\id COL - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h Kólossubréfið \toc1 Kólossubréfið \toc2 Kólossubréfið \toc3 Kólossubréfið \mt1 Kólossubréfið \c 1 \p \v 1 Frá Páli, sem Guð hefur valið til að vera boðberi Jesú Krists, og frá bróður Tímóteusi. \p \v 2 Til ykkar, trúuðu vinir – fólks Guðs – í Kólossu. \p Ég bið þess að Guð faðir úthelli blessun sinni yfir ykkur og fylli ykkur friði sínum. \v 3 Í hvert sinn sem við biðjum fyrir ykkur þökkum við Guði, föður Drottins Jesú Krists, \v 4 því að við höfum heyrt um traust ykkar til Drottins og innilegan kærleika til þeirra sem á hann trúa. \v 5 Það er auðséð að þið hlakkið til að komast til himins! Það var í fagnaðarerindinu sem þið fyrst heyrðuð um þann yndislega stað. \v 6 Fagnaðarerindið, sem þið heyrðuð, berst nú um allan heim og breytir hvarvetna lífi fólks, alveg eins og það breytti lífi ykkar strax fyrsta daginn sem þið heyrðuð það – þegar ykkur varð ljós sá mikli kærleikur sem Guð ber til syndugra manna. \p \v 7 Það var Epafras, okkar heittelskaði samstarfsmaður, sem flutti ykkur gleðiboðskapinn. Nú er þessi þjónn Jesú Krists hér í ykkar stað til að hjálpa okkur. \v 8 Hann hefur sagt okkur frá kærleika ykkar til annarra manna og þann kærleika hefur heilagur andi gefið ykkur. \v 9 Þess vegna höfum við haldið áfram að biðja Guð, allt frá því er við fréttum fyrst af ykkur, að hann hjálpi ykkur að skilja vilja sinn og breyta eftir honum. Við höfum beðið hann að auka andlegan skilning ykkar \v 10 og helga líferni ykkar, svo að þið verðið honum til dýrðar og stundið það eitt sem gott er, öðrum til hjálpar. \p \v 11 Þar að auki biðjum við hann að styrkja ykkur og fylla af sínum dýrlega mætti. Þá getið þið haldið áfram, á hverju sem gengur, \v 12 og þakkað föðurnum, sem hefur gefið okkur hlutdeild í öllum þeim gæðum sem tilheyra ríki ljóssins. \v 13 Hann hefur hrifið okkur frá valdi myrkursins, úr ríki Satans, og leitt okkur inn í ríki síns elskaða sonar, \v 14 sem keypti okkur frelsi með krossdauða sínum og fyrirgaf okkur syndirnar. \s1 Hið dýrlega verk Krists \p \v 15 Kristur er sýnileg mynd hins ósýnilega Guðs. Hann var til áður en Guð skapaði heiminn. \v 16 Það var reyndar hans vegna sem allt var skapað á himni og jörðu, bæði það sem sést og einnig hið ósýnilega – hinn andlegi heimur með tignum sínum og völdum. Krists vegna varð allt þetta til, honum til dýrðar og þjónustu. \v 17 Hann var á undan öllu öðru og það er hans kraftur sem viðheldur því. \p \v 18 Hann er höfuð líkamans, en líkaminn er fólk hans – söfnuðurinn, kirkjan. Kirkjan á upphaf sitt í honum og hann er leiðtoginn – hinn fyrsti sem rís upp frá dauðum. Þannig er hann fremstur í öllu. \v 19 Það var vilji Guðs að allir eiginleikar guðdómsins væru í syninum. \p \v 20 Með lífi Jesú og starfi opnaði Guð allri sköpun sinni – bæði á himni og jörðu – leið til sín. Með krossdauða sínum, blóði sínu, kom hann á friði milli Guðs og alls á himni og jörðu – ykkar líka. \v 21 Því að þið voruð eitt sinn fjarri Guði og óvinir hans. Þið vilduð ekkert af honum vita. Hugsanir ykkar og verk voru eins og veggur milli ykkar og hans. En þrátt fyrir það hefur Jesús leitt ykkur til sín sem vini sína. \v 22 Það gerði hann með því að deyja á krossi sem raunverulegur, sannur maður og því næst hefur hann leitt ykkur til samfélags við Guð. Þar standið þið nú, helguð og að fullu sýknuð í hans augum. \v 23 Það eina sem Guð krefst, er að þið trúið sannleikanum eins og hann er. Standið föst og óhagganleg í þeirri sannfæringu að gleðiboðskapurinn um að Jesús hafi dáið fyrir ykkur sé sannur og að þið hvikið aldrei frá þeirri trú að hann hafi frelsað ykkur. Þennan undursamlega boðskap fenguð þið að heyra hvert og eitt og nú breiðist hann út um allan heiminn, og hef ég, Páll, verið svo gæfusamur að fá að taka þátt í því. \p \v 24 Einn þáttur í starfi mínu er að þjást ykkar vegna og ég gleðst yfir að fá að gera það, því að þannig hjálpa ég til við að fullkomna það, sem enn vantar á þjáningar Krists, vegna líkama hans, safnaðarins. \s1 Leyndarmálið kunngert! \p \v 25 Guð hefur sent mig til að hjálpa söfnuði sínum – kirkjunni – og birta ykkur fyrirætlun sína, sem enginn þekkti. \v 26-27 Aldir liðu, kynslóðir komu og fóru, og hann gætti leyndarmálsins; en nú hefur honum þóknast að segja það þeim sem elska hann og lifa fyrir hann. Þið voruð heiðingjar en hans dýrlega áætlun nær einnig til ykkar! Og þetta er leyndarmálið: Kristur, sem nú lifir í hjörtum ykkar, er ykkar eina von um eilíft líf. \p \v 28 Þess vegna segjum við líka öllum sem vilja hlusta, hvar sem er, frá Kristi og leiðbeinum þeim og fræðum eins vel og við getum. Við þráum að geta leitt hvern mann fullkominn fram fyrir Guð og það er hægt vegna þess sem Kristur gerði. \v 29 Að þessu erfiða ég og kraftinn – og hann er ekki lítill – fæ ég frá Kristi. \c 2 \p \v 1 Ég vil gjarnan að þið vitið hve mikið ég hef barist í bæn fyrir ykkur og fyrir söfnuðinum í Laódíkeu. Einnig fyrir mörgum öðrum vinum mínum, sem aldrei hafa kynnst mér persónulega. \v 2 Þetta er bæn mín fyrir ykkur: Að þið mættuð hljóta uppörvun, tengjast sterkum kærleiksböndum og eignast þá dýrmætu reynslu að kynnast Kristi náið og af eigin raun. Hann er sjálfur þetta leyndarmál Guðs, sem nú loks hefur verið kunngert. \v 3 Í honum er að finna alla fjársjóði vísdóms og þekkingar. \s1 Látið engan trufla trú ykkar \p \v 4 Þetta segi ég vegna þess að ég óttast að einhver reyni að blekkja ykkur með áróðri. \v 5 Þótt ég nú sé fjarri ykkur, þá er ég hjá ykkur í anda, og gleðst yfir velgengni ykkar og staðfestu í trúnni á Krist. \v 6 Nú skuluð þið, sem tókuð á móti Kristi, einnig treysta honum til að ráða fram úr vandamálum líðandi stundar og lifa í stöðugu samfélagi við hann. \v 7 Verið staðföst í honum, eins og jurt sem skýtur rótum og sýgur til sín næringu. Gætið þess að halda áfram að vaxa í Drottni, svo að þið styrkist í sannleikanum. Látið líf ykkar geisla af gleði og þakklæti fyrir allt, sem hann hefur gert. \p \v 8 Látið engan villa um fyrir ykkur með heimspekilegum vangaveltum. Þessi heimskulegu svör þeirra eru byggð á hugmyndum og ályktunum manna, en ekki á orðum Krists. \v 9 Í Kristi sjáum við Guð holdi klæddan og í honum einum er hina sönnu visku og þekkingu að finna. \v 10 Þegar þið lifið með Kristi, þá hafið þið allt sem þið þarfnist, því þá eruð þið í samfélagi við sjálfan Guð. Kristur er æðstur allra valdhafa og öll máttarverk eru honum undirgefin. \p \v 11 Þegar þið komuð til Krists, frelsaði hann ykkur frá hinum illu hvötum ykkar. Þetta gerði hann ekki með líkamlegum uppskurði eða umskurn, heldur með andlegum uppskurði – skírninni. \v 12 Í skírninni dó ykkar gamla, eigingjarna eðli og var grafið með honum. Síðan risuð þið upp frá dauðum ásamt honum og hófuð nýtt líf í trú á orð hins almáttuga Guðs, sem vakti Krist frá dauðum. \p \v 13 Þið voruð dáin í syndinni, en Guð gaf ykkur hlutdeild í lífi Krists, fyrirgaf ykkur syndirnar, \v 14 ógilti allar kröfur á hendur ykkar og strikaði yfir öll ykkar brot gegn boðorðunum. Hann tók þessa sakaskrá og eyðilagði hana með því að negla hana á kross Krists. \v 15 Á þennan hátt ógilti Guð þær ákærur, sem Satan bar fram gegn okkur vegna synda okkar, og kunngjörði öllum heiminum sigur Krists á krossinum, þar sem allar okkar syndir voru afmáðar. \p \v 16 Látið því engan ásaka ykkur fyrir það sem þið borðið eða drekkið, né fyrir að halda ekki gyðinglega hátíðis- og tyllidaga, tunglkomuhátíðir eða hvíldardaga Gyðinga. \v 17 Þetta voru aðeins tímabundnar reglur, sem féllu úr gildi þegar Kristur kom. Þær voru aðeins ímynd raunveruleikans – Krists. \v 18 Látið engan segja ykkur að þið glatist ef þið tilbiðjið ekki engla, eins og sumir halda fram. Þeir segjast hafa fengið vitrun um þetta og því beri ykkur að hlýða. Þetta veldur því einu að menn hrokast upp \v 19 og missa tengslin við Krist, höfuðið, sem við öll, líkami hans, tengjumst. Líkami Krists – söfnuðurinn – er tengdur saman og styrktur með taugum og sinum, og vex því aðeins að hann fái næringu og styrk frá Guði. \p \v 20 Þið dóuð með Kristi og þurfið því ekki að fylgja hugmyndum heimsins um hvernig eigi að frelsast. Vinna góðverk og fara eftir alls konar reglum. En hvers vegna haldið þið samt áfram að fylgja þessum hugmyndum og hvers vegna eruð þið ennþá bundin af reglum \v 21 sem banna ykkur að borða, smakka eða snerta vissan mat? \v 22 Slíkar reglur eru ekki annað en mannaboðorð, því að maturinn er ætlaður til neyslu. \v 23 Þessar reglur kunna að virðast góðar, því að þær krefjast mikillar sjálfsafneitunar, eru auðmýkjandi og valda líkamlegum óþægindum. En þær veita mönnum engan kraft til að sigrast á illum hugsunum og eigingjörnum hvötum, heldur auka aðeins á stolt þeirra. \c 3 \s1 Hugsið um himininn! \p \v 1 Þið eigið hlutdeild í upprisu Krists. Beinið því augum ykkar að því sem er á himnum, þar sem Kristur situr á heiðurs- og valdastóli við hlið Guðs. \v 2 Hugsið um himininn og hafið ekki áhyggjur af hinu jarðneska. \v 3 Þið ættuð að hafa svipaðan áhuga á veraldarvafstrinu og þeir sem eru dauðir! Líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði \v 4 og þegar Kristur – lífgjafi okkar – kemur aftur, þá munuð þið fá hlutdeild í allri hans dýrð. \v 5 Snúið því baki við syndinni. Deyðið allar illar hvatir sem leynast hið innra með ykkur. Eigið engan þátt í lauslæti, siðleysi eða svívirðilegri girnd. Verið ekki bundin af veraldlegum gæðum, það er skurðgoðadýrkun. \v 6 Reiði Guðs er yfir þeim sem það gera. \v 7 Þið voruð áður í þeim hópi og það var ykkur eðlilegt, \v 8 en nú er kominn tími til að segja skilið við bræði, vonsku og formælingar. \p \v 9 Ljúgið ekki framar hvert að öðru. Það tilheyrði ykkar gamla og óhreina lífi, sem er dautt og grafið. \v 10 Nú lifið þið nýju lífi, sem felst í því að læra að þekkja vilja Guðs og líkjast Kristi meir og meir. \v 11 Nú skiptir þjóðerni ekki lengur máli, né litarháttur, menntun eða þjóðfélagsstaða – það skiptir engu. Nú skiptir máli hvort viðkomandi lifir í trúnni á Krist og það stendur öllum til boða. \p \v 12 Fyrst Guð hefur elskað ykkur svo heitt og útvalið, þá ættuð þið að kappkosta að sýna öllum góðvild og miskunnsemi. Reynið ekki að þykjast öðrum fremri, heldur verið fús að þola mótlæti með þögn og þolinmæði. \v 13 Verið hógvær og fljót að fyrirgefa og berið ekki kala til nokkurs manns. Minnist þess að Drottinn hefur fyrirgefið ykkur og því verðið þið einnig að fyrirgefa öðrum. \p \v 14 En umfram allt, látið kærleikann ráða í lífi ykkar, því að þá verður fullkomið samstarf og eining í söfnuðinum. \v 15 Látið frið Krists búa í hjörtum ykkar, það er skylda ykkar og jafnframt forréttindi sem hluta af líkama hans. Verið þakklát. \p \v 16 Minnist alls þess sem Kristur kenndi, því að orð hans lífga og auka skilning og hyggindi. Uppfræðið hvert annað í orði hans og flytjið það í sálmum, söngvum, andlegum ljóðum og lofsyngið Drottni með þökk í huga. \v 17 Hvað sem þið gerið eða segið, þá gerið allt vegna Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann. \s1 Kristið heimili \p \v 18 Eiginkonur, verið undirgefnar mönnum ykkar, því það er vilji Drottins. \v 19 Og eiginmenn, elskið konur ykkar! Sýnið þeim nærgætni en ekki beiskju og hörku. \p \v 20 Börn! Hlýðið foreldrum ykkar í öllu, því það hæfir þeim sem tilheyra Drottni. \v 21 Og þið foreldrar, verið ekki harðir við börn ykkar, því þá missa þau sjálfstraust og fyllast vanmáttarkennd. \p \v 22 Þrælar, hlýðið ykkar jarðnesku yfirmönnum undanbragðalaust og reynið ávallt að geðjast þeim, en ekki aðeins meðan þeir sjá til. Hlýðið þeim fúslega vegna kærleika ykkar til Drottins og vegna þess að þið viljið þóknast honum. \v 23 Hvað sem þið gerið, þá vinnið af samviskusemi og gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Drottin en ekki menn. \v 24 Og munið að þið eruð erfingjar Guðs – við öll, sem þjónum honum. \v 25 En ef þið svíkist undan í verki hans, þá verða launin öðruvísi en þið hefðuð kosið – því hann fer ekki í manngreinarálit og þar kemst enginn upp með svik. \c 4 \p \v 1 Þrælaeigendur! Verið sanngjarnir og heiðarlegir við þræla ykkar. Munið að þið hafið sjálfir húsbónda á himnum sem fylgist vel með ykkur. \p \v 2 Þreytist ekki á að biðja en haldið því áfram uns þið fáið svar frá Guði og gleymið þá ekki að þakka honum. \v 3 Gleymið ekki heldur að biðja fyrir okkur, að Guð gefi mörg tækifæri til að boða fagnaðarerindið um Krist, en þess vegna er ég í fangelsi. \v 4 Biðjið þess að ég fái djörfung til að tala opinskátt, óhindrað og á einfaldan hátt, eins og mér ber að gera. \p \v 5 Umgangist viturlega þá sem ekki trúa og notið sérhvert tækifæri til að boða þeim fagnaðarerindið. \v 6 Verið nærgætin en markviss í samtölum ykkar við fólk, svo að þið getið gefið því rétt svör við spurningum þess. \s1 Kveðjur \p \v 7 Týkíkus, okkar heittelskaði bróðir, mun segja ykkur allt sem er að frétta af mér. Hann er duglegur samstarfsmaður í þjónustu Drottins. \v 8 Það var ég sem sendi hann í þessa ferð, vegna þess að mig langaði að fá að vita hvernig ykkur liði og einnig að hugga ykkur og uppörva. \v 9 Ég sendi einnig Onesímus, kæran og trúan bróður, en hann er einn af ykkur. Hann og Týkíkus munu segja ykkur allar nýjustu fréttir héðan. \p \v 10 Aristarkus er hér í fangelsinu ásamt mér. Hann sendir ykkur kæra kveðju og einnig Markús, en hann er ættingi Barnabasar. Eins og ég hef áður sagt, bið ég ykkur að taka sérlega vel á móti honum, ef hann kemur við hjá ykkur. \v 11 Júdas Jústus sendir einnig kæra kveðju. Þetta eru einu kristnu Gyðingarnir sem starfa hér með mér og þeir hafa sannarlega uppörvað mig. \p \v 12 Epafras, þjónn Jesú Krists – hann er frá Kólossu eins og þið – sendir ykkur kærar kveðjur. Hann biður Guð að styrkja ykkur og fullkomna og sýna ykkur vilja sinn í öllu. \v 13 Það segi ég satt, að hann hefur barist fyrir ykkur í bænum sínum og þeim í Laodíkeu og Híerapólis. \p \v 14 Lúkas, læknirinn kæri, sendir innilega kveðju og sömuleiðis Demas. \p \v 15 Viljið þið skila kveðju frá mér til kristnu vinanna í Laodíkeu og einnig til Nýmfu og þeirra sem koma saman á heimili hennar. \p \v 16 Þegar þið hafið lesið þetta bréf, þá sendið það til safnaðarins í Laodíkeu. Þið ættuð svo að lesa bréfið sem ég sendi þeim. \v 17 Segið við Arkippus: „Gættu þess að vinna vel það verk sem Drottinn hefur falið þér.“ \p \v 18 Ég rita kveðju mína með eigin hendi. Minnist þess að ég er fangi. Blessun Guðs umvefji ykkur! \p Páll