\id 2TH - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h II. Þessaloníkubréf \toc1 II. Þessaloníkubréf \toc2 II. Þessaloníkubréf \toc3 II. Þessaloníkubréf \mt1 II. Þessaloníkubréf \c 1 \p \v 1 Frá Páli, Sílasi og Tímóteusi. \p Til safnaðarins í Þessaloníku, sem er varðveittur í Guði föður og í Drottni Jesú Kristi. \v 2 Guð, faðir Drottins Jesú Krists, blessi ykkur ríkulega og fylli hugi ykkar og hjörtu friði sínum. \s1 Þjáningin hefur sinn tilgang \p \v 3 Kæru vinir, það er okkur bæði rétt og skylt að þakka Guði fyrir ykkur, því að trú ykkar hefur vaxið undursamlega og kærleikur ykkar eflst innbyrðis. \v 4 Það er okkur ljúft að segja öðrum söfnuðum frá þolinmæði ykkar og trausti til Guðs, þrátt fyrir ógnir og erfiðleika sem þið hafið orðið að þola. \v 5 Þetta er enn ein staðfesting þess að Guð er sanngjarn og réttlátur í öllu. Hann notar þjáningarnar til að efla ykkur í trúnni, \v 6 og samtímis vinnur hann að dómi og refsingu þeirra sem ofsækja ykkur. \p \v 7 Því segi ég við ykkur sem illt þolið: Guð mun frelsa ykkur, og okkur, úr þessum þrengingum. Það verður þegar Drottinn Jesús kemur frá himnum ásamt sínum voldugu englum. \v 8 Hann kemur í logandi eldi og mun kveða upp dóm yfir þeim sem ekki þekkja Guð og þeim sem óhlýðnast fagnaðarerindi hans. \v 9 Þeir munu glatast og þeim refsað með eilífum aðskilnaði frá Drottni. Þeir munu ekki sjá dýrð hans og mátt, \v 10 er hann birtist til að hljóta lof og tilbeiðslu allra þeirra sem á hann trúa, en þeirra á meðal verðið þið, því þið trúðuð vitnisburði okkar um hann. \p \v 11 Þess vegna biðjum við stöðugt fyrir ykkur, að Guð varðveiti ykkur og fullkomni allt það góða sem þið vinnið að í trú og krafti hans. \v 12 Þá mun nafn Drottins verða vegsamlegt í lífi ykkar og þið sjálf verða honum til dýrðar. Þessu mun kærleikur og miskunn Guðs koma til leiðar. \c 2 \s1 Endurkoma Krists \p \v 1 Hvað um endurkomu Drottins Jesú Krists og samfundi okkar við hann? \v 2 Kæru vinir, látið engar sögusagnir, eins og þá að dagur Drottins sé þegar runninn upp, koma ykkur úr jafnvægi eða gera ykkur órótt. Ef þið heyrið um fólk sem séð hefur sýnir eða fengið einhver sérstök skilaboð frá Guði um þetta, eða þá fengið bréf sem álitin eru frá mér, þá trúið því ekki. \v 3 Látið ekkert slíkt rugla ykkur né blekkja, sama hvað sagt er. \p Dagur Drottins kemur ekki fyrr en tvennt hefur gerst: Fyrst kemur tími fráfalls og andstöðu gegn Guði og síðan mun maður syndarinnar birtast – glötunarsonurinn. \v 4 Hann mun standa gegn öllu sem Guðs er og rífa niður allt sem dýrkað hefur verið eða tilbeðið. Hann tekur sér stöðu í musteri Guðs og kemur fram eins og væri hann Guð. \v 5 Munið þið ekki eftir þessu? Ég talaði um þetta þegar ég var hjá ykkur síðast. \v 6 Þið vitið hvað heldur aftur af honum: Hann fær ekki að birtast fyrr en tími hans er kominn. \p \v 7 Vissulega eru hin illu öfl eyðingar og upplausnar nú þegar að verki, en sjálfur mun þessi uppreisnarmaður ekki koma fyrr en öllum hindrunum hefur verið rutt úr vegi. \v 8 Eftir það mun hann – maður illskunnar – vaða uppi. En þegar Drottinn Jesús kemur aftur, mun hann blása á hann og tortíma honum með nærveru sinni. \v 9 Maður þessi verður verkfæri Satans. Hann verður haldinn djöfullegum krafti og mun beita furðulegum blekkingum og kraftaverkum. \v 10 Þannig villir hann sýn, þeim sem glatast. Þeir glatast af því að þeir hafa ekki tekið á móti kærleika og sannleika Guðs sér til frelsunar, heldur hafnað því \v 11 og þess vegna leyfir Guð þeim að trúa lyginni af öllu hjarta. \v 12 Þetta fólk verður svo réttvíslega dæmt fyrir að trúa blekkingunni, en hafna sannleikanum, og fyrir að kasta sér út í syndina. \p \v 13 Okkur er skylt að þakka Guði fyrir ykkur, því að Drottinn elskar ykkur. Hann hafði þegar í upphafi ætlað sér að frelsa ykkur og hreinsa fyrir verk heilags anda og fyrir trú ykkar á sannleikann. \v 14 Hann notaði fagnaðarerindið til að kalla ykkur til sín, svo að hann gæti veitt ykkur hlutdeild í dýrð Drottins. \p \v 15 Vinir! Standið stöðugir með þetta í huga og haldið fast í sannleikann sem við kenndum ykkur, hvort heldur var munnlega eða bréflega. \p \v 16 Sjálfur Drottinn Jesús Kristur og Guð faðir okkar, sem hefur elskað okkur og gefið okkur eilífa huggun og óverðskuldaða von, \v 17 huggi hjörtu ykkar og styrki ykkur í öllu góðu, bæði í orði og verki. \c 3 \p \v 1 Kæru vinir, er ég nú lýk þessu bréfi, langar mig að biðja ykkur um eitt: Biðjið fyrir okkur! Biðjið fyrst að boðskapur Drottins fái að breiðast út og fara sigurför hvar sem hann heyrist, og að menn vinnist á sama hátt og gerðist meðal ykkar. \v 2 Biðjið einnig um að við frelsumst úr klóm vondra manna, því ekki elska allir Drottin. \v 3 Drottinn er trúfastur! Hann mun styrkja ykkur og vernda gegn öllum árásum Satans, hvers kyns sem þær eru. \p \v 4 Drottins vegna treystum við því að þið, bæði nú og framvegis, farið eftir því sem við kenndum og sögðum. \v 5 Drottinn leiði ykkur til æ dýpri skilnings á kærleika Guðs og langlyndi Krists. \s1 Mikilvæg áminning \p \v 6 Kæru vinir, hér er svo boðorð sem ég gef ykkur í nafni Drottins Jesú – í umboði hans og valdi: Forðist þá trúbræður ykkar sem, andstætt kenningu okkar, liggja í leti daginn út og inn og nenna ekki að vinna fyrir sér. \v 7 Þið vitið að við gáfum ykkur gott fordæmi. Hvenær sáuð þið okkur slæpast? Aldrei. \v 8 Við þáðum aldrei mat frá ykkur án þess að greiða fyrir, heldur unnum af kappi dag og nótt til að afla lífsviðurværis, svo að við yrðum engum ykkar byrði. \v 9 Vissulega höfðum við rétt til að láta ykkur sjá fyrir okkur, en með þessu vildum við sýna hvernig þið eigið að vinna fyrir ykkur. \v 10 Við sögðum við ykkur: „Sá sem ekki vill vinna, á ekki heldur að fá mat.“ \p \v 11 Engu að síður höfum við frétt að sumir ykkar séu óreglusamir, neiti að vinna, en séu þess í stað að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. \v 12 Við biðjum þá menn, í nafni Drottins Jesú Krists, að hætta öllu slóri, koma sér að verki og vinna fyrir sér! \v 13 Við ykkur hin, kæru vinir, segi ég: Þreytist aldrei á því að gera það sem gott er og rétt. \p \v 14 Neiti einhver að hlýða orðum okkar í þessu bréfi, þá fylgist með honum, en hafið ekki samband við hann, svo að hann sjái að sér. \v 15 Lítið ekki á hann sem óvin, heldur talið til hans sem bróður er fengið hefur aðvörun. \v 16 Guð friðarins gefi ykkur sinn frið! Drottinn sé með ykkur. \p \v 17 Hér er kveðja mín, rituð með eigin hendi, eins og í öllum mínum bréfum, og er það sönnun þess að bréfið sé frá mér. Þetta er mín eigin rithönd. \v 18 Blessun Drottins Jesú Krists sé yfir ykkur öllum. \p Páll