\id 1TH - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h I. Þessaloníkubréf \toc1 I. Þessaloníkubréf \toc2 I. Þessaloníkubréf \toc3 I. Þessaloníkubréf \mt1 I. Þessaloníkubréf \c 1 \p \v 1 Frá Páli, Sílasi og Tímóteusi. \p Til safnaðarins í Þessaloníku – ykkar, sem tilheyrið Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Guð faðir og Jesús Kristur, Drottinn okkar, blessi ykkur ríkulega og gefi ykkur frið í hug og hjarta. \p \v 2 Mikið erum við þakklátir Guði fyrir ykkur. Og við biðjum fyrir ykkur. \v 3 Þegar við tölum við Guð föður okkar, þá minnumst við kærleiksverka ykkar, sterkrar trúar og hve óhagganleg þið eruð í voninni um endurkomu Drottins Jesú Krists. \s1 Lifandi trú \p \v 4 Kæru vinir, við vitum að Guð hefur kallað ykkur og að hann elskar ykkur. \v 5 Þetta segjum við vegna þess að þegar við fluttum ykkur gleðiboðskapinn, þá lituð þið ekki á hann sem eitthvert blaður, heldur hlustuðuð með mikilli athygli. Orð okkar höfðu sterk áhrif á ykkur og heilagur andi gaf ykkur djúpa og einlæga sannfæringu um, að það sem við sögðum væri satt. Þið vitið einnig að framkoma okkar var í fullu samræmi við orð okkar. \v 6 Þannig urðuð þið fylgjendur okkar, og þar með Drottins, því að þið tókuð á móti boðskapnum með gleði heilags anda, þrátt fyrir ofsóknir og erfiðleika sem það færði ykkur. \p \v 7 Þið urðuð fyrirmynd kristnu fólki um alla Makedóníu og Akkeu. \v 8 Nú hefur orð Drottins borist frá ykkur, langt út fyrir landamæri ykkar. Það er sama hvert við förum, alls staðar hittum við fólk sem talar um ykkar sterku trú. Við þurfum ekki að segja neitt, \v 9 því það segir okkur að fyrra bragði frá þeim stórkostlegu móttökum sem við fengum hjá ykkur. Hvernig þið sneruð ykkur frá skurðgoðunum og til Guðs, og í dag er hann – hinn lifandi og sanni Guð – húsbóndinn í lífi ykkar. \p \v 10 Fólk hefur einnig sagt okkur hve mjög þið væntið endurkomu Guðs sonar frá himnum – Jesú sem Guð reisti frá dauðum. Hann einn getur frelsað ykkur frá reiði Guðs, vegna syndarinnar. \c 2 \p \v 1 Þið vitið vel, kæru vinir, að heimsókn okkar til ykkar var sannarlega ekki árangurslaus. \v 2 Þið þekkið hve hart við vorum leiknir í Filippí, rétt áður en við komum til ykkar! Þrátt fyrir það gaf Guð okkur kjark til að flytja ykkur sama boðskap, meira að segja með djörfung, enda þótt við værum umkringdir óvinum. \v 3 Af þessu getið þið séð að við predikuðum ekki á fölskum forsendum eða með illt í huga. Við vorum einlægir og komum til dyranna eins og við vorum klæddir. \s1 Sendiboði Guðs \p \v 4 Við erum sendiboðar Guðs og þannig tölum við. Guð hefur treyst okkur fyrir sannleikanum og honum breytum við ekki til að þóknast mönnum. Við þjónum Guði einum. Hann rannsakar hjörtu okkar og þekkir okkar leyndustu hugsanir. \v 5 Hvenær reyndum við að vinna traust ykkar með smjaðri? Aldrei, það vitið þið vel. Og Guð veit að ekki sóttumst við eftir vináttu ykkar til að græða á ykkur. \v 6 Nei, það getum við talið okkur til lofs að aldrei höfum við beðið ykkur, né neinn annan, um peninga, enda þótt við sem postular Krists hefðum fullan rétt á að fara fram á fjárhagsstuðning eða viðurkenningu. \v 7 Við sýndum ykkur eins mikla nærgætni og móðir barni sínu. \v 8 Okkur þótti svo vænt um ykkur, að við gáfum ykkur ekki aðeins orð Guðs, heldur einnig líf okkar. \p \v 9 Kæru vinir, munið þið hvernig við strituðum meðan við vorum hjá ykkur? Við unnum dag og nótt til að hafa í okkur og á, svo að þið þyrftuð ekki að bera kostnað okkar vegna, meðan við fluttum ykkur fagnaðarerindið. \v 10 Þið getið sjálf borið vitni um það – ásamt Guði – að við höfum hreinan skjöld gagnvart ykkur öllum. \v 11 Við töluðum við ykkur eins og faðir við börn sín – munið þið það? Við áminntum, hvöttum og jafnvel grátbændum eitt og sérhvert ykkar, \v 12 svo að líferni ykkar yrði Guði ekki til skammar – honum sem kallaði ykkur inn í dýrðarríki sitt. \p \v 13 Við erum Guði eilíflega þakklátir, því að þið lituð ekki á boðskap okkar sem okkar eigin orð, heldur sem Guðs orð, sem það vissulega er. Þegar þið tókuð við því og trúðuð, þá breytti það lífi ykkar! \p \v 14 Síðan fenguð þið, kæru vinir, að reyna sömu þjáningar og kristnu söfnuðirnir í Júdeu. Þið þolduð ofsóknir af hendi samlanda ykkar, rétt eins og þeir í Júdeu meðal sinnar eigin þjóðar, Gyðinga. \v 15 Gyðingarnir líflétu sína eigin spámenn og síðan tóku þeir af lífi Drottin Jesú og nú hafa þeir ofsótt okkur hatrammlega og rekið okkur burt. Þeir rísa bæði gegn Guði og mönnum \v 16 og reyna að hindra okkur í að ná til heiðingjanna, af ótta við að einhverjir þeirra muni frelsast. Með þessu bæta þeir gráu ofan á svart og auka enn við syndir sínar. En reiði Guðs nær til þeirra að lokum. \p \v 17 Kæru vinir, það leið ekki langur tími frá því við fórum frá ykkur (hjörtu okkar yfirgáfu ykkur reyndar aldrei!), þar til við reyndum að snúa til ykkar á ný. \v 18 Okkur langaði mjög mikið til að hitta ykkur og ég, Páll, reyndi það hvað eftir annað, en Satan hindraði okkur. \v 19 Til hvers haldið þið að við lifum? Hvað haldið þið að sé von okkar, gleði og kóróna, – hrósunarefni okkar? Það eruð þið. Þið munuð verða gleði okkar þegar við stöndum hlið við hlið frammi fyrir Drottni Jesú Kristi, við endurkomu hans. \v 20 Þið eruð gleðiefni okkar og staðfesting á sigri okkar. \c 3 \s1 Góðar fréttir frá Tímóteusi \p \v 1 Þegar ég gat ekki afborið þetta lengur, ákvað ég að verða eftir í Aþenu. \v 2-3 Ég sendi Tímóteus, bróður okkar og þjón Guðs, til ykkar, til að styrkja ykkur og uppörva í trúnni og koma í veg fyrir að þið misstuð kjarkinn vegna allra erfiðleikanna sem þið mættuð. Auðvitað vitið þið að slíkir erfiðleikar eru þáttur í áætlun Guðs með okkur kristna menn. \v 4 Meðan við vorum hjá ykkur, þá sögðum við ykkur að þið mynduð brátt mæta ofsóknum og það stóð heima. \p \v 5 En sem sagt, þegar ég þoldi ekki lengur þessa óvissu, þá sendi ég Tímóteus til að komast að því hvort þið væruð staðföst í trúnni. Ég var hræddur um að Satan hefði ef til vill fellt ykkur og erfiði okkar væri allt unnið fyrir gýg. \v 6 En nú er Tímóteus nýkominn aftur með þær gleðifréttir, að trú ykkar sé sterkari og kærleikurinn dýpri en nokkru sinni. Hann sagði einnig að þið hefðuð minnst heimsóknar okkar með gleði og þráð jafn heitt og við að við gætum hist á ný. \p \v 7 Kæru vinir, þessar fréttir, að þið séuð stöðug í Drottni, hafa huggað okkur stórlega í þeim erfiðleikum og þjáningum sem við verðum að þola hér. \v 8 Við getum þolað hvað sem er, svo framarlega sem við vitum að þið séuð staðföst í trúnni á Jesú Krist. \p \v 9 Hvernig getum við nógsamlega þakkað Guði fyrir gleðina sem þið hafið veitt okkur í samfélaginu við Drottin? \v 10 Við biðjum Guð þess dag og nótt að við fáum að heimsækja ykkur á ný, svo að við getum aukið enn meir við trú ykkar. \v 11 Ég bið þess að sjálfur Guð, faðir okkar, og Drottinn Jesús, opni okkur leið til ykkar á ný. \v 12 Auk þess bið ég Drottin að kærleikur ykkar hvers til annars og til allra, aukist æ meir, eins og kærleikurinn sem við berum til ykkar. \v 13 Þannig mun Guð, faðir okkar, styrkja ykkur og helga, og hreinsa hjörtu ykkar af allri synd, svo að þið getið staðið hrein frammi fyrir honum þann dag, er Drottinn Jesús Kristur kemur aftur ásamt öllum þeim er honum tilheyra. \c 4 \s1 Kappkostið að lifa í fullkomnum hreinleika \p \v 1 Kæru vinir, núorðið vitið þið hvernig við eigum að lifa okkar daglega lífi svo að Guði líki. \v 2 Þið þekkið þau boðorð sem við fluttum ykkur frá sjálfum Drottni Jesú. Nú biðjum við ykkur, og það af öllu hjarta og í nafni Drottins Jesú, að þið fetið dyggilega í fótspor hans og hlýðið honum. \v 3-4 Því að Guð vill að þið séuð heilög og hrein og forðist allt lauslæti. Sérhver umgangist maka sinn í heilagleik og sæmd, \v 5 en ekki í brennandi girnd eins og heiðingjarnir, sem hvorki þekkja Guð né vilja hans. \p \v 6 Annað langar mig að nefna í þessu sambandi og það er líka vilji Guðs. Beitið engan þeim órétti að taka frá honum konu hans, því að fyrir slíkt mun Drottinn refsa harðlega, eins og við höfum áður sagt. \v 7 Guð kallaði okkur ekki til að lifa í óhreinleika og girnd, heldur í hreinleika og helgun. \v 8 Ef einhver neitar að lifa eftir þessum boðum, þá óhlýðnast hann ekki boðum manna, heldur Guðs, sem gefur heilagan anda og vill að þið séuð heilög. \p \v 9 En um bróðurkærleikann sem á að ríkja meðal Guðs fólks, get ég verið stuttorður, því ég þekki ykkur! Guð hefur sjálfur kennt ykkur að elska hvert annað. \v 10 Kærleikur ykkar til kristinna samlanda ykkar er orðinn mjög rótgróinn. En jafnvel þótt svo sé, kæru vinir, þá er það innileg bæn okkar að þið takið enn meiri framförum. \v 11 Það er ykkur til sóma að lifa kyrrlátu lífi, vera skyldurækin og stunda störf ykkar, eins og við höfum áður sagt. \v 12 Þannig hegðið þið ykkur með sóma gagnvart þeim sem ekki eru trúaðir og verðið upp á engan komin. \s1 Hvað gerist þegar kristinn maður deyr? \p \v 13 Kæru vinir, nú langar mig að segja ykkur hvað verður um þann sem kristinn er, eftir að hann deyr, svo að þið séuð ekki kvíðafull eins og þeir sem ekki hafa tekið á móti hjálpræði Guðs. \v 14 Fyrst við trúum því að Jesús hafi dáið og risið upp, þá getum við einnig treyst því að þegar hann kemur aftur, þá muni Guð vekja til lífs alla þá sem dáið hafa í trú á hann. \v 15 Það sem ég nú segi byggir á orðum Drottins. Við sem verðum á lífi þegar Drottinn kemur, munum ekki rísa upp til fundar við hann á undan þeim sem þegar eru dánir. \p \v 16 Þegar kall erkiengilsins hljómar og básúna Guðs gellur, þá mun Drottinn stíga niður af himni og kristnir menn rísa upp til fundar við hann – fyrst hinir dánu, \v 17 en síðan við, sem þá verðum á lífi. Við verðum hrifin upp á skýjum ásamt þeim, til að vera með Drottni um alla eilífð. \v 18 Huggið og uppörvið hvert annað með þessum orðum. \c 5 \p \v 1 Hvenær verður þetta? Reyndar er óþarfi fyrir mig að ræða það, kæru vinir, \v 2 því að ykkur er sjálfum ljóst að það veit enginn. Dagur Drottins kemur fyrirvaralaust – eins og þjófur um nótt. \v 3 Fólk segir: „Nú er friður og ró og allt í besta lagi,“ – en þá mun skelfingin dynja yfir, eins og fæðingarhríðir hjá konu sem er að því komin að ala barn. Fólk þetta mun ekki sjá neina undankomuleið – hvergi mun skjól að finna. \p \v 4 Kæru vinir, ég veit að ykkur er þetta ljóst og þegar dagur Drottins kemur, kemur hann ykkur ekki í opna skjöldu eins og óvinur, \v 5 því að öll eruð þið börn ljóssins og börn dagsins. Þið heyrið ekki nóttunni til né myrkrinu. \v 6 Verið því allsgáð og sofið ekki á verðinum eins og sumir. Vakið og væntið komu Drottins! \v 7 Nóttina nota menn til svefns og sumir til að drekka sig fulla, \v 8 en við, sem lifum í ljósinu skulum vera allsgáð, vernduð brynju trúar og kærleika og með hjálm hjálpræðisins á höfði. \v 9 Guð hefur ekki kallað okkur til refsingar, \v 10 heldur til eilífs lífs með sér, hvort sem við verðum lífs eða liðin þann dag er Drottinn kemur aftur. \v 11 Uppörvið því hvert annað og hjálpist að, hér eftir sem hingað til. \s1 Ýmsar áminningar \p \v 12 Kæru vinir, sýnið leiðtogum safnaðar ykkar tilhlýðilega virðingu. Þeir leggja hart að sér ykkar vegna og vara ykkur við öllu því sem rangt er. \v 13 Hugsið vel til þeirra og berið umhyggju fyrir þeim, því að þeir gera sitt besta til að hjálpa ykkur. Haldið svo frið hvert við annað. \p \v 14 Kæru vinir, áminnið þá sem latir eru og uppörvið þá sem kjarklitlir eru. Sýnið nærgætni og umhyggjusemi þeim sem viðkvæmir eru og verið þolinmóð hvert við annað. \v 15 Gætið þess að enginn gjaldi illt fyrir illt, en reynið í hvívetna að gera hvert öðru gott og einnig þeim sem ekki eru kristnir. \v 16 Verið ávallt glöð. \v 17 Verið stöðug í bæninni. \v 18 Þakkið Guði í öllum kringumstæðum, því það er vilji Guðs með þá sem Kristi tilheyra. \p \v 19 Hindrið ekki heilagan anda \v 20 með því að ávíta þá sem koma með spádóm frá Guði, \v 21 en sannprófið það sem þeir segja í ljósi Guðs orðs, til að ganga úr skugga um hvort það sé rétt, og ef svo er, þá takið við því. \v 22 Haldið ykkur frá öllu sem illt er. \v 23 Ég bið þess að Guð friðarins hreinsi ykkur algjörlega og varðveiti líkama ykkar, sál og anda, allt til þess dags er Drottinn Jesús Kristur kemur aftur. \v 24 Guð, sem kallaði ykkur til að verða börn sín, mun koma þessu til leiðar, eins og hann hefur lofað. \p \v 25 Kæru vinir, biðjið fyrir okkur. \v 26 Skilið kveðju frá mér til allra bræðranna. \v 27 Ég bið þess og krefst í nafni Drottins að þið látið lesa þetta bréf upp fyrir öllum söfnuðinum. \v 28 Drottinn blessi ykkur ríkulega, eitt og sérhvert. \p Páll