\id GAL - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Galatabréfið \toc1 Galatabréfið \toc2 Galatabréfið \toc3 Galatabréfið \mt1 Galatabréfið \c 1 \p \v 1 Frá Páli, boðbera Krists, og öðrum kristnum mönnum sem hér eru. \p \v 2 Til safnaðanna í Galatalandi. \p Köllun mína til kristniboðs fékk ég ekki frá hópi manna eða félagi, heldur frá Kristi Jesú sjálfum og Guði föður sem reisti Krist upp frá dauðum. \v 3 Friður og blessun Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur. \v 4 Kristur dó fyrir syndir okkar eins og Guð faðir hafði ætlast til, og frelsaði okkur frá öllu því illa sem ræður ríkjum í þessum heimi. \v 5 Dýrð sé Guði um aldir alda. Amen. \s1 Ekkert annað fagnaðarerindi \p \v 6 Ég undrast hve fljótt þið hafið snúið ykkur frá Guði, sem af kærleika sínum og miskunn bauð ykkur hlut í eilífa lífinu, sem hann gefur í Kristi. Þið eruð strax komin út á annan „veg til himins“, – veg sem hreint ekki liggur til himins! \v 7 Það er ekki um neina aðra leið að ræða en þá sem við bentum ykkur á. Þið hafið látið blekkjast af þeim sem rangsnúa sannleikanum um Krist. \p \v 8 Ef einhver boðar aðra leið til Guðs en þá sem við boðuðum ykkur, þá sé hann bölvaður, jafnvel þótt það væri ég eða engill frá himni. \v 9 Ég endurtek: Ef einhver boðar annað fagnaðarerindi en það sem þið hafið tekið á móti, þá komi bölvun Guðs yfir hann. \p \v 10 Ykkur er ljóst að ég er ekki að reyna að þóknast ykkur með fagurgala og smjaðri. Nei, ég reyni að þóknast Guði. Ef ég væri enn að reyna að þóknast mönnum, þá gæti ég ekki verið þjónn Krists. \p \v 11 Kæru vinir, sú leið til himins, sem ég predika, er ekki byggð á hugmyndum eða óskhyggju manna. \v 12 Boðskapur minn er frá sjálfum Kristi Jesú og engum öðrum! Það var hann sem lagði mér orð í munn. Hann einn uppfræddi mig. \p \v 13 Þið vitið hvernig ég var meðan ég var í Gyðingdómnum. Ég elti hina kristnu miskunnarlaust, kom þeim á kné og gerði mitt besta til að útrýma þeim. \v 14 Ég var einn trúhneigðasti Gyðingur landsins og reyndi eins og ég gat að fara eftir öllum gömlu siðareglum trúar minnar. \p \v 15 En skyndilega breyttist allt! Sannleikurinn er sá, að áður en ég fæddist, hafði Guð af miskunn sinni útvalið mig sér til eignar. \v 16 Síðan kallaði hann mig, því hann ætlaði mér að bera syni sínum vitni meðal heiðingjanna og kynna þeim gleðitíðindin um Jesú. \p Fyrst í stað sagði ég engum frá þessu. \v 17 Ég fór ekki til Jerúsalem til að ráðgast við þá sem höfðu orðið postular á undan mér, heldur fór ég til Arabíu. Síðan fór ég aftur til Damaskus. \v 18 Og loks þrem árum síðar fór ég til Jerúsalem til að heimsækja Pétur og dvaldist hjá honum í fimmtán daga. \v 19 Ég hitti aðeins einn annan postula, Jakob, bróður Drottins. \v 20 Þetta sem ég nú hef sagt ykkur er satt, það veit Guð. Þannig var þetta nákvæmlega, ég lýg ekki. \v 21 Eftir þessa heimsókn fór ég til Sýrlands og Kilikíu. \v 22 Hinir kristnu í Júdeu þekktu mig ekki persónulega. \v 23 Allt sem þeir vissu um mig, voru þessi ummæli: „Sá sem áður ofsótti, boðar nú trúna.“ \v 24 Og þeir lofuðu Guð vegna mín. \c 2 \p \v 1 Fjórtán árum síðar fór ég aftur til Jerúsalem og þá með Barnabasi. Títus varð samferða okkur. \v 2 Ég fór þangað eftir beinni skipun frá Guði, til að gera bræðrunum þar grein fyrir þeim boðskap sem ég hafði flutt heiðingjunum. Ég talaði við leiðtoga safnaðarins í þeirri von að þeir legðu blessun sína yfir boðskapinn, \v 3 sem þeir og gerðu. Þeir fóru ekki einu sinni fram á að Títus, félagi minn, yrði umskorinn, en hann var áður heiðingi. \s1 Deilan um „lögin“ \p \v 4 Slík krafa hefði ekki heldur getað komið fram þar, nema þá frá þeim sem kalla sig kristna, en eru það ekki í reynd. Þeir – þessir falsbræður – höfðu laumast inn og njósnað um okkur til að komast á snoðir um frelsið, sem við njótum í Kristi Jesú, og einnig til að sjá hvort við hlýddum lögum Gyðinga eða ekki. Þeir reyndu að flækja okkur með ýmsum lagakrókum, til að hneppa okkur í bönd eins og þræla. \v 5 En við svöruðum þeim ekki, því við vildum ekki rugla ykkur með vangaveltum um hvort hægt væri að ávinna sér hjálpræði Guðs, með því að láta umskerast og hlýða lögum Gyðinga. \p \v 6 En hvað um það, leiðtogar safnaðarins í Jerúsalem gerðu enga athugasemd við það sem ég predikaði. Það skiptir raunar engu máli þótt þeir væru miklir leiðtogar, því að allir eru jafnir fyrir Guði. \v 7-9 Sem sagt, þegar máttarstólpum safnaðarins, þeim Pétri, Jakobi og Jóhannesi, varð ljóst hversu Guð hafði notað mig til að ávinna heiðingjana, á sama hátt og Pétur hafði orðið til mikillar blessunar með predikunum sínum meðal Gyðinga – því það var Guð sem fékk okkur sitt verkefnið hvorum – þá tókust þeir í hendur við okkur Barnabas og hvöttu okkur til að halda áfram að starfa á meðal heiðingjanna. Sjálfir ætluðu þeir að halda áfram starfi sínu meðal Gyðinga. \v 10 Það eina sem þeir tóku fram, var að við skyldum jafnan muna eftir að rétta fátækum hjálparhönd og sjálfur hef ég reynt að kappkosta það. \p \v 11 Seinna kom Pétur frá Antíokkíu og þá varð ég að mótmæla framkomu hans harðlega í allra áheyrn, því að hún var allsendis óverjandi. \v 12 Ástæðan var sú að fyrst eftir að hann kom, þá borðaði hann með kristnum mönnum sem áður höfðu verið heiðingjar (en höfðu hvorki verið umskornir né gengist undir lög Gyðinga). Síðar komu nokkrir Gyðingar, vinir Jakobs, en þá vildi hann ekki lengur borða með heiðingjunum, því að hann var hræddur um að Gyðingunum myndi ekki líka það. En þeir voru þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að láta umskerast til að geta frelsast. \v 13 Þá gerðist það að allir kristnu Gyðingarnir, ásamt Barnabasi, tóku að hræsna eins og Pétur, þótt þeir vissu auðvitað betur. \v 14 Þegar ég sá þá breyta þannig gegn betri vitund og fara ekki eftir sannleika fagnaðarerindisins, sagði ég við Pétur svo allir heyrðu: „Þótt þú sért fæddur Gyðingur, er langt um liðið frá því þú lagðir lög þeirra og siði á hilluna. Segðu mér: Hvers vegna tekur þú allt í einu upp á því núna að fá þessa heiðingja til að fylgja siðvenjum Gyðinga? \v 15 Báðir erum við fæddir Gyðingar og erum því ekki „syndugir heiðingjar“. \v 16 Samt vitum við vel, sem kristnir Gyðingar, að við getum ekki orðið réttlátir í augum Guðs með því að halda lög Gyðinga. Það er aðeins hægt með því að trúa að Jesús Kristur taki burt syndir okkar. Einmitt þess vegna tókum við trú á Krist, til að við réttlættumst fyrir trúna, en ekki fyrir hlýðni við lög Gyðinga. Enginn maður mun nokkru sinni frelsast fyrir slíka löghlýðni.“ \p \v 17 En hvernig færi ef við sem treystum því að Kristur frelsi okkur, kæmumst að því að við hefðum á röngu að standa og gætum ekki frelsast, nema því aðeins að við létum umskerast og héldum lög Gyðinga? Yrðum við þá ekki að segja að trúin á Krist hefði orðið okkur til tjóns? Nei, slíkt er fráleitt! \v 18 Sannleikurinn er sá að ef við förum að endurreisa gamla kerfið, sem ég hef verið að rífa niður, og reynum að frelsast með því að halda lög Gyðinga, þá sitjum við rækilega föst í syndinni. \v 19 Hvað lögin snertir, er mér ljóst að ég mundi aldrei geta unnið hylli Guðs með því að reyna að hlýðnast þeim, því mér tækist það aldrei. Með því væri ég einungis að undirrita minn eigin dauðadóm. Mér varð ljóst að mennirnir geta aðeins orðið Guði velþóknanlegir fyrir trúna á Krist. \p \v 20 Þegar Kristur var krossfestur, var það vegna óhlýðni minnar og synda. Því er ég krossfestur með honum, sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Það líf sem ég lifi nú í líkamanum er byggt á trú minni á Guðs son, sem elskaði mig og dó í minn stað. \v 21 Sumum finnst Kristur hafa dáið til einskis en það finnst mér ekki. Ef hins vegar væri hægt að frelsast með því að halda lög Gyðinga, þá hefði Kristur dáið til einskis. \c 3 \s1 Lög Gyðinga frelsa engan \p \v 1 Æ, þið heimsku Galatar! Hvaða galdrameistari hefur dáleitt ykkur og lagt á ykkur þessi illu álög? Sú var tíðin að þið sáuð tilganginn með dauða Jesú Krists, jafn skýrt og ég hefði sýnt ykkur mynd af Jesú á krossinum. \v 2 Leyfið mér að spyrja ykkur einnar spurningar: Fenguð þið heilagan anda fyrir að halda lög Gyðinga? Nei, svo sannarlega ekki! Heilagur andi kom ekki yfir ykkur fyrr en þið höfðuð heyrt um Krist og tekið trú á hann. \v 3 Eruð þið orðin rugluð eða hvað? Í fyrra sinnið mistókst ykkur að eignast andlegt líf, því að þið hélduð að leiðin til þess væri að halda lög Gyðinga. Hvernig getur ykkur þá dottið í hug að nú gætuð þið þroskast í trúnni á Krist, með því að hlýða þessum lögum? \v 4 Þið sem hafið orðið að líða svo mikið vegna fagnaðarerindisins, ætlið þið nú að varpa öllu fyrir borð? Ég trúi því ekki? \p \v 5 Ég spyr aftur: Gefur Guð ykkur kraft heilags anda og lætur hann ykkur vinna máttarverk vegna hlýðni ykkar við lög Gyðinga? Nei, auðvitað ekki! Slíkt gerist hins vegar þegar þið trúið Kristi og treystið honum algjörlega. \p \v 6 Slík var einnig reynsla Abrahams. Guð lýsti hann réttlátan fyrir það eitt að hann trúði loforðum Guðs. \v 7 Af þessu getið þið séð að hinir raunverulegu afkomendur Abrahams eru þeir sem trúa á Guð og treysta honum heilshugar. \p \v 8-9 Auk þessa benti Biblían fram til þess tíma, er Guð mundi einnig frelsa heiðingjana vegna trúar þeirra. Fyrir löngu sagði Guð við Abraham: „Eins og ég hef blessað þig, svo mun ég og blessa aðra þá sem mér treysta, hverrar þjóðar sem þeir eru.“ Af þessu er auðséð að allir sem treysta Kristi, fá hlutdeild í blessun Abrahams. \p \v 10 Þeir sem álíta að lög Gyðinga frelsi þá, eru undir bölvun Guðs. Biblían segir skýrt og skorinort: „Bölvaður er hver sá er brýtur lögin í lögbók minni, þótt ekki sé nema eitt ákvæði þeirra.“ \v 11 Af þessu er ljóst að aldrei mun neinn geta unnið sér hylli Guðs með því að reyna að halda lög Gyðinga, því að Guð hefur sagt að eina leiðin til að verða réttlátur í hans augum sé leið trúarinnar. Um þetta segir spámaðurinn Habakúk: „Sá sem finnur lífið, finnur það í trúnni á Guð.“ \v 12 Hvílíkur reginmunur á þessum vegi trúarinnar og vegi laganna. Vegur laganna er þessi: Ef þú hlýðir lögunum í hverju einstöku atriði, þá muntu frelsast. \v 13 Nú hefur Kristur hins vegar keypt okkur laus undan dómi þessa vonlausa lagakerfis, með því að taka á sig bölvunina sem fylgdi óhlýðni okkar. Það gerði hann á krossinum og það minnir ykkur eflaust á orð Biblíunnar: „Bölvaður er hver sá sem á tré hangir.“ \s1 Loforð Guðs komu fyrst \p \v 14 Nú getur Guð einnig blessað heiðingjana með sömu blessun og hann hét Abraham. Sömuleiðis getum við öll sem kristin erum, fengið heilagan anda með því að trúa, eins og okkur hafði verið lofað. \v 15 Kæru vinir, við vitum að í daglegu lífi er það svo að gefi einhver skriflegt loforð og undirriti það, þá verður hann að halda það. Hann getur ekki allt í einu ákveðið að ganga á bak orða sinna. \p \v 16 Nú var það svo að Guð gaf Abraham og barni hans ákveðin loforð. Takið eftir, að ekki er sagt að loforðin væru til barna hans, eins og ef um alla syni hans hefði verið að ræða – alla Gyðinga. – Nei, hér var talað um barn – og þar er auðvitað átt við Krist. \v 17 Með þessu á ég við að loforð sem Guð gaf – ritaði og síðan staðfesti – um að við frelsumst fyrir trú, var útilokað að fella úr gildi eða breyta fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, þegar Guð birti lög sín. \v 18 Ef hlýðni við þau lög gæti frelsað okkur, er augljóst að þar er um aðra leið að ræða til að ná vináttu Guðs, en þá sem Abraham fór, því hann trúði hiklaust loforði Guðs. \p \v 19 En til hvers voru þá lögin? Jú, þeim var bætt við eftir að loforðið hafði verið gefið, til að sýna mönnunum hversu sekir þeir væru þegar þeir brytu lög Guðs. Þessi lög áttu aðeins að gilda þar til Kristur kæmi, en hann er barnið sem loforð Guðs snerist um. (Á þessu tvennu er reyndar enn meiri munur: Guð lét engla færa Móse lögin sem hann síðan færði fólkinu, \v 20 en þegar Guð hins vegar gaf Abraham loforð sitt, þá gerði hann það sjálfur milliliðalaust.) \p \v 21-22 Eru þá lög Guðs í andstöðu við loforð hans? Nei, vissulega ekki! Ef við gætum frelsast með því að halda lögin, þá hefði Guð ekki þurft að opna okkur aðra leið til að losna úr klóm syndarinnar – en Biblían leggur áherslu á að allir séu fangar hennar. Eina undankomuleiðin er trúin á Jesú Krist og hún er öllum opin. \p \v 23 Áður en Kristur kom, vorum við undir ströngu eftirliti laganna. Við vorum bókstaflega í fjötrum, þar til við eignuðumst trúna á frelsarann. \p \v 24 Segja má að lögin hafi rekið okkur til Krists, sem síðan leiddi okkur með trúnni á veginn til Guðs. \v 25 En fyrst Kristur er kominn, þurfum við ekki lengur á þessum lögum að halda til að gæta okkar og leiðbeina okkur til hans. \v 26 Nú erum við börn Guðs fyrir trúna á Jesú Krist, \v 27 og við sem skírð erum til að sameinast honum, höfum íklæðst honum. \v 28 Nú skiptir engu máli hvort við erum Gyðingar eða Grikkir, frjálsir menn eða þrælar, karlar eða konur. Við erum öll kristin og eitt í Kristi Jesú. \v 29 Nú tilheyrum við Kristi og erum því sannir afkomendur Abrahams og öll þau loforð sem Guð gaf honum, tilheyra okkur. \c 4 \p \v 1 Þið vitið að ef faðir deyr og eftirlætur ungum syni sínum mikil auðæfi, þá er barnið lítið betur statt en þræll meðan það vex úr grasi, enda þótt það hafi erft allar eigur föður síns. \v 2 Barnið verður að gera það sem forráða- og fjárhaldsmenn þess segja, þar til það nær þeim aldri sem faðir þess tiltók. \s1 Guð keypti okkur frelsi \p \v 3 Við vorum í svipaðri aðstöðu áður en Kristur kom, undir lögum og reglum Gyðinga, því við töldum það einu leiðina til hjálpræðis. \v 4 En þegar rétti tíminn kom, sem Guð hafði ákveðið, þá sendi hann son sinn. Hann fæddist af konu sem Gyðingur og varð að lúta öllum lögum Gyðinga, \v 5 til að kaupa okkur frelsi, okkur sem voru þrælar laganna, svo að hann gæti ættleitt okkur – gert okkur að börnum sínum. \v 6 Og fyrst við erum börn hans, þá sendi hann anda sonar síns í hjörtu okkar og því getum við nú með sanni sagt að Guð sé faðir okkar. \v 7 Nú erum við ekki framar þrælar, heldur börn Guðs! Fyrst við erum börn hans, þá erum við um leið erfingjar að öllum eigum hans, og það var einmitt áform Guðs. \p \v 8 Áður en þið kynntust Guði, voruð þið heiðingjar. Þið voruð þrælar svokallaðra guða sem voru ekki einu sinni til. \v 9 En fyrst svo var, hvers vegna viljið þið, sem funduð Guð (eða ætti ég heldur að segja að Guð hafi fundið ykkur?), þá snúa við og verða aftur þrælar máttvana og einskis nýtra trúarbragða og komast til himins fyrir hlýðni við lög Guðs? \v 10 Þið eruð að reyna að ná hylli Guðs með verkum ykkar eða því sem þið látið ógert tiltekna daga eða mánuði. \v 11 Ég óttast um ykkur. Ég óttast að allt erfiðið sem ég lagði á mig ykkar vegna, hafi verið til einskis. \s1 Vonbrigði Páls \p \v 12 Kæru vinir, lítið á málið frá minni hlið. Ég er jafn laus við þessa lagaáþján og þið voruð. Ekki sýnduð þið mér fyrirlitningu þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn um Krist í fyrsta sinn, \v 13 og það þrátt fyrir að ég væri sjúkur. \v 14 Veikindi mín hefðu getað vakið viðbjóð ykkar, en samt sneruð þið ekki við mér bakinu né senduð mig burt. Nei! Þið tókuð við mér og önnuðust mig eins og engil frá Guði eða þá sjálfan Jesú Krist. \v 15 Hvað varð um þann góða anda sem þá ríkti milli okkar? Ég er viss um að þið hefðuð þá verið fúsir að taka úr ykkur augun og gefa mér, í stað minna, ef einhver hjálp hefði verið í því. \p \v 16 Er ég nú orðinn óvinur ykkar vegna þess eins að ég segi ykkur sannleikann? \p \v 17 Þessir falskennendur sem leggja ofurkapp á að fá ykkur á sitt band, eru ekki að því ykkur til góðs, heldur til að komast upp á milli ykkar og mín, svo að þið takið frekar mark á þeim. \v 18 Það er gott og blessað að fólk sýni ykkur vinsemd, ef það er gert af góðum hug og einlægu hjarta og ekki bara til að sýnast fyrir mér. \v 19 Þið hafið sært mig, börnin mín! Ykkar vegna er ég enn að taka út þjáningar móðurinnar sem bíður þess að barn hennar fæðist – og mikið þrái ég þá stund er þið að lokum verðið lík Kristi. \v 20 Ó, hve ég vildi geta verið hjá ykkur núna, einmitt núna, og þurfa ekki að vera að rökræða svona við ykkur. Nú er langt á milli okkar og ég veit alls ekki hvað ég á til bragðs að taka. \p \v 21 Hlustið nú vinir mínir, þið sem álítið að þið þurfið að hlýða lögum Gyðinga til að frelsast. Hvers vegna reynið þið ekki að skilja tilgang laganna? \v 22 Í Biblíunni segir að Abraham hafi átt tvo syni, annan með Hagar, en hún var ambátt, og hinn með Söru, frjálsborinni konu sinni. \v 23 Það var ekkert óvenjulegt við fæðingu barnsins sem Hagar eignaðist, en barn frjálsu konunnar fæddist samkvæmt sérstöku loforði sem Guð hafði gefið. \v 24-25 Þessi frásaga sýnir ljóslega þær tvær leiðir sem Guð fer til að hjálpa fólki. Önnur var sú að gefa því lög til að fara eftir. Það gerði hann á Sínaífjalli þegar hann gaf Móse boðorðin tíu. Sínaífjall er reyndar kallað Hagarfjall af Aröbum. Í myndinni sem ég er að draga upp, táknar Hagar, hin þrælborna kona Abrahams, Jerúsalem, höfuðborg Gyðinga, en hún er miðstöð þeirra kenninga sem segja að við getum þóknast Guði með því að hlýða boðorðunum. Og Gyðingarnir, sem aðhyllast þessa skoðun, eru börn hennar – fædd í þrældómi. \v 26 Okkar höfuðborg er hins vegar hin himneska Jerúsalem og sú borg er ekki þrælkuð af lögum Gyðinga. \p \v 27 Þessu spáði Jesaja er hann sagði: „Gleðstu nú, barnlausa kona! Hrópaðu af gleði, þú sem engar hefur hríðirnar haft, því að börn hinnar yfirgefnu eru fleiri en þeirrar sem manninn á.“ \p \v 28 Kæru vinir, það sama gildir um okkur og Ísak, við erum börnin sem Guð gaf loforð um að fæðast myndu. \v 29 Ísak, barn fyrirheitisins, var ofsóttur af Ísmael, syni þrælbornu konunnar, og á sama hátt erum við, sem fædd erum af heilögum anda, ofsótt af þeim sem vilja að við höldum lög Gyðinga. \v 30 Biblían segir enn fremur að Guð hafi fyrirskipað Abraham að senda ambáttina burt ásamt syni hennar, því að ekki gat sonur hennar erft eigur Abrahams ásamt syni frjálsu konunnar. \v 31 Kæru vinir, við erum ekki þrælabörn og því ekki skyldug að hlýða lögum Gyðinga. Við erum börn frjálsu konunnar og vegna trúarinnar erum við velþóknanleg í augum Guðs. \c 5 \s1 Kristur hefur frelsað okkur \p \v 1 Kristur frelsaði okkur til þess að við skyldum lifa í frelsi. Verið því staðföst og látið ekki aftur leggja á ykkur þrældómsfjötra, sem binda ykkur föst við lög og siðvenjur Gyðinga. \v 2 Takið eftir, því þetta er mikilvægt: Ef þið ætlið að verða réttlát í augum Guðs með því að láta umskerast og hlýða lögum Gyðinga, þá getur Kristur ekki frelsað ykkur. \v 3 Ég endurtek: Hver sá sem reynir að þóknast Guði með því að láta umskerast, verður upp frá því að hlýða öllum lögum Gyðinga eða glatast ella. \v 4 Kristur er ykkur gagnslaus, ef þið haldið að þið getið greitt skuld ykkar við Guð með því að halda þessi lög – og þar með hafið þið misst af náð Guðs. \p \v 5 En með hjálp heilags anda, trúum við því hins vegar að Kristur hafi dáið til að hreinsa burt syndir okkar og að hann komi öllu í lag milli okkar og Guðs. \v 6 Við, sem höfum eignast eilíft líf hjá Kristi, þurfum hvorki að hafa áhyggjur af því hvort við séum umskorin eða ekki, né hvort við förum eftir siðum Gyðinga eða ekki – allt sem við þörfnumst er trú sem starfar í kærleika. \p \v 7 Þið byrjuðuð vel, en hver truflaði ykkur eða hindraði í að fylgja sannleikanum? \v 8 Áreiðanlega ekki Guð, því að það var hann sem kallaði ykkur til frelsis í Kristi. \v 9 Ef eitt ykkar er vegvillt, þá nægir það til að villa um fyrir öllum hinum. \v 10 Ég treysti því að Drottinn muni aftur koma ykkur á sömu skoðun og þá sem ég hef á þessum hlutum. Guð mun hafa afskipti af manninum sem truflaði ykkur og olli ruglingnum. \p \v 11 Sumir segja, að ég prediki sjálfur að umskurn og hlýðni við lög Gyðinga séu nauðsynlegir þættir í hjálpræðinu. Þá væri ég ekki lengur ofsóttur – því að slíkur boðskapur hneykslar engan. Sú staðreynd, að ég er alltaf ofsóttur, sannar hins vegar að ég predika enn að hjálpræðið fáist einungis fyrir trú á það verk sem Kristur vann á krossinum. \p \v 12 Ég óska þess eins að þessir fræðimenn sem vilja umskera ykkur, skeri þess í stað á allt samband sitt við ykkur og láti ykkur í friði. \p \v 13 Kæru vinir, þið hafið öðlast frelsi – ekki til að gera það sem rangt er, heldur til að elska og þjóna hvert öðru. \v 14 Öll lög Gyðinga má draga saman í eitt boðorð: Elskaðu aðra eins og sjálfan þig. \v 15 Ef þið eruð sífellt að finna að og kvarta, í stað þess að sýna hvert öðru kærleika, þá gætið ykkar! Varið ykkur á að spilla ekki hvert fyrir öðru. \s1 Hlýðið heilögum anda \p \v 16 Ég hvet ykkur til að hlýða aðeins því sem heilagur andi segir ykkur. Hann mun segja ykkur hvert þið eigið að fara og hvað þið eigið að gera, og þá munuð þið ekki lengur hlýðnast sjálfselskunni. \v 17 Það er í eðli okkar að gera hið illa, einmitt það sem heilagur andi segir okkur að láta ógert. Sama er að segja um hið góða sem heilagur andi kemur til leiðar, þegar hann fær rúm í lífi okkar, það stendur í gegn okkar illa eðli. Þessi tvö öfl innra með okkur eiga í stöðugri baráttu um yfirráð yfir okkur og þau munu aldrei láta okkur afskiptalaus. \v 18 Þegar þið látið leiðast af heilögum anda, þá þurfið þið ekki lengur að þvinga ykkur til hlýðni við lög Gyðinga. \p \v 19 En ef þið hins vegar látið eigingirnina leiða ykkur, þá verður afleiðingin þessi í lífi ykkar: Óhreinar hugsanir, löngun í siðlausar nautnir, \v 20 hjáguðadýrkun, andakukl, fjandskapur og deilur, afbrýðisemi, reiði, eigingirni, sundrung og flokkadrættir. Rangkenningar munu koma fram, \v 21 öfund, drykkjuskapur, svall og fleira í þeim dúr. Og enn einu sinni segi ég ykkur, eins og ég hef oft sagt áður, að sá sem lifir slíku lífi mun ekki erfa guðsríki. \p \v 22 Ef hins vegar heilagur andi stjórnar lífi okkar, þá skapar hann eftirfarandi ávexti í okkur: Kærleika, gleði, frið, þolinmæði, gæsku, góðvild, trúmennsku, \v 23 hógværð, sjálfsstjórn og bindindi, – ekkert af þessu er í andstöðu við lög Gyðinga. \p \v 24 Þeir sem tilheyra Kristi, hafa krossfest hinar illu og holdlegu hvatir sínar á krossi hans. \v 25 Ef við lifum í krafti heilags anda, þá fylgjum við einnig leiðsögn hans í einu og öllu. \v 26 Þá þurfum við ekki að keppa eftir heiðri og vinsældum, því slík samkeppni vekur aðeins afbrýðisemi og fjandskap. \c 6 \p \v 1 Kæru trúsystkin, ef kristinn maður fellur fyrir einhverri synd, þá ber ykkur sem guðrækin eruð, að leiða hann aftur á réttan veg og það með hógværð og auðmýkt. Minnist þess jafnframt að næst gæti eitthvert ykkar orðið fyrir hinu sama. \v 2 Takist á við vandamál og erfiðleika hvers annars og hlýðið þannig boði Drottins. \v 3 Finnist einhverjum hann of mikill maður til að auðmýkja sig á þennan hátt, þá blekkir hann sjálfan sig, því að sjálfur er hann ekkert. \v 4 Hver um sig gæti þess að gera sitt besta og þá getur hann glaðst hið innra yfir vel unnu verki og þarf ekki að bera sig saman við aðra. \v 5 Hver og einn verður að berjast við eigin veikleika og vandamál, því að ekkert okkar er fullkomið. \p \v 6 Þeim sem fræðslu njóta í guðsorði, ber að veita kennurum sínum fjárhagslegan stuðning. \s1 Missið ekki kjarkinn \p \v 7 Forðist alla sýndarmennsku fyrir Guði, því þið munuð uppskera eins og þið sáið. \v 8 Sá sem vill fullnægja sínum illu hvötum, sáir illgresi í hjarta sitt og uppsker andlega niðurlægingu og dauða. Ef hann hins vegar sáir hinu góða sæði Guðs anda, þá uppsker hann eilíft líf sem andinn gefur honum. \v 9 Þreytumst ekki á að gera hið góða, því að á sínum tíma munum við uppskera blessun, ef við gefumst ekki upp. \v 10 Notum því hvert tækifæri til að sýna öðrum vináttu og þá sérstaklega trúsystkinum okkar. \p \v 11 Niðurlag bréfsins ætla ég að skrifa með eigin hendi. Sjáið hvað ég skrifa stóra stafi! \v 12 Þessir fræðarar ykkar, sem leggja hart að ykkur að láta umskerast, hafa aðeins eitt í huga. Þeir vilja ná vinsældum, svo þeir komist hjá ofsóknunum sem þeir annars ættu í vændum, ef þeir segðu að verk Krists á krossinum nægði til hjálpræðis. \v 13 Þessir menn, sem fylgja umskurninni, reyna ekki einu sinni að halda lög Gyðinga að öðru leyti. Þeir vilja að þið látið umskerast, svo að þeir geti stært sig af ykkur sem sínum lærisveinum. \p \v 14 Guð forði mér frá því að hrósa mér af nokkru öðru en krossi Drottins Jesú Krists. Langt er nú síðan kross þessi deyddi alla löngun mína í lystisemdir heimsins og áhugi heimsins á mér er einnig löngu horfinn. \v 15 Það skiptir ekki lengur máli hvort við erum umskornir eða ekki. Það sem máli skiptir er hvort við erum orðin ný sköpun – nýjar manneskjur. \p \v 16 Miskunn og friður Guðs sé með ykkur öllum sem lifið eftir reglu þessari, öllum þeim sem Guði tilheyra, hvar sem þeir eru. \v 17 Ég bið ykkur að mæða mig ekki framar með þessum deilum, því að líkami minn ber ör eftir svipuhögg og sár, sem óvinir Jesú hafa veitt mér. \p \v 18 Kæru vinir, náð Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum. Amen. \p Páll.