\id 2PE - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h II. Pétursbréf \toc1 II. Pétursbréf \toc2 II. Pétursbréf \toc3 II. Pétursbréf \mt1 II. Pétursbréf \c 1 \p \v 1 Frá Símoni Pétri, þjóni og sendiboða Jesú Krists. Til ykkar allra, sem hafið öðlast sömu dýrmætu trú og við, trúna sem Jesús Kristur, Guð okkar og frelsari, gefur. Mikil er miskunn hans og réttlæti að hann skuli hafa gefið okkur öllum þessa trú. \s1 Kynnumst honum betur \p \v 2 Langar ykkur til að eignast enn meira af friði og kærleika Guðs? Sækist þá eftir að kynnast honum betur. \v 3 Þegar þið gerið það mun hann af mætti sínum gefa ykkur allt sem þið þurfið, til að geta lifað sönnu og góðu lífi. Og það sem meira er, hann leyfir okkur að fá hlutdeild í sínum eigin mætti og dýrð. \v 4 Fyrir sinn volduga mátt, gat hann gefið okkur öll dýrlegu loforðin, sem við höfum fengið frá honum. Þar á meðal er loforðið um að frelsa okkur frá allri girnd og spillingu, sem alls staðar er, og gefa okkur hlutdeild í sínu eigin guðlega eðli. \p \v 5 En trúin ein nægir ekki til að fá þessar gjafir. Þið verðið einnig að kappkosta að lifa heiðvirðu lífi og það dugir jafnvel ekki til, því auk þess verðum við að læra að þekkja Guð betur og fá skilning á því sem hann vill að við gerum. \v 6 Því næst þurfið þið að læra að neita ykkur um ýmislegt, til þess að þið verðið þolinmóð og guðrækin og leyfið Guði fúslega að framkvæma vilja sinn í lífi ykkar. \v 7 Þegar þessu marki er náð, getið þið tekið næsta skref og það er að láta ykkur þykja vænt um annað fólk og gleðjast yfir því, en þá munuð þið að lokum elska það af öllu hjarta. \v 8 Eftir því sem þið farið lengra á þessari braut, því sterkari verðið þið andlega og munuð bera ávöxt og verða að gagni fyrir Drottin Jesú Krist. \v 9 Sá sem ekki vill taka þessi viðbótarskref trúarinnar, er áreiðanlega blindur eða þá að minnsta kosti mjög skammsýnn og hefur gleymt að Guð leysti hann frá fyrra lífi hans, svo að hann gæti lifað helguðu lífi í krafti Drottins. \p \v 10 Kæru systkini, leitist nú við að sýna að þið séuð í raun og veru meðal þeirra sem Guð hefur kallað og valið, og þá munuð þið aldrei hrasa eða falla. \v 11 Þá mun Guð opna hlið himnanna fyrir ykkur upp á gátt, svo að þið getið gengið inn í hið eilífa ríki Drottins okkar og frelsara Jesú Krists. \p \v 12 Ég hef hugsað mér að halda áfram að minna ykkur á þessi atriði, enda þótt þið þekkið þau nú þegar og farið eftir þeim. \v 13-14 Drottinn Jesús Kristur hefur sýnt mér að jarðvistardagar mínir séu brátt á enda og að ég muni deyja innan skamms. En svo lengi sem ég verð hér, hef ég hugsað mér að halda áfram að senda ykkur áminningar sem þessar. \v 15 Ég vona að þær hafi svo sterk áhrif á ykkur, að þið munið þær löngu eftir að ég er horfinn af sjónarsviðinu. \p \v 16 Ekki voru það ævintýri sem við sögðum ykkur, þegar við skýrðum ykkur frá krafti Drottins Jesú Krists og endurkomu hans. Ég sá tign hans með eigin augum. \v 17-18 Ég var með honum á fjallinu helga, þegar hann ummyndaðist í dýrðinni sem Guð, faðir hans, hafði gefið honum. Ég heyrði hina dýrlegu og hátignarlegu rödd kalla frá himnum og segja: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“ \p \v 19 Við höfum orðið vitni að því að orð spámannanna hafa ræst. Það er rétt af ykkur að athuga vel allt sem þeir hafa skrifað, því að eins og ljós lýsir upp dimmt herbergi, hjálpa rit þeirra okkur til að skilja ýmislegt, sem annars væri illskiljanlegt. Þegar þið hafið kynnt ykkur hin miklu sannindi sem standa í ritum spámannanna, mun renna upp fyrir ykkur ljós, og Kristur, morgunstjarnan, mun skína inn í hjörtu ykkar. \v 20-21 Biblíuspádómarnir eru ekki uppfinning spámannanna, heldur var það heilagur andi, sem í þeim bjó, sem flutti þeim sannleiksboðskap frá Guði. \c 2 \s1 Falsspámenn – og svarið við þeim \p \v 1 Falsspámenn komu einnig fram í þá daga og hið sama mun gerast hjá ykkur. Þeir munu beita kænsku við að breiða út lygi um Guð. Þeir munu jafnvel ganga svo langt að afneita Drottni sínum, sem frelsaði þá, og þegar svo er komið eru afdrif þeirra augljós: Bráð glötun. \v 2 Margir munu aðhyllast villukenningar þeirra og þeir munu fá fólk til að hlæja að Kristi og kenningum hans. \p \v 3 Þessir fræðarar munu segja ykkur allt sem þeim dettur í hug, til þess eins að græða á ykkur og komast yfir peningana ykkar. Langt er síðan Guð fordæmdi slíka menn og nú bíður þeirra ekkert nema glötun. \v 4 Ekki hlífði Guð englunum sem syndguðu, heldur varpaði hann þeim niður til heljar, þar sem þeir bíða dómsdags, læstir inni í dimmum og drungalegum hellum. \v 5 Ekki hlífði hann heldur fólkinu sem lifði fyrr á öldum, á dögum flóðsins, að Nóa undanskildum, manninum sem játaði trú sína á Guð ásamt sjö öðrum í fjölskyldu sinni. Í þessu gífurlega flóði eyddi Guð hinum óguðlega heimi. \p \v 6 Síðar gerði hann borgirnar Sódómu og Gómorru að rjúkandi rúst. Hann þurrkaði þær út af yfirborði jarðarinnar og setti þær sem víti til varnaðar, öllum óguðlegum mönnum framtíðarinnar, svo að þeir mættu minnast þeirra og skelfast. \p \v 7-8 En á sama tíma bjargaði Drottinn Lot út úr Sódómu, vegna þess að hann var góður maður. Öll sú hræðilega illska, sem Lot varð vitni að dag eftir dag, olli honum sárri kvöl. \v 9 Fyrst Drottinn gat bjargað Lot, þá getur hann einnig bjargað þér og mér út úr þeim freistingum sem umkringja okkur, og hann getur einnig refsað hinum óguðlegu, allt til þess dags er lokadómurinn verður kveðinn upp. \v 10 Drottinn mun kveða upp þungan dóm yfir þeim sem láta leiðast af girnd sinni og illum hugsunum; einnig þeim sem eru stoltir og einþykkir og dirfast að hæðast að dýrð hans. \v 11 Þetta gera þessir falskennendur enda þótt englarnir, sem standa frammi fyrir Drottni á himnum – og eru þeir miklu æðri að tign og mætti – fari aldrei niðrandi orðum um þessi illu máttarvöld. \p \v 12 Þessir falskennendur eru heimskir. Þeir eru engu betri en dýrin, sem aðeins láta stjórnast af hvötum sínum og eru fædd til þess eins að verða slátrað. Þeir hlæja að hinum voldugu, sem þeir þekkja ekki hót. Slíkir menn munu fá það sem þeir eiga skilið fyrir illverk sín – glötun. \p \v 13 Það verða launin sem þeir munu fá fyrir syndir sínar, því að þeir eru munaðarseggir sem sækjast stöðugt eftir því sem illt er. Þeir eru til skammar og svívirðingar á meðal ykkar. Þeir draga ykkur á tálar, því að bæði lifa þeir í viðbjóðslegri synd og svo taka þeir þátt í kærleiksmáltíðum ykkar eins og allt væri í besta lagi. \v 14 Engin kona kemst hjá syndsamlegum augnagotum þeirra og af hórdómi fá þeir aldrei nóg. Þeir leika sér að því að tæla óstöðugar konur og æsa þar með upp í sér girndina – bölvun dómsins bíður þeirra. \v 15 Þeir hafa yfirgefið hinn rétta veg og villst eins og Bíleam, sonur Beórs, sem elskaði rangfenginn gróða. \v 16 En Bíleam var stöðvaður á villubraut sinni, er asninn hans tók að tala við hann mannamál og ávíta hann. \p \v 17 Þessir menn eru eins og lindir sem þornað hafa upp. Þeir lofuðu góðu, en svo brugðust þeir. Þeir eru eins og ský sem hrekjast fyrir vindi. Þeir eru dæmdir til að falla í hin eilífu hyldýpi myrkursins. \v 18 Þeir hrósa sér fjálglega af syndum sínum og árangri í kvennamálum og nota girnd sína sem beitu til að draga þá, sem nýsloppnir eru úr slíku spillingarfeni, aftur út í syndina. \p \v 19 Þeir segja: „Fagnaðarerindið gefur þér rétt til að gera hvað sem þig langar til. Vertu frjáls!“ \p Fræðarar, sem bjóða slíkt „frelsi“ frá boðorðunum, eru sjálfir þrælar syndar og spillingar. Sérhver maður er þræll þess sem hefur vald yfir honum. \v 20 Sá sem hefur sloppið úr greipum hins illa í þessum heimi, með því að kynnast Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi, en flækist síðan aftur í neti syndarinnar og verður þræll hennar að nýju, er verr staddur en áður en hann varð kristinn. \v 21 Betra hefði verið fyrir hann að kynnast aldrei Kristi, en að kynnast honum og snúa síðan bakinu við hinum heilögu boðorðum, sem honum voru gefin. \v 22 Gamall málsháttur hljóðar svo: „Hundur snýr aftur til spýju sinnar og þvegið svín veltir sér í saur.“ Þannig fer fyrir þeim sem snúa sér aftur að syndinni. \c 3 \s1 Kristur mun koma á ný \p \v 1 Kæru vinir, þetta er annað bréfið sem ég skrifa ykkur, og í þeim báðum hef ég reynt að minna ykkur – ef ég má – á þann sannleika, sem þið þekkið nú þegar: \v 2 Sannleikann sem þið lærðuð af hinum heilögu spámönnum og okkur postulunum, sem fluttum ykkur orð Drottins okkar og frelsara. \p \v 3 Í fyrsta lagi vil ég minna ykkur á að á síðustu tímum munu koma fram lastmælendur, sem reyna að valda öllu því tjóni sem þeir geta, og hæðast að sannleikanum. \v 4 Röksemdir þeirra verða á þessa leið: „Jesús lofaði að koma aftur, ekki satt? En hvað er orðið af honum? Ha? Hann mun aldrei koma! Eins langt og menn muna stendur allt við það sama, allt frá því að heimurinn varð til.“ \p \v 5-6 Viljandi gleyma þeir því að Guð eyddi jörðinni í gífurlegu flóði, löngu eftir að hann hafði skapað heiminn með orði sínu – eftir að hann hafði notað vatnið til að mynda jörðina og umlykja hana. \v 7 Guð hefur sagt að himinn og jörð skuli bíða eldsins á degi dómsins og þá muni allir óguðlegir menn farast. \p \v 8 En gleymið því nú ekki, kæru vinir, að í augum Drottins er einn dagur jafn langur og þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. \v 9 Hann er því alls ekki seinn að efna loforðið um endurkomu sína, jafnvel þótt sumum virðist svo. Það veldur bið hans að hann vill ekki að neinir glatist og því gefur hann syndurunum enn frest til að iðrast. \p \v 10 Dagur Drottins mun vissulega koma. Hann mun koma óvænt, líkt og þjófur, og þá munu himnarnir líða undir lok með miklum gný og frumefni alheimsins brenna upp í eldi. Þá mun jörðin eyðast og allt sem á henni er. \p \v 11 Skyldum við ekki þurfa að lifa heilögu og guðrækilegu lífi, fyrst allt umhverfis okkur leysist upp á þennan hátt? \v 12 Horfið fram til þess dags með eftirvæntingu og flýtið fyrir honum, deginum er Guð lætur himnana brenna, frumefnin bráðna og leysast upp í logum. \v 13 Samkvæmt loforði Guðs væntum við nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem allt er í samræmi við vilja Guðs. \p \v 14 Kæru vinir, meðan við bíðum þessara hluta og komu hans, kappkostið þá að vera án syndar. Haldið frið við alla menn, svo að Drottni líki við ykkur er hann kemur aftur. \p \v 15-16 Munið hvers vegna hann bíður. Hann gerir það til þess að við getum flutt hjálpræðisboðskap hans út til allra manna. Páll, hinn elskaði og skynsami bróðir okkar, hefur rætt um þetta í mörgum bréfa sinna. Sumt af því sem hann segir er torskilið, og til eru menn, sem af ásettu ráði hegða sér heimskulega og vilja snúa út úr því sem hann segir. Þeir hafa mistúlkað bréf hans svo hrapallega að þau fá allt aðra merkingu en til var ætlast og þannig fara þeir með margt annað í Biblíunni. Afleiðingin er sú að þeir leiða tortímingu yfir sjálfa sig. \p \v 17 Kæru vinir, ég vara ykkur við í tíma, svo að þið fylgist vel með öllu og látið ekki leiðast afvega af mistökum þessara vondu manna, því að þá gætuð þið sjálf orðið eins og þeir. \v 18 Vaxið heldur andlega og lærið að þekkja betur Drottin okkar og frelsara, Jesú Krist. Honum sé heiður og dýrð, bæði nú og um alla framtíð. Amen. \p Pétur