\id 1PE - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h I. Pétursbréf \toc1 I. Pétursbréf \toc2 I. Pétursbréf \toc3 I. Pétursbréf \mt1 I. Pétursbréf \c 1 \p \v 1 Frá Pétri, sendiboða Jesú Krists. \p Til ykkar, kristnu Gyðingar, sem hröktust frá Jerúsalem og settust að í Pontus, Galatíu, Kappadókíu, Asíu og Bitýníu. \p \v 2 Kæru vinir, Guð valdi ykkur samkvæmt áætlun sinni til að verða börn sín og helgaði ykkur með heilögum anda til að fylgja Jesú Kristi og fá fyrirgefningu syndanna vegna krossdauða hans. Guð blessi ykkur ævinlega og gefi ykkur frið sinn í ríkum mæli. \s1 Gleði – og erfiðleikar \p \v 3 Við skulum þakka Guði, föður Drottins Jesú Krists, sem af mikilli miskunn sinni endurfæddi okkur inn í fjölskyldu sína og gaf okkur lifandi von um nýtt, eilíft líf vegna upprisu Jesú Krists frá dauðum. \v 4 Guð hefur ætlað okkur börnum sínum dýrlega gjöf, sem er eilíft líf. Þessi gjöf er hrein og flekklaus og hún er geymd ykkur á himnum, þar sem hún mun hvorki skemmast né rýrna. \v 5 Þetta ætlar Guð ykkur, sem treystið honum. Hann, í mætti sínum, mun gæta þess að ykkur verði að trú ykkar og að þið öðlist hjálpræðið. Á efsta degi mun hann kunngera það öllum. \v 6 Gleðjist og fagnið, því að okkar bíður dásamleg gleði, enda þótt við um stund þurfum að mæta erfiðleikum hér á jörðu. \p \v 7 Erfiðleikar þessir eru aðeins til að reyna trú ykkar – til að prófa hvort hún sé sterk og hrein eins og gull, sem hreinsað hefur verið og reynt í eldi. Trú ykkar er samt miklu dýrmætari en skíragull í augum Guðs. Ef trú ykkar stenst slíka eldraun, mun hún verða ykkur til mikils heiðurs og dýrðar þegar Jesús kemur aftur. \p \v 8 Þið hafið aldrei séð hann en elskið hann þó. Og þótt þið hafið aldrei séð hann, trúið þið á hann. Þið munuð fyllast óumræðilegri og himneskri gleði, \v 9 þegar þið náið takmarkinu með trú ykkar: Frelsun sálna ykkar. \v 10 Spámennirnir skildu ekki þetta hjálpræði til fulls og þótt þeir hafi skrifað um það, fengu þeir aldrei svör við sumum spurningum sínum. \v 11 Þeir undruðust það sem heilagur andi, sem í þeim bjó, sagði, því að hann bauð þeim að skrifa niður og lýsa atburðum, sem síðar áttu eftir að gerast í lífi Krists: Þjáningum hans og dýrðinni er hann hlyti að lokum. Þeir hugleiddu hvenær þetta yrði og í lífi hvers. \p \v 12 Að lokum fengu þeir að vita að þessir atburðir myndu ekki gerast meðan þeir lifðu, heldur löngu seinna – einmitt á ykkar dögum. Nú loks höfum við fengið að heyra þessi gleðitíðindi flutt á skýran og einfaldan hátt í krafti heilags anda, þess sama anda sem talað hafði til spámannanna. Allt er þetta svo undarlegt og dýrlegt að jafnvel englarnir á himnum þrá að kynnast því betur. \v 13 Verið því allsgáð og horfið örugg fram til endurkomu Jesú Krists. Þá munuð þið fá að njóta blessunar Guðs í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. \p \v 14 Hlýðið Guði, því að þið eruð börn hans. Gætið þess að lenda ekki aftur í sama farinu – ykkar gamla líferni – þegar þið lögðuð stund á hið illa vegna þess að þið þekktuð ekkert betra. \v 15 Verið nú heilög í öllu sem þið gerið, rétt eins og Drottinn, sem kallaði ykkur í barnahópinn sinn. \v 16 Það var hann sem sagði: „Verið heilög, því að ég er heilagur.“ \p \v 17 Munið einnig að faðirinn himneski, sem þið biðjið til, fer ekki í manngreinarálit þegar hann kveður upp dóm sinn. Hann mun dæma allt sem þið gerið af fullkominni réttvísi. Lifið því frammi fyrir honum í auðmýkt og ótta, allt þar til þið farið til himna. \s1 Lausnargjaldið hefur verið greitt \p \v 18 Guð hefur greitt lausnargjaldið, til þess að leiða ykkur af þeirri vonlausu leið sem feður ykkar reyndu að fara til himins. Lausnargjald þetta var ekki greitt í silfri eða gulli, það vitið þið vel. \v 19 Guð greiddi fyrir ykkur með dýrmætu lífi guðslambsins, sem var óflekkað – án syndar. \v 20 Það var einmitt til þess verks, sem Guð valdi Krist löngu áður en veröldin varð til, en það var fyrst nú fyrir stuttu, á þessum síðustu tímum, sem heimurinn fékk að sjá hann og það var ykkar vegna. \p \v 21 Af þessari ástæðu getið þið einmitt treyst Guði, sem reisti Krist frá dauðum og hóf hann í dýrð. Nú getið þið sett von ykkar og trú á hann einan. \v 22 Og við það að trúa að Kristur gæti frelsað ykkur, hafa sálir ykkar hreinsast af eigingirni og hatri og því getið þið elskað hvert annað innilega af hjarta. \p \v 23 Nú lifið þið nýju lífi! Þetta nýja líf var ekki gjöf frá foreldrum ykkar, því að það líf sem þau gáfu ykkur, mun fjara út. Nýja lífið mun vara að eilífu, því að það er frá Kristi, honum sem er orð lífsins, boðskapur Guðs til mannanna. \v 24 Hið jarðneska líf okkar mun visna eins og grasið, sem gulnar og deyr. Jarðnesk fegurð er eins og blóm, sem visnar og fellur, \v 25 en orð Drottins mun vara að eilífu. Boðskapur Guðs er fagnaðarerindið, sem þið hafið fengið að heyra. \c 2 \s1 Einkalýður Guðs \p \v 1 Burt með allt hatur úr hugum ykkar! Látið ykkur ekki nægja að aðrir haldi að þið séuð kærleiksrík! Látið óheiðarleika og öfundsýki lönd og leið og hættið að baktala náungann. \v 2-3 Ef þið hafið fengið að kynnast góðvild og kærleika Drottins, biðjið þá um meira af slíku – rétt eins og ungbarnið sem sækist eftir meiri mjólk – svo að þið vaxið og styrkist í Drottni. \v 4 Komið til Krists, hins lifandi kletts, sem Guð byggir á. Þótt menn hafi hafnað honum er hann óumræðilega dýrmætur í augum Guðs og Guð hefur tekið hann fram yfir alla aðra. \p \v 5 Nú eruð þið orðin að lifandi hleðslusteinum, sem Guð notar í byggingu sína og meira en það, þið eruð helguð honum til prestsþjónustu. Gangið því fram fyrir Guð – þið eruð velkomin vegna þess sem Jesús hefur gert – og fórnið honum því sem honum fellur vel. \v 6 Um þetta segir Biblían: „Sjá ég sendi Krist sem hinn dýrmæta og útvalda hornstein í kirkju mína. Þennan stein hef ég valið af mikilli kostgæfni og þeir, sem honum treysta, munu aldrei verða fyrir vonbrigðum.“ \p \v 7 Ykkur, sem trúið, er hann mjög dýrmætur, en þeim, sem hafna honum, er hann einskis virði. Þessu lýsir Biblían svo: „Steinninn, sem byggingameistararnir höfnuðu, er orðinn að hornsteini, mikilvægasta steini byggingar minnar, þeim er mestrar virðingar nýtur.“ \v 8 Biblían segir enn fremur: „Um þennan stein munu sumir hrasa. Hann er kletturinn, sem þeim verður að falli.“ Þeir munu hrasa vegna þess að þeir vilja hvorki hlusta á orð Guðs né hlýða því og þess vegna hlýtur að fylgja sú hegning að þeir falli. \p \v 9 En þið eruð ekki þannig, því að sjálfur Guð hefur valið ykkur. Þið eruð prestar hins æðsta konungs. Þið eruð heilög og hrein. Þið eruð þjóð Guðs, hans eigið fólk. Þið eigið að segja öðrum hvernig Guð kallaði ykkur út úr myrkrinu og inn í undursamlegt ljós sitt. \v 10 Áður voruð þið einskis nýt, en nú eruð þið fólk Guðs. Áður voru þið fáfróð um gæsku Guðs, en nú hefur hún breytt lífi ykkar. \p \v 11 Kæru vinir, þið eruð aðeins gestir á þessari jörð, því að hið raunverulega heimili ykkar er á himnum. Þess vegna bið ég ykkur að forðast allar illar nautnir þessa heims, því að þær spilla hjörtum ykkar. \p \v 12 Gætið þess hvernig þið hegðið ykkur meðal nágranna ykkar, sem ekki eru frelsaðir, svo að þeir lofi Guð fyrir góðverk ykkar á þeirri stund er Guð vitjar þeirra, enda þótt þeir tortryggi ykkur nú og tali illa um ykkur. \v 13 Hlýðið Drottins vegna lögunum sem yfirvöldin setja, bæði þeim sem konungurinn setur sem æðsti maður ríkisins \v 14 og einnig þeim sem embættismenn konungsins setja, því að þeim ber, sem fulltrúum hans, að refsa öllum sem lögin brjóta, en jafnframt að heiðra þá sem rétt gera. \p \v 15 Guð vill að líferni ykkar og breytni verði til þess að þagga niður í þeim, sem í fáfræði sinni fordæma fagnaðarerindið. Þessir menn vita ekki að hvaða gagni það gæti komið þeim, því að þeir hafa aldrei reynt kraft þess. \v 16 Þið eruð frjálst fólk, en það táknar ekki að þið eigið að nota frelsi ykkar til að gera það sem rangt er, notið það einungis til þess sem er vilji Guðs. \p \v 17 Sýnið öllum virðingu og elskið alla kristna menn. Óttist Guð og hlýðið yfirvöldunum. \p \v 18 Þjónar, þið verðið að sýna húsbændum ykkar virðingu og gera það sem þeir segja ykkur – ekki aðeins þeim sem eru tillitssamir og góðir, heldur einnig hinum freku og ruddalegu. \v 19 Lofið Drottin, ef ykkur er refsað fyrir að gera það sem rétt er! \v 20 „Hvers vegna?“ spyrjið þið. Hver haldið þið að hrósi ykkur fyrir að sýna þolinmæði á stundu refsingar, ef þið eigið refsinguna skilið? Hafið þið hins vegar gert rétt, en þó verið barðir og tekið höggunum með þolinmæði, eruð þið Guði að skapi. \p \v 21 Þjáningar sem þessar, eru hluti þess sem Guð ætlaði ykkur að þola. Kristur þjáðist fyrir ykkur og hann er fyrirmynd ykkar; fetið í hans fótspor! \v 22 Hann syndgaði ekki og aldrei sagði hann ósatt. \v 23 Væri honum hallmælt, svaraði hann aldrei í sömu mynt og ekki hótaði hann kvölurum sínum hefnd heldur lagði mál sitt í hendur Guðs, sem allt dæmir af réttvísi. \v 24 Hann bar syndir okkar á sínum eigin líkama og dó fyrir þær á krossinum, svo að við gætum frelsast frá þeim og lifað guðrækilega upp frá því. Sárin hans læknuðu sárin okkar. \v 25 Þið voruð eins og lömb sem höfðu villst burt frá Guði, en nú hafið þið snúið aftur til þess hirðis, sem leiðir sálir ykkar og verndar ykkur gegn öllum hættum. \c 3 \s1 Reglur fyrir hamingjusamt heimili \p \v 1 Eiginkonur, hlýðið eiginmönnum ykkar. Það skuluð þið gera, jafnvel þótt þeir láti sér fátt um finnast þegar þið segið þeim frá Drottni, \v 2 því að síðar meir kunna þeir að ávinnast vegna vandaðs lífernis ykkar. \p \v 3 Hugsið ekki of mikið um skartgripi, hárgreiðslu og glæsileg föt. \v 4 Fegurð ykkar á að vera innri fegurð hjartans, en hún birtist í hógværri og blíðri lund, sem er dýrmæt í augum Guðs. \v 5 Það var slík fegurð sem einkenndi heilagar konur fyrri alda. Þær treystu Guði og hlýddu eiginmönnum sínum. \p \v 6 Sara er dæmi um slíka konu. Hún hlýddi eiginmanni sínum Abraham og bar virðingu fyrir honum sem húsbónda heimilisins. Ef þið farið eins að, fetið þið í fótspor hennar eins og þið væruð dætur hennar og gerið það sem rétt er. Þá eigið þið ekki á hættu að reita menn ykkar til reiði. \p \v 7 Eiginmenn, hugsið vel um konur ykkar! Sjáið þeim fyrir þörfum þeirra og berið virðingu fyrir þeim sem hinu veikara kyni. Munið að þið og konur ykkar meðtakið sameiginlega blessun Guðs. Ef þið komið fram við þær öðruvísi en ykkur ber, er hætt við að bænir ykkar beri engan árangur. \p \v 8 Hér eru svo nokkur orð til ykkar allra: Verið sem ein stór og hamingjusöm fjölskylda. Sýnið hvert öðru fyllstu tillitssemi, elskið hvert annað af öllu hjarta og verið auðmjúk. \v 9 Gjaldið ekki illt fyrir illt. Svarið ekki í sömu mynt, ef hreytt er í ykkur ónotum, biðjið heldur Guð að hjálpa þeim sem í hlut á, því að við eigum að vera góð við aðra og þá mun Guð blessa okkur. \p \v 10 Gætið tungu ykkar, ef þið viljið lifa hamingjusömu og góðu lífi, og forðist öll ósannindi. \v 11 Forðist hið illa, en leggið stund á hið góða. Ástundið frið og kappkostið að varðveita hann, svo að þið missið ekki af honum! \v 12 Drottinn verndar börnin sín og hlustar á bænir þeirra, en hann snýr augliti sínu frá þeim sem illt gera. \p \v 13 Hver mun gera ykkur illt, ef þið leggið ykkur fram um að gera gott? \v 14 Jafnvel þótt ykkur sé gert illt eruð þið gæfusöm, því að Guð mun launa ykkur. \v 15 Takið öllu með ró og stillingu og treystið Drottni, Jesú Kristi. Ef einhver spyr ykkur hvers vegna þið gerið það, verið þá reiðubúin að svara með hógværð og sýnið virðingu þeim sem spyr. \p \v 16 Gerið það sem rétt er, en tali menn illa um ykkur þrátt fyrir það og kalli ykkur illum nöfnum, þá verða þeir aðeins sjálfum sér til minnkunar fyrir slíkt, því að þið hafið ekkert rangt aðhafst. \v 17 Munið að ætli Guð ykkur að þjást, er betra að líða fyrir að hafa gert rétt, heldur en rangt! \s1 Gildi þjáningarinnar \p \v 18 Kristur varð einnig að þjást. Hann dó eitt sinn fyrir syndir okkar allra. Sjálfur var hann algjörlega saklaus og hafði aldrei drýgt neina synd, en hann dó eigi að síður fyrir okkur, seka syndarana, svo að hann gæti leitt okkur heilu og höldnu heim til Guðs. Líkami Jesú dó, en andi hans lifði áfram. \v 19 Þannig fór hann til andanna sem voru í varðhaldi, og predikaði fyrir þeim. \v 20 Þetta voru andar þeirra, sem fyrir löngu – á dögum Nóa – höfðu óhlýðnast Guði, enda þótt hann biði þeirra með mikilli þolinmæði meðan Nói var að smíða örkina. Í örkinni björguðust síðan aðeins átta manns úr flóðinu hræðilega. \v 21 Þetta er einmitt fyrirmynd skírnarinnar, sem nú frelsar ykkur. Í skírninni sýnum við fram á frelsi okkar frá dauða og dómi fyrir upprisu Krists, ekki vegna þess að við höfum þvegið af okkur óhreinindi í vatninu, heldur snúum við okkur í henni til Guðs og biðjum hann um að hreinsa hjörtu okkar af syndinni. \v 22 Nú er Kristur á himnum og situr þar í heiðurssæti við hlið Guðs föður og allir englar og kraftar himnanna lúta honum og hlýða. \c 4 \p \v 1 Fyrst Kristur þurfti að líða og þjást, þá skuluð þið einnig hafa sama hugarfar og vera reiðubúin að þjást. Þjáningin veldur því að syndin missir mátt sinn \v 2 og þá hættið þið að sækjast eftir hinu illa, en takið að þrá að hlýða Guðs vilja. \v 3 Tímann sem liðinn er notuðuð þið til ills og nú er nóg komið af slíku. Þið voruð líka heiðingjar og höfðuð nautn af kynsvalli, drykkjuskap, siðlausum samkvæmum, skurðgoðadýrkun og öðrum hræðilegum syndum. \p \v 4 Gamla vini ykkar mun reka í rogastans, þegar þeir sjá að þið hafið misst áhugann á að taka þátt í þessum syndum þeirra. Þeir munu senda ykkur tóninn og hæðast að ykkur. \v 5 En minnist þess þá að þeir munu verða að standa reikningsskap gerða sinna augliti til auglitis við hann sem er dómari allra manna, lifandi og dauðra. \v 6 Gleðifréttirnar voru fluttar þeim sem dauðir voru, til þess að þeir gætu lifað í andanum í samræmi við vilja Guðs, enda þótt líkömum þeirra – eins og reyndar líkömum allra manna – hafi verið refsað með dauða. \s1 Kærleikurinn hylur margar yfirsjónir \p \v 7 Endir veraldar er í nánd. Verið því vakandi í öllu og staðföst í bæninni. \v 8 En umfram allt berið brennandi kærleika hvert til annars, því að kærleikurinn getur breitt yfir margt sem miður fer. \v 9 Opnið heimili ykkar með gleði fyrir þeim sem þarf á matarbita eða næturskjóli að halda. \p \v 10 Guð hefur gefið ykkur hverju fyrir sig vissar gjafir. Gætið þess nú að nota þær hvert öðru til hjálpar og skila þar með blessun Guðs áfram til annarra. \v 11 Hafir þú fengið köllun til að predika, predikaðu þá eins og það væri sjálfur Guð sem talaði í gegnum þig. Hafir þú köllun til að hjálpa öðrum, skaltu gera það af heilum hug og af þeim krafti sem Guð gefur þér, svo að hann hljóti heiðurinn vegna Jesú Krists. Hans er mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. \p \v 12 Kæru vinir, látið það hvorki rugla ykkur né hræða, er þið mætið þeim raunum sem framundan eru, því að þær eiga ekki að koma ykkur á óvart. \v 13 Verið þess í stað gagntekin gleði, því að með þessum raunum fáið þið að taka þátt í þjáningum Krists. Gleði ykkar mun verða mikil er þið, að þeim loknum, eignist hlutdeild í dýrð hans, sem opinberast á degi endurkomunnar. \p \v 14 Gleðjist þegar menn formæla ykkur og smána fyrir trúna, því að heilagur andi hvílir yfir ykkur í dýrð sinni. \v 15 Látið mig ekki þurfa að fá fréttir um að ykkur líði illa vegna þess að þið hafið framið morð eða stolið, eða þá að þið hafið orðið til óþæginda vegna forvitni um það, sem ykkur kemur ekki við. \v 16 Það er hins vegar engin skömm að þurfa að líða fyrir að vera kristinn. Lofum Guð fyrir þau forréttindi að fá að tilheyra fjölskyldu Krists og fyrir að fá að bera hans undursamlega nafn og vera kölluð kristin! \p \v 17 Stund dómsins er runnin upp og hann hefst á fólki Guðs. Ef við, sem kristin erum, hljótum dóm, hlýtur eitthvað óttalegt að bíða þeirra sem aldrei hafa viljað trúa á Drottin. \v 18 Hvaða möguleika hafa guðleysingjarnir, ef hinir réttlátu bjargast naumlega? \p \v 19 Sem sagt, ef þið þjáist að vilja Guðs; felið þá málefni ykkar Guði skapara ykkar og haldið áfram að gera hið góða. Guð er trúr og hann mun ekki bregðast ykkur. \c 5 \s1 Nokkur orð til leiðtoganna \p \v 1 Prestar og leiðtogar, nú tala ég til ykkar sem samstarfsmaður. Ég sá Krist með eigin augum deyja á krossinum og ég mun einnig fá hlutdeild í dýrð hans og vegsemd þegar hann kemur aftur. \p Kæru samstarfsmenn, ég minni ykkur á \v 2 að annast hjörð Guðs. Gætið hennar af fúsleika, en ekki með nauðung; ekki launanna vegna, heldur vegna þess að ykkur er umhugað að þjóna Drottni. \v 3 Stjórnið ekki söfnuðinum með harðri hendi, heldur gangið á undan með góðu fordæmi \v 4 og þegar Jesús Kristur – yfirhirðirinn – kemur, mun hann launa ykkur og launin verða hlutdeild í hans eilífu dýrð. \p \v 5 Ungu menn, verið leiðtogum ykkar undirgefnir. Þjónið hver öðrum í auðmýkt, því að Guð er andstæðingur dramblátra en blessar og hjálpar auðmjúkum. \v 6 Ef þið auðmýkið ykkur fyrir Guðs voldugu hönd, mun hann á sínum tíma upphefja ykkur. \p \v 7 Varpið öllum áhyggjum ykkar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. \p \v 8 Verið á verði – gætið ykkar á árásum Satans, því að hann er versti óvinur ykkar. Hann æðir um og öskrar, eins og hungrað ljón sem leitar að bráð. \v 9 Verið viðbúin árásum hans. Treystið Drottni. Munið að kristnir menn um allan heim þola sömu þjáningar og þið. \p \v 10 En eftir að þið hafið þjáðst skamma hríð, mun Guð, sem birtir kærleika sinn í Kristi, veita ykkur af sinni eilífu dýrð. Hann mun koma sjálfur til að sækja ykkur og leiða ykkur inn í dýrð sína og gera ykkur sterkari en nokkru sinni fyrr. \v 11 Hans er mátturinn um alla framtíð, öld eftir öld. Amen. \p \v 12 Þetta stutta bréf hef ég skrifað ykkur með hjálp Silvanusar, en hann er traustur bróðir að mínu áliti. Ég vona að bréfið verði ykkur til uppörvunar, því að með því hef ég reynt að benda ykkur á leiðina að blessun Guðs og ég vona einnig að það hjálpi ykkur til að vera staðföst í kærleika hans. \p \v 13 Söfnuðurinn hér í Róm sendir ykkur kveðjur sínar og það gerir einnig sonur minn, hann Markús. \v 14 Heilsið hvert öðru á kærleiksríkan hátt. Friður sé með ykkur öllum, sem Kristi tilheyrið. \p Pétur