\id EPH - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Efesusbréfið \toc1 Efesusbréfið \toc2 Efesusbréfið \toc3 Efesusbréfið \mt1 Efesusbréfið \c 1 \p \v 1 Páll, sem Guð valdi til að vera sendiboði Jesú Krists, sendir kveðju ykkur öllum sem kristin eruð í Efesus. \v 2 Náð og friður sé með ykkur frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. \v 3 Lofaður sé Guð, faðir Drottins Jesú Krists, sem frá himnum hefur blessað okkur ríkulega, vegna þess að við tilheyrum Jesú. \s1 Guð kunngerir fyrirætlun sína \p \v 4 Áður en heimurinn varð til, ákvað hann að við skyldum verða börnin hans, vegna trúar okkar á Jesú Krist. Þá ákvað hann að gera okkur heilög og lýtalaus, okkur, sem stöndum frammi fyrir honum umvafin kærleika hans. \v 5 Allt frá upphafi var það óumbreytanleg ákvörðun hans að ættleiða okkur inn í fjölskyldu sína og það gerði hann með því að senda Jesú Krist og láta hann deyja fyrir okkur. Þetta var hans eigin ósk. \p \v 6 Lofaður sé Guð vegna undursamlegrar miskunnar sinnar við okkur og vegna kærleikans sem hann hefur sýnt okkur í sínum elskaða syni. \v 7 Kærleikur hans er svo takmarkalaus að hann tók burt allar syndir okkar, með dauða sonar síns, og frelsaði okkur. \v 8 Hann hefur látið blessun sína streyma ríkulega yfir okkur og veitt okkur þekkingu og skilning á fyrirætlunum sínum og leyndardómum. \p \v 9 Í upphafi tók Guð þá ákvörðun, af miskunn sinni, að senda Krist, og nú hefur hann upplýst hvers vegna. \v 10 Fyrirætlun hans var þessi: í fyllingu tímans ætlar hann að safna okkur saman úr öllum áttum – hvort sem við þá verðum á himni eða jörðu – svo að við getum verið með Kristi að eilífu. \v 11 Vegna þess sem Kristur hefur gert, erum við gjöf til Guðs, sem gleður hann, því að í upphafi valdi hann okkur til að tilheyra sér. Allt mun þetta fara eins og Guð ákvað í upphafi. \v 12 Því skulum við, sem höfum tekið trú á Krist, lofa og vegsama Guð og gefa honum dýrðina vegna þess sem hann hefur gert fyrir okkur. \p \v 13 Eftir að þið heyrðuð gleðiboðskapinn um hvernig hægt væri að frelsast og trúðuð Kristi, merkti Guð ykkur sem sína eign, með því að gefa ykkur heilagan anda. En því hafði Guð fyrir löngu heitið öllum þeim sem kristnir yrðu. \v 14 Það að heilagur andi býr í okkur, er trygging þess að Guð muni veita okkur allt það sem hann hefur lofað. Það er einnig tákn þess að Guð hafi þegar keypt okkur sér til eignar og að hann ábyrgist að taka okkur til sín. Þetta er enn ein ástæða þess að við eigum að vegsama Guð. \p \v 15 Eftir að ég heyrði um það hvernig þið treystið Jesú í öllu og um kærleika ykkar til allra kristinna manna \v 16-17 hef ég ekki látið af að þakka Guði fyrir ykkur. Ég bið Guð þess stöðugt að hann, faðir Drottins Jesú Krists, gefi ykkur visku, svo að þið skiljið fullkomlega hver Kristur er og hvað hann hefur gert fyrir ykkur. \v 18 Ég bið þess að hugur ykkar opnist fyrir ljósi hans, svo að þið getið skilið þá framtíð sem hann vill gefa ykkur og hefur kallað ykkur til. Ég vil að þið gerið ykkur grein fyrir þeim auðæfum sem við höfum eignast, við að taka á móti Kristi Jesú. \v 19 Svo bið ég þess að skilningur ykkar opnist, svo að þið sjáið hve óendanlega mikill máttur hans er, þeim til hjálpar, sem á hann trúa. Þetta er sami kröftugi mátturinn \v 20 og reisti Krist upp frá dauðum og leiddi hann til heiðurssætis hjá Guði á himnum. \v 21 Vald hans er meira en nokkurs konungs, foringja, einræðisherra eða leiðtoga, hvort heldur þessa heims eða annars. \v 22 Guð hefur lagt allt að fótum hans og gert hann höfuð kirkjunnar. \v 23 Kirkjan er líkami hans og verkfæri – hans, sem er höfundur og gjafari alls á himni og jörðu. \c 2 \s1 Þá – og nú \p \v 1 Áður voruð þið undir bölvun Guðs – þið voruð dauðadæmd vegna synda ykkar. \v 2 Þið bárust með straumnum og voruð eins og allir aðrir, bundin af synd og hlýðni við hinn volduga Satan, hinn volduga, sem ríkir í andaheiminum og starfar í þeim sem ekki trúa á Drottin. \v 3 Þannig var eitt sinn ástatt um okkur öll. Við létum stjórnast af illum hvötum, og gerðum allt það sem eigingirni okkar og vondar hugsanir leiddu okkur til – við gerðum bara eins og okkur sýndist. Þess vegna beið okkar ekki annað en dómur Guðs. Við vorum ofurseld reiði Guðs, eins og allir sem þannig er ástatt um. \p \v 4 En Guð er svo sannarlega auðugur að miskunn. \v 5 Þótt við værum andlega dauð og dæmd vegna synda okkar, elskaði hann okkur svo heitt að hann gaf okkur lífið á ný – það gerði hann þegar hann reisti Krist upp frá dauðum. Það er aðeins óverðskuldaðri miskunn hans að þakka að við höfum bjargast. \v 6 Hann vakti okkur til nýs lífs með Kristi, flutti okkur inn í ríki hans og bjó okkur stað með honum í hinu himneska ríki – allt árangur af verki Jesú Krists. \v 7 Til þess að við gætum borið vitni um óendanlegan kærleika hans, sem birtist í öllu því sem hann hefur gert fyrir okkur. \p \v 8 Það var miskunn Guðs að þakka að þið frelsuðust, með því að trúa á Krist. Trú ykkar er ekki ykkur að þakka, hún er líka gjöf frá Guði. \v 9 Hjálpræði Guðs er ekki laun fyrir góðverk ykkar og þess vegna getur heldur enginn þakkað sjálfum sér það. \v 10 Guð einn hefur gert okkur að því sem við erum og gefið okkur nýtt líf í Kristi Jesú, og hann ákvað fyrir löngu að þetta nýja líf skyldum við nota öðrum til hjálpar. \p \v 11 Því skuluð þið ekki gleyma að eitt sinn voruð þið heiðingjar og Gyðingarnir kölluðu ykkur guðlaus og „óhrein“. (Hjörtu þeirra voru reyndar líka óhrein, enda þótt þeir hefðu haldið fast við allar sínar trúarvenjur og látið umskera sig sem tákn um guðrækni.) \v 12 Minnist þess að á þeim tíma þekktuð þið alls ekki Krist, þið voru óvinir þeirra sem tilheyra Guði og vissuð ekki að Guð vildi hjálpa ykkur. Þið voru glötuð, guðvana og vonlaus. \s1 Kristur brúaði bilið \p \v 13 Nú tilheyrið þið Kristi Jesú! Þótt þið væruð áður fyrr langt frá Guði, eruð þið nálæg honum nú. Allt er það því að þakka, sem Jesús Kristur gerði fyrir ykkur með dauða sínum. \p \v 14 Jesús Kristur veitir okkur frið, og enginn annar. Hann hefur komið á friði milli okkar sem erum Gyðingar, og ykkar heiðingjanna, með því að gera okkur öll að einni fjölskyldu og brjóta niður vegginn, sem hafði aðskilið okkur svo lengi. \v 15 Með dauða sínum batt hann enda á þann bitra fjandskap sem var okkar á milli vegna lögmáls Gyðinganna. Lögin veittu Gyðingunum sérstöðu, en útilokuðu heiðingjana. Jesús dó til að binda enda á þetta lagakerfi Gyðinga. Eftir það sameinaði hann þessa tvo andstöðuhópa, með því að sameina þá sjálfum sér. Hann sameinaði okkur, svo að við urðum öll eitt. Hann gerði okkur að nýjum mönnum og þá loks komst friður á. \v 16 Af því að við erum nú limir á sama líkama, getum við ekki lengur borið kala hvert til annars, því að við höfum sæst við Guð. Þessari deilu lauk á krossinum. \v 17 Síðan boðaði Guð okkur friðinn – ykkur heiðingjunum sem voruð svo fjarri honum og einnig okkur Gyðingunum sem stóðum nær. \v 18 Nú eigum við öll, hvort sem við erum Gyðingar eða heiðingjar, aðgang að Guði föður með hjálp heilags anda, vegna þess sem Kristur hefur gert fyrir okkur. \p \v 19 Nú eruð þið ekki lengur ókunnug Guði og himinninn ekki framandi land. Nú eruð þið meðlimir í fjölskyldu Guðs. Þið eruð ríkisborgarar og heimamenn í landi hans, ásamt öllum öðrum sem kristnir eru. \v 20 Þið eruð eins og bygging sem stendur á grunni postulanna og spámannanna, en hornsteinn byggingarinnar er sjálfur Kristur Jesús. \v 21 Hann tengir okkur öll, sem trúum, saman og lætur okkur vaxa og styrkjast sem fagran helgidóm Guðs. \v 22 Já, þið eruð líka, Krists vegna, bústaður fyrir anda Guðs. \c 3 \s1 Kraftur Guðs í okkur \p \v 1 Ég, Páll, þjónn Krists, er hér í fangelsi ykkar vegna. Ástæðan er sú að ég boðaði ykkur fagnaðarerindið. \v 2-3 Ég geri ráð fyrir að þið vitið að Guð hefur falið mér þetta sérstaka verkefni, að kunngjöra ykkur heiðingjunum kærleika Guðs, eins og ég hef áður skýrt tekið fram í einu bréfa minna. Það var sjálfur Guð sem birti mér leyndarmál sitt, að heiðingjarnir fengju einnig að njóta kærleika hans. \v 4 Þetta segi ég til þess að þið vitið hvaðan ég hef vitneskju mína. \v 5 Frá örófi alda var þessi leyndardómur hulinn í Guði, en nú hefur hann opinberað þetta postulum sínum og spámönnum með heilögum anda. \v 6 Þetta er leyndarmálið: Heiðingjarnir munu ásamt Gyðingum, fá fulla hlutdeild í öllum þeim gæðum sem börn Guðs erfa. Kirkjan stendur þeim opin og loforð Guðs tilheyra þeim, þegar þeir trúa gleðiboðskapnum um Krist. \v 7 Guð hefur veitt mér þau miklu forréttindi að mega birta þessa áætlun hans og hann hefur gefið mér kraft sinn, og sérstaka hæfileika, til að leysa þetta verkefni vel af hendi. \p \v 8 Hugsið ykkur! Ekki hafði ég unnið til þess á nokkurn hátt, en samt valdi hann mig, sem er sístur allra kristinna manna, til að verða þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá að flytja heiðingjunum fagnaðarerindið um þá miklu auðlegð sem þeir eiga í Kristi. \v 9 Mér var falið að útskýra fyrir öllum að Guð væri einnig frelsari heiðingjanna – kunngjöra áætlun hans frá örófi alda, hans, sem allt hefur skapað. \p \v 10 Hvers vegna gerði Guð þetta? Hann gerði það til að sýna öllum valdhöfum í himinhæðum sinn fullkomna vísdóm: Að öll fjölskylda hans – jafnt Gyðingar sem heiðingjar – er sameinuð í kirkju hans, \v 11 einmitt eins og hann hugsaði sér í upphafi að hafa það í Jesú Kristi, Drottni okkar. \v 12 Nú megum við ganga rakleiðis fram fyrir Guð, án þess að hræðast, fullviss þess að hann muni taka vel á móti okkur þegar við komum í fylgd með Kristi og í trú á hann. \p \v 13 Látið því ekki meðferðina sem ég hef hlotið hér, draga úr ykkur kjarkinn. Ég þjáist ykkar vegna, ykkur til heiðurs og uppörvunar. \v 14-15 Þegar ég hugsa um mikilleik Guðs og visku, þá krýp ég á kné og bið til föðurins fyrir þessari stóru fjölskyldu hans – hluti hennar er þegar á himnum en hinir eru enn hér á jörðu. \v 16 Ég bið að hann gefi ykkur af ríkdómi sínum, sem aldrei þrýtur, svo að þið styrkist fyrir heilagan anda hið innra með ykkur. \v 17 Ég bið þess einnig að Kristur fái stöðugt meira rúm í hjörtum ykkar og megi búa í ykkur vegna trúarinnar. Ég bið þess að þið festið djúpar rætur í kærleika Guðs – það er góður jarðvegur. \v 18-19 Það er einnig bæn mín að þið fáið sjálf að reyna og skilja, eins og öll börn Guðs ættu að gera, hversu víður og langur, djúpur og hár, kærleikur hans er. Kærleikur hans er svo mikill að þið munuð aldrei geta þekkt hann eða skynjað til fulls. Þannig mun Guð fylla og auðga líf ykkar með elsku sinni og blessun. \p \v 20 Dýrð sé Guði, sem starfar í okkur með krafti sínum og getur gert langtum meira en við munum nokkru sinni þora að biðja eða láta okkur dreyma um. \v 21 Dýrð sú er hann birti heiminum í Kristi Jesú, verði augljós í söfnuði hans um alla framtíð, öld eftir öld. \c 4 \p \v 1 Ég, sem sit í fangelsi fyrir að þjóna Drottni – ég bið ykkur að lifa og starfa eins og sæmir þeim sem hlotið hafa svo dýrlega köllun. \v 2 Verið auðmjúk og blíð. Verið þolinmóð og umberið hvert annað í kærleika. \v 3 Látið heilagan anda leiða ykkur og lifið í sátt og samlyndi. \s1 Við höfum hvert um sig sérstaka hæfileika \p \v 4 Við erum öll hlutar af einum og sama líkama. Öll höfum við sama heilaga andann. Við erum öll kölluð til að eiga hina sömu dýrlegu framtíð. \v 5 Við eigum aðeins einn Drottin, eina trú, eina skírn, \v 6 og við höfum öll sama Guð og föður, sem er yfir okkur og með okkur og býr í okkur hverju og einu. \v 7 En þótt við séum öll eitt, þá hefur Kristur samt gefið okkur, hverju um sig, mismunandi hæfileika. \p \v 8 Í Davíðssálmum stendur að þegar hinn sigrandi Kristur hafi snúið aftur til himins, eftir að hafa risið upp og yfirbugað Satan, þá hafi hann gefið mönnunum dýrmætar gjafir. \v 9 Takið eftir að sagt er, að hann hafi snúið aftur til himins. Þetta sýnir að hann steig niður frá upphæðum himnanna og alla leið niður til neðstu hluta jarðarinnar. \v 10 Sá sem steig niður, er hinn sami og steig upp, og þetta gerði hann til að geta fyllt allt með sjálfum sér, hvar sem það er, allt frá því lægsta til hins hæsta. \p \v 11 Sum okkar hafa hlotið að gjöf sérstaka hæfileika til að vera postular, öðrum er gefið að predika og flytja boðskap frá Guði, sumum að vinna fólk til trúar á Krist og leiðbeina því fyrstu skrefin. Enn aðrir eru prestar eða hirðar og þeir fræða og leiðbeina hinum trúuðu á göngunni með Guði. \p \v 12 Þeir sem hafa hlotið þessa hæfileika, eiga að fullkomna þá sem trúa og þjóna þeim. Það er til þess að líkami Krists, söfnuðurinn, styrkist og þroskist, \v 13 þar til við að lokum verðum öll einhuga í trúnni á frelsara okkar, Guðs son, og fullvaxta í Drottni – fyllumst lífi, blessun og kærleika Krists. \p \v 14 Þá verðum við ekki lengur sem börn. Börn skipta sífellt um skoðun. Menn koma og segja þeim eitthvað nýtt eða blekkja þau vísvitandi og þá trúa þau því sem þeim er sagt. \v 15-16 Nei, við þráum að fylgja sannleikanum og segja sannleikann, gera það sem rétt er og lifa heiðvirðu lífi, Með því líkjumst við Kristi meir og meir, honum sem er höfuð líkamans, en líkaminn er kirkjan. Þegar líkaminn – söfnuðurinn – er undir hans stjórn, þá er hann allur samtengdur á fullkominn hátt. Hver líkamshluti vinnur sitt sérstaka starf og hjálpar hinum hlutum líkamans, þannig að allur líkaminn vex og uppbyggist í kærleika. \s1 Lifið nýju lífi \p \v 17-18 Mig langar að segja ykkur nokkuð og það eru boð frá Drottni: Héðan í frá skuluð þið ekki lifa eins og guðleysingjar, því að þeir eru blindir og á villuvegi. Hjörtu þeirra eru lokuð og full af myrkri. Þeir eru fjarlægir lífinu í Guði, því að þeir hafa snúið við honum bakinu og geta því hvorki skilið vilja hans né verk. \v 19 Þeir eru hættir að gera greinarmun á réttu og röngu og hafa ofurselt sig óhreinleika. Þeir eru andlega sljóir, knúðir áfram af girnd og illum hugsunum og svífast einskis. \p \v 20 Kristur ætlaði ykkur ekki að lifa slíku lífi. \v 21 Þið sem hafið lært að þekkja sannleikann um Krist, \v 22 eigið að leggja af ykkar gömlu hegðun. Þá var líf ykkar rotið og spillt af tælandi girndum. \v 23 Héðan í frá verða viðhorf ykkar og hugsanir að breytast til hins betra. \v 24 Þið eigið að vera sem nýir menn. Menn sem lifa allt öðru lífi en þið lifðuð áður – heilagir og góðir menn. Klæðist þessu nýja lífi eins og nýrri flík. \p \v 25 Hættið að ljúga en segið sannleikann. Við erum eitt, og ef við ljúgum hvert að öðru, þá spillum við fyrir okkur sjálfum. \v 26 Ef þið reiðist, þá syndgið ekki með því að ala á reiðinni. Leggið reiðina af áður en sólin sest, \v 27 því að reiður maður er gott skotmark hins vonda. \p \v 28 Sá sem hefur vanið sig á að stela, hætti því og noti þess í stað hendur sínar við heiðarleg störf, svo að hann hafi eitthvað að gefa þeim sem þurfandi eru. \v 29 Forðist allt óhreint tal. Segið það eitt sem gott er, og getur orðið til hjálpar og blessunar þeim sem á hlusta. \p \v 30 Hryggið ekki heilagan anda með líferni ykkar. Hann hefur innsiglað okkur Guði, til þess að við varðveitumst allt til endurlausnardagsins, er við losnum við syndina fyrir fullt og allt. \p \v 31 Sýnið hér eftir hvorki beiskju, ofsa né reiði. Rifrildi, grófyrði og baktal ætti ekki að vera til á meðal ykkar. \v 32 Verið þess í stað vingjarnleg hvert við annað, góðhjörtuð og fús að fyrirgefa hvert öðru, rétt eins og Guð hefur fyrirgefið ykkur í Kristi. \c 5 \s1 Reynið að þóknast Guði \p \v 1 Takið Guð til fyrirmyndar í öllu, eins og barn sem elskar föður sinn og hlýðir honum. \v 2 Lifið í kærleika og fylgið þannig fordæmi Krists, sem elskaði ykkur og fórnaði sjálfum sér frammi fyrir Guði til að taka burt syndir ykkar. Kærleikur Krists til ykkar var Guði mjög að skapi, rétt eins og sætur ilmur. \p \v 3 Lauslæti, óhreinleiki eða ágirnd á ekki að nefnast á nafn á meðal ykkar. \v 4 Klúrar sögur, heimskulegt tal og grófir brandarar – slíkt hæfir ykkur ekki. Í stað þess skuluð þið minna hvert annað á gæsku Guðs og verið þakklát. \v 5 Eitt getið þið verið viss um: Sá sem er lauslátur og lifir í óhreinleika og ágirnd mun ekki fá inngöngu í ríki Krists og Guðs. Hinn ágjarni er í raun og veru hjáguðadýrkandi – hann elskar og tignar lífsgæðin í stað Guðs. \v 6 Látið ekki blekkjast af þeim sem afsaka þessar syndir, því að reiði Guðs kemur yfir alla sem þær drýgja. \v 7 Hafið ekkert samband við slíkt fólk, \v 8 því að þótt myrkrið hafi eitt sinn ríkt í hjörtum ykkar, þá eru þau nú böðuð ljósi Drottins. Líferni ykkar ætti að bera því gleggstan vott! \v 9 Í ljósi Drottins eflist góðvild, réttlæti og sannleikur. \p \v 10 Reynið að skilja hver er vilji Drottins. \v 11 Takið engan þátt í því sem illt er – verkum myrkursins, þau leiða aðeins til spillingar. Bendið heldur á þau og flettið ofan af þeim. \v 12 Það sem hinir óguðlegu leggja stund á í leyndum, er svo svívirðilegt, að mér er jafnvel ómögulegt að nefna það á nafn! \v 13 Þegar þið flettið ofan af þessum hlutum, skín ljósið á syndir þeirra og þær verða augljósar. En þegar þeir sem þannig lifa, sjá hve illa þeir eru á vegi staddir, snúa sumir þeirra sér ef til vill til Guðs og verða börn ljóssins. \v 14 Um þetta segir Guðs orð: „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.“ \p \v 15-16 Gætið vel að hegðun ykkar, því við lifum á erfiðum tímum. Verið ekki óskynsöm, heldur skynsöm! Notið til fullnustu hvert það tækifæri sem þið fáið til að gera hið góða. \v 17 Gerið ekkert í hugsunarleysi en reynið að skilja hver er vilji Drottins og framkvæmið hann. \v 18 Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, því að drykkjuskapur leiðir aðeins til ills, fyllist heldur heilögum anda og látið stjórnast af honum. \p \v 19 Ræðið saman um Drottin, vitnið í sálma og söngva, syngið andlega söngva. Syngið og leikið Drottni lof í hjörtum ykkar \v 20 og þakkið Guði föður fyrir alla hluti í nafni Drottins Jesú Krists. \s1 Reglur fyrir hamingjusamt heimili \p \v 21 Verið hvert öðru undirgefin, slíkt hugarfar er Drottni velþóknanlegt. \v 22 Eiginkonur, lútið eiginmönnum ykkar eins og um Drottin væri að ræða. \v 23 Eiginmaður ber ábyrgð á konu sinni, á sama hátt og Kristur ber ábyrgð á líkama sínum, kirkjunni, en hann gaf líf sitt til að vernda hana og frelsa. \v 24 Eiginkonur, lútið mönnum ykkar í öllu og það fúslega, á sama hátt og söfnuðurinn er undirgefinn Kristi. \v 25 Eiginmenn! Sýnið konum ykkar sömu ást og umhyggju og Kristur söfnuðinum, þegar hann dó fyrir hann, \v 26 til að helga, hreinsa og þvo hann í skírninni og orði Guðs. \v 27 Þetta gerði hann til að geta leitt til sín fullkominn söfnuð, án bletts eða hrukku, heilagan og lýtalausan. \v 28 Á sama hátt eiga eiginmenn að koma fram við konur sínar. Þeir eiga að elska þær sem hluta af sjálfum sér. Fyrst eiginmaðurinn og eiginkonan eru eitt, þá er maðurinn í raun og veru að gera sjálfum sér greiða og elska sjálfan sig, þegar hann elskar eiginkonu sína! \v 29-30 Enginn hatar sinn eigin líkama, heldur gæta menn hans af mikilli umhyggju. Eins er með Krist, hann gætir líkama síns, safnaðarins, en við erum hvert um sig limir á þeim líkama. \p \v 31 Biblían sýnir ljóslega með eftirfarandi orðum að eiginmaður og eiginkona séu einn líkami: „Þegar maðurinn giftist verður hann að yfirgefa föður sinn og móður, svo að hann geti að fullu og öllu sameinast konunni og þau tvö orðið eitt.“ \v 32 Ég veit að þetta er torskilið, en sambandið milli Krists og safnaðar hans hjálpar okkur þó að skilja það. \v 33 Ég endurtek því: Maðurinn verður að elska konu sína sem hluta af sjálfum sér og konan verður að gæta þess að heiðra mann sinn og hlýða honum. \c 6 \p \v 1 Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar! Það skuluð þið gera, því að Guð hefur falið þeim að bera ábyrgð á ykkur. \v 2 „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Þetta er fyrsta boðorðið af hinum tíu boðorðum Guðs sem endar á loforði. \v 3 Hvert er þá loforðið? Það er þetta: „Þá muntu lifa langa og blessunarríka ævi.“ \p \v 4 Foreldrar, hér eru nokkur orð til ykkar. Venjið ykkur ekki á að skamma börn ykkar og jagast í þeim, því þá verða þau afundin og bitur. Alið þau heldur upp í kærleika og með aga, á sama hátt og Drottinn, og þá með ábendingum og góðum ráðum. \p \v 5 Þrælar, hlýðið húsbændum ykkar. Leitist við að sýna þeim allt hið besta. Þjónið þeim eins og þið væruð að þjóna Kristi. \v 6-7 Vinnið vel, ekki aðeins meðan yfirmaður ykkar fylgist með, til þess að svíkjast síðan um þegar hann snýr sér að öðru. Vinnið alltaf samviskusamlega og með gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Krist og þá gerið þið vilja Guðs. \v 8 Munið að Drottinn mun launa ykkur allt sem þið hafið gert vel, hvort sem þið eruð þrælar eða frjálsir menn. \p \v 9 Þrælaeigendur! Komið vel fram við þræla ykkar, eins og ég sagði þeim að koma fram við ykkur. Hafið ekki í hótunum við þá og munið að þið eruð sjálfir þrælar Krists. Þið hafið sama yfirmann og þeir, og sá fer ekki í manngreinarálit. \s1 Styrkur okkar er frá Guði \p \v 10 Að síðustu ætla ég að minna ykkur á að styrkur ykkar verður að koma frá Drottni og hans volduga mætti, sem er hið innra með ykkur. \v 11 Klæðist alvæpni Guðs, svo að þið getið staðist öll þau svik og blekkingar sem Satan beitir í árásum sínum gegn ykkur. \v 12 Barátta okkar er alls ekki gegn holdiklæddu fólki, heldur gegn ósýnilegum öflum eyðingar og upplausnar, hinum máttugu og illu myrkraöflum sem ríkja í þessum fallna heimi. Barátta okkar er einnig við mikinn fjölda illra anda í andaheiminum. \p \v 13 Notið öll þau vopn sem Guð hefur gefið okkur til að verjast árásum óvinarins, því að þá munuð þið standa sem sigurvegarar að átökunum loknum. \p \v 14 Ef þetta á að takast, þá þurfið þið belti sannleikans og réttlætisbrynju Guðs. \v 15 Verið skóuð fúsleik til að flytja öðrum gleðiboðskapinn um frið við Guð. \v 16 Beitið trú í hverri orrustu, því að hún er skjöldur sem getur stöðvað þær glóandi örvar sem Satan skýtur að ykkur. \v 17 Gleymið ekki hjálmi hjálpræðisins og sverði heilags anda, sem er Guðs orð. \p \v 18 Verið ávallt í bæn. Biðjið um allt það sem heilagur andi minnir ykkur á og látið hann leiða ykkur í bæninni. Minnið Guð á þarfir ykkar og biðjið stöðugt fyrir öllum kristnum mönnum, hvar sem þeir eru. \v 19 Biðjið einnig fyrir mér, að Guð gefi mér rétt orð og djörfung, þegar ég tala við aðra um Drottin og skýri fyrir þeim, að hjálpræði hans sé einnig ætlað heiðingjunum. \v 20 Nú er ég hér hlekkjaður fyrir að hafa boðað þetta. Biðjið að mér auðnist enn að boða það sama með djörfung, eins og mér ber hér í fangelsinu. \p \v 21 Týkíkus, heittelskaður bróðir og trúr aðstoðarmaður minn í verki Drottins, mun flytja ykkur fréttir af mér. \v 22 Ástæða þess að ég sendi hann til ykkar, er einmitt sú að láta ykkur vita hvernig okkur líður og að uppörva ykkur. \p \v 23 Kristnu vinir! Friður Guðs sé með ykkur, ásamt kærleika og trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. \v 24 Náð og blessun Guðs sé með öllum sem í einlægni elska Drottin Jesú Krist. \p Páll