\id 1CO - Biblica® Open Icelandic Living New Testament and Psalms \ide UTF-8 \h I. Korintubréf \toc1 I. Korintubréf \toc2 I. Korintubréf \toc3 I. Korintubréf \mt1 I. Korintubréf \c 1 \p \v 1 Frá: Páli, sem Guð hefur kjörið sendiboða Jesú Krists, og bróður Sósþenesi. \p \v 2 Til: Kristinna manna í Korintu sem Guð hefur kallað sér til eignar og Jesús Kristur hefur helgað honum; og til: Allra kristinna manna, hvar sem þeir eru, þeirra sem ákalla nafn Jesú Krists, sem er Drottinn okkar allra. \p \v 3 Guð, faðir okkar, og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur og veiti frið í hug og hjarta. \p Fyrst Guð hefur blessað ykkur, hvers vegna eruð þið þá ósátt? \p \v 4 Ég get ekki látið af að þakka Guði fyrir alla þá náð sem hann hefur gefið ykkur í Jesú Kristi. \v 5 Hann hefur auðgað allt líf ykkar, gert ykkur kleift að bera honum vitni og aukið ykkur skilning á sannleikanum. \v 6 Það sem ég sagði að Kristur gæti gert fyrir ykkur, hefur gerst! \v 7 Nú njótið þið blessunar hans í ríkum mæli og skortir enga náðargjöf meðan þið bíðið endurkomu Drottins Jesú Krists. \v 8 Og Guð mun gera ykkur staðföst svo að enginn geti ásakað ykkur á endurkomudegi hans. \v 9 Guð, sem kallaði ykkur til samfélags við son sinn, Jesú Krist, Drottin okkar, mun standa við allt sem hann hefur lofað ykkur – hann er vissulega trúfastur. \p \v 10 En, kæru vinir, ég bið ykkur í nafni Drottins Jesú Krists. Hættið þessum deilum ykkar í milli en gætið þess að lifa í sátt og samlyndi, svo að ekki sé klofningur í söfnuðinum. Ég grátbið ykkur: Verið einhuga – sameinuð í hugsun og verki. \p \v 11 Nokkrir þeirra sem búa heima hjá Klóe hafa sagt mér frá rifrildi ykkar og deilum, kæru vinir. \v 12 Sum ykkar segja: „Ég fylgi Páli!“ Aðrir segjast fylgja Apollós eða Pétri, og enn aðrir Kristi. \v 13 Þannig hafið þið í reynd skipt Kristi í marga hluta! \p Hef ég, Páll, þá dáið fyrir syndir ykkar? Eða var nokkurt ykkar skírt í mínu nafni? \v 14 Ég er mjög feginn því að ég skuli ekki hafa skírt neitt ykkar, nema þá Krispus og Gajus, \v 15 því annars gæti einhver haldið að ég hafi verið að stofna nýjan söfnuð, „Pálssöfnuðinn!“ \v 16 Jú, reyndar skírði ég líka fjölskyldu Stefanasar, en ekki man ég til að hafa skírt fleiri. \v 17 Því að Kristur sendi mig ekki til að skíra, heldur til að flytja gleðiboðskapinn. Og predikun mín einkennist ekki af skrúðmælgi eða háfleygum orðum, því að þá ætti ég á hættu að draga úr þeim mikla mætti sem boðskapurinn um krossdauða Krists býr yfir. \p \v 18 Mér er vel ljóst hve þeim sem glatast finnst heimskulegt að heyra að Jesús Kristur hafi dáið til að frelsa þá. En við, sem frelsumst, fáum að reyna að þessi boðskapur er sjálfur kraftur Guðs. \v 19 Því Guðs orð segir: „Ég mun gera að engu allar mannlegar tilraunir til að frelsast; hversu skynsamlegar sem þær virðast vera, og láta mig engu varða bestu hugmyndir manna, jafnvel þær snilldarlegustu.“ \p \v 20 Og hvað um þessa spekinga, þessa lærðu menn og snjöllu, sem vit hafa á öllu milli himins og jarðar? Guð hefur gert þá alla hlægilega og sýnt fram á að speki þeirra er tóm vitleysa. \v 21 Því að Guð kom því svo fyrir af visku sinni að menn gætu aldrei fundið hann með mannlegri snilli. Síðan greip hann sjálfur inn í og frelsaði alla þá sem trúðu boðskap hans, sem heimurinn telur heimskulegt þvaður. \v 22 Gyðingum finnst hann fávíslegur, því að þeir vilja tákn frá himni sem sönnun þess að það sem boðað er sé satt. Heiðingjum hins vegar finnst hann þvaður, af því að þeir trúa því einu sem er í samræmi við heimspeki þeirra og það sem þeir kalla skynsemi. \v 23 Svo þegar við boðum að Kristur hafi dáið til að frelsa mennina, þá hneykslast Gyðingar, en heiðingjarnir segja að slíkur boðskapur nái ekki nokkurri átt. \v 24 En Guð hefur opnað augu þeirra sem kallaðir eru til að frelsast, bæði Gyðinga og heiðingja, svo að nú sjá þeir að Kristur er kraftur Guðs, þeim til hjálpræðis. Kristur er sjálfur þungamiðja hinnar máttugu fyrirætlunar Guðs þeim til björgunar. \v 25 Þessi svokallaða „heimskulega fyrirætlun Guðs“ er mun skynsamlegri en gáfulegasta úrræði hinna mestu spekinga. Guð í vanmætti sínum – þegar Kristur dó á krossinum – er stórum máttugri en nokkur maður. \p \v 26 Takið eftir, vinir mínir, að fá ykkar sem fylgið Kristi eruð fræg, voldug eða rík. \v 27 Þess í stað hefur Guð af ásettu ráði kosið að nota það, sem heimurinn telur heimsku og fánýti, til að láta þá verða sér til minnkunar, sem heimurinn telur skynsama og mikla. \v 28 Hann hefur valið það, sem heimurinn fyrirlítur og metur einskis, og notar það til að gera að engu það sem heimurinn hrósar sér af, \v 29 svo að enginn geti nokkurn tíma hreykt sér frammi fyrir Guði. \p \v 30 Það er Guði að þakka að þið eigið samfélag við Jesú Krist og í Jesú hafið þið öðlast þekkingu á Guði. En Jesús gerði meira en það, hann hefur líka réttlætt ykkur, helgað og leyst ykkur frá afleiðingum syndafallsins. \v 31 Ég tek því undir orð Biblíunnar: „Vilji einhver hrósa sér, þá hrósi hann sér aðeins af því sem Guð hefur gert.“ \c 2 \s1 „Heimskuleg“ fyrirætlun Guðs \p \v 1 Kæru bræður og systur, þegar ég kom til ykkar fyrst, þá notaði ég ekki háleit orð og snilldarlegar hugmyndir til að flytja ykkur boðskap Guðs. \v 2 Ég ákvað að tala eingöngu um Jesú Krist og dauða hans á krossinum. \v 3 Ég kom til ykkar í vanmætti, feiminn og hræddur. \v 4 Boðun mín var mjög fábrotin. Hún var ekki með mælskusnilld og mannlegri speki, heldur var kraftur heilags anda í orðum mínum og sannaði fyrir þeim, sem þau heyrðu, að boðskapurinn var frá Guði. \v 5 Þetta gerði ég af því að ég vildi að trú ykkar væri byggð á Guði einum, en ekki á háleitum hugsjónum einhvers manns. \p \v 6 En þegar ég er meðal þroskaðra, kristinna manna þá nota ég vísdómsorð, þó ekki mannlegan vísdóm eða þann sem höfðar til stórmenna þessa heims, sem dæmd eru til að falla. \v 7 Orð okkar eru skynsamleg af því að þau eru frá Guði og þau segja frá skynsamlegri fyrirætlun Guðs, um að leiða okkur inn í dýrð himinsins. Þessi fyrirætlun var hulin forðum daga enda þótt hún hafi verið gerð okkur til hjálpar og það áður en heimurinn varð til. \v 8 En stórmenni þessa heims hafa ekki skilið hana, annars hefðu þeir ekki krossfest konung dýrðarinnar. \p \v 9 Það er þetta sem átt er við þegar Biblían segir að enginn maður hafi nokkurn tíma séð, heyrt eða jafnvel ímyndað sér allt það dásamlega sem Guð hefur í hyggju handa þeim sem elska Drottin. \v 10 Þetta vitum við af því að Guð hefur sent anda sinn til að segja okkur það og andi hans þekkir og sýnir okkur allar leyndustu hugsanir Guðs. \v 11 Enginn getur vitað með vissu hvað einhver annar hugsar eða hvernig sá er í raun og veru, heldur þekkir hver og einn aðeins sjálfan sig. Og enginn getur þekkt hugsanir Guðs nema andi Guðs sjálfs. \v 12 Guð hefur sent okkur anda sinn (ekki anda heimsins) til að segja okkur frá þeim dýrlegu gjöfum náðar og blessunar sem hann hefur gefið okkur. \v 13 Þegar við segjum frá þessum gjöfum, þá höfum við notað sömu orð og heilagur andi hefur gefið okkur en ekki orð sem við menn hefðum valið. Þannig notum við orð heilags anda til að útskýra verk heilags anda. \v 14 Sá maður, sem ekki hefur anda Guðs, getur hvorki skilið né meðtekið þær hugsanir Guðs, sem heilagur andi kennir okkur. Þær eru fáránlegar í augum hans, því að þeir einir sem eiga heilagan anda geta skilið hvað heilagur andi á við. Aðrir botna hreint ekkert í því. \v 15 Sá maður sem hefur heilagan anda, hefur innsýn í allt. Það veldur undrun og heilabrotum þess sem ekki er kristinn, \v 16 og hvernig ætti hann líka að geta skilið það? Sá maður er alls ekki fær um að þekkja hugsanir Drottins eða ræða þær við hann. Það er undarlegt en satt, að við kristnir menn, skulum eiga hlutdeild í hugsun og huga Krists! \c 3 \s1 Afleiðing vanþroska \p \v 1 Kæru systkini, nú hef ég talað við ykkur eins og þið væruð enn ungbörn í trúnni eða eins og þeir sem ekki fylgja Drottni, heldur sínum eigin hvötum. Ég get ekki talað við ykkur eins og ég myndi tala við þroskaða menn, sem fylltir eru anda Guðs. \v 2 Ég hef orðið að næra ykkur á mjólk en ekki á kjarngóðum mat, af því að hann hafið þið ekki þolað og þið verðið jafnvel enn að láta ykkur nægja mjólkina. \v 3 Þið eruð enn eins og smábörn og látið stjórnast af hvötum ykkar eingöngu, en ekki vilja Guðs. Þið eruð ennþá börn, sem fara sínu fram. Það sýnir afbrýðisemi ykkar hvers í annars garð og það að þið skiptið ykkur í deiluhópa. Satt að segja látið þið eins og fólk sem alls ekki tilheyrir Drottni. \v 4 Þarna eruð þið og rífist um hvort ég sé meiri en Apollós og kljúfið þar með söfnuðinn. Sýnir þetta ekki hve lítið þið hafið þroskast í Drottni? \p \v 5 Hver er ég, og hver er Apollós, að við skulum vera deiluefni ykkar? Við erum aðeins þjónar Guðs, hvor um sig með sína sérstöku hæfileika, og með hjálp okkar komust þið til trúar. \v 6 Mitt verk var að sá fræinu, orði Guðs, í hjörtu ykkar og verk Apollóss var að vökva það en það var Guð, en ekki við, sem lét það vaxa. \v 7 Þeir sem sá og þeir sem vökva skipta ekki máli, en Guð skiptir öllu máli því að hann gefur vöxtinn. \v 8 Við Apollós vinnum saman að sama markmiði, þótt hvor okkar um sig muni hljóta laun í samræmi við erfiði sitt. \v 9 Við erum samverkamenn Guðs. Þið eruð akur Guðs en ekki okkar. Þið eruð hús Guðs en ekki okkar. \p \v 10 Guð hefur af gæsku sinni kennt mér hvernig á að byggja. Ég lagði grunninn en Apollós byggði ofan á, og sá sem byggir ofan á verður að gæta vel að hvernig hann byggir. \v 11 Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem þegar er lagður og er Jesús Kristur. \v 12 En margs konar efni er hægt að nota til að byggja ofan á þennan grunn. Sumir nota gull, silfur og dýra steina en aðrir nota tré, hey eða strá. \v 13 Þegar Kristur kemur að dæma heiminn, mun reyna á, hvers konar efni það er sem hver um sig hefur notað. Verk hvers og eins verður reynt í eldi, svo að allir geti séð hvort það stenst og hvort eitthvert gagn var að því. \v 14 Þá mun hver sá hljóta laun, sem stenst prófið, það er að segja sá sem hefur byggt ofan á grunninn úr réttu efni. \v 15 Brenni hins vegar það sem einhver hefur reist, þá mun hann verða fyrir miklu tjóni. Sjálfur mun hann þó frelsast eins og sá sem bjargast úr eldi. \p \v 16 Skiljið þið ekki að þið eruð öll hús Guðs og andi Guðs býr með ykkur í því húsi? \v 17 Ef einhver óhreinkar eða spillir húsi Guðs, þá mun Guð eyða honum, því að hús Guðs er heilagt og hreint og slíkt hús eruð þið. \p \v 18 Hættið að blekkja sjálf ykkur! Ef þið teljið ykkur vel greind, eftir mati þessa heims, leggið þá allt slíkt sjálfsmat á hilluna og teljið ykkur vankunnandi, annars missið þið af hinni sönnu visku frá Guði. \v 19 Viska þessa heims er heimska í augum Guðs. Eins og Jobsbók segir þá notar Guð snilli mannsins til að veiða hann í gildru. Hann hrasar um sína eigin speki og dettur. \v 20 Og í Davíðssálmum er okkur sagt að Drottinn viti fullvel hvernig mannleg speki bregst við og hversu heimskuleg og fánýt þau viðbrögð séu. \p \v 21 Stærið ykkur ekki af visku einhverra spekinga. Guð hefur þegar gefið ykkur allt sem þið þurfið. \v 22 Hann hefur gefið ykkur Pál og Apollós til hjálpar. Hann hefur gefið ykkur allan heiminn til afnota. Einnig lífið og dauðinn eru ykkur til þjónustu. Hann hefur gefið ykkur allt hið liðna og alla framtíð. Allt tilheyrir ykkur \v 23 og þið tilheyrið Kristi, og Kristur er Guðs. \c 4 \p \v 1 Við Apollós erum þjónar Krists sem miðla blessun Guðs með því að útskýra leyndardóma hans. \v 2 Það sem mestu máli skiptir varðandi þjóna, er að þeir séu trúir og geri það, sem húsbóndi þeirra segir þeim. \v 3 Hvað um mig? Hef ég verið góður þjónn? Reyndar varðar mig ekkert um hvað ykkur finnst um það eða hvað aðrir hugsa. Ég treysti ekki einu sinni mínu eigin mati í því efni. \v 4 Samviska mín er hrein, en það sannar ekkert. Það er Drottinn sjálfur sem mun rannsaka mig og dæma. \p \v 5 Gætið þess því að fella ekki dóma áður en Drottinn kemur, um það hvort einhver er góður þjónn eða ekki. Þegar Drottinn kemur, mun hann varpa ljósi á allt, svo að hver og einn geti séð greinilega hvernig við erum innst inni. Þá munu allir sjá og vita hvers vegna við höfum verið að vinna verk Drottins. Á þeim degi mun Guð veita hverjum manni það hrós sem hann á skilið. \s1 Farið ekki í manngreinarálit \p \v 6 Ég hef notað Apollós og sjálfan mig sem dæmi til að skýra nánar það, að þið megið ekki taka einn þjón Guðs fram yfir annan. \v 7 Af hverju eruð þið að stæra ykkur? Hvað hafið þið, sem þið hafið ekki þegið af Guði? Og fyrst allt sem þið hafið, er frá Guði, hvers vegna látið þið þá eins og þið séuð miklir menn og hafið afrekað eitthvað af eigin rammleik? \p \v 8 Þið virðist halda að þið séuð andleg ofurmenni! Þið eruð saddir og andlega mettir, ríkir kóngar á hásætum ykkar, komnir langt fram úr okkur vesalingunum! Ég vildi óska að þið væruð nú þegar orðnir kóngar, því þá mundum við vissulega ríkja með ykkur. \v 9 Stundum virðist mér sem Guð hafi sett okkur postulana alveg neðst á listann – eins og dauðadæmda fanga, sem hafðir eru aftast í skrúðgöngu sigurvegarans, til sýnis englum og mönnum. \p \v 10 „Trúin hefur gert ykkur heimska,“ segið þið. En þið? Þið eruð auðvitað vitrir og skynsamir kristnir menn! Við erum máttlausir en ekki þið! Þið eruð vinsælir, en við athlægi allra. \v 11 Allt til þessa höfum við orðið að þola hungur, þorsta og klæðleysi. Okkur er misþyrmt og við erum heimilislausir. \v 12 Við höfum unnið fyrir okkur með erfiði og striti. Við höfum blessað þá sem okkur bölva og sýnt þolinmæði þeim sem ofsækja okkur. \v 13 Árásum höfum við svarað með hógværð, en samt erum við allt til þessarar stundar eins og fótþurrka allra, eins og úrhrök. \p \v 14 Þetta skrifa ég ykkur ekki til blygðunar, heldur til að aðvara ykkur og áminna eins og elskuð börn. \v 15 Því að ég einn er andlegur faðir ykkar, þótt þið hafið tíu þúsund aðra til þess að kenna ykkur um Krist. Það var ég sem leiddi ykkur til Krists þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn. \v 16 Ég bið ykkur því að líkja eftir mér og gera eins og ég. \v 17 Ástæðan fyrir því að ég sendi Tímóteus var að hann skyldi hjálpa ykkur til þess. Tímóteus er einn þeirra sem ég leiddi til Krists og hann er Drottni elskað og hlýðið barn. Hann mun minna ykkur á það sem ég kenni í allri kirkjunni, hvar sem ég fer. \p \v 18 Ég veit að sum ykkar eru hreykin og halda að ég þori ekki að koma til ykkar í eigin persónu. \v 19 En ég mun koma, og það fljótlega, ef Drottinn leyfir mér, og þá mun ég komast að raun um, hvort þeir sem stæra sig, hafa kraft Guðs eða hvort þeir eru aðeins orðhákar. \v 20 Guðsríki er ekki innantómt orð heldur líf í krafti Guðs. \v 21 Hvort viljið þið heldur að ég komi með hirtingu og ávítur eða ástúð og mildi? \c 5 \s1 Páll krefst brottreksturs úr söfnuðinum \p \v 1 Það er á allra vörum að viðbjóðslegir hlutir eigi sér stað á meðal ykkar, já verri en meðal nokkurra heiðingja – að í söfnuði ykkar sé maður sem lifir í synd með konu föður síns. \v 2 Eruð þið enn jafn montin og „andleg“? Hvers vegna fyllist þið ekki heldur hryggð og blygðun og gerið gangskör að því að víkja þessum manni úr söfnuði ykkar? \p \v 3-4 Þótt ég sé ekki hjá ykkur, þá hef ég hugsað mikið um þetta og í nafni Drottins Krists, hef ég nú þegar ákveðið hvað gera skal, rétt eins og ég væri þarna hjá ykkur. Kallið saman fund safnaðarins – kraftur Drottins Jesú mun vera með ykkur er þið komið saman, og ég mun verða viðstaddur í andanum – \v 5 og víkið þessum manni úr samfélagi kirkjunnar í hendur Satans, honum til refsingar, í þeirri von að sál hans frelsist við endurkomu Jesú Krists. \p \v 6 Það er þokkalegt eða hitt þó heldur að þið skulið vera að hrósa ykkur af dyggðum ykkar og látið slíkt samt eiga sér stað! Vitið þið ekki að sé einum manni leyft að halda áfram að syndga, munu brátt allir flekkast? \v 7 Fjarlægið þetta illkynjaða mein úr ykkar hópi svo að þið getið verið hrein. Kristi, guðslambinu, hefur verið slátrað fyrir okkur. \v 8 Höldum því hátíð með honum og styrkjumst í kristilegu líferni. Snúum algjörlega baki við hinu sýkta, gamla líferni með öllu þess hatri og illsku. Höldum hátíð með hreinu, ósýrðu brauði hreinleikans og sannleikans. \p \v 9 Í bréfinu, sem ég skrifaði ykkur, sagði ég að þið skylduð halda ykkur frá vondu fólki. \v 10 En þegar ég sagði það, átti ég ekki við trúleysingja, sem lifa í synd eða ágjarna svindlara og hjáguðadýrkendur, því það er útilokað að lifa í þessum heimi án þess að eiga einhver samskipti við slíkt fólk. \v 11 Ég átti við að þið eigið ekki að blanda geði við neinn sem telur sig vera bróður í trúnni, en er saurlífismaður eða svindlari, hjáguðadýrkari eða drykkjumaður eða ágjarn. Þið ættuð ekki einu sinni að neyta matar með þess háttar manni. \s1 Við eigum sjálf að dæma í okkar málum \p \v 12 Það er ekki okkar að dæma þá sem utan kirkjunnar eru. En vissulega er það okkar að dæma þá sem eru í kirkjunni og sem syndga á þennan hátt. \v 13 Guð einn dæmir þá sem eru utan kirkjunnar en þið verðið sjálf að dæma þennan mann og reka hann úr söfnuðinum. \c 6 \p \v 1 Hvernig stendur á því að ef þið eigið eitthvað sökótt við annan safnaðarbróður, þá kærið þið og látið heiðinn dómstól dæma í málinu, í stað þess að láta aðra kristna menn skera úr um það hvor hafi á réttu að standa. \v 2 Vitið þið ekki, að við kristnir menn eigum að dæma heiminn og stjórna honum? Hvers vegna getið þið þá ekki gert út um svona smámál ykkar í milli? \v 3 Vitið þið ekki að við kristnir menn munum dæma og launa sjálfum englum himinsins? Ykkur ætti því að vera í lófa lagið að leysa vandamál ykkar hér á jörðu. \v 4 Hvers vegna leitið þið þá til utanaðkomandi dómara, sem eru ekki einu sinni kristnir? \v 5 Ég segi þetta svo að þið blygðist ykkar. Er enginn í kirkjunni nógu vitur til að setja niður þessar deilur? \v 6 Þið eruð kristin en ákærið samt hvert annað og það í áheyrn trúleysingja! \p \v 7 Slík málaferli eru flest algjör ósigur ykkar sem kristins fólks. Hvers vegna þolið þið ekki heldur órétt? Látið heldur hafa af ykkur, það væri Drottni þóknanlegra. \v 8 En þess í stað hafið þið rangt við og níðist jafnvel á systkinum ykkar í trúnni. \s1 Ekki er guðsríki allra \p \v 9-10 Vitið þið ekki, að þeir sem svona hegða sér eiga engan hlut í guðsríki? Látið ekki blekkjast! Þeir sem lifa siðlausu lífi – hjáguðadýrkendur, hórkarlar, kynvillingar – munu engan hlut eiga í ríki Guðs, ekki heldur þjófar eða ágjarnir, drykkjumenn, rógberar eða ræningjar. \v 11 Þetta voruð þið sumir hverjir eitt sinn, en nú eru syndir ykkar burt þvegnar og þið eruð helgaðir og teknir frá handa Guði. Hann hefur sýknað og viðurkennt ykkur sem sín börn, vegna þess sem Drottinn Jesús Kristur og andi Guðs hafa gert fyrir ykkur. \v 12 Ég get gert hvað sem ég vil, hafi Kristur ekki bannað það, en sumt er mér ekki til góðs. Þótt það sé leyfilegt, þá mun ég standa gegn því, ef ég held að það geti náð þeim tökum á mér að ég ætti erfitt með að hætta því. \p \v 13 Takið til dæmis matinn. Guð hefur gefið okkur matarlyst og maga til að melta. En það þýðir ekki að við eigum að borða meira en við þurfum. Fæðan er ekki mikilvæg, því að Guð mun á sínum tíma gera að engu bæði mat og maga. Saurlífi á aldrei rétt á sér. Líkamar okkar voru ekki skapaðir til þess, heldur handa Drottni, og Drottinn vill sjálfur helga líkama okkar. \v 14 Guð mun sjálfur reisa líkama okkar frá dauðum, með mætti sínum á sama hátt og hann reisti Drottin Jesú Krist. \v 15 Vitið þið ekki að líkamar ykkar eru limir Krists – hlutar af honum? Ætti ég þá að taka hluta Krists og sameina hann skækju? Nei. \v 16 Vitið þið ekki að hafi maður mök við vændiskonu, verður hann hluti af henni og hún hluti af honum? Guð segir í orði sínu að í augum hans verði þau eitt hold. \v 17 En ef þú gefst Drottni, þá ert þú og Kristur samtengdir sem einn maður. \p \v 18 Haldið ykkur því frá öllu kynferðislegu lauslæti. Engin synd hefur jafnmikil áhrif á líkamann og sú. Ef þið syndgið á þennan hátt, þá er það gegn ykkar eigin líkama. \v 19 Hafið þið ekki skilið að líkami ykkar er híbýli heilags anda, sem Guð gaf ykkur og lifir í ykkur? Þið eigið ekki líkama ykkar! \v 20 Guð hefur keypt ykkur dýru verði. Vegsamið því Guð með líkama ykkar. \c 7 \s1 Spurningar um hjónabandið \p \v 1 Svo við víkjum nú að spurningum ykkar, þá er svar mitt það, að það sé gott að vera ógiftur. \v 2 Að öllu jöfnu er þó best að vera giftur og hver maður hafi sína konu og hver kona sinn mann, svo að þið leiðist ekki í synd. \p \v 3 Karlmaðurinn á að veita konu sinni það sem henni ber og konan manninum. \v 4 Stúlka sem giftist hefur ekki lengur fullan rétt yfir eigin líkama, því eiginmaður hennar hefur einnig sinn rétt til hans. Á sama hátt hefur eiginmaðurinn ekki lengur fullt vald yfir sínum líkama, því að hann tilheyrir konu hans. \v 5 Samkvæmt þessu skulu hjón ekki neita hvort öðru um rétt hins, nema þau séu sammála um það stuttan tíma, til að geta helgað sig bæninni. Síðan ættu þau að koma saman á ný, svo að Satan freisti þeirra ekki vegna veikleika þeirra. \p \v 6 Ég er ekki að segja að það sé skylda að giftast, en þið megið það vissulega ef þið óskið. \v 7 Sjálfur vildi ég að allir gætu lifað ógiftir eins og ég, en við erum ekki öll eins. Guð gefur sumum að giftast og öðrum að geta lifað ógiftum. \v 8 Því segi ég við þá sem ógiftir eru og ekkjumenn, betra væri að vera ógiftur eins og ég er. \v 9 En ef þið getið ekki haft fullt vald á sjálfum ykkur, þá skuluð þið giftast, því að betra er að giftast en brenna af girnd. \p \v 10 En ég hef ekki aðeins ábendingar til þeirra sem giftir eru, heldur einnig fyrirmæli. Og það eru ekki bara fyrirmæli frá mér, heldur sjálfum Drottni: Eiginkona má ekki skilja við mann sinn. \v 11 En hafi hún skilið við hann, þá á hún að vera áfram ógift eða fara til hans aftur. Eiginmaður má ekki heldur skilja við konu sína. \p \v 12 Við þetta hef ég nokkrum atriðum að bæta; það eru að vísu ekki bein fyrirmæli Drottins, en mér virðist þau samt eiga rétt á sér. Ef kristinn maður á konu, sem ekki er kristin, en vill þó búa með honum, þá má hann ekki skilja við hana eða fara frá henni. \v 13 Og ef kristin kona er gift manni, sem ekki er kristinn og hann vill að hún búi með honum, þá má hún ekki skilja við hann. \v 14 Hinn trúlausi maður færist nær Guði vegna kristinnar konu sinnar og trúlaus kona færist nær Guði vegna kristins eiginmanns. Ef svo væri ekki, teldust börn ykkar yfirleitt trúlaus, en nú eru þau álitin heilög – frátekin Guði til handa. \p \v 15 En ef sá aðilinn, sem ekki er kristinn, vill skilja, þá er það leyfilegt. Í þeim tilvikum ætti kristinn eiginmaður eða kona ekki að standa fast gegn skilnaði, því að Guð vill að við börnin hans lifum í sátt og samlyndi. \v 16 Konur, þegar allt kemur til alls, er engin trygging fyrir því að menn ykkar taki trú, og sama er að segja um konur ykkar, eiginmenn. \p \v 17 En ef þið ákveðið þessa hluti, verið þá viss um að þið lifið eins og Guð hefur ætlast til, gift eða ógift, í samræmi við leiðsögn og hjálp Guðs og sættið ykkur við þær aðstæður sem Guð hefur leitt ykkur í. Þetta eru fyrirmæli mín í allri kirkjunni. \p \v 18 Hafi til dæmis einhver látið umskerast samkvæmt siðum Gyðinga, áður en hann tók kristna trú, þá ætti hann ekki að láta það ónáða sig. Hafi hins vegar einhver látið hjá líða að umskerast, þá skyldi hann ekki gera það nú. \v 19 Það skiptir alls engu máli hvort kristinn maður hefur fylgt þessari siðvenju eða ekki, það sem skiptir öllu máli er að hann þóknist Guði og haldi boðorð hans. Það er mikilvægast. \p \v 20 Að öllu jöfnu ætti maður að halda sig við það starf sem hann hafði þegar Guð kallaði hann. \v 21 Sértu þræll, þá sættu þig við það – en hafirðu tækifæri til að verða frjáls þá skaltu auðvitað notfæra þér það. \v 22 Ef þú ert þræll þegar Drottinn kallar þig, skaltu muna að Kristur hefur frelsað þig frá fjötrum syndarinnar. Hafir þú hins vegar verið frjáls þegar Kristur kallaði þig, skaltu minnast að nú ert þú þræll Krists. \v 23 Kristur hefur keypt ykkur dýru verði, svo þið eruð hans eign – verið því frjáls frá öllu jarðnesku stolti og ótta. \v 24 Sem sagt, kæru vinir, sérhver kristinn maður ætti að vera kyrr í þeirri stöðu sem hann var í, þegar hann tók trú, því að nú er Drottinn þar hjá honum til hjálpar. \p \v 25 Nú vil ég svara hinni spurningunni. Hvað um stúlkur sem enn eru ógiftar? Ættu þær að giftast? Sem svar við þeirri spurningu hef ég enga skipun frá Drottni. En af miskunn sinni hefur Drottinn veitt mér að vera trúr sínu heilaga orði og ég skal með gleði segja ykkur álit mitt. \p \v 26 Sem stendur, horfumst við kristnir menn í augu við mikla hættu og því tel ég vera best að lifa ógiftur á tímum sem þessum. \v 27 Ef þið eruð þegar gift, þá skuluð þið auðvitað alls ekki skilja, en sért þú ekki í hjónabandi, skaltu ekki flana að neinu eins og nú standa sakir. \v 28 Ef þið karlmenn ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir allt, er það meinalaust og þótt stúlka giftist á hættutímum sem þessum, er það vissulega engin synd. En hjónaband mun hafa í för með sér ýmis vandamál, sem ég vildi forða ykkur frá. \p \v 29 Munið umfram allt að við höfum nauman tíma (og tækifærum til að vinna verk Drottins fækkar). Giftir menn ættu því að vera eins frjálsir og unnt er til að vinna verk Drottins. \v 30 Hvorki sorg, gleði né auður ættu að hindra neinn í starfi fyrir Drottin. \v 31 Þeir sem umgangast gæði þessa heims og notfæra sér þau í ríkum mæli, ættu að umgangast þau með það í huga að heimurinn í sinni núverandi mynd, mun líða undir lok. \p \v 32 Verið þó áhyggjulaus með öllu. Ókvæntur maður getur nýtt tíma sinn til að vinna verk Drottins og reynt að þóknast honum. \v 33 Kvæntur maður á ekki eins auðvelt með það, hann verður að hugsa um jarðneska ábyrgð sína og hvernig hann geti þóknast konu sinni. \v 34 Áhugamálum hans er skipt. Sama er að segja um stúlku sem giftist. Hún verður að horfast í augu við sama vanda. Gift stúlka leggur sig fram um að þóknast Drottni í öllu sem hún er og gerir. Gift kona verður hins vegar að taka tillit til annarra hluta, svo sem húshalds og að þóknast manni sínum. \p \v 35 Þetta segi ég ekki til að ráða ykkur frá hjónabandi, heldur til að hjálpa ykkur. Ég vil að þið gerið það eitt sem auðveldar ykkur að þjóna Drottni sem best og að sem fæst dreifi athyglinni frá honum. \p \v 36 En finnist einhverjum að hann ætti að giftast vegna þess að hann á í erfiðleikum með að hemja hvatir sínar, þá er rétt að hann giftist, slíkt væri engin synd. \v 37 Haldi maður það hins vegar út að vera ógiftur, þá hefur hann tekið skynsamlega ákvörðun. \v 38 Þannig gerir sá vel sem giftist, þótt sá sem ekki giftist geri jafnvel enn betur. \p \v 39 Kona er bundin eiginmanni sínum svo lengi sem hann lifir, en deyi hann, má hún giftast á ný, þó aðeins kristnum manni. \v 40 Hún yrði þó hamingjusamari að mínu áliti, ef hún giftist ekki og ég tel að ég flytji ykkur ráð heilags anda er ég segi þetta. \c 8 \s1 Matur sem fórnað er skurðgoðunum \p \v 1 Næst er það spurning ykkar um neyslu þess sem fórnað hefur verið skurðgoðum. Um þetta mál finnst öllum sitt svar vera hið eina rétta. En þótt við þykjumst hafa vit á öllu, þá er kærleikurinn nauðsynlegur til að efla kirkjuna. \p \v 2 Telji einhver sig vita svör við öllu, þá sýnir hann með því fáfræði sína. \v 3 Sá einn, sem elskar Guð, er opinn og móttækilegur fyrir þekkingu frá Guði. \p \v 4 Nú, hvað um það? Ættum við að neyta kjöts sem fórnfært hefur verið skurðgoðum? Við vitum öll að skurðgoð er ekki raunverulegur Guð, það er aðeins einn Guð og enginn annar. \v 5 Sumir segja að til séu fjölmargir guðir, bæði á himni og jörðu. \v 6 En við vitum að Guð er aðeins einn, faðirinn, sem skapaði alla hluti, okkur líka, og einn Drottinn Jesús Kristur, sem allt var skapað fyrir og gefur okkur líf. \p \v 7 Samt gera sumir kristnir menn sér ekki grein fyrir þessu. Alla sína ævi hafa þeir vanist því að hugsa sér skurðgoð sem lifandi máttarvöld og trúað því að kjöti, sem fórnað er skurðgoðunum, sé raunverulega fórnað lifandi guðum. Þegar þeir svo neyta slíks kjöts, veldur það þeim áhyggjum og særir viðkvæma samvisku þeirra. \v 8 Gleymið því ekki, að Guð lætur sig engu skipta hvort við borðum slíkt kjöt eða ekki, það gerir okkur hvorki gott né illt. \v 9 En gætið þó að er þið notið frelsi ykkar og borðið þennan mat, að þið leiðið ekki afvega einhvern kristinn bróður, eða systur, sem hefur viðkvæmari samvisku en þið. \p \v 10 Sjáið nú til, þetta getur gerst: Einhver sem telur rangt að neyta fórnarkjöts, sér þig – sem veist að það er skaðlaust borða það, þá mun hann líkja eftir þér, þótt honum finnist það vera rangt. \v 11 Með þekkingu þinni (um að neysla þess sé skaðlaus) veldur þú viðkvæmum trúbróður miklum andlegum skaða, manni sem Kristur dó fyrir. \v 12 Það er synd gegn Kristi, að syndga gegn trúbróður með því að hvetja hann til einhvers sem honum finnst rangt. \v 13 Ef neysla kjöts, sem fórnað hefur verið skurðgoðum, leiðir trúbróður afvega, mun ég ekki neyta þess svo lengi sem ég lifi, til þess að ég valdi honum ekki slíku tjóni. \c 9 \s1 Páll útskýrir postulahlutverk sitt \p \v 1 Ég er postuli, sendiboði Guðs, og ábyrgur gagnvart honum einum. Ég hef séð Drottin Jesú, konung okkar, með eigin augum og trú ykkar á hann er árangur erfiðis míns fyrir hann. \v 2 Finnist öðrum ég ekki vera postuli, þá er ég það samt í ykkar augum, því þið hafið gefist Kristi vegna starfs míns. \v 3 Þetta er svar mitt til þeirra sem efast um rétt minn. \p \v 4 Hef ég kannski engan rétt? Get ég ekki krafist sömu réttinda og hinir postularnir til að njóta gestrisni ykkar? \v 5 Ef ég ætti kristna eiginkonu, gæti ég þá ekki tekið hana með mér í ferðir mínar alveg eins og postularnir, bræður Drottins, og Pétur? \v 6 Verðum við Barnabas einir að vinna fyrir okkur, á meðan þið haldið hinum uppi? \v 7 Hvaða hermaður verður að greiða kostnaðinn við herþjónustuna úr eigin vasa? Hafið þið nokkru sinni heyrt um bónda sem hirðir tún sín en er síðan meinað að nýta heyið til eigin þarfa? Og hvaða sjómaður er ráðinn á bát án þess að fá hlut? \v 8 Hér er ég ekki aðeins að vitna í skoðanir manna um hvað sé rétt, heldur í lög Guðs, því þau segja þetta sama. \v 9 Í lögunum, sem Guð birti Móse, segir hann að ekki megi múlbinda uxa sem þreskir korn og meina honum þannig að eta af korninu. Haldið þið að Guð hafi eingöngu verið að hugsa um uxana er hann sagði þetta? \v 10 Var hann ekki líka með okkur í huga er hann gaf þessi fyrirmæli? Vitaskuld! Hann sagði þetta til þess að sýna að þeir sem vinna, skuli fá borgað fyrir störf sín. Þeir sem plægja og þreskja, ættu að fá hluta uppskerunnar. \p \v 11 Við höfum sáð andlegu sæði í sálir ykkar. Er þá of mikið að fara fram á fæði og klæði að launum? \v 12 Þetta veitið þið öðrum sem predika yfir ykkur, enda ber ykkur að gera slíkt, en ættum við ekki að hafa jafnvel meiri rétt en þeir? Samt höfum við aldrei krafist þess, heldur sjáum við fyrir þörfum okkar án hjálpar ykkar. Við höfum aldrei krafist launa, af ótta við að ef við gerðum það þá hefðuð þið minni áhuga á boðskap okkar um Krist. \p \v 13 Vitið þið ekki að Guð lagði svo fyrir að þeir sem vinna við musterið, skuli njóta hluta þeirra gjafa sem berast til musterisins? Og þeir sem starfa við fórnaraltarið fá hluta þess matar sem fórnað er Guði? \v 14 Á sama hátt hefur Drottinn gefið fyrirmæli um að þeir sem flytja gleðiboðskapinn, skuli hljóta lífsviðurværi sitt frá þeim sem við honum taka. \v 15 Samt hef ég aldrei beðið ykkur um eina einustu krónu, hvað þá meira. Þetta skrifa ég ekki til að gefa í skyn að ég hafi slíkt í hyggju. Satt að segja vildi ég frekar deyja úr hungri en að verða af þeirri ánægju, sem ég fæ við að flytja ykkur gleðiboðskapinn án endurgjalds. \v 16 Það eitt að flytja gleðiboðskapinn er mér ekkert hrósunarefni. Ég gæti ekki hætt þótt ég vildi. Þá yrði ég ófær til alls. Ég væri búinn að vera ef ég hætti að boða Guðs orð. \p \v 17 Ef ég væri í sjálfboðavinnu af eigin frumkvæði og vilja þá mundi Guð launa mér ríkulega, en þannig er því ekki farið. Því að Guð hefur kallað mig til þessa verks, falið mér þetta trúnaðarstarf, og ég á hreint ekkert val. \v 18 Fyrst svo er, hvað hlýt ég þá að launum? Jú, þá gleði og fögnuð sem fylgir því að flytja boðskapinn öðrum að kostnaðarlausu og án þess að krefjast þess sem mér ber. \p \v 19 Það hefur einnig þann mikla kost að ég er engum háður vegna launanna, þó hef ég af fúsum og frjálsum vilja gerst allra þjónn, svo ég geti unnið þá fyrir Krist. \v 20 Þegar ég er með Gyðingum er ég sem einn þeirra, svo þeir vilji hlusta á boðskapinn og ég geti leitt þá til Krists. Þegar ég er meðal þeirra sem ekki eru Gyðingar, en fylgja þó siðum þeirra og venju, þá deili ég ekki við þá, jafnvel þótt ég sé þeim ekki sammála, því ég vil geta hjálpað þeim. \v 21 Þegar ég er meðal heiðingja er ég þeim sammála að svo miklu leyti sem ég get, þó auðvitað verð ég sem kristinn maður að gera alltaf það sem rétt er. Þannig vinn ég traust þeirra og þá get ég líka hjálpað þeim. \p \v 22 Þegar ég er með þeim sem viðkvæmir eru og óstyrkir, þá læt ég ógert að finna að við þá, til þess að ég geti orðið þeim til góðs. Hvernig sem maðurinn er þá reyni ég alltaf að vera honum sammála að einhverju leyti, til að ég geti nálgast hann, sagt honum frá Kristi og Kristur frelsi hann. \v 23 Þetta geri ég til þess að ég geti komið gleðiboðskapnum að og einnig vegna þeirra blessunar er ég sjálfur hlýt við að sjá fólk koma til Krists. \s1 Leggið hart að ykkur – og vinnið sigur! \p \v 24 Í kapphlaupi hlaupa allir en aðeins einn fær gullið. Hlaupið þannig að þið getið sigrað! \v 25 Til að vinna keppni verður þú að neita þér um ýmislegt, sem hindrað gæti árangur þinn. Íþróttamaður leggur hart að sér, til þess eins að vinna fánýtan verðlaunagrip, en við til að vinna himnesk laun, sem vara að eilífu. \v 26 Ég stefni því beint á markið og hvert skref færir mig nær sigrinum – ég keppi til sigurs! Ég er ekki að þessu til að leika mér eða eyða tímanum. \v 27 Ég leik sjálfan mig hart eins og íþróttamaður. Ég aga mig og þjálfa til þess að ég, sem hef lagt öðrum lífsreglurnar, verði ekki sjálfur dæmdur úr leik! \c 10 \p \v 1 Gleymum aldrei, vinir mínir, því sem kom fyrir þjóð okkar í eyðimörkinni forðum. Guð vísaði þeim veginn með skýi sem fór á undan þeim, og leiddi þá heilu og höldnu yfir Rauðahafið. \v 2 Þetta mætti kalla skírn þeirra til fylgdar við Móse – því þeir voru skírðir bæði í hafinu og skýinu. \v 3-4 Og á yfirnáttúrlegan hátt sendi Guð þeim fæðu að eta og vatn að drekka þarna í miðri eyðimörkinni – þeir drukku vatnið sem Kristur gaf þeim. Hann var þar hjá þeim eins og klettur og veitti andlega svölun og endurnæringu. \v 5 En þrátt fyrir allt þetta, þá óhlýðnuðust flestir þeirra Guði og hann lét þá falla í eyðimörkinni. \p \v 6 Af þessu sjáum við að við eigum ekki að girnast það sem illt er, eins og þeir gerðu, \v 7 né tilbiðja hjáguði, eins og þeir. Biblían segir: Fólkið settist niður til að eta og drekka og stóð upp til að dansa – kring um gullkálfinn. \p \v 8 Önnur aðvörun felst í því sem gerðist þegar sumir þeirra drýgðu hór. Afleiðing þess var að 23.000 þeirra dóu á einum degi! \v 9 Misbjóðið ekki heldur þolinmæði Drottins, það gerðu þeir og dóu því af höggormsbitum. \v 10 Kvartið ekki gegn Guði og verkum hans, eins og þeir gerðu, munið að Guð sendi engil sinn til að eyða þeim. \v 11 Allt þetta henti þá, okkur til viðvörunar. Þessir atburðir voru færðir í letur til þess að við gætum lesið um þá og lært af þeim nú er endalok heimsins nálgast. \p \v 12 Gætið því að ykkur. Hugsið ekki sem svo: Þannig mundi ég aldrei hegða mér, þetta kemur aldrei fyrir mig! Látið þetta ykkur að kenningu verða, því þið gætuð líka gert rangt. \v 13 En munið þetta: Þær girndir sem þið þurfið að takast á við í lífi ykkar, eru ekkert nýtt eða einstakt. Margir hafa áður orðið að kljást við sömu vandamál og þið. En engin freisting er óyfirstíganleg. Þið getið treyst því að Guð muni ekki leyfa freistingunni að sigra ykkur. Þessu hefur hann lofað og hann stendur við orð sín. Hann mun sýna ykkur leið til að komast undan freistingunni, til þess að þið getið staðist hana ef þið viljið. \v 14 Gætið þess, vinir mínir umfram allt, að forðast hvers konar hjáguðadýrkun. \s1 Þið getið ekki leikið tveim skjöldum \p \v 15 Þið eruð skynsemdarfólk. Dæmið því um það sem ég ætla nú að segja: \v 16 Þegar við biðjum um blessun Guðs yfir bikarinn, sem við drekkum af við heilaga kvöldmáltíð, þýðir það þá ekki að allir, sem drekka af honum, njóti saman blessunar af blóði Krists? Og þegar við brjótum brauðið og neytum þess saman, þá sýnir það að við njótum öll sameiginlega gjafa líkama hans. \v 17 Ekki skiptir máli hve mörg við erum, við neytum öll af sama brauði og sýnum þar með að við erum öll limir á líkama Krists. \v 18 Eins er með Gyðingana, allir sem borða fórnarkjötið eru sameinaðir, bæði innbyrðis og í Guði, í þeirri athöfn. \p \v 19 Hvað er ég að reyna að segja? Er ég að segja að skurðgoðin, sem heiðingjarnir færa fórnir, séu lifandi og raunverulegir guðir og að kjöt, þeim fórnað, verði fyrir illum áhrifum? Nei, alls ekki. \v 20 Ég á við að þeir, sem fórna til þessara skurðgoða, eru sameinaðir í því að fórna til illra anda en alls ekki Guðs og ég vil ekki að neitt ykkar eigi samfélag við illa anda. \v 21 Þið getið ekki drukkið af bikar Drottins og einnig af bikar Satans. Þið getið ekki meðtekið brauð við máltíð Drottins og einnig við borð illra anda. \p \v 22 Eigum við að reita Drottin til reiði? Erum við öflugri en hann? \v 23 Auðvitað megið þið borða mat sem fórnað hefur verið skurðgoðum, ef þið viljið. Neysla slíks kjöt er ekki brot á lögum Guðs, en það þýðir þó ekki að þið eigið að gera það. Það getur verið leyfilegt en kann þó að vera óráðlegt. \v 24 Hugsið ekki aðeins um ykkur sjálf. Reynið líka að hugsa um meðbróður ykkar og systur og hvað þeim sé fyrir bestu. \p \v 25 Farið þannig að: Kaupið það kjöt sem selt er á torginu. Spyrjið ekki hvort það sé fórnarkjöt. \v 26 Jörðin og öll hennar gæði tilheyra Guði og eru ykkur til gagns og gleði. \p \v 27 Ef einhver, sem ekki er kristinn, býður þér í kvöldmat, þá skaltu hiklaust þiggja boðið ef þú vilt. Borðaðu allt sem fyrir þig er sett og spurðu einskis. Þá veistu ekki hvort maturinn hefur verið notaður til fórna eða ekki, og átt því ekki á hættu að fá samviskubit. \v 28 En ef einhver aðvarar þig og segir að þetta sé fórnarkjöt, skaltu ekki borða það, af tillitssemi við þann sem varaði þig við og samvisku hans. \v 29 Í þessu tilviki er það hans afstaða sem máli skiptir en ekki þín. \p Nú finnst þér ef til vill undarlegt hvers vegna þér ber að láta skoðanir annarra hafa áhrif á og stjórna gerðum þínum. \v 30 Geti ég þakkað Guði fyrir matinn og notið hans, hvers vegna á ég þá að láta einhvern annan eyðileggja allt, bara af því að honum finnst ég hafa rangt fyrir mér? \v 31 Jú, sjáið til. Það er vegna þess að allt sem þið gerið á að vera Drottni til dýrðar, jafnvel matur ykkar og drykkur. \v 32 Verið því ekki öðrum til hneykslunar, hvort sem það eru Gyðingar, heiðingjar eða trúbræður. \v 33 Þannig fer ég að: Ég reyni að þóknast öllum í öllu sem ég geri, og hugsa þá ekki aðeins um það sem mér fellur best eða gagnast mest, heldur um það sem getur orðið þeim fyrir bestu, svo að þeim verði bjargað – þeir frelsist. \c 11 \s1 Staða konunnar \p \v 1 Fylgið því fordæmi mínu eins og ég fylgi fordæmi Jesú Krists. \v 2 Það gleður mig mjög, kæru vinir, að þið hafið munað og iðkað allt sem ég kenndi ykkur. \v 3 En ég vil að þið vitið að eiginkona ber ábyrgð gagnvart manni sínum, eiginmaðurinn er ábyrgur gagnvart Kristi, og Kristur gagnvart Guði. \v 4 Ef karlmaður ber höfuðfat, meðan hann biður eða predikar, vanvirðir hann því Krist. \v 5 Af sömu ástæðu mun sú kona, er biður opinberlega eða spáir, það er, flytur boðskap frá Guði, án þess að hafa á höfðinu, vanvirða eiginmann sinn, því að höfuðbúnaður hennar er tákn undirgefni hennar. \v 6 Ef hún neitar að hafa á höfðinu, gæti hún eins vel rakað af sér hárið. Og fyrst það er niðurlægjandi fyrir konu að vera sköllótt, þá ætti hún að hylja höfuð sitt. \v 7 Karlmaður ætti hins vegar ekkert að hafa á höfðinu er hann biðst fyrir, því að hlutverk hans sem yfirvalds er að vera ímynd vegsemdar Guðs. Konan er hins vegar vegsemd mannsins. \v 8 Fyrsti karlmaðurinn kom ekki af konu, heldur kom konan af karlinum. \v 9 Adam – karlmaðurinn – var ekki skapaður vegna Evu, heldur Eva handa Adam. \v 10 Konan ætti því að bera höfuðbúnað, sem tákn þess að hún lýtur yfirráðum manns sín á sama hátt og englarnir lúta vilja og valdi Guðs. \p \v 11 En minnist þess að samkvæmt vilja Drottins, þarfnast maður og kona hvers annars, \v 12 því að þótt fyrsta konan hafi komið frá manninum, eru allir karlmenn síðan fæddir af konum og bæði konur og karlmenn koma frá Guði, skaparanum. \p \v 13 Hvað finnst ykkur sjálfum? Er rétt að kona biðjist opinberlega fyrir berhöfðuð? \v 14-15 Höfum við það ekki á tilfinningunni að höfuð kvenna eigi að vera hulin? Konur eru nefnilega stoltar af síðu hári sínu en síðhærður karlmaður er langt frá því að vera karlmannlegur. \v 16 En vilji einhver gera þetta að deilumáli, þá vil ég segja eitt, að við höfum ekki þann sið, né kirkja Guðs yfirleitt, að setja þess konar mál á oddinn. \s1 Spurningar um heilaga kvöldmáltíð \p \v 17 Næst vil ég taka fyrir annað atriði sem ég felli mig ekki við hjá ykkur. Það virðist vera frekar til tjóns en gagns er þið komið saman til heilagrar kvöldmáltíðar. \v 18 Mér er sagt að við slíkar guðsþjónustur séu flokkadrættir og deilur á meðal ykkar og því trúi ég vel. \v 19 Ég geri ráð fyrir að ykkur finnist slíkt nauðsynlegt, svo að þið, sem alltaf hafið rétt fyrir ykkur, fáið athygli annarra og viðurkenningu. \p \v 20 Þegar þið hegðið ykkur á þennan hátt, þá er það ekki kvöldmáltíð Drottins sem þið neytið, \v 21 heldur ykkar eigin máltíð. Mér hefur nefnilega verið sagt að hver og einn hrifsi til sín það sem hann getur, án þess að bíða eftir hinum. Þannig fær einn ekki nóg meðan annar fær of mikið. \v 22 Er þetta ekki satt? Getið þið ekki borðað og drukkið að vild heima hjá ykkur, til að forðast það að vanvirða söfnuðinn og valda þeim blygðun sem fátækir eru og ekkert geta tekið með sér að heiman? Hvað á ég að segja við þessu? Á ég að hrósa ykkur? Nei, það get ég ekki. \p \v 23 Drottinn sjálfur sagði þetta um heilaga kvöldmáltíð, og ég hef reyndar sagt ykkur það áður: Á þeirri nótt, sem hann var svikinn, tók hann brauð, \v 24 og er hann hafði þakkað Guði, braut hann það og gaf lærisveinum sínum og sagði: „Takið og etið. Þetta er líkami minn sem fyrir ykkur er gefinn. Gerið þetta í mína minningu.“ \v 25 Á sama hátt tók hann eftir kvöldverðinn bikarinn með víninu og sagði: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli milli Guðs og ykkar, sem gerður hefur verið og staðfestur með dauða mínum – blóði mínu. Gerið þetta ætíð er þið drekkið í mína minningu.“ \v 26 Því að hvert sinn sem þið etið þetta brauð og drekkið af þessum bikar, þá boðið þið dauða Drottins og allt það sem hann hefur gert, allt til þess er hann kemur aftur. \p \v 27 Hver sem borðar því þetta brauð og drekkur af þessum bikar á óverðugan hátt, verður sekur um synd gegn líkama og blóði Drottins. \v 28 Þess vegna ætti sérhver að skoða hug sinn rækilega, sem hyggst neyta brauðsins og drekka af bikarnum. \v 29 Hver sá sem etur brauðið og drekkur af bikarnum án þess að minnast líkama Krists og hvað hann merkir, hann etur og drekkur dóm Guðs yfir sig, því að hann óvirðir dauða Krists. \v 30 Þetta er ástæða þess hve margir eru veikir og lasburða á meðal ykkar og að margir hafa dáið. \p \v 31 Ef þið hins vegar gætið vel að sjálfum ykkur áður en þið neytið kvöldmáltíðarinnar, þá er ekki þörf á að ykkur sé refsað. \v 32 Þó er það svo að þegar Drottinn dæmir okkur, þá er hann að aga okkur til þess að við verðum ekki fordæmd ásamt heiminum. \v 33 Þess vegna skuluð þið bíða hvert eftir öðru, kæru vinir, þegar þið komið saman til kvöldmáltíðar Drottins. \v 34 Sé einhver sársvangur, þá borði hann heima hjá sér, svo hann leiði ekki yfir sig refsingu er þið komið saman. \p Önnur mál mun ég ræða nánar þegar ég kem til ykkar. \c 12 \s1 Um gjafir heilags anda \p \v 1 Vinir, nú langar mig að minnast á þá sérstöku hæfileika – náðargjafir – sem heilagur andi gefur hverju og einu ykkar, því að ég vil ekki að neinn misskilningur sé um þau efni. \v 2 Þið munið að áður en þið urðuð kristin, eltust þið við hvern hjáguðinn á fætur öðrum og enginn þeirra gat sagt eitt einasta orð. \v 3 Nú kynnist þið hins vegar fólki sem telur sig flytja boð frá anda Guðs. Hvernig getið þið þekkt hvort boðin eru frá heilögum anda eða fölsuð? Það getið þið á þessu: Enginn, sem bölvar Jesú eða lítilsvirðir hann, getur talað af innblæstri heilags anda og enginn getur sagt: \p „Jesús er konungurinn, hann er Drottinn,“ og meint það, án hjálpar heilags anda. \p \v 4 Guð gefur okkur margvíslegar náðargjafir og þær eru allar komnar frá einum og sama andanum – heilögum anda. \v 5 Hægt er að þjóna Guði á marga vegu. \v 6 Guð starfar á ýmsan hátt í lífi okkar, en samt er það hinn eini sanni Guð, sem vinnur verkið. \v 7 Heilagur andi opinberar kraft Guðs í hverjum og einum, með þeim hætti sem helst verður kirkju hans til eflingar. \p \v 8 Einum gefur andi Guðs hæfileika til að veita góð ráð – tala vísdómsorð. Öðrum er gefið að geta talað af þekkingu og það kemur frá sama anda. \v 9 Öðrum gefur hann mikla trú og enn öðrum kraft til að lækna sjúka. \v 10 Sumum gefur hann hæfileika til að gera kraftaverk, öðrum að geta spáð og predikað af innblæstri. Aðrir fá hæfileika til að skynja hvort illir andar tali í gegnum þá um það sem þeir ekki vita. Enn aðrir geta talað tungumál, sem þeir hafa aldrei lært – talað tungum – og öðrum sem ekki kunna viðkomandi tungumál, er gefið að skilja hvað hinn segir. \v 11 Hinn sami heilagi andi gefur allar þessar gjafir og hann ákveður hvað hver og einn okkar skuli hljóta. \v 12 Margir líkamshlutar mynda saman einn líkama. Þannig er einnig með líkama Krists – kirkjuna. \v 13 Hvert og eitt okkar er hluti af líkama Krists. Sumir eru Gyðingar, aðrir Grikkir, sumir eru þrælar, aðrir frjálsir, en heilagur andi hefur í skírninni tengt okkur öll saman í líkama Krists og öll höfum við fengið hlutdeild í sama heilaga anda. \p \v 14 Líkaminn hefur marga líkamshluta, ekki aðeins einn. \v 15 Ef fóturinn segði: „Ég er ekki hönd, og mig varðar því ekkert um líkamann“ þá yrði hann samt ekki líkamanum óviðkomandi. \v 16 Og hvað fyndist þér ef þú heyrðir eyrað segja: „Ég tilheyri ekki þessum líkama, því að ég er aðeins eyra en ekki auga!“ Væri það þá laust við líkamann? \v 17 Ef líkaminn væri allur eitt auga, hvernig gæti hann þá heyrt? Eða væri hann aðeins eitt stórt eyra, gæti hann þá fundið lykt? \p \v 18 Nei, þannig skapaði Guð okkur ekki. Hann skapaði okkur með marga líkamshluta og hver hluti er á réttum stað. \v 19 Það væri furðulegur líkami, sem væri aðeins einn limur! \v 20 Guð gerði því marga líkamshluta – marga limi – sem saman mynda einn líkama. \v 21 Augað getur aldrei sagt við höndina: „Ég þarf ekkert á þér að halda!“ Og höfuðið getur ekki sagt við fótinn: „Ég hef enga þörf fyrir þig!“ \p \v 22 Sumir þeir líkamshlutar sem virðast veikbyggðastir, eru jafnvel nauðsynlegastir. \v 23 Já, við erum ánægð yfir að hafa vissa hluta sem skrýtnir eru. Og þá sem við viljum ekki að aðrir sjái og sem við blygðumst okkar fyrir, hyljum við vandlega, \v 24 meðan þeir líkamshlutar, sem allir mega sjá, krefjast ekki slíkrar umhyggju. Guð kom því þannig fyrir að meiri umhyggja og virðing er sýnd þeim sem gætu virst minni háttar. \v 25 Þetta hefur það í för með sér að allir líkamshlutarnir eru ánægðir og bera sömu umhyggju hver fyrir öðrum og þeir bera fyrir sjálfum sér. \v 26 Ef einn limur þjáist, finna allir til með honum og veitist einhverjum sæmd, samgleðjast allir hinir. \p \v 27 Jæja, ég er að reyna að segja þetta: Þið eruð öll sameiginlega líkami Krists og hver um sig sérstakur og nauðsynlegur hluti hans. \p \v 28 Í kirkju sinni, sem er líkami hans, hefur hann í fyrsta lagi postula, í öðru lagi spámenn – þá sem af innblæstri heilags anda flytja boðskap frá Guði – og í þriðja lagi kennara. Sumir gera kraftaverk, aðrir hafa hæfileika til að lækna, enn aðrir helga sig líknarstörfum. Sumir hafa skipulagsgáfu, – eiga gott með að láta menn vinna saman, – og tala tungum – tala tungumál sem þeir hafa ekki lært. \v 29 Eru allir postular? Auðvitað ekki! Eru allir postular og spámenn? Nei. Eru allir kennarar? Gera allir kraftaverk? \v 30 Fást allir við lækningar? Vitaskuld ekki! Tala allir tungum? Útlista allir tungutal? \v 31 Nei, en keppist öll eftir því að eignast þá af þessum hæfileikum sem mikilvægastir eru. \s1 Hið mikilvægasta af öllu \p Leyfið mér nú að segja ykkur frá öðru sem er betra en allir þessir hæfileikar. \c 13 \p \v 1 Þótt ég hefði hæfileika til að tala tungum og talaði öll tungumál, bæði jarðnesk og himnesk, en elskaði ekki aðra, þá væri það ómerkilegt glamur – tilgangslaus orðaflaumur. \v 2 Ef ég hefði spádómsgáfu og vissi allt um framtíðina, vissi bókstaflega allt um allt, en hefði ekki kærleika, hvaða gagn væri þá í því? Og jafnvel þó að ég hefði svo mikla trú að ég gæti skipað fjöllum að færast úr stað, þá væri ég einskis virði án kærleika. Ef ég elskaði ekki meðbræður mína, þá væri ég engu bættari. \v 3 Þótt ég gæfi fátækum aleiguna eða yrði brenndur á báli fyrir trúna á Jesú, en hefði ekki kærleika, væri ég ekkert betri. \p \v 4 Kærleikurinn er þolinmóður og góðviljaður. Hann er hvorki öfundsjúkur, montinn né hrokafullur. \v 5 Hann er aldrei yfirlætislegur, eigingjarn eða ókurteis. Hann krefst ekki réttar síns, reiðist ekki og er ekki langrækinn né smámunasamur. \v 6 Hann gleðst aldrei yfir ranglæti, heldur fagnar þegar sannleikurinn nær fram að ganga. \v 7 Sá sem hlýðir rödd kærleikans, breiðir yfir mistök annarra, treystir orðum þeirra, umber þá og væntir góðs frá þeim. \p \v 8 Kærleikurinn mun aldrei falla úr gildi, en hæfileikinn til að spá og tala tungum, og þekkingargáfa, allt mun þetta líða undir lok. \v 9 Þekking okkar nær skammt, og spádómar okkar líka, \v 10 en þegar við verðum orðin fullkomin í eilífðinni, þá þurfum við ekki lengur á þessum sérstöku hæfileikum að halda, og þá munu þeir hverfa. \p \v 11 Þegar ég var barn, þá talaði ég, hugsaði og ályktaði eins og barn, en þegar ég varð fullorðinn þá óx ég frá því öllu og lagði niður barnaskapinn. \v 12 Á sama hátt skiljum við Guð aðeins á takmarkaðan hátt, enn sem komið er, rétt eins og við sæjum spegilmynd hans í lélegum spegli. En sú stund mun koma að við fáum að sjá hann augliti til auglitis, eins og hann er. Nú er þekking mín og skilningur í molum, en þá mun ég sjá allt skýrt og greinilega, á sama hátt og Guð sér mig nú og allar mínar hugsanir og þrár. \p \v 13 Það sem nú skiptir máli er þetta þrennt: Trúin, vonin og kærleikurinn, og þeirra er kærleikurinn mestur. \c 14 \p \v 1 Keppið eftir kærleikanum og sækist eftir gjöfum og hæfileikum heilags anda, sér í lagi spádómsgjöfinni, en hún gerir okkur kleift að flytja öðrum boðskap og skilaboð frá Guði. \s1 Tungutal \p \v 2 Hafir þú hlotið þá náðargjöf að tala tungum – tala orð sem heilagur andi leggur þér í munn – þá talar þú við Guð en ekki menn, því þeir munu ekkert skilja. Þú talar í krafti andans, en það er öðrum óskiljanlegt og leyndardómsfullt. \v 3 En sá sem spáir – það er flytur boðskap frá Drottni – hjálpar öðrum að vaxa í trúnni á Guð, hann uppörvar þá og huggar. \v 4 Sá sem talar tungum, hjálpar sjálfum sér til andlegs þroska, en sá sem flytur orð Guðs, spáir, hjálpar öllum söfnuðinum til að vaxa að helgun og gleði trúarinnar. \p \v 5 Ég vildi óska að þið gætuð öll talað tungum, þó vildi ég enn frekar að þið gætuð spáð, því að það er meiri og gagnlegri hæfileiki en að tala tungum – nema ef þið getið túlkað það fyrir öðrum, til að söfnuðurinn hafi gagn og fræðslu af. \p \v 6 Kæru vinir, ef ég kæmi til ykkar og talaði tungumál sem þið skilduð ekki – hvaða gagn væri ykkur að því? Það sem kemur ykkur að raunverulegu gagni er að ég greini ykkur skilmerkilega frá því sem Guð hefur opinberað mér. Segi ykkur frá því sem ég þekki og líka því sem á eftir að gerast, hlutum sem verða ykkur til leiðbeiningar í trúnni. \v 7 Ég ætla að taka dæmi: Ef dauðir hlutir eins og flauta eða harpa gefa frá sér óskýran eða falskan tón, hver þekkir þá lagið sem leikið er? \v 8 Sama er að segja um herlúðurinn. Sé blásið rangt í hann, þá vita hermennirnir ekki hvort verið sé að kalla þá til orustu. \v 9 Eins er ef þú talar við mann á máli sem hann skilur ekki, hann veit ekki hvað þú ert að segja. Þú gætir þá alveg eins talað út í bláinn! \p \v 10 Öll tungumál sem menn tala í heiminum eru gagnleg þeim sem þau skilja, \v 11 en þeim sem ekki skilur, eru þau algjörlega marklaus. Sá sem talaði við mig á slíku máli, væri jafn ókunnugur eftir sem áður. \v 12 Fyrst þið sækist eftir gjöfum heilags anda, biðjið hann þá um þá mikilvægustu – þá sem getur orðið kirkjunni í heild að sem mestu gagni. \p \v 13 Sá sem hefur hæfileika til að tala tungum, ætti líka að biðja um hæfileika til að túlka það sem hann hefur sagt, til þess að hann geti útskýrt það fyrir fólki, vel og greinilega. \v 14 Ef ég bið í tungum, þá biður andi minn, en sjálfur skil ég ekki hvað ég segi. \v 15 Hvað á ég þá að gera? Hvort tveggja. Ég vil biðja í tungum og líka á venjulegu máli, sem allir skilja. Ég vil syngja í tungum, en líka á venjulegu máli, svo ég geti skilið lofgjörð þá sem ég flyt. \v 16 Því ef þú aðeins lofar og þakkar Guði í andanum og talar tungum, hvernig geta þá þeir, sem ekki skilja þig, tekið þátt í lofgjörðinni? Hvernig geta þeir tekið undir þakkargjörð þína ef þeir vita ekki hvað þú ert að segja? \v 17 Þú myndir vissulega þakka afar fallega, en þeir sem heyra njóta þess ekki. \p \v 18 Ég er þakklátur Guði fyrir að í einrúmi tala ég tungum meira en þið öll. \v 19 Í guðsþjónustu vil ég þó frekar segja fimm orð sem allir skilja og verða til gagns, en tíu þúsund á óskiljanlegu máli. \p \v 20 Kæru vinir, verið ekki barnaleg í skilningi ykkar á þessum hlutum. Verið sem saklaus börn þegar ráðið er illráðum, en fullþroska að dómgreind í þessum málum. \v 21 Í Biblíunni er sagt að Guð muni senda þjóð sinni útlenda menn, sem tala óskiljanleg mál, en samt muni þjóð hans ekki hlusta. \v 22 Af þessu sjáið þið að tungutalið er tákn þeim sem ekki trúa – þeir skilja ekki það sem Guðs er. Spádómsgáfan er hins vegar það sem kristnir menn þurfa sérstaklega á að halda. Hún er þeirra tákn. Hún opinberar þeim vilja Guðs. \v 23 Segjum að einhver, sem ekki trúir eða þekkir þessa hæfileika sem Guðs andi gefur, kæmi til guðsþjónustu og heyrði ykkur öll tala tungum, þá myndi hann líklega halda að þið væruð gengin af vitinu! \v 24 En ef allir flyttu opinberun frá Guði – spádómsorð og einhver sem ekki trúir eða fáfróður kæmi þangað inn, þá mundi boðskapurinn sannfæra hann um synd hans og vekja samvisku hans. \v 25 Hann mundi finna augu Guðs rannsaka hjarta sitt, falla á kné og vegsama Guð og segja, að Guð væri sannarlega á meðal ykkar. \s1 Reglur um guðsþjónustuhald \p \v 26 Jæja, vinir mínir, við skulum þá draga saman þetta sem ég hef verið að segja. Þegar þið komið saman þá mun einhver syngja, annar kenna, einhver segja frá hlutum sem Guð hefur opinberað honum, annar mun tala tungum og einn annar túlka tungutalið. Munið að allt sem þið gerið verður að vera til uppbyggingar í trúnni. \v 27 Ekki ættu fleiri en tveir eða þrír að tala tungum, og þá aðeins einn í einu, og einhver verður að vera þar til að túlka. \v 28 Sé enginn viðstaddur sem getur túlkað tungutalið, mega þeir sem tala tungum ekki gera það upphátt, heldur skulu þeir þá aðeins tala lágt við sjálfa sig og Guð. \p \v 29-30 Tveir eða þrír mega spá á samkomunni, og þá einn í einu en allir aðrir hlusti. Sé einn að spá og einhver annar fær boðskap á meðan, eða sérstaka innsýn í eitthvað frá Guði, þá má hann ekki grípa fram í, heldur skal hann leyfa þeim sem er að tala að ljúka máli sínu. \v 31 Þannig geta allir, sem hafa fengið spádóm, talað og þá hver á eftir öðrum og allir munu læra af og hljóta uppörvun og hjálp. \v 32 Munið að sá sem fær boðskap frá Guði, hefur líka mátt til að halda aftur af sér uns röðin er komin að honum. \v 33 Guð vill ekki skipulagsleysi í söfnuði ykkar, heldur að þar ríki friður og regla. Þannig er það líka í öllum kristnum söfnuðum. \p \v 34 Konur skulu ekki tala í guðsþjónustunum. Það er regla alls staðar. Þær skulu vera mönnum sínum undirgefnar eins og Biblían kennir. \v 35 En þurfi þær að spyrja um eitthvað sem fram fer í guðsþjónustunni, þá spyrji þær eiginmenn sína heima, því það er ekki viðeigandi að konur tali í guðsþjónustu. \p \v 36 Eruð þið ósammála? Haldið þið kannski að orð Guðs komi frá ykkur, Korintumenn, eða sé ykkur einum ætlað? \v 37 Þið sem teljið ykkur geta spáð eða hafa aðra sérstaka hæfileika frá heilögum anda, ættuð manna fyrstir að gera ykkur grein fyrir því að það sem ég segi, eru fyrirmæli frá Drottni sjálfum. \v 38 Ef einhver er enn ósammála, þá hann um það. \p \v 39 Vinir mínir, sækist því eftir spádómsgáfunni til þess að þið getið boðað orð Guðs hreint og ómengað, og ekkert fari milli mála. Komið ekki í veg fyrir að talað sé í tungum og \v 40 gætið þess að allt fari skipulega og sómasamlega fram. \c 15 \s1 Kjarni málsins \p \v 1 Kæru vinir, nú vil ég minna ykkur á kjarna fagnaðarerindisins. Hann hefur ekki breyst – það er sami góði boðskapurinn sem ég flutti ykkur forðum. Þið tókuð við honum með fögnuði og gerið enn, því að trú ykkar er grundvölluð á þessum dásamlega boðskap. \v 2 Hann mun verða ykkur til hjálpræðis ef þið haldið fast í trúna, annars ekki til neins. \p \v 3 Ég sagði ykkur þegar frá byrjun, eins og mér hafði verið kennt, að Kristur dó vegna synda okkar – alveg eins og Biblían hafði sagt fyrir. \v 4 Hann var grafinn og reis á þriðja degi frá dauðum, eins og spámennirnir höfðu talað um. \v 5 Eftir það birtist hann Pétri og því næst hinum postulunum. \v 6 Síðan sáu hann meira en fimm hundruð trúbræður okkar í einu og eru flestir þeirra á lífi enn í dag. \v 7 Þá birtist hann líka Jakobi og loks postulunum öllum. \v 8 Síðast allra birtist hann svo mér, löngu síðar – eins og ég hefði fæðst of seint – \v 9 því að ég er sístur allra postulanna og reyndar ætti ég alls ekki að kallast postuli, því að ég ofsótti söfnuðinn – kirkju Guðs. \p \v 10 En það sem ég er nú, er allt því að þakka að Guð veitti mér óverðskuldaða miskunn og náð. Það varð ekki heldur til einskis, því ég hef lagt harðar að mér en nokkur hinna postulanna. Slíkt er þó ekki mér að þakka heldur hefur Guð komið því til leiðar. \v 11 Það skiptir ekki máli hver hefur unnið mest, ég eða þeir, mikilvægast er að við fluttum ykkur gleðiboðskapinn og að þið trúðuð honum. \p \v 12 En bíðið nú við! Hvernig stendur á því að sum ykkar segja að hinir dauðu muni ekki lifna á ný, fyrst þið trúið boðskap okkar um að Kristur sé upprisinn frá dauðum? \v 13 Ef ekki er til upprisa dauðra, þá hlýtur Kristur að liggja dáinn í gröf sinni. \v 14 Og sé hann ekki upprisinn, þá höfum við predikað til ónýtis og þá er trú ykkar og traust á Guði einskis virði, og allt vonlaust! \v 15 Þá erum við postularnir allir lygarar, því að við höfum staðhæft að Guð hafi reist Krist úr gröfinni – það er þá auðvitað ósatt ef dauðir geta ekki risið upp. \v 16 Ef þeir geta það ekki, þá er Kristur ekki heldur upprisinn. \v 17 Þá er líka trú ykkar, að Guð geti hjálpað ykkur og frelsað, tóm vitleysa og þið þar með enn ofurseld bölvun syndarinnar. \v 18 Þá eru þeir allir glataðir, sem dáið hafa í trú á upprisu Krists, \v 19 og við sem nú trúum vonlaus og aumust allra manna. \p \v 20 Nei og aftur nei! Kristur er svo sannarlega upprisinn! Hann er hinn fyrsti allra þeirra sem eiga eftir að rísa upp frá dauðum. \p \v 21 Dauðinn kom inn í þennan heim vegna syndar eins manns Adams, en fyrir tilverknað Krists er nú til upprisa dauðra. \v 22 A sama hátt og allir deyja vegna þess að þeir eru afkomendur Adams, svo munu og allir þeir sem tilheyra Kristi, rísa upp frá dauðum. \v 23 Þó hver í réttri röð: Kristur fyrst, og síðan – er Kristur kemur aftur – munu allir sem honum tilheyra rísa upp til lífsins á ný. \p \v 24 Þegar hann hefur lagt að velli alla óvini sína, koma endalokin og hann afhendir Guði föður konungsvald sitt. \p \v 25 Kristur mun verða konungur uns hann hefur sigrað alla óvini sína, \v 26 þar á meðal síðasta óvininn, dauðann. \v 27 Guð gefur Kristi allt vald á himni og jörðu, en Kristur ríkir þó auðvitað ekki yfir Guði föður, sem gaf honum þetta vald og ráð. \v 28 Þegar Kristur hefur loks unnið sigur á öllum óvinum sínum, mun hann, sonur Guðs, fela allt undir vald föðurins, svo að Guð, sem hefur gefið honum sigur yfir öllu, mun verða allsráðandi og æðstur. \p \v 29 Til hvers eru menn að láta skíra sig fyrir þá dánu, ef dánir menn rísa alls ekki upp? \p \v 30 Og hvers vegna ættum við þá sífellt að leggja líf okkar í hættu? \v 31 Dag hvern er ég í bráðri lífshættu. Það er eins satt og ég er hreykinn af því að hafa leitt ykkur til trúar á Drottin, Jesú Krist. \v 32 Og hvaða vit væri þá í því að berjast við óargadýr, eins og í Efesus, ef það væri aðeins til þess að hljóta ávinning í þessu lífi? Ef Drottinn vekur okkur ekki upp frá dauðum þá skulum við bara borða, drekka, vera glöð og njóta líðandi stundar, því að á morgun deyjum við og þá er allt búið! \p \v 33 Nei, látið ekki þá sem svona tala blekkja ykkur. Ef þið hlustið á þá, þá farið þið fljótlega að líkja eftir þeim. \v 34 Verið á verði og syndgið ekki. Ykkur til blygðunar segi ég: Sum ykkar eru hreint ekki kristin og hafa aldrei kynnst Guði í raun og veru. \s1 Upprisa okkar – nýr líkami \p \v 35 Nú kann einhver að spyrja: „Hvernig munu dauðir rísa upp? Hvers konar líkama munu þeir fá?“ \v 36 Svona spurning er óþörf. Líttu á garðinn þinn. Þegar þú sáir fræi í mold, þá verður það ekki að jurt nema það deyi fyrst. \v 37 Græni sprotinn, sem springur út úr fræinu, er harla ólíkur fræinu sem þú sáðir. Það sem þú sáðir í moldina var örsmátt korn – hvort sem það var hveiti eða eitthvað annað. \v 38 Síðan gefur Guð því nýjan líkama, einmitt af þeirri gerð sem hann sjálfur vill. Af hverri frætegund vex sérstök jurt, ólík öðrum tegundum. \v 39 Rétt eins og til eru mismunandi tegundir jurta, þannig eru til mismunandi gerðir holds: Menn, dýr, fiskar, fuglar – allt er þetta sitt með hverju móti. \p \v 40 Englarnir á himnum hafa líkama, sem eru gjörólíkir okkar. Fegurð þeirra og vegsemd er önnur en fegurð og vegsemd okkar. \v 41 Sólin er dýrleg í ljóma sínum, og tunglið og stjörnurnar eru það líka, en þó á annan hátt, og innbyrðis ber stjarna af stjörnu í birtu og ljóma. \p \v 42 Á sama hátt eru jarðneskir líkamar okkar, sem deyja og rotna, ólíkir þeim líkömum sem við fáum í upprisunni, því að þeir munu aldrei deyja. \v 43 Þeir líkamar sem við höfum nú, valda okkur oft erfiðleikum, því að þeir sýkjast, hrörna og deyja, en í upprisunni munu þeir breytast á dýrlegan hátt. Nú eru þeir veikbyggðir og dauðlegir, en þá verða þeir þrungnir lífskrafti. \v 44 Í dauðanum eru þeir mannlegir líkamar, en í upprisunni himneskir líkamar. \p \v 45 Biblían segir að hinum fyrsta manni, Adam, hafi verið gefinn jarðneskur líkami en Kristur er meira en það, því að hann er lífgefandi andi. \p \v 46 Sem sagt: Fyrst höfum við jarðneskan líkama, en síðan gefur Guð okkur andlegan, himneskan líkama. \v 47 Adam var myndaður af efnum jarðar, en Kristur kemur af himnum. \v 48 Sérhver maður hefur líkama af sömu gerð og Adam, úr jarðnesku efni, en allir sem Kristi tilheyra, munu hljóta sams konar líkama og hann – himneskan líkama. \v 49 Eins og við nú höfum sams konar líkama og Adam, munum við í upprisunni fá sams konar líkama og Kristur. \p \v 50 Því segi ég ykkur, kæru vinir, jarðneskur líkami úr holdi og blóði getur ekki komist inn í guðsríki, því að okkar dauðlegu líkamar geta ekki lifað að eilífu. \v 51 En nú segi ég ykkur furðulegan og dásamlegan leyndardóm: Við munum ekki öll deyja, en þó munum við öll fá nýjan líkama – við munum umbreytast! Allt mun þetta gerast á svipstundu, þegar síðasti lúðurinn hljómar. \v 52 Þá munu allir kristnir menn, sem dánir eru, rísa upp, íklæddir nýjum líkömum, sem aldrei hrörna eða deyja. Þeir sem þá verða enn á lífi, munu allt í einu umbreytast og fá nýjan líkama eins og hinir. \v 53 Þessir jarðnesku dauðlegu líkamar okkar, sem við berum nú, verða að umbreytast í himneska líkama sem aldrei deyja. \p \v 54 Þegar þetta gerist, munu rætast þessi orð Biblíunnar: „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. \v 55-56 Dauði, hvar er sigur þinn? Hvar er broddur þinn?“ Syndin – broddurinn sem veldur dauða – verður þá orðin að engu og lögmálið, sem afhjúpar syndir okkar, mun ekki lengur dæma okkur. \p \v 57 Þökkum Guði fyrir allt þetta. Það er Guð sem gefur okkur sigurinn fyrir Drottin, Jesú Krist. \p \v 58 Kæru vinir – framtíðarsigurinn er tryggður! Verið því sterk, óbifanleg, sístarfandi fyrir Drottin, og vitið að ekkert, sem þið gerið fyrir hann, er til einskis. \c 16 \s1 Lokaorð \p \v 1 Varðandi peningana, sem þið eruð að safna handa söfnuðinum í Jerúsalem, þá skuluð þið fara eins að og ég hef sagt söfnuðinum í Galatíu. \v 2 Hvern sunnudag skuluð þið, hvert og eitt, leggja til hliðar þá upphæð sem efni leyfa. Látið þetta ekki dragast þangað til ég kem. \v 3 En þegar ég kem, mun ég senda kærleiksgjöf ykkar til Jerúsalem, ásamt bréfi mínu, með traustum sendiboðum, sem þið hafið sjálf valið til fararinnar. \v 4 Hafi ég sjálfur tíma til að fara, þá geta þeir orðið mér samferða. \p \v 5 Ég kem til ykkar frá Makedóníu, en þar mun ég aðeins hafa stutta viðdvöl. \v 6 Ef til vill mun ég dvelja nokkuð hjá ykkur, jafnvel allan veturinn, og eftir það getið þið sent mig áfram til næsta ákvörðunarstaðar. \v 7 Í þetta sinn ætla ég sem sagt að vera lengur með ykkur, ef Drottinn leyfir. \v 8 Hér í Efesus ætla ég að dveljast fram að hvítasunnu, \v 9 því að hér hef ég nóg að gera við að predika og kenna. Hér er mikið um að vera, en andstæðingarnir eru líka margir. \p \v 10 Ef Tímóteus skyldi koma, sjáið þá til þess að honum líði vel, því að hann vinnur verk Drottins eins og ég. \v 11 Látið engan lítilsvirða hann vegna þess hve ungur hann er og þegar hann hefur lokið sér af hjá ykkur, sendið hann þá ánægðan til mín. Ég hlakka til að sjá hann, svo og hina bræðurna, sem væntanlegir eru. \v 12 Ég bað Apollós að verða samferða bræðrunum til ykkar, en hann fékkst ekki til þess nú, hann kemur seinna, ef tækifæri býðst. \p \v 13 Vakið! Standið stöðug í trúnni. Verið djörf og sterk \v 14 og látið kærleikann leiða ykkur í öllu. \p \v 15 Þið munið eftir Stefanasi og fjölskyldu hans, en þau voru fyrst til að taka trú í Grikklandi. Þau hafa helgað sig starfinu til hjálpar kristnum mönnum. \v 16 Verið þeim hjálpleg og fylgið ráðleggingum þeirra, svo og öðrum þeim er vinna meðal ykkar af sömu alúð og dugnaði og þau. \v 17 Það gleður mig mjög að Stefanas, Fortúnatus og Akkaíkus hafa heimsótt ykkur. \v 18 Þeir hafa veitt mér mikla hjálp og bætt mér upp fjarveru ykkar. Þeir hafa verið mér til mikillar uppörvunar og styrktar, og ég er viss um að þið hafið sömu reynslu af þeim og ég. \p \v 19 Söfnuðirnir hér í Litlu-Asíu senda ykkur kærar kveðjur. Akvílas og Priska biðja að heilsa, svo og söfnuðurinn sem kemur saman á heimili þeirra. \v 20 Allir vinirnir hér senda ykkur kveðjur. Heilsið hvert öðru hjartanlega. \p \v 21 Þessi kveðjuorð rita ég eigin hendi: \v 22 Sá sem ekki elskar Drottin, er útilokaður frá samfélaginu við Guð og þar með undir bölvun. Kom þú Drottinn Jesús! \v 23 Kærleikur og náð Drottins Jesú sé með ykkur. \v 24 Mínar innilegustu kveðjur til ykkar allra sem tilheyrið Kristi Jesú. Amen. \p Páll