\id JAS - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Jakobsbréf \toc1 Jakobsbréf \toc2 Jakobsbréf \toc3 Jakobsbréf \mt1 Jakobsbréf \c 1 \p \v 1 Frá Jakobi, þjóni Guðs og Drottins Jesú Krists. \p Til kristinna Gyðinga, hvar sem þeir eru. Sæl verið þið! \s1 Mótlæti styrkir skapgerð ykkar \p \v 2 Kæru vinir, hafið þið mætt miklum freistingum og erfiðleikum? Ef svo er, gleðjist þá! \v 3 En hvers vegna? Vegna þess að trú ykkar og þolinmæði vex ekki nema þið þolið mótlæti. \v 4 Leyfið henni að vaxa! Reynið ekki að flýja vandamálin, því að þegar þolinmæði ykkar hefur náð fullum þroska, getur ekkert sett ykkur úr jafnvægi. Þá hafið þið eignast stöðuga skapgerð. \p \v 5 Ef ykkur langar til að vita hver er vilji Guðs með ykkur, þá spyrjið hann og hann mun fúslega segja ykkur það. Hann er reiðubúinn að miðla vísdómi sínum, þeim sem um það biðja. \v 6 Þegar þið biðjið, þá verðið þið að vænta bænheyrslu. Ef þið efist, eruð þið eins og sjávaralda, sem rís og hrekst fyrir vindi. \p \v 7-8 Þá verða líka allar ákvarðanir ykkar óákveðnar og þið vitið varla í hvorn fótinn þið eigið að stíga. Ef þið biðjið ekki í trú, skuluð þið ekki heldur vænta svars frá Drottni. \p \v 9 Kristnu vinir, sé einhver ykkar lítils metinn í þessum heimi, hefur hann ástæðu til að gleðjast, því að hann er mikils virði í augum Drottins. \v 10-11 Og sá ríki gleðjist af því að Drottinn er ekki háður auðæfum hans. Innan skamms er hann dáinn, eins og blómið, sem skrælnar í sólarbreiskjunni og missir fegurð sína. Þannig fer fyrir hinum ríku, þeir lifa um stund, en deyja svo frá öllu sínu amstri. \p \v 12 Sæll er sá sem stenst freistingu, það styrkir hann gegn hinu illa. Að launum mun hann hljóta kórónu lífsins, sem Guð hefur lofað þeim sem elska hann. \v 13 Munið að Guð freistar aldrei nokkurs manns, enda verður hann sjálfur aldrei fyrir freistingu hins illa. \v 14 Freistingarnar spretta af illum ásetningi og óhreinum hugsunum. \v 15 Slíkar hvatir leiða til illverka og refsingin, sem af þeim leiðir, er dauðinn. \v 16 Kæru vinir, gætið þess að villast ekki af leið! \s1 Hið góða kemur frá Guði \p \v 17 Allt, sem gott er og fullkomið, kemur frá Guði, skapara ljóssins. Ljómi hans er eilífur og óumbreytanlegur og á hann fellur ekki skuggi. \v 18 Með krafti orða sinna kveikti hann nýtt líf í hjörtum okkar – endurfæddi okkur og þar með urðum við fyrstu börnin í hans nýju fjölskyldu. \p \v 19 Kæru vinir, hér er góð regla: Hlustið og takið vel eftir öllu, segið fátt og reiðist ekki. \v 20 Guð vill að við séum góð, en reiðin er aðeins til ills. \p \v 21 Leggið nú af allt illt, hvort sem það er í orði, verki eða hugsun, en gleðjist heldur yfir þeim mikla boðskap sem við höfum meðtekið, því að nái hann tökum á okkur, getur hann frelsað sálir okkar. \p \v 22 Og munið: Ekki nægir aðeins að hlusta á boðskapinn, honum verður einnig að hlýða, athugið það! \v 23 Sá sem lætur sér nægja að hlusta, en fer ekki eftir því sem hann heyrir, er líkur manni sem horfir á sjálfan sig í spegli, \v 24 en gleymir svo útliti sínu jafnskjótt og hann er genginn frá speglinum. \v 25 En sá sem sífellt rannsakar orð Guðs og hjálpræðisverk hans og fer eftir því, mun hljóta blessun við allt sem hann gerir. \p \v 26 Sá sem telur sig kristinn, en hefur ekki taumhald á tungu sinni, blekkir sjálfan sig og trú hans er einskis virði. \v 27 Í augum Guðs birtist sönn trú í því að annast ekkjur og munaðarlausa, og vera Drottni trúr – og óhreinka sig ekki af hinu illa. \c 2 \s1 Forðist manngreinarálit \p \v 1 Kæru vinir, hvernig getið þið sagst tilheyra Jesú Kristi, Drottni dýrðarinnar, ef þið upphefjið ríka á kostnað fátækra? \p \v 2 Segjum svo að inn í kirkjuna ykkar komi maður, ríkmannlega klæddur, með dýrmæta gullhringi á fingrum sér, og um leið kæmi annar fátækur og illa til fara. \v 3 Þá dekrið þið við ríka manninn og látið hann setjast á besta stað, en segið við þann fátæka: „Þú getur staðið þarna fjær ef þú vilt eða setið úti í horni.“ \v 4 Þið farið í manngreinarálit ef þið vegið og metið menn eftir eigum þeirra. \p \v 5 Takið eftir, kæru vinir: Guð hefur valið hina fátæku til að auðgast í trúnni og erfa ríki himnanna. Það er gjöfin, sem Guð hefur heitið öllum þeim sem elska hann. \v 6 En í dæminu um mennina tvo, hafið þið lítilsvirt fátæka manninn. Vitið þið ekki að það eru venjulega þeir ríku, sem troða á rétti ykkar og draga ykkur fyrir dómstóla? \v 7 Það eru oftast þeir sem hæðast að Jesú Kristi og hans göfuga nafni, sem nefnt var yfir ykkur. \p \v 8 Vissulega er gott að þið hlýðið þannig þessari skipun Drottins: „Elskið og hjálpið meðbræðrum ykkar eins og þið elskið og annist ykkur sjálfa,“ \v 9 en ef þið farið í manngreinarálit, þá brjótið þið þetta boðorð og syndgið. \p \v 10 Þótt einhverjum tækist að halda allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá yrði hann jafnsekur þeim sem brýtur þau öll. \v 11 Sá Guð, sem sagði að þið mættuð ekki ganga að eiga gifta konu, sagði einnig að óheimilt væri að fremja morð. Og þótt þú hafir ekki brotið hjúskaparlögin með því að drýgja hór, en þess í stað myrt einhvern, þá hefur þú fótum troðið lög Guðs. \p \v 12 Þið verðið dæmd eftir því hvort þið gerið, eða látið ógert, það sem Kristur býður ykkur. Gætið því að hvað þið hugsið og gerið, \v 13 því að þeim sem er miskunnarlaus við aðra, verður engin miskunn sýnd. En ef þið miskunnið, þurfið þið ekki að óttast dóm Guðs. \s1 Trú og verk \p \v 14 Kæru vinir, hvað gagnar það þótt þið segist eiga trú og vera kristnir, ef það sést ekki í hjálpsemi við aðra? Mun slík trú geta frelsað nokkurn? \v 15 Þú segir við vin þinn, sem skortir bæði fæði og klæði: \v 16 „Hafðu það gott og borðaðu þig saddan. Vertu sæll og Guð blessi þig!“ Hvaða gagn er í slíku, ef þú gefur honum hvorki föt né mat? \p \v 17 Þið skiljið af þessu að trúin ein nægir ekki. Þið verðið einnig að gera öðrum gott til þess að sanna að þið eigið trúna. Trú, sem ekki birtist í góðum verkum, er alls engin trú. Slík trú er dauð og gagnslaus. \p \v 18 Þú segir kannski: „Já, en trúin er eina leiðin til Guðs.“ Því svara ég: „Góð verk eru líka mikilvæg, því að án þeirra getur þú ekki sýnt að þú trúir. Verkin sanna trúna.“ \p \v 19 Eru fleiri á meðal ykkar, sem segja að það nægi „bara að trúa“? Trúa hverju? Því að aðeins sé til einn Guð? Því trúa illu andarnir líka og skjálfa við tilhugsunina! \v 20 Fávísi maður! Hvenær ætlar þú að láta þér skiljast, að trúin er gagnslaus nema þú gerir Guðs vilja? Trú, sem ekki birtist í góðum verkum, er dauð trú. \p \v 21 Þið munið að Abraham, faðir okkar, var einmitt úrskurðaður réttlátur vegna þess sem hann gerði, eftir að hann ákvað að hlýða Guði, jafnvel þótt það fæli í sér að hann þyrfti að fórna Ísaki syni sínum. \v 22 Skiljið þið þetta? Abraham bar slíkt traust til Guðs að hann var fús að hlýða honum í einu og öllu. Trú hans fullkomnaðist í verkum hans. \v 23 Gamla testamentið orðar þetta svo: Abraham trúði Guði og það réttlætti hann í augum Guðs. Abraham var meira að segja kallaður „vinur Guðs“. \v 24 Af þessu sjáið þið að maðurinn frelsast af verkum, sem hann vinnur í trú. \p \v 25 Skækjan Rahab er enn eitt dæmið um þetta. Hún bjargaðist vegna þess sem hún gerði. Hún faldi sendiboðana og kom þeim síðan undan. \v 26 Eins og líkaminn deyr þegar andinn yfirgefur hann, þannig er trúin líka dauð, ef hún birtist ekki í góðum verkum. \c 3 \s1 Gætið tungunnar \p \v 1 Kæru vinir, verið ekki of fljótir á ykkur að setja ofan í við aðra, \v 2 því að öll gerum við mistök, og ef við, sem uppfræðum aðra í trúnni, gerum rangt, þá munum við fá þyngri refsingu en hinir. \p Sá sem hefur stjórn á tungu sinni, sýnir að hann hefur fullkomið vald á sjálfum sér. \v 3 Með beislinu einu getum við látið sterkan hest hlýða okkur og fara hvert sem við viljum. \v 4 Með litlu stýri getur stýrimaðurinn snúið stóru skipi hvert sem hann vill, jafnvel í stormi. \p \v 5 Tungan er einnig lítil, en getur valdið miklu tjóni! Skógareld má kveikja með einum litlum neista. \v 6 Tungan er logandi eldur. Hún er full illsku og eitrar allan líkamann. Tungan er tendruð af sjálfu helvíti og hún getur leitt ógn og eyðingu yfir líf okkar. \p \v 7 Menn geta tamið alls konar skepnur og fugla, skriðkvikindi og fiska, \v 8 en tunguna ræður enginn mannlegur máttur við. Hún er sífellt reiðubúin að spýta banvænu eitri. \v 9 Aðra stundina lofar hún Guð á himnum, en hina formælir hún mönnunum sem skapaðir eru í hans mynd. \v 10 Þannig kemur bæði blessun og bölvun af sömu vörum. Kæru vinir, slíkt er rangt og á ekki að eiga sér stað! \v 11 Úr hvaða lind streymir ferskt vatn, en síðan beiskt? \v 12 Hver tínir ólífur af fíkjutré eða fíkjur af vínviði? Enginn, og úr saltri lind fær enginn ferskan sopa. \p \v 13 Sértu hygginn, þá vendu þig á að gera hið góða, svo að allt sé gott, sem frá þér kemur, en ef þú stærir þig af því, er auðséð að þú ert óskynsamur. \v 14 Ef þú ert bitur, afbrýðisamur og eigingjarn, stærðu þig þá ekki af því að vera góður og gáfaður – verri mótsögn er ekki til. \v 15 Afbrýðisemi og sjálfselska eru ekki hyggindi frá Guði. Slíkt er jarðneskt, í andstöðu við Guð og innblásið af djöflinum. \v 16 Þar sem afbrýðisemi og eigingirni ræður ríkjum, logar allt í ófriði. \v 17 Þekking sú, sem Guð gefur okkur, er hins vegar hrein og ljúf, friðsöm, kærleiksrík og kurteis. Hún hlustar fúslega á skoðanir annarra og tekur tillit til þeirra. \v 18 Hún er sönn og miskunnsöm og þeir sem hana ástunda; sá friði og uppskera hið góða. \c 4 \s1 Hvað veldur ósamkomulaginu? \p \v 1 Hvað veldur öllum þessum deilum og rifrildi á meðal ykkar? Eru það ekki hinar illu hvatir sem reyna að ná valdi yfir ykkur? \v 2 Þið heimtið, en fáið samt ekki, þið drepið og öfundið – girnist eigur annarra, þið hafið ekki ráð á að eignast slíkt og beitið síðan ofbeldi til að ná því. Ástæða þess að þið fáið ekki það sem þið girnist, er einfaldlega sú að þið biðjið ekki Guð um það. \v 3 En jafnvel þótt þið biðjið, þá fáið þið það ekki, því þið biðjið með röngu hugarfari, já, viljið njóta þessara hluta af eigingirni. \p \v 4 Þið líkist ótrúrri konu, sem elskar óvin manns síns. Skiljið þið ekki að vinátta við heiminn – illar nautnir þessa heims – er óvinátta við Guð. Ég endurtek: Ef markmið ykkar er að fá notið allra nautna þessa óguðlega heims, þá getið þið ekki samtímis verið vinir Guðs. \v 5 Eða hvað haldið þið að Biblían eigi við þegar hún segir að heilagur andi, sem Guð hefur sent í hjörtu okkar, vaki yfir okkur og sé umhugað um velferð okkar? \v 6 Heilagur andi styrkir okkur gegn öllum illum hvötum. Og Biblían segir líka: „Guð stendur gegn dramblátum, en blessar og hjálpar hinum auðmjúku.“ \p \v 7 Beygið ykkur því undir vald Guðs. Standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur. \v 8 Nálgist Guð og þá mun hann nálgast ykkur. Þvoið hendur ykkar, syndarar, og gefið Guði einum rúm í hjörtum ykkar, svo að þau verði heil og hrein. \v 9 Grátið yfir syndum ykkar og iðrist af öllu hjarta. Hláturinn snúist í hryggð og gleðin í dapurleik. \v 10 Þegar þið auðmýkið ykkur fyrir Drottni, mun hann upphefja ykkur, hughreysta og hjálpa. \p \v 11 Verið ekki aðfinnslusöm og talið ekki illa hvert um annað, vinir. Ef þið gerið það, brjótið þið boðorð Guðs að elska hvert annað. Þetta boðorð var okkur ekki gefið til að vega það og meta, heldur til að við hlýddum því. \v 12 Hann sem gaf þessa skipun, er sá eini, sem getur dæmt mál okkar mannanna með réttvísi. Hann einn ákveður hvort við frelsumst eða glötumst, og hvaða rétt hafið þið þá til að gagnrýna aðra og dæma? \p \v 13 Takið eftir, þið sem segið: „Í dag eða á morgun förum við til þessa eða hins bæjarins og þar ætlum við að dveljast í eitt ár og græða á viðskiptum.“ \v 14 Vitið þið nokkuð hvað morgundagurinn ber í skauti sínu? Líf ykkar er jafn hverfult og morgunþokan, sem sést um stund, en hverfur síðan. \v 15 Segið heldur: „Ef Drottinn vill, þá lifum við og gerum þetta eða hitt.“ \v 16 Nú stærið þið ykkur af eigin áformum og slíkt stærilæti er Guði á móti skapi. \v 17 Sá sem hefur vit á að gera hið góða, en gerir það samt ekki, drýgir synd. \c 5 \s1 Viðvörun til ríkra \p \v 1 Hlustið nú auðmenn! Þið ættuð að gráta og kveina yfir ógæfunni sem bíður ykkar. \v 2 Auður ykkar er orðinn fúinn og skartklæði ykkar verða að mölétnum ræflum. \v 3 Jafnvel gullið og silfrið mun falla í verði og valda ykkur skömm og hugarangri. Þið hafið safnað auðæfum handa sjálfum ykkur, safnað í varasjóð á hinum síðustu tímum. \v 4 Hlustið á kvein verkamannanna sem þið arðrænduð. Hróp þeirra hafa náð eyrum Drottins hersveitanna. \p \v 5 Þið hafið alið sjálfa ykkur eins og sláturfé – eytt tíma ykkar við skemmtanir og látið allt eftir duttlungum ykkar. \v 6 Með þessu athæfi hafið þið sakfellt og deytt hinn réttláta og góða, sem ekki ver hendur sínar. \s1 Við bíðum endurkomu Drottins \p \v 7 Kæru vinir, verið þolinmóð meðan þið bíðið endurkomu Drottins, eins og bóndinn bíður þess þolinmóður að dýrmæt uppskeran nái fullum þroska. \v 8 Verið þolinmóð og hugrökk, því að koma Drottins er í nánd. \p \v 9 Vinir mínir, kvartið ekki hvert yfir öðru. Eruð þið sjálf gallalaus? Sjá! Dómarinn mikli er að koma. Hann er rétt ókominn. Látið hann um að dæma. \p \v 10 Spámenn Drottins sýndu þolinmæði í þrengingunum og eru okkur því góð fyrirmynd. \v 11 Nú njóta þeir gleði, því að þeir voru honum trúir, þrátt fyrir þrengingarnar sem það kostaði þá. Job er dæmi um mann, sem treysti Drottni mitt í þjáningunni. Reynsla hans sýnir hvernig áform Drottins varð til góðs, því að Drottinn er ríkur af miskunn og mildi. \p \v 12 En umfram allt, kæru vinir, sverjið hvorki við himininn né jörðina né nokkuð annað. Látið nægja að segja já eða nei, svo að þið syndgið ekki og hljótið dóm. \s1 Lækning og hjálp \p \v 13 Ef einhver ykkar þjáist, þá biðji hann, og sá sem glaður er, syngi lofsöng. \p \v 14 Sé einhver ykkar veikur, þá kalli hann til sín presta eða leiðtoga safnaðarins, og þeir skulu bera á hann jurtaolíu í nafni Drottins og biðja fyrir honum. \v 15 Sé bæn þeirra beðin í trú, mun hann læknast, því að Drottinn mun gefa honum heilsuna á ný. Hafi synd verið orsök sjúkdómsins, þá mun Drottinn fyrirgefa hana. \p \v 16 Játið syndir ykkar hvert fyrir öðru og biðjið hvert fyrir öðru, svo þið verðið heilbrigð. Einlæg og kröftug bæn réttláts manns megnar mikið. \v 17 Elía var venjulegur maður eins og við, en þegar hann bað þess í einlægni að ekki rigndi, kom ekki dropi úr lofti í þrjú og hálft ár! \v 18 Hann bað öðru sinni, en þá um regn. Og regnið kom, svo að grasið grænkaði og jörðin bar ávöxt. \p \v 19-20 Kæru vinir, ef einhver villist burt frá Guði og hættir að treysta Drottni, þá skuluð þið vita að sá sem leiðir hann aftur til Guðs og hjálpar honum til að skilja sannleikann að nýju, bjargar vegvilltri sál frá dauða og verður til þess að margar syndir fást fyrirgefnar. \p Jakob