\id 2TI - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h II. Tímóteusarbréf \toc1 II. Tímóteusarbréf \toc2 II. Tímóteusarbréf \toc3 II. Tímóteusarbréf \mt1 II. Tímóteusarbréf \c 1 \p \v 1 Frá Páli, sem að vilja Guðs er sendiboði Jesú Krists, til að flytja öllum boðskapinn um eilífa lífið, sem fæst fyrir trúna á Jesú Krist. \v 2 Til Tímóteusar, míns elskaða sonar. \p Guð, faðir, og Kristur Jesús, Drottinn okkar, veiti þér náð, miskunn og frið. \s1 Kærleikur Páls til Tímóteusar \p \v 3 Tímóteus, mikið er ég Guði þakklátur fyrir þig. Ég bið Guð dag og nótt að blessa þig og veita þér allt sem þú þarfnast. Eins og forfeður mínir, þjóna ég Guði og kappkosta að hafa hreina samvisku. \p \v 4 Ég þrái mjög að hitta þig á ný. Mikið yrði það gaman! Ég man að þú táraðist þegar við skildum síðast. \p \v 5 Ég veit að þú treystir Drottni af heilum hug, rétt eins og móðir þín, hún Evníke, og Lóis amma þín, og ég held að traust þitt hafi ekki minnkað. \p \v 6 Þess vegna hvet ég þig til að efla með þér þá náðargjöf Guðs sem í þér býr – gjöfina sem þú fékkst þegar ég lagði hendur yfir þig og bað fyrir þér. \v 7 Heilagur andi sem Guð gaf þér, vill ekki að við óttumst mennina, heldur vöxum í kærleika og krafti Guðs og gætum stillingar. \v 8 Ef þú endurnýjast í þessum krafti frá degi til dags, muntu aldrei blygðast þín fyrir vitnisburðinn um Drottin, eða fyrir mig, þótt ég sé í fangelsi vegna Krists. Þá muntu líka verða reiðubúinn að þjást með mér vegna Drottins, því að hann mun styrkja þig. \p \v 9 Það var hann sem frelsaði okkur og útvaldi til að vinna sitt heilaga verk, ekki vegna þess að við ættum það skilið, heldur vegna eigin ákvörðunar, löngu áður en heimurinn varð til. Hann ætlaði að auðsýna okkur kærleika sinn og gæsku í Kristi. \v 10 Nú hefur hann framkvæmt þessa áætlun sína og sent okkur Jesú Krist, frelsarann, sem braut vald dauðans á bak aftur og opnaði okkur veg til eilífs lífs fyrir trúna á hann. \v 11 Síðan kaus hann mig til að flytja heiðingjunum þennan boðskap og uppfræða þá. \p \v 12 Þess vegna þarf ég að þjást hér í fangelsinu, en ég skammast mín ekkert fyrir það því ég veit á hvern ég trúi og er þess fullviss að hann megnar að varðveita allt það sem mér er trúað fyrir, allt til þess dags er hann kemur á ný. \p \v 13 Haltu fast við sannleikann eins og ég kenndi þér hann, einkum það sem varðar trúna og kærleikann, sem Jesús Kristur gefur. \v 14 Varðveittu vel þá góðu og guðlegu hæfileika sem þér voru gefnir af heilögum anda sem í þér býr. \p \v 15 Eins og þú veist eru bræðurnir sem hingað komu frá Litlu-Asíu, allir farnir frá mér og meira að segja Fýgelus og Hermogenes. \v 16 Drottinn blessi Ónesífórus og alla hans fjölskyldu. Oft vitjaði hann mín og uppörvaði. Heimsóknir hans voru eins og ferskur andblær og aldrei blygðaðist hann sín fyrir fjötra mína. \v 17 Sannleikurinn er sá að þegar hann kom til Rómar, leitaði hann mín um allt og fann mig að lokum. \v 18 Guð blessi hann ríkulega þegar Kristur kemur aftur – þú veist manna best hversu hann hjálpaði til í Efesus. \c 2 \s1 Lifðu í krafti Krists \p \v 1 Tímóteus, sonur minn, lifðu í krafti Jesú Krists! \v 2 Þitt hlutverk er að fræða aðra um það, sem þú heyrðir mig tala í áheyrn margra votta. Þann sannleika skaltu kenna mönnum sem hægt er að treysta, svo að þeir geti kennt öðrum. \v 3 Vertu fús að þjást eins og sannur hermaður Jesú Krists, því að það ber okkur að gera. \v 4 Og sem hermaður Krists skaltu ekki binda þig við nein aukastörf, því hvaða hermaður heldur þú að stundi aukavinnu annars staðar? Sá kæmi varla að miklum notum! \v 5 Sá sem stundar íþróttir, verður að fara eftir settum reglum til að geta sigrað, annars verður hann dæmdur úr leik og á enga von um verðlaun. \v 6 Og bóndinn – hann leggur hart að sér til að ná góðri uppskeru. Eins gerum við. \v 7 Hugleiddu þessi þrjú dæmi – hermanninn, íþróttamanninn og bóndann, og Drottinn hjálpi þér að skilja hvernig þau geta átt við þig. \p \v 8 Umfram allt, mundu eftir Jesú Kristi. Hann fæddist sem maður af ætt Davíðs konungs og sigraði dauðann með upprisu sinni. \v 9 Þennan mikla sannleika hef ég boðað. Þess vegna hef ég verið ofsóttur og setið í fangelsi eins og afbrotamaður. En þótt ég sé fjötraður, þá verður orð Guðs ekki fjötrað! \v 10 Ég er fús að þjást, ef það verður til þess að þeir, sem Guð hefur útvalið, öðlist hjálpræðið og dýrð Jesú Krists. \p \v 11 Ég veit að það er satt, að ef við deyjum fyrir Krist, þá fáum við að lifa með honum á himnum. \v 12 Ef við stöndum stöðugir í trúnni og þjónustunni, þá munum við fá að ríkja með honum. En ef við snúumst gegn Kristi og afneitum honum, þá hlýtur hann einnig að hafna okkur. \v 13 En skorti okkur þrek og sé trú okkar alveg á þrotum, þá er hann samt trúr og hjálpar, því hann getur ekki afneitað okkur – við erum hluti af honum sjálfum. Loforð hans munu standa! \s1 Forðastu einskisnýtar rökræður \p \v 14 Þennan sannleika skaltu minna hina trúuðu á og bjóða þeim í nafni Drottins að deila ekki um einskisverða hluti. Slíkar rökræður rugla menn bara í ríminu. Þær eru algjörlega gagnslausar og meira að segja skaðlegar. \v 15 Starfaðu af trúmennsku svo að Guð geti gefið þér góðan vitnisburð og þú þurfir ekki að blygðast þín þegar Guð prófar verk þín. Þú verður að þekkja orð hans, vita hvað það segir og hvað það þýðir. \v 16 Forðastu heimskulegar rökræður sem leiða af sér synd og illindi manna á milli. \v 17 Sum orð valda sári er seint grær. Dæmi um menn sem ánægju hafa af slíku þrasi eru Hýmeneus og Fíletus. \v 18 Þeir hafa villst af vegi sannleikans og segja upprisu dáinna þegar um garð gengna og rugla fólk þannig í trúnni. \p \v 19 En sannleikur Guðs er óhagganlegur og honum getur enginn breytt. Þar er skráð: „Drottinn þekkir sína,“ og „sá sem telur sig kristinn, forðist ranglæti.“ \p \v 20 Á ríkum heimilum eru sum ílát hver úr gulli og silfri, önnur úr tré og leir. Þau fyrrnefndu eru notuð fyrir gesti, en hin í eldhúsinu eða undir úrgang. \v 21 Forðist þú syndina, líkist þú gullkeri – því besta sem til er á heimilinu – og þá mun sjálfur Kristur nota þig til þess sem göfugt er. \p \v 22 Haltu þig frá öllu sem vekur illar hugsanir, eins og oft sækja á unga menn, en kepptu eftir því sem gott er. Reyndu að vaxa í trú og kærleika og sækja eftir félagsskap þeirra sem elska Drottin og eru hjartahreinir. \p \v 23 Og enn segi ég: Láttu ekki leiða þig út í heimskulegar þrætur, sem aðeins valda ófriði og illdeilum. \v 24 Þjónar Drottins mega ekki vera þrasgjarnir, heldur ljúfir og uppfræða fólk með þolinmæði. \v 25 Vertu hógvær þegar þú leiðbeinir þeim sem ekki þekkja sannleikann, og mótmæla þér. Þess meiri líkur eru á að þeir snúi sér frá villu sinni með Guðs hjálp og trúi sannleikanum. \v 26 Þannig gætu þeir áttað sig og losnað úr gildru Satans. Hann reynir sífellt að fjötra menn í þrældóm syndarinnar og fá þá til að þjóna sér. \c 3 \s1 Hættur framundan \p \v 1 Eitt er það enn sem þér er nauðsynlegt að vita, Tímóteus, á hinum síðustu dögum verður mjög erfitt að vera kristinn. \v 2 Þá munu menn verða sjálfselskir og ágjarnir. Þeir verða stoltir og hrokafullir, fyrirlíta Guð og verða foreldrum sínum óhlýðnir og vanþakklátir. Illskan mun vaxa á flestum sviðum. \v 3 Menn verða miskunnarlausir og ófúsir að vægja. Þeim verður eðlilegt að ljúga og sýna ýmiskonar yfirgang. Menn kæra sig kollótta um gott siðferði en verða óheflaðir og grimmir, og fyrirlíta það sem gott er. \v 4 Þeir munu svíkja vini sína, vera framhleypnir og hrokafullir og elska lífsgæðin meira en Guð. \v 5 Menn munu að vísu sækja kirkjur, en það mun hafa lítil áhrif á þá. Haltu þér frá slíkum mönnum. \p \v 6 Úr þessum hópi koma þeir sem smeygja sér inn á heimili annarra og koma sér í mjúkinn hjá grunnhyggnu og syndugu kvenfólki, sem lætur leiðast af fýsnum sínum. \v 7 Þessar konur fylgja öllum nýjum kenningum sem þær heyra en öðlast þó aldrei skilning á sannleikanum. \v 8 Þessir kennimenn vinna gegn sannleikanum, rétt eins og Jannes og Jambres börðust gegn Móse. Þeir eru afvegaleiddir, hafa óhreint hugarfar og hafa snúist gegn kristinni trú. \p \v 9 En þeim verður ekki stætt á þessu til lengdar, því að dag einn munu svik þeirra verða lýðum ljós, rétt eins og svik Jannesar og Jambresar. \p \v 10 Tímóteus, þú þekkir mig og veist að ég er ekki af slíku sauðahúsi. Þú veist hverju ég trúi, hvernig ég lifi og hvert ég stefni. Þú þekkir trú mína á Krist og veist hvað ég hef orðið að þola. Þú veist hve heitt ég elska þig og þekkir einnig þolinmæði mína. \v 11 Þér er kunnugt um alla erfiðleikana sem ég hef mætt vegna fagnaðarerindisins. Þú veist vel hvað gert var við mig í Antíokkíu, Íkóníum og Lýstru en Drottinn bjargaði mér úr því öllu. \v 12 Allir sem í sannleika hlýða Jesú Kristi og lifa guðrækilegu lífi, munu ofsóttir verða. \v 13 Illmenni og falskennendur munu sækja í sig veðrið og leiða marga í villu, enda sjálfir afvegaleiddir af Satan. \p \v 14 Haltu fast í trúna á það sem þér hefur verið kennt! Þú veist að það er sannleikurinn, enda getur þú treyst okkur sem kenndum þér það. \v 15 Þú manst að þegar þú varst drengur, var þér kennt að þekkja Guðs orð og þar er okkur sagt hvernig við eignumst hjálpræði Guðs í trúnni á Jesú Krist. \v 16 Öll Biblían er orð Guðs, því að hún er innblásin af heilögum anda. Hún kennir okkur sannleikann og bendir okkur á það sem rangt er í lífi okkar. Hún leiðréttir okkur og hjálpar okkur að gera það sem rétt er. \v 17 Hún er verkfæri Guðs til að móta líf okkar og gera okkur hæf til að vinna það sem gott er. \c 4 \s1 Ráðleggingar Páls \p \v 1 Ég hvet þig eindregið – og það frammi fyrir augliti Guðs og Jesú Krists, sem dæma mun lifendur og dauða, er hann kemur aftur til að stofna ríki sitt – \v 2 að predika Guðs orð, í tíma og ótíma. Leiðbeindu fólki og ávítaðu það ef þörf krefur. Hvettu það til þess sem gott er og fræddu það af þolinmæði í orði Guðs. \p \v 3 Þetta segi ég, því að þeir tímar koma að fólk vill ekki hlusta á sannleikann, heldur kallar eftir fræðimönnum sem kenna því það sem það sjálft vill heyra. \v 4 Fólk mun hafna Biblíunni, orði Guðs, og elta sínar eigin villukenningar. \v 5 En þú, Tímóteus, láttu ekki haggast! Vertu ekki hræddur við að þurfa að þola illt vegna Drottins. Leiddu aðra til Krists og fullnaðu verkið, sem þér var falið að vinna. \p \v 6 Nú er svo komið að ég er á förum og þá get ég ekki lengur hjálpað þér. Ævi mín er á enda og brátt verð ég á leið til himna. \v 7 Ég hef barist lengi og af kappi fyrir Drottin, og verið trúr. Nú er barátta mín á enda og hvíldin tekur við. \v 8 Á himnum bíður mín kóróna, sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á degi endurkomu sinnar. En ég verð ekki sá eini sem hlýtur slíka kórónu, hana fá allir sem vaka og vænta endurkomu hans. \s1 Lokaáminningar \p \v 9 Komdu eins fljótt og þú getur, \v 10 því Demas er farinn frá mér. Hann elskaði lífsgæðin og fór til Þessaloníku. Kreskes er farinn til Galatíu og Títus til Dalmatíu. \v 11 Lúkas er einn hjá mér. Taktu Markús með þér þegar þú kemur, því ég þarfnast hjálpar hans. \v 12 (Týkíkus er ekki lengur hér, ég sendi hann til Efesus) \v 13 Mundu eftir, þegar þú kemur, að taka með þér yfirhöfnina sem ég skildi eftir í Tróas hjá bróður Karpusi, og bækurnar – sérstaklega skinnbækurnar. \p \v 14 Alexander koparsmiður hefur unnið mér mikið tjón. Drottinn mun refsa honum. \v 15 Varaðu þig á honum, því að hann stóð gegn öllu sem við sögðum. \p \v 16 Þegar ég var leiddur fram fyrir dómarann í fyrsta skipti var enginn hér til að aðstoða mig, allir höfðu forðað sér. Ég vona að þeim verði ekki refsað fyrir það. \v 17 En Drottinn stóð með mér og veitti mér styrk til að tala svo allir heiðingjarnir fengju að heyra fagnaðarerindið. Hann forðaði mér líka frá því að vera kastað fyrir ljónin. \v 18 Drottinn mun vernda mig gegn öllu illu og leiða mig inn í sitt himneska ríki. Guði sé dýrð um aldir alda. Amen. \p \v 19 Skilaðu kveðju frá mér til Prisku og Akvílasar og þeirra sem búa á heimili Ónesífórusar. \v 20 Erastus varð eftir í Korintu en Trófímus skildi ég eftir veikan í Míletus. \p \v 21 Reyndu að komast hingað áður en vetur gengur í garð. Evbúlus biður að heilsa þér og sömuleiðis Púdes, Línus, Kládía og allir hinir. \v 22 Drottinn Jesús Kristur sé með anda þínum. \p Páll