\id 1JN - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h I. Jóhannesarbréf \toc1 I. Jóhannesarbréf \toc2 I. Jóhannesarbréf \toc3 I. Jóhannesarbréf \mt1 I. Jóhannesarbréf \c 1 \s1 Guð er ljós \p \v 1 Kristur hefur verið til frá upphafi. Ég hef séð hann með eigin augum og heyrt hann tala. Ég hef líka snert hann með höndum mínum og ég veit að hann hefur flutt okkur boðskap Guðs um lífið. \v 2 Hann er lífið frá Guði og hann hefur birst okkur. Það er sannleikur að við höfum séð hann. Ég er að tala um Krist, hann sem er eilífa lífið. Í upphafi var hann hjá föðurnum, en síðan fengum við að sjá hann. \v 3 Og það, sem við sáum og heyrðum, segjum við ykkur, svo að þið getið átt samfélag við okkur og tekið þátt í þeirri gleði sem við eigum með föðurnum og syni hans, Jesú Kristi. \v 4 Ef þið gerið eins og ég segi ykkur í þessu bréfi, munuð þið eignast fullkomna gleði eins og við. \p \v 5 Þetta er boðskapurinn sem Guð sendi okkur með til ykkar: Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. \v 6 Ef við segjum að við séum vinir hans, en höldum samt áfram að lifa í andlegu myrkri og synd, þá ljúgum við. \v 7 En ef við lifum í ljósi Guðs á sama hátt og Kristur, þá getum við glaðst og átt dásamlegt samfélag hvert við annað og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar okkur af allri synd. \p \v 8 Ef við segjum að við séum ekki syndarar, þá blekkjum við sjálf okkur og viljum ekki horfast í augu við sannleikann. \v 9 En ef við játum syndir okkar fyrir Guði, getum við treyst því að hann fyrirgefi þær og hreinsi okkur af öllu ranglæti. Í þessu gerir Guð rétt, því að Kristur dó til þess að taka burt syndir okkar. \v 10 Ef við höldum því fram að við höfum ekki syndgað, þá ljúgum við og köllum Guð lygara, því að það er hann sem segir að við höfum syndgað. \c 2 \p \v 1 Börnin mín, þetta segi ég til þess að þið haldið ykkur frá syndinni. En ef einhver syndgar, þá skuluð þið vita að við höfum talsmann hjá Guði föður, sem biður fyrir okkur. Þessi talsmaður er Jesús Kristur. Hann er óaðfinnanlegur í öllu og Guði velþóknanlegur. \v 2 Það er hann sem tók á sig reiði Guðs vegna synda okkar og leiddi okkur til samfélags við Guð. Hann er fyrirgefning synda okkar, og ekki aðeins okkar synda, heldur einnig alls heimsins. \s1 Þannig prófum við trúna \p \v 3 Hvernig getum við verið viss um að við tilheyrum Guði? Með því að rannsaka okkur sjálf og komast að því hvort við hlýðum hans vilja í raun og veru. \p \v 4 Sá sem segir: „Ég er kristinn. Ég á eilíft líf,“ en hlýðir þó ekki boðum hans og vilja er lygari. \v 5 Þeir sem gera hins vegar það sem Kristur býður þeim, vaxa í kærleika til Guðs og á því er hægt að sjá hvort þeir eru kristnir eða ekki. \v 6 Sá sem segist vera kristinn á að breyta eins og Kristur breytti. \p \v 7 Kæru vinir, það er ekki nýtt boðorð sem ég ætla að gefa ykkur. Þið kunnið það. Það er gamalt boðorð og þið hafið þekkt það frá öndverðu. \v 8 Samt er það alltaf nýtt og gildir eins fyrir ykkur og Krist, en það er svona: Elskið hvert annað. Þegar við hlýðum þessu boðorði hverfur myrkrið úr lífi okkar og hið nýja ljós – ljós Krists – skín inn í sál okkar. \p \v 9 Ef einhver segist ganga í ljósi Krists, en ber illan hug til meðbróður síns, þá er hann enn í myrkrinu. \v 10 En sá sem elskar meðbróður sinn og gengur í ljósi Krists, kemst leiðar sinnar án þess að hrasa í myrkri og synd. \v 11 Hafi einhver óbeit á meðbróður sínum, er hann í andlegu myrkri og veit ekki hvert hann fer. Þá hefur myrkrið blindað hann svo að hann sér ekki veginn. \p \v 12 Þetta skrifa ég ykkur öllum, börnin mín, vegna þess að syndir ykkar eru nú þegar fyrirgefnar, í nafni Jesú frelsara okkar. \v 13 Við ykkur sem eldri eruð segi ég þetta, af því að þið þekkið Krist, hann, sem hefur verið til frá upphafi. Og þið ungu menn, ég beini orðum mínum til ykkar, því að þið hafið unnið sigur á Satan. Ungu drengir og stúlkur, ykkur skrifa ég einnig, því að þið þekkið Guð, föðurinn. \s1 Elskið ekki heiminn \p \v 14 Nú ávarpa ég ykkur, feður, sem þekkið hinn eilífa Guð, og ykkur ungu menn, sem eruð styrkir vegna orðs Guðs, sem er í hjörtum ykkar, – þið hafið sigrað Satan. \v 15 Elskið ekki þennan vonda heim og það sem í honum er, því að ef þið gerið það, þá elskið þið ekki Guð af heilum hug. \v 16 Heimurinn er fullur af illsku – illum nautnum, spilltu kynlífi, lífsgæðakapphlaupi og hroka sem fylgir auðæfum og upphefð – ekkert af þessu er frá Guði. \v 17 Þessi heimur mun líða undir lok og með honum allt það illa sem í honum er, en sá sem gerir Guðs vilja, mun lifa að eilífu. \p \v 18 Kæru börn, þessi heimur á stutt eftir. Þið hafið heyrt að andkristurinn – sá sem berst gegn Kristi – muni koma. Margir slíkir eru þegar komnir fram og það styrkir þá vissu okkar að endir þessa heims er skammt undan. \v 19 Þessir menn – andkristarnir – voru í söfnuðum okkar, en aðeins að nafninu til, annars hefðu þeir verið kyrrir. Þeir yfirgáfu okkur og það sannaði best að þeir voru af allt öðru sauðahúsi. \p \v 20 Því er öðruvísi varið með ykkur. Heilagur andi hefur komið yfir ykkur, þið þekkið sannleikann, \v 21 og því skrifa ég ykkur ekki eins og þeim sem ekki þekkja sannleikann. Ég veit að þið þekkið muninn á réttu og röngu og þess vegna skrifa ég ykkur á þennan hátt. \p \v 22 Hver er lygari ef ekki sá sem segir að Jesús sé ekki Kristur? Slíkur maður er andkristur, því að hann trúir hvorki á Guð föður né son hans. \v 23 Sá sem ekki trúir á Krist, Guðs son, getur ekki haft samfélag við Guð föður, en sá sem hefur samfélag við Krist, Guðs son, hefur einnig samfélag við Guð föður. \p \v 24 Haldið áfram að trúa því sem ykkur var kennt í upphafi, því að ef þið gerið það, munuð þið eiga náið samfélag bæði við Guð föður og son hans. \v 25 Guð hefur heitið okkur gjöf og sú gjöf er eilíft líf. \v 26 Þessum skrifum mínum um andkrist, er beint gegn þeim sem reyna að blekkja ykkur og leiða í villu. \v 27 Þið hafið tekið á móti heilögum anda, hann býr í ykkur og því þarf enginn að segja ykkur hvað sé rétt. Heilagur andi fræðir ykkur um allt. Hann er sannleikurinn. Hann lýgur ekki og því verðið þið, eins og hann sagði, að lifa í Kristi og halda ykkur fast við hann. \p \v 28 Börnin mín, rækið samfélagið við Drottin, svo að þið getið verið viss um að ykkur vegni vel þegar hann kemur og að þið þurfið þá ekki að blygðast ykkar eða fara í felur. \v 29 Við vitum að Guð er góður og gerir aðeins rétt. Þess vegna ályktum við réttilega að allir aðrir, sem það gera, séu hans börn. \c 3 \s1 Kærleikurinn – einkenni Guðs barna \p \v 1 Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn á himnum hefur sýnt okkur, að við megum kallast hans börn og það erum við sannarlega! En fáir þekkja Guð og því skilur fólk ekki að við erum börnin hans. \v 2 Kæru vinir, nú erum við Guðs börn, einmitt núna, og við getum ekki ímyndað okkur hvað við eigum í vændum. Eitt vitum við þó: Þegar hann kemur verðum við eins og hann, því að þá munum við sjá hann eins og hann raunverulega er. \v 3 Sá sem þráir þetta í einlægni reynir að varðveita hreinleika sinn, því að Kristur er hreinn. \p \v 4 En þeir, sem halda áfram að syndga, standa í gegn Guði, því að öll synd er andstæð vilja hans. \v 5 Þið vitið að hann gerðist maður til að geta tekið burt syndir okkar og í honum finnst engin synd. \v 6 Ef við höldum okkur nálægt honum og hlýðum honum, munum við forðast að syndga. Þeir sem halda áfram að syndga, gera það vegna þess að þeir hafa aldrei kynnst Guði í raun og veru né orðið börn hans. \p \v 7 Börnin mín, látið engan villa um fyrir ykkur varðandi þetta: Ef þið haldið áfram að gera það sem rétt er, þá er það vegna þess að þið eruð réttlát eins og Guð. \v 8 En ef þið haldið áfram að syndga er það merki þess að þið tilheyrið Satani, honum, sem haldið hefur áfram að syndga allt frá því hann drýgði sína fyrstu synd. Sonur Guðs kom til að brjóta niður verk djöfulsins – syndina. \v 9 Sá sem er fæddur inn í fjölskyldu Guðs, syndgar ekki af ásettu ráði, því að Guð lifir í honum. Hann getur ekki haldið áfram í synd, því að hann hefur öðlast nýtt líf frá Guði. Guð hefur vakið það innra með honum og stjórnar honum, hann hefur endurfæðst. \s1 Próf sem leiðir hið sanna í ljós \p \v 10 Á þessu getum við séð hver er Guðs barn og hver tilheyrir hinum vonda. Hver sem lifir syndugu lífi og er illa við meðbróður sinn, sýnir að hann tilheyrir ekki fjölskyldu Guðs, \v 11 því að boðskapurinn sem við fengum í upphafi, var sá að við ættum að elska hvert annað. \p \v 12 Verum ekki eins og Kain, sem tilheyrði Satani og drap bróður sinn. Hvers vegna myrti Kain Abel? Vegna þess að Kain hafði vanið sig á að gera það sem rangt var og vissi að líferni bróður síns var betra en hans. \v 13 Kæru vinir, undrist því ekki þótt heimurinn hati ykkur. \p \v 14 Ef við elskum meðbræður okkar, þá er ljóst að okkur hefur verið gefið eilíft líf og forðað frá helvíti. Sá sem ekki ber kærleika til annarra, stefnir í eilífan dauða. \v 15 Sá sem hatar meðbróður sinn er í raun og veru morðingi og sá sem hyggur á morð, getur ekki átt eilíft líf. \v 16 Við vitum að sannur kærleikur birtist í því að Kristur dó fyrir okkur, við ættum því einnig að fórna lífi okkar fyrir meðbræðurna. \p \v 17 Segjum svo að einhver telji sig kristinn og hafi allt til alls, en horfi svo á þurfandi bróður sinn án þess að rétta honum hjálparhönd. Hvernig getur slíkur maður átt í sér kærleika Guðs? \v 18 Börnin mín, það dugir ekki lengur að segja að við elskum fólk. Við verðum að elska það í raun og veru og sýna það í verki. \v 19 Ef við gerum það, þá getum við verið viss um að við tilheyrum Guði – vegna verka okkar – og þá höfum við hreina samvisku gagnvart Drottni. \v 20 En ef við höfum slæma samvisku og finnum að við höfum gert rangt, þá veit Drottinn enn betur, því að hann þekkir öll okkar verk. \p \v 21 Elskulegu vinir, sé samviska okkar hrein, getum við komið til Drottins í djörfung \v 22 og fengið allt, sem við biðjum hann um, vegna þess að við hlýðum honum og gerum það sem honum er þóknanlegt. \v 23 Þetta vill Guð að við gerum: Trúum á nafn sonar hans, Jesú Krists, og elskum hvert annað. \v 24 Þeir, sem hlýða Guði, lifa með Guði og hann með þeim. Við vitum að þetta er satt, því að heilagur andi, sem hann hefur gefið okkur, hefur sagt okkur það. \c 4 \s1 Elskið hvert annað \p \v 1 Elsku vinir, trúið ekki öllu sem þið heyrið, enda þótt menn segi að það sé boðskapur frá Guði. Sannprófið það fyrst. Margir falskennendur eru nú á ferð um heiminn. \v 2 Til að vita hvort boðskapur þeirra sé frá heilögum anda, skulum við spyrja hvort Jesús Kristur, sonur Guðs, hafi orðið maður og komið í mannslíkama. Ef þeir viðurkenna það, þá er boðskapur þeirra frá Guði, \v 3 ef ekki, þá er hann frá andstæðingi Krists – andkristinum – sem þið hafið heyrt að koma muni, og áhrifa hans gætir nú þegar í heiminum. \p \v 4 Kæru ungu vinir, þið tilheyrið Guði og hafið þegar unnið sigur á andstæðingum Krists, því að sá sem er í ykkur, er máttugri en allir falskennendur þessa óguðlega heims. \v 5 Þeir eru af þessum heimi og hafa þess vegna allan hugann við það sem heimsins er, og heimurinn hefur áhuga á þeim. \v 6 En við erum Guðs börn og þess vegna vilja þeir einir hlusta á okkur, sem hafa samfélag við Guð. Aðrir hafa ekki áhuga. Við höfum einnig aðra leið til að sannprófa hvort einhver boðskapur sé frá Guði: Ef hann er frá Guði, vill heimurinn ekki hlusta. \p \v 7 Kæru vinir, elskum hvert annað, því kærleikurinn er frá Guði. Þeir sem iðka kærleika og umhyggju, sýna að þeir eru börn Guðs og þekking þeirra á honum fer vaxandi. \v 8 Sá sem ekki sýnir kærleika, þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. \p \v 9 Guð hefur sýnt kærleika sinn með því að senda einkason sinn, í þennan hrjáða heim, til að deyja fyrir okkur og gefa okkur eilíft líf. \v 10 Kærleikurinn birtist ekki í því að við elskuðum Guð, heldur í því að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að afplána refsingu fyrir syndir okkar. \p \v 11 Kæru vinir, fyrst Guð hefur elskað okkur svo heitt, ber okkur einnig að elska hvert annað, \v 12 Enginn hefur nokkru sinni séð Guð eins og hann er í raun og veru, en samt lifir hann í okkur, það er að segja, þegar við elskum hvert annað og leyfum kærleika hans að vaxa í okkur. \v 13 Guð hefur einnig gefið okkur heilagan anda og það sýnir að við lifum í samfélagi við hann. \v 14 Við höfum séð með eigin augum og vitnum fyrir öllum heiminum, að Guð sendi son sinn til að verða frelsara allra manna. \v 15 Hver sá sem trúir og játar að Jesús sé sonur Guðs, á Guð í hjarta sínu og lifir í samfélagi við hann. \p \v 16 Við vitum að Guð elskar okkur – við höfum fundið kærleika hans! Við vitum það einnig vegna þess að við trúum orðum hans, að hann elski okkur. Guð er kærleikur og sá sem sýnir kærleika í verki, lifir í Guði og Guð í honum. \v 17 Ef við lifum í Kristi, vex kærleikur okkar og nær fullkomnun og þá verðum við okkur ekki til skammar eða háðungar á degi dómsins. Þá getum við glöð og hugrökk horfst í augu við hann, því að hann elskar okkur og við elskum hann. \p \v 18 Okkur er óþarft að óttast þann, sem elskar okkur, því að hans fullkomni kærleikur rekur burt allan ótta. Ef við erum hrædd, þá er það vegna þess að við höldum að Guð muni refsa okkur – við erum ekki fyllilega sannfærð um að hann elski okkur. \v 19 Af þessu má sjá að kærleikur okkar til hans er afleiðing af kærleika hans til okkar. \p \v 20 Ef einhver segir: „Ég elska Guð,“ og heldur áfram að hata bróður sinn, sem hann umgengst og sér, hvernig getur hann þá elskað Guð, sem hann hefur aldrei séð? \v 21 Boðorð Guðs er svona: „Sá, sem elskar Guð, á einnig að elska bróður sinn.“ \c 5 \s1 Þetta verðið þið að skilja \p \v 1 Þið eruð Guðs börn, ef þið trúið því að Jesús sé Kristur – að hann sé sonur Guðs og frelsari ykkar. Þeir sem elska föðurinn, eiga einnig að elska börnin hans. \v 2 Hversu heill ert þú í kærleika þínum og hlýðni við Guð? Það getur þú séð á því hversu þú elskar börn Guðs. \v 3 Að elska Guð er að hlýða honum og það er létt. \v 4 Hvert einasta Guðs barn getur hlýtt Guði, sigrað syndina og allar illar girndir, með því að treysta hjálp Krists. \p \v 5 Enginn getur barist til sigurs í þessu stríði, nema hann trúi því að Jesús sé í sannleika sonur Guðs. \v 6-8 Við vitum að Jesús er sonur Guðs, því að svo sagði rödd Guðs, sem hljómaði frá himnum, þegar hann var skírður og er hann stóð andspænis dauðanum. Sama segir heilagur andi, andi sannleikans. Þar með höfum við þrjú vitni: Rödd heilags anda í hjörtum okkar, röddina af himni þegar Jesús var skírður og röddina sem hljómaði er hann gekk í dauðann. Vitnin þrjú – andinn, vatnið og blóðið – eru öll sammála. „Jesús Kristur er sonur Guðs.“ \v 9 Fyrst við trúum vitnisburði manna fyrir dómstólum getum við óhikað trúað öllu sem Guð segir. Guð segir að Jesús sé sonur sinn \v 10 og allir sem því trúa, finna innra með sér að það er satt. Sá sem vill ekki trúa þessu, segir þar með að Guð sé lygari, þar sem hann ekki trúir því sem Guð hefur sagt um son sinn. \p \v 11 Hvað hefur Guð sagt? Að hann hafi gefið okkur eilíft líf og að þetta líf sé í syni hans. \v 12 Sá, sem trúir á son Guðs, á lífið, en sá, sem ekki trúir, á ekki lífið. \p \v 13 Þetta hef ég skrifað ykkur, sem trúið á son Guðs, til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. \v 14 Við vitum einnig með vissu að hann hlustar á okkur hvenær sem við biðjum hann eftir hans vilja. \v 15 Og fyrst við erum viss um að hann hlusti þegar við tölum við hann og biðjum, megum við einnig treysta því að hann svari okkur. \p \v 16 Ef þið sjáið kristinn mann drýgja synd, sem ekki leiðir til dauða, þá biðjið Guð að fyrirgefa honum og Guð mun gefa honum líf, nema því aðeins að hann hafi drýgt þá synd sem veldur dauða. Til er dauðasynd og hafi hann drýgt hana er tilgangslaust að biðja fyrir honum. \v 17 Allt ranglæti er synd, en hér á ég ekki við þessar venjulegu syndir, ég er að tala um þá synd sem endar með dauða. \p \v 18 Enginn, sem tilheyrir fjölskyldu Guðs, heldur áfram að syndga af ásettu ráði, heldur gætir hann sín og djöfullinn nær engu taki á honum. \v 19 Við vitum að við erum Guðs börn og við vitum einnig að heimurinn er á valdi Satans og undir hans stjórn. \v 20 Við vitum að Kristur, sonur Guðs, kom til að hjálpa okkur til þess að skilja og finna hinn eina sanna Guð. Nú tilheyrum við honum vegna þess að við erum í Jesú Kristi, syni hans. Hann er hinn eini sanni Guð – hann er eilífa lífið. \p \v 21 Börnin mín, forðist allt sem getur leitt hjörtu ykkar burt frá Guði. \p Jóhannes