\id 1TI - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h I. Tímóteusarbréf \toc1 I. Tímóteusarbréf \toc2 I. Tímóteusarbréf \toc3 I. Tímóteusarbréf \mt1 I. Tímóteusarbréf \c 1 \p \v 1 Frá Páli, sem eftir skipun Guðs, frelsara okkar og Drottins Jesú Krists, er sendiboði Jesú Krists – sem er von okkar. \p \v 2 Til Tímóteusar. \p Tímóteus, þú sem ert mér sem sonur í trúnni á Drottin. Guð faðir og Drottinn Jesús Kristur auðsýni þér kærleika og miskunn og gefi þér frið í hug og hjarta. \s1 Stattu í gegn röngum kenningum \p \v 3-4 Ég endurtek það sem ég sagði áður en ég fór frá Makedóníu: Vertu kyrr í Efesus og þaggaðu niður í þeim mönnum sem fara með rangar kenningar. Reyndu að binda enda á þessar goðsagnir og helgisögur og þær hugmyndir þeirra, að hægt sé að frelsast með því að vinna sér hylli hjá endalausri röð engla sem leiði menn upp til Guðs. Þetta eru fáránlegar hugmyndir, sem aðeins vekja þrætur í stað þess að benda fólki á leið trúarinnar, eins og Guð ætlaðist til. \v 5 Markmið kristinnar kenningar er að menn fyllist sönnum kærleika, hafi góða samvisku og eignist sterka trú. \p \v 6 Þessir menn hafa misst sjónar á þessu markmiði og nú eyða þeir tímanum í þras og heimskulegar vangaveltur. \v 7 Þá langar til að afla sér viðurkenningar sem fræðimenn í lögum Móse, en þeir hafa bara ekki minnstu hugmynd um efni þeirra. \v 8 Lög þessi eru góð, ef þau eru notuð eins og Guð ætlaðist til. \v 9 Þau voru alls ekki skrifuð fyrir réttláta menn, sem frelsast hafa frá syndinni, heldur fyrir syndara, sem eru óvinir Guðs. Þau voru ætluð lögleysingjum, morðingjum og öðrum vanheilögum syndurum. \v 10-11 Þau voru fyrir hórkarla, kynvillinga, mannræningja, lygara og alla aðra sem lifa í andstöðu við gleðiboðskapinn, sem góður Guð gaf okkur og mér var falið að boða. \p \v 12 Ég þakka Drottni Jesú Kristi, að hann skyldi velja mig í hóp sendiboða sinna og gera mig styrkan í trúnni, \v 13 Mig, sem margoft hafði hætt hann og spottað. Ég ofsótti þá sem á hann trúðu og olli þeim eins miklu tjóni og ég frekast gat. En Guð miskunnaði mér, því að ég vissi ekki hvað ég gerði, enda þekkti ég þá ekki Krist. \v 14 Drottinn sýndi mér mikla miskunn, því hann kenndi mér að treysta sér og síðan fyllti hann mig kærleika sínum. \p \v 15 Það, að Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, er satt og ég vildi að allir fengju að heyra það og trúa. Sjálfur var ég mesti syndarinn. \v 16 En Guð miskunnaði mér til að Kristur Jesús skyldi sýna mér þolinmæði og langlyndi sitt, til vitnisburðar öðrum syndurum sem eignast trú á hann. \v 17 Guði sé lof og dýrð um aldir alda! Hann er hinn ódauðlegi og ósýnilegi, konungur eilífðarinnar. Enginn er Guð nema hann. Amen. \p \v 18-19 Tímóteus, ég ætla að minna þig á spádómsorðin sem voru töluð til þín, en samkvæmt þeim skaltu berjast hinni góðu baráttu trúarinnar og hafa góða samvisku. Sumir hafa gert ýmislegt gegn betri vitund og syndgað af ásettu ráði. Það er reyndar ekkert undarlegt þótt fólk sem þannig ögrar Guði, falli fljótt frá trúnni á Krist. \v 20 Hýmeneus og Alexander eru dæmi um slíka menn. Ég varð að gefa þá Satani á vald til refsingar, svo að þeim lærðist að lítilsvirða ekki nafn Krists. \c 2 \s1 Leiðsögn í bæn \p \v 1 Hér koma svo fyrirmæli mín: \p Gættu þess að beðið sé fyrir öllum mönnum. Biðjið Guð að miskunna þeim og þakkið honum fyrir það sem hann mun gera fyrir þá. \p \v 2 Þannig skaltu biðja fyrir konungum og öllu fólki í valdastöðum, eða sem hefur mikla ábyrgð, svo að við fáum að lifa heiðvirðu lífi í friði og ró og iðka trú okkar. \v 3 Slíkt er gott og velþóknanlegt Guði, frelsara okkar, \v 4 því hann vill að allir frelsist og læri að þekkja sannleikann. \v 5 En sannleikurinn er þessi: Það er aðeins til einn Guð og sá sem vísar mönnunum veginn til hans er maðurinn Jesús Kristur, \v 6 – þess vegna gaf hann líf sitt í dauðann fyrir mannkynið. Þetta er boðskapurinn, sem Guð flutti heiminum, þegar rétti tíminn kom. \v 7 Síðan var ég valinn – og ég segi satt frá – til að vera sendiboði og þjónn Guðs, flytja heiðingjunum þennan sannleika og boða þeim áform Guðs um það hvernig við frelsumst fyrir trú. \v 8 Samkvæmt þessu vil ég að karlmenn alls staðar, biðjist hvarvetna fyrir og lyfti heilögum höndum í bæn til Guðs, án reiði og þrætu. \v 9-10 Sama er að segja um konurnar. Þær eiga að vera hæglátar, næmar á góða siði og snyrtilegan klæðaburð. Trúaðar konur eiga að vekja athygli fyrir hlýleik og góða framkomu en ekki hárgreiðslu, skartgripi eða dýran klæðnað. \v 11 Konur ættu að hlusta og læra í kyrrþey og auðmýkt. \p \v 12 Ég leyfi konum ekki að uppfræða karlmenn eða taka sér vald yfir þeim. Þær eiga að vera kyrrlátar. \v 13 Hvers vegna? Vegna þess að fyrst skapaði Guð Adam en síðan Evu. \v 14 Og ekki var það Adam sem lét blekkjast af Satan, heldur Eva og afleiðingin var syndin. \v 15 En Kristur fæddist inn í þennan heim og hann mun frelsa sálir kvenna, ef þær treysta honum og lifa hógværu lífi í helgun og kærleika. \c 3 \s1 Leiðtogar safnaðarins \p \v 1 Það er rétt og satt að sækist einhver eftir prests- eða biskupsstarfi, þá girnist hann fagurt hlutverk. \v 2 Slíkur maður skal vera til fyrirmyndar og lifa hreinu og heiðvirðu lífi. Hann verður að vera eiginkonu sinni trúr, tillitssamur, reglusamur og láta jafnan gott af sér leiða. Hann á að vera gestrisinn og góður uppfræðari. \v 3 Hann má ekki vera drykkfelldur eða þrasgjarn, heldur prúður og góðgjarn og alls ekki sólginn í fé. \v 4 Fjölskylda hans verður að sýna góða hegðun og börn hans eiga að hlýða strax og athugasemdalaust, \v 5 því að hvernig á maður að stjórna heilum söfnuði, sem ekki getur stjórnað eigin fjölskyldu? \p \v 6 Biskup eða safnaðarleiðtogi á ekki að vera nýr í trúnni, svo að hann ofmetnist ekki og rógberarnir fái höggstað á honum. \v 7 Hann verður einnig að hafa gott orð á sér meðal þeirra sem ekki eru kristnir, svo að Satan ásaki hann ekki og hann missi kjarkinn til að leiða söfnuðinn. \p \v 8 Aðrir þjónar og starfsmenn safnaðarins eiga líka að vera góðir og traustir. Ekki óáreiðanlegir, drykkfelldir eða gráðugir í peninga. \v 9 Þeir verða að taka hlutina alvarlega og fylgja Kristi heils hugar, því að hann er uppspretta trúar þeirra. \v 10 Látið þessa menn sinna fyrst öðrum minni háttar störfum fyrir söfnuðinn, til að reyna staðfestu þeirra og hæfileika, áður en þeim er fengið fullt starf. Ef þeir standa sig vel, þá má gjarnan velja þá sem safnaðarþjóna. \p \v 11 Konur eiga að vera siðprúðar, en ekki raupsamar. Þær stjórnist af hófsemi og séu trúar í öllu. \v 12 Safnaðarþjónn á að vera eiginkonu sinni trúr, og reglusemi og gleði skal ríkja á heimili þeirra. \v 13 Þeir sem standa sig vel sem safnaðarþjónar, munu njóta virðingar fólksins, þeim mun aukast kjarkur og trú þeirra vaxa. \p \v 14 Mér finnst rétt að skrifa þér um þessa hluti, enda þótt ég vonist til að hitta þig bráðlega, \v 15 því ef mér seinkar, þá veistu hverja þú átt að velja til leiðtogastarfa í söfnuði Guðs – þá sem halda sannleika Guðs hátt á lofti. \v 16 Víst er guðrækilegt líferni enginn leikur, en það er þó mögulegt í samfélaginu við Krist. Hann kom til jarðarinnar sem maður. Hann reyndist hreinn og syndlaus í anda sínum og englar þjónuðu honum. Hann var boðaður meðal þjóðanna, hvarvetna trúðu menn á hann og síðan var hann hafinn upp í dýrð himnanna. \c 4 \s1 Um villukenningar \p \v 1 Heilagur andi segir skýrt og greinilega að á síðustu tímum muni sumir snúa baki við Kristi, hlýða lyga-öndum og fylgja kenningum sem komnar eru frá Satani. \v 2 Þessir kennimenn munu ljúga án þess að blikna, því þeir hafa svæft samvisku sína. \v 3 Þeir munu banna fólki að ganga í hjónaband og segja það rangt að borða kjöt, þótt hvort tveggja sé frá Guði. Þetta tvennt er vissulega ætlað trúuðu fólki sem þekkir sannleikann. Það njóti þessara gjafa og þakki Guði. \v 4 Allt sem Guð hefur skapað er gott og við getum neytt þess með gleði eftir að hafa þakkað Guði. \v 5 Það helgast af Guðs orði og bæn. \p \v 6 Ef þú brýnir þetta fyrir hinum trúuðu, ert þú góður þjónn Jesú Krists, sem lifir í trú á hina réttu kenningu, sem þú hefur fylgt. \p \v 7 Eyddu ekki tíma í deilur um fánýt efni eða kjánalegar goðsagnir og helgisögur. Kappkostaðu miklu fremur að viðhalda andlegri hæfni þinni. \v 8 Líkamsþjálfun getur að vísu verið gagnleg en iðkun trúarlífsins er miklu þýðingarmeiri og er þér til hressingar á allan hátt. Leggðu því stund á andlega þjálfun og æfðu þig í því að verða heilsteyptari í trúnni. Það er nytsamlegt, bæði nú í þessu lífi og einnig í hinu komandi. \v 9-10 Þetta er satt og eftir þessu ættu allir að fara. Við leggjum hart að okkur og þolum miklar raunir í viðleitninni til að fá fólk til að trúa þessu, því við höfum sett von okkar á hinn lifandi Guð, sem dó fyrir alla, en þó sérstaklega þá sem tekið hafa við hjálpræði hans. \p \v 11 Þetta skaltu kenna og gættu þess vel að allir taki námið alvarlega. \v 12 Láttu engan líta niður á þig, vegna þess hve ungur þú ert, en vertu fyrirmynd trúaðra og farðu sjálfur eftir því sem þú kennir og þá munu þeir einnig gera það. Vertu þeim líka til fyrirmyndar í kærleika, trú og hreinleika. \v 13 Ég bið þig að lesa og útskýra orð Guðs af kostgæfni fyrir söfnuðinum og boða það þangað til ég kem. \s1 Notaðu hæfileikana sem Guð hefur gefið þér \p \v 14 Gættu þess vel að nota hæfileikana sem Guð gaf þér, þegar leiðtogar safnaðarins lögðu hendur yfir þig og fluttu þér spádóm frá Guði. \v 15 Notaðu nú þessa hæfileika og varpaðu þér út í starfið, svo að allir geti séð hversu þér hefur farið fram. \v 16 Hafðu gát á sjálfum þér og því sem þú kennir. Haltu fast við sannleikann og þá mun Guð bæði gera þig hólpinn og áheyrendur þína. \c 5 \p \v 1 Gættu þess að ávíta aldrei roskinn mann harðlega en fræddu hann með hógværð og virðingu, eins og hann væri faðir þinn. Unga menn skaltu áminna sem elskaða bræður, \v 2 aldraðar konur sem mæður, stúlkur sem systur og gættu þess að hugur þinn sé hreinn gagnvart þeim. \p \v 3 Ef ekkjur hafa engan til að sjá fyrir sér, þá á söfnuðurinn að sýna þeim kærleika og annast þær. \v 4 Ef þær hins vegar eiga börn eða barnabörn, þá ber þeim skylda til að annast þær. Því að kærleikurinn á að eiga upphaf sitt á heimilunum og birtast í aðstoð við foreldrana, það er vilji Guðs. \p \v 5 Söfnuðurinn á að annast fátækar ekkjur, sem engan eiga að, sem treysta Guði og lifa bænalífi. \v 6 Hins vegar ber söfnuðinum ekki skylda til þess, ef þær nota tíma sinn til að rápa um og segja slúðursögur, sjálfum sér til gamans en jafnframt til tjóns. \v 7 Þetta skaltu hafa fyrir reglu í söfnuði þínum, og í kirkju Krists yfirleitt, svo að menn viti hvað rétt er og fari eftir því. \p \v 8 Ef einhver neitar að hjálpa ættingjum sínum sem eru hjálpar þurfi, og þá sérstaklega ef um fjölskyldumeðlimi hans er að ræða, þá hefur hann engan rétt á að kalla sig kristinn. Slíkur maður er verri en heiðingi! \p \v 9 Ekkja sem óskar eftir að vera á framfæri safnaðarins verður að minnsta kosti að hafa náð sextugsaldri og hafa aðeins verið gift einu sinni. \v 10 Hún verður að hafa gott orð á sér meðal fólks vegna góðra verka. Hefur hún alið börnin sín vel upp, verið gestrisin og þjónað trúsystkinum sínum? Hefur hún hjúkrað slösuðum og sjúkum, verið vingjarnleg og hjálpfús? \p \v 11 Ungar ekkjur ætti ekki að taka í þennan sérstaka hóp, því að þær munu líklega áður en langt um líður, gifta sig á ný \v 12 og rjúfa þannig heitið sem þær gáfu Kristi. \v 13 Þær munu venja sig á iðjuleysi og rápa milli húsa til að segja nýjustu „söguna“ og hnýsast í einkamál annarra. \v 14 Ég álít því að betra sé fyrir þessar ungu ekkjur að gifta sig á ný, eignast börn og hugsa um sitt eigið heimili, því að þá mun enginn hafa ástæðu til að klaga þær fyrir neitt. \v 15 Þetta segi ég, því ég er hræddur um að þær hafi nú þegar villst burt frá söfnuðinum og látið Satan leiða sig afvega. \p \v 16 Ég minni þig aftur á að ættingjum ber sjálfum að annast þær ekkjur, sem þeim eru skyldar, en ekki að koma því yfir á söfnuðinn. Söfnuðurinn á að geta notað eigið fé til að aðstoða ekkjur, sem eru raunverulegir einstæðingar og eiga hvergi höfði sínu að að halla. \s1 Gerið vel við prestana \p \v 17 Prestar og forstöðumenn sem vinna störf sín vel, skulu hafðir í miklum metum og fá þau laun sem þeir þurfa, sérstaklega þeir sem leggja hart að sér við predikun og uppfræðslu. \v 18 Um þetta segir Biblían: „Bittu ekki fyrir munninn á uxanum meðan hann þreskir kornið, heldur leyfðu honum að éta meðan hann vinnur.“ Og á öðrum stað: „Verður er verkamaður launa sinna.“ \p \v 19 Taktu ekki mark á því þótt einhver kvarti út af safnaðarleiðtoganum, nema þá að aðrir tveir eða þrír beri einnig vitni gegn honum. \v 20 Og hafi hann syndgað í raun og veru, þá skal hann ávítaður frammi fyrir öllum söfnuðinum, svo að enginn fari að dæmi hans. \p \v 21 Ég brýni alvarlega fyrir þér, og það frammi fyrir augliti Guðs og Drottins Jesú Krists og heilagra engla, að fara eftir þessu, hvort sem viðkomandi leiðtogi er sérstakur vinur þinn eða ekki. Hér verður eitt yfir alla að ganga. \v 22 Flýttu þér aldrei að velja prest eða safnaðarleiðtoga, því að vera kann að þú þekkir ekki syndir hans og þá gætu menn haldið að þú takir þær ekki svo alvarlega. Gættu þess vandlega að þú flækist ekki í syndir annarra. \v 23 Drekktu ekki einungis vatn, heldur líka dálítið af víni, því það mun hafa góð áhrif á meltinguna hjá þér. \p \v 24 Mundu að sumir menn lifa syndugu lífi, og það í allra augsýn en sumar syndir sjást ekki og dómsdagurinn einn mun leiða þær í ljós. \v 25 Á sama hátt eru sum góðverk augljós, en um önnur veit enginn fyrr en löngu síðar. \c 6 \s1 Vinna og peningar \p \v 1 Kristnir þrælar eiga að vinna vel fyrir eigendur sína og bera virðingu fyrir þeim – látum engan komast upp með að segja að kristið fólk sé lélegt til vinnu! Látum hvorki nafn Guðs né boðskap hans verða fyrir lasti í þessu sambandi. \v 2 Ef eigandi þrælanna er kristinn, þá er það ekki þrælunum tilefni til að svíkjast um, heldur ættu þeir að vinna af enn meira kappi, því að þannig hjálpa þeir kristnum meðbróður. \p Allt þetta skaltu kenna, Tímóteus, og hvetja fólk til að fara eftir því. \v 3 Vera má að sumir hafni þessu en það er sannleikur þrátt fyrir það. Þetta er hin heilnæma kenning Drottins Jesú Krists og hún er undirstaða alls guðrækilegs lífernis. Þeir sem hafna henni, sýna þar með stolt sitt og heimsku. \v 4 Þeir lenda í endalausum þrætum um skýringar á orðum Krists og vekja deilur, öfund og reiði, sem svo endar í skömmum, klögumálum og tortryggni. \v 5 Hugsanir þessara orðháka eru myrkvaðar synd og þeir kunna ekki að segja satt. Fyrir þeim er trúin aðeins leið til fjár og frama. Forðastu slíka menn. \p \v 6 Hefur þú áhuga á að verða ríkur? Þú ert ríkur, ef þú óttast Guð og ert nægjusamur. \v 7 Ekki höfum við neitt með okkur þegar við komum í þennan heim og við tökum ekki eina einustu krónu með okkur þegar við deyjum. \v 8 Verum því ánægð ef við höfum í okkur og á. \v 9 Þeir sem ríkir vilja verða, leiðast auðveldlega út í alls konar vitleysu, ef þeir halda að þar sé gróðavon og þannig hafa margir glatað sálarheill sinni. \v 10 Fégræðgin er upphaf margra synda og peninganna vegna hafa sumir snúið baki við Guði og lent í ógöngum. \p \v 11 Kæri Tímóteus, þú ert Guðs maður! Forðastu allt illt, en snúðu þér í staðinn að því sem rétt er og gott. Lærðu að treysta Guði og elska aðra menn, og vertu þolinmóður og ljúfur. \v 12 Manstu hve djarfur þú varst þegar þú játaðir í margra votta viðurvist að þú hefðir eignast eilífa lífið? Haltu fast í það, því að það var Guð sem gaf þér það. \p \v 13 Nú skipa ég þér, þar sem þú stendur frammi fyrir augliti Guðs, sem gefur öllu líf, og frammi fyrir Kristi Jesú, sem óhræddur bar fram játningu sína frammi fyrir Pontíusi Pílatusi. \v 14 Framkvæm þú allt það sem Guð bauð þér að gera, svo að enginn geti fundið neitt að þér eða bent á óheiðarleika í fari þínu, allt þar til Jesús Kristur kemur aftur. \v 15 Þá mun Guð láta Krist birtast í dýrð sinni – hann, hinn sæla og máttuga Guð, konung konunganna, Drottin allra drottna, \v 16 hinn ódauðlega, sem býr í ljósi sem enginn fær nálgast. Enginn maður hefur nokkru sinni séð hann, né mun heldur sjá. Hans er mátturinn, dýrðin og valdið um aldir alda. Amen. \p \v 17 Segðu þeim sem ríkir eru að forðast allan hroka og ekki treysta á peningana, því að þeir eyðast. Segðu þeim heldur að hrósa sér af Guði og setja traust sitt á hann, því að hann veitir okkur fúslega allt sem við þörfnumst. \v 18 Segðu þeim að nota peningana til þess sem gott er. Menn þessir ættu að vera ríkir af góðum verkum og gefa með glöðu geði, þeim sem þurfandi eru – vera reiðubúnir að deila með öðrum því sem Guð hefur gefið þeim. \v 19 Þannig gætu þeir safnað sér varanlegum fjársjóði á himnum og það er eina örugga fjárfestingin, ef eilífðin er höfð í huga! Þar að auki eiga þeir svo að lifa ávaxtaríku trúarlífi hér á jörðinni. \p \v 20 Kæri Tímóteus, láttu ekki dragast að gera það sem Guð hefur falið þér. Sumir stæra sig af þekkingu sinni, en opinbera þar með fáfræði sína. Forðastu heimskulegar deilur við slíka menn. \v 21 Sumir þeirra hafa týnt því sem mestu máli skiptir í lífinu: Þekkingunni á Guði. \p Náð Guðs sé með þér. \p Páll