hann hafði komið þangað með lærisveinum sínum, og að lærisveinarnir höfðu síðan farið á sínum bát, en skilið Jesú eftir. Þarna voru margir smábátar frá Tíberías. \v 24 Þegar fólkinu varð ljóst að hvorki Jesús né lærisveinar hans voru þar, þá steig það í bátana og fór yfir vatnið til Kapernaum, til að leita hans. \p \v 25 Þegar fólkið kom þangað og fann hann, spurði það: „Herra, hvernig komstu hingað?“ \p \v 26 Jesús svaraði: „Ég segi ykkur satt, þið leitið mín vegna þess að ég gaf ykkur að borða, en ekki vegna þess að þið trúið á mig. \v 27 Hugsið ekki um það sem eyðist, eins og til dæmis mat. Leitið heldur eilífa lífsins sem ég, Kristur, get gefið ykkur, og einmitt þess vegna sendi Guð mig hingað.“ \p \v 28 „Hvað eigum við þá að gera til að þóknast Guði?“ spurði fólkið. \p \v 29 „Guðs vilji er að þið trúið þeim sem hann sendi,“ svaraði Jesús. \p \v 30-31 „Þá verður þú að sýna okkur fleiri kraftaverk, ef þú vilt að við trúum því að þú sért Kristur,“ svaraði fólkið. „Gefðu okkur ókeypis brauð á hverjum degi eins og forfeður okkar fengu á leið sinni yfir eyðimörkina. Það stendur í Biblíunni að Móse hafi gefið þeim brauð frá himni.“ \p \v 32 „Það var ekki Móse, sem gaf þeim það,“ svaraði Jesús, „heldur faðir minn. En nú vill hann gefa ykkur hið sanna brauð af himni. \v 33 Brauð Guðs er sá sem Guð sendi frá himni og gefur heiminum líf.“ \p \v 34 „Herra,“ sögðu þeir, „gefðu okkur slíkt brauð á hverjum degi!“ \p \v 35 „Ég er brauð lífsins,“ svaraði Jesús, „þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. \v 36 Ég segi enn: Vandi ykkar er að þið trúið ekki á mig þótt þið hafið séð mig. \v 37 Allir þeir sem faðirinn gefur mér, koma til mín, og þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki reka burt. \v 38 Ég kom hingað frá himni til að gera vilja Guðs sem sendi mig, en ekki minn eigin vilja. \v 39 Vilji Guðs er sá að ég týni ekki neinum þeirra sem hann hefur gefið mér, heldur veki þá til eilífs lífs á dómsdegi. \v 40 Það er vilji föður míns að allir sem sjá soninn og trúa á hann, eignist eilíft líf og að ég reisi þá upp á efsta degi.“ \p \v 41 Þegar Gyðingarnir heyrðu hann segja að hann væri brauð frá himni, gagnrýndu þeir hann sín á milli og hrópuðu: \v 42 „Ha? Hvað á hann við? Þetta er bara hann Jesús Jósefsson! Við þekkjum föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann hafi komið niður af himni?“ \p \v 43 „Verið ekki með þennan kurr,“ svaraði Jesús. \v 44 „Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, leiði hann og á efsta degi mun ég reisa hann upp frá dauðum. \v 45 Svo segir Biblían um þá: „Guð mun sjálfur fræða þá.“ Þeir sem hlusta á föðurinn og læra sannleikann hjá honum, munu dragast að mér. \v 46 Ekki svo að skilja að þeir sjái föðurinn í raun og veru, ég er sá eini sem það hef gert. \p \v 47 Ég segi ykkur satt: „Hver sem trúir á mig, mun þegar í stað eignast eilíft líf!“ \v 48-51 Ég er brauð lífsins! Það var ekkert líf í brauðinu sem féll af himni og forfeður ykkar átu í eyðimörkinni – þeir dóu allir um síðir. Það er aðeins til eitt himneskt brauð og þeir sem þess neyta munu ekki deyja. Ég er þetta lifandi brauð, sem kom niður af himni, og sá sem neytir þess mun lifa að eilífu. Þetta brauð er ég sjálfur – hold mitt sem gefið er heiminum til lífs.“ \p \v 52 Þá tóku Gyðingarnir að þrátta sín á milli um það hvað hann ætti við og spurðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur hold sitt að borða?“ \p \v 53 Jesús sagði því aftur: „Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu: Þið getið ekki átt eilíft líf í ykkur, nema þið etið hold Krists og drekkið blóð hans. \v 54 Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf, og ég mun vekja hann upp á efsta degi. \v 55 Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt sannur drykkur. \v 56 Hver sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum. \v 57 Ég lifi í krafti föðurins, hans sem lifir, og á sama hátt munu þeir lifa sem hlutdeild eiga í mér. \v 58 Ég er hið sanna brauð sem kom niður af himni og hver sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu en ekki deyja eins og forfeður ykkar, sem átu brauð frá himni.“ \v 59 Þessa ræðu hélt Jesús í samkomuhúsinu í Kapernaum. \v 60 Þá sögðu sumir lærisveina hans: „Þetta var hörð ræða! Hver getur hlýtt á annað eins?“ \p \v 61 Jesús vissi með sjálfum sér að lærisveinarnir voru óánægðir og sagði því við þá: „Hneykslar þetta ykkur? \v 62 Hvað mynduð þið segja ef þið sæjuð mig, Krist, fara aftur til himins? \v 63 Það er aðeins heilagur andi sem getur lokið þessu upp fyrir ykkur, þið getið aldrei skilið það af eigin mætti. Nú hef ég sagt ykkur hvernig þið getið eignast þetta sanna líf, \v 64 en sumir ykkar trúa mér samt ekki.“ (Jesús vissi frá byrjun hverjir það voru sem ekki trúðu, og hann vissi einnig hver mundi svíkja hann.) \p \v 65 Hann bætti við og sagði: „Þetta átti ég við þegar ég sagði að enginn gæti komið til mín nema faðirinn leiddi hann til mín.“ \p \v 66 Eftir þessi orð Jesú, fóru margir lærisveina hans frá honum fyrir fullt og allt. \p \v 67 Jesús sagði þá við þá tólf: „En þið, ætlið þið líka að fara?“ \p \v 68 Símon varð fyrir svörum: „Meistari, hvert ættum við að fara? Þú ert sá eini sem hefur orð eilífs lífs, \v 69 við trúum þér og vitum að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“ \p \v 70 Þá sagði Jesús: „Ég útvaldi ykkur tólf, en einn ykkar er djöfull.“ \v 71 Hér átti hann við Júdas, son Símonar Ískaríot, einn þeirra tólf, en sá varð síðar til þess að svíkja hann. \c 7 \s1 Áköf deila um Jesú \p \v 1 Eftir þetta fór Jesús til Galíleu og ferðaðist frá einu þorpinu til annars. Hann vildi ekki vera í Júdeu því að leiðtogarnir þar sátu um líf hans. \v 2 Brátt leið að laufskálahátíðinni, en það er ein hinna árlegu trúarhátíða Gyðinga. \v 3 Bræður Jesú hvöttu hann til að fara til Júdeu á hátíðina og sögðu ertnislega: \p „Farðu þangað, því að þá geta miklu fleiri séð kraftaverk þín. \v 4 Þú verður ekki frægur af því að fela þig. Og fyrst þú ert svona mikill, skaltu reyna að sanna það fyrir heiminum!“ \v 5 Bræður Jesú trúðu sem sagt ekki á hann. \p \v 6 Jesús svaraði: „Minn tími til að fara er enn ekki kominn. Þið getið hins vegar farið hvenær sem þið viljið, það breytir engu, \v 7 því heimurinn er ekki á móti ykkur. Hann er á móti mér, því ég ásaka hann fyrir illt athæfi og syndir. \v 8 Þið skuluð fara; ég kem seinna þegar minn tími er kominn.“ \v 9 Af þessari ástæðu varð Jesús eftir í Galíleu. \p \v 10 En þegar bræður hans voru farnir til hátíðarinnar fór Jesús líka, en á laun og lét ekkert á sér bera. \v 11 Leiðtogar þjóðarinnar reyndu að finna hann á hátíðinni og héldu uppi spurnum um hann. \v 12 Fólkið ræddi mikið um hann sín á milli og sumir sögðu: „Hann er dásamlegur maður.“ Aðrir sögðu: „Nei, hann blekkir fólkið.“ \v 13 Enginn þorði að taka málstað hans opinberlega af ótta við leiðtoga þjóðarinnar. \p \v 14 Þegar hátíðin var hálfnuð gekk Jesús inn í musterið og predikaði opinberlega. \v 15 Leiðtogar þjóðarinnar undruðust orð hans og spurðu: „Hvaðan hefur hann þessa þekkingu? Hann hefur aldrei gengið í skóla hjá okkur.“ \p \v 16 Jesús sagði þá við þá: „Ég kenni ekki eigin hugmyndir, heldur orð Guðs sem sendi mig. \v 17 Ef einhver ykkar vill gera vilja Guðs í raun og veru, þá mun hann örugglega sjá hvort boðskapur minn er frá Guði eða frá sjálfum mér. \v 18 Sá sem talar af sjálfum sér vonast eftir hrósi, en sá sem heiðrar þann sem sendi hann, er trúr og sannur. \v 19 Móse gaf ykkur lögin en hvers vegna hlýðið þið þeim þá ekki? Hvers vegna segið þið að ég brjóti þau og hver er ástæða þess að þið viljið lífláta mig?“ \p \v 20 Fólkið svaraði: „Þú ert ekki með öllum mjalla! Hver er það sem situr um líf þitt?“ \p \v 21-23 Jesús svaraði: „Ég læknaði mann á helgidegi og það kom ykkur á óvart, en samt vinnið þið sjálf á helgidögum þegar þið umskerið samkvæmt lögum Móse – reyndar er umskurnin eldri en lögmál Móse. Ef umskurnardag ber upp á helgidag, þá framkvæmið þið umskurnina eins og ekkert sé. Hvers vegna dæmið þið mig þá fyrir að lækna mann á helgidegi? \v 24 Hugsið þetta mál og þá munuð þið komast að raun um að ég hef á réttu að standa.“ \p \v 25 Sumir íbúar Jerúsalem sögðu þá: „Er þetta ekki maðurinn sem leiðtogar okkar vilja feigan? \v 26 Hvernig stendur þá á því að hann fær að predika óáreittur á almannafæri og þeir gera enga athugasemd? Getur verið að þeir hafi loksins komist að raun um að hann sé Kristur? \v 27 En hvernig ætti hann annars að vera það? Við vitum, jú, hvar hann er fæddur, en þegar Kristur kemur mun enginn vita hvaðan hann kemur, hann mun birtast allt í einu.“ \p \v 28 Þetta varð til þess að eitt sinn er Jesús var að predika í musterinu, kallaði hann hátt: „Já, þið þekkið mig og vitið hvar ég fæddist og hvar ég ólst upp, en ég tala máli þess sem þið þekkið ekki og hann er sannleikurinn. \v 29 Ég þekki hann því ég var hjá honum og hann sendi mig til ykkar.“ \v 30 Þegar leiðtogarnir heyrðu hann segja þetta leituðust þeir við að handtaka hann. \p \v 31 Margir þeirra sem komu reglulega í musterið trúðu á hann og sögðu: „Hvaða kraftaverk haldið þið að Kristur geri, sem þessi maður hefur ekki gert?“ \v 32 Þegar farísearnir heyrðu þetta sendu þeir og æðstu prestarnir lögregluna til að handtaka hann. \p \v 33 Þá sagði Jesús: „Bíðið með þetta! Mér ber að vera hér enn um stund, en að því loknu sný ég aftur til hans sem sendi mig. \v 34 Þið munuð leita mín en án árangurs, því að þangað sem ég fer komist þið ekki.“ \p \v 35 Leiðtogarnir urðu undrandi á þessum tilsvörum og spurðu: „Hvert skyldi hann ætla? Skyldi hann ætla úr landi til að útbreiða kenningar sínar meðal Gyðinga í öðrum löndum, eða jafnvel meðal heiðingjanna? \v 36 Hvað á hann við þegar hann segir að við munum leita hans, en ekki finna? Og hvað þýðir þetta: Þið komist ekki þangað sem ég fer?“ \p \v 37 Síðasta daginn – helgasta dag þjóðarinnar – hrópaði Jesús út yfir mannfjöldann: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki, \v 38 því Biblían segir um þann sem trúir á mig, að frá hans innra manni muni streyma lækir lifandi vatns.“ \v 39 Hér átti hann við heilagan anda, sem þeir mundu fá, sem tryðu á hann. En ennþá var andinn ekki gefinn, því að Jesús hafði þá ekki enn snúið aftur til dýrðar sinnar á himnum. \p \v 40 Þegar mannfjöldinn heyrði þetta sögðu sumir: „Þessi maður er áreiðanlega spámaðurinn, sem á að koma á undan Kristi.“ \v 41-42 Aðrir sögðu: „Hann er Kristur.“ Enn aðrir sögðu: „Það er útilokað að hann sé Kristur. Haldið þið að Kristur komi frá Galíleu? Biblían segir að Kristur muni verða af ætt Davíðs og fæðast í Betlehem þar sem Davíð fæddist.“ \p \v 43 Fólkið hafði sem sagt ýmsar skoðanir á Jesú. \v 44 Sumir vildu láta handtaka hann, en þó gerði það enginn. \p \v 45 Musterislögreglan, sem send hafði verið til að handtaka hann, sneri því tómhent aftur til æðstu prestanna og faríseanna. „Hvers vegna komið þið ekki með hann?“ spurðu þeir reiðilega. \p \v 46 „Hann segir svo margt stórkostlegt!“ svöruðu þeir. „Við höfum aldrei áður heyrt neitt þessu líkt.“ \p \v 47 „Jæja, er þá líka búið að villa um fyrir ykkur?“ spurðu farísearnir hæðnislega. \v 48 „Hver af okkar leiðtogum eða faríseunum trúir að hann sé Kristur? \v 49 Fólkið trúir því, satt er það, en það er heimskt og hefur ekkert vit á slíkum hlutum, enda hvílir bölvun yfir því!“ \p \v 50 Þá spurði Nikódemus, einn af leiðtogum þjóðarinnar, sem heimsótti Jesú eitt sinn á laun til að ræða við hann: \v 51 „Er leyfilegt að dæma nokkurn áður en hann hefur verið ákærður?“ \p \v 52 „Ha?“ spurðu hinir, „ert þú kannski einn af þessum auvirðilegu Galíleumönnum? Lestu Biblíuna – enginn spámannanna kom frá Galíleu!“ \p \v 53 Eftir þetta leystist fundurinn upp og fór hver heim til sín. \c 8 \s1 Hvar eru ákærendurnir? \p \v 1 Jesús fór nú til Olíufjallsins, \v 2 en snemma næsta morgun var hann aftur kominn í musterið. Fólkið þyrptist að og hann settist niður og ávarpaði það. \v 3 Á meðan hann var að tala, komu farísearnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar með konu sem staðin hafði verið að því að drýgja hór. Þeir stilltu henni upp í allra augsýn. \p \v 4 „Kennari,“ sögðu þeir við Jesú. „Þessi kona var staðin að því að drýgja hór. \v 5 Lög Móse segja að slíkar konur eigi að grýta. Hvað viltu segja um það?“ \p \v 6 Ætlun þeirra var að fá hann til að segja eitthvað sem þeir gætu ákært hann fyrir. Þá beygði Jesús sig niður og skrifaði í sandinn með fingrunum. \v 7 Á meðan héldu hinir áfram að krefja hann svars. Jesús stóð upp og sagði: „Allt í lagi. Grýtið hana, en sá ykkar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum!“ \p \v 8 Síðan kraup hann aftur niður og hélt áfram að skrifa í sandinn, \v 9 en leiðtogarnir laumuðust í burtu, fyrst sá elsti og síðan einn af öðrum. Að lokum var Jesús þar einn ásamt konunni og mannfjöldanum. \p \v 10 Jesús stóð þá upp og spurði konuna: „Hvar eru þeir? Ákærði þig enginn?“ \p \v 11 „Nei, herra, enginn,“ svaraði hún. \p „Ég ákæri þig ekki heldur,“ sagði Jesús, „farðu og syndgaðu ekki framar.“ \p \v 12 Seinna, þegar Jesús var að ávarpa mannfjöldann, sagði hann: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki staulast í myrkrinu, því ég mun lýsa honum veginn til eilífs lífs.“ \p \v 13 „Þetta er lygi!“ hrópuðu farísearnir. „Þú ert alltaf að hrósa sjálfum þér.“ \p \v 14 „Það er satt sem ég sagði,“ svaraði Jesús, „enda þótt ég hafi sagt þetta um sjálfan mig, því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer, en það vitið þið ekki. \v 15 Þið dæmið mig án þess að rannsaka mál mitt fyrst. Ég mun ekki dæma ykkur strax, \v 16 en þótt ég gerði það, þá væri sá dómur réttlátur að öllu leyti, því faðir minn, sem sendi mig, er með mér. \v 17 Lög ykkar segja að sé vitnisburður tveggja manna samhljóða, sé hann tekinn gildur. \v 18 Ég er annað vitnið og hitt er faðir minn sem sendi mig.“ \p \v 19 „Hvar er faðir þinn?“ spurðu þeir. \p „Þið þekkið mig ekki og því þekkið þið ekki heldur föður minn,“ svaraði Jesús. „Ef þið þekktuð mig, þá mynduð þið einnig þekkja hann.“ \v 20 Jesús mælti þetta hjá fjárhirslunni í musterinu. En hann var ekki handtekinn, því að tími hans var enn ekki kominn. \s1 Trúuðum fjölgar og rökræður aukast \p \v 21 Seinna sagði Jesús aftur við faríseana: „Ég fer burt og þið munuð leita mín og deyja í syndum ykkar, því að þið getið alls ekki komist þangað sem ég fer.“ \p \v 22 Þá sögðu þeir: „Ætlar hann að fremja sjálfsmorð? Hvað á hann við með þessu: Þið getið ekki komist þangað sem ég fer?“ \p \v 23 Jesús sagði því við þá: „Þið komið að neðan, en ég að ofan. Þið eruð af þessum heimi en ekki ég, \v 24 og því sagði ég að þið mynduð deyja í syndum ykkar, aðskildir frá Guði. Ef þið trúið ekki að ég sé Kristur, sonur Guðs, þá munuð þið deyja í syndum ykkar.“ \p \v 25 „Segðu okkur hver þú ert,“ sögðu þeir. \p „Ég hef margsinnis sagt ykkur það,“ svaraði hann. \v 26 „Ég gæti dæmt ykkur fyrir margt og frætt ykkur um margt, en ég vil það ekki, því ég segi aðeins það sem sá er sendi mig biður mig að segja og hann er sannleikurinn.“ \v 27 Þeir skildu ekki enn að hann var að tala við þá um Guð. \p \v 28 Jesús sagði því: „Þegar þið hafið krossfest mig, þá munuð þið skilja að ég er Kristur og að það sem ég hef talað, er ekki frá eigin brjósti heldur frá föðurnum. \v 29 Sá sem sendi mig er með mér – hann hefur ekki yfirgefið mig því ég geri aðeins það sem honum er þóknanlegt.“ \p \v 30-31 Eftir þessi orð Jesú, trúðu margir leiðtoganna að hann væri Kristur. \p Jesús sagði við þá: „Ef þið farið eftir orðum mínum, þá eruð þið sannir lærisveinar mínir, \v 32 og þið munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera ykkur frjálsa.“ \p \v 33 „En við erum afkomendur Abrahams,“ sögðu þeir, „og við höfum aldrei verið þrælar nokkurs manns. Hvað áttu við með orðinu „frjáls“?“ \p \v 34 „Þið eruð allir þrælar syndarinnar,“ svaraði Jesús. \v 35 „Þrælar hafa engin réttindi, en sonurinn hefur öll réttindi. \v 36 Ef sonurinn gerir ykkur frjálsa verðið þið sannarlega frjálsir. \v 37 Ég veit vel að þið eruð afkomendur Abrahams en samt reyna sumir ykkar að lífláta mig, af því að orð mín fá ekki rúm hjá ykkur. \v 38 Ég hef áður sagt ykkur hvað ég sá þegar ég var hjá föður mínum, en þið viljið aðeins fara að ráðum föður ykkar.“ \p \v 39 „Abraham er faðir okkar,“ svöruðu þeir. \p „Nei!“ sagði Jesús, „ef svo væri, færuð þið að ráðum hans. \v 40 En nú viljið þið hins vegar lífláta mig, einungis vegna þess að ég sagði ykkur sannleikann, sem ég heyrði hjá Guði – slíkt mundi Abraham aldrei gera! \v 41 Þegar þið gerið slíka hluti, þá eruð þið að hlýðnast ykkar raunverulega föður.“ \p „Við erum ekki óskilgetnir,“ svöruðu þeir. „Guð er okkar eini og sanni faðir.“ \p \v 42 „Ef svo væri,“ sagði Jesús, „þá munduð þið elska mig, því að hingað kom ég frá Guði. Það var hann sem sendi mig. Ég er ekki hér á eigin vegum. \v 43 Hvers vegna skiljið þið mig ekki? Jú, það er vegna þess að þið eruð hindraðir af Satan. \v 44 Hann er faðir ykkar og þið njótið þess að framkvæma illvirki hans. Hann var morðingi frá öndverðu og hataði sannleikann – það finnst ekki snefill af sannleika í honum. Honum er fullkomlega eðlilegt að ljúga. Hann er faðir lyginnar, \v 45 og það er einmitt ástæða þess að þið trúið mér ekki þegar ég segi ykkur sannleikann. \p \v 46 Getur nokkur ykkar sannað á mig hina minnstu synd? (Nei, enginn!) Nú segi ég ykkur sannleikann, en hvers vegna trúið þið mér ekki? \v 47 Sá sem á Guð að föður, tekur með gleði á móti orði hans. Ef svo er ekki með ykkur, þá sýnir það að þið eruð ekki börn hans.“ \p \v 48 „Þú ert Samverji, útlendingur og djöfull!“ hvæstu leiðtogarnir. „Það er langt síðan við sögðum að í þér væri illur andi!“ \v 49 „Nei,“ svaraði Jesús, „það er enginn illur andi í mér, því ég heiðra föður minn og þess vegna lítilsvirðið þið mig. \v 50 Ég hef engan áhuga á að upphefja sjálfan mig, en Guð vill upphefja mig og hann mun dæma þá sem hafna mér. \p \v 51 Ég segi ykkur satt: Sá sem hlýðir orðum mínum, mun aldrei að eilífu sjá dauðann.“ \p \v 52 „Nú vitum við að þú hefur illan anda,“ sögðu leiðtogarnir, „því að Abraham dó og sama er að segja um spámennina, en nú segir þú að sá sem hlýði þér, muni aldrei deyja! \v 53 Ertu þá meiri en Abraham forfaðir okkar? Því að hann dó. Og ertu meiri en spámennirnir sem dóu? Hver heldurðu eiginlega að þú sért?“ \v 54 Þá svaraði Jesús: „Það væri ekki til neins fyrir mig að hrósa mér, en það er faðir minn – sem þið haldið fram að sé ykkar Guð – sem segir öll þessi yndislegu orð um mig, \v 55 en hann þekkið þið ekki. Ég þekki hann! Ef ég segði að ég þekkti hann ekki, þá væri ég að ljúga eins og þið! Þegar ég segi að ég þekki hann og hlýði honum í öllu, þá er ég að segja sannleikann. \v 56 Abraham faðir ykkar hlakkaði til að sjá minn dag. Hann vissi að ég var að koma og það gladdi hann.“ \p \v 57 Þá sögðu leiðtogarnir: „Þú ert ekki einu sinni orðinn fimmtugur, en samt segist þú hafa séð Abraham!“ \p \v 58 „Ég segi ykkur satt,“ svaraði Jesús, „ég var til þegar Abraham fæddist!“ \p \v 59 Þegar leiðtogarnir heyrðu þetta, tóku þeir upp steina til að grýta hann. En þeir misstu sjónar af honum, því hann gekk burt frá þeim og yfirgaf musterið. \c 9 \s1 Jesús læknar blindan mann \p \v 1 Eitt sinn er Jesús var á gangi, sá hann mann sem hafði verið blindur frá fæðingu. \p \v 2 „Meistari,“ sögðu lærisveinar hans, „hvers vegna fæddist þessi maður blindur? Var það vegna þess að hann syndgaði eða foreldrar hans?“ \p \v 3 „Hvorugt,“ svaraði Jesús. „Það er til að sýna mátt Guðs. \v 4 Okkur ber að vinna verk þess sem sendi mig, meðan dagur er. Senn kemur nótt og þá leggst öll vinna niður. \v 5 En meðan ég er enn í heiminum, er ég ljós heimsins.“ \p \v 6 Síðan hrækti hann á jörðina, bjó til leðju úr munnvatninu, bar hana á augu blinda mannsins \v 7 og sagði: „Farðu og þvoðu þér í Sílóamlaug.“ (Orðið „Sílóam“ merkir „sendur.“) Maðurinn fór og þvoði sér og kom aftur sjáandi! \p \v 8 Nágrannar hans og aðrir, sem vissu að hann hafði verið blindur betlari, spurðu nú hver annan: „Er þetta sami maðurinn – betlarinn?“ \p \v 9 Svörin voru á ýmsa vegu og margir hugsuðu: „Þetta getur ekki verið hann, en hann lítur þó eins út!“ \p En betlarinn sagði: „Ég er maðurinn.“ \p \v 10 Þá spurðu þeir hann hvernig hann hefði fengið sjónina. „Hvað gerðist?“ \p \v 11 „Maður, sem þeir kalla Jesú,“ svaraði hann, „bjó til leðju, bar hana á augu mín og sagði mér síðan að fara og þvo hana burt í Sílóamlauginni. Ég gerði eins og hann sagði, og fékk sjónina!“ \p \v 12 „Hvar er Jesús núna?“ spurðu þeir. \p „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. \p \v 13 Þá fóru þeir með manninn til faríseanna. \v 14 Nú vildi svo til að kraftaverkið hafði gerst á hvíldardegi. \v 15 Farísearnir kröfðu manninn því sagna um atburðinn. Hann sagði þeim hvernig Jesús hefði borið leðjuna á augun og hvernig sjónin hefði komið þegar hann þvoði sér. \p \v 16 „Þessi Jesús er ekki frá Guði, fyrst hann vinnur á hvíldardögum,“ sögðu sumir þeirra. \p Aðrir sögðu: „En hvernig getur þá venjulegur syndari gert slík kraftaverk?“ Þetta varð þeim efni í mikla þrætu. \p \v 17 Farísearnir sneru sér nú að manninum sem hafði verið blindur og spurðu ákveðnir: „Hvað vilt þú sjálfur segja um þennan mann sem gaf þér sjónina?“ \p „Ég held hann hljóti að vera spámaður, sendur af Guði,“ svaraði maðurinn. \p \v 18 Leiðtogar Gyðinga vildu ekki trúa því að maðurinn hefði verið blindur og sendu því eftir foreldrum hans, \v 19 og spurðu: „Er þetta sonur ykkar? Fæddist hann blindur? Og ef svo er, hvernig hefur hann þá fengið sjónina?“ \p \v 20 „Við vitum að hann er sonur okkar og að hann fæddist blindur,“ svöruðu foreldrar hans, \v 21 „en við vitum ekki hver gaf honum sjónina, spyrjið hann sjálfan, hann ætti að vera nógu gamall til að svara fyrir sig.“ \p \v 22-23 Þetta sögðu þau af ótta við leiðtogana, en þeir höfðu sagt að hver sá sem segði að Jesús væri Kristur, fengi ekki að sækja guðsþjónustur. \p \v 24 Þeir kölluðu því aftur á manninn, sem verið hafði blindur og sögðu: „Gefðu Guði dýrðina, en ekki Jesú, því að við vitum að Jesús er vondur maður.“ \p \v 25 „Ekki er það mitt að segja hvort hann sé vondur eða góður,“ svaraði maðurinn, „en það veit ég, að ég, sem var blindur, er nú sjáandi!“ \p \v 26 „En hvað gerði hann?“ spurðu þeir, „hvernig læknaði hann þig?“ \v 27 „Nei, heyrið mig nú!“ hrópaði maðurinn. „Ég hef þegar sagt ykkur það einu sinni. Tókuð þið ekki eftir, eða hvað? Hvers vegna viljið þið fá að heyra það aftur? Ætlið þið kannski líka að verða lærisveinar hans?“ \p \v 28 Þá formæltu þeir honum og sögðu: „Þú ert lærisveinn hans, en við erum lærisveinar Móse. \v 29 Við vitum að Guð talaði við Móse, en um þennan mann vitum við ekkert.“ \p \v 30 „Nú, það er einkennilegt,“ svaraði maðurinn. „Hann læknar hina blindu, en samt vitið þið ekkert um hann. \v 31 Það er nú einu sinni svo að Guð hlustar ekki á vonda menn, heldur á þá sem tilbiðja hann og gera vilja hans. \v 32 Frá því heimurinn varð til hefur enginn maður getað opnað augu blindra, \v 33 og ef þessi maður er ekki frá Guði, þá gæti hann ekki gert þetta.“ \p \v 34 „Þú sem ert fáfróður og fæddur í synd,“ hrópuðu þeir, „ætlar þú nú að fara að kenna okkur?!“ Og þeir fleygðu honum á dyr. \p \v 35 Þegar Jesús frétti hvað gerst hafði, leitaði hann manninn uppi og sagði: „Trúir þú á Krist?“ \v 36 „Já, mig langar til þess,“ svaraði maðurinn, „en hver er hann, herra?“ \p \v 37 „Þú hefur þegar séð hann,“ svaraði Jesús, „hann er sá sem við þig talar.“ \p \v 38 „Já, Drottinn,“ sagði maðurinn, „ég trúi.“ Og hann veitti Jesú lotningu og kraup við fætur hans. \p \v 39 Jesús sagði þá við hann: „Ég kom í heiminn til að opna augu blindra og loka augum þeirra sem halda sig sjá.“ \p \v 40 Farísearnir, sem stóðu þar rétt hjá, spurði þá: „Áttu við að við séum blindir?“ \p \v 41 „Ef þið væruð blindir, þá væruð þið ekki sekir,“ svaraði Jesús, „en nú segist þið vera sjáandi, en farið þó ekki eftir orðum mínum – sekt ykkar varir við.“ \c 10 \s1 Ég er góði hirðirinn \p \v 1 „Sá sem ekki vill ganga inn um dyrnar til að komast inn í sauðabyrgið, heldur klifrar yfir vegginn, hlýtur að vera þjófur. \v 2 Hirðirinn kemur alltaf inn um dyrnar. \v 3 Dyravörðurinn opnar fyrir honum og sauðirnir heyra rödd hans og koma til hans. Síðan kallar hann á sauðina með nafni og fer út með þá. \v 4 Hann gengur á undan þeim og þeir fylgja honum, því að þeir þekkja rödd hans. \v 5 Ókunnugum fylgja þeir ekki, heldur forðast þá, því að þeir þekkja ekki rödd þeirra.“ \p \v 6 Þeir sem heyrðu Jesú segja þessa dæmisögu skildu hana ekki, \v 7 og því útskýrði hann hana fyrir þeim: \p „Ég er dyr sauðanna,“ sagði hann. \v 8 „Allir sem komu á undan mér voru þjófar og ræningjar og sauðirnir hlýddu þeim ekki. \v 9 Ég er dyrnar. Þeir sem koma inn um mig munu frelsast, ganga inn og út og fá gott fóður. \v 10 Þjófurinn ætlar sér að stela; drepa og eyðileggja, en ég kom til að veita líf og nægtir. \p \v 11 Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. \v 12 Þegar leiguliðinn sér úlfinn koma, þá flýr hann og yfirgefur sauðina, því að hann á þá ekki. Og úlfurinn ræðst á hjörðina og hún tvístrast. \v 13 Þá flýr leiguliðinn, því að hann hugsar aðeins um launin, en honum er ekki annt um hjörðina. \p \v 14 Ég er góði hirðirinn og þekki mína og þeir þekkja mig, \v 15 rétt eins og faðirinn þekkir mig og ég föðurinn. Ég fórna lífi mínu fyrir sauðina. \v 16 Ég á líka aðra sauði í annarri rétt. Ég verð einnig að leiða þá og þeir munu hlýða rödd minni, það verður ein hjörð og einn hirðir. \p \v 17 Faðirinn elskar mig vegna þess að ég legg líf mitt í sölurnar til þess síðan að fá það aftur. \v 18 Enginn getur tekið líf mitt án míns samþykkis – ég legg það sjálfviljuglega í sölurnar. Ég hef vald til að gefa það þegar ég vil og ég hef einnig vald til að taka það aftur. Þennan rétt hefur faðir minn gefið mér.“ \v 19 Við þessi orð Jesú urðu leiðtogar Gyðinganna enn einu sinni ósammála í skoðunum sínum um hann. \v 20 Sumir þeirra sögðu: „Annað hvort hefur hann illan anda eða er brjálaður. Hvað þýðir að hlusta á slíkan mann?“ \v 21 Aðrir sögðu: „Okkur virðist hann ekki hafa illan anda. Getur illur andi opnað augu blindra?“ – \s1 „Segðu það hreinskilnislega“ \p \v 22-23 Nú var vetur og Jesús var í Jerúsalem á vígsluhátíðinni. Hann var á gangi í súlnagöngum Salómons í musterinu. \v 24 Þá umkringdu leiðtogar þjóðarinnar hann og spurðu: „Hversu lengi ætlar þú að halda okkur í óvissu? Ef þú ert Kristur, segðu okkur það þá hreinskilnislega.“ \v 25 „Ég hef þegar sagt ykkur það,“ svaraði Jesús, „en þið trúið mér ekki. Kraftaverkin, sem ég geri í nafni föður míns, bera mér vitni. \v 26 Þið trúið mér ekki af því að þið tilheyrið ekki minni hjörð. \v 27 Mínir sauðir þekkja mína rödd og ég þekki þá og þeir fylgja mér. \v 28 Ég gef þeim eilíft líf og þeir munu aldrei að eilífu glatast. Enginn skal slíta þá úr hendi minni, \v 29 því faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er máttugri en nokkur annar. Enginn skal ræna þeim frá mér. \v 30 Ég og faðirinn erum eitt.“ \v 31 Þegar leiðtogarnir heyrðu þetta tóku þeir enn einu sinni upp steina til að grýta hann. \v 32 Þá sagði Jesús: „Mörg góðverk sýndi ég ykkur frá Guði, fyrir hvert þeirra grýtið þið mig nú?“ \v 33 „Við grýtum þig ekki fyrir góðverk, heldur guðlast,“ svöruðu þeir. „Þú, sem ert bara venjulegur maður, segist vera Guð!“ \v 34-36 „Stendur ekki í lögmálinu að menn séu guðir?“ svaraði Jesús. „Fyrst Biblían, sem ekki getur farið með ósannindi, segir að þeir sem fengu boðskap frá Guði séu guðir í augum manna, hvernig getið þið þá kallað það guðlast þegar sá sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn, segir: „Ég er sonur Guðs?“ \v 37 Þið trúið mér ekki nema ég geri guðdómleg kraftaverk, \v 38 en reynið þá að trúa þeim, þótt þið trúið mér ekki, og sannfærist um að faðirinn sé í mér og ég í föðurnum.“ \v 39 Þegar þeir heyrðu þetta reyndu þeir aftur að handtaka hann en misstu af honum. \v 40-41 Jesús fór austur yfir Jórdan, til staðarins þar sem Jóhannes skírði fyrst. Þar dvaldist hann og margir komu til hans. „Jóhannes gerði að vísu engin kraftaverk,“ sagði fólkið sín á milli, „en allir spádómar hans um þennan mann hafa ræst.“ \v 42 Þarna gerðust margir trúaðir á að Jesús væri Kristur. \c 11 \s1 Lasarus deyr \p \v 1 Maður nokkur hét Lasarus og bjó í Betaníu ásamt systrum sínum, Maríu og Mörtu. \v 2 María var sú sem eitt sinn hellti dýrri ilmolíu yfir fætur Jesú og þurrkaði þá með hári sínu. \v 3 Systurnar Marta og María sendu nú svohljóðandi boð til Jesú: „Herra, sá sem þú elskar, Lasarus, er hættulega veikur.“ \p \v 4 Þegar Jesús fékk skilaboðin, sagði hann: „Þessi veikindi munu ekki enda með dauða, heldur er þeim ætlað að verða Guði til dýrðar og vegsama mig, son Guðs.“ \p \v 5 Jesú þótti mjög vænt um Mörtu, Maríu og Lasarus, \v 6 en dvaldist þó enn í tvo daga þar sem hann var og sýndi ekki á sér fararsnið. \v 7 Loks, að þeim tíma liðnum, sagði hann við lærisveina sína: „Við skulum fara til Júdeu.“ \p \v 8 „Já, en meistari!“ sögðu lærisveinarnir, „það eru aðeins nokkrir dagar síðan leiðtogarnir í Júdeu reyndu að drepa þig. Ætlarðu að fara þangað aftur?“ \p \v 9 „Það er bjart tólf stundir á dag,“ svaraði Jesús, „og þá getur maður gengið um öruggur án þess að hrasa, \v 10 en á nóttunni er manni hætt við að hrasa vegna myrkursins.“ \v 11 Síðan bætti hann við og sagði: „Lasarus, vinur okkar, er sofnaður, en nú ætla ég að fara og vekja hann!“ \p \v 12-13 Lærisveinarnir héldu þá að Lasarus hefði fengið góðan nætursvefn og sögðu: „Það er gott að heyra, þá hlýtur honum að vera farið að batna!“ Jesús átti hins vegar við að Lasarus væri dáinn. \p \v 14 Jesús sagði því við þá berum orðum: „Lasarus er dáinn, \v 15 en það gleður mig ykkar vegna, því að þetta mun styrkja ykkur í trúnni. Komið, við skulum fara til hans.“ \p \v 16 Tómas, sem kallaður var „tvíburinn“, sagði þá við hina lærisveinana: „Við skulum fara líka og deyja með honum.“ \p \v 17 Þegar þeir komu til Betaníu var þeim sagt að Lasarus væri þegar búinn að liggja fjóra daga í gröfinni. \v 18 Betanía var aðeins um þrjá kílómetra frá Jerúsalem. \v 19 Margir leiðtogar Gyðinga voru komnir til að láta samúð sína í ljós og hugga Mörtu og Maríu. \v 20 Þegar Mörtu var sagt að Jesús væri að koma fór hún út til móts við hann, en María var kyrr heima. \p \v 21 Marta sagði við Jesú: „Herra, ef þú hefðir komið fyrr væri bróðir minn ekki dáinn. \v 22 Ég veit að Guð veitir þér allt sem þú biður hann um.“ \p \v 23 Þá sagði Jesús: „Bróðir þinn mun rísa upp.“ \p \v 24 „Já, það mun hann gera eins og allir aðrir á degi upprisunnar,“ sagði Marta. \p \v 25 „Ég er sá sem reisi hina dauðu og gef þeim líf,“ sagði Jesús. „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. \v 26 Og sá sem eignast lífið í trúnni á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Marta, trúir þú þessu?“ \p \v 27 „Já, herra,“ svaraði hún, „ég trúi að þú sért Kristur, sonur Guðs, sem koma átti í heiminn.“ \p \v 28 Þegar hún hafði sagt þetta, fór hún og kallaði á systur sína og sagði við hana einslega: „Meistarinn er hér og vill finna þig.“ \v 29 Þegar María heyrði þetta fór hún þegar í stað út til hans. \s1 Jesús vekur Lasarus upp frá dauðum \p \v 30 Jesús hafði staldrað við utan við bæinn, þar sem hann hitti Mörtu fyrst. \v 31 Þegar mennirnir, sem voru í húsinu að reyna að hugga Maríu, sáu hana fara út í flýti, álitu þeir að hún væri að fara út að gröf Lasarusar til að gráta þar, svo að þeir fóru á eftir henni. \p \v 32 Þegar María kom þangað sem Jesús var, kraup hún við fætur hans og sagði: „Herra, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn enn á lífi.“ \p \v 33 Þegar Jesús sá hana gráta ásamt mönnunum, varð hann gramur, byrsti sig og spurði: \v 34 „Hvar er hann grafinn?“ \p „Komdu, við skulum sýna þér það,“ svöruðu þeir. \v 35 Þá táraðist Jesús. \p \v 36 „Þeir voru mjög nánir vinir,“ sögðu Gyðingarnir. „Sjáið bara hve honum hefur þótt vænt um hann.“ \p \v 37-38 Aðrir sögðu: „Þessi maður læknaði blindan mann – af hverju kom hann þá ekki í veg fyrir að Lasarus dæi?“ Þegar Jesús heyrði þetta varð hann aftur gramur. Þau gengu að gröfinni, en hún var hellir og hafði stórum steini verið velt fyrir dyrnar. \p \v 39 „Veltið steininum frá,“ sagði Jesús. „Já, en það er komin nálykt af honum,“ sagði Marta, systir hins látna. „Hann hefur legið hér í fjóra daga!“ \p \v 40 „Sagði ég þér ekki: „Ef þú trúir, muntu sjá dýrð Guðs?“ “ spurði Jesús. \p \v 41 Síðan var steininum velt frá. Jesús leit upp til himins og sagði: „Faðir, ég þakka þér að þú hefur heyrt bæn mína. \v 42 Auðvitað veit ég að þú bænheyrir mig í hverju sem er, en ég sagði þetta til þess að fólkið, sem hér stendur, trúi að þú hafir sent mig.“ \v 43 Síðan kallaði hann: „Lasarus, komdu út!“ \p \v 44 Og Lasarus kom! Hann var vafinn líkblæjum og höfuð hans hulið með klút. „Takið af honum líkblæjurnar og látið hann fara.“ sagði Jesús. \p \v 45 Margir Gyðinganna, sem þarna voru með Maríu, tóku nú loks trú á Jesú, \v 46 en aðrir fóru til faríseanna til að skýra þeim frá þessu. \p \v 47 Æðstu prestarnir og farísearnir skutu þá á ráðstefnu til að ræða málin. \p „Hvað eigum við að gera?“ spurðu þeir. „Þessi maður gerir sannarlega kraftaverk. \v 48 Ef við látum hann eiga sig, mun öll þjóðin elta hann. Og þá mun rómverski herinn koma, drepa okkur og kollvarpa heimastjórn okkar Gyðinganna.“ \p \v 49 Þá sagði Kaífas, en hann var æðsti prestur þetta árið: „Eruð þið alveg skilningslausir? \v 50 Það er betra að einn maður deyi fyrir fólkið, en að öll þjóðin farist.“ \p \v 51 Spádómsorð þessi, að Jesús ætti að deyja fyrir allt fólkið, flutti Kaífas meðan hann var í stöðu æðsta prestsins. Þessi orð komu ekki frá honum sjálfum, heldur voru þau blásin honum í brjóst. \v 52 Þetta var spádómur um að Jesús mundi ekki einungis deyja fyrir þjóðina, heldur og fyrir öll börn Guðs sem dreifð eru um jörðina. \v 53 Frá þessari stundu, unnu leiðtogar Gyðinga markvisst að því að lífláta Jesú. \p \v 54 Eftir þetta starfaði Jesús því ekki opinberlega meðal fólksins, heldur fór frá Jerúsalem til bæjarins Efraím við eyðimörkina og þar dvaldist hann með lærisveinum sínum. \v 55 Páskarnir, mesta hátíð Gyðinga, voru á næsta leiti. Margt sveitafólk kom til Jerúsalem nokkrum dögum fyrir hátíðina til að hreinsa sig, samkvæmt siðum þeirra, áður en sjálf hátíðin hæfist. \v 56 Fólk þetta langaði að sjá Jesú og mikið var skrafað í musterinu. „Skyldi hann koma á páskahátíðina?“ spurðu menn hver annan. \v 57 Farísearnir og æðstu prestarnir höfðu tilkynnt opinberlega að hver sem sæi Jesú, yrði strax að láta þá vita, svo að þeir gætu handtekið hann. \c 12 \s1 „Samvistir okkar eru brátt á enda“ \p \v 1 Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu, þar sem Lasarus bjó, sá sem hann hafði reist upp frá dauðum, \v 2 og nú var haldin veisla Jesú til heiðurs. Marta þjónaði til borðs og Lasarus sat við sama borð og Jesús. \p \v 3 Þá var það að María tók fram krukku með dýrum ilmsmyrslum úr nardussafa og smurði fætur Jesú, og þurrkaði þá síðan með hári sínu. Við þetta fylltist húsið af sætum ilmi. \p \v 4 Júdas Ískaríot, einn lærisveina hans – sá sem síðar sveik hann – sagði þá: \v 5 „Þetta ilmsmyrsl er gífurlega dýrt. Það hefði átt að selja það og gefa fátækum andvirðið.“ \v 6 Þetta sagði hann ekki vegna þess að honum væri annt um fátæka, heldur sá hann um fjárreiður lærisveinanna og dró stundum undan til eigin þarfa. \p \v 7 Jesús svaraði: „Láttu hana í friði. Hún var að undirbúa útför mína. \v 8 Þú getur hjálpað fátækum, en samvistir okkar eru brátt á enda.“ \p \v 9 Þegar almenningur í Jerúsalem frétti að Jesús væri að koma, flykktist fólk til að sjá hann og Lasarus – þann sem hann reisti upp frá dauðum. \v 10 Af þessari ástæðu ákváðu æðstu prestarnir að taka Lasarus líka af lífi, \v 11 því að hans vegna höfðu margir framámenn yfirgefið þá og voru farnir að trúa því að Jesús væri Kristur. \s1 Mannfjöldinn fagnar Jesú \p \v 12-13 Daginn eftir flaug sú frétt um alla borgina að Jesús væri á leiðinni til Jerúsalem. Tóku þá margir hátíðargestanna pálmagreinar sér í hönd, gengu niður veginn á móti honum og hrópuðu: „Frelsarinn! Frelsarinn! Guð blessi konung Ísraels! Dýrð sé Guði!“ \p \v 14 Jesús hafði ungan asna að reiðskjóta og rættist þar með spádómur er þannig hljóðar: \v 15 „Óttist ekki, Ísraelsmenn, því að konungur ykkar kemur til ykkar, hógvær og ríðandi á ösnufola!“ \p \v 16 (Lærisveinar hans skildu ekki að nú var þessi spádómur að rætast. En þegar Jesús var farinn til dýrðar sinnar á himnum, áttuðu þeir sig á hve margir spádómar höfðu ræst fyrir augum þeirra, án þess að þeir veittu því athygli.) \p \v 17 Fólkið, sem sá Jesú reisa Lasarus upp frá dauðum, sagði frá þeim atburði, \v 18 og það varð til þess að margir fóru út til móts við Jesú – fólkið hafði heyrt um þetta stórkostlega kraftaverk. \v 19 Þá sögðu farísearnir hver við annan: „Við höfum tapað! Sjáið þið: Allur heimurinn eltir hann!“ \p \v 20 Grikkir nokkrir, sem komnir voru til Jerúsalem á páskahátíðina, \v 21 heimsóttu Filippus, en hann var frá Betsaída. „Herra,“ sögðu þeir við hann, „okkur langar að hitta Jesú.“ \p \v 22 Filippus sagði Andrési frá þessu og fóru þeir báðir til Jesú til að láta hann vita. \p \v 23-24 Jesús svaraði þeim og sagði, að nú væri komið að því að hann sneri aftur til dýrðar sinnar á himnum og bætti síðan við: „Ég verð að falla og deyja líkt og hveitikornið, sem fellur í moldina og deyr. Ef ég dey ekki, þá verð ég einsamall, eins og yfirgefið fræ, en dauði minn mun hins vegar leiða af sér mörg ný „hveitikorn“ – ríkulega uppskeru, því margir munu eignast nýtt líf. \v 25 Ef þið elskið líf ykkar hér á jörðinni, þá tapið þið því, en ef þið fórnið því, þá eignist þið eilífa dýrð í staðinn. \p \v 26 Ef þessir Grikkir vilja verða lærisveinar mínir, segið þeim þá að koma og fylgja mér, því að þjónar mínir verða að vera þar sem ég er. Ef þeir fylgja mér, mun faðirinn heiðra þá. \v 27 Nú er sál mín sárhrygg. Ætti ég þá að biðja svo: „Faðir, hlífðu mér við því sem bíður mín?“ Nei, það er einmitt ástæðan til þess að ég kom. \v 28 Faðir, gerðu nafn þitt dýrlegt.“ \p Þá kom rödd af himni, sem sagði: „Ég hef þegar gert það dýrlegt og mun aftur gera það dýrlegt.“ \p \v 29 Mannfjöldinn heyrði röddina og héldu sumir að það hefði verið þruma, en aðrir sögðu að engill hefði talað við hann. \p \v 30 Þá sagði Jesús við fólkið: „Röddin kom ykkar vegna, en ekki mín vegna. \v 31 Nú er stund dómsins runnin upp yfir þennan heim. Og þá verður Satan, höfðingja þessa heims, varpað á dyr. \v 32 Ég verð hafinn upp (á krossinum) og mun draga alla til mín.“ \v 33 Með þessum orðum gaf hann til kynna hvernig hann myndi deyja. \p \v 34 „Býstu við dauða þínum?“ spurði fólkið. „Okkur skilst að Kristur eigi að lifa að eilífu og að hann muni aldrei deyja. Af hverju segirðu að hann muni deyja? Um hvaða Krist ertu að tala?“ \p \v 35 Jesús svaraði: „Enn um sinn mun ljós mitt skína á meðal ykkar. Gangið því í ljósinu meðan hægt er, áður en myrkrið skellur á, því eftir það getið þið ekki lengur ratað rétta leið. \v 36 Trúið á ljósið meðan tími er til og þá verðið þið ljósberar.“ Að svo mæltu yfirgaf Jesús þá og faldi sig fyrir þeim. \p \v 37 Þrátt fyrir öll kraftaverkin sem hann hafði gert, trúðu fæstir því, af mannfjöldanum, að hann væri Kristur. \v 38 Þetta kom heim og saman við það sem Jesaja spámaður hafði sagt: „Drottinn, hver mun trúa okkur? Hver mun líta á hin miklu kraftaverk sem vitnisburð um þig?“ \v 39 Þeir gátu sem sagt ekki trúað, enda hafði Jesaja einnig spáð eftirfarandi: \v 40 „Guð hefur blindað augu þeirra og hert hjörtu þeirra, svo að þeir hvorki sjá né skilja, til að þeir snúi sér til mín og ég geti læknað þá.“ \v 41 Þessi orð Jesaja voru spádómur um Jesú, því að hann hafði séð dýrð Krists í sýn. \p \v 42 Samt trúðu ýmsir af leiðtogum þjóðarinnar að Jesús væri Kristur. En þeir vildu ekki láta það í ljós af ótta við að farísearnir bönnuðu þeim að sækja guðsþjónustur í samkomuhúsunum. \v 43 Hrós manna var þeim meira virði en dýrð Guðs. \p \v 44 Nú hrópaði Jesús: „Sá sem trúir mér, trúir sjálfum Guði sem sendi mig. \v 45 Þegar þið sjáið mig, sjáið þið þann sem sendi mig. \v 46 Ég er ljós sem kom til að skína í þessum dimma heimi, svo að þeir sem mér treysta, þurfi ekki framar að ganga í myrkrinu. \v 47 Ég dæmi ekki þá sem óhlýðnast orðum mínum, því að ég kom til að frelsa heiminn en ekki til að dæma hann. \v 48 Þeir sem hafna mér og mínum boðskap, verða dæmdir á degi dómsins, eftir sannleikanum sem ég hef flutt. \v 49 Það sem ég hef sagt eru ekki mín orð, heldur hef ég flutt ykkur það sem faðir minn bauð mér að segja. \v 50 Ég veit að orð hans gefa eilíft líf og þess vegna hef ég sagt allt það sem hann bauð mér að segja.“ \c 13 \s1 Jesús þvær fætur lærisveinanna \p \v 1 Það var komið kvöld daginn fyrir páskahátíðina. Jesús vissi, að stund hans var komin að fara burt úr þessum heimi og til föðurins á himnum. \v 2 Þegar þeir neyttu kvöldmáltíðarinnar hafði Satan þegar skotið því að Júdasi Símonarsyni Ískaríot, að nú væri einmitt rétti tíminn til að framkvæma þá fyrirætlun sína að svíkja Jesú. \p \v 3 Jesús vissi að faðirinn hafði gefið honum allt vald og að hann var kominn frá Guði og mundi snúa aftur til Guðs. \p \v 4 Jesús stóð nú upp frá kvöldmáltíðarborðinu, fór úr kyrtlinum og batt stóran klút um mitti sér. \v 5 Síðan hellti hann vatni í skál og tók að þvo fætur lærisveinanna og þurrka þá með klútnum sem hann hafði um mittið. \p \v 6 Þegar hann kom að Símoni Pétri, sagði Pétur: „Meistari, ætlar þú að fara að þvo mér um fæturna?“ \p \v 7 „Þú skilur þetta ekki núna en seinna muntu skilja það,“ svaraði Jesús. \p \v 8 „Nei,“ mótmælti Pétur, „þú skalt aldrei fá að þvo fætur mína!“ \p „Ef ég geri það ekki, getur þú ekki verið lærisveinn minn,“ sagði Jesús. \p \v 9 „Þá skaltu ekki aðeins þvo fæturna, heldur einnig hendurnar og höfuðið!“ hrópaði Pétur. \p \v 10 „Sá sem hefur baðað sig,“ svaraði Jesús, „þarf aðeins á fótaþvotti að halda til að teljast hreinn. Nú ertu hreinn – en þannig er ekki með alla sem hér eru.“ \v 11 Þetta sagði Jesús, því hann vissi vel hver mundi svíkja hann. \p \v 12 Eftir fótaþvottinn fór Jesús aftur í kyrtilinn, settist niður og spurði: „Skiljið þið hvað ég var að gera? \v 13 Þið segið við mig: „Meistari“ og „Herra“ og það er rétt, því það er ég. \v 14 En fyrst ég, sem er herra ykkar og lærifaðir, hef þvegið fætur ykkar, þá ber ykkur einnig að þvo fætur hvers annars. \v 15 Ég hef gefið ykkur fordæmi – þið skuluð fara eins að. \v 16 Það er vissulega satt, að þjónninn er ekki meiri en húsbóndi hans, ekki er heldur sendiboðinn æðri þeim sem sendi hann. \v 17 Þetta skiljið þið – en farið nú eftir því og þá mun það verða ykkur til blessunar. \p \v 18 En þetta á þó ekki við um ykkur alla. Ég valdi ykkur og þekki ykkur mætavel hvern og einn. Biblían segir: „Sá sem neytir kvöldverðar með mér, mun svíkja mig.“ Þessi orð munu rætast fyrr en varir. \v 19 Ég segi ykkur þetta núna, svo að þið trúið mér þegar það er komið fram. \v 20 Ég segi ykkur sannleikann: Sá sem tekur á móti þeim er ég sendi, tekur á móti mér, og sá sem veitir mér viðtöku, veitir föður mínum viðtöku sem sendi mig.“ \s1 „Einn ykkar mun svíkja mig“ \p \v 21 Skyndilega var sem mikil angist gripi Jesú og hann hrópaði: „Já, satt er það, einn ykkar mun svíkja mig!“ \v 22 Lærisveinarnir litu hver á annan og hugsuðu: Hver skyldi það vera? \v 23 Þar eð ég sat næstur Jesú við borðið og var nánasti vinur hans, \v 24 gaf Símon Pétur mér merki um að spyrja hann hver sá væri sem vinna myndi slíkt ódæði. \p \v 25 Ég sneri mér því að honum og spurði: „Drottinn, við hvern áttu?“ \p \v 26 „Þann, sem ég gef þennan brauðbita,“ svaraði Jesús. \p Þegar hann hafði dýft brauðinu í sósuna rétti hann það Júdasi Símonarsyni, Ískaríot. \p \v 27 Jafnskjótt og Júdas hafði borðað það, kom Satan í hann. Jesús sagði þá við hann: „Flýttu þér að gera það sem þú ætlar þér.“ \p \v 28 Enginn hinna, sem sátu til borðs, skildi þessi orð Jesú. \v 29 Sumir héldu að hann væri að segja Júdasi að fara og greiða fyrir matinn eða gefa fátækum peninga, því að Júdas sá um sjóðinn. \v 30 Og Júdas yfirgaf þá þegar í stað og gekk út í nóttina. \p \v 31 Þegar hann var farinn sagði Jesús: „Nú er tíminn kominn. Innan skamms mun dýrð Guðs umlykja mig. Allt það, sem fyrir mig mun koma, mun vegsama Guð. \v 32 Nú er þess stutt að bíða að Guð gefi mér dýrð sína. \v 33 Elsku börnin mín, bráðum verð ég að fara og yfirgefa ykkur. Og þótt þið leitið mín, munuð þið ekki finna mig – eins og ég sagði við leiðtoga þjóðarinnar. \p \v 34 Nú gef ég ykkur nýtt boðorð: „Elskið hver annan jafn innilega og ég hef elskað ykkur.“ \v 35 Af því skulu allir sjá, að þið eruð lærisveinar mínir, að þið elskið hver annan.“ \p \v 36 Þá sagði Símon Pétur: „Meistari, hvert ætlar þú að fara?“ \p „Þú getur ekki fylgt mér þangað núna,“ svaraði Jesús, „en seinna muntu gera það.“ \p \v 37 „Hvers vegna ekki núna?“ spurði Pétur, „ég er reiðubúinn að deyja fyrir þig:“ \p \v 38 „Ertu það?“ spurði Jesús, og sagði svo: „Nei, það ertu ekki, því að áður en haninn galar í fyrramálið muntu þrisvar neita því að þú þekkir mig.“ \c 14 \p \v 1 „Látið ekki óttann ná tökum á ykkur. Treystið Guði og treystið mér. \v 2-3 Heima hjá föður mínum eru margar vistarverur og ég ætla að búa þær undir komu ykkar. Þegar allt er reiðubúið, kem ég aftur og sæki ykkur, svo að þið getið verið hjá mér alla tíð. Ef þessu væri öðruvísi varið, hefði ég sagt ykkur það. \v 4 En nú vitið þið hvert ég fer og hvernig á að komast þangað.“ \p \v 5 „Nei, það vitum við ekki,“ sagði Tómas. „Við höfum ekki hugmynd um hvert þú ætlar, og hvernig ættum við þá að rata þangað?“ \p \v 6 Jesús svaraði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemst til föðurins nema hann trúi á mig. \v 7 Ef þið hafið þekkt mig, þá þekkið þið einnig föður minn. Héðan í frá þekkið þið hann og hafið þegar séð hann.“ \p \v 8 „Herra,“ sagði Filippus, „sýndu okkur föðurinn og það nægir okkur.“ \p \v 9 „Filippus,“ svaraði Jesús, „þekkir þú mig ekki enn, eftir allan þennan tíma sem við höfum verið saman? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvers vegna biður þú þá um að fá að sjá hann? \v 10 Trúir þú ekki að ég sé í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi, er ekki frá eigin brjósti, heldur frá föðurnum sem í mér er og vinnur verk sitt í gegnum mig. \v 11 Trúið þessu: Ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þið eigið erfitt með að trúa því, þá minnist allra kraftaverkanna sem þið hafið séð mig gera. \p \v 12-13 Ég segi ykkur satt: Sá sem á mig trúir, mun gera sömu kraftaverk og þau sem ég gerði, og jafnvel enn meiri, því að ég fer til föðurins. Hvað sem þið biðjið föðurinn um, mun ég gera ef þið biðjið hann um það í mínu nafni. Allt það sem ég, sonurinn, geri fyrir ykkur, verður föður mínum til vegsemdar. \v 14 Biðjið um hvað sem þið viljið og notið nafn mitt, og þá mun ég svara bæn ykkar. \s1 Fyrirheitið um heilagan anda \p \v 15-16 Ef þið elskið mig, hlýðið þá orðum mínum. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa ykkur annan hjálpara, sem aldrei yfirgefur ykkur. \v 17 Þessi hjálpari er heilagur andi. Andinn sem leiðir menn í allan sannleikann. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum, því heimurinn leitar hans ekki og þekkir hann ekki heldur. En þið þekkið hann, því að hann lifir í ykkur og er með ykkur. \v 18 Ég mun ekki sleppa af ykkur hendinni né skilja ykkur eina eftir; ég kem til ykkar. \v 19 Innan skamms yfirgef ég þennan heim en ég verð samt með ykkur, því að ég lifi og þið munuð lifa. \v 20 Þegar ég er risinn upp frá dauðum, munuð þið skilja að ég er í föður mínum, þið í mér, og ég í ykkur. \v 21 Sá sem hlýðir mér, elskar mig og vegna þess að hann elskar mig, mun faðir minn elska hann, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum.“ \p \v 22 Júdas (ekki Júdas Ískaríot, heldur nafni hans) sagði þá við hann: „Herra, hvers vegna vilt þú einungis opinbera þig fyrir okkur, lærisveinunum, en ekki fyrir heiminum?“ \p \v 23 „Vegna þess að ég vil aðeins opinbera mig þeim sem elska mig og hlýða mér,“ svaraði Jesús. Síðan bætti hann við: „Faðirinn mun einnig elska þá og við munum koma til þeirra og búa hjá þeim. \v 24 Sá sem óhlýðnast mér, sýnir þar með að hann elskar mig ekki. Takið eftir, að þetta svar við spurningu ykkar er ekki mitt svar, heldur föðurins sem sendi mig. \v 25 Þetta segi ég ykkur nú meðan ég er hjá ykkur. \v 26 En þegar faðirinn sendir ykkur hjálparann í minn stað – og þegar ég tala um hjálparann, þá á ég við heilagan anda – þá mun hann, andinn, fræða ykkur um margt og minna ykkur á allt sem ég hef sagt ykkur. \p \v 27 Frið skil ég eftir hjá ykkur, minn frið gef ég ykkur. Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur, verið því hvorki kvíðafullir né hræddir. \v 28 Minnist orða minna: Ég fer burt, en ég kem aftur til ykkar. Ef þið elskið mig í raun og veru, þá samgleðjist þið mér, því nú fæ ég að fara til föðurins, hans sem mér er æðri. \v 29 Þetta segi ég ykkur fyrir fram, svo að þið trúið, þegar það gerist. \p \v 30 Tíminn sem ég hef til að ræða þetta við ykkur styttist óðum, því að hinn illi höfðingi þessa heims er á næsta leiti. Hann hefur ekki vald yfir mér, \v 31 en ég vil gera vilja föðurins, svo að heimurinn fái að vita að ég elska föðurinn. Standið upp, við skulum fara.“ \c 15 \s1 Hinn sanni vínviður \p \v 1 „Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. \v 2 Sérhverja grein sem ekki ber ávöxt, sker hann af, en hinar sem bera ávöxt, hreinsar hann, svo að þær beri enn meiri ávöxt. \v 3 Þið eruð þegar hreinir, vegna þess að þið hafið trúað orðum mínum. \v 4 Verið í mér, og þá lifi ég í ykkur. Því að eins og greinin getur ekki borið ávöxt, nema hún sé á vínviðinum, þannig getið þið ekki borið ávöxt án mín. \p \v 5 Ég er vínviðurinn, þið eruð greinarnar. Sá sem lifir í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, en án mín getið þið alls ekkert gert. \v 6 Þeim sem hefur yfirgefið mig, verður kastað burt eins og ónýtum greinum. Þeim er síðan safnað saman og brennt. \v 7 Ef þið eruð í mér og hlýðið boðum mínum, þá biðjið um hvað sem þið viljið og það mun veitast ykkur! \v 8 Þeir sem eru sannir lærisveinar mínir, bera mikinn ávöxt og verða föður mínum til dýrðar. \p \v 9 Eins og faðirinn hefur elskað mig, hef ég elskað ykkur, verið því stöðugir í elsku minni. \v 10 Ef þið hlýðið mér, verðið þið stöðugir í elsku minni, eins og ég hlýði föður mínum og lifi í elsku hans. \v 11 Þetta segi ég ykkur, svo að fögnuður minn fylli ykkur – svo að gleði ykkar verði fullkomin. \v 12 Ég krefst þess af ykkur að þið elskið hver annan jafn innilega og ég elska ykkur. \v 13 Og nú skal ég segja ykkur hvernig við getum prófað kærleikann: Sá elskar mest, sem fórnar lífi sínu fyrir vini sína. \v 14 Þið eruð vinir mínir, ef þið gerið eins og ég segi. \v 15 Ég kalla ykkur ekki framar þjóna, því að húsbóndinn getur ekki treyst þjónum sínum. Þið eruð vinir mínir og því til staðfestingar hef ég sagt ykkur allt sem faðirinn sagði mér. \p \v 16 Ekki hafið þið valið mig, heldur hef ég valið ykkur. Ég valdi ykkur til að fara og bera eilífan ávöxt kærleikans, svo að faðirinn veiti ykkur hvað sem þið biðjið hann um í mínu nafni. \v 17 Þetta býð ég ykkur: Elskið hver annan. \v 18 Heimurinn mun hata ykkur, en vitið, að hann hataði mig áður en hann hataði ykkur. \v 19 Ef þið tilheyrðuð heiminum, mundi heimurinn elska ykkur, en vegna þess að ég hef valið ykkur úr heiminum, þá hatar hann ykkur. \v 20 Munið hvað ég sagði ykkur: Ekki er þjónninn æðri húsbónda sínum – og fyrst þeir hafa ofsótt mig, munu þeir vissulega ofsækja ykkur líka. Hafi þeir hins vegar hlustað á mig, þá munu þeir einnig hlusta á ykkur. \v 21 Heimurinn þekkir ekki Guð, sem sendi mig, og þar sem þið tilheyrið mér, þá munu þeir ofsækja ykkur. \p \v 22 Mennirnir væru án saka, ef ég hefði ekki komið og sagt þeim sannleikann, en nú þekkja þeir hann og hafa því enga afsökun fyrir syndum sínum. \v 23 Sá sem hatar mig, hatar þar með föður minn. \v 24 Ef ég hefði ekki gert þessi kraftaverk, hefði heimurinn afsökun, en nú hefur hann séð þau og þó hatar hann bæði mig og föður minn. \v 25 Þetta er uppfylling orða spámannsins um Krist: „Þeir hötuðu mig án saka.“ \p \v 26 En ég mun senda ykkur hjálparann, heilagan anda, uppsprettu sannleikans. Hann mun koma til ykkar frá föðurnum og fræða ykkur um mig. \v 27 En þið verðið einnig að bera mér vitni, því að þið hafið verið með mér frá byrjun.“ \c 16 \s1 Framundan eru þjáningar – og gleði \p \v 1 „Þetta segi ég ykkur, svo að þið hrasið ekki þegar andstaðan mætir ykkur. \v 2 Ykkur mun verða bannað að sækja samkomuhúsin og þess er ekki langt að bíða að þeir lífláti ykkur í þeirri trú að þeir séu að gera Guði greiða. \v 3 Ástæðan er sú, að þeir hafa hvorki þekkt föðurinn né mig. \v 4 Ég segi ykkur þetta núna, svo að þið munið eftir aðvörun minni þegar það kemur fram. Ég hef ekki sagt ykkur þetta fyrr, því að nú fyrst er það tímabært, þar eð ég er á förum. \p \v 5 Nú er komið að því að ég fari til hans sem sendi mig; en enginn ykkar virðist hafa áhuga á að spyrja hvers vegna ég fari. \v 6 Þess í stað eruð þið sorgmæddir. \v 7 Ég segi ykkur satt, það er ykkur til góðs að ég fari, því að fari ég ekki, þá mun hjálparinn ekki koma. En ef ég fer, þá kemur hann, því að ég mun senda hann til ykkar. \p \v 8 Þegar hann kemur, mun hann sannfæra heiminn um synd hans, um að Guð réttlæti syndara og um að dómurinn sé staðreynd. \v 9 Hann mun sannfæra heiminn um að syndin felist í því, að þeir trúi ekki á mig. \v 10 Það að ég fer til föðurins, mun sannfæra menn um að réttlæti Guðs standi þeim til boða. \v 11 Hann mun einnig sannfæra menn um að hægt sé að umflýja dóminn, því að höfðingi þessa heims, Satan, hefur þegar verið dæmdur. \p \v 12 Það er svo margt sem ég vildi segja ykkur, en þið skiljið það ekki enn. \v 13 En þegar heilagur andi, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða ykkur í allan sannleikann. Hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur skýra ykkur frá því sem hann hefur heyrt. Hann mun fræða ykkur um framtíðina. \v 14 Hann mun heiðra mig og vegsama, með því að sýna ykkur dýrð mína. \v 15 Öll dýrð föðurins tilheyrir mér og þess vegna sagði ég að hann heiðri mig og vegsami. \v 16 Eftir skamma stund verð ég farinn og þið munuð ekki sjá mig, en áður en langt um líður munuð þið sjá mig á ný.“ \p \v 17-18 „Hvað á hann við?“ spurðu lærisveinarnir hver annan. „Hvað táknar það að „fara til föðurins“? Þetta skiljum við ekki.“ \p \v 19 Jesús varð þess var að þeir vildu spyrja hann og sagði því: „Þið spyrjið hver annan við hvað ég eigi. \v 20 Heimurinn mun fagna örlögum mínum, en þið munuð gráta. En hryggð ykkar mun snúast í fögnuð, þegar þið sjáið mig á ný. \v 21 Það verður líkt og hjá konu sem fæðir barn – angist hennar og kvíði hverfur fyrir fögnuði, þegar hún hefur eignast barnið. \v 22 Nú eruð þið harmi slegnir, en ég mun hitta ykkur á ný og þá munuð þið fagna. Þeirri gleði mun enginn geta rænt ykkur! \v 23 Þá munuð þið ekki þurfa að biðja mig neins, heldur getið þið snúið ykkur beint til föðurins og beðið hann. Og hann mun gefa ykkur það sem þið biðjið um, vegna þess að þið biðjið í mínu nafni. \v 24 Þið hafið aldrei reynt þetta áður en nú er komið að því. Biðjið í mínu nafni því að þá munuð þið verða bænheyrðir og fyllast ólýsanlegri gleði! \p \v 25 Þetta hef ég sagt ykkur í líkingum, en nú nálgast sá tími, er þess gerist ekki lengur þörf. Þá mun ég tala opinskátt við ykkur um föðurinn, \v 26 og þið munuð biðja í mínu nafni. Það er óþarfi fyrir mig að biðja föðurinn um að svara bænum ykkar, \v 27 því sjálfur elskar hann ykkur, af því að þið elskið mig og trúið að hann hafi sent mig. \v 28 Þegar ég kom í þennan heim, þá kom ég frá föðurnum. Ég yfirgef heiminn á ný og fer aftur til föðurins.“ \p \v 29 „Nú talar þú berum orðum en ekki í líkingum,“ sögðu lærisveinar hans. \v 30 „Nú vitum við að þú veist allt og þarft ekki að láta neinn segja þér neitt. Þess vegna trúum við líka að þú sért kominn frá Guði.“ \p \v 31 „Trúið þið því loksins?“ spurði Jesús. \v 32 „Stundin nálgast, hún er reyndar þegar komin, er þið tvístrist og snúið hver til síns heima en skiljið mig einan eftir. Þrátt fyrir það verð ég ekki einn, því að faðirinn verður hjá mér. \v 33 Þetta hef ég sagt ykkur til þess að þið haldið hugarró. Ykkar bíða þrengingar og sorgir í þessum heimi, en verið hughraustir, ég hef sigrað heiminn!“ \c 17 \s1 Jesús biður fyrir fylgjendum sínum \p \v 1 Að svo mæltu leit Jesús til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Gerðu nú son þinn dýrlegan, svo að hann geti vegsamað þig. \v 2 Þú hefur gefið honum vald yfir sérhverjum manni á þessari jörð. Öllum þeim, sem þú hefur gefið mér, hef ég gefið eilíft líf. \v 3 Eilíft líf er það að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. \v 4 Ég vegsamaði þig hér á jörðinni, með því að gera allt sem þú bauðst mér. \v 5 Faðir, þegar ég stend frammi fyrir þér, veittu mér þá hlut í dýrðinni, sem við áttum saman áður en heimurinn varð til. \p \v 6 Ég hef sagt þessum mönnum allt um þig. Þeir voru í heiminum og þú gafst mér þá. Þeir tilheyrðu þér, og þú gafst mér þá, og þeir hafa hlýðnast orðum þínum. \v 7 Nú vita þeir að allt sem tilheyrir mér, er gjöf frá þér, \v 8 því að fyrirmælin sem þú gafst mér, flutti ég þeim og þeir tóku við þeim. Nú vita þeir með vissu að ég kom frá þér og trúa að þú hafir sent mig. \p \v 9 Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú gafst mér úr heiminum, því að þeir eru þínir. \v 10 Og nú er ég orðinn dýrlegur í þeim. \v 11 Nú yfirgef ég þennan heim og ég skil þá eftir og kem til þín. Heilagi faðir, varðveittu alla þá sem þú hefur gefið mér, svo þeir séu sameinaðir, rétt eins og við, og enginn verði þar undanskilinn. \v 12 Þann tíma sem ég hef verið hér hef ég gætt allra þeirra sem þú gafst mér. Ég stóð vörð um þá, svo að enginn þeirra týndist, nema sá sem hlaut að glatast, eins og ritningin hafði sagt fyrir um. \p \v 13 Faðir, nú kem ég til þín. Þennan tíma, sem ég hef verið með þeim, hef ég sagt þeim margt, svo að gleði mín gagntæki þá. \v 14 Ég hef flutt þeim fyrirmæli þín. Þeir tilheyra ekki heiminum fremur en ég og þess vegna hatar heimurinn þá. \v 15 Ekki bið ég þig að taka þá burt úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu. \v 16 Þeir tilheyra ekki þessum heimi frekar en ég. \v 17 Helgaðu þá með sannleikanum, þitt orð er sannleikur. \v 18 Ég sendi þá út í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn, \v 19 og ég helga sjálfan mig, svo að þeir geti vaxið í sannleika og helgun. \p \v 20 Ég bið ekki aðeins fyrir þessum mönnum, heldur einnig fyrir þeim sem síðar munu trúa á mig fyrir orð þeirra. \v 21 Faðir, þeir eiga allir að vera eitt eins og við – þú og ég – erum eitt. Þú ert í mér og ég í þér, og þannig eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig. \p \v 22 Dýrðina, sem þú gafst mér, hef ég gefið þeim – svo að þeir séu eitt eins og við – \v 23 ég í þeim og þú í mér – allir fullkomlega sameinaðir þannig að heimurinn komist að raun um að þú hafir sent mig og sjái að þú elskar þá, jafn heitt og þú elskar mig. \v 24 Faðir, ég vil að þeir sem þú hefur gefið mér, séu hjá mér, svo að þeir sjái dýrð mína, dýrðina sem þú af elsku þinni gafst mér, áður en heimurinn varð til. \v 25 Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig og þessir lærisveinar vita að þú hefur sent mig. \v 26 Ég hef sýnt þeim þig og ég mun halda því áfram, svo að bæði ég og kærleikurinn, sem þú berð til mín, séu í þeim.“ \c 18 \s1 Jesús handtekinn \p \v 1 Að svo mæltu, fór Jesús ásamt lærisveinum sínum yfir Kedronlækinn og kom í grasgarð sem þar er. \v 2 Júdas, sá sem sveik hann, vissi um þennan stað, því að oft hafði Jesús farið þangað áður með lærisveinum sínum. \p \v 3 Júdas lagði af stað ásamt flokki hermanna og lögreglu, sem æðstu prestarnir og farísearnir sendu með honum. Skyndilega birtust þeir, í grasgarðinum, vopnaðir, með lugtir og logandi blys. \p \v 4-5 Jesú var fullljóst hvað til stóð og verða mundi. Hann gekk því fram til að taka á móti þeim og spurði: „Að hverjum leitið þið?“ „Jesú frá Nasaret,“ svöruðu þeir. \p „Ég er hann!“ sagði Jesús. \v 6 Um leið og hann sagði þetta hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar! \p \v 7 Hann spurði aftur: „Hvers leitið þið?“ \p Og aftur svöruðu þeir: „Jesú frá Nasaret.“ \p \v 8 „Ég sagði ykkur að ég væri hann,“ sagði Jesús, „og fyrst þið eruð aðeins að leita að mér, leyfið þá hinum að fara.“ \v 9 Þetta sagði hann til að spádómurinn rættist, sem sagði: „Ég gætti allra þeirra sem þú gafst mér.“ \p \v 10 Allt í einu dró Símon Pétur upp sverð og hjó hægra eyrað af Malkusi, þjóni æðsta prestsins. \p \v 11 Þá sagði Jesús við Pétur: „Slíðraðu sverðið! Á ég ekki að drekka bikarinn sem faðirinn hefur rétt mér?“ \p \v 12 Hermennirnir, ásamt foringja sínum og lögreglu, handtóku nú Jesú og bundu hann. \v 13 Fyrst fóru þeir með hann til Annasar, tengdaföður Kaífasar, sem það árið var æðsti prestur. \v 14 Kaífas var sá sem sagt hafði við hina forystumennina: „Betra er að einn deyi fyrir alla.“ \v 15 Símon Pétur fylgdi í humátt á eftir, auk annars lærisveins, sem kunnugur var æðsta prestinum. Þeim lærisveini var nú leyft að koma inn í garðinn ásamt Jesú, \v 16 en Pétur varð að standa utan við hliðið. Hinn lærisveinninn talaði við dyravörðinn, sem þá leyfði Pétri að koma inn. \v 17 Þjónustustúlkan, sem gætti dyranna, sneri sér að Pétri og spurði: „Ert þú ekki einn af lærisveinum Jesú?“ \p „Nei!“ svaraði hann, „það er ég ekki.“ \p \v 18 Lögreglan og þjónustufólkið í húsinu stóðu umhverfis eld sem kveiktur hafði verið, því að kalt var í veðri. Stóð Pétur þar ásamt þeim og vermdi sig. \p \v 19 Inni í húsinu var æðsti presturinn að hefja rannsókn í máli Jesú. Spurði hann Jesú um fylgjendur hans og hvað hann hefði kennt þeim. \p \v 20 „Það er öllum ljóst,“ svaraði Jesús, „því ég predikaði reglulega í samkomuhúsunum og musterinu. Allir leiðtogar Gyðinga hafa hlustað á mig. Það sem ég kenndi, kenndi ég opinberlega. \v 21 Hvers vegna spyrðu mig þessarar spurningar? Spyrðu heldur þá sem hafa hlustað á mál mitt. Hér eru til dæmis nokkrir þeirra. Þeir vita hvað ég hef sagt.“ \p \v 22 Einn af hermönnunum, sem þarna stóð, sló þá Jesú og spurði hranalega: „Svarar þú æðsta prestinum svona?“ \p \v 23 „Ef þetta eru ósannindi, þá skaltu sanna það,“ svaraði Jesús, „en ef það er satt, hvers vegna slærðu mig þá?“ \p \v 24 Eftir þetta sendi Annas Jesú, í böndum, til Kaífasar æðsta prests. \p \v 25 Á meðan þetta fór fram, stóð Pétur við eldinn og nú fékk hann aftur að heyra sömu spurninguna: „Ert þú ekki einn af lærisveinum hans?“ \p „Nei, alls ekki,“ svaraði Pétur. \p \v 26 Þá spurði einn af þjónum æðsta prestsins – en sá var skyldur manninum sem Pétur hjó af eyrað: „Sá ég þig ekki úti í garðinum með Jesú?“ \p \v 27 En Pétur neitaði enn og um leið galaði hani. \s1 Jesús frammi fyrir Pílatusi \p \v 28 Rannsókn Kaífasar í máli Jesú lauk árla morguns og að því loknu var farið með hann til hallar rómverska landstjórans. Sjálfir vildu ákærendur hans ekki fara þangað inn, því að þá hefðu þeir „óhreinkast“, að eigin sögn, og þar með ekki mátt neyta páskalambsins. \v 29 Pílatus landstjóri fór því út til þeirra og spurði: „Hvað hafið þið á móti þessum manni? Hver er ákæra ykkar?“ \p \v 30 „Ef hann væri ekki afbrotamaður, hefðum við ekki handtekið hann.“ svöruðu þeir hvassyrtir. \p \v 31 „Farið þá með hann og dæmið hann sjálfir, eftir ykkar eigin lögum,“ sagði Pílatus. \p „En við höfum ekki leyfi til að taka mann af lífi,“ svöruðu þeir, „þú verður að gefa okkur leyfi til þess.“ \p \v 32 Með þessum orðum rættist spádómur Jesú, um hvernig dauða hans bæri að. \p \v 33 Pílatus fór þá aftur inn í höllina og lét leiða Jesú fram fyrir sig. „Ert þú konungur Gyðinga?“ spurði hann. \p \v 34 „Hvað áttu við með orðinu „konungur“?“ spurði Jesús, „leggur þú í það skilning Rómverja eða Gyðinga?“ \p \v 35 „Er ég þá Gyðingur?“ spurði Pílatus byrstur. „Samlandar þínir og æðstu prestarnir komu með þig hingað. En hvers vegna gerðu þeir það? Hvað hefur þú aðhafst?“ \p \v 36 „Ríki mitt er ekki af þessum heimi,“ svaraði Jesús. „Ef svo væri, hefðu fylgjendur mínir barist þegar leiðtogar Gyðinga handtóku mig. Nei, mitt ríki er ekki af þessum heimi.“ \p \v 37 „Þú ert þá konungur?“ spurði Pílatus. \p „Já,“ svaraði Jesús, „til þess fæddist ég. Ég kom til að flytja heiminum sannleikann. Þeir sem elska sannleikann fylgja mér.“ \p \v 38 „Hvað er sannleikur?“ sagði þá Pílatus. Síðan fór hann aftur út til fólksins og sagði: „Þessi maður er ekki sekur um neinn glæp. \v 39 Það er venja hjá ykkur að biðja mig að sleppa einhverjum fanga um páskana og ég skal gjarnan láta lausan „konung Gyðinga“, ef þið viljið.“ \p \v 40 En mannfjöldinn hrópaði á móti og sagði: „Nei! Ekki hann, heldur Barrabas!“ En Barrabas var ræningi. \c 19 \p \v 1 Þá lét Pílatus húðstrýkja Jesú. \v 2 Og að því loknu bjuggu hermennirnir til kórónu úr þyrnum, settu hana á höfuð hans og færðu hann síðan í purpurarauða skikkju. \p \v 3 „Lengi lifi konungur Gyðinga!“ hrópuðu þeir í hæðnistóni og börðu hann. \p \v 4 Pílatus fór nú aftur út og sagði við Gyðingana: „Ég ætla að leiða hann fram fyrir ykkur, en gerið ykkur ljóst að ég finn enga sök hjá honum.“ \v 5 Jesús gekk þá út í skikkjunni rauðu og með þyrnikórónuna á höfði. Þá sagði Pílatus: „Sjáið manninn!“ \p \v 6 Þegar æðstu prestarnir og embættismennirnir sáu Jesú, æptu þeir og sögðu: „Krossfestu! Krossfestu hann!“ \p „Krossfestið þið hann sjálfir,“ svaraði Pílatus, „ég finn alls enga sök hjá honum.“ \p \v 7 Þá svöruðu þeir: „Samkvæmt okkar lögum á hann að deyja, því að hann sagðist vera sonur Guðs.“ \p \v 8 Þegar Pílatus heyrði þetta, varð hann enn hræddari. \v 9 Aftur fór hann með Jesú inn í höllina og spurði: „Hvaðan ertu?“ Jesús svaraði engu. \p \v 10 „Svaraðu mér!“ sagði Pílatus ógnandi. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef einnig vald til að krossfesta þig?“ \p \v 11 Jesús svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér, ef þér væri ekki gefið það að ofan og því er synd þeirra, sem leiddu mig hingað, meiri en þín.“ \p \v 12 Pílatus reyndi enn að fá hann lausan, en þá sögðu leiðtogar Gyðinga við hann: „Ef þú sleppir honum, þá ertu óvinur keisarans, því sá sem segist vera konungur, rís gegn keisaranum!“ \p \v 13 Þegar Pílatus heyrði þetta, leiddi hann Jesú aftur fram fyrir þá og settist í dómarasætið. \v 14 Þetta var um sexleytið að morgni, daginn fyrir páskahátíðina. \p Pílatus sagði nú við Gyðingana: „Hér er konungur ykkar!“ \p \v 15 „Burt með hann!“ æptu þeir, „burt, með hann – krossfestu hann!“ \p „Hvað þá? Krossfesta konung ykkar?“ spurði Pílatus. \p „Við höfum engan konung nema keisarann,“ hrópuðu æðstu prestarnir. \p \v 16 Þá lét Pílatus Jesú í hendur þeirra að hann yrði krossfestur. \s1 Krossfestingin \p \v 17 Loksins höfðu Gyðingar Jesú á sínu valdi. Þeir fóru með hann út úr borginni og hann bar kross sinn til staðar sem kallast Hauskúpa eða Golgata á hebresku. \v 18 Þar krossfestu þeir hann og tvo aðra með honum, Jesú í miðið, en hina sinn til hvorrar handar. \v 19 Pílatus lét setja skilti á krossinn uppi yfir Jesú, þar sem stóð: „Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga.“ \v 20 Staðurinn þar sem Jesús var krossfestur, var nálægt borginni og því lásu margir það sem á skiltinu stóð. Áritunin var á hebresku, latínu og grísku. \p \v 21 Æðstu prestarnir sögðu þá við Pílatus: „Breyttu þessu og láttu standa: „Hann sagði: Ég er konungur Gyðinga.“ “ \p \v 22 Pílatus svaraði: „Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað. Því verður ekki breytt.“ \p \v 23-24 Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú, skiptu þeir fötum hans í fjóra hluta, svo að hver fékk sinn hlut. Síðan sögðu þeir: „Við skulum ekki skipta kyrtlinum í fernt, því að hann er prjónaður og hvergi samsettur, við skulum heldur varpa hlutkesti um hann.“ Þar með rættist ritningarstaður sem segir svo: „Þeir skiptu með sér klæðum mínum og vörpuðu hlutkesti um kyrtil minn.“ \p \v 25 Það var einmitt þetta sem þeir gerðu. Nálægt krossi Jesú stóð María móðir hans, María móðursystir hans, kona Kleófasar og María Magdalena. \v 26 Þegar Jesús sá móður sína standa þar hjá nánasta vini sínum, sagði hann við hana: „Hann er sonur þinn.“ \p \v 27 Síðan sagði hann við mig: „Hún er móðir þín.“ Frá þeirri stundu tók ég hana inn á heimili mitt. \p \v 28 Nú vissi Jesús að öllu var lokið og því sagði hann, til þess að uppfylla spádóm Biblíunnar: „Mig þyrstir.“ \v 29 Rétt þar hjá stóð krukka með súru víni. Svampur var vættur í víninu og festur á ísópsgrein, sem síðan var rétt upp að vörum hans. \p \v 30 Eftir að Jesús hafði bragðað á víninu sagði hann: „Það er fullkomnað!“ Síðan hneig höfuð hans og hann gaf upp andann. \p \v 31 Menn vildu ekki láta fangana hanga þarna næsta dag, sem var helgidagur (mesti helgidagur ársins – páskarnir). Þeir báðu því Pílatus að skipa svo fyrir að fótleggir mannanna skyldu brotnir, og þannig flýtt fyrir dauða þeirra, svo að hægt yrði að taka líkin niður. \v 32 Hermennirnir komu því og brutu beinin í mönnunum tveimur, sem krossfestir höfðu verið með Jesú. \v 33 En þegar að honum kom, sáu þeir að hann var þegar dáinn og brutu því ekki bein hans. \p \v 34 Einn hermannanna stakk spjóti í síðu Jesú og rann þá út blóð og vatn. \v 35 Ég sá þetta allt sjálfur og skýri hér satt frá, svo að þið getið einnig trúað. \p \v 36-37 Þetta gerðu hermennirnir til að rættist ritningarstaður sem þannig hljóðar: „Ekkert af beinum hans mun brotið verða,“ og „þeir munu horfa á þann sem þeir stungu“. \s1 Jesús lagður í gröf \p \v 38 Jósef frá Arímaþeu, sem var lærisveinn Jesú á laun, af ótta við leiðtoga Gyðinga, bað Pílatus um leyfi til að taka líkama Jesú niður og leyfði Pílatus honum það. \v 39 Nikódemus, maðurinn sem eitt sinn hafði komið til Jesú seint um kvöld, kom einnig og hafði með sér fimmtíu kíló af smyrslum sem gerð voru úr myrru og alóe. \v 40 Þeir hjálpuðust síðan að við að vefja líkama Jesú í léreftsdúk, smurðan ilmsmyrslum, en slíkt er venja við greftranir hjá Gyðingum. \v 41 Rétt hjá aftökustaðnum var trjálundur. Þar var ný gröf, sem aldrei hafði verið notuð. \v 42 Vegna hátíðarinnar, sem hófst klukkan sex síðdegis, þurftu mennirnir að hafa hraðan á og vegna þess hve gröfin var nálægt, lögðu þeir hann þar. \c 20 \s1 Jesús lifir \p \v 1 Snemma að morgni sunnudagsins, meðan enn var dimmt, kom María Magdalena að gröfinni og sá hún þá að steinninn hafði verið færður frá grafardyrunum. \p \v 2 Hún hleypur því burt, finnur Símon Pétur og mig og segir: „Þeir hafa tekið líkama Drottins úr gröfinni og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann!“ \p \v 3-4 Við hlupum út að gröfinni til að athuga þetta. Ég hljóp hraðar en Pétur og náði því þangað á undan honum \v 5 og gægðist inn. Sá ég þá léreftsdúkinn liggja þar, en ekki fór ég inn. \v 6 Rétt í því bar Símon Pétur að og fór hann rakleitt inn í gröfina. Hann sá líka dúkinn \v 7 og klútinn, sem hulið hafði höfuð Jesú. \v 8 Þá fór ég einnig inn á eftir honum. Ég sá og trúði (að hann hefði risið upp) \v 9 en til þessa höfðum við ekki skilið orð Biblíunnar um upprisu hans. \p \v 10 Við snerum aftur heimleiðis, \v 11 en um svipað leyti fór María aftur út að gröfinni og stóð þar úti fyrir og grét. Hún gægðist grátandi inn í gröfina. \v 12 Sá hún þá tvo engla í hvítum kyrtlum sitja þar, annan við höfðalagið, en hinn til fóta, þar sem líkami Jesú hafði legið. \p \v 13 „Hví grætur þú?“ spurðu englarnir. \p „Vegna þess að þeir hafa tekið Drottin minn í burtu og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ \v 14 Síðan leit hún um öxl rétt sem snöggvast og sá einhvern standa fyrir aftan sig. Það var Jesús, en hún þekkti hann ekki. \p \v 15 „Hvers vegna grætur þú?“ spurði hann, „og að hverjum ertu að leita?“ Hún hélt að þetta væri eftirlitsmaður garðsins og sagði: „Herra, segðu mér hvar þú hefur lagt hann, ef þú hefur farið með hann burt, svo að ég geti sótt hann.“ \p \v 16 „María!“ sagði Jesús. \p Hún sneri sér að honum. „Meistari!“ hrópaði hún. \p \v 17 „Snertu mig ekki,“ sagði hann ákveðinn, „því að ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. Farðu nú og finndu bræður þína og segðu þeim að ég muni stíga upp til föður míns og föður ykkar, Guðs míns og Guðs ykkar.“ \p \v 18 María Magdalena fór og fann lærisveinana og sagði við þá: „Ég hef séð Drottin!“ Síðan flutti hún þeim skilaboðin. \p \v 19 Þetta kvöld komu lærisveinarnir saman og læstu að sér af ótta við leiðtoga þjóðarinnar. En skyndilega stóð Jesús þar mitt á meðal þeirra. \p „Friður sé með ykkur!“ sagði hann. \p \v 20 Því næst sýndi hann þeim hendur sínar og síðusárið. Lærisveinarnir urðu mjög glaðir er þeir sáu Drottin. \p \v 21 Þá talaði hann aftur til þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur! Eins og faðirinn sendi mig, sendi ég ykkur líka.“ \v 22 Síðan blés hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda. \v 23 Ef þið fyrirgefið einhverjum syndir hans, þá eru þær fyrirgefnar. Ef þið neitið honum um fyrirgefningu, þá fær hann hana ekki.“ \s1 Tómas efasemdamaður \p \v 24 Einn af lærisveinunum, Tómas, kallaður „tvíburinn“, var ekki viðstaddur þegar þetta gerðist. \v 25 Seinna, þegar hinir sögðu honum að þeir hefðu séð Drottin, svaraði hann: „Ég trúi því ekki, nema ég sjái sárin eftir naglana í lófum hans og geti stungið fingrum mínum í þau og lagt höndina á síðusárið.“ \p \v 26 Viku síðar voru lærisveinarnir aftur samankomnir og í þetta sinn var Tómas með þeim. Dyrunum hafði verið læst, en skyndilega – og á sama hátt og áður – stóð Jesús á meðal þeirra og sagði: „Friður sé með ykkur!“ \p \v 27 Síðan sagði hann við Tómas: „Stingdu fingri þínum í lófa mér og leggðu höndina á síðusárið. Vertu nú ekki vantrúaður heldur trúaður.“ \p \v 28 „Drottinn minn og Guð minn!“ sagði Tómas. \p \v 29 Jesús sagði þá við hann: „Þú trúðir af því að þú hefur séð mig, en sælir eru þeir sem ekki sáu, en trúðu þó!“ \p \v 30-31 Lærisveinarnir sáu hann gera mörg önnur kraftaverk en þau sem hér hefur verið lýst. En þessi bók er rituð til þess að þú trúir að Jesús sé Kristur, Guðssonurinn, og til þess að þú, með trúnni, eignist lífið í samfélaginu við hann. \c 21 \s1 Morgunverður við sólarupprás \p \v 1 Seinna birtist Jesús lærisveinunum á ný og þá við Galíleuvatnið. Það gerðist á þennan hátt: \p \v 2 Nokkrir okkar voru þar, Símon Pétur, Tómas, „tvíburinn“, Natanael frá Kana í Galíleu, Jakob bróðir minn og ég, og tveir aðrir lærisveinar. \p \v 3 „Ég ætla út að fiska,“ sagði Símon Pétur. \p „Við komum með þér,“ sögðum við hinir. Við fórum en urðum ekki varir alla nóttina. \v 4 Við sólarupprás sáum við mann standa á ströndinni en við þekktum hann ekki. \p \v 5 Hann kallaði til okkar og sagði: „Hafið þið fengið nokkuð, drengir?“ \p „Nei,“ svöruðum við. \p \v 6 „Kastið þá netinu hægra megin við bátinn og þá munuð þið fáʼann!“ kallaði hann. Þetta gerðum við og þá fylltist netið af fiski og var mergðin slík að við gátum ekki innbyrt það. \p \v 7 Þá sagði ég við Pétur: „Þetta er Drottinn!“ Þá snaraði Pétur sér úr treyjunni, stökk út í og synti að landi. \v 8 Við hinir vorum kyrrir í bátnum og drógum netið, sem var alveg fullt, á eftir okkur þennan spöl, sem við áttum ófarinn í land. \v 9 Þegar þangað kom, sáum við að þar hafði verið kveiktur eldur. Einnig var þar steiktur fiskur og brauð. \p \v 10 „Komið hingað með nokkra af fiskunum, sem þið veidduð,“ sagði Jesús. \v 11 Símon Pétur fór þá og dró netið á land og taldi úr því 153 stóra fiska. En þótt fjöldinn væri slíkur, hafði netið ekki rifnað. \p \v 12 „Komið, við skulum fá okkur að borða,“ sagði Jesús. Enginn okkar þorði að spyrja hann, hvort hann væri Drottinn í raun og veru, við vorum reyndar vissir um að svo væri. \v 13 Og hann skipti á milli okkar fiskunum og brauðinu. \p \v 14 Þetta var í þriðja sinn sem Jesús birtist okkur eftir upprisuna. \p \v 15 Að morgunverðinum loknum, sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jónasson, elskar þú mig meira en þeir hinir?“ \p „Já,“ svaraði Pétur, „þú veist að ég elska þig.“ \p Þá sagði Jesús við hann: „Gættu lamba minna.“ \p \v 16 Jesús endurtók spurninguna og sagði: „Símon Jónasson, elskar þú mig í raun og veru?“ \p „Já, Drottinn,“ svaraði Pétur, „þú veist að ég elska þig.“ „Annastu sauði mína,“ sagði Jesús. \p \v 17 Og í þriðja sinn spurði Jesús hann: „Símon Jónasson, ert þú sannur vinur minn?“ \p Pétur varð hryggur þegar hann heyrði Jesú spyrja þess sama í þriðja sinn og svaraði: „Drottinn, þú þekkir hjarta mitt og veist að ég elska þig.“ \p „Gæt þú sauða minna,“ svaraði Jesús. \v 18 Síðan bætti hann við og sagði: „Þegar þú varst ungur, gerðirðu það sem þig langaði til og fórst hvert sem þú vildir. En þegar þú eldist muntu verða að rétta út hendur þínar og aðrir munu taka þig með valdi og fara með þig þangað sem þú vilt ekki.“ \v 19 Þetta sagði Jesús til að láta hann vita með hvaða hætti hann mundi deyja og vegsama Guð. Síðan sagði Jesús við hann: „Fylgdu mér!“ \p \v 20 Pétur sneri sér þá við og sá mig, lærisveininn sem Jesús elskaði, koma á eftir sér, en það var ég sem hafði hallað mér upp að Jesú við kvöldmáltíðarborðið og spurt: „Meistari, hver af okkur mun svíkja þig?“ \v 21 Pétur spurði því Jesú: „Hvað með hann, Drottinn? Hvernig mun hann deyja?“ \p \v 22 Jesús svaraði: „Hvað varðar þig um það, ef ég vil að hann lifi þangað til ég kem aftur? En þú skalt fylgja mér.“ \p \v 23 Þetta varð til þess að sá orðrómur barst út meðal bræðranna að þessi lærisveinn mundi ekki deyja, en það hafði Jesús ekki sagt. Hann sagði aðeins: „Hvað varðar þig um það, ef ég vil að hann lifi þangað til ég kem aftur?“ \p \v 24 Ég er þessi lærisveinn! Ég sá þessa atburði gerast og hef ritað um þá hér. Við vitum að frásögn mín er sönn. \p \v 25 Ég býst við að heimurinn mundi varla rúma allar þær bækur sem til yrðu, ef skrifa ætti allt sem gerðist í lífi Jesú.